Grundvallarreglur brotnar á Geir H. Haarde

Hverjum á fólk að trúa?

Nú heldur Sigríður J. Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis því fram að ákæruvaldið sé ekki hennar, heldur Alþingis. Þess vegna geti Alþingi dregið mál Geirs H. Haarde til baka á hvaða dómsstigi sem er.

Sé þetta rétt hjá Sigríði er ljóst að Alþingi er bæði rannsóknaraðili og ákærandi í þessu máli. Saksóknarinn er sem sagt bara í vinnu hjá rannsóknaraðilum málsins sem síðan gerist ákæruvald.

Ég hélt að Ísland væri aðili að alþjóðlegum sáttmálum sem bönnuðu slík réttarbrot og valdníðslu.

Ef rétt reynist og Alþingi sem ákæruvald dregur kæruna á hendur Geir til baka, á Geir örugglega rétt á miklum skaðabótum fyrir að hafa verið ákærður af ákæruvaldinu af ástæðulausu.

Hann á líklega einnig rétt á skaðabótum frá rannsóknaraðila málsins fyrir slæleg vinnubrögð við gerð skýrslu sem aldrei var líkleg til að leiða til sakfellingar. -

Að lokum getur Geir einnig kært Alþingi fyrr að hafa brotið á sér alþjóðlega sáttmála um skiptingu dómsvaldsins í rannsóknaraðila, ákæruvalds og saksóknara og síðan dómara.


mbl.is Tillagan ekki afskipti af dómsmáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nú bara þó nokkuð til í þessu hjá þér. Nú verðu ríkisstjórnin að panta skoðunarskýrslu frá Háskólapakkinu sem hentar þeim í næstu afsökunum.

Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 29.1.2012 kl. 08:18

2 identicon

Það er ekkert nýtt í þessu, það hefur alltaf legið fyrir (nema hjá vissum pólitíkusum) að rannsóknarskyldan og saksóknarvaldið fyrir Landsdómi er hjá Alþingi.  Það eitt og sér að þessi verkefni eru á sömu hendi riðlar í engu þrískiptingu valdsins, þar sem í hefðbundnum sakamálum eru þessi hlutverk hvorutveggju á hendi framkvæmdavaldsins.

 Það er svo aftur annað mál með að löggjafarvaldið sé líka með saksóknarvaldið og skipar þar að auki hluta dómsins, en ástæðan fyrir því að þetta er af mörgum talið ganga er að annars vegar eru meint brot talin mjög alvarleg og hins vegar er löggjafarvaldið það eina af þessum þrem sem er kosið beint af þjóðinni.

Eina lögfræðilega álitaefnið er hvort rétt sé af Alþingi að íhuga eða ákveða að gera breytingu á ákærunni eftir að hún hefur verið lögð fram.  Sigríður Friðjónsdóttir er þarna sammála Sigurði Líndal og mörgum fleirum um að það sé eðlilegt en er þar ósammála Óla Jó og fleirum (þ.m.t. lögmanni Geirs).

ls

ls (IP-tala skráð) 29.1.2012 kl. 11:26

3 identicon

Það hlýtur að vera mjög gott og flott allt saman fyrir alla þessa þingmenn og fyrrum ráðherra að geta fengið þetta tækifæri, til að geta þannig reynt aftur að vísa þessu máli frá og núna út úr Landsdómi, og svo til þess að margir þingmenn og fyrrum ráðherrar geti sloppið undan Landsdómi.

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 30.1.2012 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband