Söguleg helgi framundan

Það gæti gerst að draumar íslensku þjóðarinnar rættust á næstu dögum. Það gæti hæglega gerst að borgarstjórinn verði ópólitískur og borgarfulltrúarnir sem styðja hann líka. Það yrði gaman. Allt í einu mundi skapast möguleiki á að taka ákvarðanir í borgarstjórn sem ekki byggjast á flokkspólitískum forsendum.

Ekki er verra að hafa borgarstjóra sem hefur skopskyn og tekur þessu öllu létt. Íslendingar kunna að meta léttlynt fólk. Með uppskáldaðri vitleysu fær fyndna fólkið okkur hin til að gleyma alvöru vitleysunni. Svoleiðis getur það orðið næstu fjögur árin a.m.k.

Svo gæti það líka gerst strax á eftir að Jón Gnarr er orðin borgarstjóri að Íslendingar vinni Júróvisjón. Það mundi sko gera gera þessa helgi framundan verulega sögulega.  Eftir 24 ára vonbrigði mundi það verða sætt að vinna loks og að halda upp á 25 ára afmæli Gleðibankans í Egilshöll að ári.  Þá gæti  Jón Gnarr boðið alla Evrópu velkomna fyrir framan skjáinn og við fengjum Pálma, Siggu Bein og Eirík big red til að brillera eina ferðina enn. Það væri gaman. Þau eru svo léttlynd og skemmtileg.


mbl.is Jón Gnarr vill stólinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Líklegt að Bretar gefi Je ne sais quoi mörg stig á laugardagskvöld

Þulirnir frá BBC voru alveg að fara á límingunum í kvöld þegar að níu lönd höfðu komist áfram og Ísland var ekki á meðal þeirra. Á meðan á keppninni stóð hældu þeir íslenska laginu á hvert reipi og tilkynntu að meðal breskra áhorfenda nyti íslenska lagið mestra vinsælda. Þeir önduðu léttara þegar Ísland, síðast allra skaust upp úr umslaginu.

Í öðru sæti hjá áhorfendum BBC var Albanía og í því þriðja Portúgal. Bretar fá ekki að kjósa í undakeppnunum svo þeir áttu engan þátt í á Íslenska lagið komst áfram. En ef þeir standa við stóru orðin er líklegt að Ísland fái 12 stig frá Bretum á laugardagskvöld.


mbl.is Íslenska lagið í úrslit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón Gnarr er Silvía Nótt

sylvia1Jón Gnarr er fyndinn maður. Um það efast fáir. Hann er spéspegill þjóðarsálarinnar. Eða lítur hún kannski raunverulega svona út?

Þúsundir íslendinga trúðu því á sínum tíma að Silvía Nótt væri raunveruleg stjarna og að hún mundi uppfylla áratuga gamla þrá Íslendinga og vinna júróvisjón.

Jón Gnarr fylgdist líka með því í áratugi hvernig þjóðin lét sér vel líka að stjórnmálmenn sögðust vinna fyrir land og þjóð þótt þeir væru í raun alltaf að gæta sinna eigin hagsmuna...eða vina sinna...eða flokksins. 

Jón Gnarr hugsaði sem svo; Fyrst þjóðin var svo vitlaus að láta þetta yfir sig ganga, gæti ég alveg eins farið í framboð. Ég gæti talað eins og stjórnmálamenn gera, af algjöru ábyrgðarleysi, sagt að þetta og hitt verði skoðað, sett í nefnd og snúið út úr því sem ég ekki skil.  

Allir vita að ég er grínisti og hvernig sem fer, get ég ekki tapað. Úr verður stórkostlegt grín, eitthvað sem upp úr er hafandi. Og ef ég kemst í borgarstjórn eða á þing og fæ loks föst laun. Að auki gæti sú uppákoma líka orðið mikið grín.

Og viti menn, Jón hafði rétt fyrir sér. Ekki bara rétt fyrir sér, heldur virðist sem Jón Gnarr og flokkur hans hafi verið nákvæmlega það sem þjóðin þarfnaðist í dag, sérstaklega Reykjavíkurbúar. 

Hann er plat stjórnmálamaður, í grín-flokki, í landi sem ekki hefur lengur neina tiltrú á "alvöru" stjórnmálmönnum upp til hópa.

"Alvöru" stjórnmálmenn hafa fyrirgert öllu trausti með fíflsku sinni og nú vill almenningur að þessum sömu stjórnmálmönnum verði kennd ærleg lexía. Með stuðningi sínum við Jón Gnarr og flokk hans er almenningur að segja; Kjósum besta flokkinn, stjórnmál eru fíflagangur hvort eð er. Kjósum Jón Gnarr, hann er Silvía Nótt stjórnmálanna.


Hermenn skynseminnar

Í samskiptum mínum við trúlausa síðustu daga, einkum þá sem tilheyra félagskapnum Vantrú, hef ég orðið margs vísari. Rökræður og orðaleikfimi eru þeirra ær og kýr sem eftir nokkra snúninga reynast öllu magrari en þeir vilja vera láta. Sumir líta greinilega á sig sem hermenn skynseminnar og virka því dálítið árásargjarnir og stífir. Kannski er það lærfeðrunum Dawkins og Hitchens að kenna sem frægir hafa orðið fyrir þennan háttinn.

Þeir vilja ólmir fá að teikna skopmyndir af guðsmönnum. Þegar þeim er bent á að slíkt athæfi feli í sér háð og spott sem lög landsins vernda fólk fyrir, kalla þeir það gagnrýni. Þeim er fyrirmunað að skilja hvernig hægt er að taka tillit til þess að eitthvað getur sært fólk sem ekki veldur því beinum líkamlegum skaða. Lífsleikni hlýtur að vera þeim framandi hugtak.

Samt eru þeir sjálfir afar hörundsárir og bregðast ókvæða við með miklum greinarskrifum og persónuárásum ef þeim er sjálfum strítt, hvort sem er með gagnrýni eða háði,  eins og viðbrögð við grein minni "Vantrú á Vantrú" ber vitni um.

Þeim virðist fæstum vera það ljóst að stærsti hluti trúaðra hefur ekki tileinkað sér trúarleg viðhorf sín af ást til Guðs eða mannkynsins, heldur af ótta sem á sér djúpar rætur í mannlegu eðli. Ekki af ótta við Guð, heldur dauðann, hið óþekkta, að finna sig einan í alheiminum og að lífið sé tilgangslaust. Sá ótti er fylgifiskur vitmunanna og getur þegar best lætur, verið kveikjan að viðleitni sem snýr óttanum upp í andhverfu sína, þ.e. þekkingar og  ástar til Guðs og mannkynsins.

Óttanum tekst trúuðum oft að bægja frá með trú á æðri máttarvöld sem gæta þeirra, hlusta á bænir þeirra og gefur þeim eilíft líf að jarðvist lokinni.

Margir trúlausir segjast hafa lært að lifa með sínum ótta. Þeir hafa enga trú og enga þekkingu sem kemur í stað hennar. Er það kannski það sem hefur forhert huga þeirra og hjörtu? Hvers vegna virðast þeir líta svo á að bein árás á það sem trúaðir álíta grunnstefin í lífi sínu, allt það sem þeir álíta satt og gott, sé besta aðferðin til að koma trúleysis-málstað sínum á framfæri? 

Fyrir það fyrsta er skynseminni og rökhyggju manna takmörk sett. Hún leysir ekki allar gátur lífsins, ekki einu sinni gátur sem ætlast er til að hún geti leyst eins og t.d. mótsögn Russells.

Í öðru lagi kallar bein árás oftast á varnarviðbrögð. Fólki finnst sér ógnað og algengustu viðbrögðin eru að það hættir að hlusta (lesa). Því meira sem trúlausir hamast, því minna heyrir viðmælandinn.

Í þriðja lagi réttlæta ekki ofsafengin viðbrögð sumra trúaðra við háði og spotti, háð og spott. Að beita fyrir sig skýrskotunum til mikilvægi tjáningarfrelsins er að afvegaleiða umræðuna. Háð og spott er aldrei til góðs, það er hluti af vandmálinu, ekki lausninni. Tjáningarfrelsinu, eins og öllu öðru frelsi, fylgir sú ábyrgð að nota ekki frelsi sitt til að gera öðrum viljandi miska.

 


Húsverkin og ég

Ég verð að viðurkenna að mér leiðast húsverkin. Sum þeirra hata ég hreinlega.

Lengi skammaðist ég mín fyrir þetta og þróaði með mér af þeim sökum ákveðið þolgæði fyrir eldamennsku. Ég get sem sagt mallað eitthvað daglega án þess að gráta af leiðindum.

En að búa um rúm, vaska upp diska og þurfa svo að endurtaka það allt saman eftir sex mánuði er iðja sem alls ekki er að mínu skapi.

Eins og í flestum tilfellum þegar að andúð á einhverju nær yfirhöndinni, er skilningsleysi um að kenna . Ég hef t.d. aldrei skilið þörfina á að þrífa hús og híbýli. Eftir fjögur ár getur hið skítuga ekki orðið skítugra. Hvers vegna að þrífa?

Ég hef heldur aldrei skilið fólk sem hefur mikla ánægju af húsverkum. Eina húsmóður þekki ég sem er svo  gagntekin af húsverkum að hún vaknar á nóttunni til að athuga hvernig sjálfhreinsandi ofninum í eldavélinni gengur að hreinsa sig.

Einn húskarlinn þvær vandlega allt leirtauið í vaskinum áður en hann setur það í uppvöskunarvélina.

Hvað er að þessu fólki. Molysmophobia?


Vantrú mín á Vantrú

Félagsskapurinn vantrú er skrýtin klíka. Reyndar er ærin ástæða til að efast um að félagskapurinn sé félagsskapur. Alla vega virðist sem einhver einn feitur pjakkur hafi umboð til þess að skrifa athugasemdir á bloggi í nafni "félagskaparins" á þann hátt að ekki er hægt að greina hvort einhver munur sé á stefnu samtakana og hans persónulegu túlkun.

Ég hef eins og margir aðrir haft frá upphafi mikla vantrú á Vantrú, enda kannski til þess ætlast miðað við nafngiftina. Það hefur líka komið í ljós að sú vantrú er réttlætanleg því "samtökin" hafa litlu komið í verk af yfirlýstum markmiðum sínum. Þau (eða sá feiti) sprikla dálítið á netsíðunni sinni og gera athugasemdir á bloggsíðum, meira er það ekki. Alla vega hafa þeir ekki náð að vekja mikla athygli á þeim málum sem þeim eru kær, það er sú trú að trú annarra en þeirra sjálfra sé ótrúleg.

Það er svo sem ágætt að þeim hefur ekki verið veitt meiri athygli, enda hafa þeir sem taka málstað félagsskaparins, þá sjaldan það gerist, reynst vera athyglissjúkir kverulantar.

Í örvæntingu sinni hefur Vantrú nú ákveðið að reyna að slá sér upp á umdeildu máli sem hlaut á sínum tíma heimsathygli, þ.e. teikningar Jótlandspósts af Múhameð spámanni Íslam. -

Nú vill Vantrú efna til sérstaks dags sem tileinkaður verði teiknimyndum af Múhameð og í hlægilegri tilraun til að gæta jafnræðis, af örum boðberum Guðs.

Þeir bjóða jafnvel upp á að grín sé gert að manninum sem þeir sjálfir hafa valið sér fyrir spámann, Mr. Dawkins, manni sem hefur skrifað nokkrar lélegar og marghraktar bækur og sem er frægur fyrir að ráðast yfirleitt á garðinn þar sem hann er lægstur í gagnrýni sinni á trú og hjátrú.

Það sem er aulalegast við þetta allt er að Vantrú segist gera þetta í þágu mannréttinda. Það sem Vantrú virðist ekki fatta er að samfélagið hefur komið sér upp lögum og siðum til að vernda einstaklingana frá því að eiga á hættu að vera hæddur og spottaður fyrir skoðanir sínar eða trú. Þessi lög og þessa siði vill Vantrú afnema og undirstrika það með því að hvetja landsmenn til að hæða múslíma og spámann þeirra.

Ég veit að þeir í Vantrú hafa áhyggjur af þessu, enda jaðrar margt af því sem þeir láta frá sér fara við brot á landslögum og háð og spott hefur verið þeirra helsta vopn í stríði þeirra fyrir betri trúlausari heimi.

Sumt af því sem komið hefur frá Vantrú hefur sannarlega verið meiðandi háð, en þetta er bara kjánalegt.


Heimsmet í svindli

bonusÞað er ótrúlegt hversu glúrnir Íslendingar eru í að slá heimsmet af öllu tagi. Sum er að sjálfsögðu komin til vegna smæðar þjóðarinnar og verða til á sama hátt og "Ísland er stærsta land í heimi miðað við höfðatölu". Um tíma átu Íslendingar mestan sykur allra þjóða, karlmenn lifa hvergi lengur, fleiri á landinu eru læsir en nokkru öðru landi, o.s.f.r.

Nú bætist heldur betur við heimsmetaskrautfjaðrir landans ef satt reynist að einhver einn íslendingur hafi svindlað 258 milljón milljónir út úr bönkum landsins.

Fyrra heimsmetið er frá árinu 2008 og það átti Bernard Madoff (50 milljarða dollara) fyrrum Nasdaq hlutabréfastjóri. 

Ef satt reynist hefur Jón Ásgeir Jóhannesson slegið það met rækilega og er þannig búinn að tryggja sér sess í mannkynssögunni. - Hvernig sagan mun dæma hann á eftir að koma í ljós. Hrói Höttur var jú ræningi en hann er líka alþýðuhetja. Jón Ásgeir heldur því fram að allt tal um svindl hans og svínarí sé uppspuni og sé skiplögð ófrægingarherferð á hendur sér af pólitískum toga.

MaddoffAthyglisvert er að bera saman viðbrögð Herra Madoff og Ásgeirs. Þau eru svo til þau sömu. Herra Madoff sagði fréttmönnum á sínum tíma að "sér væri öllum lokið" og að "ekkert væri eftir" og að hann væri bara "hafður að blóraböggli í pólitískum hráskinnaleik sem ætti sér langa forsögu".


Bacha bazi - Hinir dansandi drengir í Afganistan

afghan-boyFyrir þremur árum las ég frétt um það hvernig gamall (ó)siður heldri manna í Afganistan hefði verið endurvakin í Baglan héraði í norður hluta Afganistan. þar sem og annarstaðar í Afganistan, fyrir valdatíma Talibana,  tíðkaðist að voldugir menn keyptu sér svo kalla Bacha bazi (leiksveina) sem gjarnan voru 14-18 ára munaðarleysingar. Þeim var kennt að klæða sig upp eins og kvenmenn og dansa fyrir húsbændur sína og vini þeirra í sérstökum Bacha bazi boðum.
Þá var einnig ætlast til að drengirnir þjónuðu eigendum sínum kynferðislega og voru þannig í raun kynlífsþrælar.
Í dag hefur þessi siður aftur breiðst út um allt Afganistan en Talibönum tókst með harðýðgi á sínum tíma að uppræta hann að mestu.
Að eiga Bacha bazi er stöðutákn í Afganistan og núverandi stjórnvöld standa aðgerða og eflaust ráðlaus gagnvart útbreiðslu síðarins. Margir af auðugustu mönnum landsins ásamt valdhöfunum og lögreglumönnum loka augum og eyrum þegar erlend mannréttindasamtök hafa reynt að vekja athygli á útbreiðslu vandamálsins.
Það sem er kaldhæðnilegast við þessa venju, er að hún á rætur sínar að rekja til banns saría laga Íslam við dansi kvenna. Reyndar bannar Íslam einnig mök milli samkynja aðila en það láta fyrrum stríðsherrar Afganistan sem nú fá greitt í dollurum fyrir að berjast ekki gegn NATO herjunum, sig litlu skipta.
dancingboyOftast eru drengirnir munaðarleysingjar eða þeir hafa verið seldir af fátækum foreldum í þessa skelfilegu ánauð. Þegar þeir byrja að dansa opinberlega eru þeir venjulega á aldrinum 14-18 ára eða "bacha bereesh" (skeggleysingar). Þeir eru klæddir í kvenfatnað, farðaðir og á þá eru bundnar bjöllur um ökkla og úlnliði. Þeir dansa í sérstökum boðum og einnig í brúðkaupsveislum, en aðeins fyrir aðra karlmenn.
Í Afganistan er kynjunum  stranglega haldið í sundur og konur fá aldrei að taka þátt í slíkum skemmtunum. Þá er stundum efnt til danskeppni milli drengjanna.
Í viðtali lýsir einn af þessum heldri mujahedin stríðsherrum, Allah Daad að nafni,  þeim brögðum sem oft eru notuð til að laða að sér unga drengi. " Fyrst ákváðum við hvaða drengi í þorpinu við vildum og síðan beittum við brögðum til að fá þá til að koma með okkur. Sumir fá peninga frá okkur, einskonar mánaðarhýru og í staðinn megum við gera það sem okkur sýnist við þá. Þeir eru ekki alltaf með okkur. Þeir gera það sem þeir vilja en koma síðan þegar þeir eru boðaðir í veislurnar.
Veislurnar eru haldnar í stórum sölum og fjölmörgum er boðið. Drengirnir dansa vinsæla dansa en ef þeir dansa illa eru þeir barðir af húsbónda sínum. Honum finnst hann hafa verið óvirtur ef drengurinn hans dansar illa."
BachaÞegar að veislunni lýkur eru drengirnir oft "lánaðir" vinum höfðingjanna til að gamna sér með. Það er ekki óalgengt að drengur fái að heyra það að morgni að hann hafi verið keyptur af rekkjunauti sínum. Þannig eru veislurnar einskonar þrælamarkaður í leiðinni.
"Ég er ekki ríkur en ég vil eiga eins marga bacha bereesh og mögulegt er. Í veislunum stend ég þá jafnfætis öðrum. Þetta er að hinu góða. Við höfum okkar hefðir.
Í útlöndum dansa konur fyrir menn en hér eigum við dansa sem hvergi finnast annarsstaðar í heiminum" segir Nasro Bay sem á sex dansdrengi.
Sumir karlmenn viðurkenna að þeir hafi ekki áhuga á konum. " "Við vitum að það er ósiðlegt og ekki í samræmi við Íslam en hvernig getum við hætt þessu" er haft eftir 35 ára Chaman Gul. "Okkur líkar ekki við konur, við viljum bara drengi".
Shir Mohammad var einn hinna dansandi drengja."Ég var 14 ára gamall þegar að fyrrum stríðsherra frá Uzbekistan neyddi mig til að hafa við hann samfarir. Seinna fór ég frá fjölskyldu minni og gerðist ritari hans. Ég hef verið með honum í 10 ár. Nú er ég orðin fullorðin en hann elskar mig enn og ég sef hjá honum." Shir er orðin 24 ára og of gamall til að dansa. " Ég er orðin fullorðin og hef ekki lengur fegurð unglings árana. Ég lagði til að ég mundi giftast dóttur eiganda míns og hann samþykkti það".
  
17 ára Ahmad Jawad hefur verið eign auðugs landeiganda síðustu tvö ár. "Ég er orðin vanur þessu. Ég elska herra minn. Ég elska að dansa og haga mér eins og kona og leika við herra minn" segir Ahmad. "Þegar ég eldist mun ég sjálfur eignast marga drengi".

Hrói Höttur enn og aftur

robinhoodcroweEin kvikmyndin í viðbót um enska stigamanninn Hróa Hött kemur í kvikmyndahús á föstudaginn. Í þetta sinn eru það leikstjórinn Ridley Scott  og leikarinn Russell Crowe, sem gefa þessari þjóðsögupersónu endurnýjað líf á hvíta tjaldinu. Crowe sem áður hefur vegið mann og annan í kvikmynd eftir Scott, notar auðvitað þéttvaxna fúlskeggjaða lookið í þessari mynd. Hitt lookið hans, þ.e. feiti síðhærði sóðinn, hefði svo sem alveg getað passað við Hróa en hann hefði þá þurft að sleppa gleraugunum.

Merkilegt annars hversu lífseigur Hrói er í Bíó og sjónvarpi. Hér kemur listi yfir kvikmyndirnar sem gerðar hafa verið upp hetjuna og kappa hans. Miðað við þennan fjölda mæti halda að veröldin væri búin að fá nóg. En svo er ekki.  

Adventures of Robin Hood. Dir. Michael Curtiz and William Keighley. With Errol Flynn, Basil Rathbone, Claude Rains, Olivia De Havilland and Alan Hale. Warner Brothers, 1938.

L'Arciere di fuoco. Dir. Girgio Ferroni. With Mario Adorf, Lars Bloch, Mark Damon and Silvia Dionisio. Oceanic Produzione, 1971. (Italy)

The Bandit of Sherwood Forest. Dir. George Sherman and Henry Levin. With Cornel Wilde and Anita Louise. Columbia, 1946.

A Challenge for Robin Hood. Dir. C. M. Pennington Richards. With Barrie Ingham, Gay Hamilton and James Hayter. Seven Arts-Hammer Films, 1967. (Alternate Titles: Robin Hood's Chase; The Legend of Robin Hood)

Drei für Robin Hood. Dir. Erik Haffner and Thommy Krappweis. With Christoph Maria Herbst and Sissi Perlinger. KIKA, 2003. (German)

In the Days of Robin Hood. Dir. F. Martin Thornton. With Harry Agar Lyons. Natural Colour Kinematograph, 1913. (Silent)

Ivanhoe. Dir. Herbert Brenon. With Walter Thomas. Independent Moving Pictures, 1913. (Silent)

Ivanhoe. Dir. Richard Thorpe. With Robert Taylor, Elizabeth Taylor and Harold Warrender. Metro-Goldwyn-Mayer, 1952.

Ivanhoe. Dir. Douglas Camfield. With James Mason, Sam Neill and David Robb. Columbia Pictures TV, 1982.

Il Magnifico Robin Hood. Dir. Roberto Bianchi Montero. With George Martin and Sheyla Rosin. Marco Claudio Cinematografica, 1970. (Italy)

The Men of Sherwood Forest. Dir. Val Guest. With Don Taylor and Eileen Moore. Hammer Films, 1954.

The Merry Men of Sherwood. Dir. Widgey R. Newman. With John Thompson, Eric Adeney and Aileen Marston. Delta Pictures, 1932.

El Pequeño Robin Hood. Dir. René Cardona. With René Cardona III and Patricia Aspíllaga. 1973. (Mexico)

The Prince of Thieves. Dir. Howard Bretherton. With Jon Hall and Patricia Morison. Columbia, 1948.

Princess of Thieves. Dir. Peter Hewitt. With Stewart Wilson and Keira Knightly. Walt Disney Productions, 2001.

Ribald Tales of Robin Hood. Dir. Richard Kanater and Erwin C. Dietrich. With Lawrence Adams and Danielle Carver. Mondo Films, 1969.

Il Ritorno di Robin Hood. Dir. Peter Seabourne. With Richard Greene. 1991. (Italy) (edited from the Greene TV series)

Robin Hood and His Merry Men. Dir. Percy Stow. Clarendon Films, 1909. (Silent) (Alternate Title: Robin and His Merry Men)

Robin and Marian. Dir. Richard Lester. With Sean Connery and Audrey Hepburn. Columbia, 1976.

Robin, Frecce, Fagioli e Karate. Dir. Tonino Ricci. With Sergio Ciani and Victoria Abril. Scale Film-Panorama Arco Film, 1977. (Italy/Spain)

Robin Hood. Dir. Étienne Arnaud and Herbert Blaché. With Alex B. Francis and Robert Frazer. American Éclair, 1912. (Silent)

Robin Hood. Dir. Theodore Marston. With William Russell, Gerda Holmes, James Cruze and William Garwood. Thanhouser, 1913. (Silent) (Alternate Title: Robin Hood and Maid Marian)

Robin Hood. Dir. Allan Dwan. With Douglas Fairbanks, Enid Bennett, Wallace Beery and Alan Hale. United Artists, 1922. (Silent)

Robin Hood. Dir. John Irvin. With Patrick Bergin and Uma Thurman. 20th Century-Fox, 1991.

Robin Hood. Dir. Mike A. Martinez. With David Wood. Scythe Productions, 1998.

Robin Hood and the Sorcerer. Dir. Ian Sharp. With Robert Addie, Clive Mantle and Judi Trott. Goldcrest Films and Television Productions, 1984.

Robin Hood and the Pirates. Dir. Giorgio Simonelli. With Lex Barker, Jackie Lane and Rossana Rory. F. Ci-T, 1960. (Italy) (Alternate Title: Robin Hood e i pirati)

Robin Hood, el arquero invencible. Dir. José Luis Merino. With Luis Barboo. Cinematografica Lombarda, 1970. (Spain/Italy)

Robin Hood en zijn schelmen. Dir. Henk van der Linden. With Cor van der Linden. 1962. (Netherlands)

Robin Hood Jr. Dir. Clarence Bricker. With Frankie Lee and Peggy Cartwright. East Coast Productions, 1923. (Silent)

Robin Hood Jr. Dir. Matt McCarthy and John Black. With Keith Chegwin and Mandy Tulloch. Brocket, 1975.

Robin Hood: Men in Tights.Dir. Mel Brooks. With Cary Elwes, Richard Lewis and Patrick Stewart. 20th Century-Fox, 1993.

Robin Hood: The Movie. Dir. Daniel Birt and Terence Fisher. With Richard Greene. Associated Images, 1991. (edited from the Greene TV series)

Robin Hood no yume. Dir. Bansho Kanamori. With Fujio Harumoto. Toa Kinema, 1924. (Silent) (Japan)

Robin Hood nunca muere. Dir. Francisco Bellmunt. With Charly Bravo and Emma Cohen. Profilmes, 1975. (Spain)

Robin Hood, O Trapalhão da Floresta. Dir. Paul DiStefano. With Bill Melathopolous and Mario Cardoso. Atlântida Cinematográfica, 1974. (Brazil)

Robin Hood Outlawed. Dir. Charles Raymond. With A. Brian Plant. British and Colonial Films, 1912. (Silent)

Robin Hood: Prince of Thieves. Dir. Kevin Reynolds. With Kevin Costner, Morgan Freeman and Mary-Elizabeth Mastrantonio. Morgan Creek Productions, 1991.

Robin Hood: Thief of Wives. Dir. Joe D'Amato. With Mark Davis and Stefania Sartori. 1996. (Italy) (Alternate Title: Robin Hood: The Sex Legend)

Robin of Locksley. Dir. Michael Kennedy. With Devon Sawa and Sarah Chalke. Sugar Entertainment, 1996.

Rogues of Sherwood Forest. Dir. Gordon Douglas. With John Derek, Alan Hale and Diana Lynn. Columbia, 1950.

Son of Robin Hood. Dir. George Sherman. With David Hedison and June Laverick. Argo Film Productions, 1958.

The Story of Robin Hood. Dir. Ken Annakin. With Richard Todd and Joan Rice. RKO-Disney, 1952. (Alternate Title: The Story of Robin Hood and His Merrie Men)

Striely Robin Guda.Dir. Sergei Tarasov. With Int Buran, Yuri Kamory, Boris Khmelnitsky, Algis Masyulis and Ragina Razuma. Riga Film Studio, 1977. (USSR) (Alternate Titles: Arrows of Robin Hood; Robin Hood's Arrows)

Sword of Sherwood Forest. Dir. Terence Fisher. With Richard Greene and Peter Cushing. Hammer Films, 1960.

Tales of Robin Hood. Dir. James Tinling. With Robert Clarke and Mary Hatcher. Lippert Pictures, 1951.

Time Bandits. Dir. Terry Gilliam. With John Cleese, Shelley Duvall, Sean Connery and Michael Palin. Handmade Films, 1981.

Il Trionfo di Robin Hood. Dir. Umberto Lenzi. With Don Burnett and Gia Scala. Italiana Film Buonavista, 1962. (Italy)

Up the Chastity Belt. Dir. Bob Kellett. With Frankie Howerd, Hugh Paddick and Rita Webb. Associated London Films, 1971.

Virgins of Sherwood Forest. Dir. Cybil Richards. With Brian Heidik and Gabriella Hall. Surrender Cinema, 2000.

Wolfshead: The Legend of Robin Hood. Dir. John Hough. With David Warbeck and Ciaran Madden. London Weekend Productions, 1969.

The Zany Adventures of Robin Hood. Dir. Ray Austin. With George Segal, Morgan Fairchild and Roddy McDowall. Charles Fries Productions, 1984.

Teiknimyndir 

"An Arrow Escape." Dir. Mannie Davis and George Gordon. Terrytoons, 1936.

"Mr. Magoo in Sherwood Forest." Dir. Abe Levitow. With Jim Backus. Paramount, 1964.

"Koko Meets Robin Hood." With Norma MacMillan and Larry Storch. Seven Arts Associated, 1962.

The Legend of Robin Hood. With Tim Elliot and Helen Morse. CBS, 1971. (Australia)

"Rabbit Hood." Dir. Chuck Jones. With Mel Blanc and Errol Flynn. Warner Brothers, 1949.

"Robin Hood." Dir. Paul Terry and Frank Moser. Terrytoons, 1933.

Robin Hood. Dir. Wolfgang Reitherman. With Brian Bedford, Monica Evans, Peter Ustinov and Roger Miller. Walt Disney Productions, 1973.

"Robin Hood Daffy." Dir. Chuck Jones. With Mel Blanc. Warner Brothers, 1956.

"Robin Hood, Jr." Dir. Ub Iwerks. With Eleanor Stewart. Celebrity Productions, Inc./MGM, 1934.

"Robin Hood Makes Good." Dir. Chuck Jones. With Mel Blanc. Warner Brothers, 1939.

"Robin Hood Rides Again." Van Beuren Studios, 1934.

"Robin Hood-Winked." Dir. Seymour Kneitel. With Jack Mercer and Jackson Beck. Famous Studios/Paramount Pictures, 1948.

Rocket Robin Hood. Dir. Ralph Bakshi and Grant Simmons. With Len Carlson and Ed McNamara. Famous Studios, 1966-69. (Canada. 52 episodes.)

Shrek. Dir. Andrew Adamson and Vicky Jenson. With Mike Myers, Cameron Diaz, Eddie Murphy and Vincent Cassel. Dreamworks, 2001.

Young Robin Hood. With Thor Bishopric. Hanna-Barbera, 1992. (26 episodes)

Sjónvarpsmyndir

The Adventures of Robin Hood. Dir. Bernard Knowles, Lindsay Anderson, Terence Fisher, and Ralph Smart. With Richard Greene, Bernadette O'Farrell and Patricia Driscoll. Sapphire Films, 1955-1958. (165 episodes)

The Adventures of Young Robin Hood. With Peter Demin. BBC, 1983.

Back to Sherwood. With Aimee Castle and Christopher B. MacCabe. CBC, 1999.

Blackadder Back and Forth. Dir. Paul Weiland.With Rowan Atkinson, Tony Robertson and Miranda Richardson. BBC, 1999. (One episode features Rik Mayall as Robin and Kate Moss as Marion.)

Ivanhoe. Dir. Stuart Orme. With Ronald Pickup and Aden Gillett. BBC-A&E, 1997. (6 episode miniseries)

The Legend of Robin Hood. Dir. Eric Davidson. With Martin Potter and Diane Keen. BBC, 1975. (6 episode miniseries)

The Legend of Robin Hood. Dir. Alan Handley. With David Watson, Douglas Faribanks, Jr., and Roddy McDowall. NBC, 1968.

Maid Marian and her Merry Men. Dir. David Bell. With Kate Lonergan and Wayne Morris. BBC, 1988-1989. (25 episodes)

The New Adventures of Robin Hood. Various directors. With Matthew Porretta, John Bradley, Anna Galvin and Barbara Griffin. Baltic Ventures International, 1997-1999.

Robin Hood. Dir. Joy Harington. With Patrick Troughton and Josée Richard. BBC, 1953. (6 episodes)

Robin Hood. Dir. Trevor Evans. With Rich Little. CBC, 1982.

Robin Hood no daibôken. Dir. Kôichi Mashimo. With Yumi Tôma. 1991. (Japan. 52 episodes) (Alternate Title: Robin Hood's Big Adventure)

Robin of Sherwood. Dir. Ian Sharp. With Michael Praed, Robert Addie and Nikolas Grace. HTV 1984-86. (26 episodes) (Alternate title: Robin Hood)

When Things Were Rotten. Dir. Jerry Paris and Marty Feldman. With Richard Gautier and Misty Rowe. ABC, 1975. (13 episodes. Written and produced by Mel Brooks.)


Hver tekur við formennskunni af Brown?

David-left-and-Ed-Miliban-001Brown kallin hefur sagt af sér og þá er orðið ljóst að Cameron hefur gengið að skilyrðum Frjálslyndra um umbætur á kosningakerfinu í Bretlandi og hlýtur að launum forsætisráðherraembættið. 

Hann segist vilja setja málið í þjóðaratkvæðagreiðslu og ef það verður samþykkt mun Íhaldsflokkurinn og reyndar Verkamannflokkurinn líka, missa fjölda þingmanna í næstu kosningum. Eftirleiðis er líklegt að það verði aðeins samsteypustjórnir í landinu. Það eru mikil tíðindi.

Verkamannaflokksmenn leita sér nú að nýjum formanni. David Miliband utanríkisráðherra í stjórn Browns mun koma sterklega til greina enda svipar honum mikið til þeirrar týpu stjórnmálamanna sem er í tísku í Bretlandi. (Tiltölulega ungur, magur, vel greiddur jakkafatasnáði)

Aðrir sem til greina koma eru Ed Balls, ritari skólamála, Ed Miliband, orku og umhverfisráðherra og bróðir Davids, Andy Burnham, heilbrigðisráðherra, Alistair Darling , fjámálaráðherra, Harriet Harman varaformaður verkamannaflokksins og  Alan Johnson.

Eins og staðan er má telja öruggt að David Miliband gefi kost á sér. Mesta athygli mundi vekja ef bróðir hans Ed muni gera það líka. Þeir tveir mundu fá alla umfjöllunina og skilja hina kandídatana eftir.


Bretar kunna ekki til verka

Almenningur í Bretlandi veit ekki hvaðan á hann stendur veðrið þessa dagana. Segja má að yfir landið gangi pólitískt gjörningaveður.

Fjaðrafokið í tengslum við stjórnarmyndunarviðræður Cleggs og Frjálslyndra við Íhaldið og Verkalýðsflokkinn sýnir greinilega hversu gamaldags og staðnaðar hugmyndir Breta um lýðræði eru. Flestar Evrópuþjóðir búa við samsteypustjórnir og flokkar hafa lært að ganga til stjórnamyndunarviðræðna við aðra flokka eftir kosningar og taka til þess þann tíma sem þarf. Þetta kunna Bretar einfaldlega ekki.

Clegg sem er í oddastöðu, byrjaði vel og sagðist vilja gefa íhaldinu, "sigurvegurum" kosninganna, tækifæri til að mynda stjórn. Án þess að klára þær viðræður, hóf hann viðræður við Verkalýðsflokkinn sem tölfræðilega getur aðeins myndað stjórn ef það fengi alla með sér fyrir utan Íhaldið. - Brown forsætisráðherra lýsti því síðan yfir að hann ætli að hætta í pólitík, til að liðka fyrir hugsanlegum samningum við Frjálslynda en Clegg hafði lýst því yfir að hann mundi ekki vilja vinna með Brown.

Almenningur er alveg ruglaður. Hann er vanur því að einn sigurvegari standi eftir hverjar kosningar sem síðan tekur við stjórn landsins. Hann skilur einfaldlega ekki hugtakið "samsteypustjórn".

Spjótin beinast einkum að Clegg sem er sagður reyna að notfæra sér oddastöðu sína og vilja ekki gefa eftir helsta baráttumál sitt, þ.e. umbreytingar á kosningakerfinu. Þær breytingar mundu hins vegar hafa þær afleiðingar að þingmenn mundu deilast jafnara á flokkana og breyta pólitísku landslagi  Bretlands til  frambúðar.


Allt Íslandi að kenna!

Eins og ég fjallaði um í síðustu færslu er Ísland mikið í breskum fjölmiðlum þessa dagana. Í gærkveldi voru tveir þættir um landið í sjónvarpinu, annar fjallaði um gosið í Eyjafjallajökli og hinn um þorskastríðin. þótt báðir þættirnir hafi verið afar fræðandi og í sjálfu sér jákvæðir í garð Íslands og Íslendinga, læddist að mér sá grunur í morgun að klisjan um að allar auglýsingar séu góðar auglýsingar, sé ekki alltaf sönn.

Þrátt fyrir hremmingaranar í tengslum við efnahagshrunið fundust mér Bretar ætíð tiltölulega jákvæðir gagnvart landi og þjóð. Nú kveður við annan tón. Fólk verður jafnvel vandræðalegt þegar það heyrir að ég sé frá Íslandi og það er styttra í aulabrandarana en áður.

Það er eins og fólk bregðist verr við því sem ógjörningur er að stjórna en því sem gerist af mannavöldum.

Ókunn kona á pósthúsinu sagði við mig í fúlustu alvöru að Ísland bæri ábyrgðina á því að sumarfríið hennar væri nú í uppnámi.

Kennarinn á námskeiðinu sem ég sótti í dag, lét aulabrandarana rigna yfir mig, en sá svo eftir öllu saman og baðst afsökunar á bullinu.

Jafnvel góðir kunningjar mínir sjá nú ástæðu til að hafa þetta á orði eins og lesa má úr þessum tölvupósti sem ég fékk sendan í dag:

Just to see if you're still going to do a spot at May 21st What A Performance!
What would it be? A 12 minute something?
Let me know
There will of course be no references or cheap jokes about ash, volcanoes, banks or anything of that sort - trust me!

Á síðasta ári lýstu margir íslendingar búsettir erlendis því hvernig þeir máttu þola háð, spott og jafnvel reiði út í Íslendinga vegna hamfaranna í efnahagslífinu og þá átti ég  bágt með að trúa þeim. Ekki bjóst ég við að ég ætti eftir að finna fyrir slíku á eigin skinni vegna náttúrhamfara á landinu. Svo lærir sem lifir.


Ísland stöðugt í fréttum

Sjaldan eða aldrei hefur Ísland verið eins mikið á milli tannanna á fólki hér í Bretlandi og um þessar mundir. Aska frá Eyjafjallajökli heldur áfram að raska flugáætlunum flugfélaga víða um Evrópu og erlendir fréttahaukar klæmast stöðugt á nafni eldfjallsins. Síðasta dæmið sem ég rakst á er þetta;

Þá hafa handtökur Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, Magnúsar Guðmundssonar, fyrrverandi forstjóra bankans í Lúxemborg sem og arftaka hans, Banque Havilland, vegna gruns um skjalafals, auðgunarbrot og markaðsmisnotkun vakið talsverða athygli í hérlendum fjölmiðlum.

En ef að Ólafi Haukssyni mistekst að sanna misferli á þá félaga og jafnvel þótt svo fari, er mögulegt að þeir þurfi að svara til saka fyrir breskum dómstólum.

Mál Kaupþings hefur verið til rannsóknar hjá Britain's Serious Fraud Office (Rannsóknardeild alvarlegra fjársvika) í nokkurn tíma, einkum hvernig staðið var að því að laða að innlánsfé með loforðum um háa ávöxtun á Kaupthing Edge.

Mál þeirra Kaupþingsmanna þykir einnig áhugavert meðal almennings fyrir þær sakir að sjálfir hafa Bretar verið verið heldur linir við að sækja "sína menn" til saka, þ.e. þá sem farið hafa illa með fé almennings í breskum bönkum. Í Bretlandi sitja yfirleitt sömu menn við stjórn bankanna og gerðu fyrir hrun og þiggja enn himinháar bónusgreiðslur fyrir ómakið.


Stephen Fry segir Ísland stærsta banana lýðveldi Evrópu

Stephen_Fry_croppedStephen Fry er einn kunnasti sviðs-leikari, grínisti og sjónvarpsþátta-stjórnandi í Bretlandi. Hann er einnig þekktur úr kvikmyndum eins og Wilde, Gosford Park og síðast Alice in Wonderland sem Tim Burton leikstýrði.

Fry er mikill háðfugl og í sjónavarpsþáttunum QI blandar hann saman gríni og fróðleik. Í einum þáttanna spyr hann um hvert sé stærsta banana lýðveldið í Evrópu.

Einn gesta hans ratar óvænt á svarið. Hér má sjá klippuna úr þættinum þar sem Fry segir Ísland stærsta banana framleiðanda í Evrópu.


Clegg the kingmaker

Þá er kosningunum lokið hér í Bretlandi og úrslitin verið tilkynnt. Þingið er hengt eins og flestir bjuggust við og enginn flokkur með nægilegan þingstyrk til að mynda ríkisstjórn einn. Bæði Brown og Cameron biðla til Cleggs sem eygir nú tækifæri til að koma á endurbótum á kosningakerfinu.

Reyndar nægir sameiginlegur þingmannafjöldi Frjálslyndra Demókrata og Verkamannaflokksins heldur ekki til að mynda meirihlutastjórn. Bónorð Browns hljóta því að hljóma dálítið hjáróma. Kosningakerfið Í Bretlandi er þannig að aðeins 6% munur er á almennu fylgi Frjálslyndra og Verkamannaflokksins en þessi 6% gefa samt þeim síðarnefndu 101 þingmann umfram Frjálslynda.

Er það furða að Clegg setji endurbætur á kosningakerfinu sem skilyrði fyrir þátttöku í stjórn. Hann vill að horfið verði frá einmenningskjördæmum og flokkar fái úthlutað þingmönnum eftir hlutfalli atkvæða sem þeir hljóta. En það verður þrautin þyngri að fá Cameron til að fallast á það.


Litningar úr Neanderdals-manninum finnast í nútíma-manninum

Þá þarf ekki að velkjast lengur í vafa um hver urðu örlög Neanderdals fólksins (Homo neanderthalensis). Það blöndaðist nútíma manninum (Homo sapiens sapiens). Vísindamenn skýrðu frá því í dag að þeir hefðu fundið að 1%- 4% af litningum nútíma mannsins, einkum þeirra sem búa í Evrópu og Asíu, eru fengin frá Neanderdals manninum.

Sjá nánar um þessa merkilegu frétt hér.


Hengt þing

a_hung_parliament_771655Það eru þingkosningar í Bretlandi í dag. Kosningarnar eru svo mikilvægar og leiðinlegar að  í síðustu könnun voru 40% kjósenda óákveðnir um hvað þeir ætluðu að kjósa. Fyrir mörgum er enginn þeirra kosta sem í boði eru ásættanlegur. Kerfið í Bretlandi er þannig að aðeins einn þingmaður kemst að í hverju kjördæmi, þ.e. sá sem fær flest atkvæði. Mikill munur er á íbúafjölda í kjördæmum. Því er vel hugsanlegt að flokkur fá flesta þingmenn enn ekki flest atkvæði í heildina.

Allir vita að Verkamannaflokkurinn hefur hagrætt kjördæmunum á þennan hátt til að tryggja sér sem flesta þingmenn. Íhaldið heftur ekkert kvartað yfir þessu, aðeins minni flokkarnarnir sem fá afar fáa fulltrúa á þing mótmæla. Annars er bresk pólitík hundleiðinleg og afar gamaldags.

Stefnumál flokkanna eru áþekk og flokksforingjarnir líka, litlaus jakkaföt með bindi (blátt, rautt og gult). Þeir tala svo loðið um alla hluti að eins og áður sagði getur 40% ekki ákveðið sig hvaða leiðindadurgur er skástur.

Ef úrslitin verða á þá lund að enginn flokkur fær hreinan meirihluta þingmanna, (eins og algengt er í flestum löndum Evrópu) kalla Bretar það "hengt Þing". Vonandi fara leikar svo að þingið verði hengt.  


Söguþankar

history333Megin efni margra íslenskra blogga eru persónulegar frétta og söguskýringar. Það í sjálfu sér mjög merkilegt hvað margir vita hvað er að gerast á bak við tjöldin og þekkja "hina raunverulegu" sögu vel.  Þetta hljóta að verða ómetanlegar heimildir fyrir framtíðina og eru enn mikilvægari fyrir fortíðina sem er stöðugt þarf að umrita hvort eð er. 

Þótt ég hafi gaman að Því að lesa slíkar sagnfræðitúlkanir, nálgast ég þær með varúð. Ég veit sem er að fátt, ef nokkuð, á meira skilið að vera endurskrifað en einmitt slíkar söguskýringar.

Þannig hugsa margir sér þá dul að geta sagt fyrir um framtíðina af því Þeir þekkja fortíðina.

Að það sé mikilvægt að þekkja söguna til að endurtaka hana ekki, eins og einhver sagði, er í besta falli óskhyggja. Sögulegar ákvarðanir sem reynast happadrjúgar fyrir almenning eru yfirleitt teknar eftir að allt annað hefur verið reynt. 

Sagan, jafnvel þótt hún sé sögð óumdeild, lýtur jafnan í gras fyrir einbeittum vilja þeirra sem vilja komast á spjöld hennar eða skrifa hana upp á nýtt.  Eini vísdómurinn sem má draga af sögunni með vissu, er að það er oftast viturlegt að gera alls ekki neitt og altaf best að segja ekki neitt.


Mótsagnir hamingjunnar

success_and_happinessSumir hafa mjög þróað með sér mjög öfluga óhamingjuhvöt. Þeir líkjast mjög "gáfufólkinu" sem heldur að það eitt að vera neikvætt og gagnrýnið sé það sama og að vera rosalega klárt.

Því  finnst jafnframt að jákvætt fólk hljóti að vera heimskt. Það eina sem veitir slíku fólki hamingju eru sorg og vandræði.

Ég á auðvitað ekki við að lífið eigi að vera uppfullt af óendanlegri hamingu. Slíkt mundi gera hverja manneskju brjálaða.

Í raun er aðeins tvennt sem gerir fólk óhamingjusamt. Að fá allt það sem hjarta þeirra girnist og að fá það ekki.

En hvað er raunveruleg hamingja? Sumir segja langlífi og góð heilsa.

Allt sem mér þykir virkilega skemmtilegt er annað hvort ólöglegt, ósiðlegt eða fitandi. Og ég spyr mig, er það þess virði að gefa allar nautnir upp á bátinn í staðinn fyrir tvö ár í viðbót á einhverju elliheimili?


Fjórar brúðargjafir

Óhamingjusöm hjónabönd hafa aldrei verið vinsælli en nú. Mörg þeirra taka loksins enda (sem betur fer) og fólk hefur leitina að nýjum mökum. Á endanum tekst það og efnt er til nýs brúðakaups. En hvað hvað gefur maður marggiftu fólki sem flest á, í brúðargjöf. Hér koma fjórar hugmyndir.

1. Andafælu. Þetta er ódýrt frumbyggjaprjál sem heldur í burtu illum öndum frá heimilinu. Andafæla er búin til úr náttúrlegum efnum, oft dýrabeinum og leyfum af einhverju fiðurfé. Fælan tryggir að engir fúlir andar komist inn á heimilið og safnar auk þess á sig ryki og ari sem annars gæti valdið heimilisfólki hnerra.

2. Draumafangara. Fátt er mikilvægara en að geta látið drauma sína rætast. (Þá er gengið út frá að draumfarir fólks séu góðar) Draumafangari sem einnig er búinn til úr einföldu frumbyggjaskrani, hjálpar þér að muna drauma þína þegar þú vaknar svo þú getir látið þá rætast.

3. Stafrænan stjörnuteljara. Hvað er rómantískara en að liggja úti undir berum himni á stjörnubjartri nóttu með ástina þína í fanginu og telja stjörnur. Stjörnuteljarinn gerir þér kleift að segja nákvæmlega til um hversu margar stjörnur eru sjáanlegar og það sem meira er, hvað þær heita. Teljarinn er því um leið rafrænt stjörnukort sem stillir sig sjálft, hvar sem þú ert staddur í á jarðarkringlunni. 

4. Wikipídía leikurinn. Hvað hafa margir leikið sér í Wikipídía leiknum? Hann felst í því að komast frá einni WP síðu til annarrar í sem fæstum smellum. Þannig komst ég t.d. frá smjöri (butter)  til Íslands í 3 smellum. WP leikboxið inniheldur 3 milljón tillögur um byrjunarsíðu og endasíðu og segir þér jafnframt hver besti mögulegi árangurinn er. Frábær leikur sem allir sem eiga tölvu og eru nettengdir geta stytt sér stundir við.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband