Stephen Fry segir Ísland stærsta banana lýðveldi Evrópu

Stephen_Fry_croppedStephen Fry er einn kunnasti sviðs-leikari, grínisti og sjónvarpsþátta-stjórnandi í Bretlandi. Hann er einnig þekktur úr kvikmyndum eins og Wilde, Gosford Park og síðast Alice in Wonderland sem Tim Burton leikstýrði.

Fry er mikill háðfugl og í sjónavarpsþáttunum QI blandar hann saman gríni og fróðleik. Í einum þáttanna spyr hann um hvert sé stærsta banana lýðveldið í Evrópu.

Einn gesta hans ratar óvænt á svarið. Hér má sjá klippuna úr þættinum þar sem Fry segir Ísland stærsta banana framleiðanda í Evrópu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

stelessuogsetá fésið .. tær schnilld ;)

Óskar Þorkelsson, 8.5.2010 kl. 16:15

2 identicon

Sæll.  Vildi bara leiðrétta eitt smálegt.  Þátturinn hans Stephen heitir QI en ekki IQ :)

Ægir Þorvaldsson (IP-tala skráð) 8.5.2010 kl. 16:41

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Takk fyrir það Ægir. Þetta leiðréttist hér með.

Svanur Gísli Þorkelsson, 8.5.2010 kl. 17:32

4 identicon

Svanur er reyndar með það rétt í sinni grein, QI, skil ekki athugasemd Ægis!!

Guðmudur júlíusson (IP-tala skráð) 8.5.2010 kl. 22:28

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Skemmtilegt perspektív :)

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 9.5.2010 kl. 13:55

6 identicon

Guðmundur: Það kann að hafa eitthvað með það að gera að Svanur leiðrétti greinina í kjölfar athugasemdar, líkt og fram kemur í athugasemd Svans frá 17:32.

Góðar stundir.

B (IP-tala skráð) 9.5.2010 kl. 15:46

7 Smámynd: Vendetta

Það hefur alltaf verið vitað að Ísland væri mesta bananalýðveldi Evrópu. Ég hallast meira að segja að því að það sé annað mesta banalýðveldi heimsins, næst á eftir Zimbabwe.

Vendetta, 9.5.2010 kl. 15:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband