Ísland stöðugt í fréttum

Sjaldan eða aldrei hefur Ísland verið eins mikið á milli tannanna á fólki hér í Bretlandi og um þessar mundir. Aska frá Eyjafjallajökli heldur áfram að raska flugáætlunum flugfélaga víða um Evrópu og erlendir fréttahaukar klæmast stöðugt á nafni eldfjallsins. Síðasta dæmið sem ég rakst á er þetta;

Þá hafa handtökur Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, Magnúsar Guðmundssonar, fyrrverandi forstjóra bankans í Lúxemborg sem og arftaka hans, Banque Havilland, vegna gruns um skjalafals, auðgunarbrot og markaðsmisnotkun vakið talsverða athygli í hérlendum fjölmiðlum.

En ef að Ólafi Haukssyni mistekst að sanna misferli á þá félaga og jafnvel þótt svo fari, er mögulegt að þeir þurfi að svara til saka fyrir breskum dómstólum.

Mál Kaupþings hefur verið til rannsóknar hjá Britain's Serious Fraud Office (Rannsóknardeild alvarlegra fjársvika) í nokkurn tíma, einkum hvernig staðið var að því að laða að innlánsfé með loforðum um háa ávöxtun á Kaupthing Edge.

Mál þeirra Kaupþingsmanna þykir einnig áhugavert meðal almennings fyrir þær sakir að sjálfir hafa Bretar verið verið heldur linir við að sækja "sína menn" til saka, þ.e. þá sem farið hafa illa með fé almennings í breskum bönkum. Í Bretlandi sitja yfirleitt sömu menn við stjórn bankanna og gerðu fyrir hrun og þiggja enn himinháar bónusgreiðslur fyrir ómakið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband