Hengt þing

a_hung_parliament_771655Það eru þingkosningar í Bretlandi í dag. Kosningarnar eru svo mikilvægar og leiðinlegar að  í síðustu könnun voru 40% kjósenda óákveðnir um hvað þeir ætluðu að kjósa. Fyrir mörgum er enginn þeirra kosta sem í boði eru ásættanlegur. Kerfið í Bretlandi er þannig að aðeins einn þingmaður kemst að í hverju kjördæmi, þ.e. sá sem fær flest atkvæði. Mikill munur er á íbúafjölda í kjördæmum. Því er vel hugsanlegt að flokkur fá flesta þingmenn enn ekki flest atkvæði í heildina.

Allir vita að Verkamannaflokkurinn hefur hagrætt kjördæmunum á þennan hátt til að tryggja sér sem flesta þingmenn. Íhaldið heftur ekkert kvartað yfir þessu, aðeins minni flokkarnarnir sem fá afar fáa fulltrúa á þing mótmæla. Annars er bresk pólitík hundleiðinleg og afar gamaldags.

Stefnumál flokkanna eru áþekk og flokksforingjarnir líka, litlaus jakkaföt með bindi (blátt, rautt og gult). Þeir tala svo loðið um alla hluti að eins og áður sagði getur 40% ekki ákveðið sig hvaða leiðindadurgur er skástur.

Ef úrslitin verða á þá lund að enginn flokkur fær hreinan meirihluta þingmanna, (eins og algengt er í flestum löndum Evrópu) kalla Bretar það "hengt Þing". Vonandi fara leikar svo að þingið verði hengt.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband