Færsluflokkur: Heilbrigðismál

Litli maðurinn frá Nürnberg

Matthew buchingerMatthias Buchinger var fæddur í  Anspach, Þýskalandi árið 1674 og varð einhver þekktasti skemmtikraftur síns tíma í Evrópu. Hann lék á fjölda hljóðfæra og eitt þeirra fann hann upp sjálfur, reit listilega skrautskrift og var stórgóður teiknari.

Hann fékkst við sjónhverfingar og galdra, byggði frábær og nákvæm skipslíkön innan í glerflöskum og þótti sérlega hittinn skotmaður sérstaklega með pístólum. Öll afrek hans eru undarverð í ljósi þess að Matthias var fæddur án lenda, fóta og handa og var ekki nema 28 þumlunga hár.

Á meðan foreldrar hans lifðu, hélt Matthias sig heimafyrir í Nuremberg  (Nürnberg)  þeirra ósk. Hann var yngstur níu barna og reyndu foreldrar hans allt hvað þau gátu til að búa honum viðunandi líf.  

Um leið og þeir féllu frá, lagði Matthias samt  land undir fót og hóf að sýna sig og leika kúnstir sínar fyrir almenning vítt og breitt um Evrópu fyrir þóknun. Á Englandi og á Írlandi varð hann þekktur undir heitinu Matthew Buckinger, litli maðurinn frá Nuremburg. Í dreifiriti þar sem Matthias auglýsir sýningar sínar segir að margir hafi lýst því yfir eftir að hafa séð hann leika listir sínar, að hann væri eini sanni listamaðurinn í heiminum.

Faðirvorið í krullunumÚt frá axlarblöðum Matthiasar gengu tveir stúfar sem líktust meira uggum en handleggjum og á endum þeirra voru litlir hnúðar. Þrátt fyrir þessa miklu fötlun gat hann gert svo fínlegar grafískar ristur að undrum sætti. Á lítilli sjálfsmynd sem hann gerði, má t.d. finna "faðir vorið" og nokkra af Davíðssálmum letrað afar smáu letri í krullurnar á hárkollunni sem hann ber.

Hæfileikar hans virðast hafa heillað konurnar því hann giftist ekki færri en fjórum sinnum og eignaðist ellefu börn með átta konum. Sumir telja að börnin hafi verið fjórtán. Miklar ýkjusögur gengu um frjósemi Matthíasar. Sagt var að hann hefði feðrað börn með sjötíu hjákonum sínum. Mikið var gert úr þeirri staðreynd að eini útlimurinn sem hann hafði og var í lagi var getnaðarlimurinn.

Matthias skellir frú sinniSú saga er sögð af einni eiginkonunni hans sem var orðljót og móðgandi að Matthias hafi lengi þolað henni það þangað til að dag einn hafi hann misst alla þolinmæði við hana, skellt henni í götuna á almannafæri og veitt henni duglega ráðningu. Atburður þessi varð frægur því skopteikning af honum birtist í dagblaði daginn eftir.

Á ferli sínum lék Matthias listir sínar fyrir marga eðalborna, þar á meðal þrjá af konungum Þýskalands og oftar enn einu sinni fyrir Georg Englandskonung. Hann lék á flautu, sekkjapípu og trompet og gaf atvinnutónlistarmönnum ekkert eftir hvað hæfni varðaði á þau hljóðfæri. Hann teiknaði allmörg skjaldarmerki fyrir aðalsfólkið, landslagsmyndir og andlitsteikningar sem hann seldi áhorfendum á sýningunum sem hann efndi til. Hann var leikinn í galdrabrögðum og enginn stóð honum á sporði þegar kom að spilum. Margar teikninga hans hafa varðveist og eru í eigu safnara vítt og breitt um heiminn.

Matthias lést í Kork á Írlandi árið 1732.   


Geðsveiflur þjóðarinnar

Ef eitthvað er að marka Þessar kannanir, á íslenska þjóðin við mikið geðsveiflu-vandamál að stríða. Á tiltölulega skömmum tíma fer hún frá því að vera hamingjusamasta og bjartsýnasta þjóð veraldar niður í þá svartsýnustu. 2006 var trónaði Ísland á toppi listans yfir hamingjusömustu þjóðir heims. Árið 2010 var þjóðin í 23. sæti  ásamt Kuwait.

Hin stóíska ró og jafnaðargeð sem þjóðin var sögð búa yfir og var sögð hafa fleytt henni í gegnum aldir af undirokun og fátæktar til sjálfstæðis og velmegunar,  reynist þá enn ein þjóðsagan, eða hvað? Hvernig og hvenær tapaðist jafnaðargeðið? 

Örsök þessarar miklu niðursveiflu í geðslagi þjóðarinnar er rakið til  hrunsins og versnandi efnahags Þjóðarinnar síðustu tvö ár, eða eftir að upp komst um stórfellt brask peningamanna þjóðarinnar sem lauk með að bankar landsins voru rændir inna frá.

Svartsýni er búið til úr ráðleysi, vonleysi, skorti á sjálfsöryggi og þeirri tilfinningu að þú ráðir ekki örlögum þínum lengur sjálfur. - Allir þessi þættir lita sterklega viðhorf þjóðarinnar til lífsins um þessar mundir og endurspeglast í atferli hennar og sérstaklega í stjórnarháttum.

 

 


mbl.is Ísland í 2. sæti yfir svartsýnustu þjóðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta getur ekki staðist

Nei, þetta getur einfaldlega ekki staðist. Þetta hlýtur að vera eitthvað svartsýnisraus í félaga Gunnari. Er hann ekki bara búinn að vera of lengi innan um þessa fáu sem eru atvinnulausir þarna suður með sjó?  Menn verða stundum bara svoleiðis þegar þeir einblína á eitthvað og horfa ekki í kringum sig.

Alla vega er það fræðilega ómögulegt að það sé 20% atvinnuleysi í Reykjanesbæ og að fólk á svæðinu sé eitthvað sérstaklega óhamingjusamt eða sálrænt þrúgað.

Alla vega er ástandið snöktum skárra en hérna áður fyrr þegar dallarnir voru að koma að landi, drekkhlaðnir fiski og frystihúsin stóðu í röðum út við sjó til að verka hann og frysta. 

Karlar og konur, unglingar og jafnvel börn, púluðu frá morgni til kvölds við að koma verðmætunum undan.

Og sem betur fer er búið að ryðja burtu eða breyta  í gallerí og söfn, beitingaskúrunum þar sem kengbognir karlar stóðu hér í den, yfir bölunum myrkranna á milli.  -

Jú, rétt það var reyndar stólað á NATO og Kanann. En hann fór svo þegar verst stóð á ,  búið að selja alla kvóta úr bænum og koma fiskverkun eitthvað annað. - En alla vega eru bæjarbúar lausir við fiskinn og alla depurðina og smánina sem fylgdi því að þurfa verka hann og selja.

Stefna stjórnvalda á Suðurnesjum í þessum málum er og hefur verið skýr og sú stefna er birt á heimsíðu bæjaryfirvalda og undirrituð af bæjarstjóranum sjálfum og gildir frá 2002 til 2010. - Þessi stefna hefur síður en svo beðið skipbrot, því bæjarstjórinn endurnýjaði umboð sitt með glæsilegum kosningasigri fyrir nokkrum mánuðum. - þess vegna er ómögulegt að útkoman sé 20% atvinnuleysi og 40% vonleysi eða hvað það er.

Lesið bara og sannfærist!

Við trúum því að það sé sameiginlegt hlutverk okkar sem hér búum að stuðla að hamingju og heilbrigði einstaklinganna, að þeir nái að þroska hæfileika sína, hafi sterka sjálfsmynd og láti drauma sína rætast.

Í hamingjuhugtakinu er fólgið að sérhver einstaklingur skynji framtíð sína opna, bjarta og áhugaverða. Þetta vill bærinn gera með því að skapa einstaklingum umhverfi sem styður við andlega, líkamlega og félagslega velferð sem og að skapa einstaklingum og fyrirtækjum jákvæðar aðstæður til vaxtar og velgengni.

Við setjum markið á að fjölbreytni og gæði þjónustu sé á við það besta sem býðst í nútímasamfélagi og að verkefni okkar, sem miða að þessu séu unnin á hagkvæman hátt.

Á grunni framtíðarsýnar er lögð áhersla á að endurmeta verkefnin á sérhverju ári, með aðstoð stjórnenda Reykjanesbæjar og á samráðs- og upplýsingafundum með íbúum. Við höfum lagt áherslu á að hitta bæjarbúa á íbúafundum, á ráðstefnum um fjölskylduna, skólann, íþróttir, skipulagsmál, verkframkvæmdir og menningu.

Það er ánægjulegt að finna að nafn Reykjanesbæjar heyrist æ oftar nefnt þegar nýjungar í fjölskyldu- og skólamálum ber á góma. Umhverfisbætur og fjölbreytt menningarlíf njóta einnig jákvæðrar athygli.

Áfram verður haldið með öfluga uppbyggingu með það að markmiði að skapa íbúum betri aðstæður og tíma til að lifa vel og njóta þess að búa í Reykjanesbæ.

Framtíðarsýn Reykjanesbæjar 2002 - 2010

Árni Sigfússon
bæjarstjóri


 


mbl.is 20% lifa á bótum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sam Hashimi og Samantha og Charles Kane

sam-hashimiÁrið 1977 kom sautján ára stráklingur til London frá Írak til að leggja þar stund á nám í verkfræði. Hann hét Sam Hashimi. Á níunda áratugnum vegnaði honum mjög vel og græddist nokkurt fé á fasteignabraski. Hann gifti sig árið 1985 og eignaðist fljótlega með konu sinni Trudi, tvö börn. 

Árið 1990 var orðin svo stöndugur að hann reyndi að festa kaup á fótboltafélaginu Sheffield United. Áhangendur Sheffield voru ósáttir við Sam og kaupin gengu aldrei í gegn. Skömmu síðar hrundi fasteignaverð á Bretlandi og fyrirtæki Sams fór á hausinn. Í kjölfarið á tapinu fór 10 ára hjónaband Sams í vaskinn.

Árið 1997 var svo komið að hann hafði hvorki samband við fyrrverandi konu sína eða börnin sín tvö, stúlku og dreng. Sam einangraðist mjög félagslega eftir skilnaðinn. Hann sagðist hafa fundið fyrir mikilli örvæntingu og fannst hann til einskis nýtur. Sam lýsir þessum tíma á eftirfarandi hátt;

Sam og Trudi"Ég fann fyrir miklu vonleysi. Ég hafði tapað fótboltafélaginu mínu, fyrirtækinu, konunni, börnunum og heimili mínu  Ég var misheppnaður karlmaður. Ég var ekki karlmaður. "

Sam leitaði til sálfræðings og tjáði honum að hann vildi ekki lengur vera karlmaður og dreymdi um að verð kvenmaður. Sjö mánuðum seinna var hann skráður inn á skurðdeild á einkasjúkrahúsi og í Desember 1997 varð Sam Hashimi að Samönthu Kane.

Kynskiptiaðgerðin heppnaðist vel. Ekki leið á löngu uns Samantha hóf að endurreisa fyrirtækið sem Sam hafði tapað.  Á örfáum árum var Samantha orðin milljónamæringur sem gat leyft sér það sem hugur hennar girntist. Hún fór í lýtaaðgerðir og lét m.a. gera nef sitt kvenlegra,  leysigeislaaðgerð á augum gerðu gleraugun óþörf, tennurnar voru skjannaðar og réttar og skeggrótin var fjarlægð. Þeir sem kynntust Samönthu eftir aðgerðina áttu bágt með að trúa því að hún hefði verið karlmaður. Hún lét minka barkakýlið og strekkja á raddböndunum og gekkst undir brjóstastækkanir.

SamanthaÁrið 2004, eftir að hafa lifað sjö ár sem kona fóru að renna tvær grímur á Samönthu. Hún fann fyrir æ ríkari hvöt til þess að haga sér eins og karlmaður og velti því fyrir sér hvort hún væri ekki frekar að leika konu en að vera það raunverulega.  Blaðamaður einn spurði hana hvort hún væri ekki hommi, því hvernig gæti hann/hún sofið hjá karlmönnum ef svo væri ekki. Samantha svaraði; Ég reyndi það nokkrum sinnum (að sofa hjá karlmönnum) en það var frekar vélrænt. Ég hætti fljótlega við karlmenn og fór að hitta konur sem lesbía.

Svo fór að Samantha lét breyta sér aftur í karlmann sem nú kallar sig Charles Kane. Fyrsta skrefið var að láta fjarlægja brjóstin.  Öllu flóknari er aðgerðin sem á að endurskapa henni ný karlmannskynfæri.  Fyrst þurfti að fjarlægja allan hárvöxt af skinninu sem notað var í að endurhanna reður á Charles. Inn í nýja tippinu er túpa sem hægt er að pumpa upp til að líkja eftir stinningu. Ný gervi-eistu eru hengd í pung fyrir neðan tippið og þarf að kreista þau til að blása það upp.Charles verður að taka inn stóra skammta af  karlmannhormónum á hverju degi því líkami hans framleiðir þá ekki. Í fimm ár hefur hann verið á ströngum hormónakúr til að fá líkama sinn til að líkjast aftur karlmannslíkama en enn má sjá í honum leifar af Samönthu.

Í viðtali sem nýlega var tekið við Charles lýsir hann muninum á því að vera kona. 

"Til að byrja með var það mjög ánægjulegt að vera kona, sérstaklega fögur kona sem stundaði viðskipti. Fólk tekur eftir þér og það er mun auðveldara að ná athyglinni á fundum. Ég var oft mjög upp með mér af athyglinni. - Ég var miklu meira skapandi sem persóna. Áður tók það mig nokkrar sekúndur að taka ákvörðun, en sem kona hugsaði ég hlutina til enda, tók allt með í reikninginn áður en ég tók ákvörðun. -

Fólk vanmetur áhrif kven- og karl hormóna. Miðað við mína reynslu hafa þeir áhrif á allt líf þitt, líkamlega og tilfinningalega.- Og svo er það kynlífið. Fyrir karlmann er kynlífið mjög líkamlegt og mun ánægjulegra. Sem kona velta gæði þess mjög á skapinu og tilfinningum.-

Sem karlmaður hugsaði ég um kynlíf á hverjum degi, en sem kona var mér sama þótt ég stundaði ekki kynlíf í nokkra mánuði. - Kynlíf sem kona, var gott á marga vegu, en það var ekki sérlega lostakennt.- Það versta við að vera kona var að karlmenn komu stöðugt fram við mig sem kynveru. Ég varð frekar pirraður á því að hluta á karlmenn sem hafði ekki minnsta áhuga á, reyna við mig með fáránlegum húkklínum. -

Þótt ég væri kona á marga lund, fannst mér eins og heili minn starfaði enn sem karlmaður. Ég hafði áfram mikinn áhuga á umheiminum, fréttum, viðskiptum og íþróttum. En konurnar sem ég átti mest samneyti við höfðu ekki áhuga á þessu að sama skapi. -

Að vera kona fannst mér í raun frekar grunnt og takmarkandi. Allt virtist velta á hvernig maður leit út á kostnað alls annars. Ég hafði því miður lítinn áhuga á að versla.- Ég hafði heldur ekki áhuga á glansblöðum en ef ég reyndi að tala við karlmenn um hluti sem ég hafði áhuga á, tóku þeir mig ekki alvarlega.- 

Og vegna þess að ég hafði áður verið karlmaður, vissi ég alveg hvernig þeir hugsuðu og mundu bregðast við. Fyrir mér var það enginn leyndardómur. Það varð allt frekar leiðinlegt á endanum. - Svo fannst mér afar erfitt að fást við skapsveiflurnar og depurðina sem ég held að fylgi því að taka inn kvenhormóna. -

Sem karlmaður fann ég aldrei fyrir depurð. Ef eitthvað angraði mig, hristi ég það ef mér og hélt áfram. Sem kona var þetta stöðugur rússíbani tilfinninga. - Rifrildi við vinkonu eða vin hafði áhrif á mig í marga daga." -

"Trudi var í mínum augum hin fullkomna kona, hún var ástin í lífi mínu, en ég var týpískur karlmaður sem einbeitti mér of mikið að vinnunni og sinnti ekki fjölskyldunni. -

Ég hélt að ef ég skaffaði henni gott hús og nóg af peningum til að spandera í Harrods, yrði hún hamingjusöm. En það var hún ekki. - Þegar hún fór frá mér vegna annars manns fór ég allur í klessu og skilnaðurinn breytti öllu.- Ég fékk ekki að hitta börnin mín, sem fór alveg með mig. "

"Sem unglingur var ég dálítið skotinn í strák og  ruglaði smá um tíma. Ég fór á homma bari og kynntist klæða og kynskiptingum. Ég fór í gengum tímabil og gerði tilraunir. Mér fannst kynhneigð mín alltaf vera á floti, þótt ég laðaðist ekki að karlmönnum eftir að ég giftist Trudi."

Ég hitti kynskiptinga og klæðaskiptinga sem voru að undirbúa kynskiptingu, sem lofuðu það í hástert að vera kona, hversu gott kynlífið væri, hversu hamingjusamar þær væru og mig langaði að verða eins. - En ég sé það nú að ég var aldrei raunverulega kynskiptingur. Sannur kynskiptingur er einhver sem er staðráðin í að verða kona jafnvel þótt hún líti út eins 200 kg vörubílsstjóri. Mig langaði að verða fullkomin kona. Líf mitt var ímyndun ein.

Í einum kynskiptingaklúbbinum heyrði Sam minnst á Dr. Russell Reid og fékk tíma hjá honum. - 

"þetta gekk allt svo fljótt fyrir sig. Við ræddum um fantssíur mínar um að verða kona og hann greindi mig sem kynhverfing og gaf mér kvenhormóna. Þetta gerðist allt og fljótt en ég ólst upp við að treysta læknum. Að auki var ég ringlaður og þjáðist ég af depurð. Ég samþykkti greiningu læknisins án þess að spyrja.  

Sam gekkst undir kynskiptiaðgerð aðeins sex mánuðum eftir að hann fór í fyrsta sinn til Dr. Reid. Samkvæmt leiðbeiningunum, sem þó eru ekki löglega bindandi, er fólki gert að vera í hormónameðferð a.m.k. 12 mánuði fyrir aðgerð.

Eftir aðgerðina var Samantha afar ánægð. Hún náði miklu árangir á skömmum tíma í viðskiptalífinu, blandaði geði við hina ríku, saup kampavín og lifði hátt í Cannes og  Monte Carlo.

Samantha varð smá saman aftur döpur, sérstaklega eftir misheppnað ástarævintýri með breskum auðjöfri sem þó vissi að hún var kynskiptingur. Það var eftir þau vonbrigði að Samantha tók þá ákvörðun að láta breyta sér aftur í karlmann.

Charles"Til að byrja með virtist það ekki trufla hann að ég hafði eitt sinn verið karlmaður. En því lengur sem við vorum saman, kom það oftar upp. Hann sagði að ég hugsaði svona eða hinsegin vegna þess að ég væri ekki raunveruleg kona. Mér varð ljóst að ég mundi aldrei verða viðurkennd að fullu sem kona."

En stærsta ástæðan fyrir því að breyta sér aftur í mann segir Charles vera að hann vonaðist eftir að fá að umgangast börnin sín aftur sem hann hefur ekki séð í 13 ár.

"Eftir aðgerðina sem breytti mér aftur í karlmann reyndi ég að hafa samband við börnin en þau aftóku með öllu að hitta mig. Það var mikið áfall. Þannig hefur eiginlega ekkert af því sem ég hef reynt gengið upp. Stundum er ég mjög einmanna. ég hélt að ef ég yrði aftur karlmaður mundu hlutirnir ganga upp. En það hefur bara gert hlutina enn erfiðar" segir Charles.

"Eftir það sem ég hef gengið í gegn um finnst mér að það eigi að banna kynskiptiaðgerðir. Við lifum í neytandasamfélagi þar sem trúum öll að við getum fengið allt sem við viljum. En of mikið valfrelsi getur verið hættulegt."

 


mbl.is Skipti tvisvar um kyn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fylgt af höfrungum

amd_swim_philippe-croizonEins og sést á þessari mynd notaði Philippe Croizon sérhannaðar blöðkur sem festar eru á fætur hans til að knýja sig áfram. Þá fylgir einnig fréttinni að stóran hluta ferðarinnar hafi Philippe verið fylgt af höfrungum.

Við lestur fréttarinnar varð mér hugsað til þess að þótt vísindunum fleyi fram á degi hverjum, hefur okkur ekki tekist að fá fá útlimi mannsins til að endurýja sig.

Sum froskdýr búa yfir þeim eiginleika að geta endurnýjað útlimi sína. Ef útlimur er skorinn af salamöndru, þá geta frumurnar sem eftir verða myndað nýjan útlim. Það sem meira er, hinir mismunandi hlutar útlimanna verða til á réttum stað. Ef skorið er af við fót endurnýjast einungis fóturinn en ef skorið er við hné endurnýjast bæði leggurinn og fóturinn og tærnar snúa rétt og eru á réttum stað. Fyrst eftir að útlimur salamöndru hefur verið skorinn af vex þunnt lag af útlagsfrumum yfir sárið og lokar því. Eftir nokkra fjölgun þessara fruma hefst afsérhæfing frumanna beint undir sárinu, þær losna frá hver annarri og genatjáning þeirra breytist. Frumurnar hafa í raun fengið aftur einkenni fósturfrumanna og geta því hafið myndun vefja á ný.

 


mbl.is Ótrúlegt afrek fatlaðs manns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Barnaframleiðsla ehf.

Líffæraþjófnaðir sem fyrir 40 árum voru aðeins til í flökkusögum og vísindaskáldsögum eru í dag tiltölulega algengir. Sagan af Indverjanum sem vaknaði upp á Heathrow flugvelli með sár á kviðinum  og eitt nýra er ekki lengur eins ótrúleg og hún var 1970 þegar hún gekk um heiminn. Þá er líffærasala tiltölulega algeng þrautalending fátækra Indverja og suður Ameríkubúa. -

Fyrir fáeinum dögum birtust fréttir um að vísindamönnum hefðu tekist að búa til gervi-legsem mannfóstur getur vaxið í. Með tilkomu slíkrar þekkingar mun eftirspurn eftir okfrumum og eggjum kvenna aukast. Og þar sem hver kona hefur aðeins takmarkaðan fjölda slíkra eggja, má leiða að því líkur að því að erfiðara sé að fá þau en sæði karlmanna. Að ræna kveneggjum verður daglegt brauð eins og hver annar líffæraþjófnaður. Þegar til staðar eru egg, sæði og leg er ekkert að vanbúnaði að hefja framleiðslu á börnum.

Með auknum möguleikum á að halda lífi í fóstrum utan konulegs, þarf ekki endilega að skilgreina slíkt lífi sem mennskt og þá er komin möguleiki á að framleiða fóstur til niðurrifs fyrir líffæra og líkamshlutaþega.

Brave New World!


mbl.is Stálu eggjum kvenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klofin tunga ♫♫♪♫

Það er ekki alltaf hið óvenjulega og fáséða sem grípur athygli okkar. Þótt boðið sé upp á hvoru tveggja í bókinni Snákar og eyrnalokkar eftir japönsku stúlkuna Hitomi Kanehara, er það fyrst og fremst næmt innsæi hennar sem heldur fólki við þessa stuttu bók uns henni er lokið. 
Bókin hefur verið gefin út á íslensku og umfjöllun um hana má finna hér. og hér.

klofintungaSnákar og eyrnalokkar varð metsölubók og Kanehara þá tuttugu ára, varð yngsti höfundurinn til að hljóta hin frægu Akutagawa bókmenntaverðlaun.

Stelpan sem segir söguna í bókinni heitir Lui og er 19 ára –  Hún er með dellu fyrir líkamsgötun, og fellur fyrir Ama vegna þess að honum hefur smám saman tekist að búa til svo stórt gat á tunguna á sér með sífellt stærri pinnum að það var enginn vandi að lokum að kljúfa tungubroddinn. Klofna snákstungan í honum heillar Lui og hún ákveður að gera eins.

Við lestur bókarinnar var mér títt hugsað til þess að meðal sumra Indíána-ættflokka í norður Ameríku merkir "að tala með klofinni tungu" að segja ósatt. Á Íslandi þekkjum við að orðatiltækið "að tala tveimur tungum".

KloftungaÓheiðarleikinn tengdur gaffaltungu á í vestrænum samfélögum örugglega rætur sínar að rekja til sögunnar af Adam og Evu. Eva var tæld af orminum til að tæla Adam til að eta af ávexti skilningstrénu sem svo var til að þau gerðu sér grein fyrir hvað var gott og hvað illt. Fyrir utan slöngur og snáka er það aðeins Kólibrí-fuglinn sem hefur klofna tungu.

Vinsældir klofinna tungna fara vaxandi meðal ungs fólks, en það getur verið dýrt að láta lýtalækni framkvæma aðgerðina. Margir gera það því sjálfir og eru til nokkrar aðferðir. Þú þarft að geta þolað sársauka í miklu mæli. Það tekur margar vikur að kljúfa tunguna og aðferðin er afar sársaukafull.  Ein er þessi;

1. Gerið gat á tunguna með pinna. Látið gatið gróa með pinnanum. Það tekur allt að mánuði fyrir gatið sárið að gróa. Ekki er hægt að kljúfa tunguna án þess að byrja á að gata hana.

2. Þræddu grannt girni í gegnum gatið og bittu endana saman við tungubroddinn. Athugaðu að það þarf að herða vel á girninu.

3. Þegar losnar á girninu sem ætti að vera á 3-4 daga fresti, skerðu það burtu og setur í nýtt og herðir að.  

4. Þannig heldurðu áfram uns tungan er næstum klofinn í tvennt að framan. Þetta getur tekið allt að 8 vikur. Þú notar síðan rakvélablað eða skurðhníf til að skera síðasta haftið.

6. Þá taka við æfingar með tungunni. Fljótlega muntu geta hreyft sitthvorn tunguhlutann sér og þú getur talað án vandræða.


Slátrunarsiðir Islam og Íslands

Í fréttinni er minnst á Halal slátrun, en þá er átt við allt það sem rúmast innan og er leyfilegt miðað við lög Íslam.

Þegar kemur að slátrun er notað  lagahugtakið Dhabīḥah sem tilheyrir íslamskri lögfræði.

Þau lög ná yfir það sem múslímar mega ekki leggja sér til munns og hvernig ber að slátra þeim skepnum sem þeir eta.

Dhabīḥah kveður á um að ekki skuli eta; dýrahræ, blóð, svínakjöt og allt það kjöt af skepnum sem slátrað hefur verið án þess að minnast hins eina sanna Guðs, nema kameldýra, engisspretta, fiska og flestra sjávardýra. Þessi lög eru byggð á fyrirmælum Kóransins í súru Al-Maidah 5:3

Dhabīḥah kveður á um að öll dýr (einnig fiskar) skuli stinga á með einni stungu á slagæðina á hálsinum og tæma dýrið á öllu blóði, enda er blóð með öllu bannað til matar. Meðan dýrinu er að blæða út má ekki meðhöndla það á neinn hátt. Aðferð þessi er kölluð Thabiha. Slátrun er álitin trúarleg athöfn og áður en stungið er á slagæðinni er þessi setning höfð yfir: "Í nafni Guðs, hins náðuga, hins miskunnsama."

Halal matvæli þurfa að uppfylla lög Múslima og eru Dhabīḥah lög þeirra á margan hátt svipuð lögum Gyðinga að því leyti að aðeins ákveðnar dýrategundir eru leyfðar og að þeim verður að slátra með ákveðnum hætti. Þess vegna eru Kosher matvæli gyðinga Halal (leyfileg).

Landbúnaðarráðuneytið leyfir dhabihah slátrun á Íslandi, svo lengi sem að dýrið sem er verið að slátra hafi verið svipt meðvitund með raflosti svo það finni ekki sársauka. Á Íslandi hefur sauðfé verið slátrað í litlum mæli með þessari aðferð fram að þessu.

Sauðfé er deytt með pinnabyssu eða svipt meðvitund með raflosti áður en það er stungið til að láta því blæða út.

Nautgripir og hross eru deydd með pinnabyssu. Aflífun sláturdýra með kúlubyssum er orðin mjög sjaldgæf vegna þess að sú aðferð er talin hættuleg fyrir starfsfólk og ætti alls ekki að nota hana.


Svín eru almennt deyfð með raflosti hér á landi. Rannsóknir hafa sýnt að aflífunaraðferð hefur áhrif á gæði svínakjöts. Víða erlendis, í stærri sláturhúsum, eru grísir deyfðir með koldíoxíði.

Alifuglar eru deyfðir með raflosti og deyddir með því að láta þeim blæða út eftir hálsskurð.


Hér á landi er ekki heimilt að skera dýr á háls við slátrun nema þau hafi fyrst verið deyfð eða deydd. Samkvæmt trúarsiðum strangtrúaðra múslima (halal slátrun) og gyðinga (kosher slátrun) má ekki aflífa sláturdýr áður en þau eru skorin á háls eða stungin til að láta þeim blæða út. Þegar notuð er haus – haus aðferð við raflostdeyfingu sauðfjár ranka kindurnar við sér aftur, ef þeim er ekki látið blæða út. Þessi aðferð uppfyllir kröfur íslenskra stjórnvalda um að sláturdýr séu meðvitundarlaus og finni ekki sársauka þegar þau eru hálsskorin og kröfur múslíma.


mbl.is Fé slátrað að hætti múslima
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er Glamúrpía?

Því meira sem ég hugsa um þessa frétt, því merkilegri finnst mér hún.

Hún gefur innsýn inn í heima sem greinilega eru vaðandi í fordómum, og þar er ég engin undantekning.

Hún vekur fólk til umhugsunar um samband föður og afkvæmis og nútíma hemilslíf.  

Hún tekur til hluta sem ekki eru í umræðunni dagsdaglega en hafa verulegt fræðslugildi fyrir alla í nútíma fjölkynja samfélagi.

Samt er það eitt sem ég skil ekki. Hvers vegna er hún kölluð "glamúrpía"?


mbl.is Pabbi Völu Grand í vandræðalegri uppákomu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón Gnarr heilkennið

"Ég er eins og ég er" segir Jón Gnarr. Og ekki nóg með það heldur hefur hann umboð kjósenda til að vera eins og hann er.

Það er Jón Gnarr heilkennið. Jón Gnarr er engum líkur, sem betur fer. Annars væri hann ekki borgarstjóri.

Hefðbundrnir pólitísusar eru að fara á límingunum út af því að maðurin hagar sér ekki eins og þeir.

Þeir eru ekki enn búnir að fatta það að þeim og þeirra aðferðum var hafnað.

Það er engan höggstað að finna á Jóni Gnarr.

Hann sagði í gríni að hann skoðaði klám á netinu. Hann sagði það til að gera grín af hefðbundum pólitíkusum sem alltaf leggja sig fram um að segja eitthvað sem hljómar vel.

Svo hefur hann læknisfræðilega skýringu líka, svona til vara. Hann er haldinn Tourette heilkenninu.

 


mbl.is „Ég er og verð óviðeigandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband