Þetta getur ekki staðist

Nei, þetta getur einfaldlega ekki staðist. Þetta hlýtur að vera eitthvað svartsýnisraus í félaga Gunnari. Er hann ekki bara búinn að vera of lengi innan um þessa fáu sem eru atvinnulausir þarna suður með sjó?  Menn verða stundum bara svoleiðis þegar þeir einblína á eitthvað og horfa ekki í kringum sig.

Alla vega er það fræðilega ómögulegt að það sé 20% atvinnuleysi í Reykjanesbæ og að fólk á svæðinu sé eitthvað sérstaklega óhamingjusamt eða sálrænt þrúgað.

Alla vega er ástandið snöktum skárra en hérna áður fyrr þegar dallarnir voru að koma að landi, drekkhlaðnir fiski og frystihúsin stóðu í röðum út við sjó til að verka hann og frysta. 

Karlar og konur, unglingar og jafnvel börn, púluðu frá morgni til kvölds við að koma verðmætunum undan.

Og sem betur fer er búið að ryðja burtu eða breyta  í gallerí og söfn, beitingaskúrunum þar sem kengbognir karlar stóðu hér í den, yfir bölunum myrkranna á milli.  -

Jú, rétt það var reyndar stólað á NATO og Kanann. En hann fór svo þegar verst stóð á ,  búið að selja alla kvóta úr bænum og koma fiskverkun eitthvað annað. - En alla vega eru bæjarbúar lausir við fiskinn og alla depurðina og smánina sem fylgdi því að þurfa verka hann og selja.

Stefna stjórnvalda á Suðurnesjum í þessum málum er og hefur verið skýr og sú stefna er birt á heimsíðu bæjaryfirvalda og undirrituð af bæjarstjóranum sjálfum og gildir frá 2002 til 2010. - Þessi stefna hefur síður en svo beðið skipbrot, því bæjarstjórinn endurnýjaði umboð sitt með glæsilegum kosningasigri fyrir nokkrum mánuðum. - þess vegna er ómögulegt að útkoman sé 20% atvinnuleysi og 40% vonleysi eða hvað það er.

Lesið bara og sannfærist!

Við trúum því að það sé sameiginlegt hlutverk okkar sem hér búum að stuðla að hamingju og heilbrigði einstaklinganna, að þeir nái að þroska hæfileika sína, hafi sterka sjálfsmynd og láti drauma sína rætast.

Í hamingjuhugtakinu er fólgið að sérhver einstaklingur skynji framtíð sína opna, bjarta og áhugaverða. Þetta vill bærinn gera með því að skapa einstaklingum umhverfi sem styður við andlega, líkamlega og félagslega velferð sem og að skapa einstaklingum og fyrirtækjum jákvæðar aðstæður til vaxtar og velgengni.

Við setjum markið á að fjölbreytni og gæði þjónustu sé á við það besta sem býðst í nútímasamfélagi og að verkefni okkar, sem miða að þessu séu unnin á hagkvæman hátt.

Á grunni framtíðarsýnar er lögð áhersla á að endurmeta verkefnin á sérhverju ári, með aðstoð stjórnenda Reykjanesbæjar og á samráðs- og upplýsingafundum með íbúum. Við höfum lagt áherslu á að hitta bæjarbúa á íbúafundum, á ráðstefnum um fjölskylduna, skólann, íþróttir, skipulagsmál, verkframkvæmdir og menningu.

Það er ánægjulegt að finna að nafn Reykjanesbæjar heyrist æ oftar nefnt þegar nýjungar í fjölskyldu- og skólamálum ber á góma. Umhverfisbætur og fjölbreytt menningarlíf njóta einnig jákvæðrar athygli.

Áfram verður haldið með öfluga uppbyggingu með það að markmiði að skapa íbúum betri aðstæður og tíma til að lifa vel og njóta þess að búa í Reykjanesbæ.

Framtíðarsýn Reykjanesbæjar 2002 - 2010

Árni Sigfússon
bæjarstjóri


 


mbl.is 20% lifa á bótum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var ekki verið að tala aðeins um atvinnulausa heldur einnig þá íbúa sem eru á örorkubótum og eða endurhæfingarlífeyri. Samtals eru þetta um 20% íbúa. Mér finnst nú enginn kostur að fiskverkun sé farin úr bænum enda atvinnuskapandi og gjaldeyrisskapandi. Ég vildi gjarnan sjá þennan bæ lifna aftur sem það sjávarpláss sem var og eins og staðan er í dag þá þarf það ekki að vera hræðileg vinna enda miklar framfarir orðið í vinnslunni frá því í den. Ég vil sjá að lagt verði bann við útflutningi á óunnum fiski t.d. til Bretlands sem skapar yfir 5000 störf þar í landi að vinna fiskinn og fullvinna hann hér heima og skapa þessi störf hér á landi. Fiskvinnsla og sjómennska er það sem hefur haldið samfélaginu uppi á Íslandi í tugi ára en ekki einhver skrifstofuvinna eða þjónusta enda þarf fólk að afla peninga til þess að greiða með fyrir þjónustu.

Ragnhildur (IP-tala skráð) 11.12.2010 kl. 07:47

2 identicon

Á hvaða lyfjum ertu félagi??

Trausti (IP-tala skráð) 11.12.2010 kl. 07:52

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ég reikna fastlega með að þeir sem eru á örorkubótum eða með endurhæfingarlífeyri séu líka atvinnulausir Ragnhildur. Það má lengi leika sér að þessum tölum en niðurstaðan er sú sama.

Hvað fiskvinnsluna varðar er ég auðvitað hjartanlega sammála þér.

Ég skil bara ekki þetta mikla ósamræmi milli stefnu bæjarstjóra sem nýtur enn óskoraðs traust bæjarbúa og þess raunveruleika sem við blasir.

Svanur Gísli Þorkelsson, 11.12.2010 kl. 08:03

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Hvað meinar þú Trausti? Þar einhver lyf til að ofbjóða þetta ósamræmi milli veruleikans og fagurgalans?

Svanur Gísli Þorkelsson, 11.12.2010 kl. 08:05

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

he he góður í dag Svanur

Óskar Þorkelsson, 11.12.2010 kl. 08:06

6 identicon

Rétt - Það er viljandi að Sveita Stjórnendur suðurnesja gera í því að auglýsa atvinnuleysis % og reyna að gera fólkið eymdarlegt.

Þeir sem eru eymdarlegistir eru þeir sem orðin fara og eyddu aleigu Suðurnesja og steyptu Suðurnesin í óhugnarskuld, nú vilja Gamblarirnir fá skattatekjur.

Þá gera þeir lítið úr suðurnesjafólki, og að skattatekjur frá þeim ekki ná að slefa upp í skuldirnar svo ekki sé talað um allar "þessar" atvinnulausu húsmæður og feður.

Ein stærstu mistök Suðurnesja,er að trúa því að Álver og Gagnaver bjargi einhverju.

Fjárfesting í skapandi fólki er framtíðinn og það er nóg af þeim á Suðurnesjum og margt smátt mun gera eitt stórt, og spennandi skapandi greinar koma í kjölfarið.

það verður að hugsa út fyrir álvershringinn.

Snædís (IP-tala skráð) 11.12.2010 kl. 10:05

7 Smámynd: Gunnlaugur I.

Ja ég segi nú bara rosalega hlýtur ástandið að vera þrúgandi í þessu landi sem ég bý í sem heitir Spánn því að hér er búið að vera um og yfir 20% atvinnuleysi að meðaltali meðal þessarar 45 milljóna þjóðar um 2ja ára skeið. Atvinnuleysi ungs fólks á aldrinum 20 til 35 ára er nær 40%. 

Samt er landið bæði með Evru og í ESB en atvinnuvegirnir efnahagurinn er samt kominn að fótum fram og talið að landið sé komið í biðsal Neyðaraðstoðar AGS og ESB.

Einnig er mikið dulið atvinnuleysi hér því að fólki er hent út af atvinnuleysisskrá hafi það ekki fengið vinnu eftir 8 mánuði.

Hér atvinnuþátttaka einnig miklu minni en á Íslandi.

Gunnlaugur I., 11.12.2010 kl. 10:22

8 identicon

Langar bara að segja ykkur að hérna í Vestmannaeyjum er fiskvinnsla eins  og þið vitið og nóg  að  gera. Það  er aðeins eitt vandamál, Flest fólk vill ekki vinna í fiski. Veit að Vinnslustöðin hefur verið að auglýsa eftir fólki mjög grimt og þeir geta ekki mannað þær stöður sem þarf.

 Það er nefninlega þannig oft í þessari umræðu t.d. um sjávarútvegsmál  að málin eru bara skoðuð frá einu sjónarhorni. Við eyjamenn höfum verið mjög dugleg að kaupa kvóta og styrkja stöðu okkar. Samt hefur okkur verið að fækka undanfarin ár. Kvótakerfinu er alltaf kennt um fólksfækkun úti á landi (er það að tala um staði ekki á suðvesturhorninu). En staðreynin er einfaldlega sú að íslendingar vilja ekki vinna í fiski. Ef að sett væru lög um að við þyrftum að vinna  allan fisk í landi þyrftum við að fara að flytja inn fólk í stórum stíl. Kíkið bara t.d. niður í Granda og skoðið hvað er mikið af íslendingum að vinna í fisknum, þ.e. ekki yfirmenn.

Það er svona allt í lagi að hafa þetta í huga og velta fyrir okkur hvenær urðum við svona "snobbuð" ef það er hægt að kalla þetta það að við vorum of fín fyrir fiskinn. 

Þetta er jú erfiðis vinna og það er lykt, ekki best borgað en þó betur borgað en margir halda, sérstaklega ef það komavertíðar sem hækka launin umtalsvert. Allavegana þá er mjög erfitt að manna mörg frystihús á landinu, þannig er einfaldlega staðan.  

 Get bent atvinnulausu fólki á höfuðborgarsvæðinu að það er að koma loðnuvertíð og það þarf örugglega fólk á vaktir í Granda, það er allt í lagi að tékka á  því og vaktirnar eru ágætlega borgaðar.

Auðbjörg (IP-tala skráð) 11.12.2010 kl. 10:54

9 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þakka þér Auðbjörg fyrir þessa athugasemd. Ég óttast að þú hafir alltof mikið til þíns máls um að fólk vilji ekki vinna í fiski, jafnvel þótt vinnan væri í boði. Þess vegna talaði ég svona kaldhæðnislega um það mál í pistlinum. Bestu kveðjur til Eyja.

Snædís; (flott nafn) Ég held að allar tölur séu svo málum blandaðar að erfitt er að gera sér fulla grein fyrir raunverunni. Þú talar um skapandi fólk og fjárfestingu í því. Til að skapa eitthvað þarf hráefni og fyrir utan orku og fisk er ekki úr miklu að moða á Suðurnesjum. Ferðamannabransinn er hálf misheppnaður þar fyrir utan Bláa Lónið þótt þar væri eflaust hægt að gera miklu betur. -

Gunnlaugur; Það er að heyra að enginn vinni yfirleitt á Spáni :) En Spánn er líka í standandi efnahags vandræðum, öllu verri en Ísland á við að glíma.

Óskar; Ég var farinn að óttast að enginn mundi fatta þetta :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 11.12.2010 kl. 11:24

10 identicon

Ég verð að grípa inn í og varpa fram einni staðreynd.  Það eru vissulega til dæmi, og reyndar eru þau mörg, að fólk sé í vinnu og þiggur einnig bætur vegna örorku.  Það hefur lengi verið svo og það er ekkert óeðlilegt eða rangt við það.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 11.12.2010 kl. 12:10

11 identicon

Hvað eruð þið að segja, eru þeir að ráða grimmt ... hvernig stendur á því, að þeir atvinnulausu fá aldrei að heira neitt um þá atvinnu sem er í boði?

Hér í Svíþjóð var það þannig, að 1990 þegar bróðir minn kom hér, gekk ég með honum inn á atvinnumiðlunina hér.  Fólk þar kíkti í blöð, sló á þráðinn við fyrirtæki sem þurftu á mannskap að halda.  Og eftir það var hann kominn í vinnu ... en þetta var áður en Svíþjóð gekk í Evrópubandalagið.  Eftir að Svíþjóð gekk inn í Evrópubandalagið, þá hjálpar atvinnumiðlunin þér ekki með að fá vinnu ... þeir hringja ekki í vinnuveitanda.  Kynna þig ekki, því að eftir þeim sjálfum þá er þetta ákvörðun stjórnvalda.

Hver svo sem "ákvörðun" stjórnvalda er, þá er hér fólk sem er farið að ná sér í mat úr ruslatunnum ... og fólk byrjað að betla á götum úti.

Hvað ætli stjórnvöld hafi í huga?

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 11.12.2010 kl. 12:10

12 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

H.T. Bjarnason,þetta er hárrátt hjá þér. Spurningin er hversu vel hægt er að heimfæra þessa staðreynd upp á Reykjanesbæ.

Bjarne; Allt ES að kenna, eða hvað? En við höfum ekki þá afsökun í Reykjanesbæ.

Svanur Gísli Þorkelsson, 11.12.2010 kl. 12:17

13 identicon

Tja, ES að kenna, ætli það sé nú ekki frekar stjórnmálamönnum heima fyrir að kenna fyrst og fremst ... Svíþjóð varð fyrir svipuðu "hruni" og Íslendingar, áður en þeir gengu inn í ES.  Það má kanski hugsa aðeins út í það ...

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 11.12.2010 kl. 12:26

14 identicon

Ég elska að vinna í fiski.

Vandamálið er að frystihúsin greiða einfaldlega svo lág laun.

Ég sameinaði fiskvinnslu og há laun með því að fara á frystitogara og þar vann ég í 15 ár og takið nú vel eftir, MEÐ Íslendingum sem sagðir eru ekki nenna að vinna í fiski.

Ég veit ekki hvaða fólk, þið sem segið að Íslendingar nenni ekki að vinna í fiski, umgangist en ég hef hitt hundruð landa minna sem vel geta unnið í fiski og eru duglegir við það.

runar (IP-tala skráð) 11.12.2010 kl. 13:51

15 Smámynd: Friðrik Jónsson

Sammála Rúnari það er ekkert að því að vinna í fiski og margt fólk til sem vill það,en það er ekkert hlaupið að því að fara til Vestmannaeyja það eru ekki lengur verbúðir þar,það er erfitt að fá leiguhúsnæði einnig og þess vegna fæst ekki fólk.

Svanur keflvíkingar eru sjálfum sér verstir,hafa flutt inn allt of mikið af fólki og sitja uppi með vandamálið,álver og gagnaver er engin töfralausn,smáiðnaður hefði verið flott byrjun og fullvinnsla á fiskafurðum í staðinn fyrir að nota allt í undirbúning álvers,þá væri staðan önnur,því keflvíkinga eru duglegt fólk sem vill vinna.

Friðrik Jónsson, 11.12.2010 kl. 14:36

16 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Bjarne; ég hygg að ekkert land hafi lent í því að vera hreinlega rænt, eins og gerðist á Íslandi. Bankahrunið á Íslandi er því ekki kreppa af sama toga og annarsstaðar hefur átt sér stað.

Rúnar; Allir hafa hitt hundruð Íslendinga sem vinna í fiski og gera það manna best. Vandamálið er ekki þeir sem vinna, heldur þeir sem ekki hafa tækifæri til þess og þeir eru ófáir ef þessar fréttir frá Reykjanesbæ eru rétta, sem ég efa reyndar ekki, þrátt fyrir kaldhæðnislega fyrirsögn.

Friðrik; Reyndar er tiltölulega auðvelt að fá leiguhúsnæði í Vestmannaeyjum. En ég er sammála þér um að eitthvað hefur illilega mistekist í Keflavík við að breyta bænum úr sjávarútvegs-kaupstað í iðnaðarpláss og þjónustumiðstöð og mér dettur ekki hug að halda því fram að það sé vegna atgervisleysis bæjarbúa.

Stjórnvöld ættu að svara fyrir stefnu bæjarins og vanefndir á henni. Það hefur ekki gerst enn, heldur þvert á móti, hafa þeir enn fullt traust og umboð til að að halda þessari stefnu sinni til streitu.

Svanur Gísli Þorkelsson, 11.12.2010 kl. 15:06

17 identicon

Sammála Friðriki, Álver og gagnaver þarf mannskap þegar verið er að byggja þau.  En þegar búið er að byggja þau og setja á fót, þá eru það tiltölulega fáir aðilar sem vinna þar innandyra ...

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 11.12.2010 kl. 17:48

18 Smámynd: Friðrik Jónsson

Ég leitaði mikið að húsnæði í eyum í byrjum árs fyrir son minn og félaga hans,þeir voru báðir að vinna í eyjum báðir yfir tvítugt og hvorugur í óreglu.En það fékkst ekkert húsnæði fyrir þá,sonurinn endaði í herbergi út í bæ og gafst upp á þessu í haust.Þannig að það er ekki alkostar rétt að það sé nægt leiguhúsnæði í eyjum,það er reyndar nóg til af húsnæði til sölu þar en það er önnur saga.

Já það er stórfurðulegt að fólk skuli enn kjósa þetta hyski yfir sig hér fyrir sunnan.

Friðrik Jónsson, 11.12.2010 kl. 21:45

19 identicon

Það kemur mér ekkert á óvart hvað er að gerast. Ég marg varaði við í skrifum mínum við þessari þrónun í mörgum blaðagreinum en því miður þjófarnir komust undan.  Hér er einn af þessum greinum þar sem ég varaði sérstaklega við því árið 2007 að vá væri framundan á Suðurnesjum http://vf.is/Adsent/30823/default.aspx

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 11.12.2010 kl. 23:48

20 identicon

Það er sorgleg staðreynd að margir vilja einfaldlega frekar vera á atvinnuleysisbótum en vinna störf sem þeir telja fyrir neðan sína virðingu, afþví þau eru ekki eins vel borguð og önnur störf sem þeir vinna við. Ég vinn fulla vinnu, sem er bæði erfið og mikilvæg, á lægra kaupi en atvinnuleysisbætur, þrátt fyrir mikla menntun og reynslu og hæfni á ýmsum sviðum. En ég gæti bara ekki hugsað mér að fara á atvinnuleysisbætur, ef einhver annar möguleiki bíðst að svellta ekki í hel. Það virðast fáir eftir eins og ég.....Spurning afhverju? Svo er fólki refsað fyrir að sína sjálfsbjargarviðleitni og taka þátt í samfélaginu. Með því að vinna hlutastarf, sem kannski er þarft og mikilvægt og gerir eitthvað fyrir samfélagið, eða mennta sig, kemur barnafólk sem kannski nauðsynlega þarf pening í veg fyrir að fá neina aðstoð eða bætur. Ríkið ætti frekar að umbuna þeim sem gera eitthvað í sínum málum og reyna alla vega að breyta stöðunni og leggja sitt á vogarskálarnar. En þessu fólki er refsað í núverandi kerfi. Svo eru of margir "öryrkjar" sem gætu unnið, bara við önnur störf en áður, eða bara hluta úr degi. Í Danmörku og víðar fara öryrkjar í ókeypis endurmenntun, til dæmis gæti fyrrum byggingaverkamaður fengið þar þjálfun við að læra eitthvað á tölvur eða skrifstofustörf, og unnið svo 40% starf við eitthvað slíkt. Það eru til Íslendingar sem hafa flúð land við að verða öryrkjar, til að fá að halda sjálfsvirðingunni úti í Danmörku þar sem komið er betur fram við öryrkja, og þeim gert kleift ef mögulegt er að verða nýtir þjóðfélagsþegnar sem geta borið höfuðið hátt.

Jón Jónsson (IP-tala skráð) 12.12.2010 kl. 00:29

21 Smámynd: Friðrik Jónsson

Kondu sæll Baldvin langt síðan ég hef heyrt í þér.

Ég er sammála þér með sóknarkerfið,en það er ekki lausn fyrir fjöldann heldur fáeina eistaklinga sem eiga kvótalausar trillur,en auðvitað þurfa þeir ð lifa líka og gott að þeir hafi einhvern til að tala sínu máli.Ég vil sjá miklu stærra verkefni fyrir þá sem þurfa vinnu í landi og þá vil ég sjá fullvinnslu á okkar auðæfum sem er fiskurinn og banna útflutning á óunnum fisk strax,því þótt menn tali um að það að það sé hagkvæmara að sleppa því að verka hér heima,þá á það bara við fyrir útgerðarmanninn ekki byggðarlagið.

Það á að taka allan kvóta af mönnum sem ekki veiða hann sjálfir og úthluta honum til þeirra sem þurfa,það á að banna útflutning á óunnum fisk,það á að vinna fiskinn í neitendapatningar og það á að markaðssetja hann erlendis,þá fyrst verður grundvöllur fyrir næga atvinnu hér og hagnaðurinn sem er hærri dreyfist rétt á fólkið sem raunverulega á kvótann.

Friðrik Jónsson, 12.12.2010 kl. 08:31

22 Smámynd: Óskar Þorkelsson

sonur minn fór frá noregi til íslands í október til þess að vinna í fiski fyrir vestan. hann er ánægður með tilveruna segir hann og fær 1000 kr á tímann.. sem er um 50 kr norskar.. lágmarsklaun í noregi eru um 120 kr á tímann.. hann hafði 129 kr þegar hann var að vinna hér..

fólk talar um atvinnuleysingja sem ekki nenna að vinna og vilja ekki vinna í fiski , við þetta fólk vil ég segja, þið eruð fávís fífl.

Hver helduru að vilji fara til eyja og búa á verbúð við slakar aðstæður og fá borgað í kringum 1000 kall á tímann sem gerir 173.000 á mánuði, þurfa að borga fyrir fæði og húsnæði ástaðnum sem ég veit að er ekki ódýrt.. haldandi uppi fjölskyldu á höfuðborgarsvæðinuí tillegg.. eruð þið algerlega snarrugluð og sauðheimsk ? það er ekki 1930 .. heldur 2010 bara svo því sé haldið til haga. Munduð þið taka við þessum kostum sem fiskvinnslan býður upp á ?.. að ógleymdum ferðakostnaði til þessað hitta sína nánustu.. hvar eru eyjamenn? eru þeir hættir að vinna í fiski ?

Á reykjavíkursvæðinu eru mikið af fiskvinnslum smáum og stórum, þær auglýsa aldrei eftir fólki því þær eru nú þegar mannaðar af innflytjendum sem geta lifað af 1000 kr á tímann. Þeir sem kunna að handflaka handflaka fyrir margar fiskvinnslur ogeru að oft megnið af sólarhringnum, þessir menn sem oft eru frá vietnam og thailandi, því íslendingar kunna ekki lengur til verka í fiski nema að þeir standi við Baader vél, hafa "góð" laun fyrir vikið.. oft um 500.000 á mánuði enda er þetta hörkuvinna og borgað eftir afköstum. 

Sá sem kennir ESB um ástandið í SE er á þvílíkum villigötum og er svo uppfullur af fáfræði að mér verður óglatt af að lesa þetta djöfusl þvaður.  SE gekk í ESB eftir að landið fékk stóran fjárhagssmell.. SE skar niður sósíalkerfið sem viðkomandi hefur eflaust notið góðs af á árum sínum í SE fyrir 1992.. þetta kerfi var að sliga sænska ríkið og því varð að skera það niður og það gerði Göran Person og uppskar miklar óvinsældir fyrir.. ESB hafði EKKERT með þetta að gera og ESB hefur EKKERT með núverandi ástand að gera í sænskum velferðarmálum.. manni verður óglatt af að lesa svona andskotans bull á sunnudagsmorgni.

Gunnlaugur talar um spán og nefnir svakalegar tölur um atvinnuleysi (kemur oft frá honum á blogginu) og kennir ESB um.. hann talar líka af miklu þekkingarleysi.. ekki bara það að hann búi á spáni heldur skilur hann málið illa eins og hann hefur upplýst sjálfur á blogginu annarstaðar og getur því lítið fylgst með málum þar af viti.  Spánn hefur haft viðvarandi atvinnuleysi í áratugi.. spánn hefur líka viðvarandi svartan atvinnumarkað og slíkt hefur það verið í áratugi.. svo 20 % atvinnuleysi er opinbera talan, rauntalan er líklegast í kringum 10-12 % . ástæða þess er sú að atvinnulöggjöfin á spáni gerir það nær ómögulegt að reka starfsfólk.. svo fyrirtæki ráða ekki fólk.. heldur nota starfsmannaleigur og láta fólk vinna svart.. þetta á einna helst við matvælamarkaðinn, landbúnað og veitingahúsabransann.. þeir sem til þekkja á spáni vita að tips er venjan og oft er það vegna þess að þjónnin heur ekki laun og er ekki skráður í vinnu og lifir á bótum samhliða svörtu vinnunni sinni.. og þeir sem hafa komið til spánar vita að það eru mörg mörg veitingahús á spáni... og margir ávaxtabúgarðar..

annars bara allt í góðu.

Óskar Þorkelsson, 12.12.2010 kl. 09:58

23 identicon

Sæll Friðrik Jónsson

Það er langt síðan við hittumst á förnum vegi. Ég man þá tíð í Kelflavík þegar við Friðrik vorum að vinna dag og nótt í fiskinum í Keflavík. Nú er öldin allt önnur við stefnum á að fara aftur til baka um 40 ár þegar horft er til velferðarkerfisins. Íslendingar veiddu á meðaltali 400 þúsund tonn af þorski frá 1952 til ársins sem kvótakerfið var sett á  1984. Síðan höfum við veitt um 200 þúsnd tonn af þorski á ári í þessu margrómaða kvótakerfi. Hvað ef við hefðum veitt 100 þúsund tonn á meðaltali síðustu 26 árinn eða þann tíma sem kvótakerfið hefur verið við lýði? Það ´dæmi segir mér að 2,4 milljón tonna af þorski hefur farið forgörðum a.m.k gerðu þeir ekkert gagn til að stækka þorskstofninn við erum en þá að veiða vel undir 200 þúsnd tonn af þorski á ári. 2.4 milljón tonna af þorski sinnum 350 kr. pr. kg gra samtals eitt stykki ICESAVE skuld staðgreitt !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Ef við hættum ekki að trúa á vísindin þ.a.s að þau séu æðri en Guð þá mun fara illa sem dæmi Landeyjahöfn.

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 12.12.2010 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband