Barnaframleiðsla ehf.

Líffæraþjófnaðir sem fyrir 40 árum voru aðeins til í flökkusögum og vísindaskáldsögum eru í dag tiltölulega algengir. Sagan af Indverjanum sem vaknaði upp á Heathrow flugvelli með sár á kviðinum  og eitt nýra er ekki lengur eins ótrúleg og hún var 1970 þegar hún gekk um heiminn. Þá er líffærasala tiltölulega algeng þrautalending fátækra Indverja og suður Ameríkubúa. -

Fyrir fáeinum dögum birtust fréttir um að vísindamönnum hefðu tekist að búa til gervi-legsem mannfóstur getur vaxið í. Með tilkomu slíkrar þekkingar mun eftirspurn eftir okfrumum og eggjum kvenna aukast. Og þar sem hver kona hefur aðeins takmarkaðan fjölda slíkra eggja, má leiða að því líkur að því að erfiðara sé að fá þau en sæði karlmanna. Að ræna kveneggjum verður daglegt brauð eins og hver annar líffæraþjófnaður. Þegar til staðar eru egg, sæði og leg er ekkert að vanbúnaði að hefja framleiðslu á börnum.

Með auknum möguleikum á að halda lífi í fóstrum utan konulegs, þarf ekki endilega að skilgreina slíkt lífi sem mennskt og þá er komin möguleiki á að framleiða fóstur til niðurrifs fyrir líffæra og líkamshlutaþega.

Brave New World!


mbl.is Stálu eggjum kvenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Svanur

Ég var einu sinni að vinna með náunga sem hafði farið til Kólumbíu sem skiptinemi en hann sagði mér frá því að ung stúlka á heimilinu sem hann var á hefði ekki getað sofið vegna hans og svaf með hníf við rúmið hjá sér. Ástæðan fyrir þessu var að þessi stlúlka hélt að hann væri frá Bandaríkjunum og þá var það víst algengt að ríkir bandaríkjamenn komu til Kólumbíu og keyptu líffæri í börnin sín sem voru veik og þá rændu einhverjir misindis menn börnum þar og seldu líffærin.

Síðan hef ég líka heyrt að glæpasamtök í Mexíkó borg eiga fleiri sjúkrabíla en sjálf borgin og ef þú lendir í því að fóbrotna þá kemur sjúkrabíl og rænir líffærum úr þér. Sel það ekki dýrara en ég keypti það.

Kveðja

Skækill (IP-tala skráð) 18.9.2010 kl. 13:14

2 identicon

Já, hún er að rætast smátt og smátt þessi saga.

Hólímólí (IP-tala skráð) 18.9.2010 kl. 19:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband