Færsluflokkur: Fólk

Minni en sá minnsti?

Edward Nino Hernandez er 24 ára. Hann er sagður minnsti maður heims ( 70 cm) og fékk þann titil eftir að Kínverjinn He Pingping (74 cm)  lést s.l. mars. Þá er til þess tekið að Edward sé 4 cm minni en He var. Titillinn er miðaður við að fólk sé orðið 18 ára eða eldra. Því hlýtur Edward að hafa verið minnsti maður heims í um fjögur ár, á sama tíma og He hélt titlinum.
mbl.is Minnsti maður heims
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í kjallaranum hjá Charlton Heston

CHCharlton Heston (1923-2008) var einn frægasti kvikmyndaleikari sem uppi hefur verið. Hann lék mörg stórmennin þ.á.m. sjálfan Móses í stórmyndinni Boðorðin 10, Mark Antony í Júlíus Cesar, Rodrigo Díaz de Vivar í El Cid, og Judah Ben-Hur í Ben-Hur.

Heston var mjög pólitískur og þótt hann hafi stutt John F Kennedyí forsetakosningunum 1960 gerðist hann mjög hægri sinnaður og studdi t.d. Richard Nixon í forsetkosningunum 1972.

CH1Árið 1998 var hann kjörinn forseti og talsmaður hinna öflugu vopnaeigenda samtaka NRA, (Landsamband riffileigenda) og gegndi því embætti til 2003. Á landsþingi þeirra árið 2000 lyfti hann riffli á loft og lýsti því yfir að ef Al Gore kæmist til valda mundi hann taka í burtu rétt Bandaríkjamanna til að bera vopn en þá mundu "þeir þurfa að losa riffilinn úr kaldri og dauðri kló minni." 

Charlton Heston átti óhemju gott safn vopna sem hann geymdi í kjallara húss síns. Á myndunum sést hvernig þar var um að litast. Hann var einn þeirra sem var þeirrar skoðunar að "byssur drepi ekki, fólk drepur."

ch1

ch3

ch4


Hafdís Huld í heimsókn

564904824_fce799e3d7Það kemur fyrir að maður rekst á Íslendinga á förnum vegi hér í Bath, en það gerist ekki oft. Síðast voru það meðlimir hljómsveitarinnar Trabant sem voru á leiðinni að spila á Glastonbury hátíðinni fyrir tveimur árum að mig minnir.

Nú sé ég að Hafdís Huld Þrastardóttir, söngkona ætlar að halda hér í borg litla tónleika n.k. fimmtudag. Litla, segi ég af því að staðurinn , The Porter, þar sem hún hyggist halda tónleikana er fremur lítill. Hann er samt mjög vinsæll og vonandi fær Hafdís Huld þar góðar móttökur.

Ég ætla alla vega að skella mér þótt ég þekki tónlist hennar lítið sem ekkert frá því hún hætti í GUS GUS. Þarna verður þá bót á því ráðin.


Susan Boyle, undur eða viðundur?

BGT_682_469990aHreyfingar hennar á sviðinu þegar hún hristi á sér mjaðmirnar minntu á  litla stúlku sem er að reyna að herma eftir sexý hreyfingum fullorðinna kvenna og að hún tönglaðist á setningunni "I know nothing" eins og þjónninn Manúel í Fawlty Towers.

Annað kvöld (laugardagskv.30.mai) ráðast úrslitin þetta árið í stærstu og vinsælustu hæfileikakeppni Bretlands "Britain Got Talent".( hér eftir BGT) 

Keppnin er "raunveruleikaþáttur " sýndur í beinni þar sem allt getur gerst og framleiðendur gera sitt besta til að vekja hlátur og grát.  Keppnin er hugarfóstur Símonar Cowell, mannsins sem allir elska að hata og meðdæmendur hans eru þau Piers Morgan og Amanda Holden. Áhorf á þennan umdeilda þátt hefur verið með eindæmum, sérstaklega á undaúrslitin sem staðið hafa yfir öll kvöld þessa viku og búist er við að allt að 14 milljónir muni fylgjast með lokakvöldinu.

BGT hefur verið talvert gagnrýnd þetta árið fyrir að vera miklu nær nútíma útgáfu af viðundrasýningu eins og þær tíðkuðust á tímum Viktoríu Bretadrottningar, en raunsannri leit að hæfileikaríku fólki. Feitir dansandi feðgar, maður sem boraði í gegnum nefnið á sér og hengdi þunga hluti í andlitið á sér, burlesque dansari með sjálflýsandi brjóst og Darth Vader eftirherma komust öll í undanúrslit.

susan-boyle-b4-afterEin af þeim sem komin er úrslitin er hin miðaldra skoska jómfrú Susan Boyle. Frammistaða hennar fyrsta hluta keppninnar gerði hana heimsfræga á eini nóttu. í kjölfarið haf stjörnur og stórmenni keppst um að baða sig í ljósinu með henni. Ein af þeim er hin ofur-sílikon gellan og leikkona Demi Moore sem sagt er að sé á leiðinni til að styðja við bakið á Susan í kvöld. Hvort Demi er besti stuðningsaðilinn sem Susan getur fengið verður að telja í besta falli vafasamt. Konan hefur eytt meira en 250 þúsund pundum í lýtaaðgerðir. Súsan hefur reyndar litað sitt gráa hár og plokkað augnabrúnirnar en afskipti Demi af henni virka einhvern veginn hjákátlegar.

Frægðin hefur tekið sinn toll af Susan sem ekki var á neinn hátt tilbúin til að söðla yfir í að vera ofurstjarna með tugi blaðamanna á hælunum frá því að vera einsetukona sem átt hefur við ákveðna andlega fötlun að stríða frá fæðingu. En auðvitað dettur engum í hug að taka neitt tillit til þess. Hreyfingar hennar á sviðinu þegar hún hristi á sér mjaðmirnar minntu á  litla stúlku sem er að reyna að herma eftir sexý hreyfingum fullorðinna kvenna og að hún tönglaðist á setningunni "I know nothing" eins og þjónninn Manúel í Fawlty Towers. Þetta virtist ekki hringja neinum viðvörunarbjöllum hjá framleiðendunum. Og ef það er satt að framleiðendur þáttanna hafi haft samband við hana frekar en hún við þá, hafa þeir mikið á samviskunni fyrir að skilja hana eftir svona berskjaldaða. Í stað þess að vernda hana og veita henni þann stuðning sem hún fyrirsjáanlega þurfti á að halda, sýna þeir mestan áhuga á að hámarka alla umfjöllun um Susan til að auglýsa þættina.

susan_boyle_new_look1Í vikunni lenti Susan í smá útistöðum við fólkið á hótelinu þar sem hún gistir á meðan þættirnir eru sendir út. Löggan var kölluð til. Fólk sagði að hún hefði hrópað á sjónvarpsskerm eitthvað ófagurt þegar að Piers Morgan (sem hún segist vera svolítið skotin í ) bar lof á einn mótkeppenda hennar. Hún var greinilega ekki í góðu jafnvægi og ætlaði í kjölfarið að yfirgefa hótelið og keppnina með tárin í augunum. Piers kom í alla sjónvarpsfréttaþætti í gærkveldi og bað henni griða, vitandi að hann var hluti af vandmálinu frekar en nokkuð annað. Hann sagði að fréttamenn og almenningur hefði verið Susan óvægin eftir að henni förlaðist söngurinn í undanúrslitunum. Það er rétt.

Það er eftir nokkru að slæðast að vinna keppnina. Fyrstu verðlaun eru 100.000 pund og boð um að koma fram á sýningu fyrir drottninguna. En hver sem úrslitin verða annað kvöld er full ástæða til að hafa áhyggjur af Susan. Um hana sitja hrægammarnir, fréttahaukarnir og þeir sem vilja, á meðan hægt er, baða sig í sviðsljósinu með henni. Ekki að það þurfi að hafa áhyggjur af því sem Susan kann að gera, heldur af því hvað aðrir kunna að gera henni.


Harry Potter og leyndarmál batnandi efnahags

daniel+radcliffe_855_18495499_0_0_7004955_300Ekki hafa allir þurft að lúta í gras fyrir kræklóttri krumlu kreppunnar og sumum vegnar betur nú en nokkru sinni fyrr. Svo er um hinn 19 ára gamla Daniel Radcliffe, þann sem leikur hinn magnaða og göldrótta Harry Potter. Á síðasta ári óx auður hans um 10 milljónir punda sem gerði hann að auðugasta táningi Bretlands og í 12 sæti yfir auðugustu ungmenni landsins þegar miðað er við þá sem eru 30 ára eða yngri. Áætlaður auður Daniels er í dag um 30 millj. punda og mun að líkindum verða yfir 70 millj. þegar að sjöunda og síðusta Harry Potter kvikmyndin kemur út. Daníel er ríkari en prinsarnir þeir; William og Harry sem hvor um sig eiga 28 millj. punda.

emma+watsonEmma Watson, einn af mótleikurum Daníels, þ.e. sú sem leikur Hermione Granger, í kvikmyndaútgáfunni af verkum JK Rawling, er sögð eiga 12 millj. punda og kemst þannig einnig á blað yfir 100 ríkustu ungmenni landsins.

Sjálf þurfti Rawling að sjá á bak talsvert mörgum af sínum milljónum, því auður hennar skrapp saman heil 11% og féll úr 560 millj. pundum niður í 499.

sport-graphics-2007_710052aFlestir á listanum yfir 100 ríkustu ungmennin hafa erft peningana sína og það eru aðeins tveir ungir menn sem sjálfir hafa aflað sér meira fé en Daníel. Þeir eru Formúlu l ökuþórinn Jenson Button og hrakfallabálkurinn og framherji Newcastle, Michael Owen, hvor um sig talinn eiga 40 millj. punda.

Á síðasta ári féll tala Billjónera á Bretlandi úr 75 niðrí 43. Það hlýtir að hafa verið skelfilegt fyrir þetta fólk að horfa á eftir öllum þessum billjónum, hvert sem þær fóru nú allar.

LakshmiMittalPA_228x329Sá sem tapaði mest af peningum af öllum í Bretlandi er auðjöfurinn Lakshmi Mittal. Hann tapaði 17 billjónum punda og nú á hann aðeins 10.8 billjónir eftir. Hann er samt áfram ríkastur allra Breta.

Roman Abrahamovich tapaði líka talverðu og innstæðan hans féll frá 11,7 billjónum í 7. Hann er annar ríkasti maður Bretlands.

Bæði Lakshmi og Roman voru auðvitað ekki fæddir Bretar en það var sá sem er þriðji ríkasti maður landsins, Hertoginn af Westminster sem á í fasteignum 6.5 billjónir. Hann erfði jafnframt mest af sínum auði.

Nokkrir af auðugustu mönnum landsins töpuðu ekki, heldur græddist talvert fé í kreppunni.

money+eatin+apeÁ meðal þeirra er Sir Kevin Morrison, fyrrverandi yfirmaður Morrisson verslanakeðjunnar. Hann græddi 11% á árinu og á núna 1,6 billjón punda. Þá jók Mohamed al Fayed, eigandi Harrods auð sinn um 17% og á í hólfinu sínu 650 millj. En hlutfallslega græddu þau Peter og Denise Coates, eigendur net-veðmálsíðunnar BET356, mest allra.  Peningarnir þeirra jukust um þriðjung og þau eiga nú 400 millur í pundum.

PS. Að lokum þetta, margur verður af aurum api og það er auðveldara fyrir kameldýr að komast í gegnum nálarauga en fyrir ríkan mann að komast til himnaríkis, að maður tali ekki um ríkan apa.


Elur sitt fyrsta barn 66 ára gömul

adeneyÞessi kona heitir Elizabeth Adeney. Hún er sextíu og sex ára, einstæð og eins og sést á þessari nýlegu mynd, kasólétt. Elizabeth sem er ógift og vinnur sem millistjórnandi í stóru fyrirtæki í Lidgate í Suffolk, mun ala barn sitt (son segja heimildir)  í næstu viku ef allt fer eftir áætlun, aðeins fáeinum vikum fyrir 67. afmælisdag sinn. Elizabeth verður þá elsta kona sem alið hefur barn í Bretlandi.

" Það skiptir mig engu máli hvort ég verði elsta mamman í landinu. Það er ekki líkamlegur aldur sem skiptir máli, heldur hvernig mér líður inn í mér. Stundum finnst mér é sé 39 ára og stundum eins og ég sé 56." er haft eftir hinni fráskildu og fram að þessu barnlausu Elizabeth.

" Ég er fullkomlega fær um að sjá um mig sjálf þótt ég ég sé einstæð og eigi enga nákomna að. Það hef ég gert í mörg ár. Þetta verður bara ég og barnið mitt. Ég veit að það er fullt af fólki sem ekki mun skilja þetta, en mér er sama"

Elizabeth varð ófrísk eftir að hún hafði gengist undir gervifrjóvgun í Úkraínu. Í Bretlandi er konum yfirleitt neitað um slíka meðferð er þær eru eldri en fimmtugar.


Þóra Janette Scott

Rocky_HorrorUpphafslagið í söngleiknum The Rocky Horror Show heitir Science Fiction/Double Feature og er óður til B kvikmyndanna um skrímsli og óvættir ýmsar sem voru afar vinsælar á árunum 1950-1970. Í texta lagsins er að finna ýmsar skýrskotannir til löngu gleymdra kvikmynda þar á meðal The Day of the Triffids.

Kvikmyndin fjallar um stórhættulega plöntu sem lítur úr svipað og spergill og eru kölluð Triffid. Plantan getur slitið sig upp og gengið um,  stungið bráð sína með eitruðum göddum og tjáð öðrum Triffidum hugsannir sínar.

Í texta Science Fiction/Double Feature segir m.a:

"And I got really hot
When I saw Janette Scott
Fight a triffid that spits poison and kills."

triffidsusdvd1Nýlega sá ég gamla kvikmynd sem heitir School for Scoundrels or How to Win Without Actually Cheating!  (1960) Leikkonan sem fór með eitt aðalhlutverkið myndinni vakti athygli mína, fyrir það hversu óhefðbundið útlit hennar var miðað við aðrar breskar kvikmyndaleikkonur á þessum tíma. Ef hún hefði verið amerísk, hefði málið verið auðskýrt, en hún var bresk en samt afar aðlaðandi. (Ekki að breskar konur geti ekki verið aðlaðandi, en fegurð þeirra felst meira í hvernig gallar þeirra koma saman frekar en fullkomið útlit.) Við nánari athugun var þarna komin Þóra Janette Scott, sú sama Janette og minnst er á í textanum úr Rocky Horror.

Janette var fædd 1938 og var dóttir tveggja all-vel þekktra breskra leikara Jimmy Scott og Þóru Hird. Hún hóf að leika ung að árum og skrifaði sjálfsævisögu sína aðeins 14 ára gömul. Það þóttu mikil tíðindi á þeim tíma enda þótt það þyki ekkert tiltökumál í dag að frægir unglingar og börn gefi út sjálfsævisögu sína. Margir eru meira að segja á bindi tvö þegar þeir eru rétt 14 ára.

Það er kannski ekki hægt að segja að kvikmundaferill Janette hafi verið mjög glæstur en hún lék alls í fimmtán myndum.

  • frostscott64No Highway in the Sky (1951)
  • The Good Companions (1957)
  • Happy is the Bride (1957)
  • The Devil's Disciple (1959)
  • The Lady Is a Square (1959)
  • School for Scoundrels (1960)
  • Double Bunk (1961)
  • The Day of the Triffids (1962)
  • Paranoiac (1963)
  • Siege of the Saxons (1963)
  • The Old Dark House (1963)
  • The Beauty Jungle (1964)
  • Crack in the World (1965)
  • Bikini Paradise (1967)
  • How to Lose Friends & Alienate People (2008)

Flestar að þessum kvikmyndum eru ekki mikið þekktar í dag en í sumum þeirra léku helstu stórleikarar þeirra tíma eins og í mundinni The Devils Disciples þar sem Janette lék á móti Kirk Douglas, Burt Lancaster og Laurence Olivier.

janette%20scottEins og sést á þessum lista hætti hún að leika upp úr 1967. Frá 1959-1965 var hún gift Jackie Rae, Kanadískum tónlistarmanni. Ári eftir skilnaðinn við Rae, Janette hinum kunna jass-tónlistarmanni Mel Torméog átti með honum tvö börn. Annað þeirra er söngarinn James Tormé. Janette skildi við Mel árið 1977 og giftist núverandi eiginmanni sínum William Rademaekers árið 1981.

Því miður er fátt að finna um hagi Janette eftir að hún hætti að leika. Kannski hún hefði átt að bíða með ævisöguna aðeins lengur.

Engar myndir er að finna af henni á netinu eftir að hún hætti að leika 1967, ekki einu sinni í tengslum við kvikmyndina How to Lose Friends & Alienate People sem var gerð á síðasta ári. En eins og sést af meðfylgjandi myndum hafði Jennet svo sannarlega útlitið og útgeislunina með sér.


Samantekt á fréttanöldri

obama-100-daysObama er búin að vera við völd í USA í rúma 100 daga. Það eru mikil tímamót hjá þjóð þar sem hlutirnir gerast hratt. Obama er rosalega vinsæll eftir þennan tíma í embætti, um það bil eins vinsæll og forveri hans Bush var eftir fyrstu 100 dagana sína í Hvíta húsinu. Góður árangur hjá Obama!

bb79eda6-71a8-4416-b157-85fb902009afSvínaflensan er kominn á fulla ferð um heiminn.  Samsærismennirnir segja að hún sé sérhönnuð til þess að taka athyglina frá einhverju voðalega ljótu sem er að gerast í fjármálheiminum. Á hverju kvöldi birtist heimskortið á skjánum þar sem hvert land lýsist upp ef þar hefur fundist tilfelli. Svo virðist sem Svínaflensan sé miklu skæðari en fuglaflensan var og komið er í ljós að það er tilgangslaust að reyna að hindra útbreiðslu hennar. Viðbrögð stjórnvalda eiga að miðast frekar við meðhöndlun. Allir eru að kaupa sér andlitsgrímur nema múslíma-konur sem eiga þær til. Tölurnar yfir látna og veika birtast líka yfir hverju landi og svo segir þulurinn eða þulan frá því hvar sé líklegast að hún skjóti sér niður næst og hvað margir komi til með að deyja þar. Svei mér þá, ef þetta er ekki jafn spennandi og juróvisjón.

multiple_BURKA%20wivesOg vel á minnst, skartgripasali í Skotlandi er búinn að banna búrkur og andlistgrímur íslamskra kvenna í verslun sinni eftir að tveir karlmenn klæddir sem konur í serk og með grímur, rændu verslun hans. Nú verða íslamskar konur að hringja á undan sér og panta sér afgreiðslukonu ef ær vilja versla við hann.

Stríðið í Írak gengur vel. Það er búið að drepa þar dagskammtinn sem er venjulega milli 40-100 manns.

Goslokahteyjum2007097-viÁrni í Eyjum segir að það hafi verið unnið á móti honum í flokknum hans. Eitraðar tungur spilltu fyrir honum og hvöttu til þess að yfirstrika hann. Árni veit vel hvað það er að verða fyrir eitrun. Ég sá á honum hendurnar eftir að einhver eitraði fyrir honum fyrir þremur árum. Þær voru bólgnar og þrútnar. Nú bólgnar Árni aftur og þrútnar af réttlátri reiði. Pólitík er eitur.

Mín tillaga er að Árni J, Guðlaugur Þór sem langar svo til þess að verða aftur litli góði drengurinn,  og Björgvin pípari, (saklausi bankamálaráðherrann) taki sig saman og stofni með sér "Útstrikaða-flokkinn".

ViðræðurVG og Sf halda áfram að spjalla um hvernig þeir eigi að stjórna landinu. Það liggur ekkert á segja þau, því þau eru hvort eð er við stjórn. Stóra málið er auðvitað hvernig á að standa að því að ganga í Evrópubandalagið. Samfylkingin vill ekki ganga í EB, heldur hlaupa þangað og VG vilja heldur ekki ganga í það, en eru tilbúnir í að skríða.

2003123112046920Svo eru það hremmingarnar hans Þráins. Í Borgarhreyfingunni á fólk að vera svo heilagt að það á að skila launum fyrir störf sem það hefur fyrir löngu unnið. Að auki er hér um að ræða "verðlaun" sem hann var "heiðraður" með. Nú er heiður hans fallinn að sumra mati sem vilja að hann skili verðlaununum rétt eins og íþróttagarpur sem hefur orðið uppvís af dópnotkun. Þráinn; nú er tími til kominn að hvetja exina og höggva nokkrar gagghænur.

 

 


Ólíkt hafast þjóðirnar að

Ég er eflaust að bera í bakkafullan lækinn með að skrifa eitthvað um veðurfarið hér í Bretlandi um þessar mundir. Sjaldan eða aldrei kemur betur í ljós munurinn á samfélaginu heima og hér en þegar borin eru saman viðbrögð fólks við snjókomu. Mestur snjór á suðvestur og suður Englandi í 12 ár segja fjölmiðlar. (Á íslandi mundi þetta vera kölluð föl.)

Snjór í BathHér í Bath eru tveir þrír sentímetrar af jafnföllnum snjó og þess vegna hefur skólum verið lokað, bílar sitja fastir, fólk kemst ekki til vinnu, og allt mannlíf gengur úr skorðum.

Fjölmiðlar keppast um að segja fólki að halda sig heima við og ef það hugsi sér til hreyfings að láta vita um ferðir sínar, taka með sér skjólfatnað og heita drykki á brúsum. Hitastigið er í kringum tvö stig!

Bæjar og borgaryfirvöld hafa keppst við að bera á götur og vegi salt og sand og nú er svo komið að allar byrgðir af þeirri ágátu blöndu eru uppurnar.

Stjórnmálamenn kvarta yfir að veðrið komi til með að kosta þjóðarbúið miljarði og aðrir benda á að það sé bara gott að bankamennirnir komist ekki til vinnu til að eyða meira af þeim aurum sem stjórnvöld hafa ausið í bankanna upp á síðkastið. Enn aðrir benda á að fólk eigi bara að slappa af og njóta veðursins og hins sjaldséða snjós.


Pete Doherty hefur E-andi áhrif á útisamkomugesti

petedoh460Það á ekki af þessum strák að ganga. Síðastliðin laugardag átti hann að spila á útihátíð í Salsburg í Austurríki,  en missti af flugvélinni svo aðrir liðmenn hljómsveitarinnar hans Babyshambles, þurftu að afsaka fjarveru hans fyrir þúsundum óánægðra gesta.

Hljómsveitin og Pete áttu því næst að leika á útihátíðinni Moonfest í Westbury 29-31 Ágúst en nú hafa yfirvöld þar um slóðir sett bann á samkomuna á þeirri forsendu að Pete og bandið hans hafi svo "E-andi" áhrif á gestina. "Þeir gefa fyrst allt í botn,  róa svo liðið niður og mynda einskonar hringiðu effect. " segir lögreglumaðurinn sem var sérstaklega fenginn til að taka saman skýrslu um áhrif Petes á útihátíðargesti. Babyshambles og Pete hafa verið að spila á útihátíðum í allt sumar og þetta er í fyrsta sinn sem yfirvöld setja sig beint gegn því að hljómsveitin komi fram.

Babyshambles_32154aEftir að lögreglu-úttektinni á Babyshambles g-áhrifunum var lekið í fjölmiðla hefur lögreglan borið því við að þeir sem geri út hátíðina hafi ekki ráðið nægilega marga til gæslu, en gert var ráð fyrir að um 5000 mans sæktu hátíðina.  "Málið er akki atriðið sjálft, heldur liðið sem fylgir honum. Wiltshire lögreglan er ekki á móti Pete Doherty eða Babyshambles en aðbúnaður á staðnum er algjörlega ófullnægjandi" er haft eftir yfirlögregluþjóni sýslunnar.

Rokkhátíðir og fjölmennar útisamkomur hafa tíðkast hér í Bretlandi frá 1967 og allir vita að þar fara saman mikil eiturlyfjaneysla og rokktónlist. - Það er gengið að því sem gefnu - Þess vegna minna þessi viðbrögð yfirvalda nokkuð á viðbrögð fullorðins fólks seint á sjötta áratugnum, þegar fyrst var farið að leika rokk í útvarpi. Tónlist djöfulsins var það kallað. -


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband