Susan Boyle, undur eða viðundur?

BGT_682_469990aHreyfingar hennar á sviðinu þegar hún hristi á sér mjaðmirnar minntu á  litla stúlku sem er að reyna að herma eftir sexý hreyfingum fullorðinna kvenna og að hún tönglaðist á setningunni "I know nothing" eins og þjónninn Manúel í Fawlty Towers.

Annað kvöld (laugardagskv.30.mai) ráðast úrslitin þetta árið í stærstu og vinsælustu hæfileikakeppni Bretlands "Britain Got Talent".( hér eftir BGT) 

Keppnin er "raunveruleikaþáttur " sýndur í beinni þar sem allt getur gerst og framleiðendur gera sitt besta til að vekja hlátur og grát.  Keppnin er hugarfóstur Símonar Cowell, mannsins sem allir elska að hata og meðdæmendur hans eru þau Piers Morgan og Amanda Holden. Áhorf á þennan umdeilda þátt hefur verið með eindæmum, sérstaklega á undaúrslitin sem staðið hafa yfir öll kvöld þessa viku og búist er við að allt að 14 milljónir muni fylgjast með lokakvöldinu.

BGT hefur verið talvert gagnrýnd þetta árið fyrir að vera miklu nær nútíma útgáfu af viðundrasýningu eins og þær tíðkuðust á tímum Viktoríu Bretadrottningar, en raunsannri leit að hæfileikaríku fólki. Feitir dansandi feðgar, maður sem boraði í gegnum nefnið á sér og hengdi þunga hluti í andlitið á sér, burlesque dansari með sjálflýsandi brjóst og Darth Vader eftirherma komust öll í undanúrslit.

susan-boyle-b4-afterEin af þeim sem komin er úrslitin er hin miðaldra skoska jómfrú Susan Boyle. Frammistaða hennar fyrsta hluta keppninnar gerði hana heimsfræga á eini nóttu. í kjölfarið haf stjörnur og stórmenni keppst um að baða sig í ljósinu með henni. Ein af þeim er hin ofur-sílikon gellan og leikkona Demi Moore sem sagt er að sé á leiðinni til að styðja við bakið á Susan í kvöld. Hvort Demi er besti stuðningsaðilinn sem Susan getur fengið verður að telja í besta falli vafasamt. Konan hefur eytt meira en 250 þúsund pundum í lýtaaðgerðir. Súsan hefur reyndar litað sitt gráa hár og plokkað augnabrúnirnar en afskipti Demi af henni virka einhvern veginn hjákátlegar.

Frægðin hefur tekið sinn toll af Susan sem ekki var á neinn hátt tilbúin til að söðla yfir í að vera ofurstjarna með tugi blaðamanna á hælunum frá því að vera einsetukona sem átt hefur við ákveðna andlega fötlun að stríða frá fæðingu. En auðvitað dettur engum í hug að taka neitt tillit til þess. Hreyfingar hennar á sviðinu þegar hún hristi á sér mjaðmirnar minntu á  litla stúlku sem er að reyna að herma eftir sexý hreyfingum fullorðinna kvenna og að hún tönglaðist á setningunni "I know nothing" eins og þjónninn Manúel í Fawlty Towers. Þetta virtist ekki hringja neinum viðvörunarbjöllum hjá framleiðendunum. Og ef það er satt að framleiðendur þáttanna hafi haft samband við hana frekar en hún við þá, hafa þeir mikið á samviskunni fyrir að skilja hana eftir svona berskjaldaða. Í stað þess að vernda hana og veita henni þann stuðning sem hún fyrirsjáanlega þurfti á að halda, sýna þeir mestan áhuga á að hámarka alla umfjöllun um Susan til að auglýsa þættina.

susan_boyle_new_look1Í vikunni lenti Susan í smá útistöðum við fólkið á hótelinu þar sem hún gistir á meðan þættirnir eru sendir út. Löggan var kölluð til. Fólk sagði að hún hefði hrópað á sjónvarpsskerm eitthvað ófagurt þegar að Piers Morgan (sem hún segist vera svolítið skotin í ) bar lof á einn mótkeppenda hennar. Hún var greinilega ekki í góðu jafnvægi og ætlaði í kjölfarið að yfirgefa hótelið og keppnina með tárin í augunum. Piers kom í alla sjónvarpsfréttaþætti í gærkveldi og bað henni griða, vitandi að hann var hluti af vandmálinu frekar en nokkuð annað. Hann sagði að fréttamenn og almenningur hefði verið Susan óvægin eftir að henni förlaðist söngurinn í undanúrslitunum. Það er rétt.

Það er eftir nokkru að slæðast að vinna keppnina. Fyrstu verðlaun eru 100.000 pund og boð um að koma fram á sýningu fyrir drottninguna. En hver sem úrslitin verða annað kvöld er full ástæða til að hafa áhyggjur af Susan. Um hana sitja hrægammarnir, fréttahaukarnir og þeir sem vilja, á meðan hægt er, baða sig í sviðsljósinu með henni. Ekki að það þurfi að hafa áhyggjur af því sem Susan kann að gera, heldur af því hvað aðrir kunna að gera henni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sagt er að hundraðmilljón manns hafi verið búinn að sjá flutning hennar í upphafi Idolsins.Álag á þessa hæglátu konu hefur verið gífurlegt,kemur ekki á óvart að fólk geti sleppt sér við það að verja sig.Susan hefir fært mínu heimili góða skemmtun með söng sínum,ég styð hana.

Númi (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 21:55

2 identicon

Ég bý í Bretlandi og hef fylgst með þessum þáttum en þetta er þriðja árið í röð sem sýndir.  Mér finnst þættirnir þetta árið vera á allt öðru "leveli" en síðustu tvö ár og eiginlega komin með óbragð í munninn, andrúmsloftið er eitthvað svo allt annað í þetta sinn.  Fyrsta serían höfðaði sterkt til alls almennings þar sem týpískur "underdog" vann, en bretar segjast sjálfir vera mikið fyrir slíka aðila.  Paul Pott var mjög svo verðskuldaður sigurvegari og gladdi held ég hvern einasta áhorfenda þegar hann vann.  Þarna var "litli maðurinn" með "stóru hæfileikana" að fá sitt tækifæri sem hefði ekki fengið öðru vísi.  Allir "elska drauminn" og what a TV.

Það er sennilega mikil pressa (á framleiðendur - ekki þátttakendur) að ná áhorfinu og selja auglýsingar og fyrir vikið virðist einhver áhersla á að hafa þættina í ár eitthvað "meira" .....  "sjokkerandi / extravagant / drama".  Big Brother þættirnir fóru svipaða leið, fyrstu 1-2 seríurnar voru ágætar og horft á af breiðum hóp áhorfenda en fljótlega breyttust þættir í "freak show" sem höfðaði til mjög afmarkaðs hóps (og bendir allt til að séu að syngja sitt síðasta í ár en það samt tíunda árið sem sýndir).  Sé samt ekki betur en að British Got Talent stefni nákvæmlega sömu leið!!!

Susan er sér "kapitúli" út af fyrir sig og mikil ábyrgð þeirra sem að þættinum standa að "varpa konunni fyrir úlfana" (ef ekkki bara ljónin - eins og það skipti nokkru máli!).  Í síðasta undanúrslitaþættinum fyrr í kvöld var pínu ponsu lítil 10 ára stúlka sem fraus og gleymdi línunum sínum og fór að háháhágráta.  Allir fengu fyrir hjartað að horfa upp á litla greyið, enda þurft algjört frosið steinhjarta til annars.  But what a TV!!!!  Hún fékk að koma aftur og syngja lagið og tókst það mjög vel, ekki spurning að söng eins og engill.  En þú þurftir að vera gjörsamlega "vanvita" að gera þér grein fyrir að stúlkubarnið er engan vegin nógu þroskuð fyrir þetta álag.  Svo hvað gerðu framleiðendur, hinir vel launuðu dómarar, foreldrarnir...... blessað stúlkubarnið komst áfram og þarf að ganga í gegnum þetta allt saman aftur annað kvöld!!!!  Mér leið eins og væri að horfa á barnamisnotkun í beinni (þó reyndar horfi á upptöku af þættinum :-o)

Svo annað kvöld, ef maður hefur geð í sér að fylgjast með, þá er boðið upp á misþroska miðaldra konu (sem vissulega syngur vel og á allt það besta skilið), pínkuponsulítið "emotional" stúlkubarn (sem vissulega syngur vel og á allt það besta skilið) og fleiri atriði, sum áægt, önnur ekkert sérstaklega góð.  Hver vinnur er erfitt að segja núna, þetta er orðið of mikill sirkus fyrir heilbrigða skynsemi að mínu mati..... en sennilega framleiðendur ánægðir með að GOTT TV!!!!! 

AS (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 23:37

3 Smámynd: Eygló

Óvenjulegt fólk er sjaldnast venjulegt!!!

.

.

sbr. undur/viðundur

Eygló, 30.5.2009 kl. 00:35

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Boyle tapaði fyrir dansandi feðgum

Skoska söngkonan Susan Boyle tapaði fyrir dansandi grískum feðgum frá Kýpur í úrslitum hæfileikakeppninnar Britain's got talent í kvöld. Boyle lenti í 2. sæti í keppninni. Talið er að 20 milljónir manna hafi fylgst með úrslitunum í beinni útsendingu ITV sjónvarpsstöðvarinnar.

Svona bulla miðlarnir á Íslandi. þetta er á forsíðu mbl.is

Svanur Gísli Þorkelsson, 30.5.2009 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband