Elur sitt fyrsta barn 66 ára gömul

adeneyÞessi kona heitir Elizabeth Adeney. Hún er sextíu og sex ára, einstæð og eins og sést á þessari nýlegu mynd, kasólétt. Elizabeth sem er ógift og vinnur sem millistjórnandi í stóru fyrirtæki í Lidgate í Suffolk, mun ala barn sitt (son segja heimildir)  í næstu viku ef allt fer eftir áætlun, aðeins fáeinum vikum fyrir 67. afmælisdag sinn. Elizabeth verður þá elsta kona sem alið hefur barn í Bretlandi.

" Það skiptir mig engu máli hvort ég verði elsta mamman í landinu. Það er ekki líkamlegur aldur sem skiptir máli, heldur hvernig mér líður inn í mér. Stundum finnst mér é sé 39 ára og stundum eins og ég sé 56." er haft eftir hinni fráskildu og fram að þessu barnlausu Elizabeth.

" Ég er fullkomlega fær um að sjá um mig sjálf þótt ég ég sé einstæð og eigi enga nákomna að. Það hef ég gert í mörg ár. Þetta verður bara ég og barnið mitt. Ég veit að það er fullt af fólki sem ekki mun skilja þetta, en mér er sama"

Elizabeth varð ófrísk eftir að hún hafði gengist undir gervifrjóvgun í Úkraínu. Í Bretlandi er konum yfirleitt neitað um slíka meðferð er þær eru eldri en fimmtugar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Kannski er henni sama en hvað um barnið? Svo við tökum dæmi þegar barnið er 14 ára (fermingaaldur) þá er hún 80 ára ef hún lifir það. Þetta er ekki sannngjarnt gagnvart barninu 

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 19.5.2009 kl. 00:26

2 Smámynd: Eygló

Ömurleg eigingirni og frekja (í besta falli hugsunarleysi) gagnvart barninu. Eigi maður systkin, eru þau eldgömul (eða látin) , foreldrarnir oft "gamlir í sér og orðnir værukærir eða lasburða.  En aðalatriðið er að, eins og Sólveig Þóra bendir á, hvers á barnið að gjalda, með háaldraða mömmu (foreldra) sem að öllum líkindum deyja frá manni meðan maður er unglingur, allavega löngu áður en maður er "tilbúinn" útí lífið. Foj.

Eygló, 19.5.2009 kl. 00:39

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Mér finnst þetta vera enn eitt dæmið um hvernig beiting vísindalegar þekkingar brýtur allrar reglur sem siðfræði samfélagsins hefur mótað, jafnt sem þau lögmál sem náttúran hefur búið okkur. -

Khalil Gibran skrifaði;

Börn ykkar eru ekki börn ykkar.
Þau eru synir og dætur lífsins og eiga sér sínar eigin langanir.
Þið eruð farvegur þeirra en þau koma ekki frá ykkur.
Og þó að þau séu hjá ykkur heyra þau ykkur ekki til.
Þið megið gefa þeim ást ykkar en ekki hugsanir ykkar, þau eiga sér sínar hugsanir.
Þið megið hýsa líkama þeirra en ekki sálir þeirra, því að sálir þeirra búa í húsi framtíðarinnar, sem þið getið ekki heimsótt, jafnvel ekki í draumi.
Þið megið reyna að líkjast þeim, en ekki gera þau lík ykkur.
Því að lífið fer ekki afturábak og verður ekki grafið í gröf gærdagsins.
Þið eruð boginn, sem börnum ykkar er skotið af einsog lifandi örvum.
En mark bogmannsins er á vegi eilífðarinnar, og hann beygir ykkur með afli sínu, svo að örvar hans fljúgi hratt og langt.
Látið sveigjuna í hendi bogmannsins vera hamingju ykkar, því að einsog hann elskar örina, sem flýgur, eins elskar hann bogann í hendi sér.

Svanur Gísli Þorkelsson, 19.5.2009 kl. 01:33

4 identicon

Raunveruleikinn er ekki sanngjarn... þú getur verið 20 ára og átt barn.. og svo lentir þú undir valtara næsta dag.

DoctorE (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 08:41

5 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Ég hugsaði til barnanna sem þegar eru fædd og eiga engan að, hefði kannski verið nær að fóstra eitt slíkt. Svona getur maður sagt þegar maður á sjálfur börn.

Rut Sumarliðadóttir, 19.5.2009 kl. 10:43

6 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Ég öfunda konuna eilítið en aldur hennar er þó alltof hár. Var einmitt að hugsa um það um daginn að það væri gaman að geta komið með eitt lítið þó ég sé nýlega fimmtug, hugsa sér! En þegar maður hugsar lengra get ég þurft að yfirgefa það sextug þess vegna fyrr miðað við meðalaldurinn í fjölskyldunni, gæti ekki hugsað mér að gera barninu mínu slíkt ekki heldur fósturbarni. Svo ég bíð bara enn róleg eftir barnabarni, gæti trúað að ég ætti eftir að verða svolítið frek á það.

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 19.5.2009 kl. 11:41

7 identicon

Takmarkalaus eigingirni.

Algert siðleysi.

Sólveig Hannesdóttir (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 12:23

8 identicon

Spáum aðeins.. berum saman þessa konu og svo kaþólsku kirkjuna....
Hún bannar family planning algerlega... henni er sama þó mæður eigi 10-20 börn sem svelta daglega... eiga ekkert í sig eða á.... kirkjan verður að fá nöfn í kirkjubækur sínar
Hvað er verra?

DoctorE (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 12:45

9 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ég er ekki þeirrar skoðunar DrE að hungursneyðar eða fátækt stafi af fólkfjölgunarvandmálinu heldur misskiptingu auðs og þekkingar í heiminum. Amma mín ól átján börn, mamma mín níu. Hvorug var kaþólsk.

Það sem ég vek athygli á er að konur, ungar jafnt sem gamlar, virðast vera að missa öll viðmið um hvað sé "rétt og gott" og skýrskota aðeins til eigin skoðana þegar að kemur að málum á borð við þessi. 

Svanur Gísli Þorkelsson, 19.5.2009 kl. 15:04

10 identicon

Ef þú ert með hungur og fátækt.. reisir síðan kirkju á staðnum... getnaðarvarnir bannaðar, fóstureyðingar bannaðar.... kirkjan vil nöfn í sauðabókina
Skoðaðu í kringum þig þar sem kaþólska kirkjan er með tögl og haldir... hreint ógeðslegt að horfa upp á hvernig kirkjan hreinlega myrðir þetta fólk...
Svona er þetta vinur... sá sem mælir gegn þessu er á móti mannkyni.. hatar börn .. end of story

Amma mín átti 20 börn gói... hún var fædd ~1890... ekki mikið um getnaðarvarnir og slíkt á þeim tíma.... en að banna slíkt árið 2009 er glæpur.

Svo með þessa konu... hver segir að hún geti ekki séð um barnið sitt.. og lifað lengi

DoctorE (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 15:55

11 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

DrE. Hvaða samhengi er milli hungur og fátæktar og banni við getnaðarvörnum og fóstureyðingum?

Viltu meina að þar sem fóstureyðingar og getnaðarvarnir eru leyfðar af hinu geistlega valdi, sé fátækt minni og minna sé um hungur? Það er kenning sem ekki stenst.

Hungursneyðar skapast aðallega af völdum styrjalda og styrjaldir eru mest háðar nú til dags af veraldlegum leiðtogum. Fátækt er samfélagslegt mein sem hefur mest með óréttláta arðskiptingu að gera, ekki fóstureyðingar eða getnaðarvarnir.

Elizabeth segir sjálf að hún geti vel séð um sig sjálf og barn sitt. Það kann að vera rétt. Hins vegar gengur það hún er að gera þvert á náttúrlega þróun barnsins og hennar sjálfrar eins og hún hefur verið fram að þessu, bæði andlega og líkamlega.

Ég er hræddur um að mundi fljótt segja til sín í efnahag og heilsugæslu þjóðanna ef slíkt framferði yrði algengt.

Svanur Gísli Þorkelsson, 19.5.2009 kl. 17:47

12 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Iss piss Dr E afi minn átti 60 börn 10 eiginkonur 300 ær 20 mjólkandi kýr 2 geltandi hunda og 1 talandi páfagauk og fór samt í kirkju á hverjum sunnudegi og taldi það ekkert eftir sér.

Þorvaldur Guðmundsson, 19.5.2009 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband