Harry Potter og leyndarmál batnandi efnahags

daniel+radcliffe_855_18495499_0_0_7004955_300Ekki hafa allir þurft að lúta í gras fyrir kræklóttri krumlu kreppunnar og sumum vegnar betur nú en nokkru sinni fyrr. Svo er um hinn 19 ára gamla Daniel Radcliffe, þann sem leikur hinn magnaða og göldrótta Harry Potter. Á síðasta ári óx auður hans um 10 milljónir punda sem gerði hann að auðugasta táningi Bretlands og í 12 sæti yfir auðugustu ungmenni landsins þegar miðað er við þá sem eru 30 ára eða yngri. Áætlaður auður Daniels er í dag um 30 millj. punda og mun að líkindum verða yfir 70 millj. þegar að sjöunda og síðusta Harry Potter kvikmyndin kemur út. Daníel er ríkari en prinsarnir þeir; William og Harry sem hvor um sig eiga 28 millj. punda.

emma+watsonEmma Watson, einn af mótleikurum Daníels, þ.e. sú sem leikur Hermione Granger, í kvikmyndaútgáfunni af verkum JK Rawling, er sögð eiga 12 millj. punda og kemst þannig einnig á blað yfir 100 ríkustu ungmenni landsins.

Sjálf þurfti Rawling að sjá á bak talsvert mörgum af sínum milljónum, því auður hennar skrapp saman heil 11% og féll úr 560 millj. pundum niður í 499.

sport-graphics-2007_710052aFlestir á listanum yfir 100 ríkustu ungmennin hafa erft peningana sína og það eru aðeins tveir ungir menn sem sjálfir hafa aflað sér meira fé en Daníel. Þeir eru Formúlu l ökuþórinn Jenson Button og hrakfallabálkurinn og framherji Newcastle, Michael Owen, hvor um sig talinn eiga 40 millj. punda.

Á síðasta ári féll tala Billjónera á Bretlandi úr 75 niðrí 43. Það hlýtir að hafa verið skelfilegt fyrir þetta fólk að horfa á eftir öllum þessum billjónum, hvert sem þær fóru nú allar.

LakshmiMittalPA_228x329Sá sem tapaði mest af peningum af öllum í Bretlandi er auðjöfurinn Lakshmi Mittal. Hann tapaði 17 billjónum punda og nú á hann aðeins 10.8 billjónir eftir. Hann er samt áfram ríkastur allra Breta.

Roman Abrahamovich tapaði líka talverðu og innstæðan hans féll frá 11,7 billjónum í 7. Hann er annar ríkasti maður Bretlands.

Bæði Lakshmi og Roman voru auðvitað ekki fæddir Bretar en það var sá sem er þriðji ríkasti maður landsins, Hertoginn af Westminster sem á í fasteignum 6.5 billjónir. Hann erfði jafnframt mest af sínum auði.

Nokkrir af auðugustu mönnum landsins töpuðu ekki, heldur græddist talvert fé í kreppunni.

money+eatin+apeÁ meðal þeirra er Sir Kevin Morrison, fyrrverandi yfirmaður Morrisson verslanakeðjunnar. Hann græddi 11% á árinu og á núna 1,6 billjón punda. Þá jók Mohamed al Fayed, eigandi Harrods auð sinn um 17% og á í hólfinu sínu 650 millj. En hlutfallslega græddu þau Peter og Denise Coates, eigendur net-veðmálsíðunnar BET356, mest allra.  Peningarnir þeirra jukust um þriðjung og þau eiga nú 400 millur í pundum.

PS. Að lokum þetta, margur verður af aurum api og það er auðveldara fyrir kameldýr að komast í gegnum nálarauga en fyrir ríkan mann að komast til himnaríkis, að maður tali ekki um ríkan apa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Íslendingar eru þeir einu sem tala um milljarða þegar aðrar þjóðir tala um billjónir.

Milljón (skammstafað sem mljó) er tölunafnorð sem er heiti yfir stóra tölu sem má einnig tákna sem 1.000.000, sem 106, eða sem þúsund þúsund.

Milljarður (skammstafað sem mlja) er heiti yfir stóra tölu sem má einnig tákna sem 1.000.000.000, sem 109, eða sem þúsund milljónir.

Í bandarískri ensku er milljarður oftast nefndur billion, sem er einn þúsundasti af billjón.

 Billjón er heiti yfir stóra tölu, milljón milljónir, sem má einnig tákna sem 1.000.000.000.000, sem 1012, eða sem þúsund milljarðar.

Í bandarískri ensku þýðir billion milljarður, sem er einn þúsundasti út billjón.

Billjarður er heiti yfir stóra tölu sem má einnig tákna sem 1.000.000.000.000.000, sem 1015, eða sem þúsund billjónir.

Trilljón er heiti yfir stóra tölu sem má einnig tákna sem 1.000.000.000.000.000.000, sem 1018, eða sem þúsund billjarðar.

Svanur Gísli Þorkelsson, 20.5.2009 kl. 03:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband