Í kjallaranum hjá Charlton Heston

CHCharlton Heston (1923-2008) var einn frægasti kvikmyndaleikari sem uppi hefur verið. Hann lék mörg stórmennin þ.á.m. sjálfan Móses í stórmyndinni Boðorðin 10, Mark Antony í Júlíus Cesar, Rodrigo Díaz de Vivar í El Cid, og Judah Ben-Hur í Ben-Hur.

Heston var mjög pólitískur og þótt hann hafi stutt John F Kennedyí forsetakosningunum 1960 gerðist hann mjög hægri sinnaður og studdi t.d. Richard Nixon í forsetkosningunum 1972.

CH1Árið 1998 var hann kjörinn forseti og talsmaður hinna öflugu vopnaeigenda samtaka NRA, (Landsamband riffileigenda) og gegndi því embætti til 2003. Á landsþingi þeirra árið 2000 lyfti hann riffli á loft og lýsti því yfir að ef Al Gore kæmist til valda mundi hann taka í burtu rétt Bandaríkjamanna til að bera vopn en þá mundu "þeir þurfa að losa riffilinn úr kaldri og dauðri kló minni." 

Charlton Heston átti óhemju gott safn vopna sem hann geymdi í kjallara húss síns. Á myndunum sést hvernig þar var um að litast. Hann var einn þeirra sem var þeirrar skoðunar að "byssur drepi ekki, fólk drepur."

ch1

ch3

ch4


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vona bara að þú sért ekki eitt þessara gáfumenna (michael Moore, Hillary Clinton, Nancy Pelozy, Obama) sem heldur að það sé öfugt, það er: byssur drepa ekki fólk.

Þá getum við haldið áfram. Bílar drepa, ekki fólk. Hnífar drepa, ekki fólk. Háar byggingar drepa, ekki fólk, Reipi hengja, ekki fólk, og svo videre.

Augljóslega telur þú líka að byssusafn Heston "sanni" að hann hafi verið, klikkaður. Myndi mynd af bílasafni Jay Leno líka sanna hann væri klikkaður? Auðvitað ekki.

Að eiga bíl gerir þig ekki að ökuníðing eða morðingja. Byssusafn ekki heldur. Sömu hvatir eru þar að baki. Áhugi á sögu, virkni mekaník osfr.

Við sem höfum áhuga á byssum erum orðnir svolítið þreyttir á a vera taldir verðandi morðingjar bara af því við höfum áhuga á þessum tækjum frekar en gufuvélum eða frímerkjum.

Örn Johnson ´67 (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 01:26

2 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Össi minn, anda inn anda út anda inn anda út og svo slaka... :) sjáumst kallinn!

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 7.6.2009 kl. 01:40

3 identicon

Byssueigendur eru klikkaðir Örn.

Til að taka af þinn vafa.

Davíð Kristjánsson (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 01:57

4 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Bílar eru ekki beinlínis hannaðir til að drepa fólk.  Sumar byssur eru heldur ekki hannaðar beinlínis til að drepa fólk, þó að það sé hægt að drepa fólk með þeim.  Venjulegar haglabyssur og rifflar eru fyrst og fremst veiðtæki.

Þetta vopnasafn sem sést á þessum myndum er augljóslega fyst og fremst safn vopna sem hönnuð eru til að drepa með þeim fólk.  Safnið er líka gersamlega yfirgengilegt að vöxtum þegar tekið er tillit til að þetta er einkasafn í kjallaranum hjá einhverjum einstaklingi.  Af þessu má draga þá ályktun að Charlton Heston hafi að minnsta kosti óeðlilegan áhuga á drápsvopnum, ef ekki að hann sé hreinlega eitthvað klikkaður.

Theódór Gunnarsson, 7.6.2009 kl. 10:03

5 Smámynd: Rebekka

Munurinn á byssum og bílum, hnífum, reipum, og byggingum er meðal annars sá að byssur eru eingöngu gerðar til þess að særa eða drepa (hvort sem það er fólk eða dýr).

Með bílum er hægt að komast á milli staða fljótt og þægilega.

Fólk býr og/eða vinnur í byggingum, þær veita okkur skjól.

Með hnífum getur maður skorið brauð, skorið út í tré, skorið sér kjötflís af matnum sínum.

Reipi eru notið t.d. til að festa skip við land, til að binda hesta svo þeir hlaupi ekki burt o.s.frv. o.s.frv.

Ef til vill er hægt að negla eitthvað með byssuskefti, en betra er að nota hamar til þess.  Einnig er hægt að drepa manneskju með hamri, en byssa leysir það verk fljótar og snyrtilegar.

Byssur gera auðvitað ekkert nema einhver noti þær,  en upprunalegur tilgangur þeirra er að vera drápsvopn, hvort sem er til veiða eða morða.

Byssusafn Hestons sannar svo sem ekkert annað en það að hann var heillaður af byssum. 

Rebekka, 8.6.2009 kl. 10:25

6 Smámynd: Hannes

Þetta er ekkert smá safn og ég er sammála því að maðurinn drepi en ekki byssan.

Ég væri nú alveg til í að eiga þetta vopnasafn.

Hannes, 15.6.2009 kl. 02:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband