Færsluflokkur: Sjónvarp
22.10.2009 | 02:26
"Agli Helgasyni ber að fara að lögum um RÚV" segir Björn Bjarna
Egill Helgason hefur skoðun á stjórnmálum og jafnvel einhverjum öðrum málum. Egill Helgason stjórnar spjallþætti um stjórnmál og stundum lætur hann í ljósi skoðanir sínar við viðmælendur sína.
Í lögum um Ríkisútvarpið segir m.a.
Útvarpsþjónusta í almannaþágu felur í sér eftirfarandi:
Að halda í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur og mannréttindi og frelsi til orðs og skoðana. Gæta skal fyllstu óhlutdrægni í frásögn, túlkun og dagskrárgerð
Birni Bjarnasyni finnst Egill hafa brotið þessi lög. Björn segir á bloggsíðu sinni;
Hér skal áréttuð sú skoðun, að hlutdrægni Egils Helgasonar í afstöðu hans til manna og málefna geri hann óhæfan til að stjórna sjónvarpsþætti um þjóðmál, eigi þátturinn að lúta lögum um ríkisútvarpið.
Þessi ummæli vöktu miklar umræður um hvort Björn væri að mælast til að reka ætti Egil. Eðal og orku-bloggarinn Ketill Sigurjónsson sendi Birni bréf sem hann birtir á bloggsíðu sinni þar sem hann mótmælir skoðun Bjarna.
Björn sendi honum svar um hæl þar sem hann segir;
hið eina, sem ég er að segja, er, að Agli Helgasyni ber að fara að lögum um RÚV. Ég tel, að hann geri það ekki.
Starfaði hann við aðra opinbera stofnun, yrði slík framganga ekki liðin. Gilda sérreglur um Egil? Eða RÚV? Er slík sniðganga við lög best til þess fallin að auka virðingu Íslendinga fyrir lögum og rétti?
Spurningarnar sem vert er að velta fyrir sér í þessu sambandi eru t.d;
Hvað mundi B.B. hafa gert ef hann væri enn dómsmálaráðherra?
Mundi Egill e.t.v. hafa hagað orðum sínum öðruvísi ef B.B. hefði verið dómsmálráðherra?
Hvaða önnur opinber stofnun mundi hafa þaggað niður í Agli ef hann starfaði við hana?
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 02:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
6.10.2009 | 11:24
Amy Winehouse á réttri leið
Það hefur farið frekar lítið fyrir söngkonunni ólánsömu Amy Winehouse í fjölmiðlum upp á síðkastið. ÞAÐ veit þó á gott því hún var svo til daglega í pressunni á síðasta ári fyrir að dópa sig og drekka svo mikið að margir hugðu henni ekki langlífi.
Undanfarna mánuði hefur Amy mest dvalið á St Lucia þar sem hún hefur reynt að halda sig fjarri vímunni og unnið jafnframt að plötu til að fylgja eftir hinni frábæru Back to Black.
Aðeins einu sinni á þessu ári hefur dívan komið opinberlega fram til að syngja og það gerði hún þegar hún kom í heimsókn til Bretlands í ágúst mánuði og tróð óvænt upp með ska bandinu The Specials á V tónlistarhátíðinni í Essex.
Amy stofnaði nýlega útgáfufyrirtæki sem heitir Liones og fyrsta platan sem það kemur til með að gefa út verður einnig fyrsta plata hinnar 13 ára gömlu Dionne Bromfield en Amy er guðmóðir hennar.
Nú hefru verið tilkynnt að Amy og Dionne munu koma fram um næstu helgi í hinum vinsæla þætti Strightly Come Dancing sem sýndur er á BBC 1.
Amy ætlar að syngja bakrödd hjá Dionne sem mun flytja lagið Mama Said sem upphaflega var sungið og gert vinsælt af The Shirelles árið 1961. . Meðal laga á plötunni sem Amy hefur skipt sér mikið af, eru; Ain't No Mountain High Enough, Tell Him og My Boy Lollipop.
Amy segist sannfærð um að Dionne sé hæfileikaríkari en hún sjálf og eigi glæstan feril framundan.
" Í fyrsta sinn sem ég heyrði Dionne syngja, trúði ég var eigin eyrum - Því lík rödd sem þessi unga stúlka er með"- "Hún er miklu betri en ég var á hennar aldri."
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.9.2009 | 14:20
Klisjukennd ímynd lesbía
Graham Norton, vinsæll spjallþáttarstjórnandi í Bretlandi, sá hinn sami og hefur verið hvað duglegastur við að gera grín að Íslandi og Íslendingum eftir bankahrunið, hefur nú hlotið áminningu frá BBC fyrir að fara niðrandi orðum um samkynhneigðar konur í spjallþætti sínum.
Graham sem er sjálfur samkynhneigður, hefur oft verið staðinn að því áður í þáttum sínum að gefa klisjukennda og móðgandi mynd af lesbíum.
Áminninguna fékk Graham í kjölfarið á þætti þar sem sýnd var mynd af stúlku sem hélt á umsókn fyrir einkaleyfi. Honum varð að orði; Ég veit ekki af hverju þeir fengu einhverja skrýtna lesbíú til að vera fyrirsætan".
Kunnur rithöfundur sem var gestur Nortons reyndi að malda í móinn og útskýra fyrir hinum að ekki ætti að dæma fólk eftir útlitinu. ; "Það getur vel verið að hún sé ekki Lesbía, láttu ekki svona, hvernig lítur annars lesbía út?"
"Svona"svaraði Norton að bragði og benti á myndina. Norton var samt fljótur að bæta við " það er auðvitað ekkert að því að vera lessa".
Graham tók að sér að vera kynnir í síðustu Júróvisjon keppni fyrir BBC og er afar vel þekktur sem kynnir í mismunandi stjörnuleitarþáttum í Bretlandi.
Það sem mér finnst merkilegt við þessa frétt er að aðeins ein persóna, áhorfandi í salnum þegar þátturinn var tekinn upp, klagaði Norton fyrir BBC. BBC brást samt strax við og áminnti Norton og allt tökuliðið um að gæta þess að draga ekki upp klisjukenndar myndir af samkynhneigðum konum í þáttunum.
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.9.2009 | 18:52
Jennifer Aniston og barnsleysið
Jennifer er ein af þessum konum sem alltaf eru í fréttum út af engu. Eitt sinn var hún stöðugt að væla yfir því að hún ætti ekki börn og hversu mikið hana langaði til þess.
Á meðan hún var með Pitt, birtust vikulega af henni myndir með spádómum um að líklega væri fröken Aniston ófrísk.
Svo í næsta blaði eftir að hún hafði neitað öllu saman, veltu skríbentarnir fyrir sér hvers vegna hún væri það ekki. Þess á milli kepptist Jennifer við að segja heiminum frá hversu heitt hún þráði að eignast barn. Og enn er hún barnslaus.
Er þarna ekki komin loksins, alla vega hluti af ástæðunni?
Það er þekkt staðreynd að þröngar nærbuxur geta valdið ófrjósemi hjá körlum. Ef Jennefer t.d. krefst þess af karlmönnunum sem hún sefur hjá, að þeir klæðist þröngum nærbuxum, er það ekki til að hjálpa upp á sakirnar.
Þröngar nærbuxur takk! | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 18:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
28.8.2009 | 12:13
Saving Icesave
Þá er þessum þætti sýndar-veruleikasjónvarpsþáttarins frá Alþingi Íslendinga lokið. Saving Icesave hefur notið mikilla vinsælda upp á síðkastið en nú er ekki hægt að teygja lopann lengur, enda nóg komið að margra mati.
Samt var fullt af fólki hélt að þarna væri um alvöru alvöru að ræða, þ.e. raunverulegan raunveruleika. Það mætti jafnvel til að mótmæla niðrá Austurvöll. Ég er að velta fyrir mér hvað það fólk geri nú þegar það fattar að þetta var allt í plati.
Annars sýna fyrstu viðbrögð þess fyrst og fremst hvað leikurinn í þættinum var virkilega góður. Sérstaklega á endasprettinum, í kosningunni sjálfri, þegar Framsóknarflokkurinn sem greinilega er að reyna auka vinsældir sínar í þessu leikriti, sagði "nei, nei, nei". Vá..slíkan ofurleik hefur maður ekki séð lengi. - Sumir sem enn eru ekki búnir að fatta að þetta var og er bara sjónarspil ætla örugglega að kjósa þá næst.
Ég sá reyndar handritið að þessum farsa fyrir tæpu ári. Það var skrifað af fyrrverandi ríkisstjórn . Það var líka með; " við lofum að borga" sem endi á málinu og þeim endi hefur ekki verið breytt þrátt fyrir mikið stagl og streð. - En það var nú líka fyrirsjáanlegt. Þegar einu sinni er búið að taka ákvörðun um hvernig plottið gengur upp er ekki hægt að breyta því. En það var flott flétta að þykjast ætla að breyta því. Hélt manni við skjáinn ansi lengi.
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.6.2009 | 09:34
Tískugúrúinn Bruno með rassinn í andlitið á MNM
Sjón er sögu ríkari, Hér er myndbandið af atvikinu.
http://www.dailymotion.com/video/x9gc1z_brunoeminem
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 12:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
1.6.2009 | 01:35
Susan Boyle lögð inn á geðdeild
Aðeins einum degi eftir að hafa náð öðru sæti í stærstu hæfileikakeppni Bretlands, er söngkonan Susan Boyle í vandræðum. Miskunnarlaus pressan sem m.a. hefur uppnefnt hana "loðna engilinn" veittist að henni á rætinn hátt strax daginn eftir og sagði að hún hefði "tapað" keppninni þrátt fyrir að hafa fengið lengri tíma á sviðinu en aðrir keppendur. Þá hefur mikið verið gert úr þeim peningum sem Susan á hugsanlega í vændum vegna frægðar sinnar, þótt ekki hafi enn verið skrifað undir einn einasta samning þar að lútandi. Nú hefur Susan fengið alvarlegt taugaáfall og verið lögð inn sjálfviljug á geðdeild í Lundúnum. Scotland Yard skýrði frá því að lögreglan hefði verið kölluð að hóteli hennar í gærkveldi og að læknir hefði úrskurðað hana til vistar á stofnuninni í samræmi við geðheilsulögin. Pistill um Susan skrifaður fyrir keppnina á laugardagskvöld hér.
Millvina Dean Látin
Hún var aðeins níu vikna gömul og á leið yfir Atlantshafið með foreldrum sínum um borð í Titanic þegar það sökk. Í gær fór hún yfir móðuna miklu síðust allra farþega hins fræga fleys, búin að lifa rúm 97 ár. Fyrir nokkru skrifaði ég fáeinar línur um Millvinu hér á blogginu. Við það er í sjálfu sér engu að bæta. Þann pistil er að finna hér
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 02:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.5.2009 | 21:32
Susan Boyle, undur eða viðundur?
Hreyfingar hennar á sviðinu þegar hún hristi á sér mjaðmirnar minntu á litla stúlku sem er að reyna að herma eftir sexý hreyfingum fullorðinna kvenna og að hún tönglaðist á setningunni "I know nothing" eins og þjónninn Manúel í Fawlty Towers.
Annað kvöld (laugardagskv.30.mai) ráðast úrslitin þetta árið í stærstu og vinsælustu hæfileikakeppni Bretlands "Britain Got Talent".( hér eftir BGT)
Keppnin er "raunveruleikaþáttur " sýndur í beinni þar sem allt getur gerst og framleiðendur gera sitt besta til að vekja hlátur og grát. Keppnin er hugarfóstur Símonar Cowell, mannsins sem allir elska að hata og meðdæmendur hans eru þau Piers Morgan og Amanda Holden. Áhorf á þennan umdeilda þátt hefur verið með eindæmum, sérstaklega á undaúrslitin sem staðið hafa yfir öll kvöld þessa viku og búist er við að allt að 14 milljónir muni fylgjast með lokakvöldinu.
BGT hefur verið talvert gagnrýnd þetta árið fyrir að vera miklu nær nútíma útgáfu af viðundrasýningu eins og þær tíðkuðust á tímum Viktoríu Bretadrottningar, en raunsannri leit að hæfileikaríku fólki. Feitir dansandi feðgar, maður sem boraði í gegnum nefnið á sér og hengdi þunga hluti í andlitið á sér, burlesque dansari með sjálflýsandi brjóst og Darth Vader eftirherma komust öll í undanúrslit.
Ein af þeim sem komin er úrslitin er hin miðaldra skoska jómfrú Susan Boyle. Frammistaða hennar fyrsta hluta keppninnar gerði hana heimsfræga á eini nóttu. í kjölfarið haf stjörnur og stórmenni keppst um að baða sig í ljósinu með henni. Ein af þeim er hin ofur-sílikon gellan og leikkona Demi Moore sem sagt er að sé á leiðinni til að styðja við bakið á Susan í kvöld. Hvort Demi er besti stuðningsaðilinn sem Susan getur fengið verður að telja í besta falli vafasamt. Konan hefur eytt meira en 250 þúsund pundum í lýtaaðgerðir. Súsan hefur reyndar litað sitt gráa hár og plokkað augnabrúnirnar en afskipti Demi af henni virka einhvern veginn hjákátlegar.
Frægðin hefur tekið sinn toll af Susan sem ekki var á neinn hátt tilbúin til að söðla yfir í að vera ofurstjarna með tugi blaðamanna á hælunum frá því að vera einsetukona sem átt hefur við ákveðna andlega fötlun að stríða frá fæðingu. En auðvitað dettur engum í hug að taka neitt tillit til þess. Hreyfingar hennar á sviðinu þegar hún hristi á sér mjaðmirnar minntu á litla stúlku sem er að reyna að herma eftir sexý hreyfingum fullorðinna kvenna og að hún tönglaðist á setningunni "I know nothing" eins og þjónninn Manúel í Fawlty Towers. Þetta virtist ekki hringja neinum viðvörunarbjöllum hjá framleiðendunum. Og ef það er satt að framleiðendur þáttanna hafi haft samband við hana frekar en hún við þá, hafa þeir mikið á samviskunni fyrir að skilja hana eftir svona berskjaldaða. Í stað þess að vernda hana og veita henni þann stuðning sem hún fyrirsjáanlega þurfti á að halda, sýna þeir mestan áhuga á að hámarka alla umfjöllun um Susan til að auglýsa þættina.
Í vikunni lenti Susan í smá útistöðum við fólkið á hótelinu þar sem hún gistir á meðan þættirnir eru sendir út. Löggan var kölluð til. Fólk sagði að hún hefði hrópað á sjónvarpsskerm eitthvað ófagurt þegar að Piers Morgan (sem hún segist vera svolítið skotin í ) bar lof á einn mótkeppenda hennar. Hún var greinilega ekki í góðu jafnvægi og ætlaði í kjölfarið að yfirgefa hótelið og keppnina með tárin í augunum. Piers kom í alla sjónvarpsfréttaþætti í gærkveldi og bað henni griða, vitandi að hann var hluti af vandmálinu frekar en nokkuð annað. Hann sagði að fréttamenn og almenningur hefði verið Susan óvægin eftir að henni förlaðist söngurinn í undanúrslitunum. Það er rétt.
Það er eftir nokkru að slæðast að vinna keppnina. Fyrstu verðlaun eru 100.000 pund og boð um að koma fram á sýningu fyrir drottninguna. En hver sem úrslitin verða annað kvöld er full ástæða til að hafa áhyggjur af Susan. Um hana sitja hrægammarnir, fréttahaukarnir og þeir sem vilja, á meðan hægt er, baða sig í sviðsljósinu með henni. Ekki að það þurfi að hafa áhyggjur af því sem Susan kann að gera, heldur af því hvað aðrir kunna að gera henni.
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 23:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.3.2009 | 01:20
Að deyja í beinni
Jade Goody heitir ung kona sem eflaust margir hafa heyrt um. Hróður hennar berst nú óðum um hamsbyggðina þrátt fyrir að hún hafi ekkert sér til frægðar unnið en að taka þátt í nokkrum raunveruleika-sjónvarpsþáttum í Bretlandi.
Raunveruleikaþættir eins og Big-Brother þar sem fylgst er með sérvöldum einstaklingum í einn mánuð eða svo, þar sem þeir eru lokaði saman inni einbýlishúsi, er auðvitað eins lágkúrulegt og sjónvarp getur orðið en jafnframt eitt vinsælasta sjónvarpsefni okkar tíma.
Jade hefur tekist að gera sér mat úr því að vera fræg fyrir það að vera fræg og haft af því síðustu ár dálaglega þénustu.
Fyrir skömmu kom í ljós að hún er haldin banvænu krabbameini sem leiða mun hana til dauða á næstu vikum. Jade sem á tvo litla drengi, ákvað að gera dauðastríð sitt að fjölmiðlamat og þiggja fyrir það greiðslur sem hún segist ætla að erfa drengina sína að.
Hún gekk á dögunum að eiga unnusta sinn, dæmdan brotamann sem yfirvöld gáfu sérstaka undanþágu frá skilorði sínu svo hann gæti verið með Jade á brúðkaupsnóttina.
Vinsældir Jade eru svo miklar að jafnvel Gordon Brown sá ástæðu til að fara um hana lofsamlegum orðum í einni af ræðu sinni nýlega.
Bæði brúðkaupinu og veikindasögu Jade hefur verið gerð ærin skil í tveimur sérútgáfum á blaðinu sem hæst bauð í þetta umfjöllunarefni, og önnur blöð, útvarps og sjónvarpsstöðvar í Brtelandi lepja allt upp um Jade sem umfram fellur.
Fyrir nokkru dögum var kona ein handtekin í námunda við sjúkrahúsið sem Jade sagði að hefði staðið yfir sér þegar hún vaknaði og þulið bænir. Í fórum konunnar fannst hamar. Þetta þótti ágæt tilbreyting fyrir hinn mikla fjölda blaða og sjónvarpsmanna sem fylgjast grannt með öllu sem Jade viðkemur.
Jade sem verið hefur í geislameðferð á sjúkrahúsi ákvað í dgær að yfirgefa sjúkrahúsið og eyða síðustu dögunum heima hjá sér.
Hún er í fréttum á hverjum degi og fólk bíður spennt eftir því að það dragi til tíðinda í dauðastríði hennar.
Fólk ræðir sín á milli hvort brúðskaupsnóttina hafi verið sársaukafull fyrir hana af því að krabbameinið er í legi hennar, það gerir athugasemdir við hversu vel hún líti út svona grönn eftir að hafa misst talsvert af þunga sínum í geislameðferðinni og hversu ljót hún sé svona sköllótt eftir að hafa misst allt hár sitt af sömu ástæðu.
Fyrir utan fréttatímana eru spjallþættirnir og morgunþættirnir uppfullir af þessum spekúleringum um Jade og væntanlegan dauða hennar. Þá er einnig mikið rætt hvort sýnt verði frá dauðastundinni sjálfri í beinni útsendingu eða hún bara sýnd eftirá.
Og svo spyr fólk hvað sé að í þessum heimi.
7.2.2009 | 18:08
Golliwogg og tvískynungur BBC
Myndin er af þeirri tegund brúðu sem kölluð er Golliwogg. (Seinna Golliwog) Brúðan er eftirmynd af sögupersónu í barnabókum eftir Florence Kate Upton sem gefnar voru út seint á 19. öld og nutu þá mikilla vinsælda í Betlandi, Bandríkjunum, Evrópu og Ástralíu. Sumar heimagerðar Golliwogg dúkkur voru kvenkyns en yfirleitt voru þær alltaf karlkyns eins og upprunalega sögupersónan.
Fljótlega var byrjað að nota orðin Golliwog og "wog" sem uppnefni á þeldökku fólki og sem slíkt breiddist notkun þess orðs víða út.
Fyrir nokkru notaði Carol Thatcher, ein af stjórnendum BBC sjónavarpsþáttarins One show, þetta orð um tennisspilarann Jo Wilfried Tsonga. Carol sem er dóttir fyrrverandi forsætisráðsfrúar Bretlands Margrétar Thatcher, lét orð sín falla í starfsmanna-aðstöðu sjónvarpsins (Green Room) eftir að útsendingu var lokið. Fyrir þetta hefur henni verið vikið úr starfi.
Mikil umræða hefur spunnist út af uppsögn hennar og m.a. bent á að BBC sé með á sínum snærum hálaunaða starfsmenn sem hafa það fyrir atvinnu að ganga fram af fólki með blótsyrðum og hneykslanlegum uppátækjum.
Eru í því sambandi nefndur sem dæmi Jonathan Ross sem nýlega var settur í tímabundið bann á BBC fyrir að hafa tekið þátt í klúrum hrekk ásamt grínaranum Russel Brand sem sagði upp stöðu sinni hjá fjölmiðlarisanum í kjölfarið.
Þessi tvískynungur BBC er orðin að pólitísku bitbeini því hægri sinnaður stjórnmálamaður eins og borgarstjóri Lundúna Boris Johnson sagði þessar refsiaðgerðir gegn Carol of grófar en Hazel Blears samskiptaráðsstýra í ríkisstjórn Browns hefur svarað með því að lýsa stuðningi við ákvörðun BBC.
Þá er þess skemmst að minnast að bæði Charles tilvonandi konungur Bretlands og sonur hans Andrew, notðu báðir hliðstæð uppnefni, "Sooti" (Sóti) og "Paki" um menn sem þeir umgengust. Engar kröfur hafa heyrst um að þeir eigi að segja af sér sínum störfum.
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 14:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)