Færsluflokkur: Sjónvarp
22.11.2010 | 21:07
Hinn laglausi, sú afkáralega og sú skelfda
Vinsælustu sjónvarpsþættirnir í Bretlandi, The X Factor, Strictly come dancing og Im A Celebrity... Get Me Out Of Here, eiga það sameiginlegt að almenningur ræður nokkru um framvindu þáttana.
Í X factor ráða símakosningar því hvorn af tveimur neðstu, dómararnir fá að velja um að reka heim.
Í Strictly come dancing, ræður atkvæðafjöldi algerlega hver fer heim.
Í Im A Celebrity... , ræður almenningur hver þátttakenda verður að takast á við að leysa þrautirnar sem ræður fjölda matarskammtanna til hópsins.
Í öllum þessum þáttum sem nú eru í sýningu í Bretlandi og víðar, hefur almenningur tekið völdin og gert alla þættina heldur pínlega á að horfa. Afkáraleikinn er greinilega mun vinsælla sjónvarpsefni en hæfileikar og atgervi.
Í X factor nær Simon Cowell varla upp í nefið á sér fyrirvandlætingu yfir því að Wgner Carrilho 54 ára gamall einkaþjálfari,sem er upprunalega frá Brasilíu skuli komast áfram á kosnað frambærilegra söngvara. Simon hefur nokkuð til síns máls, því Wagner getur tæpast haldið lagi. Fram að þessu hefur hann ekki lent einu af tveimur neðstu sætunum og þess vegna fær Simon ekkert að gert.
Almenningur heldur Wagner inni og mann grunar að hann geri það bara til að gera Simon gramt í geði.
Sama er upp á tenngnum í danskeppninni Strictly come dancing. Þar greiðir almenningur Önnu Widdecombe, 63 ára fyrrum þingmanni Íhaldsflokksins atkvæði sín, þrátt fyrir að konan sé vita taktlaus og stirð fram úr hófi.
Dómararnir gefa henni alltaf lægstu einkunnir sem sést hafa í keppninni, en hún kemst ætíð áfram. Reyndar gerir hún sjálf út á afkáraleikann og hefur gaman að. Dómararnir sem líta á þetta sem "alvöru" danskeppni, vita ekki sitt rjúkandi ráð.
Im A Celebrity... Get Me Out Of Here þættirnir eru búnir að vera í gangi í viku að þessu sinni. Sama konan hefur á verið valin á hverjum degi til að gangast undir ógeðslegar þrautirnar sem þeir bjóða upp á í þeim þáttum. Hún heitir Gillian McKeith og er 52 ára næringarfræðingur.
Gillian er haldin mikilli skordýra-fóbíu og er grænmetisæta þar að auki. Þrautirnar fela það gjarnan í sér að skríða á meðal fjölda skordýra, nagdýra og skriðdýra, nagdýra og leggja þau sér til munns, ósoðin blönduð saman við leðju og drullu. (Spurning hvað hún er að gera í þætti sem þessum.)
Gillian varð svo miður sín í gærkveldi að hún fékk aðsvif og hné niður meðvitundarlaus í beinni útsendingu. Hún var borin burtu en fréttir herma að hún ætli sér ekki að gefast upp.
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 21:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2010 | 22:09
Hvað ef Spánn hefði unnið?
Lag sem er númer tvö á svið í júró keppninni hefur aldrei unnið. Spánn var einmitt númer tvö. Svo kom Jimmy Jump, sem ég hélt til að byrja með að væri einn af fígúrunum sem fylgdu spánska söngvaranum.
Uppákoman verður til þess, í fyrsta sinn í júró sögunni að ég held, að lag er flutt tvisvar á meðan öll önnur heyrast aðeins einu sinni.
Hvað hefði gerst ef spánska lagið hefði unnið. Allt orðið vitlaust spái ég. Þeir fengu að flytja lagið sitt tvisvar og áttu þannig síðasta orðið.
Eins gott að þeir fengu bara jafn fá stig og venjulega.
Smyglaði sér á sviðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt 31.5.2010 kl. 00:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.5.2010 | 22:21
Fúll yfir gengi Íslands
Graham Norton breski BBC þulurinn náði ekki upp í nefið á sér af gremju yfir lélegu gengi Íslands. Þýskaland búið að vinna en Írland, Ísland og UK, allt lönd sem sitja eftir með sárara enni en flestar aðrar þjóðir. Miðað við hvernig kosningin fór er afar slæmt að við eigum ekki landamæri við nokkuð annað land. Svíþjóð meira að segja hafði okkur að engu.
Lítið af stigum í Eurovision | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 22:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
29.5.2010 | 15:04
Hera á góðan sjens í kvöld
Eftir að hafa eytt morgninum í að vafra um allar helstu júróvisjón netsíðurnar er útkoman sú að Hera Björk á verulega möguleika á að vinna keppina í ár.
Hún virðist sækja mest á og ef meðbyrinn helst, sérstaklega ef norðlöndin standa sig vel gagnvart Íslandi og fara ekki að sóa atkvæðunum á Danmörk eða Noreg mun Hera verða í fyrstu þremur sætunum.
Flest stigin munu koma frá Svisslandi, Frakklandi, Bretlandi, Írlandi, Belgíu og Hollandi. Vel má vera að Pólland og Þýskaland gefi Íslandi líka háu tölurnar.
Auðvitað mun austurblokkin gefa Armeníu og Azerbaijan mestan stuðning. Óvissan er mest um atkvæði Möltu, Tyrklands, Ísrael og Ítalíu. Líklega falla stig þessara þjóða á mismunandi keppendur og koma til með breyta litlu til eða frá með þrjú fyrstu sætin.
Sem sagt, Hera á virkilegan góðan sjens í kvöld.
Átta lönd talin berjast um sigur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 15:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
28.5.2010 | 19:35
Hætt við spennufalli
Annað kvöld verður spennandi. Júróvisjón spennan nær hámarki og kosningaúrslitin strax þar á eftir. Hætt við að spennufíklar brenni yfir.
Fyrst er spenningurinn í hvaða sæti Hera lendir og svo hvað marga borgarfulltrúa Besti flokkurinn fær, sex, sjö eða átta. Allt getur gerst!
Hvað júró snertir segja veðbankar segja Azerbaijan vinni, júró fíklar Armenía, forkannanir Þýskaland, enda þýska lagið verið á toppnum þar í landi í nokkrar vikur. Sum þessara laga eru fín en illa sungin.
Önnur eru ekkert sérstök en vel sungin. Og þá eru þau sem eru bæði góð og vel sungin en framsetningin á þeim ekkert sérstök.
Eiginlega er þetta alveg eins í stjórnmálunum.
Vill hvítflibbafangelsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.5.2010 | 01:05
Söguleg helgi framundan
Það gæti gerst að draumar íslensku þjóðarinnar rættust á næstu dögum. Það gæti hæglega gerst að borgarstjórinn verði ópólitískur og borgarfulltrúarnir sem styðja hann líka. Það yrði gaman. Allt í einu mundi skapast möguleiki á að taka ákvarðanir í borgarstjórn sem ekki byggjast á flokkspólitískum forsendum.
Ekki er verra að hafa borgarstjóra sem hefur skopskyn og tekur þessu öllu létt. Íslendingar kunna að meta léttlynt fólk. Með uppskáldaðri vitleysu fær fyndna fólkið okkur hin til að gleyma alvöru vitleysunni. Svoleiðis getur það orðið næstu fjögur árin a.m.k.
Svo gæti það líka gerst strax á eftir að Jón Gnarr er orðin borgarstjóri að Íslendingar vinni Júróvisjón. Það mundi sko gera gera þessa helgi framundan verulega sögulega. Eftir 24 ára vonbrigði mundi það verða sætt að vinna loks og að halda upp á 25 ára afmæli Gleðibankans í Egilshöll að ári. Þá gæti Jón Gnarr boðið alla Evrópu velkomna fyrir framan skjáinn og við fengjum Pálma, Siggu Bein og Eirík big red til að brillera eina ferðina enn. Það væri gaman. Þau eru svo léttlynd og skemmtileg.
Jón Gnarr vill stólinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 01:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.5.2010 | 21:23
Líklegt að Bretar gefi Je ne sais quoi mörg stig á laugardagskvöld
Þulirnir frá BBC voru alveg að fara á límingunum í kvöld þegar að níu lönd höfðu komist áfram og Ísland var ekki á meðal þeirra. Á meðan á keppninni stóð hældu þeir íslenska laginu á hvert reipi og tilkynntu að meðal breskra áhorfenda nyti íslenska lagið mestra vinsælda. Þeir önduðu léttara þegar Ísland, síðast allra skaust upp úr umslaginu.
Í öðru sæti hjá áhorfendum BBC var Albanía og í því þriðja Portúgal. Bretar fá ekki að kjósa í undakeppnunum svo þeir áttu engan þátt í á Íslenska lagið komst áfram. En ef þeir standa við stóru orðin er líklegt að Ísland fái 12 stig frá Bretum á laugardagskvöld.
Íslenska lagið í úrslit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.5.2010 | 12:03
Hrói Höttur enn og aftur
Ein kvikmyndin í viðbót um enska stigamanninn Hróa Hött kemur í kvikmyndahús á föstudaginn. Í þetta sinn eru það leikstjórinn Ridley Scott og leikarinn Russell Crowe, sem gefa þessari þjóðsögupersónu endurnýjað líf á hvíta tjaldinu. Crowe sem áður hefur vegið mann og annan í kvikmynd eftir Scott, notar auðvitað þéttvaxna fúlskeggjaða lookið í þessari mynd. Hitt lookið hans, þ.e. feiti síðhærði sóðinn, hefði svo sem alveg getað passað við Hróa en hann hefði þá þurft að sleppa gleraugunum.
Merkilegt annars hversu lífseigur Hrói er í Bíó og sjónvarpi. Hér kemur listi yfir kvikmyndirnar sem gerðar hafa verið upp hetjuna og kappa hans. Miðað við þennan fjölda mæti halda að veröldin væri búin að fá nóg. En svo er ekki.
Adventures of Robin Hood. Dir. Michael Curtiz and William Keighley. With Errol Flynn, Basil Rathbone, Claude Rains, Olivia De Havilland and Alan Hale. Warner Brothers, 1938.
L'Arciere di fuoco. Dir. Girgio Ferroni. With Mario Adorf, Lars Bloch, Mark Damon and Silvia Dionisio. Oceanic Produzione, 1971. (Italy)
The Bandit of Sherwood Forest. Dir. George Sherman and Henry Levin. With Cornel Wilde and Anita Louise. Columbia, 1946.
A Challenge for Robin Hood. Dir. C. M. Pennington Richards. With Barrie Ingham, Gay Hamilton and James Hayter. Seven Arts-Hammer Films, 1967. (Alternate Titles: Robin Hood's Chase; The Legend of Robin Hood)
Drei für Robin Hood. Dir. Erik Haffner and Thommy Krappweis. With Christoph Maria Herbst and Sissi Perlinger. KIKA, 2003. (German)
In the Days of Robin Hood. Dir. F. Martin Thornton. With Harry Agar Lyons. Natural Colour Kinematograph, 1913. (Silent)
Ivanhoe. Dir. Herbert Brenon. With Walter Thomas. Independent Moving Pictures, 1913. (Silent)
Ivanhoe. Dir. Richard Thorpe. With Robert Taylor, Elizabeth Taylor and Harold Warrender. Metro-Goldwyn-Mayer, 1952.
Ivanhoe. Dir. Douglas Camfield. With James Mason, Sam Neill and David Robb. Columbia Pictures TV, 1982.
Il Magnifico Robin Hood. Dir. Roberto Bianchi Montero. With George Martin and Sheyla Rosin. Marco Claudio Cinematografica, 1970. (Italy)
The Men of Sherwood Forest. Dir. Val Guest. With Don Taylor and Eileen Moore. Hammer Films, 1954.
The Merry Men of Sherwood. Dir. Widgey R. Newman. With John Thompson, Eric Adeney and Aileen Marston. Delta Pictures, 1932.
El Pequeño Robin Hood. Dir. René Cardona. With René Cardona III and Patricia Aspíllaga. 1973. (Mexico)
The Prince of Thieves. Dir. Howard Bretherton. With Jon Hall and Patricia Morison. Columbia, 1948.
Princess of Thieves. Dir. Peter Hewitt. With Stewart Wilson and Keira Knightly. Walt Disney Productions, 2001.
Ribald Tales of Robin Hood. Dir. Richard Kanater and Erwin C. Dietrich. With Lawrence Adams and Danielle Carver. Mondo Films, 1969.
Il Ritorno di Robin Hood. Dir. Peter Seabourne. With Richard Greene. 1991. (Italy) (edited from the Greene TV series)
Robin Hood and His Merry Men. Dir. Percy Stow. Clarendon Films, 1909. (Silent) (Alternate Title: Robin and His Merry Men)
Robin and Marian. Dir. Richard Lester. With Sean Connery and Audrey Hepburn. Columbia, 1976.
Robin, Frecce, Fagioli e Karate. Dir. Tonino Ricci. With Sergio Ciani and Victoria Abril. Scale Film-Panorama Arco Film, 1977. (Italy/Spain)
Robin Hood. Dir. Étienne Arnaud and Herbert Blaché. With Alex B. Francis and Robert Frazer. American Éclair, 1912. (Silent)
Robin Hood. Dir. Theodore Marston. With William Russell, Gerda Holmes, James Cruze and William Garwood. Thanhouser, 1913. (Silent) (Alternate Title: Robin Hood and Maid Marian)
Robin Hood. Dir. Allan Dwan. With Douglas Fairbanks, Enid Bennett, Wallace Beery and Alan Hale. United Artists, 1922. (Silent)
Robin Hood. Dir. John Irvin. With Patrick Bergin and Uma Thurman. 20th Century-Fox, 1991.
Robin Hood. Dir. Mike A. Martinez. With David Wood. Scythe Productions, 1998.
Robin Hood and the Sorcerer. Dir. Ian Sharp. With Robert Addie, Clive Mantle and Judi Trott. Goldcrest Films and Television Productions, 1984.
Robin Hood and the Pirates. Dir. Giorgio Simonelli. With Lex Barker, Jackie Lane and Rossana Rory. F. Ci-T, 1960. (Italy) (Alternate Title: Robin Hood e i pirati)
Robin Hood, el arquero invencible. Dir. José Luis Merino. With Luis Barboo. Cinematografica Lombarda, 1970. (Spain/Italy)
Robin Hood en zijn schelmen. Dir. Henk van der Linden. With Cor van der Linden. 1962. (Netherlands)
Robin Hood Jr. Dir. Clarence Bricker. With Frankie Lee and Peggy Cartwright. East Coast Productions, 1923. (Silent)
Robin Hood Jr. Dir. Matt McCarthy and John Black. With Keith Chegwin and Mandy Tulloch. Brocket, 1975.
Robin Hood: Men in Tights.Dir. Mel Brooks. With Cary Elwes, Richard Lewis and Patrick Stewart. 20th Century-Fox, 1993.
Robin Hood: The Movie. Dir. Daniel Birt and Terence Fisher. With Richard Greene. Associated Images, 1991. (edited from the Greene TV series)
Robin Hood no yume. Dir. Bansho Kanamori. With Fujio Harumoto. Toa Kinema, 1924. (Silent) (Japan)
Robin Hood nunca muere. Dir. Francisco Bellmunt. With Charly Bravo and Emma Cohen. Profilmes, 1975. (Spain)
Robin Hood, O Trapalhão da Floresta. Dir. Paul DiStefano. With Bill Melathopolous and Mario Cardoso. Atlântida Cinematográfica, 1974. (Brazil)
Robin Hood Outlawed. Dir. Charles Raymond. With A. Brian Plant. British and Colonial Films, 1912. (Silent)
Robin Hood: Prince of Thieves. Dir. Kevin Reynolds. With Kevin Costner, Morgan Freeman and Mary-Elizabeth Mastrantonio. Morgan Creek Productions, 1991.
Robin Hood: Thief of Wives. Dir. Joe D'Amato. With Mark Davis and Stefania Sartori. 1996. (Italy) (Alternate Title: Robin Hood: The Sex Legend)
Robin of Locksley. Dir. Michael Kennedy. With Devon Sawa and Sarah Chalke. Sugar Entertainment, 1996.
Rogues of Sherwood Forest. Dir. Gordon Douglas. With John Derek, Alan Hale and Diana Lynn. Columbia, 1950.
Son of Robin Hood. Dir. George Sherman. With David Hedison and June Laverick. Argo Film Productions, 1958.
The Story of Robin Hood. Dir. Ken Annakin. With Richard Todd and Joan Rice. RKO-Disney, 1952. (Alternate Title: The Story of Robin Hood and His Merrie Men)
Striely Robin Guda.Dir. Sergei Tarasov. With Int Buran, Yuri Kamory, Boris Khmelnitsky, Algis Masyulis and Ragina Razuma. Riga Film Studio, 1977. (USSR) (Alternate Titles: Arrows of Robin Hood; Robin Hood's Arrows)
Sword of Sherwood Forest. Dir. Terence Fisher. With Richard Greene and Peter Cushing. Hammer Films, 1960.
Tales of Robin Hood. Dir. James Tinling. With Robert Clarke and Mary Hatcher. Lippert Pictures, 1951.
Time Bandits. Dir. Terry Gilliam. With John Cleese, Shelley Duvall, Sean Connery and Michael Palin. Handmade Films, 1981.
Il Trionfo di Robin Hood. Dir. Umberto Lenzi. With Don Burnett and Gia Scala. Italiana Film Buonavista, 1962. (Italy)
Up the Chastity Belt. Dir. Bob Kellett. With Frankie Howerd, Hugh Paddick and Rita Webb. Associated London Films, 1971.
Virgins of Sherwood Forest. Dir. Cybil Richards. With Brian Heidik and Gabriella Hall. Surrender Cinema, 2000.
Wolfshead: The Legend of Robin Hood. Dir. John Hough. With David Warbeck and Ciaran Madden. London Weekend Productions, 1969.
The Zany Adventures of Robin Hood. Dir. Ray Austin. With George Segal, Morgan Fairchild and Roddy McDowall. Charles Fries Productions, 1984.
Teiknimyndir
"An Arrow Escape." Dir. Mannie Davis and George Gordon. Terrytoons, 1936.
"Mr. Magoo in Sherwood Forest." Dir. Abe Levitow. With Jim Backus. Paramount, 1964.
"Koko Meets Robin Hood." With Norma MacMillan and Larry Storch. Seven Arts Associated, 1962.
The Legend of Robin Hood. With Tim Elliot and Helen Morse. CBS, 1971. (Australia)
"Rabbit Hood." Dir. Chuck Jones. With Mel Blanc and Errol Flynn. Warner Brothers, 1949.
"Robin Hood." Dir. Paul Terry and Frank Moser. Terrytoons, 1933.
Robin Hood. Dir. Wolfgang Reitherman. With Brian Bedford, Monica Evans, Peter Ustinov and Roger Miller. Walt Disney Productions, 1973.
"Robin Hood Daffy." Dir. Chuck Jones. With Mel Blanc. Warner Brothers, 1956.
"Robin Hood, Jr." Dir. Ub Iwerks. With Eleanor Stewart. Celebrity Productions, Inc./MGM, 1934.
"Robin Hood Makes Good." Dir. Chuck Jones. With Mel Blanc. Warner Brothers, 1939.
"Robin Hood Rides Again." Van Beuren Studios, 1934.
"Robin Hood-Winked." Dir. Seymour Kneitel. With Jack Mercer and Jackson Beck. Famous Studios/Paramount Pictures, 1948.
Rocket Robin Hood. Dir. Ralph Bakshi and Grant Simmons. With Len Carlson and Ed McNamara. Famous Studios, 1966-69. (Canada. 52 episodes.)
Shrek. Dir. Andrew Adamson and Vicky Jenson. With Mike Myers, Cameron Diaz, Eddie Murphy and Vincent Cassel. Dreamworks, 2001.
Young Robin Hood. With Thor Bishopric. Hanna-Barbera, 1992. (26 episodes)
Sjónvarpsmyndir
The Adventures of Robin Hood. Dir. Bernard Knowles, Lindsay Anderson, Terence Fisher, and Ralph Smart. With Richard Greene, Bernadette O'Farrell and Patricia Driscoll. Sapphire Films, 1955-1958. (165 episodes)
The Adventures of Young Robin Hood. With Peter Demin. BBC, 1983.
Back to Sherwood. With Aimee Castle and Christopher B. MacCabe. CBC, 1999.
Blackadder Back and Forth. Dir. Paul Weiland.With Rowan Atkinson, Tony Robertson and Miranda Richardson. BBC, 1999. (One episode features Rik Mayall as Robin and Kate Moss as Marion.)
Ivanhoe. Dir. Stuart Orme. With Ronald Pickup and Aden Gillett. BBC-A&E, 1997. (6 episode miniseries)
The Legend of Robin Hood. Dir. Eric Davidson. With Martin Potter and Diane Keen. BBC, 1975. (6 episode miniseries)
The Legend of Robin Hood. Dir. Alan Handley. With David Watson, Douglas Faribanks, Jr., and Roddy McDowall. NBC, 1968.
Maid Marian and her Merry Men. Dir. David Bell. With Kate Lonergan and Wayne Morris. BBC, 1988-1989. (25 episodes)
The New Adventures of Robin Hood. Various directors. With Matthew Porretta, John Bradley, Anna Galvin and Barbara Griffin. Baltic Ventures International, 1997-1999.
Robin Hood. Dir. Joy Harington. With Patrick Troughton and Josée Richard. BBC, 1953. (6 episodes)
Robin Hood. Dir. Trevor Evans. With Rich Little. CBC, 1982.
Robin Hood no daibôken. Dir. Kôichi Mashimo. With Yumi Tôma. 1991. (Japan. 52 episodes) (Alternate Title: Robin Hood's Big Adventure)
Robin of Sherwood. Dir. Ian Sharp. With Michael Praed, Robert Addie and Nikolas Grace. HTV 1984-86. (26 episodes) (Alternate title: Robin Hood)
When Things Were Rotten. Dir. Jerry Paris and Marty Feldman. With Richard Gautier and Misty Rowe. ABC, 1975. (13 episodes. Written and produced by Mel Brooks.)
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 12:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.5.2010 | 16:05
Stephen Fry segir Ísland stærsta banana lýðveldi Evrópu
Stephen Fry er einn kunnasti sviðs-leikari, grínisti og sjónvarpsþátta-stjórnandi í Bretlandi. Hann er einnig þekktur úr kvikmyndum eins og Wilde, Gosford Park og síðast Alice in Wonderland sem Tim Burton leikstýrði.
Fry er mikill háðfugl og í sjónavarpsþáttunum QI blandar hann saman gríni og fróðleik. Í einum þáttanna spyr hann um hvert sé stærsta banana lýðveldið í Evrópu.
Einn gesta hans ratar óvænt á svarið. Hér má sjá klippuna úr þættinum þar sem Fry segir Ísland stærsta banana framleiðanda í Evrópu.
Sjónvarp | Breytt 9.5.2010 kl. 17:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
30.4.2010 | 12:03
Eldfjallið sem stöðvaði Bretland
Segja má að "úrfellið" af völdum gosins í Eyjafjallajökli sé rétt að hefjast hér í Bretlandi.
Næstkomandi Sunnudag mun Channel 4 frumsýna heimildarmyndina 'The Volcano That Stopped Britain'.
Myndin er sú fyrsta af nokkrum heimildarmyndum um gosið í Eyjafjallajökli sem breskar sjónavarpsstöðvar keppast nú við að ljúka og koma í sýningu, á meðan efnið er enn "heitt".
Sem aldrei fyrr hefur Ísland verið milli tannanna á Bretum og þótt ummælin séu oft látin falla í hálfkæringi, leynir neikvæðnin í garð landsins sér ekki.
Gremja þúsunda strandaðra farþega víðsvegar um Evrópu blandaðist fljótlega saman við það sem þeir höfðu heyrt um landið í fréttum á síðastliðnu ári í tengslum við efnahagshrunið. Ein sjónvarpsstöðin sýndi til dæmis graman farþega hrópa beint inn í myndavélina: "I hate you Iceland".
Hr. Ólafur Ragnar Grímsson núði salti í sárið í útvarpsviðtali við BBC þar sem hann talaði um að Evrópubúar væru alls andvaralausir og óviðbúnir slíkum hamförum en mættu jafnvel búast við miklu verri afleiðingum ef t.d. Katla tæki að gjósa.
Grínarar og brandarakallar hafa ekki hikað við að gera sér mat úr náttúrhamförunum og einn brandarinn þeirra er svona; Íslendingar kunna ekki að lesa, við báðum um peningana (cash) okkar aftur, ekki ösku (ash).
Myndasyrpa sem sýnir sjónvarpsþuli víðsvegar um heiminn reyna af miklum vanmætti að bera fram "Eyjafjallajökull" er vinsæl á utube. Tilraunum eins þeirra hefur meira að segja verið blandað inn í rapplag um gosið eins og heyra má hér.
Í heimildarmyndinni 'The Volcano That Stopped Britain' mun einn kunnasti eldfjallafræðingur Breta; Prófessor Nick Petford stikla um fjöll á Suðurlandi og reyna að útskýra fyrir fólki hvað öfl ráða ferð þegar kemur að eldsumbrotum og gosstöðvum.
Reyndar er það annar Nick (Clegg) sem Bretar eru uppteknir af um þessar mundir. Sá er formaður Frjálslyndra Demókrata og þykir hafa staðið sig með ágætum í sjónvarpskappræðum formanna þriggja stærstu flokkanna sem bjóða fram til þings í kosningunum 6. Maí.
Þetta er í fyrsta sinn sem Bretar efna til slíkra kappræðna í sjónvarpi og bæði Davíð Cameron og Gordon Brown urðu á þau regin mistök að samþykkja að Nick Clegg fengi að taka þátt í þeim.
Allir fréttatímar eru þó að mestu undirlagðir af sögunni af óförum Gordons Browns verkalýðsflokks-forseta og forsætisráðherra, sem í fyrradag varð það á að sýna sitt rétta andlit í beinni útsendingu (óvart), þar sem hann kallið konu sem hann hafði átt orðastað við, "fordómafulla" .
Samkvæmt skoðanakönnunum virðast dagar hans í þessum embættum taldir, nema hann nái samkomulagi við Frjálslynda Demókrata sem í fyrsta sinn í langan tíma eygja von um að geta blandað sér í stjórnarmyndunarviðræður í Bretlandi.
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 12:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)