Fúll yfir gengi Íslands

Graham Norton breski BBC þulurinn náði ekki upp í nefið á sér af gremju yfir lélegu gengi Íslands.  Þýskaland  búið að vinna en Írland, Ísland og UK, allt lönd sem sitja eftir með sárara enni en flestar aðrar þjóðir. Miðað við hvernig kosningin fór  er afar slæmt að við eigum ekki landamæri við nokkuð annað land. Svíþjóð meira að segja hafði okkur að engu.


mbl.is Lítið af stigum í Eurovision
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fínt þá geta Þjóðverjar eitt sínum milljörðum í þessa hallæriskeppni á næsta ári.

Arnar Magnússon (IP-tala skráð) 29.5.2010 kl. 22:29

2 identicon

Sammála, þetta var skrítin kosning, sérstaklega í ljósi þess að Ísland lenti í 3 sæti af 17 í forkeppninni á þriðjudaginn (var gefið út eftir keppnina í kvöld) , eitthvað skeði hjá evrópu í kosningunni í kvöld, því ekki var flutningur íslenska lagsins síðri en á þriðjudaginn. 

Bjarni Guðmundsson (IP-tala skráð) 30.5.2010 kl. 00:06

3 Smámynd: Jóhann

Það sem líklega gerðist var að dómnefndirnar, sem voru okkur hliðhollar í fyrra, voru ekki hrifnar af laginu okkar í ár og drógu það niður. Dómnefndirnar gilda jú 50% á móti símaatkvæðunum.

Jóhann, 30.5.2010 kl. 00:22

4 identicon

Jóhann, dómnefndirnar voru nefnilega líka 50% á þriðjudaginn eins og í kvöld, það er ástæðan á því að mér finnst þetta svona skrítið, ekki voru það atkvæði frá austur evrópu sem drógu okkur niður vegna þess að austur evrópuþjóðir voru mikið fleiri en vestur evr.þjóðir á þriðjudagskvöldið.

Bjarni Guðmundsson (IP-tala skráð) 30.5.2010 kl. 00:42

5 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Æ komon fannst ykkur islenska lagid virkilega svona gott mer fannst tad bar fa tad sæti sem ta atti skilid. Hera er frabær flytjandi en vont kaffi verdur ekki gott to madur noti goda kaffikonnu.

Þorvaldur Guðmundsson, 30.5.2010 kl. 00:47

6 identicon

Þorvaldur, ekki var ég nú að segja að lagið væri gott, ég er ekki mikið fyrir lagið, en ég var bara að benda á þennan áhugaverða punkt, allavega að mínu mati.

Bjarni Guðmundsson (IP-tala skráð) 30.5.2010 kl. 01:03

7 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þýska lagið var svo sem ágætlega að þessum sigri komið. Lína undir miklum áhrifum frá Björk (ekki Heru) og útsetningin mjög ólík hinum lögunum.

Samt er einkennilegt hvað nánast öll lögin sem spáð var góðu gengi fengu ágæta útkomu nema það íslenska. - Ég held samt að ég hafi aldrei fyrr séð jafn skýrar geoópólitískar línur í stigagjöfinni og núna.

Svanur Gísli Þorkelsson, 30.5.2010 kl. 01:07

8 identicon

How come the rest of the world don't know Iceland is always the best at everything ???

Vontur Verold.....

Fair Play (IP-tala skráð) 30.5.2010 kl. 07:10

9 identicon

Jæja, þetta system virkar allavega. Mér fannst þýska lagið vera langSKÁST af þessum lögum sem voru að keppa í gær.

Þórður (IP-tala skráð) 30.5.2010 kl. 09:35

10 identicon

Lag Heru var var mjög fínt og fluttningurinn allt í lagi. Það átti skilið að vera minnst í top 15.

Hvað varðar undrun manna yfir að lagið stóð sig vel í undankeppninni en ekki í aðalkeppninni. Þá voru lögin mun lakari í okkar riðli og þurft því ekki mikið til að lenda ofarlega þar. 

Annað sem vert er að athuga áður en menn fara að pæla í samsæriskenningum og pólitík er að lönd sem liggja þétt að hvort öðru deila menningu og smekk. Lög fara yfir landamæri en aðeins ef lögin falla að smekk manna. Ísland hefur valið að hafa ekki menningarleg landamæri að neinu Evrópsku landi heldur leggja sig þétt upp að amerískri Las Vegas, Hollywood lágmenningu sem ekki á mikið upp á pallborðið í Evrópu. Þetta smitar mjög greinilega af í laga og tónlistarsmekk landans. Það sem okkur þykir flott og smart, þykja Evrópubúum oft hallærislegt og smekklaust. Ég er ekki að segja að lag Heru sé hallærislegt. Langt í frá, ég hefði sjálfur sett lag Íslands í 6 - 8 sæti. En ég er jú vilhallur og sem aðrir Íslendingar undir áhrifum af þeirri menningu sem við höfum kosið okkur. 

Thor Svensson (IP-tala skráð) 30.5.2010 kl. 09:47

11 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Thor.

Þú segir nokk.

Flytjandi Þýska lagsins hefur sjálf sagt að hún sé undir miklu áhrifum frá Björk og Evrópu líkaði greinilega við hana.Bjarkaráhrifin eru auðsæ. - Lag Heru var ofboðslega dæmigert júrópopp en frábærlega flutt og ágætis laglína. - Mér fannst oft í stigagjöfinni að margar þjóðir röðuðu nágrönum og vinaþjóðum á neðri tölurnar en héldu sig við "símakosninguna" á 12 stigunum. Annars hefði svindlið orðið auðsætt í löndunum sjálfum.

Kannski var þetta eins með Ísland. Við gáfum Dönum 12 stig fyrir lag sem var sambræðingur af Abba og Police lögum. (Ekkert bandarískt við það)

Svanur Gísli Þorkelsson, 30.5.2010 kl. 10:23

12 identicon

 Það er ekki hægt að skammast sín fyrir að halla sér upp að Björk, Abba eða Police. Þetta eru allt flytjendur sem hafa breytt tónlistarsögunni og ekki margir lagahöfundar sem ekki hafa sótt í smiðju þeirra. Björk er ein af fáum Íslendingum sem hafa tileinkað sér Evrópskan stíl. Stíl sem ekki var alveg samþykktur á klakanum, fyrr hún varð fræg. En hún gerði meira. Maður getur nefnilega allveg sagt að hún hafi verið með í að skapa evrópskan stíl. Maður skal þó ekki reikna með slíkum flytjendum í Eurovison Song Contest. Þar munu aðeins fram koma lög sem flestum líkar við fyrstu áheyrn.

Og svo að meintu svindli. Milljónir manna taka sig ekki saman um að kjósa eitt lag fram yfir annað. Það er hreinlega útilokað. Hér er aðeins um smekk að ræða og ekkert annað.

Thor Svensson (IP-tala skráð) 30.5.2010 kl. 11:20

13 identicon

Þýska lagið er nú reyndar mikið líkara lagi Emilíönu Torrini "Jungle Drum", það lag var í nokkrar vikur vinsælast í Þýskalandi fyrir ekki svo löngu síðan.

Bjarni Guðmundsson (IP-tala skráð) 30.5.2010 kl. 19:10

14 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Satt segir þú Bjarni.  Drip Drop svipar til Jungle Drum.

Svanur Gísli Þorkelsson, 30.5.2010 kl. 19:20

15 identicon

Ha ha, svo þjóðverjaskrattinn stal af okkur sigrinum undir öllum kringumstæðum :-) Í alvöru strákar, þessi lagstíll hefur verið töluvert á vinsældalistum síðustu ár. Það er ein af skýringunum á afhverju svo mörgum líkaði lagið. Frumlegt lag hefur ekki mikla möguleika á að vinna í svona keppni. Vinningslag verður helst að endurspegla það sem fólk hefur áður heyrt og líkar við. Svo einfallt er það nú.

Thor Svensson (IP-tala skráð) 30.5.2010 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband