Hera á góðan sjens í kvöld

Eftir að hafa eytt morgninum í að vafra um allar helstu júróvisjón netsíðurnar er útkoman sú að Hera Björk á verulega möguleika á að vinna keppina í ár.

Hún virðist sækja mest á og ef meðbyrinn helst, sérstaklega ef norðlöndin standa sig vel gagnvart Íslandi og fara ekki að sóa atkvæðunum á Danmörk eða Noreg mun Hera verða í fyrstu þremur sætunum. 

Flest stigin munu koma frá Svisslandi, Frakklandi, Bretlandi, Írlandi, Belgíu og  Hollandi. Vel má vera að Pólland og Þýskaland gefi Íslandi líka háu tölurnar.

Auðvitað mun austurblokkin gefa Armeníu og Azerbaijan mestan stuðning.  Óvissan er mest um atkvæði Möltu, Tyrklands, Ísrael og Ítalíu. Líklega falla stig þessara þjóða á mismunandi keppendur og koma til með breyta litlu til eða frá með þrjú fyrstu sætin.

Sem sagt, Hera á virkilegan góðan sjens í kvöld.


mbl.is Átta lönd talin berjast um sigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ísrael hefur oft gefið okkur slatt af stigum, við hinsvegar gerum það ekki á móti.

Áfram Hera! :)

Geiri (IP-tala skráð) 29.5.2010 kl. 15:10

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Rétt Geiri, Í- löndin, Ísrael, Ítalía, Írland og Ísland hafa oft verið góð við hvert annað :) Við t.d. gáfum Húbba Húlla nokkuð mörg atkvæði ef ég man rétt.

Svanur Gísli Þorkelsson, 29.5.2010 kl. 15:41

3 identicon

Ísrael tekur þetta. Engin spurning. Enda þjóð sem veit hvað tónlist er.

Íslendingar geta gert góða og fallega vísu, en tónlist, vonlausir. Flest lög eru skrifuð eins og fyrir tröll, hamraborgarstíll.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 29.5.2010 kl. 15:54

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Of mikil vöntun á lítillætisskorti


Það finnast ei margir fremri en ég
í fögrum og snjöllum kvæðum:
Ort hef ég ljóðin ódauðleg
ótrúleg hreint að gæðum!

Þannig kveður Hallmundur Kristinsson og passar það vel við það sem þú segir Haukur.

Svanur Gísli Þorkelsson, 29.5.2010 kl. 16:07

5 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Innlit,á erfitt með að trúa að vel gefið fólk eins og þið séu að pæla í Erovision?? Meðan erum við að drukna í drulluni já  þetta er eins og eiturlif fyrir fólk sem vill gleyma og hugsa ekki. Fyrir utan að þetta er poppdrasl ekki góð músik. Hafið góða helgi.

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 29.5.2010 kl. 18:08

6 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

he he Sigurbjörg.Það er okkur í blóð borið að hafa áhuga á júróvisjón. Inni við beinið eru allir Íslendingar sökkerar fyrir Júró, sumir koma bara aldrei út úr skápnum. Sumir halda að þetta hafi eitthvað með gæði tónlistarinnar að gera. Ef svo væri , hefði keppnin verið aflögð fyrir löngu.

Svanur Gísli Þorkelsson, 29.5.2010 kl. 18:12

7 identicon

Eigum við að vera þunglynd allan daginn og bara spá í alvarlegum hlutum vegna þess að það eru ákveðnir erfiðleikar í samfélaginu?

Nei. Því fleiri ólpólitískar fréttir því betra. Njótum Eurovision og svo getum við horft á kosningasjónvarpið eftir það.

Geiri (IP-tala skráð) 29.5.2010 kl. 18:55

8 identicon

Ítalía er nú ekki með í þessari keppni, og hefur ekki verið með lengi

Þórhallur (IP-tala skráð) 30.5.2010 kl. 04:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband