Að deyja í beinni

Jade 2Jade Goody heitir ung kona sem eflaust margir hafa heyrt um. Hróður hennar berst nú óðum um hamsbyggðina þrátt fyrir að hún hafi ekkert sér til frægðar unnið en að taka þátt í nokkrum raunveruleika-sjónvarpsþáttum í Bretlandi.

Raunveruleikaþættir eins og Big-Brother þar sem fylgst er með sérvöldum einstaklingum í einn mánuð eða svo, þar sem þeir eru lokaði saman inni einbýlishúsi, er auðvitað eins lágkúrulegt og sjónvarp getur orðið en jafnframt eitt vinsælasta sjónvarpsefni okkar tíma.

Jade hefur tekist að gera sér mat úr því að vera fræg fyrir það að vera fræg og haft af því síðustu ár dálaglega þénustu.

Fyrir skömmu kom í ljós að hún er haldin banvænu krabbameini sem leiða mun hana til dauða á næstu vikum. Jade sem á tvo litla drengi, ákvað að gera dauðastríð sitt að fjölmiðlamat og þiggja fyrir það greiðslur sem hún segist ætla að erfa drengina sína að. Jade Goody 1

Hún gekk á dögunum að eiga unnusta sinn, dæmdan brotamann sem yfirvöld gáfu  sérstaka undanþágu frá skilorði sínu svo hann gæti verið með Jade á brúðkaupsnóttina.

Vinsældir Jade eru svo miklar að jafnvel Gordon Brown sá ástæðu til að fara um hana lofsamlegum orðum í einni af ræðu sinni nýlega.

Bæði brúðkaupinu og veikindasögu Jade hefur verið gerð ærin skil í tveimur sérútgáfum á blaðinu sem hæst bauð í þetta umfjöllunarefni, og önnur blöð, útvarps og sjónvarpsstöðvar í Brtelandi lepja allt upp um Jade sem umfram fellur.

Fyrir nokkru dögum var kona ein handtekin í námunda við sjúkrahúsið sem Jade sagði að hefði staðið yfir sér þegar hún vaknaði og þulið bænir. Í fórum konunnar fannst hamar. Þetta þótti ágæt tilbreyting fyrir hinn mikla fjölda blaða og sjónvarpsmanna sem fylgjast grannt með öllu sem Jade viðkemur.

Image_1_for_Jade_Goody_Leaving_hospital_gallery_18018321Jade sem verið hefur í geislameðferð á sjúkrahúsi ákvað í dgær að yfirgefa sjúkrahúsið og eyða síðustu dögunum heima hjá sér.

Hún er í fréttum á hverjum degi og fólk bíður spennt eftir því að það dragi til tíðinda í dauðastríði hennar.

Fólk ræðir sín á milli hvort brúðskaupsnóttina hafi verið sársaukafull fyrir hana af því að krabbameinið er í legi hennar, það gerir athugasemdir við hversu vel hún líti út svona grönn eftir að hafa misst talsvert af þunga sínum í geislameðferðinni og hversu ljót hún sé svona sköllótt eftir að hafa misst allt hár sitt af sömu ástæðu.

Fyrir utan fréttatímana eru spjallþættirnir og morgunþættirnir uppfullir af þessum spekúleringum um Jade og væntanlegan dauða hennar. Þá er einnig mikið rætt hvort sýnt verði frá dauðastundinni sjálfri í beinni útsendingu eða hún bara sýnd eftirá.

Og svo spyr fólk hvað sé að í þessum heimi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eygló

Á hvaða plánetu er maður?

Varðandi það að gera sér pening úr ástandinu, er í öllu þessu havaríi, lítið atriði. Hún hefur víst engu að tapa og flott ef hún nær inn peningum til framfærslu barna sinna. Hún nýtir sér þá bara þetta kostulega fólk sem virðist ekki lifa sjálft, heldur í gegnum leikinn gervi raunveruleika

Eygló, 12.3.2009 kl. 02:04

2 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Góð grein Svanur. Það er mjög ósiðlegt að sjónvarpa dauðastríði hennar.

Hilmar Gunnlaugsson, 12.3.2009 kl. 02:35

3 identicon

Þetta er mjög óviðeigandi að búa í samfélagi þar sem móðir eða faðir þurfa að hafa áhyggjur af afkomu ungra barna sinn eftir dauða sinn. þurfa að afla sér tekna með þessum hætti er ómannlegt. Það að ég geti svikið peninga af einstaklingum sem kanski hafa ekki vitsmuni til þess að sjá ilskuna í þessu gerir það ekki rétt.

Ætti maður þá að geta réttlætt það að fá hluti sem eru stolnir, ég stel ekki vinir mínir stela fyrir mig.

kveðja Ingó

Ingó (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 11:23

4 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Hennar dauðastríð er hennar mál...henni leyfist að gera úr því þann mat sem henni sýnist...sjái hún sér leik á borði til að tryggja framtíð barnanna í harðnandi heimi..þá er það bara hið besta mál.Dómar frá þér og Gunnlaugi lýsa ykkur best..eigið þið börn?....leiðréttið mig ef ég hef rangt fyrir mér...en ég held að þið eigið ekki börn.

Það má líka velta vöngum yfir grein þinni Svanur..ég fæ ekki betur séð en þú takir fullan og beinan þátt í "skruminu"...... ertu ekki hér að auglýsa hana og sjónvarpsstöðina sem ætlar að gera þáttinn?

Haraldur Davíðsson, 12.3.2009 kl. 12:19

5 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Haraldur.Eins og þú sérð ef þú hefur fyrir því að lesa greinina, þá nefni ég hvergi á nafn þau blöð, sjónvarpsstöðvar eða yfirleitt aðra þá miðla sem fjallað hafa um Jade. Ég fjalla efnislega um málið þar til í síðustu setningu sem er dálítið tvíræð en varla einhver "dómur". Ég held að þú lesir út dóm af því þér finnst kannski ástæða til þess. En það er ekki hægt að fjalla um þetta mál öðruvísi en a segja eitthvað frá Jade og ævi hennar fram að þessu.

Hvað barneignir mínar og einhvers Gunnlaugs varðar, (líklega áttu við Hilmar Gunnlaugsson) sé ég ekki hvað þær koma þessu máli við.

Fólki er sjaldan álasað núorðið fyrir að gera sér peninga úr einkalífi sínu og engin endir er á sveigjanleika samfélagsins að meðtaka háttarlag sem áður þótti alls ekki sæmandi siðmenntuðu fólki, svo fremi sem hægt er að græða á því.  Peningar eru hin endanlega mælistika á hvort eitthvað sé í lagi eða ekki. 

Ástæðurnar sem fólk ber fyrir sig eru gjarnan þessar sömu, það vill skilja eftir eins digra sjóði og hægt er fyrir börnin sín, það ræður líkama sínum og lífi sjálft og enginn hefur rétt til að fetta fingur út í neitt sem viðkemur því. -  

Ef að það er siðlegt að sjónvarpa frá dauðastríði sjúklinga, mætti alveg hugsa sér sérstaka dauðarásir þar sem sjónvarpað er frá sjúkrahúsum vítt og breytt um heiminn. Sjúkrahúsin fengju fyrir það peninga og ættingjar hinna feigu líka. Hvað er rangt við slíkt fyrirkomulag svo fremi sem allir eru sammála?

Svanur Gísli Þorkelsson, 12.3.2009 kl. 14:59

6 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Ég tek undir með Haraldi Davíðssyni.   

Hilmar Gunnlaugsson hinsvegar, virðist vilja gera sig að siðapostula á borð við Faríseana "Guð, ég þakka þér að ég er ekki eins og og aðrir menn".  Það er ekki eins og að stúlkan sé að fremja sjálfsmorð og skilja börnin eftir ein og óvernduð.

Fremur er hún að sýna okkur hinum hvernig deyjandi móðir lætur sjálfsbjargarviðleitnina og umhyggju fyrir börnunum sínum ná út yfir landamæri lífs og dauða, út yfir eigin gröf.  Jade Goody á heiður skilið og ég mun minnast hennar í bænum mínum og biðja fyrir sál hennar og börnum hennar.

Hilmar Gunnlaugsson; hvern vilt þú vernda með siðsemi þinni?   

Kveðja, Björn bóndi   

Sigurbjörn Friðriksson, 12.3.2009 kl. 15:01

7 Smámynd: Eldur Ísidór

Jade Goody er að gera alveg hárrétt með þessu. Núna er ég búsettur í Bretland og get fylgst með þessu í gegnum alla miðla.

Jade Goody fékk afar slæma þjónustu því miður, og var ekki rétt greind í byrjun og þurfti margvegis að fara til læknis áður en komst upp hvað var að hjá henni, þó hún hafi verið með MÖRG einkenni CERVICAL Cancer. (því miður man ég ekki íslenska orðið, þó ég held að það sé leghálskrabbamein...ég er samt ekki viss, sorry)

Hérna í Bretlandi fá konur ekki smear test á þessu krabbameini fyrr en þær eru 25! Hún hefur beitt sér fyrir því að þessi aldur er lækkaður í 18 ár, og kannski ástæða til. Jade er ekki nema 27!

Auðvitað reynir hún að búa börnum sínum framtíð með að selja sig og sína sögu til fjölmiðla. ÞEIR VILJA KAUPA ÞETTA! Og hver hefði ekki gert það sama ef þeir væru í sömu sporum og GÆTU gert þetta. Hún verður ekki til staðar fyrir börnin sín síðar og er að tryggja að þau muni búi við eitthvað fjárhagslegt öryggi.

Ég segi, skammist ykkar sem dæma hana fyrir að gera það sem allar mæður myndu gera. Móðureðlið hennar er það seð ræður þessu....ekki fjölmiðlagredda né peningafíkn! (Lets face it...she is not gonna be around to spend it, now, is she ? )

Eldur Ísidór, 12.3.2009 kl. 15:43

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég fæ ekki séð að Svanur sé að hneykslast á konunni Goody, heldur hinum sem fá kikk út úr því að fylgjast með henni í aðdraganda dauðans - sem er auðvitað einn gróteskasti raunveruleikaþáttur sem boðið er upp á.

Kolbrún Hilmars, 12.3.2009 kl. 16:02

9 Smámynd: Eldur Ísidór

Bíddu Kolbrún,

semsagt, fyrst að ég les blöðin og les; þá er ég að fá eitthvað kikk ?

Er ekki allt í lagi með þig ?

Hvernig á maður að vekja athygli á sjúkdómi eins og þessum og vekja fólk til umhugsunar um krabbamein ? Eins og ég sagði í færslu minni að ofan, þá hafa konur í Bretlandi ekki fengið rannsóknir á Cervical Cancer fyrr en við 25 ára aldur. Jade er 27 og er dauðvona innan fárra vikna. Hún hefur einnig reynt að berjast fyrir því að stúlkur niður í 17-18 ára fái að fara í smear test!

Ég held að þið séuð ekki í lagi. Þröngsýnin að fara ALVEG með ykkur.

Eldur Ísidór, 12.3.2009 kl. 16:30

10 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Eldur Ísidór (kröftugt nafn).  Ég vísa þröngsýnisummælum þínum til föðurhúsanna.  Ekkert okkar kemst hjá því að lesa í blöðunum það sem í þeim stendur áður en við tökum afstöðu og reyndar heimtum við oftast greinarbetri upplýsingar en aðeins fyrirsagnirnar.

Sem fyrrverandi (vonandi) krabbameinssjúklingur leyfi ég mér að fullyrða að öll okkar sem tjáum eigin reynslu af meininu gerum það til þess að hafa einhver áhrif.  Á "kerfið" til þess að bæta þjónustuna, á viðmælendur okkar til þess að þeir öðlist frekari skilning á sjúkdómnum, EN - fæst okkar gera það í hagnaðarskyni.  Fjarri okkur er þó að gagnrýna þá sem velja þá leið hverjar sem ástæður þeirra eru.  Eins og ég benti á í síðasta innleggi - kikkið er ekki okkar.

Kolbrún Hilmars, 12.3.2009 kl. 16:48

11 identicon

Ekkert að þessu, ágætur áróður bara.. +  einhver peningur fyrir börnin.

DoctorE (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 17:42

12 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Það er afleitt að lesa skítkast Sigurbjörns Friðrikssonar um mig. Mér eru mannréttindi afar hugleikin Sigurbjörn og ég vil að staðið sé vörð um þau.

Hilmar Gunnlaugsson, 12.3.2009 kl. 18:57

13 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Eldur.

Nú er ég líka búsettur í Bretlandi og fylgist ekki verr með fjölmiðlum en hver annar að ég held, alla vega nægilega vel til að fullyrða að mest af umfjölluninni um Jade er skrumið eitt. Þótt minnst hafi verið á þessar umbætur sem vissulega mætti gera á læknisþjónustunni, hefur umfjöllunin um þær algjörlega fallið í skuggann fyrir hreinu slúðri og lágkúrulegum pælingum á borð við þær sem ég tíunda í grein minni.

En eins og Kolbrún bendir á, er ég fyrst og fremst að furða mig á óseðjandi lyst almennings á slíku efni, og óskammfeilni fjölmiðla við að bjóða upp á slíkt líkt og um raunveruleikaþátt sé að ræða.

Svanur Gísli Þorkelsson, 12.3.2009 kl. 18:59

14 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

"Það er mjög ósiðlegt að sjónvarpa dauðastríði hennar" er tilvitnun í dóm þinn á því sem þarna er að gerast Hilmar Gunnlaugsson.  Gjörsamlega óviðeigandi miðað við það sem þessi deyjandi móðir er að gera fyrir ung börn sín sem hún mun skilja við, þ.e., deyja frá þeim eftir fáeina daga.  Það sem ég sagði er ekki skítkast, ég kallaði þig "siðapostula" á borð við Faríseana. 

Þú svarar ekki fyrirspurninni: "hvern vilt þú vernda með siðsemi þinni?"

Kveðja, Björn bóndi   

Sigurbjörn Friðriksson, 12.3.2009 kl. 20:09

15 identicon

Er búin að fylgjast með Jade Goody frá því að hún tók þátt í BB þriðju þáttaröð árið 2002......

Þetta er flott hjá henni..... Með því að koma fram og leyfa þeim að mynda baráttuna við krabbann, þá er  hún búin að ýta á að þúsundir konur hafa farið og látið  skoða sig og jafnvel með þessu búin að bjarga einhverjum mannslífum........

Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 22:20

16 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Sigurbjörn. Ég svaraði spurningunni en ég sagði að ég vildi standa vörð um mannréttindi.

Hilmar Gunnlaugsson, 12.3.2009 kl. 23:27

17 identicon

Kolbrún, ég tel mig vera alveg viss um að hefði þú verið í sömu sporum og hún, hefði þú notfært þér það sem hún er að notfæra sér fyrir börnin sín.

Og Svanur, það að þér finnst umræðan um krabban hafa fallið í skuggan, þá held ég að það sé sökum þess að þú ert "selective" reader í stað þess að vera meira "objective". Lestu kannski einungis Hello! og OK! ? 

Það eru margar góðar greinar um þetta mál hennar í bæði The Guardian, Daily Mail og Times. 

Eldur Ísidór (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 00:12

18 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég var búin að lesa um þetta mál á breskum netmiðli og mér flökrar við.

Látum liggja á milli hluta hvert mótív þessarar konu er en það sem er sjúkt er auðvitað markaðurinn fyrir mannlega harma í beinni.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.3.2009 kl. 00:14

19 identicon

En þurftu ekki börnin hennar á henni að halda í lokin, frekar en peninga eftir dauða hennar?

EE elle (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 00:15

20 identicon

EE- Hun er farin til sins heima til ad vera med fjoldskyldunni. Og tad var aldrei og hefur ekki verid aetlunin ad hun myndi "deyja i beinni". Heldur seldu hun sjonvarpsrett a brudkaupi sinu og seldi "sidasta vidtal" sitt.

Eldur Isidor (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 08:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband