Færsluflokkur: Mannréttindi
11.12.2010 | 07:28
Þetta getur ekki staðist
Nei, þetta getur einfaldlega ekki staðist. Þetta hlýtur að vera eitthvað svartsýnisraus í félaga Gunnari. Er hann ekki bara búinn að vera of lengi innan um þessa fáu sem eru atvinnulausir þarna suður með sjó? Menn verða stundum bara svoleiðis þegar þeir einblína á eitthvað og horfa ekki í kringum sig. Alla vega er það fræðilega ómögulegt að það sé 20% atvinnuleysi í Reykjanesbæ og að fólk á svæðinu sé eitthvað sérstaklega óhamingjusamt eða sálrænt þrúgað. Alla vega er ástandið snöktum skárra en hérna áður fyrr þegar dallarnir voru að koma að landi, drekkhlaðnir fiski og frystihúsin stóðu í röðum út við sjó til að verka hann og frysta. Karlar og konur, unglingar og jafnvel börn, púluðu frá morgni til kvölds við að koma verðmætunum undan. Og sem betur fer er búið að ryðja burtu eða breyta í gallerí og söfn, beitingaskúrunum þar sem kengbognir karlar stóðu hér í den, yfir bölunum myrkranna á milli. - Jú, rétt það var reyndar stólað á NATO og Kanann. En hann fór svo þegar verst stóð á , búið að selja alla kvóta úr bænum og koma fiskverkun eitthvað annað. - En alla vega eru bæjarbúar lausir við fiskinn og alla depurðina og smánina sem fylgdi því að þurfa verka hann og selja. Stefna stjórnvalda á Suðurnesjum í þessum málum er og hefur verið skýr og sú stefna er birt á heimsíðu bæjaryfirvalda og undirrituð af bæjarstjóranum sjálfum og gildir frá 2002 til 2010. - Þessi stefna hefur síður en svo beðið skipbrot, því bæjarstjórinn endurnýjaði umboð sitt með glæsilegum kosningasigri fyrir nokkrum mánuðum. - þess vegna er ómögulegt að útkoman sé 20% atvinnuleysi og 40% vonleysi eða hvað það er. Lesið bara og sannfærist!
|
20% lifa á bótum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.12.2010 | 20:25
Andófsmenn á netinu
Morgunblaðið kallar þá "tölvuþrjóta", aðrir nefna þá "hryðjuverkamenn" eða jafnvel "landráðamenn". Sjálft kallar þetta fólk sig "andófsmenn" og samtök sín "Operation payback". (Borgað til baka aðgerðin). Þau eiga að baki nokkrar harðar atlögur að þekktum alþjólegum fyrirtækjum, en beina spjótum sínum um þessar mundir að Visa og Paypal í aðgerð sem kallast Operation Avenge Assange. (Hefnum Assange aðgerðin)
Samtökin, ef samtök skal kalla, eru lauslega samsett af mörgum hópum net-andófsfólks sem gengur undir ýmsum nöfnum á netinu og undir samheitinu "Anonymous". (nafnleysingjar)
Hugsjónir þeirra eru m.a. að halda netinu algerlega frjálsu og upplýsingaflæðinu um það óheftu. Þeir berjast gegn hvers konar hindrunum og þvingunum sem stjórnvöld beita til að reyna að stjórna netumferð og upplýsingunum sem um það flæða.
Meðlimirnir sérhæfa sig í að hakka sig inn í tölvukerfi og gera það ónothæft um hríð. Enginn stenst þeim snúning og þeir geta athafnað sig eftir vild, að því er virðist. Fjöldi þeirra eykst dag frá degi og þúsundir hafa gengið til liðs við hina ýmsu nafnleysingja hópa á undaförnum dögum -
Þannig hefur mál Julian Assange þegar orðið til að efla baráttuna fyrir frjálsri og óheftri miðlun á netinu, til muna.
Barist í Netheimum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 20:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
8.12.2010 | 00:09
Engin ákæra á hendur Julian Assange
Wikileaks stjórinn Julian Assange gaf sig fram 6 klst. eftir að Svíar komu loks handtökubeiðni klúðurslaust, via Interpol, til Bretlands, þar sem Assange hefur búið upp á síðkastið í "The Frontline Club". Klúbburinn er rekinn af blaðamönnum og fréttariturum, einkum þeim sem skrifa stríðsfréttir.
Sænska lögreglan hefur ekki gefið út ákæru á hendur Assange. Hún segist aðeins vilja að hann komi til yfirheyrslu vegna ásakanna um kynferðislegt misferli sem á að hafa átt sér stað í ágúst s.l. Ákæru á hendur Assange út af sama máli var vísað frá af sænskum dómara fyrr á þessu ári vegna skorts á sönnunargögnum.
Lögmaðurinn sem endurvakti málið í Svíþjóð er pólitíkus og samkvæmt lögfræðingi Assange, eru þessar ásakanir spuni af pólitískum toga.
Assange er ekki sagður hafa teljandi áhyggjur af þessum ásökunum en er meira uggandi yfir hugsanlegu framsali til Bandaríkjanna. Ef Bandaríkin gæfu út ákæru á hendur Assange eru miklar líkur á að Bretar yrðu að senda hann vestur um haf. En Bandaríkjamenn eiga það á hættu að gera Assange að píslarvætti, án þess samt að geta komið í veg fyrir birtingu sendiráðsskjalanna á netinu.
Eflaust er það ástæðan að þeir hafa ekki látið fyrr til skarar skríða gegn Assange, og Obama forseti hefur ekki minnst einu orði á málið.
Bandarísk stjórnvöld hafa gert hvað þau geta til að gera Assange lífið leitt, svo ekki verði á þá borið að þau hafi ekki brugðist við því sem þau telja meiriháttar brot gegn sér. Þau hafa látið loka reikningum Assange hjá netbönkum, komið í veg fyrir hýsingu síðunnar í USA og eyðilagt fyrir henni einhver lén. Nú þegar Assange hefur verið handtekin, án möguleika á að fá sig lausan gegn tryggingu, gefst Bandaríkjamönnum tími til að ákveða hvort það borgi sig að ákæra Assange , eða sætta sig við orðin hlut og reyna bara að passa betur upp á leyniskjölin sín í framtíðinni.
Assange handtekinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.12.2010 | 21:20
Rapa Nui var stolið
Sjálfstæðibarátta þjóða fer fram með ýmsum hætti. Smáþjóðir víða um heim eiga í vök að verjast og eru margar vonlitlar um að þær verði nokkru sinni að fullu sjálfráða og fullvalda. Sem betur fer er sú barrátta að baki hjá okkur Íslendingum þótt marga uggi enn um framtíðina.
Á Rapa Nui, eyjunni afskektu í suðvestur Kyrrahafi, sem kunnari er undir gamla heiti sínu Páskaey, heygja frumbyggjar friðsama baráttu fyrir sjálfstæði sínu frá herraþjóðinni,-Suður Ameríkuríkinu Síle.
Síle sölsaði Rapa Nui undir sig árið 1888 með umdeildum samningi við Atamu Tekena "konung" eyjarinnar, sem ríkisstjórn Síle hafði sjálf útnefnt eftir dauða helsta höfðingja eyjarinnar sem staðið hafði gegn valdayfirtöku Síle í mörg ár.
Eftir yfirtöku eyjarinnar, var land hennar að mestu afhent aðfluttum fjárbændum sem unnu fyrir Williamson-Balfour fyrirtækið en frumbyggjunum gert að flytjast til stærsta bæjar hennar Hanga Toro. Eyjan var undir stjórn Sjóhers Síle þar til 1966 en það ár var frumbyggjum loks gefinn ríkisborgararéttur í Síle.
Með stjóraskrárbreytingum í Síle árið 2007 fékk Rapa Nui Sér-héraðsrétt og við það efldist að nokkru frelsisbarátta hinna fámennu þjóðar sem lítinn sem engan yfirráðrétt hafa yfir auðlindum eyjunnar né hafa þeir hlutdeild í síauknum ferðamannaiðnaði hennar.
Eins og fréttin segir, settust nokkrir frumbyggjar að í húsum sem áður tilheyrðu þeim áður en ríkistjórn herraþjóðarinnar yfirtók þær. Lögreglan beitti hörku og það kom til blóðsúthellinga.
Einn af hinum ungu sjálfstæðissinnum Rapa Nui skrifaði eftirfarandi bréf til stjórnvalda Sile.
Ki he te roa o te Tire i ruŋa o te mātou kaiŋa? Mee rae. Hoe tautini vau hanere vau ahuru ma vau i toke ai e te Tire i te kuhane o te Rapa Nui tāatoa. Ko rohirohi ana te taŋata tāatoa o te hau nei o Pito o Te Henua i te reoreo o te hau nei he Tire. Toke te manau; toke te mana o te tupuna ata ki aŋarina. Etahi nō manau o te taurearea, o te korohua, o te ruau, o te ŋa vie peinei e. Ka ea te Tire mai ruŋa i te rāua motu. Ka hakare te rāua kaiŋa ki te manau. Peinei e. Ina a katahi mee tano i vaai mai e te Tire ki te henua nei. Ka hoe hanere piti ahuru matahiti ki aŋarina, ina a he mee nehenehe rae i hakatikea mai e te hau nei he Tire. He tuu mai, he toke tahi i te henua o te Rapa Nui. Ka ea koe, tuu taŋata, tuu rakerake, tuu reva. Ka hoki ki tuu kaiŋa ko Tire.
Hversu lengi hefur Síle dvalið í landi okkar. Það er hið fyrsta. Síðan 1888 hefur andi Rapa Nui verið hertekinn af Síle. Allt fólkið í ríkisstjórn Rapa Nui er orðið uppgefið á lygum ríkisstjórnar Síle. Hugum okkar hefur verið rænt. Hinum andlega mætti forfeðra okkar hefur verið rænt og ekki skilað til þessa dags. Það er aðeins ein hugsun í hugum ungdómsins, karlmannanna, öldunganna og kvennanna; Síle, yfirgefið land okkar. Á rúmlega hundrað og tuttugu árum hefur ríkisstjórn Síle ekki sýnt okkur nokkuð sem fagurt þykir. Þeir komu hérna, stálu öllu landi Rapa Nui. Farið! Þið fólk, þið hinir illu, takið fána ykkar og snúið aftur til ykkar lands; Síle.
Blóðug átök á Páskaeyju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt 5.12.2010 kl. 01:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.12.2010 | 16:15
Sýndarveruleiki stjórnmálanna
Eitt af því sem sendiráðsskjölin sem Wikileaks vefsíðan hefur hafið birtingu á, sýnir hvað best, er hve sýndarveruleikinn, á öllum stigum, er ráðandi í samskiptum stjórnmálamanna. Skjölin sýna að skapgerðabrestir einstaklinga sem bjóða sig fram til stjórnmálaþátttöku, birtast skýrlega í stefnu stjórnvalda og hafa þannig bein áhrif á líf hins almenna borgara.
Það sem í samskiptum einstaklinga mundi flokkast undir rakinn óheiðarleika, fær í pólitíkinni allt aðra skilgreiningu. Þar eru launráð og sýndarmennska talin góð og gild svo fremi sem almenningur lætur blekkjast. Þar helgar tilgangurinn meðalið.
Íslendingar hafa síðustu misseri haft gott tækifæri til að sannreyna mismuninn á ímynd stjórnmálamanna sinna og raunverulegri hæfni þeirra til að láta gott af sér leiða.
Jóhanna Sigurðarsóttir var fyrir rúmu ári sá stjórnmalamaður sem Íslendingar upp til hópa treystu best til að leiða landið út úr erfiðleikunum sem sköpuðust við bankaránin miklu. - Í dag er hún heillum horfin og jafnvel þeir sem ekki geta horft á nokkurn skapaðan hlut nema með flokkspólitískum gleraugum, sjá að hún var og er ekki traustsins verð. -
Steingrímur J. Sigfússon átti eining traust stórs hluta þjóðarinnar, sérstaklega vegna þess að hann hafði ekki haft tækifæri til að koma mikið að Hrunadansinum í kringum bankanna. - Nú þegar hann hefur haft völd og áhrif í nokkurn tíma, hefur það sannað sig að hann hikar ekki að beita fyrir sig klækjum stjórnmálanna, eins og aðrir pólitíkusar.
Í nokkur skipti hefur almenningur samt rumskað af þyrnirósarsvefninum og haldið niður á Austurvöll til að láta óánægju sína í ljós. En hluti af óheiðarleikanum er að telja öllum trú um að þetta sé lýðræðið í sinni fullkomnustu mynd og að almenningur eigi ekki annars úrkosta en að sætta sig við þennan sýndarveruleika. Þess vegna þagna raddirnar, búsáhöldin og tunnurnar aftur og næstu skoðanakannanir sýna að fólk hefur enn mikla tiltrú á flokkum og pólitíkusum, bara ekki þeim sem eru við stjórnvölinn akkúrat núna.
Rannsókn fangaflugs pólitísk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.12.2010 | 13:40
Landsbankareikningurinn eina leiðin
Þótt að stjórnvöld í Bandaríkjunum hafi ekki enn formlega lýst því yfir að Wikileaks séu hryðjuverkasamtök, eru þau þegar farin að beita sömu aðferðum á Wikileaks og á hryðjuverkasamtök. Nú er reynt að skrúfa fyrir fjárframlög til vefsíðunnar og eflaust stutt í að þrýstingi verði beitt til að frysta reikning þeirra hjá Landsbankanum, sem hefur ásamt PayPal verið ein helsta leiðin til að koma frjálsum framlögum til samtakanna. -
Sunshine Press Productions ehf:
Klapparhlid 30, 270 Mosfellsbaer, Iceland
Landsbanki Islands Account number 0111-26-611010
BANK/SWIFT:NBIIISREXXX
ACCOUNT/IBAN:IS97 0111 2661 1010 6110 1002 80
Bandaríkin telja að þjóðaröryggi sínu sé ógnað og þess vegna beri ekki að taka tillit til grundvallarreglna um tjáningarfrelsi sem að öllu jöfnu eru Bandaríkjamönnum "heilagar kýr".
Stöðva greiðslur til WikiLeaks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.12.2010 | 19:52
Eldar í Ísrael
Miklir Skógareldar geysa nú í norðurhluta Ísraels og fjöldi íbúa svæðisins hafa þurft að yfirgefa heimili sín.
A.m.k. 40 manns hafa þegar farist í eldunum. - Talsmaður slökkviliðsins í Haifa hefur látið hafa eftir sér að " Ísrael búi ekki yfir nægilegum búnaði til að slökkva eldana".
Benjamin Netanyahu forsætisráðherra kannaði aðstæður persónulega í gær (fimmtudag) og fór fram á aðstoð frá Bandaríkjunum, Grikklandi, Ítalíu, Rússlandi og Kýpur til að slökkva eldanna. Ekkert af þessum löndum eiga landamæri að Ísrael. Flest önnur lönd mundu hafa óskað eftir aðstoð frá grannlöndum sínum í svipuðu tilfelli. Ekki Ísrael.
Þar sem skógareldarnir geysa er landið þakið grenitrjám. Trén eru tiltölulega nýtilkomin á þessu svæði. Þau elstu voru gróðursett á þessum fyrrum heimslóðum Palestínuaraba um 1930 af Þjóðarsjóði Gyðinga, "the Jewish National Fund". (JNF) í þeim tilgangi að endurmóta endurheimt land.
Árið 1935 hafði JNF látið gróðursetja 1.7 milljón trjáa á 1750 ekra svæði. Næstu 50 árin voru 260 milljón tré gróðursett á þessu landi þar sem áður stóðu þorp Palestínuaraba.
Með greniskóginum hvarf sá gróður sem sett hafði svip á svæðið frá aldaöðli og ólívutrén sem þarna stóðu voru höggvin niður. Því svipaði svo mjög til þess sem víða er að finna í Evrópu að Suðurhluti Karmelfjalls var stundum uppnefndur "litla Svissland".
Skógræktin reyndist óheillaráð á alla vegu fyrir JNF. Grenitrén reyndust afar óhentug fyrir loftslagið og aðeins fjórar af hverjum tíu græðlingum náðu að festa rætur. Trén sem uxu úr grasi urðu að viðvarandi eldgildru. Í enda hvers sumars í Ísrael, varð greniskógurinn að dauðagildru.
Mannskæðir skógareldar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.12.2010 | 10:09
Framkvæmdin klúður
Þótt að ég sé einlægur stuðningsmaður stjórnlagaþingsins, verð ég að viðurkenna að mér finnst verulega illa hafa verið staðið að framkvæmd kosninganna.
25 sæti voru í boði og því áttu þau nöfn sem flest hlutu atkvæði að hljóta kosningu. Það var algjörlega ónauðsynlegt að tiltaka sæti. Sæti í þessu tilviki skiptu nákvæmlega engu máli.
Í öðru lagi var "númerkosning" mjög ruglandi og óaðlaðandi. Betra hefði verið að hafa nöfn viðkomandi á kosningaseðlinum.
Í þriðja lagi var það allt of skammur tími sem frambjóðendur fengu til að kynna sig fólki og málefni sín. Til þess hefði mátt taka a.m.k. þrjá mánuði.
Ekki nóg að koma oftast fyrir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.12.2010 | 14:40
Draugar fortíðarinnar
Hvaða máli skiptir eiginlega í hvaða sæti hver lenti í þessu kjöri til stjórnlagaþings?
Hafa skoðanir eða framlag þingmanna þingsins vægi í samræmi við atkvæðafjölda sem þeir hlutu í kosningunni?
Hafa þeir sem flest ákvæði fengu einhver réttindi eða skyldur umfram þá sem færri atkvæði fengu?
Og hvað er fólk stöðugt að fjasa um misskiptingu þingmanna milli höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar?
Allt landið var eitt kjördæmi. Hvernig getur það skipt máli hvar þingfólkið býr?
Eru þessar skilgreiningar ekki bara afturgöngur (draugar) úr umfjöllun fjölmiðla úr venjulegum flokkspólitískum kosningum?
Aðeins þrír koma af landsbyggðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.11.2010 | 13:16
Hvar er Julian Assange?
Hinn Ástralski Wikileaks stofnandi Julian Assange, maðurinn sem sér Ísland sem "miðstöð frjáls fréttaflutnings í heiminum", er vægast sagt umdeildur mað þessa dagana.
Hann er landflótta og eftirlýstur af alþjóðalögreglunni fyrir kynferðisárás í Svíþjóð. Bandaríkjastjórn varaði hann við að birta sendiráðspóstana og sagði hann vera brjóta margvísleg lög með því og að hún mundi bregðast við á viðeigandi hátt. Aðeins Ekvador hefur boðið honum í hæli. Julian fer því huldu höfði einu sinni enn og ekki einu sinni fjölmiðlafólk hefur náð af hinum tali frá því að hann gekk út úr sjónvarpsviðtali á CCN í London í Október sl.
Erlendir fréttamiðlar hafa þess í stað birt viðtöl við Kristinn Rafnsson sem stofnaði fyrir nokkru fyrirtækið Sunshine Press Production á Íslandi, ásamt Julian og Ragnari Ingasyni kvikmyndagerðarmanni. Fyrirtækið er angi af Wikipeadia en það eru ekki margir aðilar sem vinna með Wikipeadia sem eru aðgengilegir fjölmiðlum þessa dagana.
Fyrirtækið tekur við fjárframlögum frá almenningi til síðunnar sbr;
Bank Transfer - Option 1: via Sunshine Press Productions ehf:
Klapparhlid 30, 270 Mosfellsbaer, Iceland
Landsbanki Islands Account number 0111-26-611010
BANK/SWIFT:NBIIISREXXX
ACCOUNT/IBAN:IS97 0111 2661 1010 6110 1002 80
Tengsl Wikipeadia við Ísland eru mikil og engin furða þótt að sumir telji landið vera aðal-heimaland síðunnar. Julian hefur sjálfur sagt eftir að hann varð landflótta, að Ísland væri eina landið þar sem hann gæti starfað frjáls þótt hann segist einnig vantreysta íslensku stjórnvöldum um þessar mundir. Tengsl Hreyfingarinnar og sérstaklega þingkonunnar Birgittu Jónsdóttir eru tíunduð nokkuð á erlendum vefsíðum um vefsíðuna og Birgitta sögð eins af frammámönnum hennar. Hún hefur líka komið fram í fjölmiðlum til að bera blak af síðunni og segja álit sitt á Julian.
Fram hefur komið að Ísland var eitt þeirra landa sem utanríkisþjónusta Bandaríkjanna hafði samband við fyrir stuttu, þegar ljóst var að sendiráðspóstarnir yrðu birtir. Á alþjóðavettvangi er ótvírætt talið að Íslendingar eigi hlut að máli.
Íslendingar haf áður tekið upp á sína arma umdeilda landflótta menn og jafnvel leyst úr fangelsum heimsfræga aðila sem gerst hafa brotlegir við bandarísk lög. Spurningin er hvort íslensk stjórnvöld ættu ekki að beita sér í þessu máli líka og bjóða Julian Assange landvistarleyfi og íslenskan ríkisborgararétt.
Stjórnvöld í Ekvador bjóða Assange velkominn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 14:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)