Færsluflokkur: Menning og listir
4.8.2010 | 18:24
Hin leyndardómsfullu skilaboð Jóns Gnarr útskýrð
Ég er ekki hissa þótt Jón Gnarr sé hrifinn af Múmínálfunum og trúi á þá. Horft á svona úr fjarlægð svipar persónuleika Jóns mjög til Múmínpabba. Hann er að undirlagi frekar dapur en dútlar sér við skrif, heimspeki og hefur í frami ýmsa listræna tilburði af og til.
Þá ber þess að gæta hver staða Múmínpabba er í sögunum. Eins og fram kemur í skemmtilegri úttekt á Múrnum er Múmínpabbi "í algjöru aukahlutverki í múmínálfabókunum, að einni undanskilinni - Eyjunni hans Múmínpabba (á sænsku "Pappan och havet"; á finnsku "Muumipappa ja meri"). Þar lendir karlinn í skæðri miðaldrakrísu, sem leiðir til þess að hann dregur fjölskylduna með sér út í nálæga eyju þar sem hann hyggst vinna mikil bókmenntaleg afrek. Öllum mátti ljóst vera að þessi ferð yrði ekki til fjár, en um síðir tekst Múmínpabba að komast í sátt við líf sitt og fjölskyldan getur snúið aftur heim í dalinn, sterkari en fyrr. - Þótt afar lítið sé birt úr ritverkum Múmínpabba í bókaflokknum, getur engum dulist að hann er fullkomlega hæfileikalaus rithöfundur, sem eykur einungis á dýpt persónunnar í sögunni."
Þetta á nokkuð vel við stöðu lands og þjóðar og Jón Gnarr er einmitt líkamningur og lifandi táknmynd hennar, svona raunverulegur fjallkall.
Nú hef ég ekki hugmynd um hvaðan Tove Jansson fékk nafnið á álfunum þ.e. "Múmin". En sé það t.d. tekið úr arabísku og kóraninum þar sem orðið kemur oft fyrir og þýðir "átrúandi" og á við um þann sem beygir vilja sinn undir vilja Guðs, geta þetta verið hárfín skilaboð há borgarstjóranum.
Jón Gnarr er e.t.v. að segja okkur svona undir rós að hann sé tilbúnn til að beigja vilja sinn undir vilja ES.
Múmínpabbi hvetur Íslendinga til að gerast aðilar að ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 19:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
16.7.2010 | 00:15
Vinsældir Vígtannasmella
Vígtannasmellir hafa tekið við sem megin lestrar og áhorfsefni unga fólksins. Ljósaskiptasögurnar (Twilight) eru þeirra frægastar. Þær eru sannarlega arftakar Harry Potter bókanna, en fjalla mest um blóðsugu-stráka, varúlfa og venjulegar mennskar skríkjustelpur.
Spennan byggir öll á kunnuglegum söguþræði; tveir strákar úr sitthvorri klíkunni reyna að ná ástum sömu stúlkunnar. Ástin er forboðin því hvert bit veldur smiti og tyggjókúlukynlíf eða skýrlífi virðist vera eini möguleikinn í stöðunni.
Útlitið á hinum dauðu, hálfdauðu og hinna vel hærðu á fullu tungli er þræl sexý og sannar að ekki er nauðsynlegt að vera löðrandi í brúnkukremi til að líta taka sig vel út í sló-mó slagsmálum á hvíta tjaldinu.
Stundum í skeggræðum manna um þessa þróun í afþreyingarefni fyrir ungviði heimsins, er hneykslast á því að blóð, mör og annar mennskur innmatur skuli vera svona vinsælt viðfangsefni. Yfirnáttúra hljóti að vera ónáttúra og dauðadýrkun öll frekar ólífvænleg fyrir unga huga.
Aðrir benda á að í fyrsta lagi sé hér ekkert nýtt á ferðinni, því þegar blóðsötri og spangóli sleppir, stendur eftir klassísk ástarsaga hins ófullnægða ástarþríhyrnings.
Þá beri að fagna því að unglingar nenni enn að lesa og boðskapurinn sé í sjálfu sér ekki neikvæður þótt hann sé kannski óraunhæfur.
15.7.2010 | 02:09
Þar sem fráskilin kona er vond kona
Það hefur komi fyrir að börn hafa látist eftir að hafa annað hvort dottið eða skriðið sjálf inn í þvottavélar sem einhverjir óvitar hafa svo sett í gang. En almennt eru þvottavélar ekki taldar hættulegar börnum. Þá er auðvitað ekki reiknað með því að móðir þeirra noti þetta búsáhald fyrir pyndingartæki eins og lýst er í þessari frétt. -
Sumar fréttir eru svo skelfilegar að það er varla hægt að segja þær. Svo er um þessa frétt sem lýsir hvernig 34 ára gömul kona pyndaði barn sitt og kyrkti það að lokum. - Þrátt fyrir óhugnaðinn sem sló mig við lestur fréttarinnar var það niðurlag hennar eins og hún er sögð í heimspressunni sem vakti mig til umhugsunar. Þar er sagt að ofbeldi konunnar gegn barni sínu hafi aukist til muna eftir að hún skildi við mann sinn og hóf að búa ein.
Þótt hjónaskilnuðum fari fjölgandi í Japan , ríkja þar enn almennt miklir fordómar gegnvart fráskildu fólki, ekki hvað síst fráskildu kvenfólki. Þetta niðurlag fréttarinnar gefur til kynna að geðveiki konunnar standi í sambandi við skilnað hennar á einhvern hátt. Í undirtextanum er verið að segja; svona getur komið fyrir fólk sem skilur.
En sumir kunna að spyrja, hvar var faðirinn?
Skömmin sem fylgir skilnaði í Japan gerir það að verkum að fyrrverandi hjón hittast nánast aldrei eftir skilnaðinn. Sambandið á milli þeirra er oftast algjörlega rofið.
Fordómar samfélagsins stuðluðu þarna að því að faðirinn heimsótti aldrei dóttur sína sem fyrrverandi eiginkona hans var að pynda til dauða.
Setti dóttur sína í þvottavél | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 11:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.6.2010 | 09:16
An interview with Tolkien´s Icelandic au-pair
The interview appeared in Morgunbladid 1999 and the lady in question, named Arndis
but known as 'Adda', was a doctor's daughter from the West Fjords, who
went to work with the Tolkiens when she was twenty, in 1930. She got
the job because the Tolkiens had two mothers' helps from Iceland
previously, Aslaug and Runa, and Aslaug had been a classmate of
Adda's.
Tolkien collected her from Oxford station and greeted her in Icelandic.
She then talks about her working conditions she was meant to be one
of the family, but she never had a holiday. The youngest of the
children (presumably Priscilla) was in her second year.
She says that the Professor was a really lovely man, very easy and
comfortable to be around, he loved nature, trees and everything that
grew. The house they had just bought had an asphalt tennis court and
the first thing they did was rip it up and put down grass. This is an
example of how JRR and Edith hated modern things another thing they
both hated was central heating and boilers.
Edith loved flowers, and not only had splendid flower beds in her new
home but kept going back to the old one to get plants.
Adda puts this down to English upper class eccentricity the Tolkiens
she says, loved flowers and writing letters. She has lots of letters
from them, including decorated Christmas cards from the Tolkien
children.
The oldest son, Johnny, was now 14 and in the new house he had his own
room. The rest (including Adda) kept themselves to the nursery. The
lady of the house (Edith) had a difficult nature, she wasn't sociable
and disliked most people.
Then Adda talks about how she was meant to come there to learn English
and help Tolkien practice Icelandic but Edith got jealous if they
talked in a language she didn't understand. "She was never unkind to
me, but she was never a friend either. And she was very
over-protective."
Adda says Oxford was at that time completely class-ridden professors
were a class unto themselves. Edith was also a snob when the char
(cleaning lady) went awol for a fortnight, Edith was furious when Adda
decided to wash the doorstep. "You're one of us, you must never be
seen doing work suitable for servants."
The Tolkiens rarely if ever entertained, and Adda was not impressed
with their hospitality..."once a couple who were old friends, just
back from many years in India, called round and they hadn't seen them
for years, but just gave them tea in the morning room, with only one
cake!"
Adda thinks that Tolkien was much more sociable by nature than Edith.
She got to know Edith's lovely old nanny, a Miss Gro (? not sure they
got this name right) who joked that Edith would always have a migraine
whenever there was a university 'do'. Miss Gro also explained why
Edith was so difficult she blamed their traumatic courtship years.
They faced opposition for years and ended up having to practically
elope. They had stood firm together against all the odds, even though
they may not have had much in common.
Adda said Edith spent a lot of time upstairs during the day but didn't
know what she actually did. She was a very promising pianist at the
time when she married, had become an organist in a church. There was a
parlour in the house which no-one ever went into, there was a piano
there but Edith never touched it. None of the children learnt an
instrument.
Whenever Tolkien had had a drink or two he was not allowed to sleep in
the bedroom, he had to go into the guest room. She couldn't stand the
smell of drink on him. Tolkien was a lovely, comfortable man, didn't
talk much. He always came home to lunch every day, and went into his
study after the meal. He would have a bottle of beer and a dry
biscuit.
Adda was very fond of the children. She took them fishing in a nearby
canal, put them in the bath every night and put them to bed, they
loved to hear Icelandic folk tales about trolls and such, and often
Tolkien would come and listen too. "He took lots of ideas from
Icelandic folk stories...and he really believed that all of nature was
alive. He lived in a kind of adventure/fantasy world."
Adda still loves reading the Hobbit (which he started writing at the
time she was working for him).
Tolkien always wore a tweed jacket and pale grey trousers, but loved
to wear colourful waistcoats. And he always wore white tie (tails) at
the Oxford dinners. He always wanted to go to Iceland but thought he
couldn't afford it.
Adda eventually left because of the restrictive life she was forced to lead.
She got friendly with a girl called Betty, one of Tolkien's students,
who invited her to go punting but Edith never found it convenient to
let her go, even on a Sunday.
Edith once showed Adda her wardrobe upstairs, it ran along an entire
wall and was completely full of clothes. But she never went anywhere
at all, except perhaps to the library.
She sometimes did go with me and the older boys to a matinee
(afternoon theatre performance). The Tolkiens thought the theatre an
acceptable leisure activity but hated the cinema, and they really
hated the Morris car factory that had been recently opened south of
Oxford.
John, at 14, was most like his father. Edith stopped Adda from bathing
him. (editor's note I should hope so too!) Michael, the next son,
was such a beautiful child, that people would stop his mother in the
street to admire him. His mother wanted him to be a priest.
Christopher was often squabbled over by his parents. He was a rather
whiny child, fussy with food. But his father adored him and realised
that he needed different handling than the others. Tolkien had started
writing the Hobbit while I was there but was really writing it for
Christopher, reading him out chapters.
She then says that she had close contact through letters with the
family until the war disrupted the correspondence.
The interview in Icelandic can be found here.
Viðtalið á íslensku hér.
5.6.2010 | 01:12
Magadansmeyjar og Robert Plant
Þessa dagana stendur yfir listavaka hér í Bath. Reyndar eru þær tvær, því alþjóðleg tónlistarhátíð fer saman með jaðarhátíð (Fringe festival) þar sem ýmsir viðburðir eiga sér stað á hverjum degi.
Í gærkveldi fór ég t.d. á sýningu þar sem tvær magadansmeyjar sýndu og kynntu mismunandi magadansa undir frábærum hljóðfæraleik hljómsveitar frá Sýrlandi.
Það var margt um manninn á sýningunni og meðal gesta var íslandsvinurinn Robert Plant fyrrum söngvari hinna sálugu Led Zeppelin sem kom til Íslands á listahátíð 1970 . Sveitin var þá að verða og átti síðan eftir að vera um mörg ókomin ár, vinsælasta hljómsveit veraldar.
Karlinn lítur vel út enda aðeins 62 ára. Hann er kannski ekki sama sexgoðið og hann var en við því er ekki heldur hægt að búast.
Ég tók manninn vitanlega tali og það kjaftaði á honum hver tuska og hann var hinn alþýðulegasti.
Það fyrsta sem hann sagði þegar ég sagðist vera frá Íslandi og hafa séð hann fyrir 40 árum í Laugadalshöll í Reykjavík var; "I was in the room".
"Hvað áttu við" spurði ég. "
"Jú fyrir nokkrum árum kom ég í hljómleikaferð til Íslands og hitti þá forseta landsins. Og þetta var það sem hann sagði þegar hann hitti mig; "I was in the room". "
Róberti fannst þetta greinilega bráðfyndið og hló lengi að og klappaði sér á læri.
"Já ég missti af þér þegar þú komst í annað sinn. En ég gleymi aldrei þessum tónleikum 1970" sagði ég.
"Fuck off" kvað við í Roberti. "Ég er miklu betri núna en ég var. En ég skil rómantíkina í kringum allt þá. Við vorum ungir og allt það. En tónlistarlega er ég þúsund sinnum betri núna en ég var þá".
Talið barst nokkuð fljótlega að Immigrant song og hvernig Íslendingar eru hrifnir að því vegna þess að það sé augljóslega um Ísland.
"Ég var vitaskuld undir miklum áhrifum frá Íslandi þegar ég samdi texta lagsins " sagði Robert. "En í raun var ég að yrkja um Keltana sem komu til Íslands löngu áður en víkingarnir komu þangað."
Þetta hafði ég aldrei heyrt áður og þótti fróðleg skýring.
Róbert kvaðst vera að gefa út nýja plötu fljótlega og hann mundi kynna hana fyrst og fremst í Bandaríkjunum.
"Ég vinn eiginlega aðeins með Bandaríkjamönnum. Það er enginn eftir í Bretlandi sem hefur áhuga á að kafa djúpt í tónlist. Alla vega ekki í þetta Mississippi delta sound sem ég er svo hrifinn af. Kannski kem ég líka til Íslands til að kynna plötuna."
Áður en varði bar að unga konu sem hélt á krakka. Róbert kynnti hana sem konuna sína og krakkann sem barnið sitt.
Þetta var skemmtileg viðkynning sem endaði snögglega þegar krakkinn fór að gráta. Hann hafði góð lungu og háa rödd eins og faðirinn.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 01:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.6.2010 | 10:11
Ísland svarar
BBC fjallar um íslenska átakið á netinu til að laða fleiri ferðamenn til landsins. Engin vafi er á að orðspor Íslands beið hnekki eftir efnahagsþrengingarnar og gosið í Eyjafjalajökli og áhrif þess á flugumferð jók síðan á pirringinn út í landið hjá Evrópubúum.
Átakið á netinu er því afar þarft framtak og viðbrögðin við því sem komið er mjög jákvæð. -Landkynningar myndbandið við lag Emilíönu Torrini - Jungle drum t.d. ágætlega unnið og skemmtilegt þrátt fyrir að vera mjög gamaldags og einfalt. Það var satt að segja eins og gamalt júróvisjón innlegg.
Bestu landkynningar sem hægt er að hugsa sér er einmitt að fá Sigurrós, Björk og Emilíönu til þess að gera ný myndbönd við lög sín í íslensku umhverfi en best er að láta listamennina sjálfa eða fólk á þeirra vegum koma með hugmyndirnar að uppbyggingu mundbandsins.
Besta íslenska landkyninningarmyndband sem ég hef séð er við lagið Glósóli eftir Sigurrós.
Ókeypis að hringja út til að kynna Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.6.2010 | 23:45
Galdurinn við að vinna leikinn er að vera alltaf fyrri til að skora jöfnunarmarkið.
Breska landsliðið er á leið til Suður Afríku og með sér taka þeir vonir og drauma Bresku þjóðarinnar.
Okkur Íslendingum finnst við stundum vera dálítið kjánalegir þegar við spáum okkar lagi góðu gengi í Júró, eða "strákunum okkar" fyrsta sæti á stórmóti og svo fer allt í klessu.
Samt komumst við ekki í hálfkvist við Breta sem alltaf virðast sannfærast um það að þeir geti unnið heimsmeistarakeppnina knattspyrnu með smá heppni.
Fram að keppninni mun knattspyrnumanían breiðast út og heltaka þjóðina. Ólíklegasta fólk mun breytast í knattspyrnusérfræðinga og fleygar setningar munu verða til eins og þessi; "Galdurinn við að vinna leikinn er að vera alltaf fyrri til að skora jöfnunarmarkið." Nokkuð satt í því.
Ef að England vinnur fyrsta leikinn við Bandaríkin munu margir fullyrða að England geti vel orðið heimsmeistarar. Ef þeir ná upp úr riðlinum, munu Englendinga telja það mjög líklegt. Nái þeir í undanúrslit munu þeir telja sigurinn öruggan.
Og ef þeir komast í úrslitaleikin munu væntingarnar og spenningurinn verða svo yfirþyrmandi að bráðdeildir sjúkrahúsa munu fyllast af of drukknu og meiddu fólki og karlmönnum á miðjum aldri aðframkomnum vegna hás blóðþrýstings hvort sem England vinnur eða ekki.
Eru á leið til Suður-Afríku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt 3.6.2010 kl. 00:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.5.2010 | 14:34
Bye Bye Blackbird
Það gengur bara nokkuð vel að flæma atvinnu-pólitíkusana burtu af Alþingi. Allir eru þeir skilgetin afkvæmi löngu úreltra pólitískra flokka og uppeldi þeirra er eftir því.
Allar tilraunir til að endurbæta gamla fjórflokkinn hafa mistekist og eru dæmdar til að mistakast. Félagsleg sundurþykkja og persónulegt framapot er harðkóðað í eðli þeirra.
Þeir geta ekki annað en verið það sem þeir eru, nátttröll að morgni sólríks dags.
(Merkilegt annars hvernig pólitíkusar þráast við að skilja gefin skilaboð. Þeir virðast vera til í allt, jafnvel að taka grínframboð alvarlega svo fremi sem það þýðir að þeir geti komist til valda.)
En þeir klárustu skynja tímanna tákn, kyngja stoltinu og taka pokann sinn.
Segja má að þeir séu fórnalömbin sem verður að fórna á altari hins Nýja Íslands sem er smá saman að rísa úr öskustó hrunsins. Fyrstu sprota hins nýja meiðs má greinilega sjá í úrslitum bæjarstjórnarkosninganna í Reykjavík og á Akureyri.
Breytt tungutak breytir ekki innri gerð þinni eins og Steinunn Valdís virðist halda.
Þeir sem enn binda trúss sitt við fjórflokkinn, gera það á sömu forsendum og þeir halda með fótboltafélaginu sínu, sama hversu illa því gengur.
Það kallast tryggð á íslensku.
Að halda tryggð við flokkinn sinn er talið lofsvert.
En aðeins fyrir fylgjendur hans, ekki endilega fyrir þá sem leiða hann. Þeir mega gjarnan skipta um flokk og gera það oft. Alveg eins og í fótboltanum.
Bye Bye Blackbird
Here I go swingin' low
Bye, bye, black-bird
Where somebody waits for me
Sugar's sweet, so is she
Bye, bye, blackbird
No one here can love or understand me
Oh, what hard luck stories they all hand me
Make my bed and light the light
I'll be home late tonight
Blackbird, bye, bye
Pack up all my care and woe
Here I go swingin' low
Bye (bye), bye (bye) blackbird (duoo-duoo-duoo-duoo-duoo-duoo)
Where somebody waits for me
Sugar's sweet, so is he
Bye (bye), bye (bye) blackbird (duoo-duoo-duoo-duoo-duoo-duoo)
No one here can love or understa-a-and me (ah-hah-hah)
Oh, what hard luck stories they all ha-a-and me (ah-hah-hah)
Make my bed and light the light
I'll be home late tonight
Blackbird
Make my bed and light the light
I'll be home late tonight
Leave your perch and take the sky
Too-da-loo, (farewell) bye, bye
Blackbirrrd, go take a fly oh little blackbird, bye
Make my bed and light the light
I'll be home late tonight
Blackbirrrrd, bye bye
Þingmenn breyti tungutaki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.5.2010 | 15:04
Hera á góðan sjens í kvöld
Eftir að hafa eytt morgninum í að vafra um allar helstu júróvisjón netsíðurnar er útkoman sú að Hera Björk á verulega möguleika á að vinna keppina í ár.
Hún virðist sækja mest á og ef meðbyrinn helst, sérstaklega ef norðlöndin standa sig vel gagnvart Íslandi og fara ekki að sóa atkvæðunum á Danmörk eða Noreg mun Hera verða í fyrstu þremur sætunum.
Flest stigin munu koma frá Svisslandi, Frakklandi, Bretlandi, Írlandi, Belgíu og Hollandi. Vel má vera að Pólland og Þýskaland gefi Íslandi líka háu tölurnar.
Auðvitað mun austurblokkin gefa Armeníu og Azerbaijan mestan stuðning. Óvissan er mest um atkvæði Möltu, Tyrklands, Ísrael og Ítalíu. Líklega falla stig þessara þjóða á mismunandi keppendur og koma til með breyta litlu til eða frá með þrjú fyrstu sætin.
Sem sagt, Hera á virkilegan góðan sjens í kvöld.
Átta lönd talin berjast um sigur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 15:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
27.5.2010 | 12:06
Skot í augað
Eitt sinn gekk sú saga að læknastúdentar hefðu fundið upp aðferð til að drýgja vín með því að sprauta því beint í æð. Það kann vel að vera flökkusaga.
Í Skotlandi, (Skotar kalla ekki allt ömmu sína þegar kemur að drykkjuleikjum) tíðkaðist það fyrir mörgum árum að hella kanilblönduðum Vodka í auga sér, sem hlýtur að hafa verið óhemju sársaukafullt. Sem betur fer lagðist sá leikur af mjög fljótlega.
Nú berast þær fréttir að þetta gamla trix hafi verið endurvakið í Bandaríkjunum þar sem gengilbeinur á börum hafi byrjað að hella óblönduðum Vodka í augu sér til að auka við þjórfé sitt.
Síðan hafi kaldir kallar sem spiluðu ruðning fyrir háskólanna byrjað að mana hvern annan til að prófa og nú sé þessi ósiður orðinn vinsæll drykkjuleikur meðal unglinga þar í landi.
Afleiðingarnar láta ekki á sér standa. Að verða blindfullur fær hér nýja merkingu.
Hættulegur drykkjuleikur nær vinsældum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |