Færsluflokkur: Menning og listir
12.5.2010 | 12:03
Hrói Höttur enn og aftur
Ein kvikmyndin í viðbót um enska stigamanninn Hróa Hött kemur í kvikmyndahús á föstudaginn. Í þetta sinn eru það leikstjórinn Ridley Scott og leikarinn Russell Crowe, sem gefa þessari þjóðsögupersónu endurnýjað líf á hvíta tjaldinu. Crowe sem áður hefur vegið mann og annan í kvikmynd eftir Scott, notar auðvitað þéttvaxna fúlskeggjaða lookið í þessari mynd. Hitt lookið hans, þ.e. feiti síðhærði sóðinn, hefði svo sem alveg getað passað við Hróa en hann hefði þá þurft að sleppa gleraugunum.
Merkilegt annars hversu lífseigur Hrói er í Bíó og sjónvarpi. Hér kemur listi yfir kvikmyndirnar sem gerðar hafa verið upp hetjuna og kappa hans. Miðað við þennan fjölda mæti halda að veröldin væri búin að fá nóg. En svo er ekki.
Adventures of Robin Hood. Dir. Michael Curtiz and William Keighley. With Errol Flynn, Basil Rathbone, Claude Rains, Olivia De Havilland and Alan Hale. Warner Brothers, 1938.
L'Arciere di fuoco. Dir. Girgio Ferroni. With Mario Adorf, Lars Bloch, Mark Damon and Silvia Dionisio. Oceanic Produzione, 1971. (Italy)
The Bandit of Sherwood Forest. Dir. George Sherman and Henry Levin. With Cornel Wilde and Anita Louise. Columbia, 1946.
A Challenge for Robin Hood. Dir. C. M. Pennington Richards. With Barrie Ingham, Gay Hamilton and James Hayter. Seven Arts-Hammer Films, 1967. (Alternate Titles: Robin Hood's Chase; The Legend of Robin Hood)
Drei für Robin Hood. Dir. Erik Haffner and Thommy Krappweis. With Christoph Maria Herbst and Sissi Perlinger. KIKA, 2003. (German)
In the Days of Robin Hood. Dir. F. Martin Thornton. With Harry Agar Lyons. Natural Colour Kinematograph, 1913. (Silent)
Ivanhoe. Dir. Herbert Brenon. With Walter Thomas. Independent Moving Pictures, 1913. (Silent)
Ivanhoe. Dir. Richard Thorpe. With Robert Taylor, Elizabeth Taylor and Harold Warrender. Metro-Goldwyn-Mayer, 1952.
Ivanhoe. Dir. Douglas Camfield. With James Mason, Sam Neill and David Robb. Columbia Pictures TV, 1982.
Il Magnifico Robin Hood. Dir. Roberto Bianchi Montero. With George Martin and Sheyla Rosin. Marco Claudio Cinematografica, 1970. (Italy)
The Men of Sherwood Forest. Dir. Val Guest. With Don Taylor and Eileen Moore. Hammer Films, 1954.
The Merry Men of Sherwood. Dir. Widgey R. Newman. With John Thompson, Eric Adeney and Aileen Marston. Delta Pictures, 1932.
El Pequeño Robin Hood. Dir. René Cardona. With René Cardona III and Patricia Aspíllaga. 1973. (Mexico)
The Prince of Thieves. Dir. Howard Bretherton. With Jon Hall and Patricia Morison. Columbia, 1948.
Princess of Thieves. Dir. Peter Hewitt. With Stewart Wilson and Keira Knightly. Walt Disney Productions, 2001.
Ribald Tales of Robin Hood. Dir. Richard Kanater and Erwin C. Dietrich. With Lawrence Adams and Danielle Carver. Mondo Films, 1969.
Il Ritorno di Robin Hood. Dir. Peter Seabourne. With Richard Greene. 1991. (Italy) (edited from the Greene TV series)
Robin Hood and His Merry Men. Dir. Percy Stow. Clarendon Films, 1909. (Silent) (Alternate Title: Robin and His Merry Men)
Robin and Marian. Dir. Richard Lester. With Sean Connery and Audrey Hepburn. Columbia, 1976.
Robin, Frecce, Fagioli e Karate. Dir. Tonino Ricci. With Sergio Ciani and Victoria Abril. Scale Film-Panorama Arco Film, 1977. (Italy/Spain)
Robin Hood. Dir. Étienne Arnaud and Herbert Blaché. With Alex B. Francis and Robert Frazer. American Éclair, 1912. (Silent)
Robin Hood. Dir. Theodore Marston. With William Russell, Gerda Holmes, James Cruze and William Garwood. Thanhouser, 1913. (Silent) (Alternate Title: Robin Hood and Maid Marian)
Robin Hood. Dir. Allan Dwan. With Douglas Fairbanks, Enid Bennett, Wallace Beery and Alan Hale. United Artists, 1922. (Silent)
Robin Hood. Dir. John Irvin. With Patrick Bergin and Uma Thurman. 20th Century-Fox, 1991.
Robin Hood. Dir. Mike A. Martinez. With David Wood. Scythe Productions, 1998.
Robin Hood and the Sorcerer. Dir. Ian Sharp. With Robert Addie, Clive Mantle and Judi Trott. Goldcrest Films and Television Productions, 1984.
Robin Hood and the Pirates. Dir. Giorgio Simonelli. With Lex Barker, Jackie Lane and Rossana Rory. F. Ci-T, 1960. (Italy) (Alternate Title: Robin Hood e i pirati)
Robin Hood, el arquero invencible. Dir. José Luis Merino. With Luis Barboo. Cinematografica Lombarda, 1970. (Spain/Italy)
Robin Hood en zijn schelmen. Dir. Henk van der Linden. With Cor van der Linden. 1962. (Netherlands)
Robin Hood Jr. Dir. Clarence Bricker. With Frankie Lee and Peggy Cartwright. East Coast Productions, 1923. (Silent)
Robin Hood Jr. Dir. Matt McCarthy and John Black. With Keith Chegwin and Mandy Tulloch. Brocket, 1975.
Robin Hood: Men in Tights.Dir. Mel Brooks. With Cary Elwes, Richard Lewis and Patrick Stewart. 20th Century-Fox, 1993.
Robin Hood: The Movie. Dir. Daniel Birt and Terence Fisher. With Richard Greene. Associated Images, 1991. (edited from the Greene TV series)
Robin Hood no yume. Dir. Bansho Kanamori. With Fujio Harumoto. Toa Kinema, 1924. (Silent) (Japan)
Robin Hood nunca muere. Dir. Francisco Bellmunt. With Charly Bravo and Emma Cohen. Profilmes, 1975. (Spain)
Robin Hood, O Trapalhão da Floresta. Dir. Paul DiStefano. With Bill Melathopolous and Mario Cardoso. Atlântida Cinematográfica, 1974. (Brazil)
Robin Hood Outlawed. Dir. Charles Raymond. With A. Brian Plant. British and Colonial Films, 1912. (Silent)
Robin Hood: Prince of Thieves. Dir. Kevin Reynolds. With Kevin Costner, Morgan Freeman and Mary-Elizabeth Mastrantonio. Morgan Creek Productions, 1991.
Robin Hood: Thief of Wives. Dir. Joe D'Amato. With Mark Davis and Stefania Sartori. 1996. (Italy) (Alternate Title: Robin Hood: The Sex Legend)
Robin of Locksley. Dir. Michael Kennedy. With Devon Sawa and Sarah Chalke. Sugar Entertainment, 1996.
Rogues of Sherwood Forest. Dir. Gordon Douglas. With John Derek, Alan Hale and Diana Lynn. Columbia, 1950.
Son of Robin Hood. Dir. George Sherman. With David Hedison and June Laverick. Argo Film Productions, 1958.
The Story of Robin Hood. Dir. Ken Annakin. With Richard Todd and Joan Rice. RKO-Disney, 1952. (Alternate Title: The Story of Robin Hood and His Merrie Men)
Striely Robin Guda.Dir. Sergei Tarasov. With Int Buran, Yuri Kamory, Boris Khmelnitsky, Algis Masyulis and Ragina Razuma. Riga Film Studio, 1977. (USSR) (Alternate Titles: Arrows of Robin Hood; Robin Hood's Arrows)
Sword of Sherwood Forest. Dir. Terence Fisher. With Richard Greene and Peter Cushing. Hammer Films, 1960.
Tales of Robin Hood. Dir. James Tinling. With Robert Clarke and Mary Hatcher. Lippert Pictures, 1951.
Time Bandits. Dir. Terry Gilliam. With John Cleese, Shelley Duvall, Sean Connery and Michael Palin. Handmade Films, 1981.
Il Trionfo di Robin Hood. Dir. Umberto Lenzi. With Don Burnett and Gia Scala. Italiana Film Buonavista, 1962. (Italy)
Up the Chastity Belt. Dir. Bob Kellett. With Frankie Howerd, Hugh Paddick and Rita Webb. Associated London Films, 1971.
Virgins of Sherwood Forest. Dir. Cybil Richards. With Brian Heidik and Gabriella Hall. Surrender Cinema, 2000.
Wolfshead: The Legend of Robin Hood. Dir. John Hough. With David Warbeck and Ciaran Madden. London Weekend Productions, 1969.
The Zany Adventures of Robin Hood. Dir. Ray Austin. With George Segal, Morgan Fairchild and Roddy McDowall. Charles Fries Productions, 1984.
Teiknimyndir
"An Arrow Escape." Dir. Mannie Davis and George Gordon. Terrytoons, 1936.
"Mr. Magoo in Sherwood Forest." Dir. Abe Levitow. With Jim Backus. Paramount, 1964.
"Koko Meets Robin Hood." With Norma MacMillan and Larry Storch. Seven Arts Associated, 1962.
The Legend of Robin Hood. With Tim Elliot and Helen Morse. CBS, 1971. (Australia)
"Rabbit Hood." Dir. Chuck Jones. With Mel Blanc and Errol Flynn. Warner Brothers, 1949.
"Robin Hood." Dir. Paul Terry and Frank Moser. Terrytoons, 1933.
Robin Hood. Dir. Wolfgang Reitherman. With Brian Bedford, Monica Evans, Peter Ustinov and Roger Miller. Walt Disney Productions, 1973.
"Robin Hood Daffy." Dir. Chuck Jones. With Mel Blanc. Warner Brothers, 1956.
"Robin Hood, Jr." Dir. Ub Iwerks. With Eleanor Stewart. Celebrity Productions, Inc./MGM, 1934.
"Robin Hood Makes Good." Dir. Chuck Jones. With Mel Blanc. Warner Brothers, 1939.
"Robin Hood Rides Again." Van Beuren Studios, 1934.
"Robin Hood-Winked." Dir. Seymour Kneitel. With Jack Mercer and Jackson Beck. Famous Studios/Paramount Pictures, 1948.
Rocket Robin Hood. Dir. Ralph Bakshi and Grant Simmons. With Len Carlson and Ed McNamara. Famous Studios, 1966-69. (Canada. 52 episodes.)
Shrek. Dir. Andrew Adamson and Vicky Jenson. With Mike Myers, Cameron Diaz, Eddie Murphy and Vincent Cassel. Dreamworks, 2001.
Young Robin Hood. With Thor Bishopric. Hanna-Barbera, 1992. (26 episodes)
Sjónvarpsmyndir
The Adventures of Robin Hood. Dir. Bernard Knowles, Lindsay Anderson, Terence Fisher, and Ralph Smart. With Richard Greene, Bernadette O'Farrell and Patricia Driscoll. Sapphire Films, 1955-1958. (165 episodes)
The Adventures of Young Robin Hood. With Peter Demin. BBC, 1983.
Back to Sherwood. With Aimee Castle and Christopher B. MacCabe. CBC, 1999.
Blackadder Back and Forth. Dir. Paul Weiland.With Rowan Atkinson, Tony Robertson and Miranda Richardson. BBC, 1999. (One episode features Rik Mayall as Robin and Kate Moss as Marion.)
Ivanhoe. Dir. Stuart Orme. With Ronald Pickup and Aden Gillett. BBC-A&E, 1997. (6 episode miniseries)
The Legend of Robin Hood. Dir. Eric Davidson. With Martin Potter and Diane Keen. BBC, 1975. (6 episode miniseries)
The Legend of Robin Hood. Dir. Alan Handley. With David Watson, Douglas Faribanks, Jr., and Roddy McDowall. NBC, 1968.
Maid Marian and her Merry Men. Dir. David Bell. With Kate Lonergan and Wayne Morris. BBC, 1988-1989. (25 episodes)
The New Adventures of Robin Hood. Various directors. With Matthew Porretta, John Bradley, Anna Galvin and Barbara Griffin. Baltic Ventures International, 1997-1999.
Robin Hood. Dir. Joy Harington. With Patrick Troughton and Josée Richard. BBC, 1953. (6 episodes)
Robin Hood. Dir. Trevor Evans. With Rich Little. CBC, 1982.
Robin Hood no daibôken. Dir. Kôichi Mashimo. With Yumi Tôma. 1991. (Japan. 52 episodes) (Alternate Title: Robin Hood's Big Adventure)
Robin of Sherwood. Dir. Ian Sharp. With Michael Praed, Robert Addie and Nikolas Grace. HTV 1984-86. (26 episodes) (Alternate title: Robin Hood)
When Things Were Rotten. Dir. Jerry Paris and Marty Feldman. With Richard Gautier and Misty Rowe. ABC, 1975. (13 episodes. Written and produced by Mel Brooks.)
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 12:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.5.2010 | 16:51
Gamla brjósta nornin
Þjóðlagatónlist er afar vinsæl um þessar mundir hér í Bretlandi. Margar þjóðlagahljómsveitir spreyta sig á að bræða saman tónlist frá öðrum löndum við hefðbundinna keltneska tónlist svo oft verður úr stórskemmtileg blanda.
Eitt vinsælasta þjóðlaga-bandið um þessar mundir í mið-Englandi stígur á stokk í kvöld hér í Bath. (Chapel Arts Centre) Bandið kallar sig Sheelanagig og leikur bræðing af Sígauna djassi og írskri tónlist. Nafnið er nokkuð sérkennilegt enda samrunni þriggja forn-írskra orða, þ.e. Sheela, na og gig. Mér lék forvitni á að vita hvað nafnið þýddi og fann strax upplýsingar um það á netinu.
Satt að segja brá mér dálítið í brún við lesturinn.
Margir furða sig á því, þegar þeir skoða gamlar dómkirkjur, að byggingarnar eru oft "skreyttar" með ófrýnilegum og afmynduðum andlitum eða skrímslum sem ganga undir samheitinu "Gargoyles" (ófreskjur). Gargoyle er dregið af franska orðinu gargouill sem þýðir háls eða kok, enda ófreskjuskolturinn oftast notaður sem affall fyrir vatn af þökum bygginganna. Hugmyndin bak við þessar ófreskjumyndir er að best sé að bægja frá hinu illa með illu, þ.e. "að með illu skuli illt út reka".
Fornar hugmyndir fólks um heiðnar vættir hverskonar fundu sér þannig leið og var viðhaldið af smíðameisturum miðalda sem reistu margar af helstu og frægustu kirkjubyggingum Evrópu.
Á keltneskum áhrifasvæðum, einkum á Írlandi, tíðkaðist gerð sérstæðrar kvenkyns-ófreskju sem bar nafnið Sheela na gig. Deildar meiningar eru um nákvæmlega merkingu orðanna en líklegast er hún dregin af gelísku setningunni Sighle na gCíoch, sem merkir "Gamla brjósta nornin".
Samt eru Sheela na gig fígúrur ekki brjóstastórar konur. Þvert á móti eru þær allar brjóstalausar. Þær sýna þess í stað óferskju sem teygir út sköp sín líkt og sést hér á meðfylgjandi mynd.
1.5.2010 | 01:18
Eyjamolar
Vestmannaeyjar og sér í lagi Heimaey, er að mínu áliti merkasti staðurinn á Íslandi. Bæði í jarðfræðilegu og sögulegu tilliti eiga Vestmannaeyjar ekki sinn líka á Íslandi og eru að margra mati einstæðar í heiminum. Fyrir þessu mati liggja margar orsakir sem allar leggjast á eitt. Ætlunin er að tilfæra hér nokkrar.
Til að byrja með er Heimaey afar ung og verður svo að segja til um það leiti sem fyrstu merki um siðmenningu mannsins koma fram.
Í lok síðustu ísaldar fyrir rúmum 11.000 árum, þegar að mennirnir voru rétt að byrja að stunda akuryrkju suður í Mesópótamíu og mynda með sér samfélög, urðu nokkur eldgos suður af Íslandi undir jöklinum sem enn lá yfir landinu. Í þessum gosum urðu til elstu hlutar Heimaeyjar; Dalfjallið, Klif, Háin, Heimaklettur, Miðklettur og Ystiklettur. 5000 árum síðar, þegar borgríki höfðu verið stofnuð víða um lönd og siðmenningin sitt hvoru megin við miðbaug var komin vel á veg, urðu aftur gos á svipuðum slóðum sem mynduðu Stórhöfða, Stakkabótina og nokkru síðar Helgafell. Hraun úr Helgafelli tengdi Stórhöfða og Sæfjall við Dalfjall og myndaði eyjuna eins og hún var fram til 1973. Þá bættist við Heimaey í gosinu sem hófst 23. janúar 1973 og þá stækkaði eyjan um 2,2km², en nýja hraunið þekur alls 3,3km².
Elstu hlutar Heimaeyjar eru að mestu gerðir úr Móbergi, enda bergtegund, sem verður til við gos undir jökli eða vatni þar sem gosopið er nálægt eða rétt undir yfirborðinu. Lengi var talið að það tæki Móberg langan tíma að harðna og verða til og þess vegna kom það nokkuð á óvart þegar í rannsóknum á Surtseyjargosinu 1963 kom í ljós að í 80-100 °C heitum borholum hafði gjóska ummyndast í hart móberg á aðeins einu til tveimur árum en jafnvel enn hraðar við hærri hita.
Fuglalíf við eyjar er afar fjölbreytt og þar m.a að finna stærstu lundabyggðir í veröldinni.
Telja má víst að Ísland hafi komist oftast í heimspressuna vegna atburða sem tengjast Vestmannaeyjum.
Fyrst var það árið 1963 þegar að Surtsey reis úr hafi ásamt nokkrum smáeyjum sem síðan sukku aftur.
Þá vakti gosið á Heimaey 1973 einnig heimsathygli. Í því gosi reyndu menn í fyrsta sinn í sögu heimsins að stöðva og breyta hraunrennsli frá virkum eldgígum með raunhæfum aðgerðum.
Síðast var það koma háhyrningsins Keikó til Heimaeyjar 1998 sem greip athygli umheimsins. Hvalnum var flogið til eyjarinnar með Hercules hergagna-flutningavél sem svo braut á sér annan hjóla-útbúnaðinn í lendingu og festist á miðjum flugvellinum í tvo daga
Lengi hefur skráð saga Vestmannaeyja verið tengd fyrstu landnámsmönnunum, þeim fóstbræðrum Ingólfi og Hjörleifi. Eyjarnar eru sagðar nefndar eftir írskum þrælum Hjörleifs sem Ingólfur drap alla á Þrælaeyði, nema foringja þeirra Dufþak. Hann er sagður hafa hlaupið á flótta undan Ingólfi fram af Heimakletti þar sem nú heitir Dufþekja.
Lítið hefur verið sett út á þessa sögu þótt bent hafi verið á að Írar hafi alls ekki verið kallaðir Vestmenn af Normönnum, heldur aðeins þeir norrænu menn sem sest höfðu að vestan Danmerkur, þ.e. í Setlandseyjum, Orkneyjum, á Mön eða á Írlandi. Ef að eyjarnar hefðu verið byggðar norrænum mönnum þegar Ingólfur nefndi þær, á nafnið alveg við. Reyndar bendir margt til að svo hafi verið.
Sumarið 1971 hóf Margrét Hermanns Auðardóttir, fornleifafræðingur, ásamt öðrum sérfræðingum, uppgröft í Herjólfsdal. Niðurstöður hennar og aldursgreiningar á fornleyfum af staðnum enda til þess að byggða hafi verið í Eyjum allt að 200 árum fyrr en haldið er fram í sögubókum.
Páll Theódórsson, eðlisfræðingur, hefur rýnt í þessa vinnu og fleiri aldursgreiningar og sagt niðurstöðu þeirra og nýrra aldursgreininga breskra og bandarískra vísindamanna, sýna nærri óvefengjanlega, að landnám hófst á Íslandi tveimur öldum fyrr en almennt er talið, eða um árið 670.
Vestmannaeyjum tengjast ýmsir atburðir í sögu landsins og jafnvel heimsins sem ekki er oft getið um. Verið getur að mörgum þyki heimildirnar eða ályktanir dregnar af þeim séu of veikar til að halda mikið á lofti.
Landnáma segir að Herjólfur Bárðarson hafi numið Vestmannaeyjar fyrstur manna. Í Grænlendingasögu segir frá alnafna hans sem bjó skammt frá Eyrarakka og sem sagður er hafa siglt með Eiríki Rauða til Grænlands. Bjarni Herjólfsson sonur hans hafði þá verið í siglingum og ætlaði á eftir föður sínum til Grænlands. Hann villtist af leið og fann land í vestri. Seinna segir hann Leifi syni Eiríks frá þessu en Leifur er sagður hafa fyrstur vestrænna manna tekið land í Norður Ameríku.
Í febrúarmánuði árið 1477, fimmtán árum fyrir sögufræga siglingu sína yfir Atlantsálaárið 1492, kom ítalskur sæfari að nafni Kristófer Kólumbus til Íslands. Frá þessu segir í ævisögu hans, sem á frummáli heitir Historia del Almirante Don Cristóbal Colón og var skrifuð af syni hans Ferdinand Kólumbus nokkru eftir dauða "Cristobals".
Ævisöguna skrifaði sonurinn m.a. sem andsvar við tilraunum spænsku krúnunnar til að gera lítið úr hlut Kólumbusar í landafundunum miklu. Sú rimma snerist, eins og svo margar aðrar, um tilkall til valda og auðæfa. Leiðangur Kólumbusar var farinn með fulltingi Ísabellu drottningar af Spáni með samkomulagi um verulega upphefð Kólumbusi til handa ef leiðangurinn bæri árangur.
Afkomendur hans höfðu hins vegar verið þvingaðir til að afsala sér þeim forréttindum að miklu leiti. Það er athyglisvert að ein af rökum spænsku krúnunnar í því máli voru að Kólumbus hefði fengið hugmyndina að leiðangri sínum hjá öðrum, sem vekur spurningar um hvort slíkur orðrómur hafi verið á kreiki á þeim tíma?
Í stuttri frásögninni lýsir Kólumbus Íslandi sem eyju jafn stórri og Englandi og gefur upp sínar mælingar á staðarhnitum. Hann segir að Englendingar sigli þangað með vörur sínar, einkum frá Bristól. Hann segir að sjórinn við landið hafi ekki verið frosinn þegar hann var þar en öldur hafi verið ógnarháar. Kólumbus skrifaði þennan stutta texta, ásamt fleiri svipuðum, til að sýna að hann hefði víða farið og hafi verið fullfær um að leiða leiðangurinn yfir Atlantshafið til að leita Indíum.
Eins og margt annað sem haft er eftir Kólumbusi er frásögn hans af heimsókn hans til Íslands frá Írlandi algjörlega út úr kú að mestu leyti. Staðsetning hans á landinu skeikar litlum 400 mílum og stærðin er stórlega ýkt. En að einu leiti hefur hann rétt fyrir sér, enskir kaupmenn frá Bristól sigldu til og frá landinu með varning. Ýmsir telja í dag að Kólumbus hafi komið að Rifi á Snæfellsnesi með Englendingum, en þeir sigldu gjarnan þangað, hæfilega langt frá dönsku valdi sem kærði sig lítið um að þeir væru að stunda hér verslun. Hinn möguleikinn er að hann hafi komið til Vestmannaeyja þar sem enskir kaupmenn versluðu með saltfisk, lýsi og vaðmál. Þaðan getur Kólumbus hafa siglt í kring um landið á minni fiskiát og síðan til baka með kaupfari til Írlands.
Víst er að landi hans John Cobott kom við í Vestmannaeyjum á ferðum sínum um norðurhöf áður en hann fékk leyfi Bretakonungs til að kanna ókunn fiskimið strendur Nýfundnaland 1495-6. John og Kólumbus áttu reyndar sameiginlegan vin í Englandi og til eru nokkur sendibréf frá honum stíluð á Kólumbus. Sumir segja að Kólumbus og Cabott hafi verið afar góðir vinir en að Cabott hafi afrekað það fram yfir Kólumbus að stíga fæti á Ameríska meginlandið.
Eins og allir vita gerði hollenski sjóræninginn Jan Janszoon, einnig þekktur sem Murat Reis, strandhögg í Vestmannaeyjum árið 1627. Strandhöggið er oftast nefnt Tyrkjaránið. Um ránið og afdrif sumra þeirra sem rænt var hafa varðveist nokkrar upplýsingar.
Minna fer fyrir upplýsingum um atburði sem áttu sér stað í Vestmannaeyjum 1614 þegar flokkur sjóræningja dvaldi á Heimaey í 20 daga samfleytt við rán og gripdeildir. Ef til vill vegna þess að þessir kumpánar drápu enga, þóttu ránin varla heyra til tíðinda, alla vega bliknuðu þau alveg fyrir Tyrkjaráninu 13 árum seinna.
Kláus lögréttumaður Eyjólfsson (1584-1674) skráði frásagnir af Tyrkjaráninu. Hann var um tíma sýslumaður í Vestmannaeyjum Þar segir nánar af ýmsum fyrirburðum á himni og á jörð. Þau teikn sem sáust áður en þessir morðlegu Tyrkir ræntu í Vestmannaeyjum og Austfjörðum voru:
Ein hræðileg ókind með síðum hornum, er gekk úr sjónum lifandi þar upp á eyjarnar, aktandi ei fallstykki, spjót og lensur. Hún sást þar og áður það fyrra Vestmannaeyjarán skeði af Jóhann Gentelmann, hver þar rænti, en enginn var þó drepinn, svo eg viti, en rændir voru þeir eignum sínum.
Á þessum tíma gengu sjóræningjar undir mörgum nöfnum. Eyjamenn muna þennan Jóhann undir nafninu John Gentelman eða Jón Herramann. Réttu nafni ku maðurinn hafa heitið James Gentleman og félagi hans, einnig kunnur stigamaður frá Englandi, Williams Clark.
Í júní 1614 komu þessir ensku sjóræningjar til Heimaeyjar. Áður höfðu þeir rænt tveimur dönskum skipum út fyrir eyjum. Þeir fóru síðan ránshendi um Vestmannaeyjar í tvær vikur . Seinna sama ár voru þessir ræningja-herramenn handsamaðir, dæmdir og hengdir í Englandi, m.a. fyrir rán sín í Vestmannaeyjum.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 01:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
24.10.2009 | 16:03
John Lennon bað Yoko Ono að byggja handa sér ljósaturn
Í dag (laugardag 24. okt.) er forsíða The Times Saturday Reveiew tileinkuð Yoko Ono sem Bretar virðast loks vera að taka í sátt. Yoko nú 76 ára, hefur einatt verið kennt um losaraganginn sem kom á The Beatles eftir að hún og John Lennon tóku upp samband fyrir fjörutíu og tveimur árum síðan.
Síðustu plötu Yoko; Between My Head and the Sky, hefur verið vel tekið í Bretlandi og fengið afar góða dóma.
Viðtalið í Times er tekið á Íslandi 9. okt. s.l. og stór hluti þess fjallar um ástæður þess að Yoko ákvað að láta drauminn um að byggja listaverk úr ljósi rætast á Íslandi.
Hún segir það tengjast fyrstu fundum þeirra Lennons þá hann bauð henni í hádegismat að heimili sínu í Weybridge í Surrey. Þetta gerðist fljótlega eftir að hann hafði séð sýningu á verkum hennar í London og kynnst huglægri list hennar, þ.á.m. sýn hennar á að útbúa "Lighthouse" eða listaverk úr ljósi.
John bað hana að byggja handa sér slikan ljósaturn í garðinum sínum. Yoko svaraði að verkið væri aðeins huglægt og enn væri ekki til tæknin til að byggja það eins og hún sæi það fyrir sér. Síðan eru liðin 42 ár.
Yoko er greinilega afar hrifin af Íslandi og íslenskri menningu. Henni er tíðrætt um hreinleika landsins og segir það byggt af "annarri gerð fólks líkt og landið sé land álfa og seiðkarla". "Mér fannst landið afar áhugavert og varð ástfanginn af því. Landið liggur mjög norðarlega og úr norðri kemur viskan og krafturinn. Þú vilt gefa þá visku og þann kraft úr norðri öllum heiminum. Og þess vegna fannst mér þetta kjörinn staður til að byggja friðarsúluna hér."
24.10.2009 | 13:54
Baka fólkið og tónlistin þeirra
Á regnskógasvæðinu í suðaustur Kamerún býr ættbálkur sem heitir Baka. Baka fólkið sem ekki telur fleiri en 28.000 manns, er enn á safnara og veiðimannastiginu, talar sitt eigið tungumál (Baka) , hefur sérstakan átrúnað og með honum hefur þróast frá fráær tónlist sem ég var svo heppinn að fá að hlusta á í gærkvöldi þegar ég fór á tónleika með hljómsveitinni Baka Beyond.
Meðal Baka fólksins gegnir tónlistin þýðingarmiklu hlutverki. Allt frá bernsku þróar hver einstaklingur með sér hrynjandi og þegar komið er saman til að syngja má sjá ungabörn klappa saman höndum í takt við tónlistina. Tónlist er notuð í trúarlegum athöfnum, einnig til að skila þekkingu ættbálksins, frásögnum hans og sögu til næstu kynslóðar og síðast en ekki síst til skemmtunar. Á meðal þeirra er ekki hægt að skynja að einhver einn flytji tónlistina frekar en annar, allir taka þátt. Þegar sögur eru sungnar leiðir einn sönginn en allir taka undir í viðkvæðunum sem eru ávalt rödduð og spila að auki á ásláttarhljóðfærin.
Til að komast af í regnskóginum er nauðsynlegt að kunna að hlusta. Þar er sjaldgæft að hægt sé að sjá lengra en 50 metra fram fyrir sig og þess vegna reiðir Baka fólkið sig frekar á heyrn en sjón þegar það ferðast umskóginn. Hver á hefur sín sérstöku hljóð, hvert svæði í skóginum sína sérstöku ábúendur sem gefa frá sérstök hljóð , jafnvel einstaka tré er þekkt meðal fólksins og er lýst í samræmi við hljóðin sem koma frá því.
Baka fólkið hefur því afskaplega næma heyrn. Við sem búum í borgum og bæjum reynum að sigta út og heyra ekki hljóð sem eru okkur til þæginda, Baka fólkið reynir að heyra og taka eftir öllum umhverfishljóðum enda eru þau öll mikilvæg afkomu þess. Þegar kemur að tónlist er það undarvert hversu auðveldlega og fljótt það lærir nýjar laglínur.
Baka-menn trúa því að þeir séu börn regnskógarins og að skógurinn láti sér annt um þá og sjái þeim fyrir öllu. Ef eitthvað slæmt gerist á meðal þeirra, segja þeir að frumskógurinn hafi sofnað. Til þess að vekja hann aftur nota þeir tónlist og jafnframt tak þeir gleði sína á ný. Þegar að vel gengur nota þeir einnig tónlist til að deila gleði sinni með skóginum.
Baka fólk reiðir sig á það sem finna má til átu í skóginum og það sem veiða í honum og ám hans. Þeir notað eitraðar örvar og spjót með góðum árangri á ýmsa bráð en fisk veiðir það með að blanda efni í vatnið sem eyðir úr því súrefninu þannig að fiskarnir fljóta dauðir upp á yfirborðið. Ávextir, hnetur og hunang eru einnig hluti af fæðu þeirra.
Baka fólkið flytur sig reglulega um set og forðast að misbjóða náttúrunni með ofveiði eða á annan hátt. Ákvörðunin um að flytja og aðrar mikilvægar ákvarðanir sem varða allan hópinn, tekur fólkið sameiginlega.
Hljómsveitinni Baka Beyond sem ég fór að hlusta á í gærkveldi er skipuð átta meðlimum, þremur söngvurum, gítarleikara, trymbli, fiðluleikara og ásláttarhljóðfæraleikara.
Sveitin var stofnuð 1992 eftir að frum-meðlimir hennar höfðu heimsótt Baka fólkið og hrifist mjög a tónlist þeirra og menningu. Hljómsveitin flytur sambræðing af Baka tónlist og keltneskri þjóðlagatónlist sem einhvern veginn krefst þess að líkaminn hreyfi sig eftir henni á meðan hún hljómar.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 13:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.10.2009 | 23:29
Kannski stólpípa sé ekki svo slæm
Í níunda mánuði hins kínverska tunglárs er haldin mikil grænmetis-fæðu hátíð á Phuket eyju suður af Tælandi. Hátíðinni er ætlað að vera sá tími þegar fólk hreinsar líkama sinn, eins konar andleg og líkamleg detox eða afeitrunar hátíð.
Fagnaðurinn hefst með sérstakari athöfn sem stýrt er af anda-miðli og fyrir utan að borða bara grænmeti yfir hátíðisdagana gerir fólk sér sitt hvað til skemmtunar.
Hluti af fjörinu, sem stendur í níu daga samfleytt, er mikil skrúðganga um götur bæjarins þar sem þramma karlmenn sem hafa stungið sveðjum, hnífum og sverðum í munn sér, líkt og sést á meðfylgjandi mynd.
Hátíðin er sögð eiga rætur sínar að rekja til kínversks óperu-hóps sem veiktist af malaríu á meðan hann var í heimsókn á eyjunni. Hópurinn ákvað að neyta aðeins grænmetis og biðja til guðs hinna níu keisara til að hreinsa huga sinn jafnt sem líkama.
Þegar að söngfólkið náði sér af veikindunum sem í þá daga voru talin banvæn, var haldin mikil hátíð til að fagna fenginni heilsu og heiðra um leið guðina.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 23:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.10.2009 | 14:57
Hvar er Umbarumbamba?
1966 kom út hljómplatan Umbarumbamba með Hljómum frá Keflavík. Platan kom einnig út í Bretlandi og nefndi hljómsveitin sig þar Thor´s Hammer. Sú plata mun nú vera verðmætasta safnplata sem íslenskir hljómlistarmenn hafa staðið að. Jafnframt létu Hljómar gera kvikmynd sem einnig bar nafnið Umbarumbamba með undirtitlinum; Sveitaball. Myndin fjallaði um sveitaball, slagsmál og fyllerí, og verður að teljast afskaplega frumstæð í alla staði.
Hún var gerð af Reyni Oddsyni, þeim sama og seinna (1977) gerði kvikmyndina Morðsaga. Reynir stýrði verkinu og bar hitann og þungann af vinnslunni. Hljómar greiddu stærsta hluta kostnaðarins, rúmlega hálfa milljón og fóru upptökurnar fram um sumarið og haustið ´65. Upphaflega átti myndin að vera hálftíma löng en hún endaði sem 13 mínútna stuttmynd.
Umbarumbamba var aðeins sýnd í tvo daga sem aukamynd í Austurbæjarbíói. Eftir það var hún send út á land og var sýnd í kvikmynda- og samkomuhúsum sem aðalmynd á eftir klukkutíma langri aukamynd sem ég man ekki lengur hver var. Samt þótti enginn maður með mönnum sem ekki hafði séð hana. Kvikmyndir bresku Bítlanna A Hard Day's Night (1964) og Help (1965) sátu fastar í unglingum landsins, enda sáu þær margir ótal sinnum, og nú var komið íslensku Bítlunum.
Ég sá myndina þegar hún var fyrst sýnd í Félagsbíói í Keflavík og verð að viðurkenna að mér þótti lítið til hennar koma. Fyrir það fyrsta var hún allt of stutt. Hljómgæðin voru döpur og samtölin stirðbusaleg. Þá saknaði maður Engilberts á trommunum en í hans stað var kominn Pétur Östlund sem lék með Hljómum í stuttan tíma um það leiti sem myndin var tekin upp. En auðvitað lét ég á engu bera. Það hefði verið algjör goðgá í Keflavík á þeim tíma að gagnrýna eitthvað sem kom frá Hljómum.
Í dag er myndin eflaust ómetaneg heimild sem marga mun fýsa að sjá aftur. Þar sem knöpp peningaráð réðu því að aðeins var gerð eitt sýningareintak af myndinni, fór þetta eina eintak mjög illa, rispaðist og skemmdist þegar það var sýnt vítt og breitt um landið.
Eftir að sýningum lauk á myndinni hvarf hún sporlaust og sú flökkusaga gekk um að hún hefði hreinlega týnst eða eyðilagst. Löngu síðar kom í ljós að leikstjórinn Reynir Oddson hafði tekið hana til varðveislu.
Eflaust vakir enn fyrir Reyni að koma kvikmyndinni í sýningarhæft ástand og vona ég að svo verði sem fyrst.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 15:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.10.2009 | 23:01
Að verða gamall er ekki svo slæmt miðað við hinn möguleikann
Árið 1893 gáfu systurnar Patty og Mildred J. Hill saman út bók sem hafði að geyma barna-sönglög og barnagælur. Báðar störfuðu þær á barnaheimili í Louisville í Kentucky í Bandaríkjunum, en meðal lagnanna sem í bókinni birtust var lag sem í dag er, samkvæmt heimsmetabók Guinness, þekktasta lagið í heiminum í dag. Textinn við lagið í umræddri bók er svona;
- Good morning to you,
- Good morning to you,
- Good morning, dear children,
- Good morning to all.
Víst er að lagið var ekki eftir systurnar, því á 19 öld voru margir textar sungnir við þessa sömu laglínu. Á meðal þeirra voru; "Happy Greetings to All", "Good Night to You All" og "A Happy New Year to All".
Fljótlega eftir að bókin kom út, byrjuðu krakkar samankomnir í afmælisboðum að syngja annan texta við auðlært lagið og með þeim texta varð lagið heimsþekkt; "Happy Birthday to you." Síðan þá hafa ýmsir textar verið samdir við lagið og eru flestir þeirra "ortir" á staðnum. Ein grínútgáfa hefur orðið vinsæl, sérstaklega í USA. Hún er svona;
Happy Birthday to You
You live in a zoo
You look like a monkey
And you smell like one too.
Íslensku útgáfuna þekkja allir ;"Hann/hún á afmæli í dag," enda ómar hún í svo til öllum afmælisboðum jafnt aldinna sem ungra á landinu. (Að vísu halda múslímar og vottar Jehóva ekki upp á persónulega afmælisdaga af trúarlegum ástæðum.)
Stundum riðlast þó samhljómurinn þegar kemur að því að nefna nafn afmælsisbarnsins, sérstakelga ef nafnið er lengra en fjögur atkvæði.
Þrátt fyrir hina miklu úrbreiðslu lagsins, heyrist það sjaldan sungið í kvikmyndum eða á hljómplötum. En margir kannast við eina frægastu útgáfu lagsins sem var sungin af Marilyn Monroe, persónulega fyrir forseta Bandaríkjanna; John F. Kennedy í Maí mánuði árið 1962.
Ætla mætti að lagið væri löngu orðið almenningseign og öllum frjálst að nota að vild, svo er ekki, þ.e. ekki með "Happy Birthday" textanum. Fyrir utan að fyrstu nótunni í laginu er skipt til að koma að tveimur sérhljóðum í orðinu "happy" eru lögin "Happy birthday" og "Good morning to you" nákvæmlega eins.
Höfundarréttur á laginu "Good Morning to All" er löngu útrunninn og þess vegna almenningseign, en réttinn á "Happy birthday" á milljónamæringurinn Edgar Miles Bronfman, Jr.sem keypti hann af bandaríska útgáfufyrirtækinu The Time-Warner Corporation árið 2004. Time-Warner hafði keypti árið 1998 af Birch Tree Group Limited sem átt hafði réttinn frá 1935.
Eitt sinn kom upp sú kjaftasaga að Paul Mcartney hefði keypt höfundarréttinn að laginu en það mun vera rangt.
Samkvæmt höfundarréttarlögum á því að greiða stefgjöld af laginu í hvert sinn sem það er sungið á opinberum vettvangi og sú er ástæðan að kvikmyndagerðarmenn t.d. skipta því oft út fyrir lög eins og "For He's a Jolly Good Fellow". Talið er að Edgar hafi meira en tvær milljónir bandaríkjadala í stefgjöld af laginu árlega.
Skiljanlega reynir Edgar hvað hann getur til að fylgja eftir höfundaréttar-eign sinni og hefur höfðað nokkur mál fyrir rétti þar að lútandi. Mörgum hefur þótt það langsótt að gamalt þjóðlag sem texta sem saminn var af fimm og sex ára börnum fyrir margt löngu, skuli þéna peninga fyrir moldríkan mann.
Lagið mun verða almenningseign árið 2030 þegar höfundarréttur á því rennur út.
15.10.2009 | 03:43
Lýsingin á andlátinu hefði alveg getað komið úr penna hans sjálfs
Faðir hans yfirgaf fjölskylduna þegar hann var eins árs. Móðir hans dó þegar hann var tveggja ára. Seinna afneitaði fósturfaðir hans honum og hann var lengi heimilislaus. Ástarsambönd hans fóru öll út um þúfur og þegar hann loks gekk í hjónaband var það með þrettán ára gamalli frænku sinni sem dó úr berklum áður en hún varð tvítug.
Hann þjáðist af þunglyndi, alkóhólisma og ópíum fíkn og lést aðeins fertugur að aldri á dularfullan hátt, snauður, forsmáður og vinalaus. Til jarðarfararinnar, sem aldrei var auglýst, komu aðeins tíu manns sem urðu vitni að því þegar að Edgar Allan Poe, einn áhrifamesti bandaríski rithöfundur allra tíma, var til jarðar borinn í borginni Baltimore árið 1849.
Síðast liðinn sunnudag, 160 árum eftir þessa fámennu athöfn, ákváðu bæjabúar í Baltimore að heiðra minningu Edgars með því að efna til gervi útfarar þar sem eftirlíking af líki hans var borið að gröf hans með viðhöfn.
Frægir leikarar fóru með minningarorð og brugðu sér í gervi frægra aðdáenda skáldsins, m.a. Sir Arthur Conan Doyle og Sir Alfred Hitchcock.
Athöfnin var svo vel sótt að ákveðið var að endurtaka hana strax sama kvöld þannig að úr varð líkvaka við grafreitinn.
Allt þetta umstang rúmlega 200 árum eftir fæðingu Edgars er ansi ólíkt kringumstæðunum þegar dauða hans bar að þann 7. október 1849.
Nokkrum dögum áður fannst hann með óráði fyrir utan bar einn í Baltimore. Hann var klæddur fatnaði sem greinilega var ekki hans eigin og gat ekki gert neina grein fyrir ferðum sínum eða hvað að honum amaði. Hann lést á Washington College Hospital, (sjúkrahúsinu) sem hann hafði verið fluttur til, hrópandi nafnið "Reynolds" aftur og aftur.
Edgar Allan Poe er einn áhrifamesti bandaríski rithöfundur allra tíma. Hann er talinn upphafsmaður spæjarasögunnar og frumkvöðull í gerð hryllingssagna. Nokkrar hafa verið kvikmyndaðar þ.á.m. The Pit and the Pendulum og The Fall of the House of Usher. Af ljóðum hans er Hrafninn án efa þekktast og eftir því hefur einnig verið gerð kvikmynd.
Meðal samtíðafólks hans var Edgar best þekktur sem óvæginn bókmenntagagnrýnandi. Orðstír hann sem slíks fór víða og fyrir bragðið eignaðist hann marga óvildarmenn sem sumir gerðu sér far um að ófrægja hann eftir lát hans.
Sem dæmi þá birtist minningargrein um Edgar í New York Tribune sem hófst svona; "Edgar Alan Poe er dáinn. Hann dó í Baltomore í fyrra dag. Þessi tilkynning mun koma mörgum á óvart en hryggja fáa." Fyrir greininni var skrifaður einhver "Ludwig".
Seinna kom í ljós að þar var á ferð Rufus Wilmot Griswold, ritstjóri og ritrýnir en þeir Edgar höfðu eldað saman grátt silfur allt frá árinu 1842. Rufus tók að sér að stjórna útgáfu á verkum Edgars og gerði hvað hann gat til að sverta orðspor skáldsins.
Rufus skrifaði m.a. grein sem hann sagði að væri byggð á bréfum frá Edgari og sem lýstu honum sem sídrukknu ómenni. Flest af því sem Rufus skrifaði voru hreinar lygar og einnig sannaðist að bréfin voru fölsuð.
Edgar var fæddur 19. janúar 1809 í Boston. Foreldrar hans voru farandleikararnir David og Elizabeth Poe sem fyrir áttu soninn Henry og seinna eignuðust dótturina Rosalie. David Poe yfirgaf fjölskylduna ári síðar (1810) og 1811 lést Elizabeth úr tæringu. Edgar sem þá var tveggja ára var tekinn í fóstur af John Allan, ríkum kaupmanni af skoskum ættum frá Richmond í Virginíu sem verslaði með ýmsan varning, þ.á.m. þræla. Þótt Poe hafi bætt nafni hans við sitt, ættleiddi Allen aldrei drenginn.
Þegar Edgar var 17 ára varð hann ástfanginn af stúlku sem hét Sarah Elmira Royster. Hann kann að hafa trúlofast henni áður en hann hóf nám við háskólann í Virginíu 1826. Þar safnaði hann spilaskuldum og John Allan rak hann úr fjölskyldu sinni.
Hungraður og heimilislaus yfirgaf Edgar háskólanámið og þegar hann frétti að Sarah hefði gifst öðrum manni, innritaði hann sig í herinn. Honum tókst að fá sína fyrstu bók; Tamerlane, útgefna og síðan ljóðabók, sem hvorug vöktu nokkra athygli.
Dauði Fanny, fósturmóður Edgars, hafði þau áhrif að um stund urðu sættir milli hans og Johns Allen sem útvegaði fóstursyninum inngöngu í herskólann í West Point í júlí 1830. En innan fárra mánaða fór allt í sama horfið og Edgar var aftur vísað úr fjölskyldunni.
Poe lét reka sig frá West Point með því að sýna af sér vítavert kæruleysi þannig að hann var færður fyrir herrétt. Frá herskólanum lá leið hans til New York þar sem hann hóf að skrifa gagnrýni fyrir tímarit og dagblöð. Hvernig sem á því stóð, slógu félagar hans í West Point saman fyrir útgáfu á ljóðahefti fyrir hann sem einfaldlega bar nafnið "Ljóð."
Þegar að Poe snéri aftur til Baltimore, fékk hann inni hjá frænku sinni Maríu Clemm, dóttur hennar Virginíu. Eldri bróðir hans Henry bjó einnig undir sama þaki en lést fljótlega úr alkóhólisma eftir að Edgar settist þar að. Þrátt fyrir að geta sér gott orð fyrir að vera skeleggur gagnrýnandi, var hann ætíð í vandræðum. Hann missti ætíð störfin vegna drykkjuskaparins og reyndi að stjórna þunglyndi sínu með laudanum (ópíumblöndu) og víni.
Árið 1835 gekk Edgar að eiga frænku sína á laun. Virginía var 13 ára dóttir Maríu Clemm sem Edgar kallaði ávalt eftir það " elskulegu litlu eiginkonuna." María sá um þau bæði og fylgdi oft Edgari eftir til að reyna að koma í veg fyrir drykkju hans. -
Húsakynni þeirra voru hreysi og kofar og oft nærðust þau aðeins á brauði og sýrópi. Poe reyndi hvað eftir annað að gera sér mat úr skrifum sínum en drakk sig meðvitundarlausan þegar illa gekk.
Virginía var aðeins 19 ára þegar hún smitaðist af berklum en Edgar neitaði að viðurkenna að hún væri að deyja og sagði blóðið sem kom upp úr henni, koma úr brostinni æð. Eftir dauða hennar varð Edgar enn óstöðugri og skrif hans myrkari.
Sögur hans og ljóð lýstu hvernig líkamar voru sundur limaðir, étnir af mönnum, brenndir, grafnir lifandi, troðið upp í reykháfa af órangútum og étnir af ormum á sama tíma og meginpersónurnar monta sig af því hvernig þeir hafa komist upp með glæpina.
Tveimur árum eftir dauða Virginíu fannst hann ráfandi um göturnar, klæddur í garma og dauðvona.
Þrátt fyrir allt þetta var poe um þessar mundir sá gagnrýnandi sem höfundar óttuðust mest í Bandaríkjunum. Hið magnaða ljóð hans "Hrafninn" hafði getið af sér fjölda eftirlíkinga og útlegginga og hafði meira að segja verið notað í sápuauglýsingar.
Smásagan Morðin í Rue Morgue ruddi veginn fyrir nýrri tegund leynilögreglusagna, þar á meðal Sherlock Holmes. Hryllingssögur hans höfðu sumar verið þýddar á frönsku og rússnesku og gefið skáldum eins og Charles Baudelaire sem safnað öllu sem Poe skrifaði, mikinn innblástur.
Edgar hefði átt að vera orðinn ríkur en hann var stöðugt undir þumlinum á óprúttnum ritstjórum sem aldrei borguðu honum vel og það sem hann fékk eyddi hann í fýsnir sínar.
Áhugi Poes í lifanda lífi beindist mest að dauðanum. Ímyndanir, skjálfti og meðvitundarleysi á milli var lýsingin á ástandi hans rétt fram að andlátinu. Hún hefði alveg getað komið úr penna hans sjálfs.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 04:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
12.10.2009 | 21:25
Teygjustökk og N´gol
Ein af vinsælustu jaðaríþróttum seinni tíma er teygjustökk. (Bungee jumping) Teygjustökk á rætur sínar að rekja til athafnar sem þekkt er undir nafninu "Landdýfingar" (N´gol) og er ein af sérkennilegustu leiðum sem hægt er að hugsa sér til að hætta lífi og limum. N´gol er stundað á hinum lítt þekktu Hvítasunnueyjum í Vanuatu Archipelago í Kyrrahafi, um það bil 2000 km. austur af austurströnd Ástralíu. Í dag er athöfnin aðeins stunduð á suður hluta eyjarinnar. Sjá myndband.
Arfsögn á Hvítasunnueyjum rekur upphaf hennar til sögunnar af Tamale. Tamele var maður sem átti konu sem hljóp oft í burtu frá honum. Eitt sinn eftir að hann hafði lúskrað henni fyrir að flýja, hljóp hún í burtu og faldi sig hátt upp í tré. Tamale klifraði á eftir henni en þegar hann ætlaði að grípa í hana, stökk hún niður úr trénu. Tamele stökk á eftir henni en þar sem konan hafði bundið vafningsvið um ökkla sinn, lifði hún af fallið en hann lét lífið.
Eftir þessa atburði tóku menn og drengir, sumir ekki eldri en sjö ára, að stunda það að stökkva af þar til gerðum stökkpöllum, til að sína styrk sinn og hugrekki og til að sýna konum sínum að þær mundu ekki framar komast upp með nein brögð. Þá stökkva þeir einnig til að tryggja að Yam uppskeran verði góð, en Yam er þeirra helsta lífsviðurværi. Um leið og strekkist á vafningsviðnum, fetta þeir höfuðið fram á við og herðarnar snerta jörðina, sem gerir hana frjóa. Ár hvert í apríl byggja eyjaskeggjar a.m.k. einn 25 metra háan turn með stökkpalli og hefja athöfnina sem getur tekið tvo daga.
Aðeins umskornir karlmenn fá að taka þátt í þessari athöfn þar sem vafningsviður er bundin utan um hvorn ökkla til að taka af fallið. Hár mannsins verður að snerta jörðina til að hún teljist hafa heppnast og gert er ráð fyrir að allir sem mögulega geta , taki þátt.