Að verða gamall er ekki svo slæmt miðað við hinn möguleikann

Happy birthdayÁrið 1893 gáfu systurnar Patty og Mildred J. Hill saman út bók sem hafði að geyma barna-sönglög og barnagælur. Báðar störfuðu þær á barnaheimili í  Louisville í Kentucky í Bandaríkjunum, en meðal lagnanna sem í bókinni birtust var lag sem í dag er, samkvæmt heimsmetabók Guinness, þekktasta lagið í heiminum í dag. Textinn við lagið í umræddri bók er svona;  

Good morning to you,
Good morning to you,
Good morning, dear children,
Good morning to all.

Víst er að  lagið var ekki eftir systurnar, því á 19 öld voru margir textar sungnir við þessa sömu laglínu. Á meðal þeirra voru; "Happy Greetings to All", "Good Night to You All" og "A Happy New Year to All".

Fljótlega eftir að bókin kom út, byrjuðu krakkar samankomnir í afmælisboðum að syngja annan texta við auðlært lagið og með þeim texta varð lagið heimsþekkt; "Happy Birthday to you." Síðan þá hafa ýmsir textar verið samdir við lagið og eru flestir þeirra "ortir" á staðnum. Ein grínútgáfa hefur orðið vinsæl, sérstaklega í USA. Hún er svona;

Happy Birthday to You
You live in a zoo
You look like a monkey
And you smell like one too.

Sungið fyrir forsetannÍslensku útgáfuna þekkja allir ;"Hann/hún á afmæli í dag," enda ómar hún í svo til öllum afmælisboðum jafnt aldinna sem ungra á landinu. (Að vísu halda múslímar og vottar Jehóva ekki  upp á persónulega afmælisdaga af trúarlegum ástæðum.)

Stundum riðlast þó samhljómurinn þegar kemur að því að nefna nafn afmælsisbarnsins, sérstakelga ef nafnið er lengra en fjögur atkvæði.

Þrátt fyrir hina miklu úrbreiðslu lagsins, heyrist það sjaldan sungið í kvikmyndum eða á hljómplötum. En margir kannast við eina frægastu útgáfu lagsins sem  var sungin af Marilyn Monroe, persónulega fyrir forseta Bandaríkjanna; John F. Kennedy í Maí mánuði árið 1962.

Ætla mætti að lagið væri löngu orðið almenningseign og öllum frjálst að nota að vild, svo er ekki, þ.e. ekki með "Happy Birthday" textanum. Fyrir utan að fyrstu nótunni í laginu er skipt til að koma að tveimur sérhljóðum í orðinu "happy" eru lögin "Happy birthday" og "Good morning to you" nákvæmlega eins.

Höfundarréttur á laginu "Good Morning to All" er löngu útrunninn og þess vegna almenningseign, en réttinn á "Happy birthday" á milljónamæringurinn  Edgar Miles Bronfman, Jr.sem  keypti hann af bandaríska útgáfufyrirtækinu The Time-Warner Corporation árið 2004. Time-Warner hafði keypti  árið 1998 af Birch Tree Group Limited sem átt hafði réttinn frá 1935.

Eitt sinn kom upp sú kjaftasaga að Paul Mcartney hefði keypt höfundarréttinn að laginu en það mun vera rangt.

Til hamingju með daginnSamkvæmt höfundarréttarlögum á því að greiða stefgjöld af laginu í hvert sinn sem það er sungið á opinberum vettvangi og sú er ástæðan að kvikmyndagerðarmenn t.d. skipta því oft út fyrir lög eins og "For He's a Jolly Good Fellow". Talið er að Edgar hafi meira en tvær milljónir bandaríkjadala í stefgjöld af laginu árlega.  

Skiljanlega reynir Edgar hvað hann getur til að fylgja eftir höfundaréttar-eign sinni og hefur höfðað nokkur mál fyrir rétti þar að lútandi. Mörgum hefur þótt það langsótt að gamalt þjóðlag sem texta sem saminn var af fimm og sex ára börnum fyrir margt löngu, skuli þéna peninga fyrir moldríkan mann.

Lagið mun verða almenningseign árið 2030 þegar höfundarréttur á því rennur út.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Skyldi enginn hafa reynt að grafast fyrir um aldur og uppruna þjóðlagsins sem kannski er ekki þjóðlag ef að væri gáð, en það er stundum þannig með ''þjóðlög'' að þau eiga sér finnanlegan höfund.

Sigurður Þór Guðjónsson, 15.10.2009 kl. 23:53

2 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Skemmtilegur fróðleikur.  Mér finnst lagið "hey it´s your birthday" með The Beatles, flottasta afmælislagið.  Það passar mér betur. 

Jenný Stefanía Jensdóttir, 16.10.2009 kl. 00:50

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sigurður; Eftir því sem best verður er séð er lagið ætíð vera sagt eftir systurnar. Samt er tekið fram að það hafi verið sungið við aðra texta áður. Einhver sagði mér að svipað stef kæmi fyrir í verki eftir Mozart en ég er veit ekki hvar það ætti helst að vera.

Jenný; Sammála :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 16.10.2009 kl. 16:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband