Hin leyndardómsfullu skilaboð Jóns Gnarr útskýrð

Ég er ekki hissa þótt Jón Gnarr sé hrifinn af Múmínálfunum og trúi á þá. Horft á svona úr fjarlægð svipar persónuleika Jóns mjög til Múmínpabba. Hann er að undirlagi frekar dapur en dútlar sér við skrif, heimspeki og hefur í frami ýmsa listræna tilburði af og til. 

Þá ber þess að gæta hver staða Múmínpabba er í sögunum. Eins og fram kemur í skemmtilegri úttekt á Múrnum er Múmínpabbi  "í algjöru aukahlutverki í múmínálfabókunum, að einni undanskilinni - Eyjunni hans Múmínpabba (á sænsku "Pappan och havet"; á finnsku "Muumipappa ja meri"). Þar lendir karlinn í skæðri miðaldrakrísu, sem leiðir til þess að hann dregur fjölskylduna með sér út í nálæga eyju þar sem hann hyggst vinna mikil bókmenntaleg afrek. Öllum mátti ljóst vera að þessi ferð yrði ekki til fjár, en um síðir tekst Múmínpabba að komast í sátt við líf sitt og fjölskyldan getur snúið aftur heim í dalinn, sterkari en fyrr. - Þótt afar lítið sé birt úr ritverkum Múmínpabba í bókaflokknum, getur engum dulist að hann er fullkomlega hæfileikalaus rithöfundur, sem eykur einungis á dýpt persónunnar í sögunni."

Þetta á nokkuð vel við stöðu lands og þjóðar og Jón Gnarr er einmitt líkamningur og lifandi táknmynd hennar, svona raunverulegur fjallkall.

Nú hef ég ekki hugmynd um hvaðan Tove Jansson fékk nafnið á álfunum þ.e. "Múmin". En sé það t.d. tekið úr arabísku og kóraninum þar sem orðið kemur oft fyrir og þýðir "átrúandi" og á við um þann sem beygir vilja sinn undir vilja Guðs, geta þetta verið hárfín skilaboð há borgarstjóranum.

Jón Gnarr er e.t.v. að segja okkur svona undir rós að hann sé tilbúnn til að beigja vilja sinn undir vilja ES.


mbl.is Múmínpabbi hvetur Íslendinga til að gerast aðilar að ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Var þetta ekki bara ádeila hjá honum :)

Meint í öfugri merkingu :)

 Til að gera svarið að "djók"!

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 4.8.2010 kl. 18:54

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Hver veit Einar. Maðurinn heitir Jón Gnarr og það er fyrir okkur smávitringana að spá í orð hans ;)

Svanur Gísli Þorkelsson, 4.8.2010 kl. 19:04

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Mér dettur líka í hug, að hann sé heima að hlægja að öllum þeim í báðum fylkingum er tóku þetta alvarlega.

Kb.

Einar Björn Bjarnason, 4.8.2010 kl. 19:21

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Verst að undirmenn Gnarrsins haga sér eins og Múmínálfar. Ég var einmitt í dag að leggja inn blogg til leiðréttingar á tilkynningu frá þeim.

Hobbitar hugnast mér betur - jafnvel þótt þeir snúi baki við ævintýrinu og segi "Nú vildi ég bara að ég væri í hægindastólnum mínum."

Kolbrún Hilmars, 4.8.2010 kl. 19:45

5 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Á það að vera samkvæmisleikur næstu fjögur árin hvað borgarstjórinn er að meina?

Ragnhildur Kolka, 4.8.2010 kl. 19:55

6 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Kolla, Hobbitar hefðu seint þrifist á Íslandi, til þess voru þeir allt of værukærir og of heiðarlegir.

Ragnhildur, já hann er kryptískur að vanda og djúpur. Ef að þetta væri bara stofuleikur væru flestir farnir heim, en þetta er jú hinn óbærilegi léttleiki tilverunnar.

Einar; já hláturinn lengir lífið og styttir okkur stundirnar...er kannski mótsögn í þessu einhversstaðar???

Svanur Gísli Þorkelsson, 4.8.2010 kl. 21:00

7 Smámynd: Frænkan

Ég er sátt á meðan Jón Gnarr leitar ekki ráða hjá Hómer Simpson.

Frænkan, 4.8.2010 kl. 22:16

8 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ég vil miklu freka heyra um framhjáhald borgastjórans í Múmíndal hér um árið. Ég hringi í Múmípabba og læt ykkur vita hvern Gnarren var að pota í í dalnum.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 5.8.2010 kl. 06:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband