Færsluflokkur: Fjölmiðlar
8.9.2010 | 23:40
Að elska Jón Gnarr
Það eru margir sem elska Jón Gnarr og enginn vafi leikur á að Jón Gnarr elskar þá á móti. Jón Gnarr hefur þann hæfileika að koma sífellt á óvart. Það gerir hann skemmtilegan. Einhverjum líkar samt illa við það. Þeir vilja alltaf eitthvað sem þeir kannast við. Eitthvað fyrirsjáanlegt. Jón Gnarr gerir þessa gagnrýnendur sína óörugga. Þeir vita ekki hvernig á að bregðast við hinu óhefðbundna. Þeir eru svo hefðbundnir sjálfir.
Nú segir Jón Gnarr nota netið aðallega til að horfa á klám.
Ef hann sagði það í raun og veru, er um tvennt að ræða. Það er satt eða það er ósatt.
Ef að það er ósatt, þarf Jón ekki að hafa neinar áhyggjur. En ef það er satt og rétt haft eftir, er aðeins um tvennt að ræða;
Jón var að meina það sem hann sagði eða að hann var að grínast.
Ef hann var að grínast þarf hann ekki að hafa áhyggjur, því allir vita að hann má og getur grínast með allt og alla. En ef hann var ekki að grínast er ekki um tvennt að ræða, heldur fjölmargt. Já of margt til að telja upp hér.
![]() |
Ætlar aldrei aftur til Brussel |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.9.2010 | 10:10
Rannsókn fyrir opnum tjöldum
Sem fyrr er mér umhugsað um það hvers vegna rannsókn þessa máls fer nú fram fyrir svo til opnum tjöldum. Óttast menn ekkert að sá grunaði verði dæmdur fyrirfram af almenningi? Ef að rannsóknin væri á lokastigum og sekt hans þætti nægilega sönnuð til að gefa út ákæru, mundi þurfa að greina frá helstu þáttum ákærunnar. En nú virðist málið afar snúið, ýmsir möguleikar í stöðunnni og yfirheyrslur yfir sakborningi tæpast hafðar. Þá er algjörlega ósvarað spurningum um sakhæfi. - Fólk gæti alveg spurt sig, hver verður staða þessa unga manns ef hann reynist saklaus eða ósakhæfur?
![]() |
Myndir frá Vogum skoðaðar í morðrannsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.8.2010 | 16:40
Hver lekur?
Spurningin sem vaknar við lestur þessarar fréttar, og reyndar einnig þeirrar sem birtist fyrr í dag um málið, er hvers vegna þessar upplýsingar leka svona glatt í fjölmiðlana. Auðvitað eru fjölmiðlar gráðugir í að komast í fréttir tengdar þessu máli, en hver lekur og hvers vegna? -
Er það lögreglan sem er að veita fréttamönnum upplýsingar um málið eða er hún að tala af sér, eins og svo oft áður. - Fréttir eru skoðanamyndandi og ekki síst fréttir af sakamálum. Til að byrja með veittu lögregluyfirvöld afar litlar upplýsingar um málið, enda rannsóknin þá enn á fullu. Nú koma þessar upplýsingar, rétt eins og málið sé þegar upplýst.
![]() |
Blóð fannst á skóm mannsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.8.2010 | 14:24
Framtíð vonarinnar um að græða á heimildarmynd um Ísland
Að flagga Frú Vigdísi Finnbogadóttur í kynningarmyndbandinu er sterkt áróðursbragð hjá þessum krökkum frá Bretlandi, sem segjast hafa langað til að búa til kvikmynd sem sýndi afleiðingar hrunsins frá annarri hlið. Það sem Vigdís hefur að segja eftir hrun, er það sama og hún hafði að segja fyrir hrun. Það voru og eru sígild sannindi.
Ég læt alveg milli hluta liggja hvernig kvikmundin var fjármögnuð, en í fljótu bragði sýnist mér hún líta út eins og hvert annað auglýsingamyndband fyrir ferðamenn þar sem gömlu góðu klisjurnar eru lesnar yfir myndefnið.
"Glöggt er gests augað", málshátturinn sem Íslendingar nota til að réttlæta allskonar vitleysu sem haldið er fram af útlendingum, á við þetta framtak að því leiti að krakkarnir eru naskir í að tína upp og tyggja klisjurnar allar sem gengið hafa þennan venjulega jórturhring meðal almennings. Að spila á grunnhyggna þjóðernisrembu landans er greinilega orðið að ágætri tekjulind fyrir útlendinga.
Ég hélt satt að segja að það hefði verið ein af lexíum hrunsins að láta það ekki henda okkur aftur.
En það er vel mögulegt að Íslendingar fjölmenni enn í kvikmyndahús til að heyra útlendinga taka viðtöl við sig. Það er einnig mögulegt að krökkunum takist að selja ræmuna til BBC eða Channel 4, eða ef ekki vill betur til Discovery Channel. Sem slík á hún þá eftir að virka, rétt eins og gosið í Eyjafjallajökli, sem ágætis auglýsing fyrir landið.
![]() |
Framtíð vonarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 14:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.8.2010 | 12:48
Hann er ekki 112 ára
Þessi mynd sannar að þessi maður ( Ahmed Muhamed Doreer) er ekki 112 ára.
Mér er alveg sama þótt hann borði kíló af Ginsengi á dag, ef hann væri 112 ára mundi hann ekki hafa rautt skegg.
Heyrðu, nema að hann liti það.
Svo er hann með skjannahvítar tennur eins og George Clooney.
Jú, þær gætu svo sem verið falskar.
Svo er hann óvenju sléttur í framan....Já þú meinar...lýtaaðgerðir
Hvernig kemst annars svona vitleysa í heimspressuna?
![]() |
112 ára maður giftist 17 ára stúlku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.8.2010 | 00:13
Heyrði hann enginn hrópa á hjálp?
Ungur maður hefur verið handtekinn, grunaður um morðið á Hannesi Þór Helgasyni. Þessi ungi maður valdi að tjá hugrenningar sínar á myndböndum og birta þau á youtube. Þegar þetta er skrifað eru þau enn þar að finna.
Að horfa á myndböndin er vægast satt átakanlegt. Hugarástand hans endurspeglast í titlum myndskeiðanna; Játning til Hildar, Hvernig þetta endaði, Ringulreið, Nýtt upphaf.
Ég horfði á öll myndböndin og get ekki betur heyrt og séð að síðasta myndbandið "Nýtt upphaf" hafi verið angistarfullt hróp á hjálp. Heyrði það einhver?
Myndböndin tala sínu máli fyrir utan það sem drengurinn er að segja. Svo til berir veggirnir á bak við hann, myndirnar á bolnum hans og í síðasta myndbandinu "Nýtt upphaf", eru allir litir horfnir úr herberginu hans.
Með þessu er ég ekki að fella neinn dóm á það hvort þessi ungi maður er sekur eða saklaus, en Það er búið að birta nafn þessa drengs opinberlega svo framhaldið verður erfitt hvernig sem fer. Alla vega á hann og fjölskylda hans alla mína samúð, hver sem útkoman úr þessu hörmungarmáli verður.
![]() |
Neitar sök í morðmáli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.8.2010 | 20:44
Jón Valur Jensson sakar umsjónarmenn blog.is um óheilindi
Jón Valur Jensson segir á bloggsíðu sinni að hann trúi því ekki að lokað hafi verið á bloggsíðu Lofts Altice fyrir að nota þar orðin kynvillingar og kynvilla um samhneigða og samkynhneigð þrátt fyrir að Loftur hafi staðfest að svo sé.
Á bloggi Jóns Vals er þetta haft eftir Lofti;
"Þetta er líklega í fyrsta skipti sem ég set þessi orð á prent og mogginn notar tækifærið til að loka,
Jón Valur telur hinsvegar að umsjónarmenn blog.is séu aðeins að nota það sem afsökun því annað og meira búi þar að baki, þ.e. heiður blaðamannastéttarinnar í heiminum.
Jón Valur segir orðrétt;
Ég hef ekki trú á því, að þessi tvö orð hafi verið aðalástæða lokunarinnar, heldur afhjúpun Lofts á því, hve hlutdrægur ákveðinn blaðamaður bandaríska tímaritsins Time hafi verið í skrifum sínum fyrr og síðar, en grein Lofts (á altice.blog.is) var einmitt mjög fróðleg um það mál og enginn fengur að henni fyrir neitt annað.
Ég er ekki hissa á að Jón Valur skuli reyna að verja skrif Lofts Altice, en að saka umsjónarmenn blog.is um óheilindi og um að notfæra sér völd sín til lokanna til að verja hagmuni sína sem stétt, finnst mér sýna að Jón Valur svífst einskis við að reyna réttlæta hið óréttlætanlega.
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 20:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
26.8.2010 | 01:07
Ætlaði að fletta ofan af Ólafi Skúlasyni
Þór Jónsson blaðamaður segist hafa verið "í óða önn að fletta ofan af Ólafi Skúlasyni" þegar að Jón Ólafsson tók fram fyrir hendurnar á honum og lét flytja fréttir að því hversu þjóðin treysti Ólafi enn þá vel.
Fyrst að Þór hafði upplýsingar í höndunum sem nægðu til að "fletta ofan af Ólafi" verður að spyrja, hvers vegna hann sá sér ekki fært að deila þeim með þjóðinni, eða a.m.k. lögreglu.
Hann segist hafa vitað að fréttamiðlar hefðu verið "bitlausir" á þessum tíma.
En hvað gerði þá bitlausa?
Hvað getur gert fjölmiðla bitlausari en ef fréttamenn þeirra lúra á upplýsingum sem nægja til að "fletta ofan" af manni sem sakaður er um alvarlegan glæp og bera því við að þeim sé skipað að gera eitthvað annað.
Nú segir Þór Jónsson frá þessu í "útúrdúr" í pistli sem að öðru leiti japlar upp þetta sama og allir aðrir fjölmiðlar hafa gert. Í honum er ekkert nýtt að finna nema í ´"útúrdúrnum".
Er þetta kannski tilraun hjá Þór til að slá sig til riddara á kostnað manns sem allir vita að er umdeildur?
Ekki veit ég hvað eða hvort Þór á sökótt við Jón Ólafsson, en hann notar þetta tækifæri til að bendla honum sérstaklega við mál sem allir sem voru einhverjir á Íslandi á þessum tíma voru á einn eða annan hátt bendlaðir við.
Bitlausir fjölmiðlar voru þannig bendlaðir við málið, meðal presta gekk maður undir mann við að verja Ólaf, stjórnmálamenn og mektarvinir Ólafs lýstu yfir stuðningi við hann, allt menn og konur sem engu illu vildu trúa upp á hann.
Jón Ólafsson var kannski einn þeirra sem létu blekkjast, en það er dálítið undarlegt að reyna að gera hann sérstaklega grunsamlegan af manni sem vissi svo mikið um málið að hann hefði getað tekið af allan vafa of flett ofan af hinum grunaða, Ólafi Skúlasyni.
Eftirfarandi er útúrdúr Þórs Jónsonar í Pressupistli hans;
Hvað þarf til að kirkjunnar menn hætti að efast um að þeir gerðu kynferðisbrotamann að biskupi yfir Íslandi, viðurkenni það, þöggunina og máttlaus viðbrögð sín og heiti því að láta ekki slíkt henda aftur?
Ólafur Skúlason sagði það sjálfur á sínum tíma, að það væri ótrúlegur fjöldi presta sem styddi við bakið á honum í hans hremmingum. Prófastahjörðin í heild sinni gerði það og lýsti andúð sinni á fjölmiðlum sem gert hefðu aðför að biskupi; ég flutti fréttir af biskupsmálinu á Stöð 2 en hafði ekki áhyggjur af fordæmingu prófasta, hafði séð og heyrt nóg til að vita að hún var bitlaus, bitlaus rétt eins og flestir aðrir fréttamiðlar á þessum tíma.
Verra fannst mér þegar fréttastofunni bárust upplýsingar um að Jón Ólafsson, æðsti maður fyrirtækisins sem ég vann hjá, sæti til borðs með biskupi á þessum sama tíma og gæfi honum ráð um hvernig bæri að bregðast við - og þegar Jón ætlaðist til að ég nýtti nauman tíma minn í sjónvarpsfréttum, þegar ég var í óða önn að fletta ofan af Ólafi Skúlasyni, til að segja frá skoðanakönnun í öðrum miðli um að almenningur hefði ekki misst trúna á biskupinn.
En þetta var útúrdúr.
![]() |
Jón Ólafsson aðstoðaði Ólaf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 01:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.8.2010 | 12:27
Síðu Lofts Altice Þorsteinssonar lokað
Loftur Altice kallaði Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra kynvilling og gerði að henni harða atlögu vegna kynhneigðar hennar á bloggsíðu sinni.
Í flestum opinberum fjölmiðlum er slíkt bannað.
Það er ekkert nýtt að Loftur veitist að Jóhönnu með gífuryrðum. Hann lagði til að hún yrði hengd upp á afturlöppunum eins og gert var við Mússólíni á sínum tíma eftir að hann hafði verið drepinn og á öðrum stað lagði Loftur til að eitrað yrði fyrir hana. Að auki auglýsti hann eftir einhverjum sem gæti losað hann við stjórnina og lagði sjálfur til að til þess yrði notað flugnaeitur.
Þetta gerði Loftur greinilega í blóra við notendaskilmálana sem segja;
Notandi samþykkir að miðla ekki ólöglegu efni, áreiti, hótunum, særandi skrifum eða nokkru öðru sem getur valdið skaða. Notandi samþykkir sérstaklega að miðla ekki háði, rógi, smánun, ógnun eða ráðast á mann eða hóp manna vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar, í samræmi við ákvæði 233. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.
Að kalla Jóhönnu kynvilling var greinilega kornið sem fyllti mælinn. Bloggsíðu Lofts hefur nú verið lokað.
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 12:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (115)
9.8.2010 | 18:12
Gott hjá Ásdísi Rán
Ásdís Rán er ein af þeim fáum einstaklingum á Íslandi sem um þessar mundir hefur eitthvað að selja sem útlendingum, og kannski Íslendingum líka, finnst verulega varið í og vilja kaupa. Leikstrákar sem lesa leikstrákablaðið, sýna með áhuga sínum á vöru Ásdísar að þeir kunna að meta hráa og ómengaða fegurð þar sem fegrunaraðgerðir, hvað þá fótósjopp er alls ekki brúkað, enda slíkt alger óþarfi í hennar tilfelli.
Fegurð er reyndar afstætt hugtak, en þegar svona margir strákar og kannski konur líka, út um víðan heim, verða sammála um að hér blasi hún við, í sinni nöktustu og tærustu mynd, þagna bæði efasemdaraddirnar og öfundarhvískrið sem jú verður að reikna með að alltaf sé til staðar. -
Ásdís Rán má eiga það að hún kemur til dyranna eins og hún er klædd (eða ekki klædd) og ég er viss um að sú einurð og heiðarleiki sem býr innra með henni er helmingurinn af fegurð hennar. Og jafnvel þótt svo sé ekki er það pottþétt að hún er kominn inn í rúnkminnið á milljónum karlmanna og til þess er leikurinn gerður.
![]() |
Playboy-forsíða Ásdísar Ránar vinsæl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |