Færsluflokkur: Fjölmiðlar

Draugar fortíðarinnar

Hvaða máli skiptir eiginlega í hvaða sæti hver lenti í þessu kjöri til stjórnlagaþings?

Hafa skoðanir eða framlag þingmanna þingsins vægi í samræmi við atkvæðafjölda sem þeir hlutu í kosningunni?

Hafa þeir sem flest ákvæði fengu einhver réttindi eða skyldur umfram þá sem færri atkvæði fengu?

Og hvað er fólk stöðugt að fjasa um misskiptingu þingmanna milli höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar?

Allt landið var eitt kjördæmi. Hvernig getur það skipt máli hvar þingfólkið býr?

Eru þessar skilgreiningar ekki bara afturgöngur (draugar)  úr umfjöllun fjölmiðla úr venjulegum flokkspólitískum kosningum?


mbl.is Aðeins þrír koma af landsbyggðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er Julian Assange?

Hinn Ástralski Wikileaks stofnandi Julian Assange, maðurinn sem sér Ísland sem "miðstöð frjáls fréttaflutnings í heiminum", er vægast sagt umdeildur mað þessa dagana.

Hann er  landflótta og eftirlýstur af alþjóðalögreglunni fyrir kynferðisárás í Svíþjóð. Bandaríkjastjórn varaði hann við að birta sendiráðspóstana og sagði hann vera brjóta margvísleg lög með því og að hún mundi bregðast við á viðeigandi hátt. Aðeins Ekvador hefur boðið honum í hæli. Julian fer því huldu höfði einu sinni enn og ekki einu sinni fjölmiðlafólk hefur náð  af hinum tali frá því að hann gekk út úr sjónvarpsviðtali á CCN í London í Október sl.

Erlendir fréttamiðlar hafa þess í stað birt viðtöl við Kristinn Rafnsson sem stofnaði fyrir nokkru fyrirtækið Sunshine Press Production á Íslandi, ásamt Julian og Ragnari Ingasyni kvikmyndagerðarmanni. Fyrirtækið er angi af Wikipeadia en það eru ekki margir aðilar sem vinna með Wikipeadia sem eru aðgengilegir fjölmiðlum þessa dagana.

Fyrirtækið tekur við fjárframlögum frá almenningi til síðunnar sbr;

Bank Transfer - Option 1: via Sunshine Press Productions ehf:

Klapparhlid 30, 270 Mosfellsbaer, Iceland
Landsbanki Islands Account number 0111-26-611010
BANK/SWIFT:NBIIISREXXX
ACCOUNT/IBAN:IS97 0111 2661 1010 6110 1002 80

Tengsl Wikipeadia við Ísland eru mikil og engin furða þótt að sumir telji landið vera aðal-heimaland síðunnar. Julian hefur sjálfur sagt eftir að hann varð landflótta, að Ísland væri eina landið þar sem hann gæti starfað frjáls þótt hann segist einnig vantreysta íslensku stjórnvöldum um þessar mundir. Tengsl Hreyfingarinnar og sérstaklega þingkonunnar Birgittu Jónsdóttir eru tíunduð nokkuð á erlendum vefsíðum um vefsíðuna og Birgitta sögð eins af frammámönnum hennar. Hún hefur líka komið fram í fjölmiðlum til að bera blak af síðunni og segja álit sitt á Julian.

Fram hefur komið að Ísland var eitt þeirra landa sem utanríkisþjónusta Bandaríkjanna hafði samband við fyrir stuttu, þegar ljóst var að sendiráðspóstarnir yrðu birtir. Á alþjóðavettvangi er ótvírætt talið að Íslendingar eigi hlut að máli.

Íslendingar haf áður tekið upp á sína arma umdeilda landflótta menn og jafnvel leyst úr fangelsum heimsfræga aðila sem gerst hafa brotlegir við bandarísk lög. Spurningin er hvort íslensk stjórnvöld ættu ekki að beita sér í þessu máli líka og bjóða Julian Assange landvistarleyfi og íslenskan ríkisborgararétt.


mbl.is Stjórnvöld í Ekvador bjóða Assange velkominn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Wikileaks á lista yfir hryðjuverkasamtök

Bandaríska utanríkisþjónustan veit ekki sitt rjúkandi ráð. Ógrynni leyniskjala sem sendiráð og herstöðvar Bandaríkjanna vítt og breytt um heiminn, í allt meira en þrjár milljónir manns hafa aðgang að, hafa verið gerð opinber á Wikileaks.

Sjölin koma úr samskiptakerfi sem komið var á þegar það kom í ljós eftir árásirnar á tvíburaturnanna í New York , að upplýsingaflæðinu milli stofnana bandarísku utanríkiþjónustunnar, var verulega áfátt.

Wikileaks síðan er óvirk sem stendur, enda eru greinilega í gangi umfangsmiklar tilraunir til að tefja birtingu skjalanna. Talmenn Wikileaks segja að síðan muni komast aftur í gagn innan skamms.

Fréttaskýrendur í Bandaríkjunum segja að skjótt muni holskefla af díplómatískum hneykslismálum skella á utanríkisþjónustunni og stjórn Obama forseta. Af því fáa sem þegar hefur komið fram, bera launráð, umræða um innrásir og fyrirætluð morð á þjóðarleiðtogum óvinaríkja, hæst.

Peter King, þingmaður Repúblikana frá New York hefur kallað eftir því að Wikileaks verði sett á lista Bandaríkjanna og bandamanna þeirra yfir erlend hryðjuverkasamtök. Verði það raunin munu aðstæður Wikileak og starfsmanna þeirra breytast svo um munar. - Hryðjuverkamenn sem ógna öryggi Bandaríkjanna eru rétmæt takmörk hersins og leyniþjónustunnar.


mbl.is Wikileaks birtir skjölin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hinn laglausi, sú afkáralega og sú skelfda

Vinsælustu sjónvarpsþættirnir í Bretlandi,  The X Factor, Strictly come dancing og I’m A Celebrity... Get Me Out Of Here,  eiga það sameiginlegt að almenningur ræður nokkru um framvindu þáttana.

Í X factor ráða símakosningar því hvorn af tveimur neðstu,  dómararnir fá að velja um að reka heim. 

Í Strictly come dancing, ræður atkvæðafjöldi algerlega hver fer heim.

Í I’m A Celebrity... , ræður almenningur hver þátttakenda verður að takast á við að leysa þrautirnar sem ræður fjölda matarskammtanna til hópsins.

Í öllum þessum þáttum sem nú eru í sýningu í Bretlandi og víðar, hefur almenningur tekið völdin og gert alla þættina heldur pínlega á að horfa. Afkáraleikinn er greinilega mun vinsælla sjónvarpsefni en hæfileikar og atgervi.

WagnerÍ X factor nær Simon Cowell varla upp í nefið á sér fyrirvandlætingu yfir því að Wgner Carrilho 54 ára gamall einkaþjálfari,sem er upprunalega frá Brasilíu skuli komast áfram á kosnað frambærilegra söngvara. Simon hefur nokkuð til síns máls, því Wagner getur tæpast haldið lagi. Fram að þessu hefur hann ekki lent einu af  tveimur neðstu sætunum og þess vegna fær Simon ekkert að gert.

Almenningur heldur Wagner inni og mann grunar að hann geri það bara til að gera Simon gramt í geði.

AnnaSama er upp á tenngnum í danskeppninni Strictly come dancing. Þar greiðir almenningur Önnu Widdecombe, 63 ára fyrrum þingmanni Íhaldsflokksins atkvæði sín, þrátt fyrir að konan sé vita taktlaus og stirð fram úr hófi.

Dómararnir gefa henni alltaf lægstu einkunnir sem sést hafa í keppninni, en hún kemst ætíð áfram. Reyndar gerir hún sjálf út á afkáraleikann og hefur gaman að. Dómararnir sem líta á þetta sem "alvöru" danskeppni, vita ekki sitt rjúkandi ráð.

GillianI’m A Celebrity... Get Me Out Of Here þættirnir eru búnir að vera í gangi í viku að þessu sinni. Sama konan hefur á verið valin á hverjum degi til að gangast undir ógeðslegar þrautirnar sem þeir bjóða upp á í þeim þáttum. Hún heitir Gillian McKeith og er 52 ára næringarfræðingur.

Gillian í yfirliðiGillian er haldin mikilli skordýra-fóbíu og er grænmetisæta þar að auki. Þrautirnar fela það gjarnan í sér að skríða á meðal fjölda skordýra, nagdýra og skriðdýra, nagdýra og leggja þau sér til munns, ósoðin blönduð saman við leðju og drullu. (Spurning hvað hún er að gera í þætti sem þessum.)

Gillian varð svo miður sín í gærkveldi að hún fékk aðsvif og hné niður meðvitundarlaus í beinni útsendingu. Hún var borin burtu en fréttir herma að hún ætli sér ekki að gefast upp.


Grínframboð Repúblikana

Donald-Trump--41056Repúblikanar í Bandaríkjunum eira sér ekki á meðan Barack Hussein Obama býr í Hvíta húsinu þeirra í Washington. Samt hafa þeir engann líklegan kandídat sem gæti sigrað forsetann í kosningunum 1012. Það mun ekki koma í veg fyrir að þeir reyni.

Þrír kunnir trúðar úr flokknum segjast ætla að fara fram.

Donald Trump, milljónamæringurinn sem er þekktastur fyrir að greiða hnakkahárið yfir enni sér og leika í leiknum raunveruleikaþætti, langar að bjóða sig fram. Hann verður að sigra tvo kventrúða til að verð aðal.  

Önnur er tepokakellingin Sarah Palin.

Sarah-Palin-Pitbull-With-Lipstick-46860Sarah segist halda að hún geti unnið Obama. Hún sagðist líka á sínum tíma hafa mikla reynslu í utanríkismálum því hún sæi Rússland út um eldhúsgluggann hjá sér þar sem hún býr í Anchorage í Alaska.

Hitt grínkvendið er Michele Marie Bachmann er reyndar líka tepokakella eins og Palin. Ekki er samt hægt að segja að þær séu samherjar eða vinkonur.   Michele vill endilega reyna við Obama 1012 en veit að hún þarf á tegenginu að halda til að ná einhverjum árangri. 

Hún sagði nýlega að Obama eyddi 200.000.000.dollurum daglega í ferð sinni til Indlands á dögunum. Það sýnir hversu vel hún er raunveruleika tengd. Seinna sagðist hún bara hafa verið að vitna í indverskt dagblað.

demon bachmannEf að það verður ofan á að einn af þessum grínistum Repúblikana reyni að sigra Obama í komandi kosningum, er von á góðri skemmtun á næstunni í bandarískum fréttatímum


mbl.is Trump íhugar forsetaframboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Cliffhanger

Þeir félagar Hilmir Snær og Jörundur komust greinilega í hann krappan og þetta hefði vel getað farið illa. Algjör Cliffhanger ll  má segja, Jörundur í hlutverki Stallones. Annars finnst mér merkilegast við þessa frétt, nafnið á gígnum Lúdent og þetta með fítonskraftinn. Þarna er komið enn eitt gígsnafnið sem vafi leikur á hvaðan og hvernig er tilkomið. Ég fjallaði fyrir nokkru um Tintron, en það nafn er einnig umdeilt. Vísindavefurinn segir þetta um um nafnið Lúdent.

Lúdent er gígur austan við Mývatn í Suður-Þingeyjarsýslu. Þórhallur Vilmundarson telur nafnið vera dregið af tilbúna orðinu Lútandi sem orðið hafi að Lútendi og svo Lúdent. Síðan hafi orðið stúdent haft áhrif á nafnmyndina (Grímnir 2:109-110). 

Ekki er gefið að þessi skýring sé einhlít. Ólíklegt er að -t- á harðmælissvæði verði -d- í þessari stöðu. Hugsanlegt er að nafnið sé samsett, af lút og dent, þannig að tilbúna orðið Lút-dent hafi orðið Lúdent. Orðið dentur merkir ‘kvenhöfuðfat’ og merkingin væri þá ‘slútandi höfuðfat’.

Beyging nafnsins er Lúdentar- í samsetningum, til dæmis Lúdentarhæðirí sóknarlýsingu sr. Jóns Þorsteinssonar frá um 1840 (Þingeyjarsýslur, 118). Björn Gunnlaugsson setti myndina Lúðentarhæðirá Íslandskort sitt 1844. Lúdentarhæðir eru einnig í örnefnaskrá Voga. Þorvaldur Thoroddsen skrifar hinsvegar Lúdents-borgir 1913 (FerðabókI:283) og sömuleiðis Steindór Steindórsson í Árbók FÍ 1934 (bls. 29).

Fyrirsögnin talar um "fítonskraft" sem þó er hvergi komið meira inn á í fréttinni, sem er undarlegt, kannski jafn undarlegt og að þeir tveir, Hilmir og Jörundur, hafi "skipt liði". Alla vega segir Vísindavefurinn þetta um kraftinn;

Í orðabók Guðmundar Andréssonar frá 1683 er gefið orðið fitungs ande og skýringin við er 'pithon'. Í orðabók Björns Halldórssonar er Fítúns-andi skýrt á latínu sem ‘phyton, python’ en á dönsku sem 'Raseri', það er 'æðisgangur'. Af þessu sést að um tökuorð er að ræða úr latínu sem aftur hefur fengið orðið úr grísku. Pŷthōnvar stór slanga við Delfí sem guðinn Appolló vann sigur á en orðið var einnig í klassískum málum notað um spásagnaranda og þann sem hafði slíkan anda.


mbl.is Fékk einhvern fítonskraft og bjargaði sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er það sem ég er

Ef að hrunið hefur orðið til þess að sýndarveruleikinn sem umlék Ísland á erlendri grund, hrundi,  eru það góðar fréttir. Ef að Ísland er að læra smátt og smátt að vera "það sem það er", í stað þeirrar uppblásnu og óheilbrigðu ímyndar sem var að vaxa upp með þjóðinni á 21. öldinni er það líka gott. -

Ef Ísland hefur verið neytt til að koma út úr skápnum, fyrst vestrænna þjóða, og þröngvað til að leita nýrra leiða til að skapa mannvænna samfélag, ber að fagna því.  

Ef að Íslendingar eru að átta sig á því að það er ekki endilega eftirsóknarvert að teljast meðal auðugustu þjóða jarðar og að hamingjan er ekki fólgin í að eiga erlendar verslunarkeðjur og fótboltafélög og hafa efni á því að eta gull í Dubai, er það mikil framför.

Það lét Íslendingum aldrei vel að bera sig saman við þjóðir og háttu þjóða, sem eiga sér langa sögu af yfirgangi gagnvart öðrum þjóðum og hömlulausum ágangi á náttúrauðlindir heimsins. Við tilheyrðum aldrei þeim hópi og nú höfum við vonandi áttað okkur á að samleið með honum er ekkert eftirsóknarverð.

Ísland hefur sem betur fer hrapað á öllum velferðar og hamingjulistum þar sem þjóðirnar eru bornar saman við hverja aðra og notast er við staðla sem eru gjörsamlega grundvallaðir á efnishyggju.


mbl.is Ímynd Íslands í molum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kolbrabbinn Páll er dauður

Páll KolkrabbiÞær leiðu fréttir berast nú um heimsbyggðina að hið getspaka knattspyrnuáhuga-lindýr, Páll kolkrabbi, sem hýst var í tanki í sædýrasafninu í Oberhausen í Þýskalandi, hafi drepist s.l. nótt.

Kolkrabbar lifa sjaldan meira en tvö ár svo að dauði Páls kom ekki á óvart.

Samkvæmt upplýsingum þýska sædýrasafnsins var Páll orðin tveggja og hálfs árs, en honum var klakið út í sædýrasafni í Weymouth á England árið 2008.

Páll varð heimsfrægur fyrir að geta rétt til um sigurvegara í sjö leikjum Þýska landliðsins í síðustu heimsmeistarakeppni, þ.á.m. í leik liðsins gegn Spáni þar sem Þjóðverjar biðu ósigur.

Líklegt þykir að lifshlaup spákrabbans Páls verði lengi í minnum haft.  Í undirbúningi er heimildarmynd um líf hans og spádóma og bækur og leikföng honum tengd munu koma á markaðinn fyrir jól.

Þá mun minnisvarði um hann rísa fljótlega í sædýrasafninu þar sem hann átti heima.

R.I.P. Páll.


Hvað er Glamúrpía?

Því meira sem ég hugsa um þessa frétt, því merkilegri finnst mér hún.

Hún gefur innsýn inn í heima sem greinilega eru vaðandi í fordómum, og þar er ég engin undantekning.

Hún vekur fólk til umhugsunar um samband föður og afkvæmis og nútíma hemilslíf.  

Hún tekur til hluta sem ekki eru í umræðunni dagsdaglega en hafa verulegt fræðslugildi fyrir alla í nútíma fjölkynja samfélagi.

Samt er það eitt sem ég skil ekki. Hvers vegna er hún kölluð "glamúrpía"?


mbl.is Pabbi Völu Grand í vandræðalegri uppákomu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brennu frestað, ekki aflýst.

Hafi þessi sveita-predikari ætlað sér að verða frægur í 15 mínútur, þá hefur honum tekist það og gott betur. Honum hefur tekist að fá alla helstu ráðamenn Bandaríkjanna og fjölda annarra ríkja til að bregðast við heimskulegum hótunum sínum um að brenna Kóraninn opinberlega.

En viðbrögð fjölmiðla og síðan stjórnvalda eru enn heimskulegri. Fjölmiðlar hafa blásið málið út og gefið bókabrennu-prestinum predikunarstól sem nær yfir alla heimsbyggðina þar sem aðrir ofstækisfullir predikarar og klerkar nota hótun hans sem tækifæri til að espa upp meira hatur gegn Bandaríkjunum. -

Það eru fyrst og fremst fjölmiðlarnir sem ráða framvindu fréttarinnar, frekar enn nokkur annar. Ráðamenn eru milli steins og sleggju. Þeir vilja ekki láta ásaka sig um að hafa ekkert aðhafst en eru um leið tregir til að grípa til beinna aðgerða og viðurkenna þannig að einn maður geti með hótunum einum saman knúið þá til beinna afskipta.

Á öllum helstu fréttamiðlum heimsins er þetta fyrsta frétt dagsins. Staðreyndir málsins skipta engu, enda margar útgáfur af þeim núþegar í umferð. Ólíklegasta fólk hefur blandað sér í málið, þ.á.m. Donald Trump, Páfinn og  jafnvel Tony Blair.

Í Pakistan hafa bandarískir fánar verið brenndir á götum úti og búist er við að efnt verði til götumótmæla víða um hinn íslamska heim.

Hvernig heim byggjum við þegar einhver einn einstaklingur getur haldið voldugasta ríki veraldar í nokkurs konar gíslingu og valdið múgæsingu og ofbeldisöldum í fjarlægum löndum með því einu að brenna bók, verknaði sem er ekki einu sinni ólöglegur í landi hans?

Brennuklerkurinn hefur nú lýst því yfir að múslímar hafi svikið loforðið sem honum var gefið um að byggja ekki mosku á 0 grund í New York, ef hann féllist á að aflýsa brennunni.  Þess vegna hafi hann ekki aflýst bókabrennunni, aðeins frestað henni þar til hann fái tækifæri til að fljúga til New York og ræða við Múllana þar.

Obama Forseti hyggist halda blaðamannafund í fyrramálið og þar mun þetta mál eflaust verða mál málanna.

 


mbl.is Hættur við Kóranabrennu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband