Færsluflokkur: Fjölmiðlar
16.3.2011 | 19:25
Japan og Haiti
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 19:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.3.2011 | 22:02
Barndóminum stolið
Á sama tíma og samfélagið berjast látlaust gegn misnotkun barna og yfirvöld elta barnaníðinga á enda veraldar, viðgengst mikill tvískynnungur í samfélaginu, sérstaklega gagnvart stúlkubörnum sem eru kynlífsvædd af skeytingarlausum foreldrum.
Merkilegt samt hvað lítið er um málið fjallað. Kannski er málið svo viðkvæmt að hræðslan við að vera stimplað "eitthvað skrýtið" við það eitt að benda á vandann, aftrar fólki frá að tala mikið um hann.
Ég vil því nota tækifærið og benda á nýlega og góða grein eftir
Tvískinnungurinn felst í því hvernig stúlkubörn eru notuð til að vera einskonar framlenging á mæðrum sínum. Þetta kemur einkum fram í klæðnaði þeirra, notkun andlitsfarða og hvernig þær bera sig til. Taktarnir, jafnvel danshreyfingar þeirra eru greinileg eftirherma.
Stundum langar litlum stúlkum að líkjast mömmu sinni en það virðist æ algengara að mömmurnar vilji að telpurnar líti út eins og þær. Við það verða telpurnar vitanlega eldri í útliti, sem er rangt á svo marga vegu. Á vissan hátt er verið að stela frá þeim barndóminum og æskunni.
Þessi afstaða til ungra telpna er orðin svo algeng að kaupmenn nota sér hana eindregið og þess vegna er til markaður fyrir brjóstahöld fyrir stúlkubörn allt niður í þriggja ára aldur, eins og frétt mbl.is hér að neðan fjallar um.
Öfgarnar í Ameríku, hvað þetta snertir eru þegar "heimsfrægar" og ég vona að málin þróist aldrei í þá átt á Íslandi. - Myndin er einmitt af einum keppenda í fegurðarsamkeppni barna sem eru svo algengar í USA.
Stækka brjóst átta ára stúlkna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.2.2011 | 17:05
Nakin í fötum
Er það ekki reglan að þegar teknar eru nektarmyndir af einhverjum, er viðkomandi nakinn á myndunum? Er hægt að vera nakin og klæddur á sama tíma? Erum við kannski öll nakin í fötunum okkar? Þetta er frétt af konu sem lét "taka mynd af sér nakinni vafinni í lak".
Svo vildi til í morgunn að ég rak augun í þessa mynd af Sally, eiginkonu Johns Bercows forseta neðri deildar breska þingsins.
Á henni er hún vafin í lak sem gæti alveg eins verið grískur kjóll eða rómversk "tóka" klæði. Alla vega var hún ekki nakin, nema auðvitað innan undir lakinu. Já, Það er nokkuð víst að innan undir því var hún allsber.
Henni finnst það aulalegt að hafa látið taka þessa mynd af sér. Enn aulalegra var að hafa Big Ben turninn, elsta reðurtákn Lundúnaborgar, í bakgrunni myndarinnar. Sértaklega þar sem beðmál voru til umræðu í viðtalinu sem fylgdi myndinni. -
Annars er konan kunn af ýmsu misjöfnu. Hún var að egin sögn eitt sinn mikill brennivínsþambari og partýkona og það sem verra er, hún er rauðhærð.
Nú reynir hún sitt besta til að verða bresk útgáfa af Cörlu Bruni, eiginkonu Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta. Hún veit að það er sérstaklega mikill svipur með henni og Cörlu þegar þær stenda við hliðina á bændum sínum.
Var alger auli" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.1.2011 | 09:10
Oh, hvað er að þessu liði?
Fólk lætur mismunandi hluti fara í taugarnar á sér. Þessa dagana eru það spurningar fréttamanna sem ég læt pirra mig.
Ég á einkum við sjónvarpsfréttamenn sem ekki kunna að spyrja viðmælendur sína að Því sem skiptir máli, mjög líklega vegna þess að þeir vita ekki nóg til að bera á það skynbragð hvað gerir það og hvað ekki.
Ein spurning umfram aðrar fer samt mest í mínar fínustu. Einkum vegna þess að við henni er ekki til svar sem er í senn skynssamlegt og kurteist.
Ég á auðvitað við klisjuna; Og hvernig tilfinning var það að.....?
Einhvern veginn hefur þessi spurning, sem áður tilheyrði örstuttum viðtölum við fegurðardísir, fólk sem hafði unnið eitthvað í happdrætti eða móða og másandi unglinga sem höfðu nýlega sloppið undan snjóflóði, orðið að fullgildri spurningu sem látinn er flakka í alvöru viðtölum við alvöru fólk.
Helst dettur manni í hug að spyrlarnir séu að reyna að finna eitthvað mótvægi við tilfinningadauðann sem skín út úr augum þeirra sjálfra, með því að reyna sjúga örlítinn trega eða smá glaðværð út úr viðmælendum sínum. Eða það sem er enn hræðilegra, kannski er ótölulegur fjöldi fólks sem situr stjarft heima í stofu og nærist á svona sjónvarps-geðshræringum eins og blóðsugur á bláæð.
Hvernig tifinning var það þegar þú sást dóttir þinni nauðgað?...hvernig tilfinning var það þegar þú heyrðir að konan þín væri enn á lífi?....hvernig tilfinning er það að vita að það varst þú sjálfur sem kveiktir í húsinu þínu?
Jafnvel góðir fréttamenn sem rembast við að kreista einhver tilfinningaleg viðbrögð út úr viðmælendum sínum, freistast til að spyrja þessarar spurningar aftur og aftur án þess að hafa vit á að klippa hana svo í burtu fyrir útsendingu, eins og þeir vitanlega ættu að gera.
Einkennilegasta svarið sem ég hef heyrt um við henni til þessa, er frá konu einni sem sökuð var um að hafa banað eiginmanni sínum með skammbyssunni hans;
Fréttakona; Hvernig leið þér eftir að hafa skotið manninn þinn?
Svar; Ég var glorhungruð.
8.1.2011 | 22:54
Saltkjöt og baunir, túkall.
Fréttastofa leitaði í gær að uppruna lagstúfsins "saltkjöt og baunir túkall." Þjóðháttafræðingar og starfsmenn þjóðminjasafnsins hvorki skýringar á aldri þessa orðasambands né á því hvernig túkallinn komst inn í borðhaldið. Ómar Ragnarsson elsta hljóðritaða dæmið vera frá miðri öld. Karen Kjartansdóttir reyndi að leysa gátuna.
Fjöldi góðra ábendinga bárust fréttastofu í gær eftir að óskað var eftir skýringum á uppruna lagstúfsins góða sem menn söngla oft á sprengidegi.
Góður áhorfandi benti á að áður fyrr var oft soðbrauð haft með saltkjöti og baunum. Brauð þetta var soðið í kjötinu í hátt í klukkutíma og var það í laginu eins og kleinuhringur, rétt eins og danski túkallinn gamli sem lagið vísar í. Lagið vísi því í máltíð samansetta af salkjöti, baunasúpu og soðbrauði.
Annar áhorfandi hringdi og benti á að Baldur Georgs sjónhverfingamaður og búktalari sem þekktur var fyrir að skemmta með brúðunni Konna á árunum 1946 til 1964, hafi líklega fyrstur manna endað skemmtiatriði með þessum orðum.
Við bárum þessar skýringar undir Ómar Ragnarsson sem kominn er af bökurum auk þess sem hann hefur endað mörg atriði sín með þessum orðum í rúmlega hálfa öld.
Hann taldi sennilegt að elsta hljóðritaða dæmi af þessum söng sé af plötu með Baldri frá árinu 1954.
Þá benti hjálpsamur starfsmaður Þjóðminjasafnsins á að fyrir tveimur árum hafi verið spurt um orðatiltækið í þættinum Íslenskt mál hjá Ríkisútvarpinu. Þá hafði samband kona sem benti á að lagið væri þekkt frá rakarakvartettum í Bandaríkjunum sem á árum áður sungu Shave and a haircut 10 cents. Ekki fékkst þó skýring á því hvernig þetta var svo yfirfært á túkallinn og saltkjöt og baunir.
Ómar segir auk þess að þótt ekki sé vitað hve lengi Íslendingar hafi sönglað þetta hafi verið alþekkt að ljúka atriðum á þennan hátt þegar hann var átján ára gamall að stíga sín fyrstu skref á sviði um miðbik síðustu aldar.
Barnabarn Baldurs, Ágúst Freyr Ingason, staðfesti í samtali við fréttastofu að þetta mætti allt rekja til Baldurs. Afi hans hafi sagt honum frá því að þetta væri frá sér komið.
Í fyrirspurn um málið til Vísindavefsins mánuði seinna svarar Guðrún Kvaran prófessor á þessa leið;
30.12.2010 | 11:32
Furðufrétt ársins 2010
Gosið í Eyjafjallajökli er áberandi í fréttyfirlitum sjónvarpsstöðva í Bretlandi, fyrir árið 2010. Myndskeiðið þar sem reiður breskur farþegi öskarar yfir axlir viðmælenda fréttmannsins á einum flugvellinum, "I hate Iceland" er spilað við hvert tækifæri. -
Nú hafa fréttir tengdar Íslandi verið meðal topp 10 frétta í heiminum í tvö ár í röð og þótt ekki séu þær endilega jákvæðar, á ferðaþjónustan eflaust eftir að njóta góðs af allri umfjölluninni næsta sumar líkt og gerðist á síðasta sumri.
Furðufrétt ársins 2010 tengist einnig ösku, eldi og túrisma en þó á allt annan hátt en Eyjafjallajökull. Sagan kemur frá Indónesíu og segir frá tveggja ára snáða, Ardi Rizal, sem reykir 40 sígarettur á dag og ferðamenn flykkjast að til að berja augum. Sjón er sögu ríkari, hvort sem þið trúið svo eigin augum eða ekki.
Eldgosið ein af stærstu fréttum síðasta árs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.12.2010 | 16:58
Skáldskapur á mbl.is
Þessi hluti fréttarinnar, er að mestu tilbúningur, hver sem höfundurinn er.
Um tuttugu mótmælendur klifruðu upp á topp bílsins, nokkrir með flöskur, og öskruðu meðal annars látum hausana af þeim fjúka, og íhaldsmanna-sori. Að sögn fréttamiðla þar í landi sakaði parið ekki en sjónarvottar segjast hafa séð Karl skýla konu sinni sem virtist frekar skelkuð.
Parinu var fljótlega bjargað úr bílnum og þau keyrð heim á leið í merktum lögreglubíl.
Hvergi hefur komið fram, hvorki í vitnisburðum sjónarvotta, né á þeim myndum sem teknar voru af atburðunum, að árásarmennirnir hafi stokkið á þak bifreiðar Karls Bretaprins og eiginkonu hans Kamillu.
- Það er líka rangt að Karli og Kamillu hafi verið "bjargað" af vettvangi í lögreglubíl. Þau komu til áfangastaðar sem var aðeins handan við hornið, í þeim bíl sem ráðist var að.
Fyrirsögnin á fréttinni er einnig vafasöm; "Vildu sjá haus Bretaprins fjúka"
Ef breska lögreglan hefði aðgang að gögnum sem sýndu að kvatt var til morða á konungsparinu, mundi ásrásin vera meðhöndluð sem morðtilraun. Svo er ekki.
Jafnvel mestu sorpblöðin í Bretlandi komast ekki hálfkvist við þennan uppslátt á mbl.is.
Vildu sjá haus Bretaprins fjúka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.12.2010 | 00:09
Engin ákæra á hendur Julian Assange
Wikileaks stjórinn Julian Assange gaf sig fram 6 klst. eftir að Svíar komu loks handtökubeiðni klúðurslaust, via Interpol, til Bretlands, þar sem Assange hefur búið upp á síðkastið í "The Frontline Club". Klúbburinn er rekinn af blaðamönnum og fréttariturum, einkum þeim sem skrifa stríðsfréttir.
Sænska lögreglan hefur ekki gefið út ákæru á hendur Assange. Hún segist aðeins vilja að hann komi til yfirheyrslu vegna ásakanna um kynferðislegt misferli sem á að hafa átt sér stað í ágúst s.l. Ákæru á hendur Assange út af sama máli var vísað frá af sænskum dómara fyrr á þessu ári vegna skorts á sönnunargögnum.
Lögmaðurinn sem endurvakti málið í Svíþjóð er pólitíkus og samkvæmt lögfræðingi Assange, eru þessar ásakanir spuni af pólitískum toga.
Assange er ekki sagður hafa teljandi áhyggjur af þessum ásökunum en er meira uggandi yfir hugsanlegu framsali til Bandaríkjanna. Ef Bandaríkin gæfu út ákæru á hendur Assange eru miklar líkur á að Bretar yrðu að senda hann vestur um haf. En Bandaríkjamenn eiga það á hættu að gera Assange að píslarvætti, án þess samt að geta komið í veg fyrir birtingu sendiráðsskjalanna á netinu.
Eflaust er það ástæðan að þeir hafa ekki látið fyrr til skarar skríða gegn Assange, og Obama forseti hefur ekki minnst einu orði á málið.
Bandarísk stjórnvöld hafa gert hvað þau geta til að gera Assange lífið leitt, svo ekki verði á þá borið að þau hafi ekki brugðist við því sem þau telja meiriháttar brot gegn sér. Þau hafa látið loka reikningum Assange hjá netbönkum, komið í veg fyrir hýsingu síðunnar í USA og eyðilagt fyrir henni einhver lén. Nú þegar Assange hefur verið handtekin, án möguleika á að fá sig lausan gegn tryggingu, gefst Bandaríkjamönnum tími til að ákveða hvort það borgi sig að ákæra Assange , eða sætta sig við orðin hlut og reyna bara að passa betur upp á leyniskjölin sín í framtíðinni.
Assange handtekinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.12.2010 | 13:40
Landsbankareikningurinn eina leiðin
Þótt að stjórnvöld í Bandaríkjunum hafi ekki enn formlega lýst því yfir að Wikileaks séu hryðjuverkasamtök, eru þau þegar farin að beita sömu aðferðum á Wikileaks og á hryðjuverkasamtök. Nú er reynt að skrúfa fyrir fjárframlög til vefsíðunnar og eflaust stutt í að þrýstingi verði beitt til að frysta reikning þeirra hjá Landsbankanum, sem hefur ásamt PayPal verið ein helsta leiðin til að koma frjálsum framlögum til samtakanna. -
Sunshine Press Productions ehf:
Klapparhlid 30, 270 Mosfellsbaer, Iceland
Landsbanki Islands Account number 0111-26-611010
BANK/SWIFT:NBIIISREXXX
ACCOUNT/IBAN:IS97 0111 2661 1010 6110 1002 80
Bandaríkin telja að þjóðaröryggi sínu sé ógnað og þess vegna beri ekki að taka tillit til grundvallarreglna um tjáningarfrelsi sem að öllu jöfnu eru Bandaríkjamönnum "heilagar kýr".
Stöðva greiðslur til WikiLeaks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.12.2010 | 18:00
Ætti að malbika yfir Ísland
Ricky Gervais, grínistinn sem er hvað kunnastur fyrir að semja og leika í gamanþáttunum The Office, er að leggja af stað í enn eina "uppistand" ferðina um Bretland. Samkomurnar eru auglýstar í sjónvarpi og sýnir auglýsingin Ricky gera stólpagrín að Íslandi. Svona fer kappinn orðum um landið bláa;
"Hvað er þetta með Ísland, hver er tilgangurinn með þessu krummaskuði? Ég meina, landið er gjaldþrota. Það ætti að malbika yfir allt klabbið og búa til úr því almennileg bílastæði fyrir restina af Evrópu. Ég meina, svona er landið aðeins sóun á rými".
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 18:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)