Færsluflokkur: Fjölmiðlar
12.10.2011 | 10:53
Besta áfallahjálpin
Íslendingar eru góðir með sig eins og vant er. Allt komið á rétta leið, bara nokkur andleg vandamál sem þarf að afgreiða þegar tími vinnst til. Helsta vandamál Íslands er ekki atvinnuleysi eða fátækt í kjölfar hrunsins, heldur svartsýni og pólitískt raus. Sem sagt 75% sálrænir kvillar. Fólk er svartsýnt af því að það er blankt og blankt af því að það er svartsýnt.
Steingrímur hefur nokkuð til síns máls. Hann er eflaust að tala um reiðina sem bullar undir yfirborðinu vegna þess að þjóðinni finnst hún vera með allt niðrum sig og réttilega það ekki vera sér að kenna. Reiðin heldur áfram að grassera, þrátt fyrir að efnahagurinn sé smá saman að rétta úr kútnum, því fólk hefur á tilfinningunni að ekkert hafi breyst. Þeir sem ollu tjóninu þurfa ekki að gjalda fyrir það og halda óáreittir áfram sínu lúxus lífi eins og ekkert hafi í skorist. - Það mundi vera mikil áfallahjálp í því ef þjóðin sæi eitthvað gerast í þeim málum.
Steingrímur J. minnist líka á pólitíkina. Hún er vissulega vandamál og helsta aflið sem sundrar þjóðinni. - Hvað hana varðar er Steingrímur sjálfur, miklu frekar hluti af vandanum heldur en lausninni. - Alþingi er skrípaleikur og alþingismenn trúðar.
Megin meðalið við því átti að vera ný stjórnarskrá. Það mál er að smá saman verið að kæfa inn á alþingi af alþingismönnum. - Samt heldur þjóðin áfram tryggð við flokkana og þingmenn þeirra. Ef það er ekki sálrænt vandmál, þá veit ég ekki hvað. Besta áfallahjálpin varðandi pólitíkina væri að leggja flokkana niður.
Annars vakti þetta viðtal við Steingrím mesta athygli meðal Breta fyrir þá hugmynd að hægt væri að komast út úr efnahagsörðugleikum með því að handstýra gjaldmiðlinum líkt og Bretar reyna að gera með sitt pund. - Þeim er hulin ráðgáta hvernig Íslendingum tókst það en ekki þeim. - Steingrímur minntist nefnilega ekkert á gjaldeyrishöftin og aðrar hömlur sem Bretar mundu aldrei geta komist upp með. - En Íslendingar eru jú svo klárir.
Vandi Íslands sálfræðilegur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 11:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.9.2011 | 12:17
Kreppan er liðin hjá, segir Ólafur Ragnar
Enn eina staðfestinguna á því að kreppan sem skall á landinu eftir efnahagshrunið sé liðin hjá er að finna í orðum landsföðursins Herra Ólafs Ragnars, sem enn á ný ber sig mannalega og talar sem endranær digurbarkalega við erlenda fjölmiðla. -
Það er eitt að tala hlutina upp, eða niður, og annað að vera svo fjarlægur því sem er að gerast í samfélaginu, að allt sem sagt er hljómar annarlega. -
Þetta grobb Ólafs að mannauður Íslands, sá hluti hans og kom landinu á kaldan klaka, hafi komið þjóðarskútinni aftur á réttan kjöl og öðrum þjóðum beri að taka sér það til fyrirmyndar, bera þess vitni að Ólafur lítur fyrst og fremst á sig sem ímyndarsmið íslensku þjóðarinnar. Einnig að hugmyndir hans um ímynd Íslands hafi ekkert breyst frá því sem þær voru fyrir hrun; á Íslandi er allt best, hverju sem tautar.
Stuðluðu að vexti eftir kreppu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.8.2011 | 14:20
Þegar amma var ung
Sú var tíðin að það þótti heyra til tíðanda ef að dægurlag með öðrum en íslenskum eða enskum taxta náði teljandi vinsældum meðal þjóðarinnar. Ríkisútvarpið sem var allsráðandi í þessum efnum langt fram á síðustu öld og átti því stærstan þátt í móta tónlistarsmekk þjóðarinnar á þeim tíma, réði því að sú tónlist sem leikin var í tónlistarþáttum eins og "Óskalög sjómana", "Óskalög sjúklinga" og "Við sem heima sitjum" voru hvað erlenda dægurtónlist snerti, endurómun af breska vinsældarlistanum. "Lög unga fólksins" fylgdi þessari sömu stefnu enda litu vinsældarlistarnir, sem þá voru komnir til sögunnar, flestir svipað út og þeir bandarísku og bresku. Vissulega voru þessir þættir pipraðir með tónlist frá framandi löndum og lög eins og hið kúbanska Guantanamera, hið hebreska Hava Nagila og hið mexikanska La Bamba heyrðust af og til og voru sjálfsagt langlífari í íslenskum útvarpsþáttum en nokkrum öðrum.
Fyrsta lagið sem ég man eftir að spilað var látlaust í öllum óskalagaþáttum og hvorki var íslenskt eða enskt var þýska lagið sem ýmist var kynnt undir heitinu "Der fröhliche Wanderer" eða "Mein Vater war ein Wandersmann".
Þetta glaðlega "göngulag" sem allir héldu að væri gamalt þýskt þjóðlag, var reyndar samið af Friedrich-Wilhelm nokkrum Möller skömmu eftir að seinni heimstyrjöldinni lauk. Það varð geysi-vinsælt víða um heim árin 1953-4 í flutningi barnkórs frá Schaumburg. Mörg barnanna í kórnum sem þekktur varð undir nafninu Obernkirchen kórinn og stjórnað var af systur Fredrichs, Edith Möller, voru munaðarleysingjar sem misst höfðu foreldra sína í stríðinu.
Sjálfsagt hefði lagið aldrei orðið jafn vinsælt og raun ber vitni, ef BBC hefði ekki útvarpað úrslitunum í alþjólegu Llangollen kórkeppninni árið 1953 þar sem Obernkirchen kórinn vann keppnina með glans með flutningi sínum á þessu glaðhlakkalegu lagi.
Árið 1954 sat það í margar vikur í efstu sætum vinsældalista viða um heim t.d. á þeim breska, í ekki færri en 29 vikur.
Texti lagsins er eftir Edith, en hann hefur verið þýddur á fjölda tungumála og á ensku heitir lagið "The Happy Wanderer". Obernkirchen kórinn kom til Íslands árið 1968 og flutti m.a. lagið sem þýtt var á íslensku sem "Káti vegfarandinn" á vel sóttum tónleikum í Þjóleikhúsinu.
Næst var það trúlega ítalskan sem ég fékk að kynnast í söng á öldum ljósvakans i lagi sem síðan hefur verið hljóðritað og gefið út af meira en 100 mismunandi flytjendum. Lagið heitir "Nel blu dipinto di blu" en allir þekkja það undir heitinu Volare.
Ítalska tónskáldið Domenico Modugno samdi lagið og einnig ljóðið ásamt Franco Migliacci. Það var fyrst flutt af Domenico og Johnny Dorelli á tónlistarhátíð í Sanremo 1958 og sama ár var það valið til að vera framlag Ítalíu til Júróvisjón keppninnar.-
En þrátt fyrir að Domenico og Franco fengju að flytja lagið tvisvar í keppninni, vegna truflana á útsendingu í fyrstu atrennu, nægði það ekki til að koma laginu hærra en í þriðja sæti. - Lagið flaug samt inn á vinsældarlistanna víða um heim og hlaut síðan verðlaunin "besta lag ársins" á fyrstu Grammy verðlaunahátíðinni sem haldin var 1958 í Bandaríkjunum.
Árið 1963 þegar að Bítlarnir klifruðu upp alla vinsældarlista á ofurhraða fengu þeir samkeppni úr óvæntri átt. Belgísk nunna sem þekkt varð undir nafninu Sur Sourire (Systur bros) hafði þá samið og hljóðritað lagið Dominique, sem varð svo vinsælt að það rauk upp í fyrsta sæti vinsældarlista bæði vestan hafs og austan. Fram til þessa dags, er það eina belgíska lagið sem náð hefur fyrsta sæti á vinsældarlistum í Bandaríkjunum. Lagið varð svo vinsælt að Jeanine Deckers, en svo hét þessi syngjandi nunna réttu nafni, fór í hljómleikaferð um Bandaríkin og var auk þess boðið að koma fram í skemmtiþætti Ed Sullivan.
Deckers, sem sjálf fékk aldrei krónu borgaða fyrir lagið, heldur lét ágóðann renna til klaustursins, gafst upp á klausturslifnaðinum árið 1967. Í framhaldi af því reyndi hún árangurslítið fyrir sér með tónlistarflutningi undir nafninu Luc Dominique þar sem henni var meinað að nota nafnið Sur Sourire, sem var sagt eign útgefanda hennar, þ.e. Philips samsteypunnar.
Seint á áttunda ártugnum reyndu belgísk skattayfirvöld að innheimta af Deckers fúlgur fjár sem þau vildu meina að hún skuldaði í skatta af tekjunum af Dominique. - Deckers hafði þá þegar fallið í ónáð kaþólsku kirkjunnar vegna opinbers stuðnings síns við notkun "pillunnar" og vegna samkynhneigðar sinnar. Árið 1985 frömdu hún og sambýliskona hennar til margra ára, Annie Pécher, sjálfsvíg og sögðu í bréfi sem þær skildu eftir sig, fjárhagserfiðleika ástæðurnar.
Upp úr 1966 átti franska kynbomban Birgitte Bardott í ástarsambandi við sjarmörinn og tónlistarmanninn Serge Gainbourg. Hún bað hann að semja fyrir sig fegursta ástaróð sem hann gæti upphugsað og þá sömu nótt samdi hann lag sem átti eftir að kenna allri heimsbyggðinni að segja "Ég elska þig" á franska tungu, eða; Je t'aime.
Fyrst hljóðritaði hann lagið með stunum Bardott og sjálfs sín en sú útgáfa lagsins kom ekki út fyrr en árið 1986. Það var hins vegar ástkona hans, ofurskutlan Jane Birkin sem söng og andvarpaði ásamt Serge sjálfum á útgáfunni sem fór eins og eldur í senu um heiminn árið 1967. Í þeim löndum sem ekki bönnuðu flutninginn fór lagið gjarnan í fyrsta sæti.
8.6.2011 | 09:06
Smartland til sölu
Mér finnst það góð hugmynd að fjalla um tísku, fegurð og alla fylgihluti kvendómsins, sem hluta af stóru vefsvæði eins og mbl.is er. Mér finnst það aftur á móti afar slæm hugmynd að selja greinarnarnar sem birtast í slíkri umfjöllun, hæstbjóðanda.
Greinar sem birtast og forsíðu mbl.is frá Mörtu í Smartlandi eru margar með því markinu brenndar. Þær eru ætlaðar til að villa ungum stúlkum og auðtrúa konum sýn á hvað eru góð og holl ráð og hvað eru svæsnar auglýsingabrellur.
Það á að vera auðvelt fyrir almenning að greina auglýsingar frá hlutlausri umfjöllun. Það á að taka það fram í upphafi greinar að greitt hafi verið fyrir eftirfarandi umfjöllun, ef svo er. Sem dæmi má taka þessa umfjöllun um hvaða farða Sahaorn Stone og Natalie Portman noti. Hún sannar svo ekki leikur lengur nein vafi á, að Marta smarta hefur selt sál sína og skrif snyrtivöruframleiðendum og skammast sín greinilega ekkert fyrir það.
Myndirnar sem hún birtir af kvikmyndastjörnunum eru sjoppaðar og gefa engan vegin til kynna raunverulegt útlit þeirra, með eða án farða, þannig að það er engin von fyrir íslenskan "kvenpening" að öðlast þetta útlit, hvað sem hann kaupir mikið af þessum snyrtivörum sem Marta er að pranga með.
Nokkrum dögum áður hafði Marta skrifað grein um að konum bæri að farða sig eins og Elizabeth Taylor og Michelle Pfeiffer og vitnað til útlits þeirra í ákveðnum kvikmyndum. Önnur kvikmyndin fjallaði um egypska drottningu sem framdi sjálfsmorð þegar að fegurð hennar nægði ekki lengur til að tæla mikla herforingja til lags við sig, en hin um uppkókaða diskópíu sem gekk á milli eiturlyfjabaróna eins og hver annar varningur. - Förðun og útlit beggja kvenna í þessum kvikmyndum var mjög í samræmi við persónugerðina. - Hvaða skilaboð er Marta smarta að senda?
Sharon Stone notar þennan farða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.6.2011 | 07:07
Enga fjöldagröf að finna í Hardin Texas
Sem betur fer reyndist þessi frétt um fjöldagröf í Hardin í Texas vera ósönn. Engin lík eða líkamspartar fundust á þeim stað sem lögreglan fékk ábendingu um að slíkt væri að finna.
Auðvitað vakti það strax grunsemdir lögreglunnar þegar að persónan sem hringdi þessar fals-upplýsingar inn sagðist vera skyggn og hafa séð fjöldagröfina í sýn. Og nánari rannsókn leiddi í ljós að um gabb var að ræða.
Fréttamiðlar í Texas sáust ekki fyrir í kappi sínu um að verða fyrstir með æsifréttirnar og létu sem frásögn miðilsins væri sönn. Eftir það flugu fréttir þeirra eins og eldur í sinu um heimsbyggðina og enduðu uppi á mbl.is.
Tilkynnt um fjöldagröf í Texas | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.5.2011 | 01:06
Bretar elska Ísland um þessar mundir
Ég hef grun um að Bretar hafi hringt grimmt inn til að kjósa lagið hans Sjonna. Breski þulurinn sagði söguna af laginu á þann hátt að það smellpassaði við stemmninguna hjá strákunum á sviðinu. Ef að þulir annarra landa hafa gert hið sama, og halda áfram uppteknum hætti á laugardaginn verður íslenska lagið ofarlega. - Að auki er lagið sjálft ágætis hvíld frá öllu teknósuðinu frá flestum hinna landanna. -
Annars er Ísland að gera það virkilega gott í Bresku sjónvarpi þessa dagana, ef hægt er að taka þannig til orða.
BBC ákvað að efna til íslenskrar viku á BBC 4 og þar er verið að sýna íslenskt efni upp á hvern dag. Vikan hófst með Jar City, í gærkveldi var sýnd einhver heimildarmynd um og með Ragnari Axels ljósmyndara, og í kvöld heimildamynd gerð af BBC um Íslendingasögurnar.
Þá hafa þættir af Næturvaktinni með Jóni Gnarr einnig verið sýndir á hverju kvöldi. Mér heyrist fólk vera hrifnast af þeim. Gnarrinn er að slá í gegn á Bretlandi líka. Myndin um Raxa var tilgerðarleg og fékk ekki sérlega góða dóma. Fólk var á því að það hefði verið fróðlegra að heyra meira í fyrirsætum ljósmynda hans en honum sjálfum.
Álit fólks um annað á eftir að koma í ljós.
Þetta var stríðnin í Sjonna" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.5.2011 | 13:16
Ósýnilegar konur
Myndin af Obama og Co þar þau fylgjast með aftöku Osama bin Ladens í beini útsendingu var látin í té af Hvíta húsinu til birtingar í fjölmiðlum með ákveðnum skilyrðum. Fréttastjórum dagblaðsins Der Tzitung í Brooklín er greinilega nokkuð sama um þau skilyrði. Þær Hillary Clinton og Audrey Tomason eru báðar gerðar ósýnlegar á þeirri útgáfu af myndinni sem blaðið birti. Skilmálar Hvíta hússins eru svona;
"This official White House photograph is being made available only for publication by news organizations and/or for personal use printing by the subject(s) of the photograph. The photograph may not be manipulated in any way and may not be used in commercial or political materials, advertisements, emails, products, promotions that in any way suggests approval or endorsement of the President, the First Family, or the White House."
Ef að fréttablað hefur ákveðið að halda sig við miðaldaviðhorf gagnvart konum og birta ekki einusinni af þeim myndir, er vandséð hvað vakir fyrir þeim að birtingu þessarar breyttu ljósmyndar yfirleit, þegar þeir vita að þeir eiga yfir höfði sér lögsókn fyrir að hafa rofið birtingarskilmálanna. Blaðið hefði átt að sleppa fótósjoppinu og halda sig við tækni sem hæfir hugarfari ritstjórnarinnar.
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 13:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
2.5.2011 | 22:59
Hvernig á að drepa goðsögn
Dauði Osama bin Laden hefur mikla þýðingu fyrir Bandarísku þjóðina. Mörgum Bandaríkjamönnum sveið það afar sárt að tæknivæddasti her og best búnu sérsveitir heimsins gátu ekki fundið þennan landlausa flóttamann og grandað honum. Í 10 ár eltust Bandaríkjamen og bandamenn þeirra við Osama án árangurs og þannig varð til goðsögnin um manninn sem enginn gat fangað og enginn gat grandað.
Það braust því út mikill fögnuður um gjörvöll Bandaríkin þegar það fréttist að Osama hefði loks verið drepinn. En goðsögnin um hann lifir áfram og hana verður líka að drepa. Þess vegna hafa engar myndir verið birtar af líki Osama og því komið þannig fyrir að enga minnisvarða verður hægt að reisa á legstað hans.
Og eins og allir sérfræðingar og fréttaskýrendur keppast nú við að skýra út fyrir okkur, hefur dauði Osama mest táknræna þýðingu fyrir þá sem taka þátt í stríði Bandaríkjana gegn hryðjuverkum.
Al Qaeda samtökin eru ekki lengur háð Osama, enda hafa þau meira á sér yfirvarp hugmyndafræði en samtaka.
Og hvernig er best að berjast við hugmyndir og hugmyndafræði? Mikilvægur liður í þeirri barráttu er að afmennska hugmyndasmiðinn. Allir vita að Osama var miskunnarlaus og kaldrifjaður hryðjuverkamaður. En hlaut ekki maður sem bauð heimsveldi byrgin og tókst að standa gegn ofurmætti þess á marga vegu í fjölda ára, að vera hugrakkur? -
Nú eftir að Obama Nóbels-friðarverðlaunahafa hefur tekist að láta drepa Osama, veit hann að það verður líka að drepa ímynd hans. Sá ferill er þegar hafinn eins og fréttin hér að neðan ber með sér.
Næstu daga og mánuði munu koma fram ýmsar upplýsingar um Osama, matreiddar af spunameisturum USA, til að ófrægja persónu Osama og afmennska hann algjörlega. Allt er það liður í að drepa goðsögnina um Osama bin Laden sem Obama og forverar hans í starfi áttu svo ríkan þátt í að skapa.
Reyndi að nota eiginkonuna sem skjöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjölmiðlar | Breytt 3.5.2011 kl. 00:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
8.4.2011 | 09:11
Eva Joly elur á hégómagirnd Íslendinga
Augu heimsins eru afar flöktandi. Þau hvíla sér til hægðarauka meira við dægurhjal, sögur af vanfærum kvikmyndastjörnum og poppsöngkonum, en af árásum NATO á Líbíu búa, mannfallstölum af Fílabeinsströndinni, sjálfsmorðssprengjum í Írak eða Pakistan og flóðahættu og kjarnorkuvá í Japan.
En á morgun er mikilvægur dagur fyrir Ísland og þá þykir okkur sjálfsagt að augu heimsins hverfi til okkar. Eva Joly þekkir þjóðina kann að kitla hégómagrind hennar eins og fyrirsögnin á þessari grein ber vitni um.
Litla Ísland leiðir heiminn einu sinni enn. Fyrir fáum árum var tónninn sá sami þegar rætt var um "íslenska efnahagsundrið". sem frelsa mundi heiminn. Þeir sem vildu koma sér í mjúkinn hjá Íslendingum þurftu ekki annað en að lofa útrásir þeirra í hástert og segja þá mesta og besta. Fyrr en varði þeir voru komnir um borð í þotur á leið til að eta gull í Dubai.
Þetta ofmat á eigin verðleikum hefur oft komið Íslendingum í koll. Að kinda undir því með greinum eins og þessum af fólki sem þjóðin treystir, einhverra hluta vegna, er ljótur leikur. - Vissulega munu úrslit kosninganna á laugardag vekja athygli og þau munu eflaust hafa áhrifa út fyrir landsteinana að einhverju marki. En að tala um kosningarnar eins og einhvern heimsviðburð, er stórlega orðum aukið.
Augu umheimsins á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 09:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
4.4.2011 | 20:03
Dr. Phill spáir fyrir um kosningarnar á laugardaginn
Fæstir Breta vita ekki nokkurn skapaðan hlut hvað er að gerast á Íslandi. Þegar kemur að efnahagsmálum nær nef þeirra ekki lengra en ofaní eigin buddu. Þess vegna kemur það á óvart að einhverjir þeirra skuli hafa fyrir því að leggja orð í belg við þessa grein í Guardian. -
Guardian styður öllu jöfnu breska Verkalýðsflokkinn og lesendur þess eru róttækir ef yfirleitt er hægt að nota það orð yfir Breta. Þeir eiga það sameiginlegt með íslenskum neijurum að þeir hatast út í bankana og bankamenn og segja þá ábyrga fyrir því að stjórnvöld í landinu þurfa nú að skera niður hægri / vinstri félagslega þjónustu og stuðning við listir og menningu.
Vinur minn Dr. Phill sem áður hefur getið sér gott orð á blogginu mínu fyrir getspeki og spádóma, bauðst til þess að spá fyrir um úrslitin í kosningunum á laugardag. Dr. Phill sendi mér þessar línur fyrir stundu;
Á Ísland munu þeir;
sem þrá dómsdag,
þeir sem vilja sjá einhverjar breytingar, sama hverjar þær eru,
þeir sem eru yfirleitt neikvæðir,
þeir sem bölsótast út í allt og alla af því þeir vita að það sem þeir segja skiptir yfirleitt ekki máli,
og þeir sem halda að Ísland geti orðið öðrum þjóðum fyrirmynd,
þetta fólk mun sigra í kosningunum um Icesave á laugardag.
Bretar og Hollendingar sagðir óttast dómstólaleiðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 20:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)