Besta áfallahjálpin

Íslendingar  eru góðir með sig eins og vant er. Allt komið á rétta leið, bara nokkur andleg vandamál sem þarf að afgreiða þegar tími vinnst til. Helsta vandamál Íslands er ekki atvinnuleysi eða fátækt í kjölfar hrunsins, heldur svartsýni og pólitískt raus. Sem sagt 75% sálrænir kvillar. Fólk er svartsýnt af því að það er blankt og blankt af því að það er svartsýnt.

Svört mótmæliSteingrímur hefur nokkuð til síns máls. Hann er eflaust að tala um reiðina sem bullar undir yfirborðinu vegna þess að þjóðinni finnst hún vera með allt niðrum sig og réttilega það ekki vera sér að kenna. Reiðin heldur áfram að grassera, þrátt fyrir að efnahagurinn sé smá saman að rétta úr kútnum, því fólk hefur á tilfinningunni að ekkert hafi breyst. Þeir sem ollu tjóninu þurfa ekki að gjalda fyrir það og halda óáreittir áfram sínu lúxus lífi eins og ekkert hafi í skorist.  -  Það mundi vera mikil áfallahjálp í því ef þjóðin sæi eitthvað gerast í þeim málum.

Steingrímur J. minnist líka á pólitíkina. Hún er vissulega vandamál og helsta aflið sem sundrar þjóðinni. - Hvað hana varðar er Steingrímur sjálfur, miklu frekar hluti af vandanum heldur en lausninni. - Alþingi er skrípaleikur og alþingismenn trúðar.

Megin meðalið við því átti að vera ný stjórnarskrá. Það mál er að  smá saman verið að kæfa inn á alþingi af alþingismönnum. - Samt heldur þjóðin áfram tryggð við flokkana og þingmenn þeirra. Ef það er ekki sálrænt vandmál, þá veit ég ekki hvað. Besta áfallahjálpin varðandi pólitíkina væri að leggja flokkana niður.

Annars vakti þetta viðtal við Steingrím mesta athygli meðal Breta fyrir þá hugmynd að hægt væri að komast út úr efnahagsörðugleikum með því að handstýra gjaldmiðlinum líkt og Bretar reyna að gera með sitt pund. - Þeim er hulin ráðgáta hvernig Íslendingum tókst það en ekki þeim. - Steingrímur minntist nefnilega ekkert á gjaldeyrishöftin og aðrar hömlur sem Bretar mundu aldrei geta komist upp með. - En Íslendingar eru jú svo klárir.


mbl.is Vandi Íslands sálfræðilegur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Svanur Gísli. Ég er sammála öllum atriðum þessa pistils.

Hann talar ekkert um allar fjölskyldurnar (hornsteina samfélagsins) sem hafa tvístrast, og fólk sem hefur neyðst til að flytja til Noregs til að halda lífi og heilsu með launaðri atvinnu.

Og hann minntist ekkert á að fullt af fólki sem er þar í vinnu, er að senda launin sín heim til Íslands til að borga af ólöglegum lánum glæpabankanna á Íslandi, sem enginn fær einu sinni að vita hver á vegna einhverrar óskiljanlegrar bankaleyndar (eitthvað þarf að fela). Enginn veit hvar í raun þessir peningar enda þegar upp verður staðið (enn eitt bankaránið).

Hann talar ekki um fólkið sem þarf að sækja sér matargjafir til hjálparstofnana í stórum stíl, vegna kjaraskerðingar og vanrækslu kerfisins/stjórnsýslunnar (allir hafa rétt á mannsæmandi lífi og svo frv...stendur í núverandi stjórnarskrá).

Hann talar ekki um að á síðustu misserum hefur verð á öllum neysluvörum hækkað um 30%.

Hann talaði ekki um lokanir sjúkrahúsa með auknum uppsögnum starfsfólks.

Hann talar ekkert um að á meðan allt þetta viðgengst, er verið að eyða háum fjárhæðum í aðlögun að ESB, þó það sé vitað mál að meiri hluti þjóðarinnar vilji ekki fara í þetta dýra aðlögunarferli að þessu bandalagi núna, og getur það ekki einu sinni núna, nema afsala sér möguleikum á að ráða okkar málum sjálf, til að nýta þau hlunnindi sem Ísland hefur umfram aðrar þjóðir í vannýttum náttúruauðlindum. T.d. vanveiddum fisk, sem þarf ekki einu sinni að framleiða, heldur einungis leyfa frjálsar handfæra/strandveiðar, til að afla fæðu og fjármagns, (fiskurinn er í eigu þjóðarinnar, því þjóðin gaf hann aldrei né seldi). Fiskurinn étur undan sér vegna vanveiði og einhvers ruglaðs dauða-sérfræðiráðgjafa-banns, sem enginn skilur og síst af öllu þeir sem ráðgjöfina veita.

Um hvað var Steingrímur eiginlega að tala?

Finnst honum það ekki alvarlegt að stór hluti Íslendinga þarf áfalla og sálfræðihjálp en fær hana ekki, frekar en vinnu og lifibrauð. Skilur hann ekki hversu alvarlegt ástandið er, vegna þess m.a. að fólk þarf að fara í öllum veðrum, labbandi eða með strætó, í hjálparstofnanir til að lifa af, og bensínið er of dýrt til að fólk hafi ráð á að keyra sér til og frá þeirri litlu vinnu sem sumir hafa enn?

Það búa einungis rúmlega 300.000 manns í þessu misskipta og sundraða samfélagi! Það þarf bara vasapening banka og lífeyrissjóðs-stjóranna til að allir hafi nóg að borða og húsaskjól á Íslandi! Hvar er samviska þessara hálaunuðu stjóra?

Hvernig getum við hjálpa Steingrími, eða kannski frekar Forsætisráðherra landsins og hennar ESB-skoðana-fylgifiskum, til að skilja að ástandið á Íslandi er alvarlegt hjá flestum nema þeim sem eru á ríkis/banka/lífeyrissjóðsjötunni ofvernduðu og gjörspilltu? Þeir sjóðir tæmast líka með sama áframhaldi, og þá fara fleiri á vergang. Á að bíða eftir því?

Það er miðvikudagur í dag og þetta blessaða fólk ætti að taka sér frí frá þingstörfum restina af deginum, og fara í strætó í þær hjálparstofnanir sem enn eru opnar á miðvikudögum. Fólk verður að horfast í augu við staðreyndir og prófa þær á eigin skinni. Ekki er verra að finna hvassviðrið feykja sér fram og til baka með matarpokana.

Mb.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.10.2011 kl. 15:04

2 identicon

Vel orðað hjá þér og tek líka undir með Önnu Sigríði.

Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 12.10.2011 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband