Færsluflokkur: Fjölmiðlar
6.8.2010 | 17:13
Níu bloggsíðum lokað í kjölfar trúardeilna á blog.is
Svo virðist sem blog.is hafi loks tekist að þagga niður í Greflinum (Guðbergi Ísleifssyni) . Eins og bloggarar á þessum slóðum vita, var bloggsíðum hans lokað í kjölfarið á trúarrifrildi við Kristinn Theódórsson sem rekur trúarþrasvöll mikinn hér á blogginu.
Af blog.is var helst að skilja að Guðbergur væri tröllabloggari og því ekki húsum hæfur en skírskotaði þó að mestu til almennra notkunarreglna sem gilda á svæðinu.
Grefill undi lokununum illa og reyndi halda áfram bloggi í gegnum síðu félaga síns Kristjáns Sigurjónssonar. (Grefilinn sjálfur) Það endaði með að blog.is lokaði fyrir lánsíðuna og einnig einkasíðu Kristjáns, kiddi.blog.is. -
Guðbergur leitaði þá næst á náðir frænda síns, Steindórs Friðrikssonar sem aldrei hefur bloggað hér á blog.is og fékk hann til að opna síðuna ofbeldi.blog.is með það í huga að fjalla um Grefilsmálið.
Þeirri síðu var umsvifalaust lokað af blog.is.
Í þokkabót var svo lokað á ip tölu tölvu Guðbergs sem gerir honum ómögulegt að gera athugasemdir á blog.is úr henni.
Síðurnar sem blog.is hefur lokað vegna Grefils eru því nú orðnar níu, sex á kennitölu Guðbergs sjálfs, tvær á kennitölu félaga hans Kristjáns og eina á kennitölu frændans, Steindóri.
Guðbergur segir að persónulega hafi sér ekki borist viðvaranir eða neinar skýringar frá blog.is um ástæður fyrir lokuninni.
Fjölmiðlar | Breytt 10.8.2010 kl. 15:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (90)
6.8.2010 | 11:02
Hvað eru "nasistabörn"?
Er Adólf Jóhannsson "nasistabarn"? Hvað eru "nasistabörn"? Eru það börn þeirra foreldra sem aðhyllast nasisma? Eða eru það börn sem sjálf eru nasistar? Kannski eru það börn sem bæði eiga nasista fyrir foreldra og aðhyllast sjálf nasisma.
Heath og Deborah Campell eiga við bæði andleg og líkamlega vandmál að stríða. Heaath neitar helförinni og skreytir heimili sitt með hakakrossinum. Þau nefndu börn sín eftir nasistum og nasískum hugtökum. Er það nóg til að börnin eigi að fá á sig stimpilinn "nasistabörn" í fjölmiðlum heimsins?
Það finnst MBL.is greinilega. Mbl.is kallar þessi börn "nasistabörn" vegna þess að ólæsir foreldrar þeirra sem einnig er andlega áfátt, álpuðust til að nefna þau nöfnum þekktra nasista eða kunnum nasískum bullfrösum.
Mbl.is heldur þannig í heiðri þeirri vafasömu speki að börnum beri að líða fyrir syndir foreldranna.
![]() |
Foreldrar nasistabarna sviptir forræði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.8.2010 | 18:24
Hin leyndardómsfullu skilaboð Jóns Gnarr útskýrð
Ég er ekki hissa þótt Jón Gnarr sé hrifinn af Múmínálfunum og trúi á þá. Horft á svona úr fjarlægð svipar persónuleika Jóns mjög til Múmínpabba. Hann er að undirlagi frekar dapur en dútlar sér við skrif, heimspeki og hefur í frami ýmsa listræna tilburði af og til.
Þá ber þess að gæta hver staða Múmínpabba er í sögunum. Eins og fram kemur í skemmtilegri úttekt á Múrnum er Múmínpabbi "í algjöru aukahlutverki í múmínálfabókunum, að einni undanskilinni - Eyjunni hans Múmínpabba (á sænsku "Pappan och havet"; á finnsku "Muumipappa ja meri"). Þar lendir karlinn í skæðri miðaldrakrísu, sem leiðir til þess að hann dregur fjölskylduna með sér út í nálæga eyju þar sem hann hyggst vinna mikil bókmenntaleg afrek. Öllum mátti ljóst vera að þessi ferð yrði ekki til fjár, en um síðir tekst Múmínpabba að komast í sátt við líf sitt og fjölskyldan getur snúið aftur heim í dalinn, sterkari en fyrr. - Þótt afar lítið sé birt úr ritverkum Múmínpabba í bókaflokknum, getur engum dulist að hann er fullkomlega hæfileikalaus rithöfundur, sem eykur einungis á dýpt persónunnar í sögunni."
Þetta á nokkuð vel við stöðu lands og þjóðar og Jón Gnarr er einmitt líkamningur og lifandi táknmynd hennar, svona raunverulegur fjallkall.
Nú hef ég ekki hugmynd um hvaðan Tove Jansson fékk nafnið á álfunum þ.e. "Múmin". En sé það t.d. tekið úr arabísku og kóraninum þar sem orðið kemur oft fyrir og þýðir "átrúandi" og á við um þann sem beygir vilja sinn undir vilja Guðs, geta þetta verið hárfín skilaboð há borgarstjóranum.
Jón Gnarr er e.t.v. að segja okkur svona undir rós að hann sé tilbúnn til að beigja vilja sinn undir vilja ES.
![]() |
Múmínpabbi hvetur Íslendinga til að gerast aðilar að ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 19:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
4.8.2010 | 12:51
Heyrði blaðamaðurinn það sem Björk hugsaði?
Ross Beaty hefur lýst því yfir að draumur hans fyrir fyrirtæki sitt Magma Energy sé að gera það að stærsta og öflugasta jarðvarma fyrirtæki í heiminum. Ekki aðeins á Íslandi, heldur öllum heiminum. Stór liður í að gera þann draum að veruleika er að koma sér vel fyrir í því landi sem lengst er komið á leið hvað varðar nýtingu jarðvarma; Íslandi. Án yfirráða yfir jarðvarma auðlindum Íslands og þeirri þekkingu sem íslensk fyrirtæki ráða yfir, mun draumur Ross verða langsóttur. Ísland er lykilinn að orku-paradísarrisa Ross.
Í viðtali sem tekið var við Ross þegar að Magma Energy var enn einkafyrirtæki hans segir hann;
"We have a large pool of talent in the company and have now acquired 21 properties in Nevada, Utah, Oregon, Chile, Nicaragua, Peru, and Argentina. Magma has the largest property base of any company in the business. Im applying the things that have worked in my career and not apply the things that havent worked. Were well financed. We just raised $29 million two weeks ago. The object is to do the same thing we did in Pan American Silver: to build the biggest geothermal energy business in the world."
Ross Beaty February 14th, 2009
Miðað við starfsaðferðir Pan American Silver og hina ýmsu eftirmála út af starfsemi þess víða um heim, er virkilega ástæða fyrir íslendinga til að hafa allan vara á þegar kemur að viðskiptum við Ross.
Ein af rökum Ross um ágæti kaupa Magma Energy á nytjarétti á Íslandi eru þessi ;
"I bealeve that Magma was the largest foreign investor in Iceland in 2009 and we really bealieve we can help bring Iceland out of it´s currant tough economic condition with additional investment in the near future."
Ross Beaty July 2010
Það er erfitt að sjá hvernig efnahagsáætlun Íslands sem var samin undir stjórn AGS og smásjá, getur staðist ef ekki er tekið tillit til stærsta erlenda fjárfestingaraðilans. - Og aðkoma AGS í þeim löndum sem ME starfar í er þegar kunn. - Ekki langsótt kenning það að AGS taki mið af starfsemi ME annarsstaðar en á Íslandi.
Og hvaða "viðbótafjárfestingu" er Ross að tala um, ef ekki önnur orkufyrirtæki á Íslandi?
Mér sýnist að blaðamaðurinn sem hafi rangt eftir Björk hljóti að hafa heyrt það sem hún hugsaði frekar en það sem hún sagði.
![]() |
Ranglega haft eftir Björk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 12:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
3.8.2010 | 22:30
Ástæðurnar fyrir að sex bloggum Grefils var lokað
Þá er loks komið á hreint, alla vega frá sjónarhóli stjórnenda blog.is, hvers vegna lokað var einum sex bloggsíðum Grefils (Guðbergs). Að fengnu samþykki Guðbergs birti ég hér svar blog.is við fyrirspurn minni um ástæður lokunarinnar.
Sæll Svanur,
Vegna fyrirspurnar um lokanir blogga er rétt að eftirfarandi komi fram almenns eðlis:
Útgáfufélagið Árvakur á og rekur vefsvæðið blog.is. Á blog.is gilda fáir og einfaldir notkunarskilmálar sem notendur svæðisins gangast undir gegn því að fá ókeypis aðgang að svæðinu. Þessa skilmála er að finna hér: http://blog.is/forsida/disclaimer.htmlen að öðru leyti vísast til íslenskra laga, svo sem 25. kafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940 (http://www.althingi.is/lagas/nuna/1940019.html) sem gilda á vefsvæðinu eins og annars staðar.
Eigandinn, Árvakur, áskilur sér vitanlega rétt til að sjá til þess að farið sé að lögum og eigin reglum á svæði fyrirtækisins. Notandi sem kýs að gera það ekki, þarf að finna sér annan vettvang fyrir blogg sitt. Umsjónarmenn blog.is er þó mannlegir og vilja gjarnan gefa mönnum kost á að bæta ráð sitt þegar um stöku afmörkuð tilvik er að ræða. Notandinn fær þá senda áminningu frá umsjónarmönnum blog.is um að halda sig innan marka. Í allnokkrum tilvikum er þó ákveðið að loka fyrirvaralaust á notanda. Það er gert þegar um margítrekuð brot er að ræða og ábendingar hafa ekkert að segja. Það er einnig gert þegar notandi misnotar vefsvæðið, til dæmis með atgangi sínum, framkomu gagnvart öðrum notendum, sífelldum tilhæfulausum fréttatengingum, ruslpóstsendingum eða að hann villi á sér heimildir, sé svokallað "tröll".
Rétt er að geta þess að notendur vefjarins blog.is eru rösklega 20 þúsund talsins. Í síðustu viku, sem var þó heldur róleg, voru birtar á vefnum nærri 2000 færslur og um 5500 athugasemdir. Ógerningur er fyrir umsjónarmenn að fylgjast með öllum bloggum og athugasemdum á vefsvæðinu og vart ástæða til. Ábendingar notenda um það sem miður fer eru okkur því mikilvægar. En notendur blog.is gera eðlilega ríkar kröfur til þess að þar geti farið fram heilbrigð skoðanaskipti og umræður, hvort sem þeir kjósa að taka þátt í umræðunni eða ekki.
Varðandi lokun á bloggarann Grefil (vinsamlegast fáðu samþykki hans ef þú hyggur á birtingu):
Ég tók um helgina ákvörðun um lokun á sex blogg Grefils, án samráðs við nokkurn mann eða félagasamtök(!), og sú ákvörðun stendur. Grefli sendi ég afrit af öllum hans bloggum um leið og tilkynnt var um lokunina og óskaði honum velfarnaðar á öðrum vettvangi. Um ástæður lokunarinnar vísast til þess sem segir almenns eðlis hér að framan. Rétt er, að ég hafði ekki áður sett mig í samband við Grefil og lokaði því fyrirvaralaust. Rangt er, að umsjónarmenn blog.is (þ.e. ég, aðrir umsjónarmenn eða einhverjir okkur tengdir) hafi sett skoðanir hans fyrir sig eða látið stjórnast af einhvers konar okkur óviðkomandi félagsskap. Á blog.is er sem betur fer að finna mikið litróf skoðana, sem kemur í sjálfu sér okkur umsjónarmönnunum ekkert við. Notkun vefsvæðisins kemur okkur hins vegar við, að þar sé farið að lögum og reglum og að þar sé að finna eftirsóknarverðan umræðuvettvang.
Með kveðju,
Soffía - blog.is
1.8.2010 | 19:13
Óhóf og græðgi
Mér hefur ætíð blöskrað óhófið og græðgin sem birtist í því þegar alsnægtasamfélögin efna til kappáts og / eða kappdrykkju. Kannski er um að kenna myndum af börnum með útþanda maga af sulti, sem teknar voru í hungursneyðinni í Bíafra, sem brenndu sig inn í meðvitund mína og annarra ungra íslenskra skólabarna seint á sjöunda áratug síðustu aldar.
Öfgalandið Bandaríkin hefur jafnan verið framarlega þegar kemur að þessum ósiðum en líklega hafa flestar velmegunarþjóðir gert sig sekar um að hafa gortað sig af alsnægtum sínum á þennan hátt.
En þetta er fín auglýsing fyrir matvöruframleiðendur og fólk er alveg hætt að taka eitthvað nöldur um hvað sé siðuðu fólki sæmandi og hvað ekki, alvarlega. - Það er jú "so gaman aðessu."
Ég óska Einari Haraldssyni ekki til hamingju með titilinn.
![]() |
Íslandsmeistari í pylsuáti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.6.2010 | 17:22
Þegar Zinedine Zidane skallaði Marco Materazzi
Eftirminnilegasta atvikið úr heimsmeistarakeppninni í Knattspyrnu er í margra hugum þegar Zinedine Zidane skallaði Marco Materazzi í úrslitaleik HM 2006.
Því hefur aldrei verið uppljóstað hvað Marco sagði nákvæmlega við Zinedine þótt mikið væri um málið fjallað.
![]() |
Vissu ekki allir að Zidane væri geðbilaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.6.2010 | 15:19
Obama segir ástandið....
"The situation in Gaza is unsustainable" . Í flestum fréttamiðlum heims þóttu þessi orð Obama um ástandið á Gaza merkilegust og best til þess fallin að vera fyrirsögn fréttarinnar af viðræðum hans við Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, í Hvíta húsinu í gærdag. Obama segir ástandið á Gaza vera "unsustainable" sem nútíma orðabækur þýða "ósjálfbært".
Obama endurómar þannig orð margra þeirra þjóðþinga og þjóðarleiðtoga sem fordæmt hafa herkví Ísraelsmanna um Gazaströnd þegar hann segir að ástandið geti ekki haldið áfram, sé óviðunandi og geti ekki leitt til neinna lausna. En það er einmitt merking orðsins "unsustainable" í þessu samhengi.
Á þau er ekki einu sinni minnst í þessari frétt á mbl.is.
![]() |
Obama heitir Palestínu aðstoð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.6.2010 | 09:16
An interview with Tolkien´s Icelandic au-pair
The interview appeared in Morgunbladid 1999 and the lady in question, named Arndis
but known as 'Adda', was a doctor's daughter from the West Fjords, who
went to work with the Tolkiens when she was twenty, in 1930. She got
the job because the Tolkiens had two mothers' helps from Iceland
previously, Aslaug and Runa, and Aslaug had been a classmate of
Adda's.
Tolkien collected her from Oxford station and greeted her in Icelandic.
She then talks about her working conditions she was meant to be one
of the family, but she never had a holiday. The youngest of the
children (presumably Priscilla) was in her second year.
She says that the Professor was a really lovely man, very easy and
comfortable to be around, he loved nature, trees and everything that
grew. The house they had just bought had an asphalt tennis court and
the first thing they did was rip it up and put down grass. This is an
example of how JRR and Edith hated modern things another thing they
both hated was central heating and boilers.
Edith loved flowers, and not only had splendid flower beds in her new
home but kept going back to the old one to get plants.
Adda puts this down to English upper class eccentricity the Tolkiens
she says, loved flowers and writing letters. She has lots of letters
from them, including decorated Christmas cards from the Tolkien
children.
The oldest son, Johnny, was now 14 and in the new house he had his own
room. The rest (including Adda) kept themselves to the nursery. The
lady of the house (Edith) had a difficult nature, she wasn't sociable
and disliked most people.
Then Adda talks about how she was meant to come there to learn English
and help Tolkien practice Icelandic but Edith got jealous if they
talked in a language she didn't understand. "She was never unkind to
me, but she was never a friend either. And she was very
over-protective."
Adda says Oxford was at that time completely class-ridden professors
were a class unto themselves. Edith was also a snob when the char
(cleaning lady) went awol for a fortnight, Edith was furious when Adda
decided to wash the doorstep. "You're one of us, you must never be
seen doing work suitable for servants."
The Tolkiens rarely if ever entertained, and Adda was not impressed
with their hospitality..."once a couple who were old friends, just
back from many years in India, called round and they hadn't seen them
for years, but just gave them tea in the morning room, with only one
cake!"
Adda thinks that Tolkien was much more sociable by nature than Edith.
She got to know Edith's lovely old nanny, a Miss Gro (? not sure they
got this name right) who joked that Edith would always have a migraine
whenever there was a university 'do'. Miss Gro also explained why
Edith was so difficult she blamed their traumatic courtship years.
They faced opposition for years and ended up having to practically
elope. They had stood firm together against all the odds, even though
they may not have had much in common.
Adda said Edith spent a lot of time upstairs during the day but didn't
know what she actually did. She was a very promising pianist at the
time when she married, had become an organist in a church. There was a
parlour in the house which no-one ever went into, there was a piano
there but Edith never touched it. None of the children learnt an
instrument.
Whenever Tolkien had had a drink or two he was not allowed to sleep in
the bedroom, he had to go into the guest room. She couldn't stand the
smell of drink on him. Tolkien was a lovely, comfortable man, didn't
talk much. He always came home to lunch every day, and went into his
study after the meal. He would have a bottle of beer and a dry
biscuit.
Adda was very fond of the children. She took them fishing in a nearby
canal, put them in the bath every night and put them to bed, they
loved to hear Icelandic folk tales about trolls and such, and often
Tolkien would come and listen too. "He took lots of ideas from
Icelandic folk stories...and he really believed that all of nature was
alive. He lived in a kind of adventure/fantasy world."
Adda still loves reading the Hobbit (which he started writing at the
time she was working for him).
Tolkien always wore a tweed jacket and pale grey trousers, but loved
to wear colourful waistcoats. And he always wore white tie (tails) at
the Oxford dinners. He always wanted to go to Iceland but thought he
couldn't afford it.
Adda eventually left because of the restrictive life she was forced to lead.
She got friendly with a girl called Betty, one of Tolkien's students,
who invited her to go punting but Edith never found it convenient to
let her go, even on a Sunday.
Edith once showed Adda her wardrobe upstairs, it ran along an entire
wall and was completely full of clothes. But she never went anywhere
at all, except perhaps to the library.
She sometimes did go with me and the older boys to a matinee
(afternoon theatre performance). The Tolkiens thought the theatre an
acceptable leisure activity but hated the cinema, and they really
hated the Morris car factory that had been recently opened south of
Oxford.
John, at 14, was most like his father. Edith stopped Adda from bathing
him. (editor's note I should hope so too!) Michael, the next son,
was such a beautiful child, that people would stop his mother in the
street to admire him. His mother wanted him to be a priest.
Christopher was often squabbled over by his parents. He was a rather
whiny child, fussy with food. But his father adored him and realised
that he needed different handling than the others. Tolkien had started
writing the Hobbit while I was there but was really writing it for
Christopher, reading him out chapters.
She then says that she had close contact through letters with the
family until the war disrupted the correspondence.
The interview in Icelandic can be found here.
Viðtalið á íslensku hér.
8.6.2010 | 11:30
Goðgá Helenar Thomas
Næstum níræð Helen Thomas hafði svo sem verið óvarkár í tali áður en hún sagði að Ísraelsmen ættu að drulla sér í burtu frá Palestínu. Hvernig hún orðaði spurningar sínar til forseta Bandaríkjanna þótti oft jaðra við ókurteisi, sérstaklega í seinni tíð. Vegna þeirrar virðingar sem hún naut í starfi sínu, var litið fram hjá óvarkárni hennar, enda alvitað að með árunum losnar um málhömlur fólks.
En hingað og ekki lengra. Í þetta sinn voru ummælin hranaleg umorðun á því að Ísraelsþjóð var mynduð úr innflytjendum m.a. frá Póllandi og Þýskalandi.
Í umræðunni um ástandið í Ísrael og Palestínu gilda ákveðnar reglur og ákveðin sjónarmið sem varða hana eru algjör goðgá.
Þeir sem gagnrýna Ísrael mega t.d. aldrei ýja að því að Ísraelsmenn hafi ekki fullan rétt til að gera það sem þeim sýnist, hvar og hvenær sem er í heiminum, "til að verja sig."Alla gagnrýni á verk ríkisstjórnar Ísraels er litið á sem Gyðingahatur.
En alvarlegasta gagnrýnin er að draga í efa tilkall Ísraelsmanna til þess landsvæðis sem þeir búa á eða minna á að þeir hafi þegið það úr hendi alþjóðasamfélagsins á þeim tíma er þeir sem þjóð voru landlausir.
Helena gamla baðst afsökunar á heimasíðu sinni með þessum orðum.
"I deeply regret my comments I made last week regarding the Israelis and the Palestinians. They do not reflect my heart-felt belief that peace will come to the Middle East only when all parties recognize the need for mutual respect and tolerance. May that day come soon.".
En orrahríðinni út af umælum hennar linnti samt ekki. Ræðum sem hún átti að flytja var aflýst og bókaforlög sögðust ekki lengur vinna með henni.
Afsögn hennar sem fréttaritari við Hvíta húsið fylgdi því í kjölfarið.
![]() |
89 ára fréttaritari hættir vegna ummæla um Ísrael |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 15:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)