Færsluflokkur: Löggæsla
23.9.2009 | 00:43
Kristnir hóteleigendur ákærðir fyrir að móðga múslíma
Í júlí mánuði lentu kristin hjón sem reka hótel í Liverpool í orðaskaki við einn gesta sinna, íslamska konu. Konan hefur núna kært hjónin fyrir að nota ; ógnandi og móðgandi orðalag og verið með óviðeigandi trúarlegar aðdróttanir í garð hennar.
Hjónin Ben (53) og Sharon Vogelenzang (54), voru í kjölfar kærunnar boðuð á lögreglustöð til yfirheyrslu.
Réttarhöld munu fara fram yfir hjónunum í desember en viðurlög eru allt að 5000 punda sekt fyrir að brjóta hin "almennu siðalög" landsins sem taka til "opinberra móðgana" af þessu tagi.
Þótt að málavextir séu enn óljósir er haldið að hjónin hafi verið að svara fyrir beina árás gests þeirra á kristna trú þar sem hún hélt því fram að Kristur hafi verið "minniháttar spámaður".
Hjónin eru sögð hafa svarað því til að Múhameð hafi verið stríðsherra og að klæðnaður íslamískra kvenna sé ákveðin tegund af fjötrum.
Þau neita því að andsvör þeirra hafi verið ógnandi og segjast hafa fullan rétt til að útskýra trú sína.
Eftir að hjónin voru kærð hafa viðskipti við Hótelið sem þau stýra dregist mjög saman og þau segja allar líkur á að þau verði að hætta rekstrinum. Hótelið naut góðs af því að vera í nágrenni sjúkrahúss sem beindi talert að viðskiptum til þeirra. Meðal viðskiptavina á vegum sjúkráhússins var einmitt umrædd kona sem kærði þau.
Hjónin eru starfandi í kristnum félagsskap sem heita Bootle Christian Fellowship. Lögmaður þeirra hefur ráðlagt þeim að ræða ekki efnislega orðasamskipti þeirra og Múslíma konunnar. Þau eru einnig studd af þrýstihópnum Christian Institute sem greiðir fyrir lögfræðiþjónustu þeirra.
Margir lögfræðingar hafa tjáð sig í fjölmiðlum um áhyggjur sínar yfir því hvernig lögreglan notar almennu siðalögin (Public Order Act) til að handtaka fólk sem lendir í orðaskaki þegar lögunum var ætlað að halda uppi einhverri reglu á götum úti þar sem ofbeldi og skrílslæti geta brotist út í kjölfarið á heiftugum orðaskiptum.
Löggæsla | Breytt s.d. kl. 11:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
18.9.2009 | 00:57
Lýst eftir barnaníðingi
Á unglingsárum mínum (1966-1969) í Keflavík var ég mikið í félagi við ákveðinn hóp skólabræðra minna sem gerði lítið annað utan skólatímans en að slæpast um og hanga á sjoppum. Við vorum allir byrjaðir að fikta við reykingar og að drekka áfengi. Á þessum tíma komst ég í kynni við náunga sem kallaði sig Blacký. Hann var íslenskur eftir því sem ég best veit, þrátt fyrir að nafnið.
Blacký þessi var maður á miðjum aldri sem gerði sér dælt við okkur drengina sem vorum þá á þrettánda og fjórtánda ári. Hann var ósínkur á sígarettur og fór oft í ríkið fyrir okkur strákana til að kaupa brennivín ef hann var látinn hafa peninga.
Blacký sem var drykkjumaður hélt sig oft í námunda við eða inn í sjoppu á Hafnargötunni og þá var kölluð "Dorró" eða Þórðarsjoppa. Þar var oft þröng á þingi því fjöldi unglinga hékk í þar á kvöldin, einkum í hinu svo kallað biðskýli.
Blacký vann á verkstæði við sandblástur og þangað stefndi hann oft drengjunum til að ná í áfengið sem hann hafði keypt fyrir þá.
Í staðinn fyrir greiðann (áfengiskaupin) misnotaði Blacký marga þeirra kynferðislega og fékk þá til að taka þátt í afar ósiðlegum kynferðislegum athöfnum með sér.
Auðvitað flokkast þetta framferði Blackýs undir argasta barnaníð.
Samt steinþögðu allir yfir þessu þ.e. ekki var minnst á þetta fyrir utan hópinn og ég minnist þess ekki að þetta framferði Blackýs hafi nokkru sinni komist í hámæli í Keflavík.
En hvers vegna er ég að rifja upp þessa löngu liðnu atburði.
Fyrir það fyrsta hefur það lengi plagað mig, eftir að ég kom til vits og ára, að svona nokkuð skuli hafa viðgengist fyrir svo til opnum tjöldum í heimabæ mínum og án þess, að því er virðist, að nokkur fengi við því gert. Blacký er þarna í minningunni eins og dimmur og ókennilegur skuggi sem nauðsynlega þarf að fá á sig raunverulegri mynd.
Í öðru lagi vegna þess að ég er að skrá niður minningar mínar m.a. frá þessum tíma í Keflavík og ég hef ekki hugmynd um hvað þessi maður raunverulega hét, hvaðan hann kom, hvað varð um hann og hvort hann er lífs eða liðinn.
Ef einhver veit frekari einhver deili á honum væru þær upplýsingar vel þegnar.
Löggæsla | Breytt s.d. kl. 01:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
15.9.2009 | 19:06
Brýtur Borgarahreyfingin stjórnarskrána með nýsamþykktum lögum sínum?
48. gr. stjórnarskrár Íslands segir: " Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum."
Í nýjum lögum Borgarhreyfingarinnar segir svo:
"11.1.2. Frambjóðendur Borgarahreyfingarinnar skulu skrifa undir eftirfarandi heit:
Ég (fullt nafn frambjóðanda) heiti því að vinna eftir bestu getu að stefnu hreyfingarinnar eins og hún er samþykkt á landsfundi. Gangi sannfæring mín gegn meginstefnu hreyfingarinnar mun ég leitast eftir því að gera félagsfundi grein fyrir því og leggja í dóm félagsfundar hvort ég skuli víkja sæti við afgreiðslu þess máls."
Getur einhver útskýrt fyrir mér hvernig þetta stangast ekki á?
Og ef þetta stangast á, eins og mér finnst augljóst, hvers vegna setur nýr stjórnmálaflokkur í lög sín ákvæði sem brjóta stjórnarskrá landsins? Engin getur verið bundin þessu heiti um leið og sýnt er að það brýtur í bága við stjórnarskrána.
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
14.9.2009 | 23:52
Af káfi japanskra karlmanna
Allt frá því að neðanjarðarlestarnar í Tókýó urðu að stærstu samgönguæðum borgarinnar hefur þukl og káf í lestunum viðgengist.
Í lestarvögnunum sem eru yfirleitt svo troðnir af fólki að það notar sérstaka nælon jakka og kápur til að vera sleypara í troðningunum, stendur fólk svo þétt upp að hvert öðru að stundum er erfitt fyrir það að greina hvort þuklið er með vilja gert eða ekki.
Þessi einkennilega ópersónulega leið til að snerta og vera snertur virðist henta mörgum Japönum vel. Um þessa sérkennilegu aukaverkun japanskrar borgarmenningar hefur oft verið fjallað í ræðu og riti og margir velt því fyrir sér hvers vegna það er svona vinsælt, sérstaklega meðal karlamanna á leið í og úr vinnu að þukla konur sem þeir þekkja ekki neitt.
Um leið og flestu fólki hefur fundist þessi hegðun óásættanleg og ósiðleg, hafa, eins og reyndar minnst er á í fréttinni, lestaþuklarar komið sér upp samtökum og meira að segja siðareglum. Í mörgum greinum sem skrifaðar hafa verið um málið hafa "fórnarlömbin" sem oftast eru konur, sagst hafa vanist þessu og jafnvel ekki verið því andsnúnar.
![]() |
Lögreglan vill stöðva þuklara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Breytt s.d. kl. 23:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
14.9.2009 | 14:49
Rændu sjóræningjaskip
Ýmsum mununum hefur verið rænt úr "sjóræningjaskipinu" sem notað var við gerð kvikmyndanna þriggja um Sjóræningjana í Karíbahafinu á meðan það lá við festar í skoskri höfn.
Þjófarnir stálu úr seglskipinu HMS Bounty, sem lá við Custom House Quay í Greenock, á milli fimmtíu og hundrað pundum í peningum og fatnaði merktum skipinu. Þá höfðu þjófarnir á brott með sé þurrbúning, bók, björgunarhring og bandaríska fánan. Þessi munir fundust þó seinna skammt frá skipinu sem á hringferð um Bretland og mun koma við í mörgum höfnum á leiðinni.
HMS Bounty er nákvæm eftirlíking af hinu sögufræga skipi Bounty sem sigldi undir stjórn William Bligh skipstjóra til Tahiti og vestur-Indía árið 1789. Gerð var uppreisn um borð og skipstjórinn ásamt 18 af áhöfninni sem fylgdu honum að málum settir í smábát út á reginhafi.
Eftirlíkingin var smíðuð 1962 fyrir Uppreisnina á Bounty, fræga kvikmynd sem gerð var um þessa atburði með Marlon Brando í aðalhlutverki
Skipið var notað sem kaupskip í sjóræningja-myndunum um Jack Sparrow (Johnny Depp) og ævintýri hans í Karíbahafinu.
Löggæsla | Breytt s.d. kl. 15:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.9.2009 | 14:03
Átta ára stúlka finnst hengd í svefnherberginu sínu
Bretar eru í miklum vandræðum með uppeldi og meðhöndlun barna sinna. Skelfilegar fréttir berast nú eina ferðina enn af börnum í öng.
Yfirvöld hafa brugðist við fjölgun barnaníð-tilfella á afar umdeildan hátt. Þau ætla að fara fram á að allir sem koma á einn eða annan hátt í snertingu (miðað er við tvisvar sinnum í mánuði) við börn og eða einstaklinga sem eitthvað hafa minni getu, verða að framvísa vottorði um að þeir séu ekki á skrá yfir barnaníðinga eða hafi ekki verið sakaðir um slíkt. Allt að 20.000 manns í Bretlandi munu ekki geta framvísað slíku vottorði.
Og enn fjölgar fréttum af misnotkun og gróflegri vanrækslu foreldra á börnum sínum.
Í fréttunum í dag er sagt frá átta ára stúlku sem fannst hengd í svefnherbergi sínu á heimili sínu s.l. laugardagskvöld í Nottinhamshire. Lögreglan er enn að rannsaka málið og verst allra frétta enn sem komið er og engin hefur enn verið handtekin vegna málsins. Fimm ára bróðir hennar var tekinn í vörslu barnaverndaryfirvalda.
12.9.2009 | 02:11
Það má komast af á milljarði....er það ekki annars?
Kúlulán...nei..blessaður vertu, fullkomlega löglegt. Að afskrifa kúlulán til að kaupa hlut í bönkum sem nú eru orðnir verðlausir...hva,,, það var bara gert fyrir starfsmenn og pólitíkusa...Innherjaviðskipti...nei nei..blessaður... áttu sér aldrei stað...Flutningur milljarða úr íslenskum bönkum korter fyrir hrun...Ha, og hvað er ólöglegt við það?.....kennitölur og skúffufyrirtæki til að fá lan, lána örðum, taka vexti, borga arð og og og ....það eru nú bara viðskipti góurinn.
Þessum fréttum og fullyrðingum og viðbrögðum við þeim er ausið daglega yfir þjóðina og fæstir nenna orðið að fylgjast með hver svínaði hvar og hve margir milljarðar voru í spilinu. - Flestir eru jafnframt fullvissir um að það mun enginn svara til saka fyrir nokkuð sem viðkom því sem við köllum "hrunið".
Allir vatnsgreiddu kallarnir sem hingað til hafa fengist til að tala segja það sama. Allt var löglegt. Og það sem kann að hafa orkað tvímælis, voru mistök. Allir voru að gera sitt besta. Lögin voru bara ekki nógu skýr. Og svo vissi enginn að þessi fylking, löglegra, vel meinandi, dálítið óupplýstra manna og kvenna stefndi fyrir björg.
En það kaldhæðnilegasta við þetta allt er, að þrátt fyrir hrunið, þrátt fyrir gjaldþrot banka og fyrirtækja, voru allir þeir sem töpuðu mestu svo ríkir að þeir eru enn vell-auðugir. Það þarf nefnilega ekki nema ja... segjum milljarð, til að hafa það ágætt, næstum sama hvar er í heiminum. Og hver var svo aumur að hann kom a.m.k. ekki milljarði undan?
![]() |
Áætlar að 60-70 hrunmál komi til rannsóknar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.9.2009 | 03:27
Japanir taka af lífi gamalmenni á áttræðis aldri.
Eftir að hafa borðað morgunmat á jóladag árið 2006 var þremur öldruðum japönskum föngum og miðaldra fyrrum leigubílstjóra tilkynnt að þeir yrðu hengdir eftir klukkustund. Þeim var skipað að hreinsa klefa sína, biðja bænir sínar og skrifa erfðaskrár sínar.
Einn þeirra, Fujinami Yoshio, 75 ára fangi á dauðdeildinni skrifaði á snepil sem hann sendi til stuðningsfólks síns, áður en honum var ekið að gálganum í hjólastól; "Ég get ekki gengið sjálfur, ég er veikur, samt getið þið fengið ykkur til að drepa slíkan mann. Ég ætti að vera sá síðasti."
Japanir hafa löngum haft orð á sér fyrir að vera ólinir við sakamenn. Í Japan enda 99% af málum sem koma fyrir dóm með sakfellingu hins ákærða. Þá er einnig til þess tekið að stærsti hluti ákærðra játar á sig glæpinn.
Í Japan er dauðarefsing enn við lýði og nýtur mikils fylgis meðal almennings en 102 fangar bíða nú aftöku á dauðadeildum ríkisins. Margir þeirra eru háaldraðir og hafa verið geymdir í einangrun í tugi ára.
Aðstaða þeirra er svo skelfileg að Amnesty International (AI) hefur nýlega sent frá sér greinagerð þar sem fullyrt er að margir þeirra séu þegar orðnir geðveikir af vistinni. AI fer fram á að öllum aftökum í landinu verði frestað og gengið verði úr skugga um geðheilsu fanganna þar sem alþjóðleg lög kveða á um að ekki megi taka af lífi geðveika einstaklinga. Þá geri japönsk lög ráð fyrir hinu sama.
Talsmaður IA telur að meðferð fanganna á dauðdeildunum einkennist af "þögn,einangrun og algeru tilvistarleysi".
Fangar eru látnir vita af aftöku sinni með mjög skömmum fyrirvara. Þeir fá aðeins að hreyfa sig þrisvar í viku en verða þess á milli að sitja kyrrir í klefum sínum. Samskipti við aðra fanga eru engin. Af þessum sökum þjást þeir af geðsjúkdómum og ímyndunum.
Frá 1. janúar 2006 til 1. Janúar 2009 hafa 32 fangar verið teknir af lífi Japan. 17 þeirra voru eldri en 60 ára. Fimm voru á áttræðisaldri.
Löggæsla | Breytt s.d. kl. 11:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
9.9.2009 | 17:08
Gvöð nei, ég vissi ekkert!!
Hún er eiginkona fyrrverandi Bankastjórans. Hún seldi bréf sem hún átti í bankanum fyrir 55 millur , rétt fyrir hrun. Það þarf ekki mikið ímyndunar afl til að geta sér til um hver vörn hennar verður.
Nei, þetta voru sko ekki innherjaviðskipti. Hún vissi ekkert um í hvert stefndi með SPRON. Þótt maðurinn hennar hafi verið bankastjóri þá var aldrei talað um mál bankans inn á heimilinu eða annarsstaðar í hennar áheyrn.
Nei bíðið nú aldeilis hæg. Hmm. Það var hann sem vissi ekkert. Sjálfur stjórinn hafði ekki hugmynd um hvernig bankinn var staddur. Allir aðrir stjórar voru ansi glúrnir við að koma sínu fé úr bönkunum í öruggt skjól. Ekki hann. Hann sat eftir með sárt ennið, nema hvað hann , eða hún fékk þessar skitnu 55 millur.
Ég veit ekki hvort er verra að játa á sig þau afglöp að hafa ekki fylgst með gangi mála og ekkert vitað að bankinn riðaði á barmi gjaldþrots, eða að hafa hvíslað að konu sinni; þetta er allt að far í kalda kol, seljum eins mikið og við getum. -
Já, það er líka komið í ljós að þótt hún hafi selt bréfin voru þau sameiginlegar eigur þeirra hjóna; "Ég vil líka taka fram að mjög lítill hluti af sameiginlegri eign okkar hjóna í SPRON var seldur á þessum tíma eða 7% enda höfðum við miklar væntingar um framtíð SPRON og héldum eftir 93% af stofnfjárbréfaeign okkar í sparisjóðnum." segir Guðmundur.
Svo er saksóknari efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra greinilega beintengdur inn í hausinn á Guðmundi, því hann hefur staðfest að hann viti að Guðmundur vissi ekkert.
Kemur nokkuð til greina að skila aftur peningunum til Davíðs Heiðars sem Guðmundur bar ábyrgð á að töpuðust? He he...Nééé.
![]() |
Guðmundur: Bjó ekki yfir upplýsingum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.6.2009 | 11:18
Að taka Heiðu
Í gær mælti ég mér mót við blogg-vinkonu mína Heiðu Heiðars. Við ætluðum að hittast á Austurvelli þar sem hún sagðist vera að taka þátt í mótmæla-aðgerðum. Þegar ég mætti á Austurvöll var Heiðu hvergi að finna. Mér var sagt að hún hefði verið handtekin fyrir að sitja á götunni fyrir framan alþingishúsið. Þar sem ég hef aðeins fylgst með mótmælunum úr fjarlægð þessa mánuði sem þær hafa staðið yfir, rak mig í rogastans.
Mér virtist nefnilega úr fjarlægðinni sem stefna lögregluyfirvalda væri fyrst og fremst að forða því að að mótmælendur yllu eignaspjöllum og meiðingum, en að öðru leiti ættu þeir að halda sig til hlés og leyfa friðsamleg mótmæli. En nú spyr ég mig hvort það geti verið að það sem virtust vera mild og yfirveguð vinnubrögð lögreglunnar fram að þessu, hafi aðeins verið taktískar aðgerðir sem beitt var vegna þess að þeir áttu við ofurefli að etja.
En um leið og "andstæðingurinn" var orðin viðráðanlegur, er lögreglusamþykktum borgarinnar beitt af fullri hörku. Hver önnur getur ástæðan verið að litlum hópi pottaglamursfólks á Austurvelli, sem ekkert gerðu af sér sem ekki hefur verið gert hundrað sinnum áður á sama stað, er smalað upp í lögreglubíl og það sektað um 10.000 krónur eða gert ella að sitja 2 daga í fangelsi.
Heiða veitti enga mótspyrnu þegar hún var handtekin en tók það skýrt fram að þegar hún neitaði að færa sig af götunni, væri um að ræða borgaraleg óhlýðni til að mótmæla óréttlæti í samfélaginu. - Hún var tekin á lögreglustöðina og stungið inn í klefa þar sem hún mátti dúsa í tvo tíma, eftir að belti og skór höfðu verið fjarlægð.
Fram að þessu hefur hafa yfirvöld ekki handtekið Heiðu enda þótt hún hafi verið í fararbroddi mótmælanna frá upphafi. Hún hefur marg-oft gert það sama og hún gerði í gær og var handtekin fyrir. Hversvegna lét lögreglan til skarar skríða gegn henni núna? Vegna þess að hún sá að mótmælendur voru fámennir og að stærstum hluta úr nánustu fjölskyldu Heiðu. - Hugmyndin hefur sem sagt verið að nota tækifærið og kenna henni lexíu. Lexían sem heitir; Við höfum valdið og þótt það sýnist svo að við séum samvinnuþýðir, þá er það bara takttík. Við munum láta til skarar skríða gegn hvers konar borgaralegri óhlýðni um leið og hópurinn þynnist.
Löggæsla | Breytt s.d. kl. 16:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)