Færsluflokkur: Löggæsla
31.8.2010 | 05:15
Að snúa vörn í sókn
Þorsteinn Pálsson var ráðherra dóms og kirkjumála. Ólafur Skúlason kom að máli við hann til að ræða stöðu sína. Hvað sagði Þorsteinn við hann. Hver var "staða" Ólafs í augum Þorsteins?
Sjálfsagt sagði Þorsteinn við hann eitthvað álíka og allir aðrir. Fyrst var að fullvissa hann um dyggan stuðning ráðuneytisins, segja honum að hann hefði ekkert að óttast, að það myndi verða tekið á málunum, ef það færi þá eitthvað lengra.
Ólafur var fullkomlega öruggur og í góðri stöðu. Það stóðu allir með honum. Hann hafði greiðan aðgang að valdamönnum landsins, þar á meðal dóms og kirkjuráðherranum. Hann var í svo góðri stöðu að hann gat leyft sér að kæra konurnar fyrir að vera að ljúga þessu upp á sig. Því miður var málinu vísað frá eða það látið niður falla. Hver ákvað það?
![]() |
Átti nokkra fundi 1996 með Ólafi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
30.8.2010 | 16:40
Hver lekur?
Spurningin sem vaknar við lestur þessarar fréttar, og reyndar einnig þeirrar sem birtist fyrr í dag um málið, er hvers vegna þessar upplýsingar leka svona glatt í fjölmiðlana. Auðvitað eru fjölmiðlar gráðugir í að komast í fréttir tengdar þessu máli, en hver lekur og hvers vegna? -
Er það lögreglan sem er að veita fréttamönnum upplýsingar um málið eða er hún að tala af sér, eins og svo oft áður. - Fréttir eru skoðanamyndandi og ekki síst fréttir af sakamálum. Til að byrja með veittu lögregluyfirvöld afar litlar upplýsingar um málið, enda rannsóknin þá enn á fullu. Nú koma þessar upplýsingar, rétt eins og málið sé þegar upplýst.
![]() |
Blóð fannst á skóm mannsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
28.8.2010 | 00:13
Heyrði hann enginn hrópa á hjálp?
Ungur maður hefur verið handtekinn, grunaður um morðið á Hannesi Þór Helgasyni. Þessi ungi maður valdi að tjá hugrenningar sínar á myndböndum og birta þau á youtube. Þegar þetta er skrifað eru þau enn þar að finna.
Að horfa á myndböndin er vægast satt átakanlegt. Hugarástand hans endurspeglast í titlum myndskeiðanna; Játning til Hildar, Hvernig þetta endaði, Ringulreið, Nýtt upphaf.
Ég horfði á öll myndböndin og get ekki betur heyrt og séð að síðasta myndbandið "Nýtt upphaf" hafi verið angistarfullt hróp á hjálp. Heyrði það einhver?
Myndböndin tala sínu máli fyrir utan það sem drengurinn er að segja. Svo til berir veggirnir á bak við hann, myndirnar á bolnum hans og í síðasta myndbandinu "Nýtt upphaf", eru allir litir horfnir úr herberginu hans.
Með þessu er ég ekki að fella neinn dóm á það hvort þessi ungi maður er sekur eða saklaus, en Það er búið að birta nafn þessa drengs opinberlega svo framhaldið verður erfitt hvernig sem fer. Alla vega á hann og fjölskylda hans alla mína samúð, hver sem útkoman úr þessu hörmungarmáli verður.
![]() |
Neitar sök í morðmáli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.8.2010 | 01:07
Ætlaði að fletta ofan af Ólafi Skúlasyni
Þór Jónsson blaðamaður segist hafa verið "í óða önn að fletta ofan af Ólafi Skúlasyni" þegar að Jón Ólafsson tók fram fyrir hendurnar á honum og lét flytja fréttir að því hversu þjóðin treysti Ólafi enn þá vel.
Fyrst að Þór hafði upplýsingar í höndunum sem nægðu til að "fletta ofan af Ólafi" verður að spyrja, hvers vegna hann sá sér ekki fært að deila þeim með þjóðinni, eða a.m.k. lögreglu.
Hann segist hafa vitað að fréttamiðlar hefðu verið "bitlausir" á þessum tíma.
En hvað gerði þá bitlausa?
Hvað getur gert fjölmiðla bitlausari en ef fréttamenn þeirra lúra á upplýsingum sem nægja til að "fletta ofan" af manni sem sakaður er um alvarlegan glæp og bera því við að þeim sé skipað að gera eitthvað annað.
Nú segir Þór Jónsson frá þessu í "útúrdúr" í pistli sem að öðru leiti japlar upp þetta sama og allir aðrir fjölmiðlar hafa gert. Í honum er ekkert nýtt að finna nema í ´"útúrdúrnum".
Er þetta kannski tilraun hjá Þór til að slá sig til riddara á kostnað manns sem allir vita að er umdeildur?
Ekki veit ég hvað eða hvort Þór á sökótt við Jón Ólafsson, en hann notar þetta tækifæri til að bendla honum sérstaklega við mál sem allir sem voru einhverjir á Íslandi á þessum tíma voru á einn eða annan hátt bendlaðir við.
Bitlausir fjölmiðlar voru þannig bendlaðir við málið, meðal presta gekk maður undir mann við að verja Ólaf, stjórnmálamenn og mektarvinir Ólafs lýstu yfir stuðningi við hann, allt menn og konur sem engu illu vildu trúa upp á hann.
Jón Ólafsson var kannski einn þeirra sem létu blekkjast, en það er dálítið undarlegt að reyna að gera hann sérstaklega grunsamlegan af manni sem vissi svo mikið um málið að hann hefði getað tekið af allan vafa of flett ofan af hinum grunaða, Ólafi Skúlasyni.
Eftirfarandi er útúrdúr Þórs Jónsonar í Pressupistli hans;
Hvað þarf til að kirkjunnar menn hætti að efast um að þeir gerðu kynferðisbrotamann að biskupi yfir Íslandi, viðurkenni það, þöggunina og máttlaus viðbrögð sín og heiti því að láta ekki slíkt henda aftur?
Ólafur Skúlason sagði það sjálfur á sínum tíma, að það væri ótrúlegur fjöldi presta sem styddi við bakið á honum í hans hremmingum. Prófastahjörðin í heild sinni gerði það og lýsti andúð sinni á fjölmiðlum sem gert hefðu aðför að biskupi; ég flutti fréttir af biskupsmálinu á Stöð 2 en hafði ekki áhyggjur af fordæmingu prófasta, hafði séð og heyrt nóg til að vita að hún var bitlaus, bitlaus rétt eins og flestir aðrir fréttamiðlar á þessum tíma.
Verra fannst mér þegar fréttastofunni bárust upplýsingar um að Jón Ólafsson, æðsti maður fyrirtækisins sem ég vann hjá, sæti til borðs með biskupi á þessum sama tíma og gæfi honum ráð um hvernig bæri að bregðast við - og þegar Jón ætlaðist til að ég nýtti nauman tíma minn í sjónvarpsfréttum, þegar ég var í óða önn að fletta ofan af Ólafi Skúlasyni, til að segja frá skoðanakönnun í öðrum miðli um að almenningur hefði ekki misst trúna á biskupinn.
En þetta var útúrdúr.
![]() |
Jón Ólafsson aðstoðaði Ólaf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Breytt s.d. kl. 01:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.8.2010 | 11:18
Eitthvað svo óíslenskt
Það er ekki langt síðan að þorri íslendinga gat verið með nefið ofaní hvers manns koppi með því að hlusta á óviðkomandi símtöl í sveitasímunum. Það er samt eitthvað í íslenskri þjóðarsálinni sem fær mig til að finna fyrir aulahrolli í hvert sinn sem ég heyri að innlend yfirvöld beiti hlerunum til að rannsaka mál.
Einhvern veginn sé ég ekki íslenska krúnurakaða sérsveitarmenn sitja mánuðum saman yfir upptökutækinu, bíðandi eftir að eitthvað spennandi verði sagt.
Og ekki er betri myndin af einhverjum skrifstofublókum á borð við Ólaf Þór Hauksson, sérstakan saksóknara, japlandi á kleinu með heyrnartól á eyrunum að hlusta á þá Jóni Þorstein Jónsson, Ragnar Z. Guðjónsson og Styrmi Þór Bragason fá leiðsögn hjá konum sínum í gegnum síma hvar kornflexið sé að finna í Krónunni.
![]() |
Hleranir í Exetermáli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.7.2010 | 02:09
Þar sem fráskilin kona er vond kona
Það hefur komi fyrir að börn hafa látist eftir að hafa annað hvort dottið eða skriðið sjálf inn í þvottavélar sem einhverjir óvitar hafa svo sett í gang. En almennt eru þvottavélar ekki taldar hættulegar börnum. Þá er auðvitað ekki reiknað með því að móðir þeirra noti þetta búsáhald fyrir pyndingartæki eins og lýst er í þessari frétt. -
Sumar fréttir eru svo skelfilegar að það er varla hægt að segja þær. Svo er um þessa frétt sem lýsir hvernig 34 ára gömul kona pyndaði barn sitt og kyrkti það að lokum. - Þrátt fyrir óhugnaðinn sem sló mig við lestur fréttarinnar var það niðurlag hennar eins og hún er sögð í heimspressunni sem vakti mig til umhugsunar. Þar er sagt að ofbeldi konunnar gegn barni sínu hafi aukist til muna eftir að hún skildi við mann sinn og hóf að búa ein.
Þótt hjónaskilnuðum fari fjölgandi í Japan , ríkja þar enn almennt miklir fordómar gegnvart fráskildu fólki, ekki hvað síst fráskildu kvenfólki. Þetta niðurlag fréttarinnar gefur til kynna að geðveiki konunnar standi í sambandi við skilnað hennar á einhvern hátt. Í undirtextanum er verið að segja; svona getur komið fyrir fólk sem skilur.
En sumir kunna að spyrja, hvar var faðirinn?
Skömmin sem fylgir skilnaði í Japan gerir það að verkum að fyrrverandi hjón hittast nánast aldrei eftir skilnaðinn. Sambandið á milli þeirra er oftast algjörlega rofið.
Fordómar samfélagsins stuðluðu þarna að því að faðirinn heimsótti aldrei dóttur sína sem fyrrverandi eiginkona hans var að pynda til dauða.
![]() |
Setti dóttur sína í þvottavél |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Breytt s.d. kl. 11:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.7.2010 | 11:05
Eitraði Loftur Altice fyrir Árna Johnsen?
Það hlýtur að teljast til tíðinda að hægt sé að auglýsa hér á blogginu eftir eitri til að granda fólki. Slíkt gerir samt Loftur Altice óáreittur, þar sem hann auglýsir á bloggi sínu eftir nógu sterku eitri til að geta drepið Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sem hann er ósammála í Evrópumálum. Þannig tilheyrir Össur einhverju "liði" sem Loftur vill láta drepa.
Ef Loftur ætti heima í Úkraínu mundu fátæklega dulbúnar hótanir hans eflaust vera teknar alvarlega. Þar kom upp frægasta eiturbyrlunar mál seinni tíma og sem átti rætur sínar að rekja til pólitískra erja. Eitrað fyrir Viktori Jútsjenkó sem bauð sig fram til forseta Úkraínu ( 2004) , gegn sitjandi forseta sem studdi samstarf við Rússland á meðan Jútsjenkó vildi auka samstarf við Vesturlönd.
Loftur virðist vita það fyrir víst að venjulegt flugnaeitur komi ekki til að duga til verksins og vill finna eitthvað sterkara. Það bendir til þess að hann hafi gert tilraunir með flugnaeitur á mönnum og er þess vegna svona viss í sinni sök.
Spurningin er bara, á hverjum gerði Loftur tilraunir sínar?
Eins og fram kom í fréttum á sínum tíma, telur Árni Johnsen að sér hafi verið byrlað eitur. Því hafi verið blandað í fæðubótarefni sem hann tók inn. Þetta var bara fæðubótarefni sem er hrært út í mjólk eða vatn, í staðinn fyrir máltíð. Mér til láns notaði ég þetta mjög lítið, kannski í hlutfallinu þrisvar í staðinn fyrir þrjátíu og fimm sinnum. Svona er þetta þó maður búi ekki í Úkraínu. sagði Árni um atvikið. Eitrið var samt ekki nógu sterkt til að granda honum, en olli því að hendur hans þrútnuðu. Árni segir að hann viti hver kom eitrinu fyrir en hann hafi engar sannanir.
Ég fæ ekki betur séð en að Loftur hafi með auglýsingu sinni komið upp um sig. Það var augljóslega hann sem eitraði fyrir Árna Johnsen. Árni hefur löngum þótt hálfgert olnbogavarn í sjálfstæðisflokknum og kannski hefur Loftur ætlað að slá tvær flugur í einu höggi með því að eitra fyrir Árna. Loftur hefur viljað gera flokknum sínum greiða og losa hann við Árna og reyna í leiðinni að afla sér nokkurra atkvæða í formannsslaginn sem hann tók þátt í. -
En allt þetta mistókst reyndar eins og oft áður hjá Lofti. Lofti tókst ekki að granda Árna og Loftur varð ekki formaður Sjálfstæðisflokksins. - Spurningin er hvort honum takist að drepa Össur eða finna einhvern sem er tilbúin til þess?
Löggæsla | Breytt s.d. kl. 11:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (34)
3.6.2010 | 11:59
Morðin í Cumbríu
Smátt og smátt koma fram meiri upplýsingar um atburðina í Cumbríu sem áttu sér stað í gær þegar 12 íbúar þessa friðsæla héraðs voru skotnir til bana af 52 ára fráskildum leigubílstjóra Derrick Bird að nafni. Að auki særði hann 11 aðra áður en hann framdi sjálfsvíg.
Ekkert skýrir samt enn hvers vegna þessi vinalegi faðir og afi vopnaður riffli og haglabyssu byrjað að haga sér eins og sérsveitarmaður sem misst hefur vitið. Hugsanlega geta fjölskyldudeilur út af erfðaskrá haft eitthvað með málið að gera. Komið hefru fram að meðal hinna látnu séu David Bird tvíburabróðir Derricks og lögfræðingurinn Kevin Commons.
Löggæsla | Breytt s.d. kl. 12:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.6.2010 | 13:02
Byssumaður drepur fjölda í Bretlandi
Morgunfréttirnar hér í Bretlandi eru ekki góðar.
Í hinu fagra héraði Cumbríu gengur maður enn laus eftir að hafa skotið til dauða fjölda manns og sært enn fleiri. Nýjustu fréttir herma að ekki færri en 11 manns liggi í valnum. Lögreglan í þessari friðsömu sveit hefur kallað á sérsveitir landsins sér til aðstoðar en maðurinn ók um á silfur lituðum Picasso frá bæ til bæjar í morgun og skaut á allt og alla og skildi eftir sig slóð fjölda látinna fórnarlamba og enn fleiri særðra. Sagt er að öll fórnarlömbin hafi verið skotin í andlitið.
Talið er að hann hafi nú yfirgefið bílinn og sé fótgangandi. Fólki á svæðinu er ráðlagt að halda sig innan dyra og fara ekki til vinnu sinnar.
Lögreglan heldur að hér sé á ferð maður að nafni Derrick Bird og hefur birt af honum mynd. Annað er ekki vitað um manninn á þessu stigi, en haldið er að hann sé leigubílstjóri.
ps.
Nýjustu fréttir herma nú að maðurinn sé fundinn, látinn í skógarjaðri með byssu við hlið sér.
![]() |
Morðingja leitað í Cumbriu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Breytt s.d. kl. 13:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.10.2009 | 02:26
"Agli Helgasyni ber að fara að lögum um RÚV" segir Björn Bjarna
Egill Helgason hefur skoðun á stjórnmálum og jafnvel einhverjum öðrum málum. Egill Helgason stjórnar spjallþætti um stjórnmál og stundum lætur hann í ljósi skoðanir sínar við viðmælendur sína.
Í lögum um Ríkisútvarpið segir m.a.
Útvarpsþjónusta í almannaþágu felur í sér eftirfarandi:
Að halda í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur og mannréttindi og frelsi til orðs og skoðana. Gæta skal fyllstu óhlutdrægni í frásögn, túlkun og dagskrárgerð
Birni Bjarnasyni finnst Egill hafa brotið þessi lög. Björn segir á bloggsíðu sinni;
Hér skal áréttuð sú skoðun, að hlutdrægni Egils Helgasonar í afstöðu hans til manna og málefna geri hann óhæfan til að stjórna sjónvarpsþætti um þjóðmál, eigi þátturinn að lúta lögum um ríkisútvarpið.
Þessi ummæli vöktu miklar umræður um hvort Björn væri að mælast til að reka ætti Egil. Eðal og orku-bloggarinn Ketill Sigurjónsson sendi Birni bréf sem hann birtir á bloggsíðu sinni þar sem hann mótmælir skoðun Bjarna.
Björn sendi honum svar um hæl þar sem hann segir;
hið eina, sem ég er að segja, er, að Agli Helgasyni ber að fara að lögum um RÚV. Ég tel, að hann geri það ekki.
Starfaði hann við aðra opinbera stofnun, yrði slík framganga ekki liðin. Gilda sérreglur um Egil? Eða RÚV? Er slík sniðganga við lög best til þess fallin að auka virðingu Íslendinga fyrir lögum og rétti?
Spurningarnar sem vert er að velta fyrir sér í þessu sambandi eru t.d;
Hvað mundi B.B. hafa gert ef hann væri enn dómsmálaráðherra?
Mundi Egill e.t.v. hafa hagað orðum sínum öðruvísi ef B.B. hefði verið dómsmálráðherra?
Hvaða önnur opinber stofnun mundi hafa þaggað niður í Agli ef hann starfaði við hana?
Löggæsla | Breytt s.d. kl. 02:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)