Færsluflokkur: Löggæsla

12 ára fjöldamorðingi

El_PonchisÍ Mexíkó ríkir mikil skálmöld. Glæpaklíkur eru margar og starfsemi þeirra, bæði mannrán og eiturlyfjasmygl og sala, afar arðvænleg. Fjöldi glæpa á hverjum degi er svo mikill að lögregla og yfirvöld takast ekki á við nema brot af þeim. Almenningur er auk þess löngu hættur að tilkynna glæpi til lögreglunnar, því af þeim glæpum sem þó er tilkynnt um, enda aðeins 1,5% með sakfellingu eða refsingu.
Meðalaldur meðlima mexíkanskra glæpagenga er 16 ár. Flestir eru þeir drengir þó ungar stúlkur séu einnig hafðar með til að sinna ýmsum smáverkum.
Þessa dagana hefur ástandið í Mexíkó dregið að sér athygli heimsins vegna myndbands sem birt var á youtube sem sýnir viðtal við12 ára dreng sem kallaður er “El Ponchis”.
el-ponchisEl Ponchis er meðlimur Suður kyrrahafs glæpa-samsteypunnar sem er afar sterk í Morelos Héraði í Mexíkó. Á myndbandinu sést El Ponchis skera dreng á háls, lúskra á öðrum og stilla sér síðan upp við hliðina á líkinu. El Ponschis er sagður vera fjöldamorðingi, blóðþyrstur með eindæmum og afar grimmur við fórnarlömb sín.
Gengi El Ponchis hefur haft þann sið að setja myndir af vopnum sínum og fórnarlömbum á netið og leiddi það loks til sérstakrar rannsóknar. Sérstök hersveit var send í síðasta mánuði til borgarinnar Tejalpa þar sem nokkrir meðlimir gengisins voru handteknir.

 
GengiðEkki er vitað hvert raunverulegt nafn El Ponchis er, en hann komst undan ásamt Jesus Radilla sem einnig er frægur orðin fyrir glæpi sína. Talsmenn hersins segja að gengið hafi notið vernda yfirvalda í borginni og fengið að athafna sig þar að vild. Einnig töldu þeir glæpaklíkuna tengjast pólitískum samtökunum "Democratic Revolution Party".  (PRD).

Jesus Ralla er samstarfsmaður  El Ponchis, sem er sagður aðeins 12 ára. El Ponchis er sagður hafa tekið þátt í pyndingum og morðum á fjölda manns en nákvæm tala þeirra hefur enn ekki komið fram  Eftir að hafa drepið fórnarlömb sín, hendir drengurinn líkum þeirra gjarnan á fjölfarin vegamót eða skilur þau eftir á bílastæðum smáborga víðsvegar um héraðið.

Glæpina fremur  El Ponchis gjarnan að viðstöddum stúlkum sem eru taldar vera systur hans, þekktar í Tejalpa undir nafninu “Chavelas.” Þær eru sagðar hjálpa til við að koma líkunum af fórnarlömbum El Ponchis þangað sem ákveðið hefur verið að skilja þau eftir.

Mexíkó er ellefta fjölmennasta land í heiminum og fjölmennasta spænskumælandi þjóðin. Með um 111 milljónir íbúa er landið tiltölulega þéttbýlt. Eftir því sem næst verður komist er talið að 7,48 milljón glæpir séu framdir í landinu árlega, en rétt um 64.000 þeirra tilkynntir til yfirvalda.

15% af þeim eru rannsakaðir en aðeins 4% þeirra lýkur með dómi vegna þess hversu yfirvöldum gengur illa að fara að lögum. Hver rannsókn tekur að meðaltali 130 daga.

 


Undarleg tilviljun

Ég hef bloggað tvisvar um þetta mál og gerðist meira að segja svo djarfur að hringja í tölvu fyrirtæki Vickram Bedi til að fá frekari upplýsingar um aðkomu hans að þróun pentium fartölvunnar, sem sagt er að hann hafi á afrekaskrá sinni í Wikipedia grein á netinu.  - Ég hef verið nettengdur í fjölda ára og aldrei þurft að hafa neinar sérstakar áhyggjur af netvörnum.

Í gær brá svo við að allar varnir höfðu varla við að láta mig vita af tölvuormi sem var stöðugt að reyna að komast inn í tölvuna mína og sækja þar persónuupplýsingar, leyniorð og kreditkortanúmer. Allur gærdagurinn fór í að koma tölvunni í samt lag og kveða niður orminn. Ég er ekki sérlega tölvufróður maður, en kemst samt af. Undarleg tilviljun fannst mér samt að verða fyrir svona "árás" á sama tíma og ég er að fjalla um Bedi/Davidson málið á blogginu mínu.


mbl.is Fórnarlamb bíræfinna svikahrappa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þróaði fyrstu pentium fartölvuna

Herra Vickram Bedi, sá sami og ásakaður er ásamt íslenskri konu fyrir að hafa svikið fé út úr bandarískum auðjöfri, er eigandi fyrirtækissins Datalink Computer. Datalink Computer Products Inc. og  the D.N. Bedi Property group eru bæði félög í eigu herra Vickram Bedi.

Vickram þessi ku heita fullu nafni Baba Vickram A. Bedi og er fæddur árið 1974. Hann er sagður sonur Baba Shib Dayal Bedi og komin af hinni fornfrægu Bedi ætt, (Veda) auðugra stórkaupmanna og heldrimanna frá Indlandi.

Þá er því haldið fram í Wikipedia grein um Bedi fjölskylduna (sem reyndar notast við vafasamar og órekjanlegar heimildir) að Vickram hafi þróað fyrstu pentium fartölvuna árið 1994 þrátt fyrir að fyrstu pentium örgjafarnir fyrir fartölvur hafi ekki komið á markaðinn fyrr en 1997.

Til að fá nánari upplýsingar um það sló ég á þráðinn til Datalink í New York en fékk þær upplýsingar að Herra Bedi væri vant við látinn og ekki við fyrr en einhvern tíman í næstu viku.

Þá má geta þess að í þessari frétt mbl.is er sagt frá fjárgjöfum Bedi til Demókrata, en hann er einnig á lista yfir þá sem gáfu fé til Repúblikana.


mbl.is Segir að auðmaðurinn hafi gefið sér peningana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

( . Y . ) góða íslenska ungmærin

Svikahrappar og svindlarar hafa löngum verið viðfangsefni vinsæls afþreyingarefnis. Bækur hafa verið skrifaðar, sjónvarpsþættir og kvikmyndir gerðar um skálka og stigamenn hinna ýmsu landa, allt frá Hróa Hetti til Frank Abagnale Jr. sem beittu klókindum frekar en ofbeldi, til að auðgast. Sumir þeirra hafa orðið heimsfrægir fyrir svindlið eins og t.d. lesa má um hér. 

Miðað við fyrstu fréttir af þessu ævintýralega svindli í Bandaríkjunum, er eins og hér sé komið fínt efni í íslenska bíómynd. Brjóstgóð íslensk ungmær verður ástfangin af skálki sem leiðir hana smátt og smátt út af veginum þrönga. Saman svindla þau m.a. annars peninga út úr ógeðslega ríkum sérvitringi , sem ekki veit aura sinna tal....o.s.f.r. Þetta verður svona The Sting hittir Bonnie & Clyde.


mbl.is Íslensk kona grunuð um stórfelld fjársvik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Barnaframleiðsla ehf.

Líffæraþjófnaðir sem fyrir 40 árum voru aðeins til í flökkusögum og vísindaskáldsögum eru í dag tiltölulega algengir. Sagan af Indverjanum sem vaknaði upp á Heathrow flugvelli með sár á kviðinum  og eitt nýra er ekki lengur eins ótrúleg og hún var 1970 þegar hún gekk um heiminn. Þá er líffærasala tiltölulega algeng þrautalending fátækra Indverja og suður Ameríkubúa. -

Fyrir fáeinum dögum birtust fréttir um að vísindamönnum hefðu tekist að búa til gervi-legsem mannfóstur getur vaxið í. Með tilkomu slíkrar þekkingar mun eftirspurn eftir okfrumum og eggjum kvenna aukast. Og þar sem hver kona hefur aðeins takmarkaðan fjölda slíkra eggja, má leiða að því líkur að því að erfiðara sé að fá þau en sæði karlmanna. Að ræna kveneggjum verður daglegt brauð eins og hver annar líffæraþjófnaður. Þegar til staðar eru egg, sæði og leg er ekkert að vanbúnaði að hefja framleiðslu á börnum.

Með auknum möguleikum á að halda lífi í fóstrum utan konulegs, þarf ekki endilega að skilgreina slíkt lífi sem mennskt og þá er komin möguleiki á að framleiða fóstur til niðurrifs fyrir líffæra og líkamshlutaþega.

Brave New World!


mbl.is Stálu eggjum kvenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kristið umburðarlyndi?

Séu þær ásakanir sem komið hafa fram sannar, hafa tvær stærstu kirkjudeildir kristinnar trúar á Íslandi, Evangelíska Lúterska Kirkjan (Þjóðkirkjan) og Kaþólska Kirkjan verið samtímis undir stjórn kynferðisafbrotamanna. 

Árið 1989 var Ólafur Skúlason kjörinn biskup Íslands og gegndi hann þeirri þjónustu til ársins 1997. Gijsen,  sá sem fjallað er um í meðfylgjandi frétt, varð biskup kaþólskra hér á landi árið 1996 og gegndi því embætti í nærri 12 ár, eða til 2008.

Kynferðisafbrot kristinna klerka, sem sumir hverjir hafa náð æðstu stöðum, hafa komið fram í flestum löndum heims þar sem kristni hefur á annað borð náð einhverri útbreiðslu. Afbrotamenn virðast leynast ansi víða í skjóli hempna sinna og þöggunar samfélagsins.

Leitin að þeim minnir reyndar um margt á aðferðirnar sem kirkjan sjálf notaði um langt skeið til að koma á eldköstinn fjölda kvenna og karla sem ásökuð voru um galdra eða jafnvel samneyti við kölska sjálfan. Aðeins þurfti að benda fingri til að rannsóknarrétturinn tæki til starfa við að pína játningu út úr farlama konum og sérvitrum körlum.

Þá kemur einnig upp í hugann hin víðtæka og langa leit að stríðsglæpamönnum seinni heimstyrjaldarinnar og viðleitnin til að láta þá svara til saka, jafnvel þótt þeim hafi tekist að fela sig í mörg ár.

Páfinn Benedict XVI segist harma mjög þann sársauka sem hirðarnir hans hafa valdið hjörðinni. Hann harmar eflaust einnig að hafa ekki beitt sér gegn prestinum Stephen Kiesle í Oakland, California sem hann vissi vel að var barnaníðingur. Árið 1981 var Joseph Ratzinger þá kardináli, nú Benedict XVI Páfi, yfirmaður nefndarinnar sem áti að fjalla um kynferðisafbrot kaþólksra presta. Þrátt fyrir að strax væri lagt til að Stepen yrði sviptur hempunni, þráaðist Ratzinger við í sex ár og bar við "the good of the universal church,”.

 Benedict XVI er á leið til Bretlands um þessar mundir.

Þar verður honum eflaust vel fagnað að Richard Nelson Williamson Biskupi sem er vel þekktur helfararafneitari. Richard var bannfærður fyrir bragðið af forvera núverandi páfa árið 1988 en Benedict XVI aflyfti þeirri bannfæringu í Janúar 2009 án þess að biskupinn léti af helfararafneituninni. - Umburðalyndur maður hann Joseph Ratzinger.


mbl.is Fyrrum biskup kaþólskra kærður fyrir kynferðisbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kynþáttafordómar enn og aftur.

Kynþáttafordómar? Nei, ekki hér á landi. Allavega ekki neitt til að hafa áhyggjur af. Ofbeldi vegna kynþáttafordóma? Því síður.

Einhverjir geta verið dálítið gamaldags í hugsun, en engum mundi detta í hug að flæma fólk í burtu af landinu.

En einmitt það gerðist hér og ekki í fyrsta sinn. Samt er fólk í afneitun á að slíkt eigi sér stað á litla friðsæla Íslandi.

Kynþáttafordómar eru útbreiddir meðal Íslendinga en þeir fara leynt. Þeir sem verða fyrir þeim eiga erfitt með að tjá sig um þá og þeir sem eru haldnir þeim, neita að horfast í augu  við það. Það er einmitt eðli kynþáttfordóma. Fólk veit ekki einu sinni að það er haldið þeim.


mbl.is Feðgar flýðu land vegna hótana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að elska Jón Gnarr

Það eru margir sem elska Jón Gnarr og enginn vafi leikur á að Jón Gnarr elskar þá á móti. Jón Gnarr hefur þann hæfileika að koma sífellt á óvart. Það gerir hann skemmtilegan. Einhverjum líkar samt illa við það. Þeir vilja alltaf eitthvað sem þeir kannast við. Eitthvað fyrirsjáanlegt. Jón Gnarr gerir þessa gagnrýnendur sína óörugga. Þeir vita ekki hvernig á að bregðast við hinu óhefðbundna. Þeir eru svo hefðbundnir sjálfir.

Nú segir Jón Gnarr nota netið aðallega til að horfa á klám.

Ef hann sagði það í raun og veru, er um tvennt að ræða. Það er satt eða það er ósatt.

Ef að það er ósatt, þarf Jón ekki að hafa neinar áhyggjur. En ef það er satt og rétt haft eftir, er aðeins um tvennt að ræða;

Jón var að meina það sem hann sagði eða að hann var að grínast.

Ef hann var að grínast þarf hann ekki að hafa áhyggjur, því allir vita að hann má og getur grínast með allt og alla. En ef hann var ekki að grínast er ekki um tvennt að ræða, heldur fjölmargt. Já of margt til að telja upp hér.

 


mbl.is Ætlar aldrei aftur til Brussel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rannsókn fyrir opnum tjöldum

Sem fyrr er mér umhugsað um það hvers vegna rannsókn þessa máls fer nú fram fyrir svo til opnum tjöldum. Óttast menn ekkert að sá grunaði verði dæmdur fyrirfram af almenningi? Ef að rannsóknin væri á lokastigum og sekt hans þætti nægilega sönnuð til að gefa út ákæru, mundi þurfa að greina frá helstu þáttum ákærunnar. En nú virðist málið afar snúið, ýmsir möguleikar í stöðunnni og yfirheyrslur yfir sakborningi tæpast hafðar. Þá er algjörlega ósvarað spurningum um sakhæfi. - Fólk gæti alveg spurt sig, hver verður staða þessa unga manns ef hann reynist saklaus eða ósakhæfur?  


mbl.is Myndir frá Vogum skoðaðar í morðrannsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kórkódílatár Tony Blair.

Það er erfitt að ímynda sér Tony Blair hryggan. Sérstaklega út af ákvörðunum sem hann tók og var svo sannfærður um að "hann væri að gera rétt". Mikill meiri hluti bresku þjóðarinnar var á öðru máli. Það skipti Blair engu. Hann vildi stríð og í stríð fór hann. Margt bendir til að hann hafi haldið að honum tækist að réttlæta ákvörðun sína eftir að búið var að hengja Saddam Hussein. Það tókst honum ekki. Allt fór í kalda kol í Írak og ekki sér enn fyrir endann á ósköpunum, jafnvel þótt breskir og bandarískir hermenn séu á leiðinni heim.

Spunameistarar Blair, sem stóðu sig vel þegar hann var enn við völd, vita að ekkert gengur eins vel í Breta eins og að sjá menn sem hafa hreykt sér hátt, brjóta odd af oflæti sínu. Þeir mega heldur ekki sýnist kaldir gagnvart örlögum þeirra sem þeir hafa fórnað.

Þegar að Blair var yfirheyrður af rannsóknanefndinni sem fer nú yfir stríðsreksturinn, var til þess tekið hversu iðrunarlaus hann var. Úr þessu reynir hann að bæta í þessari bók sinni og smyr þykkt á. - Blair er sorgmæddur yfir því að fólk hefur dáið í stríðinu sem hann trúði á. Hann er sorgmæddur, en hann iðrast einskis. Hann hefur enn rétt fyrir sér.


mbl.is Hryggur vegna fórnarlamba í Írak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband