Færsluflokkur: Löggæsla

Stutt spjall við vændiskonu um nýju vændislögin

prostitute-gnomeÉg hringdi í íslenska vinkonu mína sem stundar vændi á eigin vegum í Reykjavík til að spyrja hana hvernig nýju vændislögin sem gerðu starfsemi hennar löglega á Íslandi, legðust í hana. Hún var fljót að taka það fram að í raun væri starfsemi hennar ekki að fullu lögleg, þar sem það væri enn ólöglegt að henni væri borgað fyrir vændið og að þeir sem keypu þjónustu hennar gætu þurft að borga sektir eða jafnvel lent í fangelsi ef það sannaðist á þá að þeir hefðu borgað sér fyrir hana. Henni fyndist  ekki réttlátt að geta sjálf selt vöru, en enginn mætti kaupa af henni vöruna. Hún sagðist ekki alveg sjá hvernig það kæmi heim og saman við frjálsa og óhefta viðskiptastefnu.

Hún var samt mjög ánægð með að ekki væri lengur hægt að gera greiðslur til hennar upptækar, svo fremi sem þær hefðu verið reiddar fram og  það væri vissulega mikil bót fyrir hana persónulega að þurfa ekki að óttast það að verða kærð fyrir ólöglega iðju.

Hún sagði líka að miðað við hvernig vændi væri að stærstum hluta stundað á Íslandi, þar sem flestar vændiskonur hafa fasta og áreiðanlega viðskiptavini, væri mun erfiðara fyrir lögreglu að sanna það að einhver hefði borgað fyrir vændið. Sjálf sagðist hún aldrei sjá peninga orðið, allt færi fram með kortagreiðslum, millifærslum og innlögnum, sem aldrei færu inn á einkareikninga, heldur beint inn á skráð þjónustufyrirtæki.  

Hún sagði að þær stelpur sem hún þekkti í bransanum væru fyrir löngu búnar að koma sér upp leiðum svo að ekki væri hægt að rekja greiðslurnar til þeirra svo auðveldlega.

Hún taldi einnig að nýleg lög ættu eftir að koma verst við stelpur sem væru að selja sig af því þær væru í dópinu því þær þyrftu reiðufé strax til að fjármagna neysluna. Lögin mundu fæla frá þeim kúnanna því lögreglan mundi einbeita sér að þeim frekar en viðskiptavinum stelpna sem þeir vissu að þeir gætu aldrei sannað neitt upp á. Í kjölfarið mundu dópstelpurnar trúlega hrekjast meira út í afbrot eins og þjófnaði og rán.


Íslensku glæpagengin enn í góðum málum

meyer-lanskyHelsta vandamál allra stórtækra glæpamanna er hvernig þeir eigi að koma peningunum sem þeir svindla, stela eða fá fyrir ólöglega starfsemi sína, aftur  í umferð og geti eytt þeim aftur í það sem þá lystir, án þess að yfirvöld geti hankað þá.  Aðferðirnar sem þeir beita gengur undir samheitinu peningaþvætti. Besta aðferðin, lengst af,  þótti að kaupa banka, helst í landi þar sem stjórnvöld eru ekkert að fetta fingur út í starfsemi bankanna og láta þá óáreitta.

Þetta gerði t.d. Mafíósinn frægi, Meyer Lansky á Kúbu á fjórða og fimmta ártug síðustu aldar og naut til þess stuðnings herhöfðingjans Batista sem svo varð forseti landsins 1952. Flestum er kunnugt um þá sögu og inn á hana kemur m.a. Mario Puzo í öðru bindi um Guðföðurinn en þar er Meyer látin fara með dálitla ræðu um hversu möguleikarnir fyrir glæpagengin séu miklir þar sem ríkisstjórnin og löggjöfin sé vinveitt þeim. Hann kallar Kúbu "paradís" hvað það snerti.

Helstu tekjur þessara glæpagengja á Kúbu voru af eiturlyfjasölu, spilavíta-rekstri og vændi. Þau  fluttu illa fengna peninga sína frá Bandaríkjunum og fjárfestu í bönkunum í Havana, lúxushótelum, bílum og flugvélum og afganginn sendu þeir til Sviss.

Á Íslandi hefur svindl og ákveðin gerð peningaþvættis verið hafinn upp til hærri hæða enn nokkru sinni gerðist á Kúpu. Glæpahyskinu þar þótti mikilvægt að Bankar þeirra héldu "löglegu" yfirbragði og forðaðist að nota þá beint til ólöglegrar starfsemi. 

davi_og_bjorgolfur_mbl_kristinnEn eftir að bankarnir voru einkavæddir á Íslandi, hófst umfangsmikil  fjárplógsstarfsemi sem fólst í því að gera bankana sjálfa að aðal tekjulindinni. Aðferðin fólst m.a.  í því að bjóða útlendingum himinháa vexti fyrir innlánsfé sem síðan var komið undan inn á bankareikninga á hinum ýmsu aflöndum. Bankarnir fölsuðu skýrslur sem sýndu að eignir bankanna væru miklu meiri en þær voru í raun og veru og fengu peninga lánaða út á það  hjá öðrum bönkum sem síðan var komið fyrir í lúxuseignum og skúffufyrirtækjum víða um heim.  Að auki var sparifé Íslendinga, opinberum sjóðum landsins, hlutabréfum  og öðru vörslufé bankanna, komið undan á svipaðan hátt. Segja má að græðgi glæponanna sjálfra hafi að lokum slátrað mjólkurkúnni, enda hún orðin mögur og mergsogin.

ee3080fc2bd3a4aAð koma öllu þessu í kring tók nokkurn tíma en á meðan þessi iðja stóð sem hæst voru þjófarnir hilltir á Íslandi og þeim færðar orður fyrir framgöngu sína í þágu þjóðarinnar. Stjórnvöld studdu við bakið á þeim með því að láta þá algjörlega óáreitta enda störfuðu þeir í anda stefnu þeirra, þ.e. óheftrar frjálshyggju sem kveður á um að efnahagslögmálin sjái sjálf um að allt gangi eðlilega fyrir sig.

2003043018243124Það sem er undarlegast samt, núna þegar upp hefur komist um svindlið og þjófnaðina sem voru svo stórfelldir að við jaðrar að landið sé gjaldþrota, þá þorir enginn enn að sækja skálkana til ábyrgðar. Fólk hamast í pólitíkusunum sem létu þetta viðgangast og krefjast þess að þeir fái ekki að koma lengur að stjórn landsins, en sjálfir glæponarnir fara frjálsir ferða sinna, njóta enn illa fenginna auðæfanna og að því er virðist hafa algjörra friðhelgi.

Þegar að smá-þjófar eru handteknir af lögreglu, er þeim haldið í gæslu ef hætta þykir á því að þeir geti spillt sönnunargögnum í málinu eða komið þýfinu undan. En um landræningjana, íslensku nývíkinganna, gilda önnur lög.

Að auki ætlast stjórnvöld til þess að almenningur í landinu, greiði nú af litlum efnum, það sem svindlararnir höfðu af erlendum aðilum af fé.  


Brjóstahaldadeildin

southwesternbellvigÍ september 1950, komu lögreglumenn á  Miami, Florida fyrir tilviljun upp um glæpahring sem stolið hafði þúsundum dollara á mörgum árum frá símaþjónustufyrirtæki þar um slóðir. Þjófarnir voru allir ungar konur úr talningardeild Southern Bell Telephone Company. Þær smygluðu peningunum út úr byggingunni með því að fela smápeningarúllurnar í brjóstahöldum sínum. Þessi blanda af ungum konum, undirfatnaði og peningum var auðvitað ómótstæðileg fyrir pressuna og sagan af "Brjóstahaldadeildinni" komst á forsíður blaðanna.

Hvernig þær gerðu það

Glæpakvensurnar nýttu sér veikleika í þeirri aðferð sem Southern Bell Telephone Company meðhöndlaði smápeninga sem safnað var úr peningasímum þess. Peningarnir voru losaðir í innsiglaða kassa og fluttir í talningadeildina. Þar tæmdu ungar konur kassana og settu þá í sjálfvirka talningarvél. Talan sem vélin sýndi var fyrsta skráða heimildin um tekjurnar.

SmápeningarAð minnsta kosti þrjár af konunum (kannski fleiri) sá að það var auðvelt að fylla pappírsstauka af smáaurum áður en peningarnir fóru í vélarnar og stinga þeim í brjóstahöldin. Vegna þess að peningarnir höfðu aldrei verið taldir, saknaði fyrirtækið þeirra aldrei.

Ein af brotakonunum, Betty Corrigan,sagði lögreglunni í yfirheyrslum að sumar stúlknanna hefðu troðið allt að fimm rúllum af 25 senta peningum ofaní brjóstahöldin í einu. Í hverri rúllu vori 15 dollarar svo sumar stúlknanna voru að smygla út um 150 dollurum á dag.  

Þær tóku samt ekki peningana sjálfar beint út úr byggingunni, heldur fengu leyfi til að fara á salernið þar sem þær afhentu lagskonu sinni þýfið sem síðan smyglaði því út.

Hvernig þær náðust

Ef ekki hefði komið til smá atvik hefði þessi glæpur e.t.v. aldrei komist upp. Dag einn fékk lögreglan upphringingu frá átján ára stúlku,  Ritu Orr sem tilkynnti að  $5000 hefði verið stolið úr kommóðu heima hjá sér. Rita var mágkona Marie Orr, sem vann á talningardeildinni.

corriganLögreglumaður að nafni  I. Ray Mills kom á vettvang til að rannsaka þjófnaðinn og á meðan að hann var á staðnum ók  Betty Corrigan, ein af vinnufélögum Maríu í hlaðið. Þegar að Mills leitaði í bíl Corrigan fann í honum þrjár ferðatöskur. Í tveimur þeirra fann hann $4107 í kvartdollurum. Í þriðju töskunni fann hann nálægt  $1000 í seðlum. Þegar hann spurði konuna um peningana byrjaði öll sagan að skýrast.

Þær viðurkenndu að hafa stolið þúsundum dollara frá símafyrirtækinu og notað peningana til að kaupa nýja bíla, greiða af veðlánum heimila sinna. Í vörslu Corrigan og  Orr fundust áður en yfir lauk  $10,000 í reiðufé. Að auki bentu þær á fjórar aðrar samverkakonur.

Það skýrðist aldrei af hverju Rita Orr hringdi í lögregluna en svo virtist sem hún hefði ekki hugmynd um glæðastarfsemi systur sinnar.  

Fjölmiðlarnir 

Þegar af þessu spurðist varð allt vitlaust hjá fjölmiðlum landsins allt frá austur til vestur strandarinnar. Blaðamenn kepptust um að koma upp með ævintýralegar fyrirsagnir eins og "Mál silfur svikaranna" og " Málið um klingjandi brjóstahöldin" eða " Brjóstahalda bandittarnir" en vinsælasta nafngiftin varð " Brjóstahaldadeildin"

connorsLögreglan áætlaði að ekki færri en 14 manns hefðu verið viðriðnar þjófnaðina , átta konur og sex menn, eiginmen eða unnustar kvennanna.  Tveimur kvennanna sem voru aðal-sakborningarnir; hin 23. ára  Betty Corrigan og  21. Marie Orr, var að staðaldri lýst í blöðum sem "fallegum stúlkum" með "sérlega aðlaðandi símaraddir" og myndir af þeim birtust hvarvetna.

Til að lesendur gerðu sér betur grein fyrir hvernig þjófnaðurinn hafði farið fram, fékk eitt dagblaðana sýningarstúlkuna , Marge Connors, til að sitja fyrir á ljósmynd sem sýndu hvernig brjóstahöld gátu haldið peningarúllum. (Sjá mynd)

Þrátt fyrir að mikið væri um handtöku stúlknanna fjallað í fjölmiðlum, hljóp fljótlega snurða á þráð saksóknara. Lögreglan gerði sér grein fyrir að þrátt fyrir munlega játningu, voru engin sönnunargögn að finna um glæpinn. Símafyrirtækið gat ekki staðfest hversu miklu eða hvenær peningunum hefði verið stolið. 

PeningasímiFrekar máttlaus yfirlýsing frá lögfræðingi símafyrirtækisins hjálpaði ekki. "Stúlkurnar einfaldlega stungu rúllum af eins, tíu og tuttugu og fimm senta peningum í brjóstahöld sín áður en þeir voru taldir. Þess vegna er hvergi neitt að finna um hversu mikið silfur var tekið".

Konurnar gerður sér fljótlega grein fyrir stöðunni og breyttu framburði sínum snarlega. Þær neituðu að skrifa undir skráða játningar og sögðu að peningarnir sem fundust væru þeirra eigin peningar. Lögfræðingur þeirra  hótaði því að höfða mál á hendur lögregluembættinu ef að 10.000 dölunum sem lögreglan hafði fundið, yrði ekki skilað og gegn símafyrirtækinu ef stúlkurnar fengu ekki að hverfa aftur til starfa sinna.

Með semingi, varð lögreglan að sleppa konunum.

Daginn eftir snéru konurnar sex aftur til starfa en var þá tjáð af yfirmanni að þær hefðu verið reknar og hleypti þeim ekki inn í bygginguna.

Sóttar til saka

Um tímaleit út fyrir að konurnar hefur framið hinn fullkomna glæp, en lögreglan var ekki á því að láta þær sleppa svona auðveldlega.

Að lokum var það bókhaldari sem gerði málshöfðun á hendur þeim mögulega. Símafyrirtækið lét rekja öll langsímasamtöl frá  Jacksonville og lét bókarann sinn fínkemba skýrslurnar. Að lokum fékk hann það út að í vissum mánuðum vantaði vissa upphæð. Sem dæmi þá væri öruggt að 23. ágúst 1950 vantaði $464.75 upp á það sem kom frá talningardeild fyrirtækisins.

brassbrigadeÞetta gerði það mögulegt að lögsækja konurnar fyrir meira en $50. stuld sem var forsenda þess að hægt væri að lögsækja konurnar fyrir "stórþjófnað".   Og aftur galaði pressan; "Réttlætið eins teygjanlegt og hluturinn sem þýfið var borið út í, small á meðlimum Miami brjóstahaldadeildarinnar"

Það kom aldrei í ljós nákvæmlega hvað miklu konurnar stálu. Í fyrstu lögregluskýrslunni þar sem konurnar játuðu munlega, er upphæðin sögð nema hundruðum þúsunda dollara. Símafyrirtækið hélt því samt fram, kannski til að bjarga andlitinu, að upphæðin hefði aðeins verið $18,880.

Alls voru ellefu ákærðir í tengslum við þjófnaðinn. Corrigan og  Orr voru ákærðar fyrir stórþjófnað.  Billie Ruth McNabb (sem sögð var tengillinn þeirra á salerninu) var ákærð fyrir að aðstoða við að flytja þýfið. Hinir átta voru fjölskyldumeðlimir og vinir kvennanna sem var gefið að sök að hafa móttekið þýfi.  

Það tók sex manna kviðdóm aðeins 24 mínútur að sakfella konurnar þrjár en jafnframt fór hann fram á að þeim yrði sýnd mildi. Dómarinn dæmdi þær í eins árs fangelsi og gerði þeim að endurgreiða símafyrirtækinu  $24,118.

Í yfirlýsingu frá konunum segir að  " að þær ætli sér að endurgreiða símafyrirtækinu alla þá peninga sem þær tóku frá því". Þær áfrýjuðu dóminum en töpuðu málinu þá líka.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband