Brýtur Borgarahreyfingin stjórnarskrána með nýsamþykktum lögum sínum?

the-broken-chain148. gr. stjórnarskrár Íslands segir: " Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum."


Í nýjum lögum Borgarhreyfingarinnar segir svo:

"11.1.2. Frambjóðendur Borgarahreyfingarinnar skulu skrifa undir eftirfarandi heit:
Ég (fullt nafn frambjóðanda) heiti því að vinna eftir bestu getu að stefnu hreyfingarinnar eins og hún er samþykkt á landsfundi. Gangi sannfæring mín gegn meginstefnu hreyfingarinnar mun ég leitast eftir því að gera félagsfundi grein fyrir því og leggja í dóm félagsfundar hvort ég skuli víkja sæti við afgreiðslu þess máls."

Getur einhver útskýrt fyrir mér hvernig þetta stangast ekki á?

Og ef þetta stangast á, eins og mér finnst augljóst, hvers vegna setur nýr stjórnmálaflokkur í lög sín ákvæði sem brjóta stjórnarskrá landsins? Engin getur verið bundin þessu heiti um leið og sýnt er að það brýtur í bága við stjórnarskrána.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svona léttur útúrsnúningur að íslenskum hætti:. Það er bara bannað að kjósendur þingmanna setji þeim reglur. Það er ekki bannað að einhver annar hópur setji þeim reglur. Mér sýnist erfitt að sanna að það sé samasemmerki milli Borgarahreyfinginnar og kjósenda þingmanna Bh. og þar af leiðandi er þetta væntanlega leyfilegt. Kannski er kominn tími til að breyta stjórnarskránni ?

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 20:03

2 identicon

Spurningin er ekki hvort "einhver annar hópur" setji þingmönnum reglur, heldur hvort þeir séu nauðbeygðir til að fylgja þeim reglum. Það eru þeir ekki, enda eru þeir eingöngu bundnir sannfæringu sinni. En hvað gerist ef svo einkennilega vildi til að þingmenn Borgarahreyfingarinnar kysu að kljúfa sig frá flokknum en sitja áfram á þingi í krafti nefnds ákvæðis? Hverra fulltrúar væru þeir þá?

Sigtryggur (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 20:53

3 identicon

Sigtryggur. Það má vel líta aðeins á fyrri part stjórnarákvæðisins. Þá tekur nú bara ekki betra við. Þingmenn Bh höfðu allir þá sannfæringu að það yrði að ganga til aðildarviðræðna við ESB (nema Birgitta sem hélt það yrðu bara könnunarviðræður um  aðildarviðræður). Síðan fundu sumir þeirra út að þeir höfðu líka þá sannfæringu að skynsamlegt væri að greiða atkvæði gegn fyrri sannfæringu sinni til að ná fram sérstakri sannfæringu í Icesavemálinu og það jafnvel þótt stjórnarmeirihlutinn hefði gengið að kröfum Bh í því máli. Þeir geta því örugglega fundið sannfæringu, ef þeir vildu, til að skrifa undir heit um að fylgja ákvörðunum félagsfunda í Bh. Þar liggur hins vegar hnífurinn í kúnni en vart í stjórnarskránni. Þau einfaldlega vilja ráða sjálf ferðinni.

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 21:13

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Ómar: Nei útúrsnúningurinn nægir ekki ;) Ég skil ekkert í fólki sem er alvara í að reyna að stofna stjórnmálhreyfingu að láta hanka sig á atriðum sem varða lög, eins og þetta greinilega gerir. Stjórnarskráin er einu sinni lögvernduð.  Ég er sammála því að það mætti alveg endurskoða hana frá grunni en þetta ákvæði er eitt af þeim sem má halda sér og styrkja einhvern veginn þannig að fólk fari eftir því. 

Sigtryggur: Er ekki næsta víst að þingmenn Borgarahreyfingarinnar munu ekki sætta sig við þetta ákvæði nýju lagana. Þeir verða því ekkil engir þingmenn hennar heldur óháðir. Kannski stofna þeir bara sína eigin borgarhreyfingu.

Svanur Gísli Þorkelsson, 15.9.2009 kl. 23:32

5 identicon

Eins og þú bendir réttilega á stangast nýju lög Borgarahreyfingarinnar á við Stjórnarskránna. Það virðist greinilegt að ráðamenn Bh vilja beygja þingmenn undir sinn vilja en eðli málsins samkvæmt geta þingmenn ekki samþykkt það. Ljóst er af þessum ágreiningi að þingmennirnir hafa ekki meirihluta innan Bh fyrir þeim málsstað sem þeir eru tilbúnir að framfylgja. Hvernig á því stendur þykir mér furðu sæta. Að af 100 manna hópi geti þeir ekki tryggt málum sínu fylgi. Auðvitað er þetta ekki alvöru stjórnmálahreyfing og þingmennirnir munu þurfa að kljúfa sig frá Bh og stofna einhver ný samtök sem fylgdu þeim að málum. Í þessum nýju samtökum yrðu væntanlega þessir ca 40 einstaklingar sem greiddu atkvæði gegn tillögunni. Hvers konar bakland og styrkur er það, ef þeir hafa ekki fleiri virka einstaklinga sem styðja þeirra málstað? Og talandi um valdabaráttu í pólitík, sem Bh er svo mikið á móti, þá vilja ca 60 einstaklingar kúga þingmenn sína til hlýðni gegn stjórnarskrá landsins. Hvernig á fólk að hafa trú á svona vitleysu?

guggap (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 01:03

6 Smámynd: Mofi

Alveg sammála þér Svanur. Merkilegt að sjá nýja hreyfingu sem ætlar sér sko að vera betri en gömlu flokkarnir og áður en fyrr varir er hún verri ef eitthvað er.

Mofi, 16.9.2009 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband