Heimskulega spurt

Mér finnst það vera til marks um hversu heilbrigð þjóðin er andlega, að 72,1% hennar telur sig ekki geta nefnt einstakling í samfélaginu sem sé eða geti orðið "sameiningartákn" fyrir þjóðina. Hvernig er hægt að búast við því að hugsandi fólk velji sér einhvern einn einstakling til að sameinast um? Eiginlega finnst mér spurningin gefa til kynna afar vanþroskaðan skilning á embætti forseta Íslands.

skjaldarmerkiEmbætti forseta Íslands verðskuldar allar virðingu og sem slíku er því ætlað að vera sameiningartákn. En merkir það endilega að fólk verði að sameinast í þeirri persónunni sem embættinu gegnir hverju sinni?

Að mínu viti er svo ekki. Á meðan fólk gengnir embættinu er því sýnd virðing en sú virðing tilheyrir embættinu fyrst og fremst, ekki persónunni. Embættið er "stærra" en persónan. -

Skoðannakönnunin spyr því afar heimskulega. -  

Ef að spurt hefði verið: geturðu nefnt einhverja persónu sem þú telur hæfa til að gegna embætti forseta Íslands, mundi útkoman hafa verið allt öðru vísi. Alla vega gæti ég í fljótu bragði talið einar tíu persónur sem ég tel hæfar til að gegna embættinu.


mbl.is Fáir telja forsetann sameiningartákn þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég sé enga ástæðu til að bera virðingu fyrir forsetaembættinu. Það ætti að leggja niður.

Sigurður Þór Guðjónsson, 15.9.2009 kl. 13:03

2 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Það væri gaman að sjá "topp tíu" listann þinn, Svanur.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 15.9.2009 kl. 13:40

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sigurður; Svo þú villt hafa þjóð án þjóðhöfðingja? Viltu sem sagt að einhver starfandi pólitíkus verðu ætíð fulltrúi Íslands á erlendri grundu sem annarsstaðar?

Ehem Hildur: Ekki topp tíu, en tíu engu að síður; Halla Tómasdóttir, Páll Skúlason, Steinunn Sigurðardóttir, Þórður Tómasson, Björk Guðmunds, Hörður Torfa, Rannveig Rist, Illugi Jökuls, Sigrún Hjálmtýs, Andri Andri Snær.  Í fljótu bragði mundi ég ekki hafa neitt á móti einhverjum af þessum persónum í embættið.

Svanur Gísli Þorkelsson, 15.9.2009 kl. 14:23

4 identicon

Hverskonar forseta vil þjóðin?

Viljum við að forsetaembættið verði einhverskonar punt/hefðar-embætti sem kostar 200milljónir ári eða myndum við vilja að þar væri maður sem hefði vald og vit til að stýra þjóðarskútunni undir fullum seglum og myndi standa í brúnni og standa eða falla með sínum árangri/ákvörðunum?

Hugmynd að nýrri stjórn-skipan:

Spurning hvort sameina mætti biskups-embættið og forseta-embættið.

Þjóðin væri þá væntanlega "leidd" eftir guðlegri forsjá; biskupinn væri væntanlega búinn að ganga í gegnum stranga siðferðilega síu=væri laus við stjörnustæla og íburð og bæri væntanlega alltaf hag lítilmagnans fyrir brjósti. Þetta embætti yrði valdalaust en biskupinn gæti á sínum kirkjulega vettvangi veitt sitjandi stjórnvöldum siðferðilegt aðhald; sem hann gerir ágætlega á fullum launum hvort eð er.

Síðan væri það spurningin um að kjósa forsætisráðherrann beinni kosningu og hann myndi síðan velja einhverskonar fagfólk í öll embætti ríkisstjórnarinnar og búa á Bessastöðum.

(Yrði aðal-maðurinn).

Þarna væri þjóðin að kjósa sér skipstjóra á skútuna sem þyrfti að standa í brúnni og standa eða falla með öllum sínum ákvörðunum/hann myndi helga sig starfinu.

=Allar ábyrgðarlínur yrðu skýrari í öllum málum.

Mr. Jón Scout Commander (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 14:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband