Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Þú ert rekinn

Ólafur Ragnar þú ert rekinnÓlafur Ragnar lætur ekki sitt eftir liggja við að verja málstað Íslands í Icesave deilunni. Hann hundskammaði matsfyrirtækið Moody´s fyrir að ætla að lækka lánhæfni Íslands og bar sig til eins og sá sem valdið hafði rétt eins og hann vildi segja;  þið eruð reknir.  ´

Ekki laust við að tilburðir hans á myndinni sem fylgir þessari frétt minni dálítið á milljónamæringana tvo sem stjórna sjónvarpsþáttum sitt hvoru megin við Atlantsála , þá Alan Sugar og Donald Trump. (Sjá meðfylgjandi myndir) Þeir tala til lærlinga sinna á svipaðan hátt og Ólafur Ragnar talar til þeirra sem hann telur að þurfi á umvöndun að halda.

alan_sugar þú ert rekinnÓlafur minnist  einnig á mikilvægi þess að þjóðin stæði saman eftir að hafa skipst í tvær fylkingar út af Icesave lll. Hann gat samt ekki á sér setið sjálfur að hnýta í Samtök atvinnulífsins sem hann sagði tala atvinnulífið á landinu niður. Samtökin urðu vitanlega sár og sögðu ummæli Ólafs ómakleg. Þannig bregðast krosstré sem önnur, þegar kemur að pólitík.

trump-youre-firedÓlafur Ragnar er tímælalaust pólitískasti forsetinn sem setið hefur og eftir að stór hluti þjóðarinnar þakkaði honum að bjarga Icesave ll og lll frá því að verða lögum, hefur hann færst allur í aukana hvað varðar hápólitískar yfirlýsingar sínar. Hann, eins og fleiri sem þjáðust af bullandi meðvirkni,  er ekkert að líta í eigin barm þótt hann hafi hlaðið riddarakrossum og verðlaunum á bankaræningjana og útrásarvíkingana.


mbl.is Ömurleg frammistaða Moody's
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umræðan um Icesave í Bretlandi

Það er nokkuð fróðlegt að fylgjast með athugasemdum við fréttir Mail on Line og BBC um úrslit kosninganna. Langflestir taka málstað Íslands og þeir sem ekki gera það virðast ekki alveg vita út á hvað málið gengur.

Sem betur fer koma athugasemdir frá Íslendingum sem leiðrétta mestu vitleysurnar. -

Sjálf gera bresk yfirvöld lítið annað með sínum yfirlýsingum en að ala á þeim misskilningi að Ísland hafi með þessum kosningum neitað hreint út að láta nokkuð renna upp í skuldina við Bretland.

BBC og aðrir miðlar skýra frá því að Breska ríkisstjórnin og sú Hollenska undirbúi sig við að ná þeim peningum sem Ísland skuldar með lögsókn. Auðvitað er ekki haft fyrir að kafa mikið í málin og t.d. minnast á að í sjálfu sér skuldar Ísland ekki neitt vegna Icesave, heldur er það gamli Landsbankinn sem skuldar.


mbl.is Sterk rök okkar í Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vendi ég mínu kvæði í kross

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra lét í það skína korter fyrir kosningar að þær skiptu í raun ekki miklu máli. Til væru peningar til að greiða upp í Icesave skuldina og meira væri á leiðinni þegar að Iceland verslunarkeðjan í Bretlandi seldist. - Nú segir hann að það muni ganga eftir.

Nú vill hann setja tvöfalt strik undir það sem á undan er gengið og segir ekki fleiri samninga verða reynda. -

Ferlið sem hann og fleiri eru búnir að hjakka í s.l. tvö ár og endaði með þessum kosningum, skrifar hann á reikning þeirra sem hófu það, þ.e. þeirrar stjórnar sem lofaði að ríkissjóður Íslands mundi standa skil á skuldinni til við breska ríkissjóðinn vegna Icesave. -

Allt þetta er að loks liðin saga fyrir Steingrími og hann er því feginn. - Honum er greinilega mikill léttir í að geta varpað af sér samningakápunni sem hann bar á annarri öxlinni til að efna loforð fyrri stjórnar og klæðst á ný gömlu andspyrnuhempunni sem gerði hann á sínum tíma trúverðugasta pólitíkusinn á Íslandi. -

Hann les ekki út úr kosningunum vanþóknun þjóðarinnar með störf hans og stjórnarinnar og segir ekkert tilefni til að boða til nýrra kosninga.

Villir hann, stillir hann.


mbl.is Ísland getur greitt skuldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dauðadæmd ríkisstjórn

Þjóðin hefur talað og vilji hennar er ljós. Ríkisstjórn næstu ára verður fást við afleiðingarnar af niðurstöðum kosninganna og hún ætti að hafa til þess fullt umboð og fulltingi þjóðarinnar. Þess vegna verður þessi stjórn að fara frá.

Forsetinn tók fram fyrir hendur þingsins fyrir hönd þjóðarinnar og þjóðin hafnaði í framhaldi af því ákvörðun þingsins. Þess vegna þarf ríkisstjórn landsins nýtt umboð. Þjóðin treystir ekki lengur þessu þingi og ekki þessari ríkisstjórn til að fara með forsjá landsins. 

Fari allt á versta veg og spár já-sinna rætast, um hvernig fari ef samningunum verði hafnað, mun þessari stjórn verða kennt um það allt saman, ekki að samningunum var hafnað.

Fari allt á besta veg eða á þann veg sem já-sinnar sögðu, mun stjórninni aldrei þakkað það heldur munn þess stöðugt minnst að taka þurfti fram fyrir hendur hennar. 

Þessi ríkistjórn er í þeirri stöðu að henni verður bölvað og kennt um hvernig sem fer.

 


mbl.is Afgerandi nei við Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landsmóðirin hefur talað

Frú Vigdís Finnbogadóttir er ástsælasta persónan sem gegnt hefur embætti forseta Íslands. Ég kannast við nokkra foreldra sem nefndu stúlkubörnin sín í höfuðið á henni.

VIGDSF~1Yfirleitt hefur Vigdís ekki verið að flíka pólitískum skoðunum sínum, þótt þeir sem hana þekkja segi hana haf ákveðnar skoðanir á nánast öllum málum. Það þarf því eitthvað sérstakt að koma til að Vigdís kýs nú að ganga fram fyrir skjöldu og segja frá hvað hún kaus og gera síðan grein fyrir atkvæði sínu. - Vigdís er einn fárra íslendinga sem öðlast hefur einstæða reynslu af samskiptum við erlenda þjóðarleiðtoga, pólitíska og ópólitíska. 

Fyrst sem forseti lýðveldisins og síðan sem  velgjörðarsendiherra UNESCO (Menningarmálastofnunnar Sameinuðu Þjóðanna) og meðlimur í Council of Women World Leaders, hefur hún fengið mikla yfirsýn á stöðu Íslands gagnvart erlendum ríkjum. 

Engin getur því brigslað henni um að hún hafi ekki vit á málefnum Íslands og geti sett þau í samhengi við það sem er að gerast í heiminum almennt.

Þegar að Vigdís segir; "Frá mínu sjónarmiði séð leikur enginn vafi á því að orðstír okkar Íslendinga bíður mikinn skaða af áframhaldandi deilum, átökum fyrir dómstólum og flóknum lagaþrætum." eru það ekki bara orðin tóm. Orð Vigdísar ættu að vera nóg til að fá hörðustu nei-sinna til að endurskoða afstöðu sína og gera já-sinna ákveðnari í afstöðu sinni enn nokkru sinni fyrr.


mbl.is Vigdís styður samninginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eva Joly elur á hégómagirnd Íslendinga

Augu heimsins eru afar flöktandi. Þau hvíla sér til hægðarauka meira við dægurhjal,  sögur af vanfærum kvikmyndastjörnum og poppsöngkonum, en af árásum NATO á Líbíu búa, mannfallstölum af Fílabeinsströndinni, sjálfsmorðssprengjum í Írak eða Pakistan og flóðahættu og kjarnorkuvá í Japan.

En á morgun er mikilvægur dagur fyrir Ísland og þá þykir okkur sjálfsagt að augu heimsins hverfi til okkar. Eva Joly þekkir þjóðina kann að kitla hégómagrind hennar eins og fyrirsögnin á þessari grein ber vitni um.

Litla Ísland leiðir heiminn einu sinni enn. Fyrir fáum árum var tónninn sá sami þegar rætt var um "íslenska efnahagsundrið". sem frelsa mundi heiminn.  Þeir sem vildu koma sér í mjúkinn hjá Íslendingum þurftu ekki annað en að lofa útrásir þeirra í hástert og segja þá mesta og besta. Fyrr en varði  þeir voru komnir um borð í þotur á leið til að eta gull í Dubai.

Þetta ofmat á eigin verðleikum hefur oft komið Íslendingum í koll. Að kinda undir því með greinum eins og þessum af fólki sem þjóðin treystir, einhverra hluta vegna, er ljótur leikur. - Vissulega munu úrslit kosninganna á laugardag vekja athygli og þau munu eflaust hafa áhrifa út fyrir landsteinana að einhverju marki. En að tala um kosningarnar eins og einhvern heimsviðburð, er stórlega orðum aukið.


mbl.is Augu umheimsins á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Iceland will save Iceland

3082-Iceland-Frozen-FoodsIceland verslunarkeðjan er geysivinsæl meðal Breta. Reyndar voru þeir óheppnir með "andlit" fyrir verslanirnar á síðasta ári.

Þá var það raunveruleikaþáttastjarnan  Kerry Katona sem reyndi að fá breskar húsmæður til að hamstra frosin matvæli. Svo fréttist KerryKatonaað hún hafði tekið nokkur einbýlishús í nösina og þá var henni dömpað af eigendum Iceland.

Nýja andlitið er X factor keppandinn Stacey Solomon sem sjarmeraði alla upp úr skónum með alþýðleika sínum og blátt áfram framkomu. Hún segist hafa verslað í Iceland alla ævi og þess vegna viti hún alveg hverju hún sé að mæla með.

stacey-solomon-Iceland keðjan er verðmæt og því ekki nema von að Jón Ásgeir hafi ágirnst hana. Hann varð að láta hluti sinn í henni af hendi upp í skuldir og missti við það stjórnarformannsembættið hjá Iceland.

Ef að söluandvirði Iceland nægir fyrir Icesave, þurfa menn ekki að hafa áhyggjur af því hvernig kosningarnar fara á laugardag. Reyndar verður dálítið fúlt að sjá á eftir þessu flotta vörumerki.

IcesaveEn kannski getur einhver af þeim liggja á útrásargullinu sem "gufaði upp" keypt Iceland Frozen Food. Það  væri ekki amalegt ef hægt væri að endurreisa Icesave í leiðinni. Það vörumerki er ótvírætt þekktasta íslenska vörumerkið.


mbl.is Icesave gæti horfið með sölu á Iceland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flokkssvipurnar duga ekki lengur

Það hlaut að koma að því að hinir neikvæðu kæmust yfir í skoðanakönnunum. Einhvern veginn hefur sveiflan verið á þann veginn síðustu daga. Andstaðan við Icesave er þverpólitísk, rétt eins og stuðningurinn og sem er nokkuð sérstök staða.

Flokkssvipurnar duga ekki lengur og allir flokkar eru klofnir í afstöðu sinni til Icesave. Þessar venjulegu hægri/vinstri uppnefningar sem venjulega tíðkast í pólitísku karpi, ganga ekki upp gagnvart Icesave. Þeir sem reyna slíkt hljóma hjáróma enda fer þeim fækkandi. -

Að mörgu leiti er eins og  allt í einu sé fólk sé farið að bera virðingu fyrir skoðunum hvers annars. "Sumir af bestu vinum mínum ætla að kjósa já, en ég ætla að kjósa nei og ég skil þá alveg" er nokkuð algeng lína. -

Hver sem niðurstaðan verður á laugardaginn, þurfa "vinir" á öndverðum meiði í Icesave að sætta sig við orðin hlut og búa sig undir að taka afleiðingum vilja meirihlutans. Víst er að þær verða bæði afdrifaríkar fyrir þjóðarsálina og kostnaðarsamar.


mbl.is 57% ætla að segja nei
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara tilviljun

Launamisréttið í Bretlandi er alræmt. Einnig sú afstaða atvinnurekanda að launþegar þeirra vinni yfirvinnu launalaust en það er önnur saga.  Stephanie Bon var sagt upp störfum fyrir Lloyds bankann í Colchester Halifax útibúinu eftir að hún hafði vakið athygli á þeim geysilega mun sem er á kjörum þeirra sem fyrir bankann vinna.

Bon"Ég trú varla hversu illa þeir hafa komið fram við mig fyrir það sem ég mundi kalla spjall við vini mína utan vinnutíma." sagði Bon.

"Deildarstjórinn spurði mig hvers vegna ég hefði skrifað þetta og útibússtjórinn sagðist hafa orðið fyrir vonbrigðum með mig. Hún sagði að ég hefði brugðist fyrirtækinu. Samt skrifaði ég ekkert sem ekki er á allra vörum" 

Talsmaður Lloyds TSB segir aftur á móti að uppsögn Bon hafi ekkert með færslu hennar á Facebook að gera.

"Verkefnið sem hún vann við var á lokasprettinum og þess vegna fékk hún uppsagnarbréf. Hún var ráðin í gegnum atvinnumiðlun tímabundið á 7 daga framleigjanlegum samningi. Það var tilviljun að uppsögnin barst henni eftir að hún hafði skrifað þessa færslu á Facebook."

Fyrir utan árslaun sín hjá bankanum sem eru 13.5 milljón punda fær Antonio Horta-Osorio bankastjóri 900.000 pund á ári inn á eftirlaunareikning sinn.

Breskir skattgreiðendur eru að vonum fúlir út af þessu enda á breski ríkissjóðurinn 41% í bankanum eftir að hafa þurft að dæla fjármagni inn í hann árið 2008 þegar hann riðaði til falls. 


mbl.is „Er með 4000 pund á tímann en ég fæ 7 pund“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

11 bestu setningarnar um Icesave

Hverjir komast best að orði við að tjá hug sinn og tilfinningar til Icesave? Um það eru sjálfsagt deildar meiningar og fer niðurstaðan eflaust í flestum tilfellum eftir því hvort þú ert með eða á móti, sammála eða ósammála þeim sem talar eða ritar. 

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, er einn þeirra sem oft reynir að enduróma vinsælar skoðanir, en allir sem til hans þekkja vita að hann er fyrst og fremst lýðskrumari. Fréttin mbl.is hér að neðan er talandi dæmi um það.   

Ég hef tínt saman nokkur ummæli sem mér fundust annað hvort kjarnyrtust eða dæmigerðust fyrir umræðuna eins og hún kemur mér fyrir sjónir.  Hér á elleftu stundu koma ellefu bestu setningarnar um Icesave; 

1. Froðufellandi af reiði og gnístandi tönnum ætla ég því að merkja við JÁ á kjörseðlinum á laugardaginn kemur. 

Hörður Sigurðsson á facebook

2. Gerum mannkyninu greiða og segjum nei.

Sigurður Högni Sigurðsson á Facebook

3. Eftir myndum að dæma af því fólki sem, NENNIR ekki, að seja NEI sýnist mér þetta fólk allt vera framapotarar, á spena íslenskra skattgreiðenda og eða í biðstöðu um að ESB samþykkir að setja okkur á spena þýskra skattgreiðenda.

Guðrún Norberg á Facebook

4. Samkvæmt annálaskrifum voru íslensk börn seld í ánauð til námuvinnu á Bretlandseyjum á fimmtándu öld.

Egill Ólafsson í auglýsingu

5. Ef Íslendingar hafna Icesave-samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslunni 9. apríl blasa grafalvarlegar afleiðingar við þjóðinni.

Jón Gnarr á blaðamannfundi í Vín

6. Þurfti maður að vera fábjáni til að halda að Íslendingar, með sitt örsmáa hagkerfi, hefðu fundið upp einhvern fjármálagaldur? Ja, maður þurfti í það minnsta að vera dálítið illa gefinn.

David Ruffley, þingmaður breska íhaldsflokksins í ræðu í breska þinginu 
 

7. Þeir sprikla í netinu, Icesave-sinnarnir. Það liggur við að maður vorkenni þeim...

Jón Valur Jensson á bloggsíðu sinni.

8. Ávinningurinn af því að samþykkja samninginn á móti áhættunni og kostnaðinum af því að bíða eftir niðurstöðu er slíkur að ég kýs með Icesave III með hagsmuni barnanna minna í huga.

Þórhallur Hákonarson á Vísi.

9. Menn verða að hafa bein í nefinu til að vera óvinsælir.

Tómas Ingi Olrich, fyrrum þingmaður, ráðherra og sendiherra á Vísi.

10. The agreement should also help unlock remaining program bilateral financing and bolster market confidence in Iceland.

Úr skýrslu AGS

11. Og Íslendingar húka fastir á vanskilaskrá heimsins. En með prinsippin á hreinu.

Guðmundur Andri Thorsson í Vísi


mbl.is Gengur gegn lýðræðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband