Vendi ég mínu kvæði í kross

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra lét í það skína korter fyrir kosningar að þær skiptu í raun ekki miklu máli. Til væru peningar til að greiða upp í Icesave skuldina og meira væri á leiðinni þegar að Iceland verslunarkeðjan í Bretlandi seldist. - Nú segir hann að það muni ganga eftir.

Nú vill hann setja tvöfalt strik undir það sem á undan er gengið og segir ekki fleiri samninga verða reynda. -

Ferlið sem hann og fleiri eru búnir að hjakka í s.l. tvö ár og endaði með þessum kosningum, skrifar hann á reikning þeirra sem hófu það, þ.e. þeirrar stjórnar sem lofaði að ríkissjóður Íslands mundi standa skil á skuldinni til við breska ríkissjóðinn vegna Icesave. -

Allt þetta er að loks liðin saga fyrir Steingrími og hann er því feginn. - Honum er greinilega mikill léttir í að geta varpað af sér samningakápunni sem hann bar á annarri öxlinni til að efna loforð fyrri stjórnar og klæðst á ný gömlu andspyrnuhempunni sem gerði hann á sínum tíma trúverðugasta pólitíkusinn á Íslandi. -

Hann les ekki út úr kosningunum vanþóknun þjóðarinnar með störf hans og stjórnarinnar og segir ekkert tilefni til að boða til nýrra kosninga.

Villir hann, stillir hann.


mbl.is Ísland getur greitt skuldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann vil fá Ísland inn í ESB, og það er sama mál og IceSAVE.  Hefur sömu niðurstöðu og ef menn hefðu sagt JÁ.  þannig að kosningarnar í sjálfu sér, skipta ekki máli ... Ísland í ESB, er sama og JÁ við IceSAVE.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 15:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband