Færsluflokkur: Spaugilegt

Húsverkin og ég

Ég verð að viðurkenna að mér leiðast húsverkin. Sum þeirra hata ég hreinlega.

Lengi skammaðist ég mín fyrir þetta og þróaði með mér af þeim sökum ákveðið þolgæði fyrir eldamennsku. Ég get sem sagt mallað eitthvað daglega án þess að gráta af leiðindum.

En að búa um rúm, vaska upp diska og þurfa svo að endurtaka það allt saman eftir sex mánuði er iðja sem alls ekki er að mínu skapi.

Eins og í flestum tilfellum þegar að andúð á einhverju nær yfirhöndinni, er skilningsleysi um að kenna . Ég hef t.d. aldrei skilið þörfina á að þrífa hús og híbýli. Eftir fjögur ár getur hið skítuga ekki orðið skítugra. Hvers vegna að þrífa?

Ég hef heldur aldrei skilið fólk sem hefur mikla ánægju af húsverkum. Eina húsmóður þekki ég sem er svo  gagntekin af húsverkum að hún vaknar á nóttunni til að athuga hvernig sjálfhreinsandi ofninum í eldavélinni gengur að hreinsa sig.

Einn húskarlinn þvær vandlega allt leirtauið í vaskinum áður en hann setur það í uppvöskunarvélina.

Hvað er að þessu fólki. Molysmophobia?


Allt Íslandi að kenna!

Eins og ég fjallaði um í síðustu færslu er Ísland mikið í breskum fjölmiðlum þessa dagana. Í gærkveldi voru tveir þættir um landið í sjónvarpinu, annar fjallaði um gosið í Eyjafjallajökli og hinn um þorskastríðin. þótt báðir þættirnir hafi verið afar fræðandi og í sjálfu sér jákvæðir í garð Íslands og Íslendinga, læddist að mér sá grunur í morgun að klisjan um að allar auglýsingar séu góðar auglýsingar, sé ekki alltaf sönn.

Þrátt fyrir hremmingaranar í tengslum við efnahagshrunið fundust mér Bretar ætíð tiltölulega jákvæðir gagnvart landi og þjóð. Nú kveður við annan tón. Fólk verður jafnvel vandræðalegt þegar það heyrir að ég sé frá Íslandi og það er styttra í aulabrandarana en áður.

Það er eins og fólk bregðist verr við því sem ógjörningur er að stjórna en því sem gerist af mannavöldum.

Ókunn kona á pósthúsinu sagði við mig í fúlustu alvöru að Ísland bæri ábyrgðina á því að sumarfríið hennar væri nú í uppnámi.

Kennarinn á námskeiðinu sem ég sótti í dag, lét aulabrandarana rigna yfir mig, en sá svo eftir öllu saman og baðst afsökunar á bullinu.

Jafnvel góðir kunningjar mínir sjá nú ástæðu til að hafa þetta á orði eins og lesa má úr þessum tölvupósti sem ég fékk sendan í dag:

Just to see if you're still going to do a spot at May 21st What A Performance!
What would it be? A 12 minute something?
Let me know
There will of course be no references or cheap jokes about ash, volcanoes, banks or anything of that sort - trust me!

Á síðasta ári lýstu margir íslendingar búsettir erlendis því hvernig þeir máttu þola háð, spott og jafnvel reiði út í Íslendinga vegna hamfaranna í efnahagslífinu og þá átti ég  bágt með að trúa þeim. Ekki bjóst ég við að ég ætti eftir að finna fyrir slíku á eigin skinni vegna náttúrhamfara á landinu. Svo lærir sem lifir.


Stephen Fry segir Ísland stærsta banana lýðveldi Evrópu

Stephen_Fry_croppedStephen Fry er einn kunnasti sviðs-leikari, grínisti og sjónvarpsþátta-stjórnandi í Bretlandi. Hann er einnig þekktur úr kvikmyndum eins og Wilde, Gosford Park og síðast Alice in Wonderland sem Tim Burton leikstýrði.

Fry er mikill háðfugl og í sjónavarpsþáttunum QI blandar hann saman gríni og fróðleik. Í einum þáttanna spyr hann um hvert sé stærsta banana lýðveldið í Evrópu.

Einn gesta hans ratar óvænt á svarið. Hér má sjá klippuna úr þættinum þar sem Fry segir Ísland stærsta banana framleiðanda í Evrópu.


Fjórar brúðargjafir

Óhamingjusöm hjónabönd hafa aldrei verið vinsælli en nú. Mörg þeirra taka loksins enda (sem betur fer) og fólk hefur leitina að nýjum mökum. Á endanum tekst það og efnt er til nýs brúðakaups. En hvað hvað gefur maður marggiftu fólki sem flest á, í brúðargjöf. Hér koma fjórar hugmyndir.

1. Andafælu. Þetta er ódýrt frumbyggjaprjál sem heldur í burtu illum öndum frá heimilinu. Andafæla er búin til úr náttúrlegum efnum, oft dýrabeinum og leyfum af einhverju fiðurfé. Fælan tryggir að engir fúlir andar komist inn á heimilið og safnar auk þess á sig ryki og ari sem annars gæti valdið heimilisfólki hnerra.

2. Draumafangara. Fátt er mikilvægara en að geta látið drauma sína rætast. (Þá er gengið út frá að draumfarir fólks séu góðar) Draumafangari sem einnig er búinn til úr einföldu frumbyggjaskrani, hjálpar þér að muna drauma þína þegar þú vaknar svo þú getir látið þá rætast.

3. Stafrænan stjörnuteljara. Hvað er rómantískara en að liggja úti undir berum himni á stjörnubjartri nóttu með ástina þína í fanginu og telja stjörnur. Stjörnuteljarinn gerir þér kleift að segja nákvæmlega til um hversu margar stjörnur eru sjáanlegar og það sem meira er, hvað þær heita. Teljarinn er því um leið rafrænt stjörnukort sem stillir sig sjálft, hvar sem þú ert staddur í á jarðarkringlunni. 

4. Wikipídía leikurinn. Hvað hafa margir leikið sér í Wikipídía leiknum? Hann felst í því að komast frá einni WP síðu til annarrar í sem fæstum smellum. Þannig komst ég t.d. frá smjöri (butter)  til Íslands í 3 smellum. WP leikboxið inniheldur 3 milljón tillögur um byrjunarsíðu og endasíðu og segir þér jafnframt hver besti mögulegi árangurinn er. Frábær leikur sem allir sem eiga tölvu og eru nettengdir geta stytt sér stundir við.


Tveir froskar

Heyrðist frétt um heiminn óma

hvernig froskar tveir,

féllu í skál full´af rjóma,

þar fangaðir voru þeir.

 

Annar reyndist raunagóð

og rausnarleg sál,

hinn einn þeirra huglausu,

hvað allt er voða mál.

 

Við drukknum hér dugleysan æpti,

dæmalaust óhress,

niðrá botninn síðan sökk

og sífrandi kvaddi bless.

 

Sá er áfram svamlaði

sagði við sjálfan sig;

dug skal sýna dómi,

þótt dauðinn taki mig.

 

Ótrauður mun ég áfram synda

uns mig þrýtur þol,

örlögin ég læt mér lynda,

lýtt mér hugnast vol.

 

Hugrökk sundið hetjan þreytti,

með hamagangi rjómann þeytti.

 

Hann barðist um og buslaði

bullandi af fjöri,

og skjótt varð rjóminn allur aðFroskurinn sem slapp

indælis þykku smjöri.

 

Loks á smjörinu lafmóður stoppaði,

léttur svo upp úr skálinni hoppaði.

 


Dvergar í Kína byggja sér þorp

00 Dvergar í KínaDvergar í Kína hafa stofnað með sér sérstakt samfélag og byggt sér þorp í Kunming í Yunnan héraði  þar sem eingöngu dvergvaxið fólk fær að búa.
Engum er leyft að setjast að í þorpinu sem er hærri en 131cm.
Dvergarnir segjast hafa byggt þorpið til að flýja þann félagslega mismun sem þeim er sýndur af venjulegu fólki.
Þeir hafa komið sér upp eigin lögreglu og slökkviliði en þorpsbúar telja rétt um hundrað og tuttugu manns sem stendur.
Hugmynd Dverganna er að afla tekna af ferðamönnum sem heimsækja þorpið. Hús þeirra eru byggð þannig að þau líta út eins og sveppar og þorpsbúar klæðast öllu jöfnu í fatnað sem minnir mjög á klæðnað sögupersóna úr ævintýrum.
Á myndinni sjást dvergarnir sýna söngleik í miðju þorpinu sem gæti alveg heitið; "Það búa litlir dvergar í björtum sal".

Ljóðakeppni hér og nú

Magritte_Ren_1928_LoversJóna Á Gísladóttir birtir á bloggsíðu sinni skemmtilegar vísur sem sendar voru til Washington Post þegar blaðið efndi til  ljóðasamkeppni á dögunum, sem fólst í því að semja rímu með tveimur braglínum. Skilyrði var að fyrri línan væri sérstaklega rómantísk en sú seinni andstæðan.  

Nú dettur mér í hug hvort ekki sé lag að efna til slíkrar keppni á íslensku hér á blogginu og hafa reglurnar nákvæmlega þær sömu og hjá Washington Post. Sem sagt tvær hendingar eða bragalínur, sú fyrri mjög rómantísk og sú síðari ekki.

Íslendingar eru margir orðlagðir hagyrðingar og ljóðelskir með eindæmum svo það er um að gera fyrir sem flesta að spreyta sig, hér og nú.

Ég legg til að þeir sem hyggjast taka þátt, skoði fyrst ensku vísurnar á síðu Jónu.


Rændu sjóræningjaskip

BountyÝmsum mununum hefur verið rænt úr "sjóræningjaskipinu" sem notað var við gerð kvikmyndanna þriggja um Sjóræningjana í Karíbahafinu á meðan það lá við festar í skoskri höfn.

Þjófarnir stálu úr seglskipinu HMS Bounty, sem lá við Custom House Quay í Greenock,  á milli fimmtíu og hundrað pundum í peningum og fatnaði merktum skipinu. Þá höfðu þjófarnir á brott með sé þurrbúning, bók, björgunarhring og bandaríska fánan. Þessi munir fundust þó seinna skammt frá skipinu sem á hringferð um Bretland og mun koma við í mörgum höfnum á leiðinni. 

622_Pintel_and_Ragetti_Duo_PirotsHMS Bounty er  nákvæm eftirlíking af hinu sögufræga skipi Bounty sem sigldi undir stjórn William Bligh skipstjóra til Tahiti og vestur-Indía árið 1789. Gerð var uppreisn um borð og skipstjórinn ásamt 18 af áhöfninni sem fylgdu honum að málum settir í smábát út á reginhafi.

Eftirlíkingin var smíðuð 1962 fyrir Uppreisnina á Bounty, fræga kvikmynd sem gerð var um þessa atburði með Marlon Brando í aðalhlutverki

Skipið var notað sem kaupskip í sjóræningja-myndunum um Jack Sparrow (Johnny Depp) og ævintýri hans í Karíbahafinu. 


Jessica Simpson um undirfötin sín

jessica_simpson_black_whiteLjósið fer hraðar en hljóðið. Þess vegna virðast sumar manneskjur ljóma þangað til þú heyrir hvað þær eru segja.  

Mér datt þessi lumma í hug þegar ég las þetta (gamla) slúður um Jessicu Simpson sem ég féll fyrir í ca. 10 sekúndur fyrst þegar ég sá myndina af henni.  Svo las ég viðtalið þar sem hún segir að hún "trúi því fastlega" að nærfötin hennar "setji tóninn" fyrir daginn. Þessi 29 ára gamla ljóska sem er nýbúin að setja á markaðinn eigin undirfatalínu sagði þessa ódauðlegu setningu við það tækifæri; "Auðvitað elska ég undirfatnað. Hvaða stelpa gerir það ekki? Undirfatnaðurinn minn endurspeglar hvernig mér líður þegar ég vakna og hjálpar mér að setja tóninn fyrir daginn. Ég klæðist því sem skap mitt segir til um".

Með svona gullkorn á reiðum höndum ætti hún vel heima í Simpson teiknimyndunum. Hún þarf ekki einu sinni að breyta um nafn.


Illgjarn hrekkjalómur eða græskulaus prakkari

assholesHvenær verða hrekkjóttir að hrekkjusvínum og hvenær fá hrekklausir ofsóknarbrjálæði? Það er vandlifað í henni veröld og meðalvegurinn vinsæli vandfundinn. Mikill munur er samt á græskulausum grikkum og ósvífnum og oft skaðlegum hrekkjum þar sem blekkingum er beitt til að valda öðrum skaða. 

Fyrir stjórnmálamönnum eru þess mörk hvað óskýrust. Þeir meta allt á þann veg að það sem er andstæðingnum til minnkunar, er það þeim sjálfum til framdráttar. Nýlegt dæmi um þetta er meðhöndlun Þingsins á Icesave málinu og yfirlýsingar flokksforingjanna eftir afgreiðslu málsins. Þeir töldu fráleitt á meðan verið var að fjalla um málið að það gæti fellt stjórnina. En eftir að hafa knúið fram einhverjar málmyndabreytingar, halda þeir því fram að ef ekki verði fallist á breytingarnar, sé eðlilegt að stjórnin fari frá.

abstract_artÉg velti líka fyrir mér hversu langt er hægt að ganga í stríðni og hrekkjum án þess að særa fólk eða meiða. Sem dæmi, væri viðeigandi að gefa þetta rándýra abstrakt málverk, þeldökkum vini mínum.

Ófáir telja sér það til tekna að vera dálítið hrekkjóttir og sjaldan heyrir maður fólk sperra eyrun jafn mikið og þegar góð hrekkjasaga er sögð af hróðugum prakkara. - Vel skipulögð prakkarastrik eru meðal vinsælasta myndefnisins á youtube og sjónvarpsþættirnir "Falin myndavél" eru auðvitað ekkert annað en hrekkjaveisla.

Sumir frægir leikarar eru frægir hrekkjalómar. Þeir hafa unun af því að koma fram í viðtalsþáttum og segja frá hrekkjunum og hlægja dátt með þáttastjórnandanum að öllu saman.

 George Clooney er orðlagður hrekkjalómur og hefur oft reynt að segja frá hrekkjum sínum í sjónvarpinu. Ég hef tekið eftir því að grikkurinn virðist ekki vera eins hlægilegur fyrir áhorfendur, oftast aðeins fáeinir sem reka upp hlátursrokur, leikaranum og þáttastórandanum til samlætis. "You had to be there"!.

Woman_riding_turtle_at_Mon_ReposÍ bók sinni The Compleat Practical Joker eftir H.Allen Smith segir hann frá mörgum kunnum prökkurum. Einn þeirra var málarinn Valdo Peirs sem bjó í París í byrjun tuttugustu aldar. Dag einn gaf hann nágrannakonu sinni litla skjaldböku að gjöf. Konan dekraði við skjaldbökuna og þótti mjög vænt um hana.  Nokkrum dögum seinna sætti Valdi færis og skipti á litlu skjaldbökunni fyrir aðra nokkru stærri. Þetta gerði hann nokkrum sinnum uns konan var komin með allstóra skjaldböku í hús sitt sem hún sýndi nágrönnum sínum afar stolt. Þá snéri Valdo ferlinum við þannig að skjaldbaka konunnar fór stöðugt minnkandi. Þetta olli nágrannakonunni skiljalega miklum áhyggjum og hugarangri en Valdo skemmti sér við að segja frá angist hennar.

Kanntu góða hrekkjasögu?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband