Ljóðakeppni hér og nú

Magritte_Ren_1928_LoversJóna Á Gísladóttir birtir á bloggsíðu sinni skemmtilegar vísur sem sendar voru til Washington Post þegar blaðið efndi til  ljóðasamkeppni á dögunum, sem fólst í því að semja rímu með tveimur braglínum. Skilyrði var að fyrri línan væri sérstaklega rómantísk en sú seinni andstæðan.  

Nú dettur mér í hug hvort ekki sé lag að efna til slíkrar keppni á íslensku hér á blogginu og hafa reglurnar nákvæmlega þær sömu og hjá Washington Post. Sem sagt tvær hendingar eða bragalínur, sú fyrri mjög rómantísk og sú síðari ekki.

Íslendingar eru margir orðlagðir hagyrðingar og ljóðelskir með eindæmum svo það er um að gera fyrir sem flesta að spreyta sig, hér og nú.

Ég legg til að þeir sem hyggjast taka þátt, skoði fyrst ensku vísurnar á síðu Jónu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fer ekki eftir reglum frekar en áður en mér datt þetta í hug:

 Ísland

Engar kveðjur

engin nöfn

ekki í þessu landi

þar sem frosin skógurinn hlustar

og jöklar

leika undir

á molnandi

berg...

(Á við í dag...)

Þ... (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 23:43

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll þ... Já þú brýtur reglurnar þarna heldur betur. Ljóðið er engu síður gott.

Svanur Gísli Þorkelsson, 24.9.2009 kl. 00:25

3 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Í ljósi íslenzkrar ljóða- og vísna hefðar verður þá ekki að gera kröfu um að þessar tvær línur stuðli? Annars verður þetta lítið annað en fúsk.

Mæra vil ég man í ljóði/mörgum finnst hún skass og sóði.

Annars á íslenzk bragfræði ágætan tvíkvæðan bragarhátt, sem er afhendingin.

Eitt sinn var ég ungur hress og yndislegur./Gamlast nú og gerist tregur.

Emil Örn Kristjánsson, 24.9.2009 kl. 11:43

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þakka þetta Emil :)

Vissulega er best að kveðskapurinn sé bragfræðilega réttur.

Svanur Gísli Þorkelsson, 24.9.2009 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband