Færsluflokkur: Evrópumál

Ísland í grímubúningi

Inngönguferli Íslands í Evrópubandalagið er leyndardómsfull framvinda. Bandalagið borgar Íslendingum fullt af peningum fyrir að athuga hvort þeir vilji vera með. Það borgar fyrir að láta þýða alla doðrantanna sína um lög þess og reglugerðir.

En það flokkast allt saman bara undir athugun.

Inngönguferlið tekur sannanlega á sig ýmsar myndir, klæðir sig í ýmsa búninga.

Það er  í grímubúningi svo sem flestir Frónbúar átti sig ekki á hvert það er og Brussel viti ekki hvað þeir eru að hugsa.

Það er í kafarabúningi svo hægt sé að kanna hvað býr í djúpum styrkjakistum bandalagsins.

Svo er það í undirbúningi, sem er úr afar fínt ofnu efni til að hann sjáist ekki undir hinum búningunum. 


Draumurinn að rætast

Þá geta landsmenn tekið gleði sína aftur. Eftir að hafa gert útrásarvíkingunum mögulegt að fá að láni allt það fé sem bankar landsins gátu mögulega fundið eða búið til með "fé án hirðis" barbabrellum, býðst okkur nú aðgangur að hinni stóru jötu Evrópubandalagsins. -

Til að gera Ísland að löglegum  hreppi í ESB sendu þeir okkur smá styrk, aðallega til að þýða nokkra doðranta og samþykkja innihald þeirra formlega á alþingi. Þetta er auðvitað bara formsatriði og auðvitað bara forsmekkurinn að því sem koma skal. En það glittir þegar í blóðið á tönnum landans. - Það verður fljótt að hafast upp í þessa smáskuld við AGS, Breta og Hollendinga þegar bitlingarnir byrja að streyma inn fyrir alvöru. - Og þetta er staða og umhverfi sem okkar fjármálspekúlantar kunna vel að nýta sér.

Þeir sem haf áhyggjur af "sjálfstæði landsins" hljóma eins og nátttröll í umræðunni þegar bent er á að nú þegar er búið að gefa fordæmi fyrir hvernig staðið skuli að sölu á auðlindum landsins. Það er heilmikið hægt að hafa upp úr umboðslaunum á sölu hlutabréfa í íslenskum orkufyrirtækjum og veiðikvótum.

Að auki eru skúffurnar í löndum ESB eru fullar af asískum og amerískum fyrirtækjum sem stöðugt eru á höttunum eftir arðvænlegum fjárfestingum í lifibrauði og nauðsynjum þjóðanna.


mbl.is Ísland á nú rétt á ESB-styrk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitraði Loftur Altice fyrir Árna Johnsen?

Það hlýtur að teljast til tíðinda að hægt sé að auglýsa hér  á blogginu eftir eitri til að granda fólki. Slíkt gerir samt Loftur Altice óáreittur, þar sem hann auglýsir á bloggi sínu eftir nógu sterku eitri til að geta drepið Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sem hann er ósammála í Evrópumálum. Þannig tilheyrir Össur einhverju "liði" sem Loftur vill láta drepa.

Ef Loftur ætti heima í Úkraínu mundu fátæklega dulbúnar hótanir hans eflaust vera teknar alvarlega. Þar kom upp frægasta eiturbyrlunar mál seinni tíma og sem átti rætur sínar að rekja til pólitískra erja. Eitrað fyrir Viktori Jútsjenkó sem bauð sig fram til forseta Úkraínu ( 2004) , gegn sitjandi forseta sem studdi samstarf við Rússland á meðan Jútsjenkó vildi auka samstarf við Vesturlönd.

Loftur virðist vita það fyrir víst að venjulegt flugnaeitur komi ekki til að duga til verksins og vill finna eitthvað sterkara. Það bendir til þess að hann hafi gert tilraunir með flugnaeitur á mönnum og er þess vegna svona viss í sinni sök.

Spurningin er bara,  á hverjum gerði Loftur tilraunir sínar?

Eins og fram kom í fréttum á sínum tíma, telur Árni Johnsen að sér hafi verið byrlað eitur. Því hafi verið blandað í fæðubótarefni sem hann tók inn. „Þetta var bara fæðubótarefni sem er hrært út í mjólk eða vatn, í staðinn fyrir máltíð. Mér til láns notaði ég þetta mjög lítið, kannski í hlutfallinu þrisvar í staðinn fyrir þrjátíu og fimm sinnum. Svona er þetta þó maður búi ekki í Úkraínu.“ sagði Árni um atvikið. Eitrið var samt ekki nógu sterkt til að granda honum, en olli því að hendur hans þrútnuðu. Árni segir að hann viti hver kom eitrinu fyrir en hann hafi engar sannanir.

Ég fæ ekki betur séð en að Loftur hafi með auglýsingu sinni komið upp um sig. Það var augljóslega hann sem eitraði fyrir Árna Johnsen. Árni  hefur löngum þótt hálfgert olnbogavarn í sjálfstæðisflokknum og kannski hefur Loftur ætlað að slá tvær flugur í einu höggi með því að eitra fyrir Árna. Loftur hefur viljað gera flokknum sínum greiða og losa hann við Árna og reyna í leiðinni að afla sér nokkurra atkvæða í formannsslaginn sem hann tók þátt í. -

En allt þetta mistókst reyndar eins og oft áður hjá Lofti. Lofti tókst ekki að granda Árna og Loftur varð ekki formaður Sjálfstæðisflokksins. - Spurningin er hvort honum takist að drepa Össur eða finna einhvern sem er tilbúin til þess?


Cleggeronband

miliband_clegg_cameronÞað er talið langlíklegast að næsti formaður Verkamannaflokksins í Bretlandi verði David Milliband fyrrverandi utanríkisráðherra. 

David hefur fengið flestar stuðningsyfirlýsingar úr þingmannhópi flokksins og hann er þekktastur meðal bresks almennings af þeim fimm sem sækjast eftir embættinu.

David hefur einnig það með sér að hann er lang- líkastur hinum flokksforingjunum þeim David Cameron og Nick Clegg í útliti.

Reyndar er Ed yngri bróðir hans ekki langt frá ímyndarstaðlinum eins og hann gerist þessa dagana. - Ed Balls er of gamall og of þungur og Diane Abbott afar langt frá þeim öllum hvað útlitskröfurnar snertir.


mbl.is Fimm í formannskjöri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stephen Fry segir Ísland stærsta banana lýðveldi Evrópu

Stephen_Fry_croppedStephen Fry er einn kunnasti sviðs-leikari, grínisti og sjónvarpsþátta-stjórnandi í Bretlandi. Hann er einnig þekktur úr kvikmyndum eins og Wilde, Gosford Park og síðast Alice in Wonderland sem Tim Burton leikstýrði.

Fry er mikill háðfugl og í sjónavarpsþáttunum QI blandar hann saman gríni og fróðleik. Í einum þáttanna spyr hann um hvert sé stærsta banana lýðveldið í Evrópu.

Einn gesta hans ratar óvænt á svarið. Hér má sjá klippuna úr þættinum þar sem Fry segir Ísland stærsta banana framleiðanda í Evrópu.


Hengt þing

a_hung_parliament_771655Það eru þingkosningar í Bretlandi í dag. Kosningarnar eru svo mikilvægar og leiðinlegar að  í síðustu könnun voru 40% kjósenda óákveðnir um hvað þeir ætluðu að kjósa. Fyrir mörgum er enginn þeirra kosta sem í boði eru ásættanlegur. Kerfið í Bretlandi er þannig að aðeins einn þingmaður kemst að í hverju kjördæmi, þ.e. sá sem fær flest atkvæði. Mikill munur er á íbúafjölda í kjördæmum. Því er vel hugsanlegt að flokkur fá flesta þingmenn enn ekki flest atkvæði í heildina.

Allir vita að Verkamannaflokkurinn hefur hagrætt kjördæmunum á þennan hátt til að tryggja sér sem flesta þingmenn. Íhaldið heftur ekkert kvartað yfir þessu, aðeins minni flokkarnarnir sem fá afar fáa fulltrúa á þing mótmæla. Annars er bresk pólitík hundleiðinleg og afar gamaldags.

Stefnumál flokkanna eru áþekk og flokksforingjarnir líka, litlaus jakkaföt með bindi (blátt, rautt og gult). Þeir tala svo loðið um alla hluti að eins og áður sagði getur 40% ekki ákveðið sig hvaða leiðindadurgur er skástur.

Ef úrslitin verða á þá lund að enginn flokkur fær hreinan meirihluta þingmanna, (eins og algengt er í flestum löndum Evrópu) kalla Bretar það "hengt Þing". Vonandi fara leikar svo að þingið verði hengt.  


Herra Forseti, Tony Blair

tony_blair_war_criminalStjórnarskrá ESB, afturgengin í Lisbon sáttmálanum hefur loks verið samþykkt af Írum og þar með var rutt úr vegi síðustu hindruninni fyrir stofnun embættis Forseta ESB sem margir pólitískir framgosar í Evrópu hafa augastað á. Enginn samt meira en fyrrum forsætisráðherra Breta, ný-kaþólikkinn og stríðsmangarinn Tony Blair.

Það er eftir ýmsu að slægjast fyrir Tony. Embættinu fylgir 250.000 punda árslaun, að mestu skattfrjáls, tuttugu manna skrafslið, örlát risna og fjöldi fríðinda.

king_blairEn sjálfsagt er Blair samt mest í mun að yfirskyggja í sögulegu tilliti,  stríðsmangara-orðstírinn sem hann varð sér út um með að fylgja vini sínum Bush út í ólöglega styrjöld við Írak.

Útnefning hans sem sérstaks erindreka til mið-austurlanda hjálpaði honum lítið í þvi tilliti.

Fái Íslendingar inngöngu í ESB og verði Blair fyrsti forseti sambandsins, verður það virkileg kaldhæðni örlaganna og kannski dálítið vandræðalegt komi Blair í heimsókn til þessa litla hrepps í ríki hans. Því það var vissulega arftaki hans og lærisveinn sem átti stóran þátt í að koma Íslendingum í þá stöðu að þeir áttu þann kost einan að reyna að komast inn í pappírsskjól ESB eða vera að öðrum kosti "sprengdir efnahagslega aftur á 19. öld."


Verða átökin um Icesave "Falklandseyjastríðið" hans Gordon Brown.

SNN1512TOON-682_616421aAllir sem þekkja forsögu málsins vita að Ögmundur Jónasson sagði sannleikann hvað varðaði að Bretar og Hollendingar notuðu öll tiltæk pólitísk vopn til að fá íslenska ríkið til að endurgreiða Icesave innlánin. - En hvað væri betra fyrir Gordon Brown annað en að Íslendingar greiddu möglunarlaust. Er mögulegt að það væri hugsanlega betra fyrir Gordon Brown pólitískt séð, að þeir greiddu ekki.

Þeir sem þekkja til pólitíkurinnar á Bretlandi, vita að Gordon Brown hefur staðið höllum fæti, bæði innan flokks síns og hvað snertir almenningsálitið.

Margir trúa því að hann geti ekki unnið kosningarnar sem framundan eru á vordögum á næsta ári. Það sem Brown heldur á lofti umfram annað, er að engin geti sigrast á kreppunni annar en hann. Við hvert tækifæri sem hann fær slær hann því um sig að hann einn hafi brugðist við, hann einn viti hvað sé í gangi, hann einn viti hvernig á að leiða þjóðina aftur á braut hagvaxtar o.s.f.r. -

Fram að þessu hefur flest það sem hann hefur gert ekki orðið honum að afgerandi vopni. - En á meðan hann getur haldið áfram að þylja þessa frasa sína, eygir hann von. - Það sem Brown sárlega vantar er auðsætt dæmi um að hann sé sannur foringi sem tekur af skarið og sem lætur engan ógna hagsmunum Bretlands.

margaretÍ ræðu sinni á nýafstöðnu flokksþingi minntist hann á Icesave og hverning hann hefði bjargað fjölda breskra þegna frá beinu fjárhagslegu tjóni með að greiða innlánurum strax það sem þeir áttu inni hjá sjóðnum.

En það sem Brown vantar umfram allt er afgerandi dæmi,  annað Falklandseyjastríð, líkt og bjargaði frú Thatcher fyrir horn á sínum tíma,  en að þessu sinni þarf það að vera "efnahagslegt".

Allar yfirlýsingar Íslendinga um að þeir ætli hugsanlega ekki að borga þessa milljarða sem breska ríkið greiddi á sínum tíma til innlánara Icesave og að þeir ætli ekki að standa við gerða samninga, er vatn á millu Gordons Browns.

Líklegt er að deilan muni harðna og þeir fyrirvarar sem íslenska þingið setti á samningana verði áfram hafnað af Bretum. Það hentar Brown ágætlega. Ekki mun hjálpa að skipta um stjórn á Íslandi. Hann mun benda á að ekkert sé að marka íslensku ríkisstjórnina, hvernig sem hún er skipuð. Óeining stjórnmálaaflanna á Íslandi hjálpa til að réttlæta orð hans.

Allir sem komið hafa nálægt þessum samningi hafa lofað að borga en svo gerir það enginn þegar á hólminn er komið. Við hvern á nú að semja?

Og á réttum tíma mun Brown fá það sem hann þarfnast mest, áhættulítið efnahagsstríð við smáþjóð sem hann getur auðveldlega unnið og mun styrkja ímynd hans sem hins sterka leiðtoga. Slík átökmundu sameina þjóðina að baki honum og  skjóta flokknum hans aftur upp fyrir Íhaldsflokkinn. Fyrir það mun Ísland blæða því það þýðir hertari efnahagsþvinganir uns þjóðin verður knésett. 


mbl.is Segir Breta og Hollendinga fjárkúga Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Refskák Gordons Brown við Íslendinga

brownDM3012_228x356Því miður eru Íslendingar ekki klókari í refskákinni sem gjarnan er nefnd pólitík en þetta. Nánast allt sem Íslendingar gerðu og sögðu í tengslum við bankahrunið var og er notað gegn þeim.

Davíð hræddi Darling með ummælum sínum um að Íslendingar ættu ekki að borga. Brown og Darling skelltu landinu umsvifalaust á hryðjuverkalistann og frystu alla fjármuni landsins í Bretlandi. - Brown gat ekki fengið betri afsökun til að snúa málum sér í hag .

Til að tryggja sína pólitísku hagsmuni heima fyrir, borgaði Brown almenningi út það sem þeir höfðu lagt inn í Icesave og rukkaði svo Ísland um aurinn. Þá sögðust Geir og hans stjórn mundu borga.

 Brown lýsti því yfir í breska þinginu að Icesave málið væri í höfn og því yrði fylgt eftir af AGS sem Íslendingar mundu verða að fá lán hjá til að eiga möguleika á að rétta úr kútnum. Að koma þessu í kring kostaði eitt símtal frá Darling sem vann lengi hjá sjóðnum.

Ítök Browns og Hollendinga í Evrópu er slík að hann gat sett það sem skilyrði fyrir einhverri fyrirgreiðslu að Ísland borgaði refjalaust samkvæmt þeim samningum sem íslensku samningarmennirnir undirrituðu.

Íslenska þingið reyndi að malda í móinn og tefja tímann. Þingmenn léku sér í flokkspólitíska sandkassanum og settu svo í samningin skilyrði sem þeir vissu að mundu tefja enn fyrir og koma ríkisstjórninni sem var að reyna að slökkva eldana afar illa.

gordon-brown-gun404_778902cÞau trikk gengu eftir og nú er málið komið í strand. Ísland fær enga fyrirgreiðslu og framtíðin er mjög óviss. Verði niðurstaðan sú að Icesave samningarnir verða ekki samþykktir munu Bretar breyta sér af fullri hörku í málinu. Staða og yfirlýsingar Gordons Brown bjóða ekki upp á annað. - Miðað við það sem þá er framundan er má segja að áhrif kreppunnar á Íslandi hafi verið smá verkur. Framundan er sársauki.


mbl.is Þakkaði Brown fyrir að bjarga Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fúll á móti er megin inntak íslenskra stjórnmála

3594288051_84b65510b1Eva Joly er fræg og flott og greinilega mun klárari en flestir okkar Frónbúa. Á dögunum fékk hún birta eftir sig sömu greinina í dagblöðum margra landa samtímis. Það gera ekki aðrir en snillingar, poppkóngar og kvikmyndastjörnur. Í henni talar hún m.a. um Ísland og segir frá því sem altalað hefur verið og margrætt hér heima í marga mánuði en engin hefur haft dug í sér til að koma á framfæri við erlendu pressuna, að ekki sé minnst á viðsemjendur okkar í Icesave-deilunni.

Þetta framtak finnst mörgum gott hjá Evu nema kannski Hrannari þeim sem hjálpar Jóhönnu forsetráðsmaddömu. Hann var fúll af því að Eva var eitthvað að hnýta í fráganginn á Icesave-samningunum þar sem greinilega er verið að kúga litlu þjóðina í norðri til að borga miklu meira en hún á á borga. Svo urðu margir aðrir fúlir út í Hrannar fyrir að vera svona fúll, sérstaklega þeir sem eru í stjórnarandstöðu og telja það heilaga skyldu sína að vera fúlir út í allt og alla sem viðkemur stjórninni.  

Það verður æ erfiðar að skilja þolgæði þeirra sem enn reyna að elta ólar við flokkspólitíkina. Að manni sækir samtímis hlátur og grátur við lestur eða hlustun á það sem þeir hafa að segja. Já, hlátur, vegna þess hve kjánalegir þeir eru við að kasta að hver öðrum pólitískum drullukökum, grát vegna þess hve mikilvægt er fyrir land og þjóð að ná samstöðu og einingu í þeim erfiðu málum sem fyrir liggja að leysa.Flest einkennist það af gamaldags hnútakasti, úreltum  flokkadráttum og dýrkun á flokkum og fyrirmönnum þeirra.

- Og svo láta þeir eins og ekkert annað betra sé til og að þjóðinni sé nauðugur einn kostur að sætta sig við þetta fár.- Þeir slá allar tillögur um Þjóðstjórn eða neyðarstjórn beint út af borðinu, vegna þess að hagmunir flokkanna koma fyrst.  Fjölskyldutengsl og  efnahagsleg krosstengsl eru svo samofin í flokkunum að hagmunir eins flokks og þjóðarinnar allrar geta aldrei farið saman.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband