Færsluflokkur: Evrópumál
13.5.2014 | 13:26
Pútínískar rasssleikjur og Kristilegu stjórnmálasamtökin
Þetta er með betri hugmyndum sem komið hafa frá rússneskum þingmönnum svo lengi sem menn muna og örugglega sú langbesta sem komið hefur frá þeim kommúnistum sem samkunduna sitja.
Það væri ekki amalegt að losna við stærstu samtryggingar-blokkina úr Eurovision, löndin sem svo gott sem eyðilögðu keppnina þegar þau fengu inngöngu í hana fyrir ekki svo margt löngu. -
Hugmyndir þessara rússnesku þingmanna fá góðan hljómgrun hjá rússneskum eftirlegukindum og pútínískum rasssleikjum og fara einnig merkilega vel saman við stefnuskrá nýjasta stjórnmálaflokks á Íslandi, þ.e. hinum Kristilegu stjórnmálasamtökum. Meðlimir hans fá loks söngvakeppni sem þeir geta horft á án þess að blygðast.
Afturhvarf til gamalla gilda sem nú eru forsmáð af allri álfunni er aðalástæðan fyrir þessari ágætu aðskilnaðarstefnu Rússa. Það verður gaman að fylgjast með því þegar þeir ákveða reglurnar um hverjir mega syngja í "Rödd Evróasíu" keppninni, hverjir mega vera með skegg og hverjir í kjólum og um hvað þeir megi syngja.
Óæskilegur hárvöxtur og kyngreining hverskonar er ekki nýtt vandamál í Rússlandi. Rússar voru nefnilega frægir fyrir að tefla fram í allskyns íþróttakeppnum kafloðnu og fúlskeggjuðu kvenfólki sem kastaði, hljóp og stökk kvenna lengst.
Vilja stofna Voice of Eurasia | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.9.2012 | 12:06
ESB, nei takk, ESB peninga, já takk
Andstæðingar ESB í Bretlandi gráta krókódílatárum yfir þeim fjarmunum sem breska ríkið lætur af hendi rakna til Evrópusambandsins. Bretar hafa vanist því í gegnum aldirnar að geta fengið alla hluti fyrir ekki neitt, sogið til sín auð og auðlindir annarra þjóða og kallað þær nýlendur sínar, án þess að borga fyrir það krónu. -
Nú bregður svo við að þeir eru ein margra þjóða sem standa verður straum af kostnaði við fjölþjóðlegt samstarf og það finnst þeim skelfilegt. Þeir gæta þess vel að láta kveinstafi sína yfirgnæfa þá sem benda á hina mörgu styrki sem Bretland fær á móti framlögum sínum til Brussel, styrki sem hreint og beint halda uppi fjölda sveitafélaga og verkefnum sem tengjast ferðaþjónustu í Bretlandi. Félagsmiðstöðvar, upplýsingamiðstöðvar, sundlaugar og söfn eru yfirleitt ekki byggð í Wales og Cornwall nema fyrir styrki sem fengnir eru frá Evrópusambandinu.
En eins og Íslendingar vita Bretar að engin er búmaður nema hann kunni að barma sér.
Ísland sem fyrir hrun var sagt vera auðugasta ríki jarðarinnar, hefur vissulega þegið styrki frá Evrópusambandinu um nokkurt skeið. Íslendingar runnu snemma á lyktina af auðsóttum peningum frá ESB og sumir höfðu á orði að sem mundi lítið muna um að halda uppi allri þjóðinni sem ómögum, ef til þess kæmi. -
Mörgum Íslendingum líst svo vel á þetta styrkjakerfi ESB að þeir vilja ólmir að Ísland gerist varanlegur styrkþegi sem fullgildur meðlimur sambandsins.
Aðrir segja það algjörra firru því þá verðum við engu betur settir en Bretar sem þurfa að borga fyrir að fá að vera með. Best sé að halda sig fyrir utan sambandið og hirða af þeim peningana svo lengi sem þeir vilja láta okkur hafa þá.
Sem stendur virðist það viðhorf eiga mestan hljómgrunn í landinu því ekki heyrist neinn minnast á um að hafna fjárstyrkjum ESB til þjóðarinnar hvað þá að skila því sem þegar hefur verið þegið.
Ísland á meðal þiggjenda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.10.2011 | 09:48
Frekir frónbúar
Eitt helsta vopn nei-manna í ESB umræðunni er að þjóðin yrði að láta af hendi umráð yfir fiskistofnum sínum og landgrunni. -
Samkvæmt Isabellu Löven þingmanns sem situr á Evrópuþinginu fyrir Græna flokkinn í Svíþjóð og á sæti í sjávarútvegsnefnd þingsins, þurfa nei-menn engar áhyggjur að hafa.
Kröfur Íslendinga eru svo frekjulegar að nefndin sagði þeim að "fara til fjandans".
Eitthvað slær samt út í fyrir Isabellu því hún bæði heldur og sleppir. Um leið og hún fullyrðir að Íslendingar fái engar meiriháttar undanþágur hvað varðar umráð yfir sjávarauðlindum sínum, segir hún að verið sé að breyta sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins og sú breyting gæti komið mikið til móts við kröfur Íslendinga. -
Ísabella á hér eflaust við sameiginlega ályktun sjávarútvegsmálaráðherrar ESB um að færa stjórnun fiskveiða alfarið heim til þeirra landa sem sjávarútveg stunda í stað þess að reyna stýra honum frá Brussel.
2.10.2011 | 00:29
Aðlögun og aðlöðun að Evrópubandalaginu
Peningarnir til að greiða fyrir það sem nei-menn kalla aðlögunarferli og já-menn gætu kallað aðlöðunarferli, fljóta áfram inn í landið frá Evrópusambandinu. - Löggiltir skjalaþýðendur og prentarar munu hafa nóg að gera næstu misseri við að koma þessum millum sem frá segir í fréttinni í lóg.
Já-menn segja að ekki sé hægt að meta með réttu hversu mikilvægt það sé fyrir okkur að ganga í ES nema að við sækjum um og sjáum svart á hvítu hvað er í boði. Og til þess að sjá hvað er í boði þarf að þýða allt ES reglugerðaverkið og helst að prófa hvernig það virkar í raun.
Nei-menn vilja hætta við umsóknarferlið því þeir eru svo vissir um að ES áróðurinn muni glepja fólk og það muni einhvernvegin gegnsýrast af ES ruglinu áður en það veit af. Þess vegna sé vissara að draga umsóknina til baka.
Eitt hefur þó ætíð legið fyrir. Áður en að inngöngu kemur, eða höfnun hennar, mun þjóðin á að kjósa um málið.
En hvað verður um allt aðlögunarferlið ef þjóðin hafnar aðlöðuninni að ES?
Fá 233 milljón styrk frá ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.3.2011 | 21:35
Óþekku íslensku strákarnir
Alistair Darling, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands var ekki vanur því að hlusta á eitthvað múður sem næst valdamesti maður Bretlands. Þegar hann sagði hopp, hoppuðu allir, eins hátt og þeir gátu. - Honum líkaði ágætlega við Geir Haarde sem talar betur ensku en flestir íslendingar íslensku.
Geir skildi líka Darling vel. Við munum borga sagði Geir. - Svona eru heiðursmanna-samkomulag gert og það kunni Darling að meta. Allt klappað og klárt með einu símtali.
En svo gerðist eitthvað skelfilegt. Maðurinn sem raunverulega talaði fyrir þjóðina og hélt um budduna, Davíð Oddsson, sagðist ekki ætla að borga neitt.
Svo komu þessir óþekku íslensku strákar í röðum til Bretlands og masa um eitthvað sem engu máli skipti. - Eða þannig segir Darling frá í dag. -
Sigurvegararnir semja söguna.
En allir sem ekki hafa gullfiskaminni muna að á þessum tíma stóðu Darling og Brown höllum fæti heima fyrir og vörðust vantraustyfirlýsingum úr öllum áttum.
Þeim var mest í mun að koma ganga fljótt frá Icesave og Kaupþingsmálunum málum þannig að almenningur gæti ekki sakað þá um að hafa hleypt þessum bankabröskurum inn í landið og leyft þeim að athafna sig þar án fullnægjandi trygginga og regluverks. -
Þeir vildu að Íslenska ríkisstjórnin borguðu þessa smámuni sem þeir höfðu lagt úr fyrir fyrir hana og Þeir beittu bolabrögðum eins og stórvelda er háttur, sérstaklega í samskiptum sínum við dvergríki, til að tryggja að svo yrði.
Darling setti Íslendingum leikreglurnar og eftir þeim spila þeir enn, nú fastir í klónum á AGS.
- Channel 4 News - 24 Oct 2008.
Chancellor Alistair Darling responds to accusations that he 'over egged' the inability of the Icelandic government to reimburse British savers.
Alistair Darling: "Now we are working with the Icelandic government and with the IMF who are probably going to have to help the Icelandic government. But one of the conditions that I want is that British depositors' position is safeguarded.
Óvissa og erfið samskipti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.3.2011 | 00:47
Tími Jóhönnu senn liðinn
Jóhanna forsætisráðherra minnir mig stundum á fjallamann sem lagt hefur mikið á sig við að klífa bergið til þess eins að njóta sólarupprisunnar en finnur þá hæsta tindi er náð að útsýnið er hulið þoku. Vonbrigði hennar með árangur starfs síns, þegar hennar tími loks kom, skína nú út úr hverri hrukku.
Samt lætur hún á engu bera og lýsir því yfir að útsýnið hafi verið dýrðlegt.
Og fólkið sem kaus hana og samfylkinguna af því að það fylgdi hinni gildu reglu um að best væri að kjósa þá sem lofuðu minnstu og minka þannig líkurnar á að verða fyrir vonbrigðum, andvarpar nú í hreinni uppgjöf.
Öllum hugmyndunum búsáhaldabyltingarinnar sem Jóhanna í kænsku sinni sem pólitíkus daðraði við í kosningarbaráttunni, hugmyndum með frómum nöfnum eins og nýtt Ísland, kosningu stjórnlagaþings og upptöku persónukjörs, hefur hún varpað fyrir róða. Fólk spyr sig meira að segja að því hvort þær hafi nokkru sinni í raun og veru verið um borð. - Á Jóhönnu er að skilja að þessi mál séu ekki lengur mikilvæg. Samflokksfólki hennar er ljóst að Jóhanna mundi þess vegna aldrei geta unnið aðrar kosningar.
Seigla Jóhönnu er öllum kunn. Seiglan sem kom henni að lokum æðsta valdastól landsins virtist á þeim tíma gagnast þjóðinni. Í dag sýnir hún sömu seigluna en í þetta sinn er ljóst að hún gerir lítið annað enn að skaða hana.
Hugmyndir Jóhönnu um hvernig skuli stjórna landinu eru nefnilega, þegar allt kemur til alls, afar gamaldags. - Þær byggjast á sömu grundvallarreglu og laxveiðimaðurinn notar til að landa stórum fiski. Þannig var um Icesave málið og þannig beitir hún sér í ESB málunum. Hún þykist hafa nógan tíma og notar hann til að þreyta andstæðinga sína, þar til þeir ganga loks fnæsandi og bölvandi á dyr.
Jóhanna hefur með þessari hegðun smá saman einangrast og nú er svo komið að fáir treysta sér til að vinna með henni. Aðeins þeir sem eru tilbúnir að vinna fyrir hana sjá til þess að hún er enn við völd. -
Það liggur fyrir að uppstokkun er í vændum á stjórnarheimilinu. Steingrímur bíður þess óþolinmóður að taka við forsætisráðherrastólnum eins og honum var lofað að yrði þegar kæmi fram yfir mitt kjörtímabil. Þá verður orðið ólífvænlegt fyrir Jóhönnu að halda áfram í stjórninni. Því mun hún fljótlega hverfa úr henni og hætta í pólitík. Hennar tími er liðinn.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 00:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.12.2010 | 22:44
Varnarmálstofnun er úrelt
Framsóknarmenn og konur eru framverðir íslenskra stríðsmangara. Um það vitnar sagan. Nú tekur Eygló Harðardóttir þingkona upp þráðinn. Hún vill varðveita íslenska vísinn að hermálastofnuninni/leyniþjónustunni sem kölluð er Varnarmálastofnun Íslands. Yfirskinið er atvinnuskortur á Suðurlandi.
Stofnunin sér um allt NATO herbröltið og leynimakkið í tengslum við það. Hún sér líka um einhverjar vírusvarnir og öryggisvottanir, sem þýðir að hún ræður hverjir fá að sjá hvað og hverjir ekki. -
Sem betur fer er búið að ákveða að leggja þessa úreltu viðrinis-stofnun niður. Eygló er eitthvað óhress með það, enda í Framsóknarflokknum sem er stríðsæsigaflokkurinn eins og allir muna.
Hún hefur áhyggjur að hvað verði um öll verkefnin sem stofnunin á að sjá um. Hún fattar ekki að það er verið að leggja stofnunina niður í þeim tilgangi að þessum "verkefnum" verði ekki lengur sinnt. Það er pointið.
Óvissa á Suðurnesjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.11.2010 | 12:21
Björguðu víkingar Evrópu úr miðaldaruglinu
Þegar að breskur og hollenskur almenningur sem lagt hafði sparifé sitt inn á Icesave reikninn varð ljóst að þar voru í reynd á ferð snjallir bankaræningjar sem notuðu þá aðferð að ræna banka innanfrá, voru fréttahaukar ekki lengi að líkja þeim við víkinga fyrri tíma.
Og þegar að það fréttist að Íslendingar sjálfir kölluðu þá "útrásarvíkinga" var ekki aftur snúið með það. Þrátt fyrir að víkingarnir til forna hafi haft á sér afar illt orð, sérstaklega hjá þeim sem urðu fyrir barðinu á þeim, verður það að segjast eins og er, að þessi samanburður samlíking er frekar ósanngjarn og hallar mjög á gömlu víkingana, því ólíkt höfðust þeir að.
Víkingar hafa nefnilega aldrei notið sannmælis fyrir framlag sitt til efnahagsþróunar Evrópu.
Eftir fall Rómaveldis áti Evrópa við langvarandi efnahagslega kreppu að stríða. Miðaldasagan er saga fólks sem þurfti að strita frá morgni til kvölds til að hafa ofaní sig og á. Og stundum dugði það ekki til. Hagvöxtur í löndum álfunnar var enginn.
Hið skammlífa veldi Karlamagnúsar náði ekki að binda endi á afar slæman aðbúnað almennings víðast hvar um álfuna og þegar það hrundi, festu lénsherrarnir sig í sessi og samræmdu fátæktina hvarvetna í Evrópu.
Samt var til mikill auður í álfunni. Hann lá engum til gagns í fjárhirslum kirkjunnar og klaustra sem sankað höfðu að sér miklum fjársjóðum og gagnaðist engum. Peningar þá, eins og í dag, virkuðu eins og blóð líkamans. Það þarf stöðugt að vera á hreyfingu til að gera gagn. Samansöfnun blóðs á einum stað, kallast blóðtappi og getur verið lífshættulegur. Út um alla Evrópu voru til slíkir "blóðtappar" það þurfti ofbeldi, ófyrirleitni og ofurefli til að ráðast á þá og leysa þá upp.
Og einmitt þetta þrennt höfðu norrænir sjóræningjar í ríkum mæli. Þeir hófu árásir sínar árið 797 með strandhöggi á klaustrið á Lindisfarne og gerðu mikinn usla víðs vegar um álfuna næstu þrjú hundruð árin. Ránsferðirnar hófust rétt í þann mund sem heitara loftslag vermdi norðurhvel jarðar og því viðraði vel til rána, verslunar og landafunda. Þessir sjóræningjarnir kölluðu sig Víkinga.
Í næstum þrjár aldir sigldu þeir um höfin blá, ár og vötn Evrópu, rændu óávöxtuðu og rykföllnu fé kirkjunnar og byggðu fyrir það fjölfarnar verslunarmiðstöðvar og borgir langt inn í austur Evrópu, keyptu sér sambönd suður í Miklagarði og fundu ný lönd í vestri og gerðu mið-Evrópuþjóðir að framsæknum þjóðum. Þeir lánuðu fé, jafnvel til annarra álfa, og innheimtu af því ávöxtun og arð. - Þeir lögðu grunninn að því verslunarveldi sem öll lönd norður-Evrópu áttu hlut í.
Þessi afgerandi aðkoma þeirra að "földu fjármagni", svona einskonar "fé án hirðis", hrundi af stað hagvexti í álfunni sem síðan var enn aukið við með landafundunum miklu.
Víkingar höfðu reyndar þegar fundið þessi lönd, en gleymdu þeim aftur ef því að Evrópa ´hafði ekki þörf fyrir þau´ þá stundina, svo vitnað sé í Henri Pirenne, en það er sönnur saga.
15.9.2010 | 03:10
Burqa, tákn um kúgun
Í Kóraninum er hvergi minnst á Burqa. Múhameð bauð fylgjendum sínum að virða reglurnar um "hijab"sem átti upphaflega við tjaldvegg sem hengdur var umhverfis vinnusvæði og vistarverur kvenna í hálfköruðum búðum Spámannsins í Medína eftir flótta hans frá Mekka. Reglurnar voru einfaldlega þær að karlmennirnir áttu að halda sig utan tjaldveggsins fyrir utan málsverðartíma nema þeir væru sérstaklega boðnir. -
"Ó þið sem trúið. Komið ekki í híbýli spámannsins til að matast fyrir utan viðeigandi tíma, nema að þið hafið fengið til þess leyfi. En ef ykkur hefur verið boðið, komið þá og þegar máltíðinni er lokið, hverfið þá á braut. Staldrið ekki við til samræðna, því það veldur spámanninum ama og að biðja ykkur um að fara er honum feimnismál; en Guð er ekki feiminn við sannleikann. Og þegar að þið biðjið konur spámannsins um eitthvað, gerið það handan tjalds. Þetta er hreinna fyrir ykkar hjörtu og þeirra."
Þessi einföldu tilmæli Múhameðs til fylgjenda sinna áttu eftir að hafa víðtæk áhrif. Um leið og hann dróg eðlileg efnisleg mörk milli fjölskyldu sinnar og átrúendanna lagði hann félagslegan grundvöll að aðgreiningu stétta og aðgreiningu kynjanna. Tjaldið sem að greina átti vistarverur kvenna spámannsins frá almúganum var fljótlega fært að andliti þeirra og blæjan sem var í fyrstu vernd þeirra og skjól, varð að tákni stöðu þeirra í samfélaginu. Í 33. Versi 35 súru er sú staða skírð. "
"Karlmenn eru verndarar og forsjáendur kvenna. Vegna þess að Guð hefur gefið öðru þeirra meira en hinu og vegna þess að þeir sjá fyrir fyrir þeim með getu sinni. Þess vegna eru réttsýnar konur innilega undirgefnar og gæta þess í fjarveru þess sem Guð ætlar þeim að gæta."
Á fyrstu öld Íslam gengu kvenmenn hvorki í burqa búningum né báru þær almennt andlitsslæður. Þær klæddust samt oft, eins og kynsystur þeirra af öðrum trúarbrögðum, (kristni og gyðingdómi) höfuðklútum (Khimar) einkum til að skýla sér frá hita. Slíkir klútar þjóna líka til að uppfylla trúarlega skyldu í öllum þremur trúarbrögðunum sem boða að hylja beri höfuðkoll sinn fyrir Guði.
Í Íslam eru múslímar hvattir til að sýna hógværð í klæðnaði, bæði karlmenn og kvenmenn. Kvenmenn eru hvattir til að klæða "fegurð" sína af sér og er þar átt við brjóst, hár, axlir og handleggi. Smá saman var farið að beita ákvæðum "hijab" til að móta klæðnað kvenna á almannfæri. Tjaldið sem umlukti hýbýli þeirra var fært upp að andliti þeirra og líkamir þeirra umvafðir þeim. Ef þær þurftu að ferðast var þeim gert að hýrast í Hovda (tjaldhýsi á hesti eða úlfalda).
Í gegn um aldirnar hefur andlitsslæðan og burqa búningurinn tekið á sig mismunandi myndir. Konur Mullahnna (prestaanna) og virtra kennimanna Íslam gerðu sér far um að sýna guðrækni sína og bónda síns með því að klæðast eftir ströngustu túlkunum og við það varð klæðnaðurinn að einskonar hefðarkvennabúningi.
Þegar að Íslamska heimsveldinu tók að hnigna, tóku Persar og Arabar upp afar einstrengingslega stefnu í öllum málum hvað varðaði rétt kvenna til menntunar og sjálfræðis. Misrétti varð að almennri reglu frekar en undantekningu. Samtímis varð andlistslæðan og burqa búningurinn að tákni um kúgun þeirra.
Í löndum Íslam í dag er samt mjög misjafnt hvernig konur og menn þeirra álíta að þessum reglum Kóransins sé fullnægt. Víst er að mestu öfgunum var náð í valdatíð Talibana í Afganistan.
Sumar konur klæðast aðeins Khimar höfuðklútnum, aðrar klæðast niqab sem er bæði höfuð, háls og andlitsslæða. Þá velja sumar að klæðast Chador sem er létt útfærsla á burqa. Í sumum löndum múslíma eins og Pakistan eru engin lög í gildi um klæðnað kvenna.
Sá búningur sem varð seint á síðustu öld einskonar árétting rétttrúnaðar Íslamskra kvenna, ekki hvað síst á Vesturlöndum þar sem þessi klæðaburður var í auknum mæli gagnrýndur, var hannaður í Afganistan.
Holland var fyrsta landið í Evrópu til að banna burqa-búningin á opinberum vettvangi en til þess er hann einmitt ætlaður. Múslímar klæðast allt örðum klæðnaði heima hjá sér.
Þessi grein er endurbirt í tilefni þessarar fréttar.
Frakkar setja bann við búrkum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.9.2010 | 00:44
Marsbúa cha cha cha
Ögmundur hefur hitt marsbúana. Hann hefur lært að að drekka súkkulaði, borga gamlar skuldir og slappa af í baði.
Greinilega ekki allir búnir að gleyma gömlu loforðunum.
Loks er hann kominn í tandurhreina vinstristjórn. Einhverjir af með-ráðherrunum tóku eflaust þátt í keflavíkurgöngunum á sínum tíma, aðrir hafa örugglega blístrað Nallann 1.Maí. Nú er komið að því að standa við stóru orðin.
Valdið til að láta reyna á þjóðarvilja í þessu máli, er óskorað, eins og er. Nú skal nota tækifærið og koma þessu gamla barrátumáli í framkvæmd.
Íhugi þjóðaratkvæði um NATO | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 01:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)