Færsluflokkur: Tónlist
5.6.2010 | 11:39
Gullinskokkur Bjarkar
Fyrir utan að vera frábær tónlistarfrömuður og skapandi hefur Björk ætíð verið tískuíkon, sérstaklega meðal hinna sérlunduðu sem ekki versla endilega í Top Shop.
Búningar hennar eru oft á tíðum svo frumlegir að þeir sýnast fáránlegir í augum meðal Jónsins og jónunnar.
- Björk hefur lítið látið að sér kveða síðasta misseri og því er það gott að heimspressan veiti henni aftur athygli.
Gott fyrir hana og gott fyrir Ísland því hún er enn lang-verðmætasta vörumerki (brand) landsins.
Útþynnt Bjarkar-tónlist er einmitt sú tónlist sem mest ber á um þessar mundir á Evrópskum poppvinsældalistum.
Áfram björk og allir hennar gullnu skokkar.
Annað Svanaævintýri? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.6.2010 | 01:12
Magadansmeyjar og Robert Plant
Þessa dagana stendur yfir listavaka hér í Bath. Reyndar eru þær tvær, því alþjóðleg tónlistarhátíð fer saman með jaðarhátíð (Fringe festival) þar sem ýmsir viðburðir eiga sér stað á hverjum degi.
Í gærkveldi fór ég t.d. á sýningu þar sem tvær magadansmeyjar sýndu og kynntu mismunandi magadansa undir frábærum hljóðfæraleik hljómsveitar frá Sýrlandi.
Það var margt um manninn á sýningunni og meðal gesta var íslandsvinurinn Robert Plant fyrrum söngvari hinna sálugu Led Zeppelin sem kom til Íslands á listahátíð 1970 . Sveitin var þá að verða og átti síðan eftir að vera um mörg ókomin ár, vinsælasta hljómsveit veraldar.
Karlinn lítur vel út enda aðeins 62 ára. Hann er kannski ekki sama sexgoðið og hann var en við því er ekki heldur hægt að búast.
Ég tók manninn vitanlega tali og það kjaftaði á honum hver tuska og hann var hinn alþýðulegasti.
Það fyrsta sem hann sagði þegar ég sagðist vera frá Íslandi og hafa séð hann fyrir 40 árum í Laugadalshöll í Reykjavík var; "I was in the room".
"Hvað áttu við" spurði ég. "
"Jú fyrir nokkrum árum kom ég í hljómleikaferð til Íslands og hitti þá forseta landsins. Og þetta var það sem hann sagði þegar hann hitti mig; "I was in the room". "
Róberti fannst þetta greinilega bráðfyndið og hló lengi að og klappaði sér á læri.
"Já ég missti af þér þegar þú komst í annað sinn. En ég gleymi aldrei þessum tónleikum 1970" sagði ég.
"Fuck off" kvað við í Roberti. "Ég er miklu betri núna en ég var. En ég skil rómantíkina í kringum allt þá. Við vorum ungir og allt það. En tónlistarlega er ég þúsund sinnum betri núna en ég var þá".
Talið barst nokkuð fljótlega að Immigrant song og hvernig Íslendingar eru hrifnir að því vegna þess að það sé augljóslega um Ísland.
"Ég var vitaskuld undir miklum áhrifum frá Íslandi þegar ég samdi texta lagsins " sagði Robert. "En í raun var ég að yrkja um Keltana sem komu til Íslands löngu áður en víkingarnir komu þangað."
Þetta hafði ég aldrei heyrt áður og þótti fróðleg skýring.
Róbert kvaðst vera að gefa út nýja plötu fljótlega og hann mundi kynna hana fyrst og fremst í Bandaríkjunum.
"Ég vinn eiginlega aðeins með Bandaríkjamönnum. Það er enginn eftir í Bretlandi sem hefur áhuga á að kafa djúpt í tónlist. Alla vega ekki í þetta Mississippi delta sound sem ég er svo hrifinn af. Kannski kem ég líka til Íslands til að kynna plötuna."
Áður en varði bar að unga konu sem hélt á krakka. Róbert kynnti hana sem konuna sína og krakkann sem barnið sitt.
Þetta var skemmtileg viðkynning sem endaði snögglega þegar krakkinn fór að gráta. Hann hafði góð lungu og háa rödd eins og faðirinn.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 01:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2010 | 22:09
Hvað ef Spánn hefði unnið?
Lag sem er númer tvö á svið í júró keppninni hefur aldrei unnið. Spánn var einmitt númer tvö. Svo kom Jimmy Jump, sem ég hélt til að byrja með að væri einn af fígúrunum sem fylgdu spánska söngvaranum.
Uppákoman verður til þess, í fyrsta sinn í júró sögunni að ég held, að lag er flutt tvisvar á meðan öll önnur heyrast aðeins einu sinni.
Hvað hefði gerst ef spánska lagið hefði unnið. Allt orðið vitlaust spái ég. Þeir fengu að flytja lagið sitt tvisvar og áttu þannig síðasta orðið.
Eins gott að þeir fengu bara jafn fá stig og venjulega.
Smyglaði sér á sviðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Breytt 31.5.2010 kl. 00:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.5.2010 | 22:21
Fúll yfir gengi Íslands
Graham Norton breski BBC þulurinn náði ekki upp í nefið á sér af gremju yfir lélegu gengi Íslands. Þýskaland búið að vinna en Írland, Ísland og UK, allt lönd sem sitja eftir með sárara enni en flestar aðrar þjóðir. Miðað við hvernig kosningin fór er afar slæmt að við eigum ekki landamæri við nokkuð annað land. Svíþjóð meira að segja hafði okkur að engu.
Lítið af stigum í Eurovision | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 22:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
29.5.2010 | 15:04
Hera á góðan sjens í kvöld
Eftir að hafa eytt morgninum í að vafra um allar helstu júróvisjón netsíðurnar er útkoman sú að Hera Björk á verulega möguleika á að vinna keppina í ár.
Hún virðist sækja mest á og ef meðbyrinn helst, sérstaklega ef norðlöndin standa sig vel gagnvart Íslandi og fara ekki að sóa atkvæðunum á Danmörk eða Noreg mun Hera verða í fyrstu þremur sætunum.
Flest stigin munu koma frá Svisslandi, Frakklandi, Bretlandi, Írlandi, Belgíu og Hollandi. Vel má vera að Pólland og Þýskaland gefi Íslandi líka háu tölurnar.
Auðvitað mun austurblokkin gefa Armeníu og Azerbaijan mestan stuðning. Óvissan er mest um atkvæði Möltu, Tyrklands, Ísrael og Ítalíu. Líklega falla stig þessara þjóða á mismunandi keppendur og koma til með breyta litlu til eða frá með þrjú fyrstu sætin.
Sem sagt, Hera á virkilegan góðan sjens í kvöld.
Átta lönd talin berjast um sigur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 15:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
28.5.2010 | 19:35
Hætt við spennufalli
Annað kvöld verður spennandi. Júróvisjón spennan nær hámarki og kosningaúrslitin strax þar á eftir. Hætt við að spennufíklar brenni yfir.
Fyrst er spenningurinn í hvaða sæti Hera lendir og svo hvað marga borgarfulltrúa Besti flokkurinn fær, sex, sjö eða átta. Allt getur gerst!
Hvað júró snertir segja veðbankar segja Azerbaijan vinni, júró fíklar Armenía, forkannanir Þýskaland, enda þýska lagið verið á toppnum þar í landi í nokkrar vikur. Sum þessara laga eru fín en illa sungin.
Önnur eru ekkert sérstök en vel sungin. Og þá eru þau sem eru bæði góð og vel sungin en framsetningin á þeim ekkert sérstök.
Eiginlega er þetta alveg eins í stjórnmálunum.
Vill hvítflibbafangelsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
27.5.2010 | 01:05
Söguleg helgi framundan
Það gæti gerst að draumar íslensku þjóðarinnar rættust á næstu dögum. Það gæti hæglega gerst að borgarstjórinn verði ópólitískur og borgarfulltrúarnir sem styðja hann líka. Það yrði gaman. Allt í einu mundi skapast möguleiki á að taka ákvarðanir í borgarstjórn sem ekki byggjast á flokkspólitískum forsendum.
Ekki er verra að hafa borgarstjóra sem hefur skopskyn og tekur þessu öllu létt. Íslendingar kunna að meta léttlynt fólk. Með uppskáldaðri vitleysu fær fyndna fólkið okkur hin til að gleyma alvöru vitleysunni. Svoleiðis getur það orðið næstu fjögur árin a.m.k.
Svo gæti það líka gerst strax á eftir að Jón Gnarr er orðin borgarstjóri að Íslendingar vinni Júróvisjón. Það mundi sko gera gera þessa helgi framundan verulega sögulega. Eftir 24 ára vonbrigði mundi það verða sætt að vinna loks og að halda upp á 25 ára afmæli Gleðibankans í Egilshöll að ári. Þá gæti Jón Gnarr boðið alla Evrópu velkomna fyrir framan skjáinn og við fengjum Pálma, Siggu Bein og Eirík big red til að brillera eina ferðina enn. Það væri gaman. Þau eru svo léttlynd og skemmtileg.
Jón Gnarr vill stólinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 01:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.5.2010 | 21:23
Líklegt að Bretar gefi Je ne sais quoi mörg stig á laugardagskvöld
Þulirnir frá BBC voru alveg að fara á límingunum í kvöld þegar að níu lönd höfðu komist áfram og Ísland var ekki á meðal þeirra. Á meðan á keppninni stóð hældu þeir íslenska laginu á hvert reipi og tilkynntu að meðal breskra áhorfenda nyti íslenska lagið mestra vinsælda. Þeir önduðu léttara þegar Ísland, síðast allra skaust upp úr umslaginu.
Í öðru sæti hjá áhorfendum BBC var Albanía og í því þriðja Portúgal. Bretar fá ekki að kjósa í undakeppnunum svo þeir áttu engan þátt í á Íslenska lagið komst áfram. En ef þeir standa við stóru orðin er líklegt að Ísland fái 12 stig frá Bretum á laugardagskvöld.
Íslenska lagið í úrslit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
1.5.2010 | 16:51
Gamla brjósta nornin
Þjóðlagatónlist er afar vinsæl um þessar mundir hér í Bretlandi. Margar þjóðlagahljómsveitir spreyta sig á að bræða saman tónlist frá öðrum löndum við hefðbundinna keltneska tónlist svo oft verður úr stórskemmtileg blanda.
Eitt vinsælasta þjóðlaga-bandið um þessar mundir í mið-Englandi stígur á stokk í kvöld hér í Bath. (Chapel Arts Centre) Bandið kallar sig Sheelanagig og leikur bræðing af Sígauna djassi og írskri tónlist. Nafnið er nokkuð sérkennilegt enda samrunni þriggja forn-írskra orða, þ.e. Sheela, na og gig. Mér lék forvitni á að vita hvað nafnið þýddi og fann strax upplýsingar um það á netinu.
Satt að segja brá mér dálítið í brún við lesturinn.
Margir furða sig á því, þegar þeir skoða gamlar dómkirkjur, að byggingarnar eru oft "skreyttar" með ófrýnilegum og afmynduðum andlitum eða skrímslum sem ganga undir samheitinu "Gargoyles" (ófreskjur). Gargoyle er dregið af franska orðinu gargouill sem þýðir háls eða kok, enda ófreskjuskolturinn oftast notaður sem affall fyrir vatn af þökum bygginganna. Hugmyndin bak við þessar ófreskjumyndir er að best sé að bægja frá hinu illa með illu, þ.e. "að með illu skuli illt út reka".
Fornar hugmyndir fólks um heiðnar vættir hverskonar fundu sér þannig leið og var viðhaldið af smíðameisturum miðalda sem reistu margar af helstu og frægustu kirkjubyggingum Evrópu.
Á keltneskum áhrifasvæðum, einkum á Írlandi, tíðkaðist gerð sérstæðrar kvenkyns-ófreskju sem bar nafnið Sheela na gig. Deildar meiningar eru um nákvæmlega merkingu orðanna en líklegast er hún dregin af gelísku setningunni Sighle na gCíoch, sem merkir "Gamla brjósta nornin".
Samt eru Sheela na gig fígúrur ekki brjóstastórar konur. Þvert á móti eru þær allar brjóstalausar. Þær sýna þess í stað óferskju sem teygir út sköp sín líkt og sést hér á meðfylgjandi mynd.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.10.2009 | 16:03
John Lennon bað Yoko Ono að byggja handa sér ljósaturn
Í dag (laugardag 24. okt.) er forsíða The Times Saturday Reveiew tileinkuð Yoko Ono sem Bretar virðast loks vera að taka í sátt. Yoko nú 76 ára, hefur einatt verið kennt um losaraganginn sem kom á The Beatles eftir að hún og John Lennon tóku upp samband fyrir fjörutíu og tveimur árum síðan.
Síðustu plötu Yoko; Between My Head and the Sky, hefur verið vel tekið í Bretlandi og fengið afar góða dóma.
Viðtalið í Times er tekið á Íslandi 9. okt. s.l. og stór hluti þess fjallar um ástæður þess að Yoko ákvað að láta drauminn um að byggja listaverk úr ljósi rætast á Íslandi.
Hún segir það tengjast fyrstu fundum þeirra Lennons þá hann bauð henni í hádegismat að heimili sínu í Weybridge í Surrey. Þetta gerðist fljótlega eftir að hann hafði séð sýningu á verkum hennar í London og kynnst huglægri list hennar, þ.á.m. sýn hennar á að útbúa "Lighthouse" eða listaverk úr ljósi.
John bað hana að byggja handa sér slikan ljósaturn í garðinum sínum. Yoko svaraði að verkið væri aðeins huglægt og enn væri ekki til tæknin til að byggja það eins og hún sæi það fyrir sér. Síðan eru liðin 42 ár.
Yoko er greinilega afar hrifin af Íslandi og íslenskri menningu. Henni er tíðrætt um hreinleika landsins og segir það byggt af "annarri gerð fólks líkt og landið sé land álfa og seiðkarla". "Mér fannst landið afar áhugavert og varð ástfanginn af því. Landið liggur mjög norðarlega og úr norðri kemur viskan og krafturinn. Þú vilt gefa þá visku og þann kraft úr norðri öllum heiminum. Og þess vegna fannst mér þetta kjörinn staður til að byggja friðarsúluna hér."
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)