Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Nígeríusvindlið hans DoctorE

DoctorE kallar hann sig og segist ekki vilja gefa upp nafn sitt af ótta við að verða ofsóttur fyrir skoðanir sínar.

DoctorE er mikill andtrúarmaður og varla bera trúmál svo á góma hér á blogginu, (og mér skilst víðar) að hann sé ekki mættur til að viðra þar skoðanir sínar, svo fremi auðvitað að viðkomandi síðueigandi hafi ekki þegar lokað á hann.

DoctorE bloggaði lengi á blog.is en varð það á að kalla einhverja konu ónefnum og brigsla henni jafnframt um veikindi sem varð til þess að blogginu hans var lokað.

Skoðanir DoctorE á trúmálum eru ekki flóknar. Öll trú er vond. Engin Guð eða Guðir eru til. Ekkert líf er eftir dauðann og ekkert  er til sem kallast "andlegt" sem ekki er aðeins rafboð milli heilafruma. Enginn "æðri" tilgangur er til og trúarbrögð eru öll eitt "Nígeríusvindl" sem fólk lætur blekkjast af vegna ótta við dauðann.

Sumir af trúlausum félögum hans hafa tekið undir þessar afdráttarlausu yfirlýsingar DoctorE með því að segja að hann þori að segja það sem aðrir þori bara að hugsa.

DoctorE er einn þeirra sem álítur að allt mannlegt athæfi megi rekja til náttúrlegra orsaka. Maðurinn er samkvæmt hans skilningi eingöngu af náttúrunni gerður og algjörlega ófær um nokkuð athæfi eða hugsun sem ekki er að fullu útskýranlegt á náttúrulegan hátt og miðar fyrst og fremst að því að viðhalda sér og sínum genum.

Samkvæmt þessari lífsskoðun DoctorE er undarlegt hversu mjög hann berst gegn einni af þessari náttúrulegu kennd mannsins, þ.e. að trúa og ímynda sér tilvisst guðs eða guða. -

Hvað er DoctorE að fárast yfir því sem manninum er náttúrulegt og eðlilegt og aðeins liður í að tryggja sér og sínum genum áframhaldandi tilveru? - Samkvæmt hans lífsskoðun og heimsmynd er hverjum manni eðlilegt að gera hvað það sem hann metur að sé honum og hans genum fyrir bestu. Ef að það þarf trúarbrögð til að tryggja sér völd, þá er um að gera að nota trúarbrögð. Ef að það þarf Guð til að þola og lifa af yfirgang æðstu prestanna, er best að trúa á hann. - Ef að lygar koma best að gagni, hvort sem logið er að sjálfum sér eða öðrum, hvers vegna ekki að nota þær? Ekki er náttúran sérlega heiðarleg. Þar koma fjölmargar dýrategundir ekki til dyranna eins og þær eru klæddar heldur  tíðkast meðal þeirra lygar og dulbúningar í margskonar formi. Hví skyldi maðurinn hegða sér öðruvísi?

Lífssýn DoctorE býður ekki upp á neinar málamiðlanir í þessum efnum. Það er afar hreinskilið af honum og heiðarlegt að segja hlutina eins og hann hugsar þá, jafn heiðarlegt og það er óskiljanlegt hvers vegna hann er að amast við því að fólk er eins og hann segir það vera,  þegar það samkvæmt hans eigin skoðunum, getur alls ekki hagað sér eða hugsað öðruvísi.


Trúleysi eyðanna

Brösuglega gengur að sannfæra trúlausa um að alheimurinn eigi sér upphaf. Stóri hvellur þarf í augum þeirra sumra ekki að vera neitt upphaf, heldur er á þeim að skilja að handan hans séu aðrir heimar og aðrar víddir, sem orsökuðu þennan heim. 

Aðrir segja að fjöldamörg tilfelli orsaka og upphafslausra hluta séu til í þessum heimi. Þess vegna sé spurningin "af hverju" alls óviðeigandi í vissum tilfellum því eina svarið sem sé mögulegt er  "af því bara".  Af þeim má skilja að ekkert sé víst að alheimurinn sjálfur eigi sér upphaf. Lögmálið um orsök og afleiðingu eigi ekki lengur við og í stað þess er komið "trúleysi eyðanna."

Aðrir vilja meina að efniseindir (frumeiningar og byggingarefni frumeinda) séu ósamsettar og því sé ekki hægt að draga þá ályktun að þær hafi átt sér upphaf heldur hafi ætíð verið til, jafnvel áður en alheimurinn varð til. Þeir tala um virk eðlislögmál áður en tími, rúm og efni urðu til.

Þau eðlislögmál hljóta að vera óháð tíma rúmi og efni sem fyrst urðu til eftir að alheimurinn varð til. Þegar blandað er saman við þessar pælingar góðum skammti af skammtafræði og spekúleringum um aðrar víddir erum við komin grunsamlega nálægt því sem nýaldarsinnar þekkja vel úr sínum fræðum um eðli andlegra heima og samspil þeirra og efnisheimsins.


Frumorsökin útskýrð

Í trúmálaumræðunni hér á blogginu þreytast trúlausir aldrei á að fullyrða að engar sannanir eða góð rök séu til sem bendi til tilvistar Guðs. Þeir viðurkenna samt yfirleitt að þeir útiloki ekki tilvist hans en þeim finnist bara ólíklegt að hann sé til. 

Ef færa skal rök fyrir tilvist einhvers er nauðsynlegt að skilgreina það.

Til þess að leiða líkur að tilvist Guðs er best að notast við skilgreiningu sem gerir ráð fyrir minnstu mögulegum skilyrðum fyrir guðdómi.

Við erum sem sagt að tala um guðdóm sem er að minnsta kosti; frumorsök allra hluta og sem sjálf á ekkert upphaf, hvað annað sem hún kann að vera.

Allt í hinum þekkta alheimi er samsett. Því er líklegt að allt sem tilheyrir alheiminum sé samsett.

Samsettir hlutir geta ekki verið til án þess að einingarnar sem þeir eru saman settir úr séu þegar til staðar. Þess vegna getur alheimurinn ekki hafa skapað sig sjálfur.

Ef að alheimurinn skapaði sig ekki sjálfur hefur eitthvað annað gert það sem stendur fyrir utan alheiminn og er frumorsök alls þess sem tilheyrir alheiminum.

Sé til fyrirbæri sem er frumorsök alls segir það sig sjálft að ekkert orsakaði það sjálft.

Slíkt fyrirbæri uppfyllir rökfræðilega þau skilyrði sem við settum fyrir Guðdómi.


Skammarlegar ofsóknir

birta_mynd_storÍrönsk yfirvöld ásaka þau fyrir að njósna fyrir Ísrael. Þrjár konur og fjórir karlmenn, miðaldra íranskt fjölskyldufólk,  voru sótt heim til sín um miðja nótt í Maí 2008 og hafa setið í fangelsi  í rúm tvö ár. Nú hefur dómur loks verið kveðinn upp. Í 20 ár skulu þau dúsa í fangelsi.

Stjórnvöld í Íra hafa löngum haft horn í síðu stærsta minnihlutahópsins í landinu, Bahaía og ofsótt hann frá því að hann varð til 1844.  Þetta Fólk tilheyrir honum.

Fangarnir – Fariba Kamalabadi, Jamaloddin Khanjani, Afif Naeimi, Saeid Rezaie, Mahvash Sabet, Behrouz Tavakkoli og Vahid Tizfahm – voru allir meðlimir þjóðarnefndar sem sinnti lágmarksþörfum bahá’í samfélagsins í Íran. Samfélagið telur um 300.000 meðlimi og er stærsti trúarminnihluti landsins.

Sjömenningarnir höfðu setið um 20 mánuði í fangelsi áður en þeir voru fyrst leiddir fyrir rétt 12. janúar síðastliðinn. Allan þann tíma fengu þeir að ræða við lögfræðing sinn í tæpa klukkustund.

Réttað hefur verið stuttlega yfir þeim fimm sinnum síðan en réttarhöldum lauk 14. júní. Bahá’íarnir voru m.a. ákærðir fyrir njósnir, áróðursstarfsemi gegn islam og stofnun ólöglegrar stjórnar. Öllum ákærum var undantekningarlaust vísað á bug.

Ekki snefill af sönnunargögnum var lagður fram við réttarhöld þeirra sem fóru fram fyrir luktum dyrum. Stjórnvöld voru heldur ekki að hafa fyrir því að tilkynna neinum um að þau hefðu hlotið dóm. Vitneskjan um dóminn barst í gegnum lögfræðing þeirra.

Mannréttindasamtök og stjórnvöld víða um heim, meðal annars mannréttindavakt Sameinuðu þjóðanna hafa fordæmt handtökurnar.


mbl.is Bandaríkin skora á Írana að fresta aftökum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grefill fær lánaða bloggsíðu á blog.is

Áfram heldur bloggsápan um þá Kristinn Th. og Grefil. Margir munu telja þessa uppákomu storm í vatnsglasi en fyrir þeim Kristni og Grefli er þetta mikið alvörumál. Nokkrir bloggarar, þar á meðal ég, hafa fjallað um málið og hafa þeir félagar verið duglegir við að hnýta í hvern annan í löngum athugasemdahölum.

Um hríð virtist sem sættir væru að nást, en þær fóru út um þúfur. Nú hefst væntanlega nýr kafli því það nýjasta í söguþræðinum sem hófst með illa skipulögðum og enn ver útfærðum kappræðum á síðu Kristins, er að Grefill hefur fengið að láni vefsíðu og kennitölu félaga síns Kristjáns Sigurjónssonar og bloggar nú þar undir heitinu Grefillinn sjálfur.


Herra trúaður

Klerkar heimsins eru samir við sig, sama hvaðan þeir koma og hverrar trúar þeir eru. Þeir hefja sig upp í predikunarstólana yfir almúgann til að leiða hann í allan sannleikann og þykjast hafa til þess eitthvert umboð í krafti almættisins. Eins og verða vill afvegaleiða þeir marga, enda aðeins breyskir menn, þegar allt kemur til alls. 

Trúarskilningur klerka nær yfirleitt afar stutt, svona rétt ofaní eigin buddu.  Alla vega aldrei það langt að þeir sjái að í þeirra eigin trúarritum er staða (klerkastéttin)  þeirra yfirleitt fordæmd og ekki stafkrók þar að finna sem réttlætt gæti sjálftöku þeirra á guðlegu umboði til  túlkunar trúarinnar fyrir aðra eða einhverra embættisverka yfirleitt.

Í Malasíu keppa þeir í þessum ófögnuði um " Imam Muda" titilinn í nokkurskonar raunveruleika þáttum. Sigurvegarinn þetta árið heitir Muhammad Asyraf Mohd Ridzuan og hlýtur að launum stöðu sem bænakallari í einni af helstu moskum Kuala Lumpur. Þá fær hann frýja pílagrímsferð til Mekka, styrk til náms í Sádi Arabíu, nýjan bíl, fartölvu og eitthvað af reiðufé. Allt eru þetta fín verðlaun fyrir það að geta tónað kóraninn. -


mbl.is Krýndur „Ungur trúarleiðtogi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver grefillinn, búið að loka á hann!

Það þykir enn heyra til tíðinda þá bloggum fólks er lokað hér á blog.is, þótt það virðist nú gerast í æ ríkari mæli. Í dag var báðum bloggsíðum Grefilsins (Guðbergs Ísleifssonar) lokað í kjölfarið á miklum einkaþrætum sem hann átti við Kristinn Theódórsson á bloggsíðu hans. Grefilinn hefur til skamms tíma verið mest lesni bloggarinn á blog.is og þess vegna vekur þessi lokun enn meiri athygli.

Vinur Guðbergs, Sigurður Pétursson,  birtir á sinni síðu yfirlýsingu frá Guðbergi þar sem hann segir að lokað hafi verið á sig fyrirvaralaust. Guðbergur hefur einnig í athugasemd á bloggsíðu Sæmundar Bjarnasonar haldið því fram að hjá blog.is starfi einhver Vantrúarmaður sem gæti hafa látið loka blogginu vegna þess að Guðbergur segist hafa haft betur í Þessum þrætum. (Þræturnar snérust upphaflega um hvort vantrú væri trú eða ekki :)

Ég verð að viðurkenna að þrátt fyrir að samræður þeirra Guðbergs og Kristins væru dálítið súrar á stundum, fylgdist ég með þeim af áhuga. Hreyturnar sem  á eftir fylgdu og deilurnar um hver hefði unnið "kappræðurnar" voru mér aftur á móti um megn að lesa. En kannski er skýringuna á lokunninni einmitt þar að finna, því ég get ekki séð neitt í umræðunum á síðu Kristins sem gæti verið ástæða fyrir úthýsingu af blog.is.

Þrátt fyrir þetta hefur Kristinn valið að taka af síðu sinni einkaþrætuna og einhverjar eftirfærslur í kjölfar hennar. Hverju sætir? Voru kannski Kristni og Gubergi settir sömu kostir, að taka umræðurnar af netinu eða horfast í augu við lokun á blogginu? Og hversvegna voru þessar umræður svona viðkvæmar?


Þar sem fráskilin kona er vond kona

Það hefur komi fyrir að börn hafa látist eftir að hafa annað hvort dottið eða skriðið sjálf inn í þvottavélar sem einhverjir óvitar hafa svo sett í gang. En almennt eru þvottavélar ekki taldar hættulegar börnum. Þá er auðvitað ekki reiknað með því að móðir þeirra noti þetta búsáhald fyrir pyndingartæki eins og lýst er í þessari frétt. -

Sumar fréttir eru svo skelfilegar að það er varla hægt að segja þær. Svo er um þessa frétt sem lýsir hvernig 34 ára gömul kona pyndaði barn sitt og kyrkti það að lokum. - Þrátt fyrir óhugnaðinn sem sló mig við lestur fréttarinnar var það niðurlag hennar eins og hún er sögð í heimspressunni sem vakti mig til umhugsunar. Þar er sagt að ofbeldi konunnar gegn barni sínu hafi aukist til muna eftir að hún skildi við mann sinn og hóf að búa ein.

Þótt hjónaskilnuðum fari fjölgandi í  Japan , ríkja þar enn almennt miklir fordómar gegnvart fráskildu fólki, ekki hvað síst fráskildu kvenfólki. Þetta niðurlag fréttarinnar gefur til kynna að geðveiki konunnar standi í sambandi við skilnað hennar á einhvern hátt. Í undirtextanum er verið að segja; svona getur komið fyrir fólk sem skilur.  

En sumir kunna að spyrja, hvar var faðirinn?

Skömmin sem fylgir skilnaði í Japan gerir það að verkum að fyrrverandi hjón hittast nánast aldrei eftir skilnaðinn. Sambandið á milli þeirra er oftast algjörlega rofið.

Fordómar samfélagsins stuðluðu þarna að því að faðirinn heimsótti aldrei dóttur sína sem fyrrverandi eiginkona hans var að pynda til dauða.


mbl.is Setti dóttur sína í þvottavél
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólitískt hatur

120px-Inferior_frontal_gyrus_animation_smallPólitík er skrýtin tík og þeir sem kjósa að eiga samræði við hana smitast oft af einhveri óáran. Ein alvarlegasta sýkin sem pólitík-gusar eiga á hættu að smitast af er viðvarandi óbeit (oftast á öðru fólki) blönduð hræðslu og vanmáttarkennd. Í daglegu tali er þessi pest kölluð hatur.

Pólitískt hatur lýsir sér á seinni stigum ekki ósvipað og kynsjúkdómurinn sáraveiki. (Sýfilis). Sóttin leggst á heilan og getur framkallað ofstækisbrjálæði og ofskynjanir. 

Þegar einhver hatar má líka greina áhirf þeirra geðhrifa í ákveðnum stöðvum í heilanum og áhrifin eru svipuð, þeir sjá óvini í hverju horni, samkeppnisaðila meðal flokksfélaga og erkióvini meðal þeirra sem ekki tilheyra flokkinum.

Pólitík-gusar sem hata þykir sjálfsagt að ráðast að fólki beint og brigsla þeim um lygar og hvers kyns óheiðarleika eins og það sé ekkert tiltökumál. Þetta eru varnaviðbrögð sem heilinn kallar á þegar hann heldur að sér sé ógnað og veit jafnframt að hann er í veikri stöðu.

Hatrið er svo sterkt að ef viðkomandi er leitt fyrir sjónir með góðum rökum að þeir hafa rangt fyrir sér, eiga þeir til að herða enn róðurinn og fabúlera áfram þangað til þeir hafa málað sig algjörlega út í horn. Þegar þeim verður það ljóst, skella þeir venjulega skuldinni á pólitíkina sjálfa og segja sem svo; ja allt er leyfilegt í ástum og stríði og svona er pólitíkin.


Er það furða?

Frá því að Jón Gnarr gekk til samninga við Dag hefur þrennt komið fram. Viðræðurnar ganga vel, Dagur verður formaður borgarráðs og Jón Gnarr Borgarstjóri. Jú svo hefur verið opnaður athugasemdakassi um borgamál á netinu.

Fréttamenn hafa ekki mikið að moða úr enda ekkert nýtt komið fram og því engin furða þótt þeir glorsoltnir leiti í fortíðina. - En eins og með nútíðina er fortíðin bara grín og allir vita að hún var grín.

Hvenær og hvort grínið tekur enda er ekki gott að segja. Umboðið sem Gnarr sótti til kjósenda sinna var til að halda áfram gríninu. Það hefur hann efnt fram að þessu. 


mbl.is Danir rifja upp myndband með Jóni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband