Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
6.9.2010 | 22:49
Færeyingur á hvolfi
Jenis av Rana er kristinn maður. Konan hans er kristin kona. Kristni þeirra krefst þess af þeim að þau sitji ekki til borðs með samkynhneigðri konu. Sérstaklega ekki samkynhneigðri konu sem býr með annarri konu. Og alls ekki samkynhneigðri konu sem býr með annarri konu og er kosin af þjóð sinni til að leiða hana veginn fram til góðs. - Það misbýður kristni Jenis og konu hans mikið og þau eru ekki í þann mund að tapa sál sinni fyrir það að sitja til borðs með syndurum af hennar sort.
Jenis sýnir þarna að hann hefur kristin gildi. Sjálfsagt hefði hann heldur ekki setið til borðs með Faríseum og tollheimtumönnum ef hann hefði verið gyðingur á tímum Krists. Og hann hefði glaður tekið þátt í að grýta hóruna. Það er af því að hann er syndlaus. Hvernig annars má skilja þessa afstöðu hans öðruvísi, að geta ekki setið til borðs með Jóhönnu Sigurðadóttur?
Eða kannski er hann ekki syndlaus heldur bara á hvolfi.
Neitar að sitja veislu með Jóhönnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt 7.9.2010 kl. 10:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (40)
4.9.2010 | 04:30
Allt í besta lagi
Af fréttum í ágúst mánuði mátti draga þá ályktun að miklu meiri fjöldi hefði sagt sig úr þjóðkirkjunni. Sagt var frá löngum biðröðum og svo miklu álagi að starfsmenn önnuðu ekki að skrá allar úrsagnirnar.
Eitthvað hefur þetta verið orðum aukið, því aðeins rúmlega þrjú þúsund manns sögðu sig úr Þjóðkirkjunni. - Þetta segir okkur að jafnvel þeim sem þóttu ásakanirnar á hendur Ólafi Skúlasyni fyrrverandi biskupi, og frammistaða núverandi biskups Karls Sigurbjörnssonar í því máli, engan vegin ásættanleg, telja mikill meirihluti þeirra sem tilheyra þjóðkirkjunni það ekki nægjanlega ástæðu til að yfirgefa hana.
Spurningin sem situr eftir, er hvað þarf mikið af innviðum kirkjustarfsins og trausti almennings á kirkjunni að bresta til að það yfirgefi hana. Það er greinilega ekki nóg að margheiðraður leiðtogi hennar hafi reynst vera kynferðisafbrotamaður og að núverandi biskup hafi bæði í mæltu máli og riti, gert mikil mistök þegar hann reyndi að hylma yfir malið og fara með rangfærslur til þess að varpa efasemdum a framburð þeirra sem ásökuðu herra Ólaf.
Þetta hljóta að vera skilaboð til kirkjunnar þegna um að allt sé í besta lagi innan kirkjunnar og það sem úrskeiðis hafi farið sé vel hægt að leiðrétta með einhverjum hætti.
Mikil fækkun í þjóðkirkjunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.9.2010 | 13:09
Hvað veit Stephen Hawking?
Stephen Hawking segir ljóst að Guð skapaði ekki heiminn, sé eftir honum rétt haft í þessari frétt. Mér sýnist hann samt aðeins vera að fást við þá tegund af Guði sem sagður er hafa valið jörðina sem heimili fyrir mannkynið og skapað allt í röð og reglu fra upphafi. -
Hugmyndir fólks um Guð eru mjög mismunandi og til eru hugmyndir sem ná langt út fyrir þá skilgreiningu sem Hawking virðist taka mið af í þessari nýju bók sinni. Til dæmis gefur Hawking sér að tilvist þyngdarafls geri skapara óþarfan og að "sjálfsurð" sé því möguleiki. Væntanlega hefur Hawking verið ljóst að þyngdaraflið var til, þegar hann lýsti því yfir í fyrri bók sinni að Guð væri ekki ósamrýmanlegur vísindalega skoðuðum heimi. Hvernig sem því er varið verður næsta spurning þá; hvaðan kom þyngdaraflið?
Ljóst að Guð skapaði ekki heiminn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.9.2010 | 10:10
Rannsókn fyrir opnum tjöldum
Sem fyrr er mér umhugsað um það hvers vegna rannsókn þessa máls fer nú fram fyrir svo til opnum tjöldum. Óttast menn ekkert að sá grunaði verði dæmdur fyrirfram af almenningi? Ef að rannsóknin væri á lokastigum og sekt hans þætti nægilega sönnuð til að gefa út ákæru, mundi þurfa að greina frá helstu þáttum ákærunnar. En nú virðist málið afar snúið, ýmsir möguleikar í stöðunnni og yfirheyrslur yfir sakborningi tæpast hafðar. Þá er algjörlega ósvarað spurningum um sakhæfi. - Fólk gæti alveg spurt sig, hver verður staða þessa unga manns ef hann reynist saklaus eða ósakhæfur?
Myndir frá Vogum skoðaðar í morðrannsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.8.2010 | 05:15
Að snúa vörn í sókn
Þorsteinn Pálsson var ráðherra dóms og kirkjumála. Ólafur Skúlason kom að máli við hann til að ræða stöðu sína. Hvað sagði Þorsteinn við hann. Hver var "staða" Ólafs í augum Þorsteins?
Sjálfsagt sagði Þorsteinn við hann eitthvað álíka og allir aðrir. Fyrst var að fullvissa hann um dyggan stuðning ráðuneytisins, segja honum að hann hefði ekkert að óttast, að það myndi verða tekið á málunum, ef það færi þá eitthvað lengra.
Ólafur var fullkomlega öruggur og í góðri stöðu. Það stóðu allir með honum. Hann hafði greiðan aðgang að valdamönnum landsins, þar á meðal dóms og kirkjuráðherranum. Hann var í svo góðri stöðu að hann gat leyft sér að kæra konurnar fyrir að vera að ljúga þessu upp á sig. Því miður var málinu vísað frá eða það látið niður falla. Hver ákvað það?
Átti nokkra fundi 1996 með Ólafi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.8.2010 | 02:07
Lausnir fyrir kirkju í vanda
Ég hlustaði þolinmóður á konuna vaða elginn;
"Oh, er ekki hægt að loka þessu leiðinda máli einhvern veginn. Er ekki nóg komið? Á svo að fara að skipa einhverja nefnd til að draga málið enn meir á langinn. Er ekki maðurinn sem á að hafa gert alla þessa hræðilegu hluti, löngu dáinn? Því var ekki hægt að grafa þetta mál með honum? Hverjum á að refsa ef nefndin segir að hann sé sekur. Og hver á biðja hvern afsökunar ef hann er það ekki? Og hvað vilja allar þessar kerlur sem eru eða klaga hann upp á pall? Ætla þær að draga alla prestastéttina inn í þetta mál, eða hvað? Hvað ætla þær að halda þessu lengi áfram? Hvar ætla þær að stoppa? Á kannski að svipta bæði dómkirkjuprestinn og biskupinn hempunum. Mér sýnist allt stefna í það. Annars er mér alveg sama hvað margir prestar voru viðriðnir þetta mál. Það breytir því ekki að ég ætla að halda áfram að vera í þjóðkirkjunni. Ég ætla ekki að láta einhvern kjólklæddan biskupsperra hrekja mig í burtu úr kirkjunni minni." -
Gamla konan leit mæðulega upp í himininn og dæsti. -
Ég greip tækifærið og sagði; "Það eru til tvær lausnir á þessu máli. Aðeins tvær lausnir sem komið geta í veg fyrir að svona nokkuð gerist nokkurn tíman aftur. - Það er hægt að leggja kirkjuna algerlega niður. Hvernig lýst þér á það?"
Gamla konan hristi höfuðið ákaft.
"Hin lausnin er að banna körlum að gerast prestar innan hennar. Þá yrðu aðeins til kvennprestar. Það mundi vera ákveðið réttlæti eftir allar aldirnar sem konum var meinað að gerast prestar kirkjunnar."
Gamla konan leit á mig með rönken-augnaráðinu sínu, fórnaði höndum og gekk síðan sveiandi í burtu.
Segir allt stjórnkerfið hafa stutt Ólaf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.8.2010 | 01:07
Ætlaði að fletta ofan af Ólafi Skúlasyni
Þór Jónsson blaðamaður segist hafa verið "í óða önn að fletta ofan af Ólafi Skúlasyni" þegar að Jón Ólafsson tók fram fyrir hendurnar á honum og lét flytja fréttir að því hversu þjóðin treysti Ólafi enn þá vel.
Fyrst að Þór hafði upplýsingar í höndunum sem nægðu til að "fletta ofan af Ólafi" verður að spyrja, hvers vegna hann sá sér ekki fært að deila þeim með þjóðinni, eða a.m.k. lögreglu.
Hann segist hafa vitað að fréttamiðlar hefðu verið "bitlausir" á þessum tíma.
En hvað gerði þá bitlausa?
Hvað getur gert fjölmiðla bitlausari en ef fréttamenn þeirra lúra á upplýsingum sem nægja til að "fletta ofan" af manni sem sakaður er um alvarlegan glæp og bera því við að þeim sé skipað að gera eitthvað annað.
Nú segir Þór Jónsson frá þessu í "útúrdúr" í pistli sem að öðru leiti japlar upp þetta sama og allir aðrir fjölmiðlar hafa gert. Í honum er ekkert nýtt að finna nema í ´"útúrdúrnum".
Er þetta kannski tilraun hjá Þór til að slá sig til riddara á kostnað manns sem allir vita að er umdeildur?
Ekki veit ég hvað eða hvort Þór á sökótt við Jón Ólafsson, en hann notar þetta tækifæri til að bendla honum sérstaklega við mál sem allir sem voru einhverjir á Íslandi á þessum tíma voru á einn eða annan hátt bendlaðir við.
Bitlausir fjölmiðlar voru þannig bendlaðir við málið, meðal presta gekk maður undir mann við að verja Ólaf, stjórnmálamenn og mektarvinir Ólafs lýstu yfir stuðningi við hann, allt menn og konur sem engu illu vildu trúa upp á hann.
Jón Ólafsson var kannski einn þeirra sem létu blekkjast, en það er dálítið undarlegt að reyna að gera hann sérstaklega grunsamlegan af manni sem vissi svo mikið um málið að hann hefði getað tekið af allan vafa of flett ofan af hinum grunaða, Ólafi Skúlasyni.
Eftirfarandi er útúrdúr Þórs Jónsonar í Pressupistli hans;
Hvað þarf til að kirkjunnar menn hætti að efast um að þeir gerðu kynferðisbrotamann að biskupi yfir Íslandi, viðurkenni það, þöggunina og máttlaus viðbrögð sín og heiti því að láta ekki slíkt henda aftur?
Ólafur Skúlason sagði það sjálfur á sínum tíma, að það væri ótrúlegur fjöldi presta sem styddi við bakið á honum í hans hremmingum. Prófastahjörðin í heild sinni gerði það og lýsti andúð sinni á fjölmiðlum sem gert hefðu aðför að biskupi; ég flutti fréttir af biskupsmálinu á Stöð 2 en hafði ekki áhyggjur af fordæmingu prófasta, hafði séð og heyrt nóg til að vita að hún var bitlaus, bitlaus rétt eins og flestir aðrir fréttamiðlar á þessum tíma.
Verra fannst mér þegar fréttastofunni bárust upplýsingar um að Jón Ólafsson, æðsti maður fyrirtækisins sem ég vann hjá, sæti til borðs með biskupi á þessum sama tíma og gæfi honum ráð um hvernig bæri að bregðast við - og þegar Jón ætlaðist til að ég nýtti nauman tíma minn í sjónvarpsfréttum, þegar ég var í óða önn að fletta ofan af Ólafi Skúlasyni, til að segja frá skoðanakönnun í öðrum miðli um að almenningur hefði ekki misst trúna á biskupinn.
En þetta var útúrdúr.
Jón Ólafsson aðstoðaði Ólaf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 01:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.8.2010 | 14:42
Geir Waage segir sannleikann um kenningar kirkjunnar.
Hart er sótt að Geir Waage sóknarpresti fyrir að halda því fram opinberlega að prestar eigi að fara eftir boðum kirkjunnar sinnar. Kirkjan er auðvitað löngu úrelt stofnun með úreltar kenningar og þar að auki á þessi skriftaþjónusta presta sér afar vafasamar forsendur í kristinni trú. Hún byggir á að prestur geti fyrirgefið syndir sem milligöngumenn Guðs og manna.
En látum það liggja á milli hluta.
Mér finnst það skrýtið að biskup, yfirmaður stofnunarinnar skuli lýsa því yfir að ekki beri að fara eftir kenningum hennar. - Geir Waage hefur alveg rétt fyrir sér í því að kenning kirkjunnar gerir ráð fyrir algjörum trúnaði milli prests og sóknarbarns. Hann segir sannleikann.
Kenningar kirkjunnar eru að þessu leiti í blóra við landslög. Annað hvort verður að breyta landslögum eða lögum kirkjunnar. Biskup getur ekki einn afnumið þagnarskyldu presta og breytt aldagömlum kenningum kirkjunnar. Þetta veit Karl Sigurbjörnsson, en hann reynir að þæfa málin eins og venjulega. Kannski veit hann líka innst inni hversu úr sér gengin kirkjan er sem stofnun. En gott hjá Geir að halda til streitu því sem hann veit að er rétt, miðað við þær forsendur sem hann hefur sér.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 17:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
24.8.2010 | 04:29
Englaknúsarinn og fólkið æðrulausa
Hið nýja Ísland er að fæðast. Sem stendur búa á því margar reiðar konur og margir svekktir karlar.
Þau vilja tryggja að einhver lexía lærist af hruninu. Þau treysta engum og eru fljót að sjá hina ýmsu bresti í fari fólks og þjóðfélagsins sem fyrir hrun hefðu örugglega farið fram hjá þeim.
Þau standa og benda hingað og þangað, afhjúpa og dæma, næstum því jafnóðum.
Og vantraustið nær ekki aðeins til braskara og pólitíusa, heldur allra sem brotið hafa pott, eða bara sett í hann sprungur.
Enginn kemst lengur upp með að segja "ef að þú ert full getur þú átt sök á ef þér er nauðgað" eða "ef þú ert svo vitlaus að treysta presti, áttu skilið það sem frá honum kemur."
En svo búa líka margir sem hafa verið bæði svekktir og reiðir en gefist upp á því að vera það og líka öllum hinum sem enn eru svekktir og reiðir.
Þetta er fólkið sem barði búsáhöldin í huganum fyrir framan sjónvarpið í fyrravetur og fussaði svolítið þegar það heyrði að upphæðirnar sem hurfu úr bönkunum voru svo háar að það skildi þær ekki.
þetta æðruleysisfólkið sem nú spyr sig, hvers vegna að ergja sig yfir hlutum sem þú færð hvort eð er aldrei breytt. Þetta hefur alltaf verið svona og verður alltaf svona.
Þetta er einig sama fólkið sem sér ekki neitt athugavert við að engin önnur þjóð en sú íslenska á kaþólskan biskup fyrir ættföður.
Þetta er fólkið sem lygnir aftur augunum og kingir volgu munnvatninu í þolinmæði sinni og umburðarlyndi þegar biskupinn þeirra, hinn vammlausi sonur þjóðardýrðlingsins, segir mærðalega í sjónvarpsviðtali að honum finnist það áhugaverð tillaga að setja alvarlegar ávirðingarnar á hendur englaknúsaranum forvera sínum, í nefnd á vegum kirkjunnar. Hvar sofna mál betur en í nefndum?
Kannski fellst hann á að nefndin rannsaki í leiðinni hvort hann sjálfur brást sem heiðarlegur og góður maður, þegar hann reyndi að drepa málinu á dreif samkvæmt því sem eitt fórnalamb himnaknúsarans lýsir.
22.8.2010 | 13:53
Hin sálarlausa og vélræna lífssýn
Talsvert mun vera til af fólki sem hefur hina svo kölluðu vélrænu lífssýn. Í þeirra augum er ekkert til sem ekki telst náttúrlegt því allt er af vélrænni náttúrunni komið. T.d. er maðurinn í þeirra augum ekkert annað en þróaður api sem er algjörlega undirorpin lögmálum þróunar og öll hegðun hans og atferli sé hægt, eða verði hægt, að skýra með náttúrlegum ferlum.
Með öðrum orðum er ekkert hægt að finna í manninum, né öðrum dýrum, sem ekki er eingöngu og algjörlega efnislegt og vélrænt. Sál og andi eru ekki til, nema þá sem hugtök yfir efnaferli í heila mannsins.
Fremsta skýringin á mismunandi hæfni dýrategundanna er þróunarkenningin. Hún gerir ráð fyrir að "yfirburðir" mannapans séu tilkomnir vegna náttúruvals.
Úr því að náttúrval ræður ferð og gerð okkar mannapanna er öll hegðun okkar og hugsun hluti af viðleitni tegundarinnar til að viðhalda og vernda okkur sjálf sem einstaklinga og tegundina alla.
Rétt eins og við réttum okkur upp á tvo fætur til að sjá betur upp fyrir grasið, einhvern tíman í forneskju, óx heili okkar til að rúma rökhugsun og ímyndunarafl sem gerir okkur mun hæfari en við vorum, til að komast af.
Nauðsynlegur fylgifiskur hins hugsandi of sjálfmeðvitaða mannsheila, er það sem sumir áhangendur vélrænnar lífssýnarinnar vilja kalla ranghugmyndir um okkur sjálf og umhverfi okkar fjær og nær.
Ein þessara nauðsynlegu ranghugmynda hefur tekið á sig form sem þekkt er undir nafninu "trúarbrögð". Þau byggja að öllu jöfnu á öðrum ranghugmyndum sem oftast eru kallaðar "trú".
Ranghugmyndir þessar eru svo nauðsynlegar mannkyninu að það virðist ekki geta lifað án þeirra. Alla vega hefur aldrei fundist samfélag sem er án þeirra og svo langt aftur sem heimildir ná um samfélög manna, eru grunnþættirnir í samfélagsuppbyggingunni byggðir á trú og trúarbrögðum.
Þrátt fyrir að trúarbrögð og trú megi rekja til þátta sem eru tilkomnir vegna þróunar og náttúruvals, leggjast margir sem segjast aðhyllast vélræna lífssýn gegn þeim og setja sig þannig upp á móti eðlilegum, náttúrulegum og þróunarlegum þáttum sem stýrir lífi mannapans Homo Homo Sapiens.
Það finnst mér mikil mótsögn í þeirra málfluttningi.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 14:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (66)