31.7.2008 | 00:09
Pólitísk innræting og skandall í Bakarabrekkunni
Sumarið 1969 líður mér seint úr minni. Þetta var sumarið áður en ég fór að Núpi í Dýrafirði, þegar ég var enn fullur af hugmyndum (sumir mundu segja ranghugmyndum) um heiminn og hvernig hann ætti ekki að vera, enda bara 15 ára. Hugmyndirnar voru mest á vinstri vængnum viðurkenni ég, jafnvel svolítið til vinstri við hann, svona eftir á að líta. Alla vega var ég fljótur að þefa uppi félagsskap þar sem slíkar hugmyndir voru taldar til fyrirmyndar.
Í félagi við Jóhann Geirdal, fór ég að taka rútuna frá Keflavík til Reykjavíkur, eins oft og ég gat til að fara á fundi í bakhúsi á Laugarveginum þar sem Æskulýðsfylkingin (Fylkingin) var til húsa. Þarna kynntist ég fólki sem mér var sagt að væru helstu boðberar frelsis og réttlætis á Íslandi, Þ.á.m. Rósku, Ragnari (seinna skjálfta) og að sjálfsögðu Birnu Þórðar.
Það fór vel á með okkur og ég var sendur heim með lesefni eftir hvern fund. Ég paufaðist í gegn um Hegel, Marx og Engels og las þess á milli Lilju sem allir vildu kveðið hafa.
Það voru miklar aðgerðir í vændum því stórmenni á vegum Bandaríkjastórnar var að koma til landsins í tengslum við varnarsamning þeirra og Íslendinga. Í Bakarabrekkunni átti að efna til mótmæla og æfingar á leikþáttum sem þar stóð til að sýna voru í fullum gangi.
Mér var falið mikilvægt hlutverk í þessum aðgerðum. Strax og ákveðnum leikþætti sem Birna lék í og leikstýrði, var lokið, átti ég að setja plötuspilara í gang. Á spilaranum var plata þar sem kínverskur alþýðukór flutti Internationalinn að sjálfsögðu á kínversku.
Allt gekk þetta snurðulaust fyrir sig, þar til komið var fram í mitt lag. Þá sé ég hvar bæði Róska og Birna koma hlaupandi í átt til mín þar sem ég stóð keikur yfir grammófóninum með allt í botni. Á svip þeirra og látbragði mátti ráða að eitthvað væri ekki í lagi.
Róska þreif í arminn á fóninum og hvessti á mig glyrnurnar. Helvítis fíflið þitt...gastu ekki sett hana á réttan hraða....Svo komu fleiri blótsyrði sem ég ætla ekki að hafa eftir hér. Mér varð nú ljóst hvar mér hafði orðið á.
Ég talaði vitaskuld ekki kínversku þá, frekar enn í dag og í eyrum mínum hljómaði lagið ósköp áþekkt eða jafnvel eins á 78 snúnings hraða og það gerði á 45 snúnings hraða. Platan var sem sagt gerð fyrir 45 en ég hafði fóninn stilltan á 78.
Ég segi það enn, að Róska hefði bara átt að leyfa laginu að spila út. Það hefði enginn fattað mistökin ef hún hefði bara verið róleg. Kínverskur alþýðukór að syngja á kínversku internationalinn eða "Njallann" eins og við kölluðum hann, hljómar eiginlega bara betur á 78 snúningum en 45. Takturinn er hraðari og kínverskan hljómar bara kínverskari ef eitthvað er.
Eftirmálar þessa atviks urðu þeir að ég var "rekinn" úr Æskulýðsfylkingu Alþýðubandalagsins næsta dag og hætti að taka rútuna frá Keflavík til Reykjavíkur í tíma og ótíma til að mæta á einhverja fundi.
Ég vona að ykkur lesendum góðum sé sama þótt ég laumi að, af og til, þessum smásögum úr eigin ranni. Þessi minningabrot koma svona eitt og eitt upp í hugann af og til við leitina að góðu bloggefni.
30.7.2008 | 17:09
Fleiri Minningar - En ekki fyrir klýjugjarna!!
Ég minnist á það í færslu hér um daginn að ég hefði ungur að árum farið á "vertíð" til Norðfjarðar og kynnst þar ýmsu fólki. m.a. Ólafsvíkur-Kalla. Áður en Kalli sá aumur á mér og bauð mér sambýli við sig, hírðist ég í herbergiskytru sem átti að heita íbúðarhæf en var að alls ekki. Þetta var líka áður en ég hóf að vinna með "aðgerðargenginu" og ég hafði tíma til að borða hádegismat og kvöldmat. Ég komst að samkomulagi við fjölskylduna sem bjó á hæðinni fyrir ofan herbergiskytruna um að fá að borða með þeim og kynntist þeim þannig lítilsháttar.
Þetta var stór fjölskylda a.m.k. fimm börn, fjögur á bilinu 2-6 ára og eitt þeirra aðeins brjóstmylkingur enn. Í fyrsta sinn sem ég kom í mat fékk ég hálfgert áfall. Borðhald var allt hið einkennilegasta, jafnvel fyrir mig sem alist hafði upp á barnmörgu heimili og kallaði ekki allt ömmu mína í þeim efnum.
Í boði var soðin fiskur og kartöflur, sem húsfreyjan hafði til og setti á diska fyrir mig, húsbóndann og börnin fjögur. Engin hnífapör voru sett fyrir börnin og tóku þau til matar síns, með guðsgöflunum einum saman. Ekki leið á löngu fyrr en maturinn var kominn út um allt borð. Krakkarnir létu illa við borðið og köstuðu matnum í hvert annað án þess að fá svo mikið sem tiltal frá foreldrunum. -
Loks þegar lokið var við að borða, bauð húsfreyjan mér upp á kaffi. Ég þáði það. Hún færði mér svart kaffi í krús. "Áttu nokkuð mjólk", spurði ég. Notarðu mjólk, spurði hún á móti. Já, gjarnan ef þú átt hana. Húsfreyjan horfði á mig um stund, tók síðan krúsina og bar hana upp að öðru brjóstinu sem einhvern veginn var komið út úr kjólgopanum sem hún var í. Eftir örstutta stund rétti hún mér krúsina aftur. Ég sá að það var mjólk í kaffinu, ásamt smá fituskán sem flaut á yfirborði þess. Ég satt að segja, sautján ára gamall, áttaði mig ekki alveg strax á því sem hafði gerst. Ég bragðaði á kaffinu og fann að það var ekki eins á bragðið og ég átti að venjast. Húsbondinn horfði á mig skælbrosandi. Hva, líkar þér ekki kaffið, spurði hann. Jú, jú, það er bara... Þú þarft ekkert að drekka það frekar en þér sýnist, hélt hann áfram, þreif krúsina úr hönd minni og teygaði kaffið með áfergju.
Af nísku föðurins.
Seinna sama dag, sátum við saman ég og húsbóndinn sem líka var að vinna í SÚN við útskipunina sem var í gangi. Við röbbuðum saman á meðan beðið var eftir bíl. Hann sagði mér frá æskuárum sínum þar sem hann var alinn upp á kotbýli á fyrri hluta síðustu aldar einhverstaðar á Austfjörðum.
Faðir hans var víst annálaður nirfill og skammtaði heimilisfólkinu matinn úr búri áfast eldhúsinu sem hann einn hafði lykil að. Stundum þegar allir voru farnir að hátta mátti heyra í karlinum paufast í myrkrinu inn í búrinu þar sem hann var að gæða sér á því sem hann vildi þegar hann hélt að aðrir sæju ekki til.
Kvöld eitt urðu allir þess var að karlinn var í búrinu. Eftir skamma stund heyrast þaðan óhljóð mikil, spýtingar og uppsölur. Á milli óhljóðanna hrópar karlinn og biður um að kveikt verði á lampa. Húsfólkið dreif að með ekki færri en þrjá lampa á lofti. Sjónin sem við blasti var ekki geðsleg. Karlinn hafði augljóslega verið að kafa með annarri hendinni í súrtunnu með slátri í, líkast til að leita að keppi sem orðin var meir á súrnum. Eftir að hafa fundið kepp á botni tunnunnar sem hann taldi að væri orðinn of meir til að geymast mikið lengur, tekur hann á það ráð að stýfa hann úr hnefa. Óhljóðin, spýtingarnar og kokhljóðin hófust ekki fyrr en hann var kominn inn í miðjan kepp.
Í ljósinu frá lömpunum sást greinilega það sem eftir var af keppnum þar sem hann lá við fætur karlsins. Nema að keppurinn var ekki sláturskeppur, heldur löngu dauð rotta sem greinilega hafði dottið í súrinn einhvern tíman um veturinn, drukknað og fallið til botns á tunnunni.
Eftir þetta, tók karlinn víst ætíð með sér ljós þegar hann fór í búrið eftir háttatíma.
Ég borðaði hjá þeim hjónum í fáeina daga eftir þetta en varð mikið feginn þegar boðið kom frá Kalla, jafnvel þótt það þýddi sveskjugraut og plokkfisk í alla mata.
Af skiljanlegum orsökum nafngreini ég ekki sögupersónur. Ljósmyndin er af Karli Guðmundssyni (Ólafsvíkur-Kalla) og kann ég þeim sem sendi mér hana (barnabarni Karls) bestu þakkir fyrir.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 20:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
30.7.2008 | 15:16
1. Apríl hjá Kínverjum alveg fram yfir Ólympíuleika
Í gær kváðust Kínverjar hafa unnið áfangasigur í baráttunni við mengunina sem hvílir eins og mara yfir Beijing, þar sem ferskir vindar blésu nú í borginni. Þeir segja að mengunin hafi minkað allt að 20% frá því sem var í byrjun Júlí. Þessu var haldið fram á blaðamannfundi af Du Shaozhong sem stýrir umhverfis-verndar- ráðuneytinu. Hann sagði að í Júlí mánuði hefðu þegar verið 25 dagar með hreinu lofti í borginni. "Við gripum til altækra aðgerða og höfum fengið altækan árangur" sagði hann.
Ástralinn John Coates sem er forseti ólimpíunefndarinnar sagði aftur á móti að loftið í Beijing væri lítið skárra nú en þegar hann heimsótti borgina í Mars.
"Það virðast ekki hafa orðið miklar úrbætur", sagði Coates, við komuna til borgarinnar á mánudag.
"Grænu Leikarnir" sem Kínverjar lofuðu virðast því fyrir bí en leikarnir eiga að hefjast 8. Ágúst. Það er táknrænt fyrir þessa leika bræðralags og vinarþels sem boðið er til af þjóð sem virðir mannréttindi að vettugi á svo mörgum sviðum, að þeir skuli bókstaflega verða haldnir í eitruðu andrúmslofti. Það er einnig talandi fyrir afstöðu kínverskra stjórnvalda, að þeir skuli reyna að ljúga til um mengunarstigið í borginni upp í opið geðið á embættismönnum leikanna og heimspressunni allri sem ekki þurfa annað en að reka nefið út um gluggann til að sjá hvað satt er.
Kínverjar segjast vera tilbúnir til að grípa til örþrifaráða ef mengunin hverfur ekki af sjálfdáðum. Þeir hafa þegar látið takmarka bílaumferð í borginni og látið taka eina milljón bíla úr umferð af þeim 3.3. milljónum sem þar fara daglega um. Samt er mettað skýið svo þykkt að sjónmál er aðeins nokkur hundruð metrar. Betur má ef duga skal þótt enn hafi ekki komið fram neinar tillögur um hvernig bæta megi úr.
Ég legg til að Íslendingar bjargi þessu og bjóði Kínverjum aðstoð með aðferð sem eitt var notað til að plata þjóðina með þann 1. Apríl fyrir mörgum árum.
Þá var mengunin sögð svo slæm í London að ákveðið hefði verið að flytja hreint loft frá Íslandi til borgarinnar í risastórum belgjum sem lyfta mundi menguninni af borginni þegar því yrði sleppt þar. Sagt var að mikill floti flugvéla væri samankomin á Keflavíkurflugvelli til að ferja þessa loftbelgi yfir Atlandshafið. Auðvitað dreif að múg og margmenni til að sjá þetta fyrirbæri. En það var jú 1. Apríl eins og virðist vera alla daga um þessar mundir í Kína.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.7.2008 | 23:47
Fyrsta útvarpsviðtalið við The Beatles

Þegar að viðtalið fór fram voru Bítlarnir í förum á milli Liverpool og Hamborgar og Ringó Starr var svo nýr í bandinu að hann telur vist sína þar í vikum. Viðtalið er tekið skömmu efir að fyrsta lagið þeirra 'Love Me Do,' er sett í spilun og áður en 'Please Please Me' er fullgert.
Bítlarnir höfðu sem sagt aldrei upplifað að eiga lag í fyrsta sæti vesældarlistans þegar þetta viðtal er tekið en það var gert 28. Október 1962 í Hulme Hall í Port Sunlight, Wirral í Englandi.
Viðtalið er tekið fyrir Radio Clatterbridge, af Monty Lister þáttastjórnanda og svo koma aukaspurningar frá Malcolm Threadgill og Peter Smethurst.
MONTY:Það er afar ánægjulegt að heilsa hér og nú rísandi Merseyside hljómsveit sem kallar sig Yhe Beatles. Ég þekki nöfn þeirra og bú ætla ég að gera mitt besta við að láta andlitin passa við þau. Þú ert John Lennon, er það ekki?
JOHN: "Já , það er rétt."
MONTY:"Hvað gerir þú í hljómsveitinni, John?"
JOHN:"Ég spila á munnhörpu, ritma gítar og raddir. kalla þeir það ekki raddir?"
MONTY:"Svo er það Paul McCartney. Það ert þú?"
PAUL:"Jeh, það er ég, Jeh."
MONTY: "Og hvað gerir þú?"
PAUL:"Spila á bassagítar og uh... syng? ...Held ég! Svo segja þeir."
MONTY: "Það er fyrir utan röddun?"
PAUL: "Hérna...já , já."
MONTY:"Þá er það George Harrison."
GEORGE: "Komdu sæll"
MONTY: "Komdu sæll. Hvað gerir þú?"
GEORGE:"Uh, aðal gítaristi og svona söngur"
MONTY:"Sem aðalgítaristi ertu þá líka einskonar leiðtogi bandsins eða..?"
GEORGE:"Nei, nei, bara....Sjáðu til...hinn gítarinn spilar rithma, Ching, ching, ching, sjáðu til."
PAUL:"Hann spilar sólóin, sjáðu til. John er reyndar talsmaður bandsins."
MONTY:"Og þarna einhversstaðar fyrir aftan, hér, eins og í hljómsveitinni þar sem hann gerir mikinn hávaða, Ringo Starr."
RINGO: "Halló."
MONTY: "Þú ert nýr í hópnum ekki svo Ringo?"
RINGO:"Já, umm, níu vikna núna."
MONTY:"Varst með þegar 'Love Me Do' var hljóðritað?"
RINGO:"Já, ég er á plötunni. Ég er á skífunni".
(Hljómsveitin hlær)
RINGO: (Í skoplegum tón) "það er niðurritað, skaltu vita"
MONTY:"Hérna hmmm"
RINGO: "Ég er trommuleikarinn!"
(Hlátur)
MONTY: "Hvaða árásarvopn hefur þú þarna? Eru þetta trommukjuðar?"
RINGO: "Hérna. þetta eru....tvo prik sem ég fann. Ég er nýbúin að kaupa þau, því við erum, sjáðu til, að fara burt."
MONTY: "Þegar þú segist vera að fara burtu, leiðir það að annarri spurningu,. Hvert eruð þið að fara? "
RINGO:"Þýskalands. Hamborgar. Í tvær vikur."
MONTY: "Þið eruð þekktir þarna og búið að bóka ykkur ekki satt?"
RINGO: "Ja, strákarnir hafa verið þarna svo lítið, sjáðu til. Ég hef komið þarna með öðrum hljómsveitum, en þetta er í fyrsta sinn með Bítlunum."
MONTY:"Paul, segðu okkur. Hvernig komust þið að í Þýskalandi"
PAUL: " Ja, það var gert í gegnum gamla umbann okkar."
(Hlátur)
PAUL:(hlær) "Við fórum þarna fyrst á vegum náunga sem var umbinn okkar. Hann heitir Hr. Allan Williams og sá líka um Jacaranda klúbbinn í Liverpool. Hann kom þessu sambandi á og við bara mættum á okkar..."
JOHN: "Gasi."
PAUL: "Gasi... (hlær)
JOHN: "...eins og þeir segja."
PAUL: "Eins og þeir segja, eftirá, veistu. Og við höfum bara verið að fara fram og til baka, fram og til baka."
MONTY: (undrandi) "Þið eruð sem sagt ekkert uppteknir?"
PAUL: "Ja, jú, eiginlega. Já. við höfum verið örfættir í öllu þessu stríði ."
(hlátur)
MONTY:"George, varstu alinn upp í Liverpool?"
GEORGE:"Já, hingað til."
MONTY: "Hvar?"
GEORGE:"Ja, borinn í Wavertree og barnfæddur í Wavertree og Speke-- Þar sem flugvélarnar eru, þú veist."
MONTY: "Eruð þið þá allir 'Liverpool týpur?"
RINGO: "Já"
JOHN:"Uh... týpur, já."
PAUL:"Oh Jeh."
RINGO:"Liverpool-týpaðir Paul, þar."
MONTY:"Hérna, mér var sagt að þið hefðu verið í sama skóla og Ron Wycherley..."
RINGO:"Ronald. Já."
MONTY:"...núna Billy Fury."
RINGO:"Í Saint Sylus."
MONTY: "Hvar?"
RINGO:"Saint Sylus."
JOHN: "Er það?"
RINGO:"Ekki var það Dingle Bay eins og þú sagðir í Musical Express."
PAUL:"Nei, það var rangt. Saint Sylus skólinn."
MONTY:"Mig langar núna að kynna fyrir ykkur ungan plötusnúð. Hann heitir Malcolm Threadgill og er sextán ára gamall. Ég er viss um að hann hefur áhuga á að spyrja spurninga frá sjónarhóli táninganna.
MALCOLM: "Mér skilst að þið hafið gert aðra hljóðritanir á undan þeim þýsku?"
PAUL:"Jeh."
MALCOLM: "Hverjar voru þær?"
PAUL:"Ja, við gerðum ekki...Fyrsta var hljóðritun með náunga sem heitir Tony Sheridan. Við vorum allir að vinna í klúbb sem heitir Top Ten Club í Hamborg. Við hljóðrituðum með honum lag sem heitir 'My Bonnie,' sem náði fimmta sæti á þýska listanum.
JOHN:"Ach tung!"
PAUL:(hlær) "En það náði ekki langt hér um slóðir, eins og þú veist. Þetta var ekki góð plata, en Þjóðverjunum líkaði svolítið við hana. Svo hljóðrituðum við ósungið lag sem var sett á markað í Frakklandi á plötu hjá Tony Sheridan sem George og John sömdu sjálfir. það lag var ekki sett á markað hér. Ég fékk eitt eintak. það var allt og sumt. Það náði ekki langt.
MALCOLM:"Þið sömduð 'P.S. I Love You' og 'Love Me Do' sjálfir, ekki satt? Hver ykkar semur lögin?"
PAUL:"JA, ég og John. Við semjum lögin saman. Þetta er ...svona..Við skrifuðum undir samninga og hvað ætti að segja, sem mundi ....
JOHN: "Öllu er jafnt skipt."
PAUL:"jeh, -öllu jafnt skipt, höfundarréttur og svoleiðis, þannig að við semjum mest efnið saman. George samdi ósungna lagið, eins og það er kallað. En aðallega eru það John og ég. Við höfum samið yfir hundrað lög og við notum ekki helminginn af þeim, veistu. Það bara vildi þannig til að við útsettum 'Love Me Do' og spiluðum það fyrir hljóðritunargengið, ...og 'P.S. I Love You,' og uhh, Þeim virtist líka lögin, svo við hljóðrituðum þau."
MALCOLM:"Ætlið þið að hljóðrita meira af eigin efni?"
JOHN:"Ja, við hljóðrituðum annað lag eftir okkur á meðan við vorum þarna niðfrá, en því er ekki lokið enn. Svo, við munum taka það með okkur í næsta sinn og sjá hvernig þeim líkar við það þá. "
(löng þögn)
JOHN: (í gríni) "Jæja...Þetta er allt og sumt!"
(hlátur)
MONTY:"Mig langar að spyrja ykkur að því....og við erum að taka þetta upp hér í Hume Hall, Port Sunlight-- Komuð þið nokkru sinni hingað áður enn þið urðuð frægir. Ég á við, þekkið þið þetta hverfi?
PAUL:"Ja, við spiluðum hérna, uhh... Ég veit ekki hvað þú átt við með frægir,veistu?"
(hlátur)
PAUL:"Ef það er að vera frægur að komast á þýska vinsældarlistann, höfum við verið þar, við vorum hér fyrir tveimur mánuðum. Við höfum verið hér tvisvar, er það ekki."
JOHN:"Ég á ættingja hérna. Rock Ferry."
MONTY: "Er það?"
JOHN:"Já. Oh, beggja megin hafs, veistu."
PAUL:"Jeh, ég á ættingja í Claughton Village-- Upton Road."
RINGO: (í gríni) "Ég á vin í Birkenhead!"
(hlátur)
MONTY: "Ég vildi að ég ætti það."
GEORGE: (í gríni) "Ég þekki mann í Chester!"
(hlátur)
MONTY:"Jæja, það er mjög hættulegt að segja svona. Það er geðveikrahæli hérna félagi. Peter Smethurst er héðan og lýtur út fyrir að vera að springa af spurningum."
PETER:"Aðeins ein spurning sem mig langar að spyrja. Ég er viss um að allir eru að pæla í henni. Hvernig fannst ykkur að koma fram í fyrsta sinn í sjónvarpinu?
PAUL:"Ja, eins og það kann að hljóma undarlega, þá héldum við allir að við mundum verða skít nervusir. Allir sögðu, þið allt í einu, þegar þið sjáið myndavélarnar, gerið þið ykkur grein fyrir að tvær milljónir manna eru að horfa á ykkur, því tvær milljónir horfðu á þáttinn 'People And Places' sem við tókum þátt í ... heyrðum við seinna. En, svo skrýtið sem það er nú, föttuðum við það ekki. Við hugsuðum ekki um það einu sinni. Og það var miklu auðveldara að gera þennan sjónvarpsþátt en það er að spila í útvarpsþætti. Það tekur samt á taugarnar, en það var mun auðveldara en útvarpið, vegna þess að í útvarpinu var fullur salur af áheyrendum. "
MONTY: "Finnst ykkur það taka á taugarnar það sem þið eruð að gera núna?"
(hlátur)
PAUL:(í gríni ) "jeh, Jeh."
MONTY:"Á Cleaver Sjúkrahúsinu, viss plata í Parlophone-- beðið er um aðalhliðina . Kannski að sjálfir Bítlarnir vilji segja okkur hvað kemur næst? "
PAUL:"Jeh. Jæja ég held að það verði 'Love Me Do.'"
JOHN:"Parlophone R4949."
(hlátur)
PAUL:"'Love Me Do.'"
MONTY:"Ég er viss um að svarið sem þeir vilja er P.S. I love you!"
PAUL:"Jeh."
Þetta viðtal var umritað af audio flexi-diski og má finna á frummálinu í 1986 bók Mark Lewisohn' The Beatles Live'
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 23:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
29.7.2008 | 12:43
Ef veitingahús störfuðu eins og Microsoft:
Stuttu áður en allt fór í klessu hér á blogginu sendi góðkunningi minn Davíð Kristjánsson á Selfossi mér þennan texta. Kannski hefur hann sé fyrir þessar hremmingar með diskastæðuna hjá blog.is?
Kúnni: Þjónn!
Þjónn: Góðan daginn, ég heiti Jón og ég er hér til að aðstoða þig. Er eitthvað vandamál á ferðinni?
Kúnni: Já, það er fluga í súpunni!
Þjónn: Ó, reyndu aftur. Kannski verður flugan ekki þá.
Kúnni: Jú, flugan er enn þarna!
Þjónn: Kannski er það hvernig þú ert að nota súpuna; reyndu að borða hana með gaffli.
Kúnni: Flugan er þarna enn!
Þjónn: Kannski er súpan ósamhæf við skálina. Hvernig skál notarðu?
Kúnni: súpuskál!!!
Þjónn: Kannski er það uppsetningarvandamál. Hvernig var skálin sett upp?
Kúnni: Þú komst með hana á bakka! Hvað hefur það að gera með fluguna?
Þjónn: Manstu allt sem þú gerðir áður en þú varðst var við fluguna?
Kúnni: Já, ég gekk inn, settist við þetta borð og pantaði súpu dagsins!
Þjónn: Einmitt - hefurðu hugleitt að uppfæra yfir í nýjustu súpu dagsins?
Kúnni: Eruð þið með margar súpur dagsins?
Þjónn: Já, elskan mín góða
þær breytast á klukkutíma fresti.
Kúnni: Nú - og hvernig súpa er súpa dagsins núna?
Þjónn: Það er tómatsúpa.
Kúnni: Fínt! Láttu mig fá tómatsúpu þá og reikninginn
ég er að verða of seinn.
(Þjónninn fer og kemur aftur með súpuskál og reikning)
Þjónn: Gjörðu svo vel - hér er súpa dagsins og reikningurinn.
Kúnni: En
þetta er uxahalasúpa?
Þjónn: Já, tómatsúpan var ekki tilbúin.
Kúnni: Jæja þá
ég er orðinn glorsoltinn. Ég held að ég geti borðað hvað sem er núna.
Kúnni: Þjóóóónn!!! Það er mýfluga í súpunni minni!!!
Reikningurinn:
Súpa dagsins: 500,- kr.
Uppfærsla á súpu dagsins 250,- kr.
Aðgangur að þjónustu og aðstoð 10.000,- kr.
Ath. Fluga í súpu dagsins er innifalin án sérstakrar gjaldtöku, en verður lagfærð í súpu dagsins á morgun
29.7.2008 | 10:57
Konur með taugaveiki (Typhoid) lokaðar inni ævilangt í Bretlandi
Það koma upp mál hér í Bretlandi sem eru svo ÓTRÚleg að maður spyr sjálfan sig hvernig Bretar geta kallað sig velferðaríki og menningarþjóð.
Hvað eftir annað hafa heilbrigðisyfirvöld orðið uppvís að mistökum og aðgerðum sem einkennast af slíkri vanþekkingu að halda mætti að við værum að tala um þriðjaheims-land.
Nú hefur komið fram að allt frá byrjun síðustu aldar voru konur sem greindust með taugaveiki( TYPHOID) lokaðar inni í algjörri einangrun á geðsjúkrahúsi ævilangt.
Álitið er að flestar kvennanna (þegar er búið að finna og nefna 27) hafi orðið geðveikar á einangruninni en þeim var sumum haldið föngnum í herbergjum sem ekki var stærra en 8 X 8 fet.
Engin þessara kvenna er enn á lífi. Það sem enginn skilur er að þessu var fram haldið þangað til að einangrunarherbergi voru almennt lögð niður á sjúkrahúsum landsins í byrjun tíunda áratugarins. Frá þessu greindi fréttasofa BBC en í gærkveldi var sýndur heimildaþáttur um málið þar á bæ. Sjá http://news.bbc.co.uk/1/hi/programmes/newsnight/7530133.stm
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 12:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
28.7.2008 | 12:27
Hið undarlega mál varðandi morðin á albínóum í Tansaníu
Í Tansaníu var tilkynnt í gærkveldi um eitt morðið enn á einum af albínóum landsins. Að þessu sinni réðist hópur manna inn á heimili mannsins og hjó af honum fætur og kynfæri með sveðju. Á þessu ári hafa 26 albínóar horfið eða verið drepnir í Afríkulandinu Tansananíu. Albínóar saka nú stjórnvöld um að gera ekkert í málinu þótt augljóst sé að þeir séu í bráðri hættu en í landinu eru meira en 8000 albínóar skráðir.
Eftir því sem næst verður komist tengjast þessi hvörf og morð hjátrú alþýðufólks sem trúir því að albínóar séu einskonar andaverur. Seiðmenn ala sumir hverjir á þessum hindurvitnum og eru grunaðir um að eiga þátt í hvarfi þeirra.
Þeir telja fólki trú um að með líkmashlutum úr albínóa sé hægt að gera fólk ríkt og auka velgengi þess á allan hátt. - Kennari einn í borginni Arusha var handtekinn fyrir skömmu fyrir að drepa eigið barn sem var albínói. Nýlega hafa fundist fjögur lík af albínóum og eitt þeirra hafði verið sundurlimað. -
Gamlar rauðeygðar konur hafa verið drepnar í þessum hluta Tansaníu grunaðar um galdra en þetta er í fyrsta sinn sem albínóar hafa verið notaðir til fórna, að sögn talsmanns albínóa.
Albínóar í Tansaníu eiga við mikil heilbrigðisvandmál að stríða og húðkrabbamein er afar algengt meðal þeirra.
Við höfum gert ýmislegt til að vernda albínóana segir inniríkisráðherra landsins Lawrence Marsha.
"Við höfum gengið svo langt að skrá alla sem stunda lækningar í landinu og vinsa úr þeim skottulæknana og greina þá frá þeim sem stunda raunverulegar lækningar. " sagði hann.
"Við höfum gert okkar besta til að mennta alþýðuna um hætturnar sem leynast hvarvetna og við höfum reynt að kenna albínóunum að verja sig. "
27.7.2008 | 21:52
Ebony Venus
Löngu áður en Sydney Poitier og kvikmyndin Liljuakurinn (1963) sem skaut honum upp á stjörnuhimininn náði hilli heimsins eða Bill Cosby og Ég Njósnari (1965),varð að fyrirmynd blökkumana í USA, kom fram þeldökk ofur-stjarna sem gerði meira fyrir réttindabaráttu blökkumanna í vesturheimi en þeir báðir til samans að mínu mati, þótt hún hafi síðan fallið í skugga þeirra. Sá fjöldi sem nú er til af þeldökkum kvikmyndastjörnum, tónlistarfólki og ofur-fyrirsætum á þessari konu mikið að þakka, því hún var sannur brautryðjandi og lagði réttindabarrátu þeldökkra óspart lið á sínum tíma.
Faðerni hennar er umdeilt, en hún fæddist 3. Júní árið 1906 í borginni St. Louis í Alabama fylki í Bandaríkjunum. Henni var gefið nafnið Freda Josephine McDonald. Eftirnanfnið fékk hún frá móður sinni Carrie McDonald. Carrie hafði verið ættleidd af Richard og Elvira McDonald sem bæði voru fyrrverandi þrælar.
Seinna á ferli sínum varð Josephine þekkt undir nöfnunum "Svarta perlan", Kreóla-Gyðjan" "Ebony Venus" eða einfaldlega "La Baker" þar sem hún starfaði mest í frönskumælandi löndum. Hún varð fyrsta konan af afrísk-amerískum ættum til að fá aðalhlutverk í kvikmynd. En frægust varð hún fyrir söng og danssýningar sínar og fólk kepptist um að sjá og heyra í París og hvar sem hún fór um heiminn.
Josephine hætti í skóla þegar hún var 12 ára og fór þess í stað að vinna fyrir sér með dansi á götum úti. Leið hennar lá með sýningarhópi til New York og þar komst hún að sem aukamanneskja í helstu svörtu söngleikjum þeirra tíma.
Árið 1925 hélt hún til Parísar og varð þar strax fræg fyrir að koma fram í Théatre des Champs-Élysées þar sem hún dansaði erótískan dans að mestu nakin. Þetta var á sama tíma og Exposition des Arts Décoratifs sýningin var haldin í París sú er gaf okkur sérheitið Art Deco og í kjölfar hennar vaknaði mikill áhugi fyrir frumbyggjalist hverskonar, þ.á.m. afrískri. Að þessum áhuga féllu sýningar Josephine fullkomlega.
Á sýningum sínum hafði Josephine oft með sér demantaskreytt Blettatígur sem hún kallaði Chiquita. Fyrir kom að dýrið slapp frá henni og olli miklum usla meðal hljómsveitarmeðlimanna fyrir neðan sviðið.
Það leið ekki á löngu þangað til hún var langvinsælasti erlendi skemmtikrafturinn í París þótt heima fyrir hefði hún ætíð þurft að líða fyrir hörundslit sinn og ætterni.
Skáldið og kvennamaðurinn Ernest Hemingway kallaði hana " ...frábærasta kvenmann sem nokkru sinni verður augum litinn" .Hún lék í þremur kvikmyndum hinni þöglu Siren of the Tropics (1927), Zouzou (1934) og Princesse Tamtam (1935).
Lag hennar "J'ai deux amours" (1931) varð feykivinsælt og hún varð eftirsótt fyriræta af listamönnum á borð við Langston Hughes, Ernest Hemingway, F. Scott Fitzgerald, Pablo Picasso, og Christian Dior.
Hún var svo vinsæl að jafnvelþegar a Nasistar tóku Frakkland hikuðu þeir við að vinna henni mein. Hún notaði tækifærið og aðstoðaði neðanjarðarhreyfinguna við að smygla skjölum yfir til Portúgals. Hún var seinna heiðruð með Croix de Guerre og Légion d'Honneur orðunum af Charles de Gaulle, yfirhershöfðingja.
Þrátt fyrir vinsældir hennar í Frakklandi náði hún aldrei sömu hæðum í Bandaríkjunum. Þegar hún heimsótti föðurland sitt 1936 til að leika Ziegfeld Follies kolféll sýningin. Eitt sinn var hún stödd í matarboði og talaði þar jöfnum höndum frönsku og ensku með frönskum hreim. Þeldökk þjónustustúlka snéri sér að henni og sagði. "Honey, you is full of shit. Speak the way yo' mouth was born." Josephine lét reka hana.
Hún fékk slæma dóma fyrir sýningar sínar í Bandaríkjunum og New York Times gekk svo langt að kalla hana "negrakellingu". 1937 fór Baker til baka til Parísar, gifti sig þar Frakka að nafni Jean Lion, og sótti um franskan ríkisborgararétt sem hún fékk.
Hún neitaði að sýna hvar þar sem svartir og hvítir áhorfendur voru aðskildir eða svartir voru bannaðir eins og tíðkaðist víða í "fínni" klúbbum. Mótmæli hennar urðu til m.a. að reglum um aðskilnað í Las Vegas í Nevada var breytt.
Árið 1951, sakað Baker, Sherman Billingsley í Stork Clúbbinum í New York um kynþáttafordóma eftir að henni var neitað þar um þjónustu. Hin virta leikkona Grace Kelly sem var þar viðstödd hraðaði sér til hennar, tók í hendi hennar og sagðist aldrei mundu koma þar aftur, sem hún og efndi. Upp frá þessu atviki urðu þær góðar vinkonur og seinna þegar Baker var nær því gjaldþrota, kom Grace sem þá hafði gift sig Rainer Prins af Mónakó.
Baker starfaði talvert með og fyrir samtök blökkumanna í Bandaríkjunum. Hún hélt m.a. ræðu á frægri útisamkomu í Washington árið 1963 þar sem hún, íklædd "Frjálst Frakkland" einkennisbúningi sínum með orðurnar sínar á brjóstinu, var eini kvenkyns ræðumaður mótmælafundarins. Eftir morðið á Martin Luther King bað ekkja hans Coretta Scott, Baker um að taka að sér formennsku í hreyfingunni. Hún hafnað því boði eftir nokkra umhugsun á þeirri forsendu að börnin hennar væru of ung til að missa móður sína.
Árið 1966 var henni boðið af Fidel Castro að halda sýningu á Teatro Musical de La Habana í Havana á Kúbu. Sýning hennar þar setti aðsóknarmet sem enn hefur ekki verið slegið.
Árið 1973, fékk Josephine Baker loks verðugar móttökur í Bandaríkjunum þegar hún opnaði sýningu sína í Carnegie Hall.
Allar götur eftir að jafnréttisbaráttan hófst fyrir alvöru í Bandaríkjunum, studdi Josephine málstað svartra. Hún mótmælti á sinn hátt með því að ættleiða tólf börn af mismunandi kynþáttum og kallaði fjölskyldu sína Regnboga ættbálkinn.
Börn hennar voru Akio (sonur frá Kóreu), Janot (sonur frá Japan), Luis (sonur frá Kólumbíu), Jarry (sonur frá Finnlandi), Jean-Claude (sonur frá Kanada), Moïse (sonur af ættum franskra gyðinga), Brahim (sonur frá Alsýr), Marianne (dóttir frá Frakklandi ), Koffi (sonur frá Fílabeinsströndinni), Mara (sonur frá Venesúela), Noël (sonur frá Frakklandi ) og Stellina (dóttir frá Morkakó)
Um tíma bjó öll fjölskyldan saman í stórum kastala, Chateau de Milandes í Dordogne í Frakklandi. Baker fæddi sjálf aðeins eitt barn, sem þó fæddist andvana árið 1941.
Eiginmenn hennar voru fjórir en vafi leikur hvort hún giftist þeim öllu á löglegan hátt.
- Willie Wells (1919)
- William Howard Baker (1920-23)
- Jean Lion (1937-38)
- Jo Bouillon (hljómsveitarstjóri, 1947-57)
Þann 9. Apríl árið 1975 var haldin í París mikil hátíð þar sem Josephine Baker hélt upp á 50 ára starfsafmæli sitt. Meðal gesta á opnunarsýningin sem var kostuð af Rainier Prins, Grace Kelly og Jacqueline Kennedy Onassis, í yfirfullum sal í Bobino í París, voru fyrir utan kostendurnar, Sophia Loren, Mick Jagger, Shirley Bassey, Diana Ross og LIza Minnelli.
Tveimur dögum seinna fannst Josephine meðvitundarlaus liggjandi á sófa sínum í dagstofu heimilis síns í París með Dagblað í kjöltunni sem var fullt af lofsamlegum greinum um sýningu hennar. Hún hafði fallið í dá eftir heilablóðfall og lést á sjúkrahúsi 12. Apríl 1975, sextíu og átta ára að aldri
Í þessari grein er stiklað á stóru um feril og ævi Josaphine Baker. Heimildir eru m.a. fengnar af ýmsum vefsíðum sem finna má um hana ekki hvað síst héðan og héðan
Menning og listir | Breytt 28.7.2008 kl. 13:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
27.7.2008 | 11:28
Þeldökkur forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum á síðustu öld
Mikið er látið með þá staðreynd að Barack Obama sé fyrsti svarti maðurinn sem nær að tryggja sér útnefningu sem forsetaefni í Bandaríkjunum. Í öllu fjölmiðlafárinu gleymist að hann er alls ekki fyrsti þeldökki maðurinn til að gefa kost á sér til embættisins þótt ekki hafi fylgt útnefning annars af stærstu stjórnmálaflokkunum. Fyrsti þeldökki maðurinn sem það gerði og eitthvað kvað að, var vafalaust djass-snillingurinn Dizzy Gillespie.
Fyrri hluti sjöunda ártugarins voru miklir róstur tímar í sögu Bandaríkjanna. Svartir menn og konur reyndu að varpa af sér oki aldanna og ná fram almennu jafnrétti. Árið 1964 boðaði Dizzy Gillespie, sem þegar var orðinn heimsfrægur sem upphafsmaður Bebops Jass, að hann gæfi kost á sér til forsetaembættisins. Framboðið var vitaskuld sjálfstætt en vakti samt mikla athygli, umtalvert meiri en þau hundruðin fá, sem jafnan bjóða sig fram við hverjar forsetakosningar.
Megin andstæðingar Dizzy voru Lyndon Johnson fyrir Demókrata og Barry Goldwater fyrir Repúblikana.
Dizzy lofaði því að ef hann næði kosningu mundi hann endurnefna "Hvíta húsið" "Blues-Húsið", hann mundi útnefna Ray Charles Yfirbókasafnsvörð Þingsins, Miles Davis að yfirmanni CIA og gera sjálfan Malcom X að dómsmálaráðherra. Varaforsetaefni hans yrði Phyllis Diller grínisti og forsetaritari sjálfur Duke Ellington. Eins og sjá má var framboðið hálfgert grín, en öllu gríni fylgir nokkur alvara. Dizzy gaf út plötu í tilefni framboðsins og breytti einu af sínu kunnasta lagi "Salt Peanuts" í kosningasöng.
Dizzy var ótvírætt einn af merkustu tónlistarmönnum Bandaríkjanna á síðustu öld. Hann var eins og fyrr er getið upphafsmaður Bebop-djassins og mótandi nútíma djass í félagi við Charly Parker, Jelly Roll Morton og Roy Eldridge. Dizzy spilaði á trompet og var auðþekktur fyrir íkonískt 45 gráðu beygjuna á því, þannig að hornið stóð beint út í loftið. Sagan segir að trompetið hans hafi orðið fyrir hnjaski á tónleikaferðalagi 1953 og upp frá því hafi Dzzy heillast af hljóminum og ekki viljað sjá annað eftir það.
Dizzy Gillespie gerðist Bahá'í árið 1970 og var einn þekktasti áhangandi þeirrar trúar. Ég var svo heppinn að kynnast Dizzy aðeins þegar hann kom til Íslands og hélt tónleika fyrir fullu húsi í Háskólabíó 1984 að mig minnir. Ég kunni aldrei að meta djass og langt fram eftir æfi þoldi ég ekki nema léttustu útgáfur hans. Að hitta Dizzy breytti þar litlu um, en það var samt skemmtilegt að hitta þennan mikla tónlistarmann og sjá hann þenja út gúlinn eins og blöðruselur, nokkuð sem engin hefur leikið eftir honum fyrr eða síðar.
Síðustu tónleikar Dizzy voru áætlaðir í Carnegie Hall í New York 1992. Um sama leiti komu Bahaiar hvaðanæva að úr heiminum saman í borginni til að minnast þess að hundrað ár voru liðin frá andláti stofnanda trúarinnar Bahá´u´lláh. Tónleikarnir voru í tilefni 75 ára afmælis Dizzy og framlag hans til minningarhátíðarinnar. Meðal þeirra sem prýddu hljómsveit hans voru Jon Faddis, Marvin "Doc" Holladay, James Moody, Paquito D´Rivera, Mike Longo Tríóið, Ben Brown og Mickey Roker. Því miður tókst Dizzy ekki að taka þátt í tónleikunum þar sem hann lá fyrir dauðanum af völdum Krabbameins. Í gagnrýni um tónleikana var m.a þetta sagt;
"En hver tónlistarmannanna lék af hjartans list fyrir hann, vitandi að hann mundi aldrei leika aftur. Hver þeirra minntist vinar síns, þessarar stóru sálar og mikla frömuðar á svið djass tónlistarinnar"
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
25.7.2008 | 22:42
Vinsælasti bloggari í heimi
Ég hef látið það vera fram að þessu að blogga um blogg eða aðra bloggara. Ég blogga heldur aldrei um fréttir enda fullt af kláru fólki í þeim bransa. En til að setja okkur íslenska bloggara í samhengi við það sem best gerist "út í heimi" langar mig að segja frá vinsælasta bloggaranum í veröldinni samkvæmt Heimsmetabók Guinness.
Hann heitir Yusike Kamiji og bloggar á Japönsku en þrátt fyrir það verð ég að viðurkenna að ég átta mig ekki alveg á hvers eðlis aðdráttaraflið er, en Þið getið dæmt um það fyrir ykkur sjálf hér.
Tölurnar sem tengdar eru blogginu hans eru hreint ótrúlegar og komu honum í heimsmetabókina.
Flestar heimsóknir á dag; 230.755
Flettingar á dag; 5-6 millj. að meðaltali, komst hæst í 13.171.039 þann 12 Apríl s.l.
Þann 17. Apríl fékk hann 56.061 athugasemdir við eina færsluna.
Víst er að Japan sker sig úr mörgum löndum hvað varðar notkun bloggsins. Sjónvarpsstjörnur nota bloggið til að auglýsa þættina sína og framkomur í spjallþáttum o.s.f.r. Svo nota þeir tækifærin þegar þau gefast í sjónvarpinu til að minnast á bloggin sín.
25.7.2008 | 20:04
Hvers vegna er ég hommi?
Hvers vegna er ég hommi? Er ástæðan líffræðileg, félagsleg eða uppeldisleg. Þetta eru spurninginarnar sem John Barrowman leggur upp með að svara í klukkustundar löngum sjónvarpsþætti sem sýndur var í gær á BBC One.
Barrowman nokkuð þekktur sjónvarpsleikari meðal Breta og annarsstaðar þar sem þátturinn Torchwood er sýndur. Hann segist hafa vitað það frá níu ára aldri að hann væri hommi og langaði að fá að vita hvers vegna. Í sjónvarpsþættinum gengur John undir mörg mismunandi próf og kemst að því að heili hans starfar eins og kvenmanns og kynhvöt hans líka.
Eftir að hafa komist að því að ekki er uppeldislegum ástæðum til að dreifa og ekki genískum heldur, kemst hann að þeirri niðurstöðu að orsakir samkynhneigðar hans megi rekja til þess að hann á eldri bróður og að móður hans hafði misst fóstur (dreng) áður en hún átti John. Þetta kann að hafa valdið því að John fékk ekki nægt testosterone á meðgöngutímanum.
Rannsóknir sýna að samkynhneigð er 30% algengari hjá körlum sem eiga eldri bróðir eða bræður.
Ástæðan er sem sagt líffræðileg og hefur með hormónaflæði móðurinnar á meðgöngutímanum að gera. Líkur eru sagðar á að testosterone framleiðsla móðurinnar minnki á meðgöngu seinni sveinbarna og það geti haft þau áhrif að heili þeirra og kynhneigð þroskist eins og hjá kvenmönnum.
Ég veit ekki hversu marktækar niðurstöður Johns eru fyrir aðra homma en þær hljóta að gefa ákveðnar vísbendingar. Þessar niðurstöður vekja líka spurningar um hvort foreldrar (mæður) sem vilja eignast gagnkynhneigð börn, geti tryggt það með hormónagjöfum eftir að kyn barnsins hefur verið greint.
24.7.2008 | 07:07
Tillögur til umbóta fyrir Alþingi og úrelt flokkakerfi landsmanna
Oft hef ég velt fyrir mér gagnsleysi flokkapólitíkur og þessari endalausu vitleysu sem skapast af því að stjórnmálflokkar skiptast á um að vera með eða á móti hvor öðrum, eftir því hverjum tekst að komast í stjórn og hverjum ekki. Stjórn og stjórnarandstaða er ríkjandi stjórnarform í flestum lýðræðislöndum heims og mér finnast slíkir stjórnarhættir vera úreltir og sóun á kröftum þeirra sem vilja vinna samfélaginu heilt en eru hindraðir í því vegna flokkadrátta og pólitísks rígs.
Það væri miklu heilladrýgra fyrir samfélagið að taka upp almennt samráð. Því miður hefur orðið samráð fengið á sig nokkuð slæma merkingu upp á síðkastið hér á landi og er einkum notað um ólöglegt athæfi olíufélaga og gírugra verðbréfabraskara. Það samráð sem ég á við er ákveðin leið eða aðferð til að meðhöndla mál, ná niðurstöðu um þau og sátt um framkvæmd þeirra.
Ef að til dæmis að einstaklingar væru kosnir til þings hér á landi, frekar en flokkar, mundu þingmenn geta tileinkað sér þessa aðferð sem ég er viss um að yrði samfélaginu til mikilla bóta. Þess má geta að hægt er að nota þessar meginreglur samráðs á öllum sviðum þjóðfélagsins, í hjónaböndum og fjölskyldum, félögum og félagasamböndum hverskonar. Allstaðar þar sem tvær eða fleiri skoðanir kunna að koma fram. Kjarninn í samráði er að stuðla að samkomulagi á þann hátt að sameina sjónarmið í stað þess að láta þau valda sundrungu. Það hvetur til ólíkra skoðana, en vinnur gegn valdabrölti sem er svo algengt í þeim kerfum sem annast ákvarðanatöku og við þekkjum best. Reyndar má líta svo á að þar sem skoðununum lýstur saman myndast oft neisti sannleikans. Grundvallarmarkmið samráðs er einmitt að finna sannleikan, í stað stöðugra málmiðlanna eða hrossakaupa.
Hér kemur samráðsleiðin brotin niður í fjóra megin punkta;
- Upplýsingum skal safna eins víða og framast er unnt og leita eftir ólíkum sjónarmiðum. Þetta getur falið í sér að leita álits sérfræðinga - svo sem lögfræðinga, lækna eða vísindamanna. En líka getur þetta þýtt að leitað sé upplýsinga utan hefðbundinna sérgreina, eða að reynt sé að gaumgæfa skoðanir einstaklinga í samfélaginu sem eiga sér ólíkan bakgrunn. Mikilvægt er að málsaðilar samþykki að allar fáanlegar upplýsingar liggi fyrir áður en lengra er haldið.
- Meðan á umræðum stendur, verða þátttakendur að leitast við að vera eins opinskáir og hreinskilnir og mögulegt er, en sýna samtímis fullan áhuga á skoðunum annarra. Persónulegar árásir, úrslitakostir eða fordómafullar staðhæfingar skal forðast.
- Þegar hugmynd er fram komin,verður hún með það sama eign hópsins. Þó að þessi staðhæfing virðist einföld, þá er þetta þó ef til vill djúptækasta regla samráðs, því að með þessari reglu hætta allar hugmyndir að vera eign einstaklings, hóps eða stuðningsflokks. Þegar þessari reglu er fylgt, eru þær hugmyndir, sem fram koma, af einlægri löngun til að þjóna í mótsögn við hugmyndir sem fram eru bornar af persónulegri metorðagirnd eða flokkadráttum.
- Hópurinn leitar eftir samhljóða samþykki, en hægt er að taka meiri hluta ákvörðun til þess að fá fram niðurstöðu og taka ákvörðun. Mikilvægt viðhorf til þessarar grunnreglu er sá skilningur að þegar ákvörðun hefur verið tekin, þá er öllum í hópnum skylt að standa í einingu um þá ákvörðun - án tillits til hverjir studdu hana.
Í þessum skilningi getur ekki verið um að ræða neitt minnihluta álit eða viðhorf andstöðunnar. Ef ákvörðun er röng kemur það í ljós í framkvæmdinni - en þó því aðeins að hópurinn, sem ákvörðunina tók, og reyndar samfélagið í heild, standi heilshugar að baki henni.
Fylgið við eininguna tryggir að ef ákvörðun eða áætlun gengur ekki upp, þá er vandinn fólginn í hugmyndinni sjálfri,en ekki í skorti á stuðningi frá samfélaginu eða þrákelnislegu andófi andstæðinga.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
23.7.2008 | 18:09
Farinn í gönguferð með didgeridú og búmerang að veiða Kengúrur
Að fara í gönguferð (walkabout) hefur ekki sömu merkingu meðal okkar flestra og það hefur á meðal frumbyggja í Ástralíu. Menning þeirra og tungumál sem töldu allt að 750 mismunandi mállýskur áður en hvíti maðurinn kom til skjalanna seint á átjándu öld, hafa átt í vök að verjast. Enn eimir samt eftir af þjóðháttum þeirra og orð eins didgeridú, búmerang og Kengúra ( Kangooroo) sem eru komin úr málum frumbyggjanna, eru þekkt víðast hvar í heiminum. Þegar landnám hvítra mann hófst í Ástralíu er talið að tala frumbyggja hafi verið nálægt 750.000 manns. Í dag telja þeir um 410.000.
Saga frumbyggjanna er um margt afar merkileg, ekki hvað síst fyrir þær sakir að enn hefur ekki verið skýrt hvernig þeim tókst að komast frá Afríku yfir til Ástralíu fyrir allt að 125.000 árum eins og sumir fræðimenn halda fram en fundist hafa staðfestar mannvistarleifar í Ástralíu sem eru 40.000 ára gamlar.
Sjálfir tala frumbyggjar um forsögulega tíman sem Altjeringa eða"draumaskeiðið" (dreamtime). Draumaskeiðið á við um þann tíma þegar forfeður þeirra og skaparar sem þeir kalla "fyrsta fólkið" ferðuðust um suðurhluta álfunnar og nefndu alla hluti um leið og þeir sköpuðu þá.
Draumaskeið hefur einnig ákveðna merkingu í daglegu lífi frumbyggja. Það er einskonar samheiti yfir afstöðu þeirra til náttúrunnar og samskiptin við anda forfeðranna. Þeirra á meðal eru Regnbogaslangan, Baiame og Bunjil svo einhverjir séu nefndir. Hér kemur ein sagan úr digrum sjóði arfsanga sem tilheyra draumaskeiðinu.
Öll veröldin svaf. Allt var hljótt, ekkert hreyfðist, ekkert gréri. Dýrin sváfu neðanjarðar. Dag einn vaknaði Regnbogaslangan og skreið upp á yfirborðið. Hún ruddi sér leið um jörðina. Eftir að hafa farið um landið varð hún þreytt og hringaði sig upp og sofnaði. Þannig skildi hún eftir slóð sína. Þegar hún hafði farið um allt, snéri hún til baka og kallaði á froskana. Þegar þeir komu voru magar þeirra fullir af vatni. Regnbogaslangan kitlaði þá og þeir fóru að hlægja. Vatnið gusaðist upp úr þeim og fylltu slóða Regnbogaslöngunnar. Þannig urðu til ár og vötn. Gras og tré uxu í kjölfarið og jörðin fylltist af lífi.
Manndómsvígsla frumbyggjana nefnist gönguferð (walkabout). Þrettán ára að aldri halda ungir menn einir út í óbyggðirnar til að fylgja svo kölluðum Yiri eða söngvarákum sem eru slóðir forfeðranna sem farnar voru á draumaskeiðinu. Þeim er ætlaða að endurtaka hetjudáðir áanna, finna sjálfa sig og spjara sig sjálfir á þessari þrautagöngu. Hver ganga tekur ekki minna en sex mánuði og mun lengur ef hugur þeirra og hjarta býður þeim svo. Frumbyggjar fara líka í gönguferð seinna á ævinni eða þegar andinn kallar á þá. Án þess að gera neinum viðvart halda þeir út í buskann, oft frá konu börnum og ferð þeirra verður ein samfelld pílagrímsferð um landið þvers og kruss. Samneyti við andanna og draumalíf er megin tilgangur gönguferðanna.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 19:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
23.7.2008 | 13:06
Apakattarkónungurinn - Meiri monkey business

Apakattarkóngurinner byggð á sannri sögu um frægan munk sem hét Xuan Zang og var uppi á tímum kínverska Tang veldisins (602-664). Eftir áratuga prófraunir og erfiðleika, kemst hann fótgangandi til Indlands, þar sem Búddismi er uppruninn. Þar fær hann hinar þrjár heilögu bækur Búddismans. Hann snýr heim og þýðir sútrurnar á kínversku og brýtur þannig blað í sögu Búddismans í Kína.
Apakattarkóngurinn er táknræn ferðasaga sem er blönduð kínverskum ævintýrum, dæmisögum, goðsögum, hjátrú, flökkusögum, skrímslasögum og nánast hverju öðru sem höfundurinn fann í Taoisma, Búddisma og kínverskri alþýðutrú. Þótt margir af lesendunum verði fangaðir af lærdóminum og viskunni sem í sögunni er að finna, halda rýnendur því gjarnan fram að kjarna sögunnar sé að finna í einni söguhetjunni (Apakettinum) sem er uppreisnarseggur sem mótmælir harðlega ríkjandi lénsherraskipulagi þeirra tíma.
Apakötturinn er sannarlega uppreisnargjarn. Samkvæmt sögunni er hann fæddur af steini sem var gerður frjór fyrir miskunn himins og jarðar. Hann er afar skynsamur og lærir fljótt öll brögð og galdra Gonfu listarinnar af ódauðlegum Tao meistara. Hann getur m.a. tekið á sig sjötíu og tvær mismunandi myndir, eins og trés, fugls, rándýrs eða skordýrs sem getur skriðið inn í líkama óvinar síns og barist við hann innan frá. Hann getur ferðast 108.000 mílur í einum kollhnís með því að nota skýin sem stiklusteina.
Hann gerir tilkall til að vera Konungur í blóra við hið eina sanna vald sem ræður himni, höfum, jörð og undirheimum, Yù Huáng Dà Dì, eða "Hins mikla keisara Jaðans". Þessi drottinssvik auk kvartanna meistara hinna fjögurra úthafa og Hels, kalla yfir Apaköttinn stöðugar erjur við útsendara frá hinum himneska her. Slagurinn berst um víðan völl og hrekur Apaköttinn út í haf eitt þar sem hann finnur fjársjóð drekakonungsins sem er langur gullofinn járnstafur sem notaður er sem kjölfesta vatnanna. Stafurinn hefur þá náttúru að geta minkað og stækkað eftir þörfum og verður að uppáhalds vopni Apakattarins. Fyrst reynir á krafta stafsins þegar Apakötturinn skellir sér til Hels (undirheimanna) og skorar á Hades konung á hólm til að hann þyrmi lífi sínu og félaga sinna og eignist eilíft líf.
Eftir margar orrustur við hinn hugrakka Apakattarkonung og jafnmarga ósigra hins himneska hers, á hinn himneski einvaldur ekkert eftir nema dúfnaherinn sem enn hafði ekki fengið tækifæri til að semja um frið. Dúfurnar bjóða apakettinum formlegan titil á himnum en án teljanlegs valds. Þegar að Apakötturinn kemst að því að hann hefur verið plataður og að hann er orðinn miðdepill spotts og háðs á himninum, gerir hann uppreisn aftur og berst alla leið aftur til jarðar þar sem hann tekur upp fyrri stöðu sem "Konungur".
Að lokum fer svo að hinn himneski her með aðstoð allra herguðanna tekst að handsama hinn nánast ósigrandi Apakött. Hann er dæmdur til dauða. En allar aftökuleiðir gagna ekki gegn honum. Höfuð hans er úr bronsi og axlir úr járni þannig að sverðin hrökkva af honum og verða deig. Að lokum skipar himnakeisarinn svo fyrir að hann verði lokaður inn í ofni þeim sem Tao meistarinn Tai Shang Lao Jun býr til töflur eilífs lífs. Í stað þessa að drepa Apaköttinn verður eldurinn og reykurinn til þess að skerpa svo sjón hans að nú getur hann séð í gegnum holt og hæðir. En og aftur nær hann að sleppa og finna sér leið til jarðarinnar.
Algerlega ráðlaus leitar hinn himneski Keisari til sjálfs Búdda og biður hann um aðstoð. Budda fangelsar Apaköttinn undir miklu fjalli, þekkt undir heitinu Wu Zhi Shan (Fimm fingra fjall). Apakötturinn lifir samt af þunga fjallsins og fimm hundruð árum seinna kemur honum til bjargar Tang munkurinn Xuan Zang sem getið er í upphafi sögunnar.
Til að tryggja að munkurinn komist heill á höldnu til vestursins og finni sútrurnar, hefur Búdda komið því svo fyrir að Apakattarkóngurinn verði leiðsöguamaður hans og lífvörður í gerfi lærlings hans. Tveir lærlingar bætast fljótlega í hópinn og allt er með vilja og ráðum Budda gert. Einn þeirra er svín sem fyrrum hafði verið hershöfðingi í hinum himneska her en brotið af sér gegn himnakeisaranum. Hinn er sjávarskrímsli sem einnig hafði verið hershöfðingi en er nú í útlegð fyrir afbrot sem hann hafði framið þá hann var í þjónustu Himnakeisara.
Þessir ferðafélagar halda nú í vestur ásamt hesti einum sem sendur er þeim til aðstoðar og er endurfæddur drekasonur. Saman finna þeir umgetnar sútrur. Ferðasagan er full af undrum og ævintýrum eins og merkja má af þessu hraðsoðna yfirliti forsögunnar.
Myndskreytta söguna í heild sinni má lesa hér á ensku
Meiri monkey business:
Api (ekki apaköttur) sýnir hér mikla djörfung við að stríða tígrisdýrum. Þetta er kannski ekki fallega gert hjá honum en hann er bara svo fyndinn.
Bækur | Breytt s.d. kl. 14:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.7.2008 | 20:42
Fjölþjóðleg fjölskylda Baracks Obama
Verði Barack Hussein Obama kosinn forseti Bandaríkjanna í haust, mun hann verða fyrsti forsetinn með alþjóðleg fjölskyldutengsl sem spanna fjórar heimsálfur.
Foreldrar og fósturfaðir
Móðir Obama; Stanley Ann DUNHAMvar fædd 27. Nóvember 1942í Wichita, Kansas og lést 7. Nóvember 1995 af legkrabbameini. Hún hóf háskólanám sitt við Háskólann á Hawaii árið 1960. Þar hitti hún fyrri mann sinn; Barack Hussein OBAMA eldri. Hann og Stanley Ann DUNHAM voru gefin saman árið 1960 á Hawaii og áttu saman Barack Hussein OBAMA yngri, f. 4. Ágúst 1961.
Barack Hussein OBAMA eldri var fæddur 1936 í Nyangoma-Kogelo, Siaya Héraði í Kenya. Hann lést í bílslysi í Nairobi í Kenyaárið 1982. Hann skildi eftir sig þrjár eiginkonur, sex syni og eina dóttur. Öll börn hans búa í Bretlandi eða í Bandaríkjunum nema eitt. Einn bræðranna lést árið 1984 og er grafinn í þorpinu Nyangoma-Kogelo, Siaya héraði í Kenya.
Systkini
Fjölskyldusaga Obama yngri er dálítið flókin. Svo virðist sem faðir hans hafi þegar verið giftur þegar hann gekk að eiga Stanley Ann móður hans. Hann átti konu í Kenýa, Kezia að nafni. Að sögn Stanley Ann höfðu þau Obama eldri og Kezia verið gefin saman af öldungum þorps þeirra en engin skjöl voru til að sanna það. Með Kezia átti Obama eldri tvö börn, Roy og Auma, sem bæði starfa núna við félagsþjónustuna í Berkshire í Englandi.
Það hefur verið til þess tekið eftir að Obama yngri tryggði sér forsetaefnisútnefninguna að hálf bróðir hans Roy er trúaður múslími. Hann er sagður hafa snúið baki við lífsstíl veturlandabúa eftir bitra reynslu og horfið aftur til trúar föður síns og afa og Afrískra gilda.
Þegar Obamavar tveggja ára skildu foreldrar hans. Faðir hans fluttist til Connecticut til að halda áfram menntun sinni. Þegar að Obama eldri lauk námi sínu við Harvard og héllt til baka til Kenýa var þriðja kona hans Ruth (Bandarísk) í för með honum. Sú ól honum tvo syni og einn að þeim lést í mótorhjólaslysi. Obama eldri hélt áfram að hitta Kezia fyrstu konu sína eftir komu sína heim.
Þegar Obama yngri var sex ára giftist móðir hans Lolo Soetro, frá Indónesíu. Árið 1967 þegar að óeirðir miklar brutust út þar í landi, missti Soetro námspassann sinn og þau hjónin urðu að flytjast til Jakarta. Þar var hálf-systir Obama, Maya Soetro fædd.
Fjórum árum seinna sendi Stanley Ann son sinn til Bandaríkjanna til að búa hjá Afa sínum og Ömmu.
Barack Obama yngri útskrifaðist frá Columbia Háskóla og síðan Harvard Law School, þar sem hann hitti konuefni sitt Michelle Robinson. Þau eiga tvær dætur; Malia og Sasha.
Afar og ömmur
Föður afi Obama yngri hét Hussein Onyango OBAMA og var fæddur árið 1895 en lést árið 1979. Áður en hann gerðist ráðsettur matreiðslumaður fyrir trúboða í Nairobi, ferðaðist hann víða og barðist m.a. fyrir Bretland í fyrri heimsstyrjöldinni. Hann heimsótti Evrópu og Indland og bjó um tíma í Zanzibar þar sem hann yfirgaf Kristna trú og gerðist múslími. Hussein Onyango OBAMA átti margar konur. Fyrsta kona hans Helima bar honum engin börn. Með annarri konu sinni Akuma eignaðist hann Söru Obama, Barrack Hussein Obama eldri og Auma Obama.
Þriðja kona Onyangos var Sarah og er sú sögð vera amma Obama foretaefnis. Hún sér að mestu leiti um fjölskylduna eftir að Akuma lést langt um aldur fram.
Móðurafi Obama yngri hét Stanley Armour DUNHAM og var fæddur 23. Mars 1918 í Kansas og lést 8. Febrúar 1992 í Honolulu á Hawaii. Hann er jarðsettur í Punchbowl National Grafreitinum í Honolulu, Hawaii.
Móðuramma Obama hét Madelyn Lee PAYNE og var fædd 1922 í Wichita, Kansas. Hún er enn á lífi og býr í Oahu á Hawaii.
Stanley Armour DUNHAM og Madelyn Lee PAYNE voru gefin saman 5. May 1940.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
22.7.2008 | 11:32
Sacha Baron Cohen
Hver kynslóð á sér sínar hetjur og fyrirmyndir, sína uppáhalds tónlist og hljóðfæraleika, leikara og grínista. Allt frá því að Charles Chaplin reið á vaðið í túlkun sinni á flækingnum broslega og brjóstumkennanlega, hefur heimurinn notið grínleikaranna, sem hafa gert heiminn ögn þolanlegri með því að birta okkur skoplega spegilmynd af honum. Margir grínarar láta sér nægja að fleyta sér á yfirborðinu og er það mest í mun að framkalla hlátur. En svo eru þeir sem dýpra kafa, stinga á graftrakýlunum í samfélaginu og fá okkur til að horfa á sjálf okkur í spéspeglinum. Fremstur meðal þeirra í dag er að mínu mati Sacha Baron Cohen.
Sacha Baron Cohen (f. 1971 í Englandi) varð fyrst frægur fyrir sköpun sína á karakternum Ali G, hip-hop gervigangster sem í viðtölum sínum við mektarfólkið opinberaði fordóma þess og stundum fáfræði með afar eftirminnilegum hætti.
Næsta fígúra Sacha Baron Cohen er Austurríski og samkynhneigði tískublaðamaðurinn Bruno sem ekkert virtist heilagt. Hann leggur fyrir viðmælendur sínar spurningar sem sýna greinilega hversu afmörkuð sjónarhorn þeirra eru við yfirborðsmennsku tískuheimsins.
Hann hélt áfram á sömu braut sem Kasakstaneski fréttaritarinn Borat sem ferðaðist um Ameríku og fletti ofan af kynþáttafordómum Bandaríkjamanna og fáfræði þeirra um menningu annarra landa.
Hér er myndband 9 mín. þar sem Sacha ræðir við David Letterman um karakterana sína
21.7.2008 | 12:13
Rannsókn hvarfs Madeleine McCann hætt í Portúgal
Nýjustu fréttir frá Portúgal herma að yfirsaksóknari í Madeleine McCann málinu hyggist tilkynna að rannsókn málsins verði hætt að hálfu yfirvalda þar í landi. McCann hjónin munu eflaust ekki láta af leit sinni og halda áfram að auglýsa eftir stúlkunni sinni.
Síðan að Medeleine hvarf hafa hátt í eitt þúsund börn (undir 14 ára aldri) horfið í Bretlandi og ekkert til þeirra spurst. Þrátt fyrir hina yfirgripsmiklu leit sem gerð var að Madeleine og þá heimsathygli sem hún vakti og að hún hafi að hluta til verið réttlætt með því að segja að athyglin mundi koma öðrum hvarfsmálum til góða, þekkja fáir nöfn þeirra hundruða sem horfið hafa síðan Medeleine hvarf. Ekkert bendir til að fjölmiðlafárið í kring um hvarfið eða eftirmálar þess hafi komið að gagni við að beina athygli fólks að barnahvörfum svo þau mættu verða fátíðari.
Það sem eftir stendur er þetta;
Líkt og McCann hjónunum fyrr á þessu ári, hefur Robert Murat, sem grunaður var um tíma að eiga aðild að hvarfinu, nýlega verið dæmdar háar skaðabætur (600.000 pund) og afsökunaryfirlýsingar frá 11 fréttablöðum, Sun, Daily Express, Sunday Express, Daily Star, Daily Mail, London Evening Standard, Metro, Daily Mirror, Sunday Mirror, News of the World og the Scotsman og Sky sjónvarpsstöðinni fyrir að vera ranglega opnberlega ásakaður um að eiga sök á hvarfi Madeleine.
McCann hjónunum voru dæmdar í bætur 550.00 pund í leitarsjóð Medeleine.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
21.7.2008 | 01:07
Bonoboar
Langt inn í myrkviði Kongó er enn að finna hina gleymdu apa-ætt Bonoboa. Menn komust ekki að því að þeir voru sjálfstæð apategund fyrr en árið 1928. Þeir eru stundum kallaðir Suðurbakka-apar vegna þess að heimkynni þeirra eru á suðurbakka Kongó árinnar og þar með voru aparnir lengi vel afar einangraðir.
Vísindamenn safna nú sem flestum gögnum um Bobnoboa því þeir eru í mikilli útrýmingarhættu af völdum manna sem ágirnast kjöt þeirra. Menn þarfnast skiljanlega þessa kjöts þar sem þeir hafa ekki tíma til að hirða um búfénað eða rækta jörðina á þessum slóðum, vegna anna við að drepa meðbræður sína í borgarastyrjöldinni sem þarna hefur geisað upp síðustu ár.
Bonoboa samfélögunum er stjórnað af kvennategundinni, sem tekur sig saman og þvingar karltegundina til undirgefni. Samfélagið byggist upp á einskonar "elskumst ekki berjast"reglu og kemur m.a. fram í því að árásarhvöt allri er svalað í kynlífi. Kynlíf er sem sagt ekki eingöngu stundað á meðal Bonboa til að fjölga tegundinni. Mikið hefur verið fjallað um kynlíf Bonoboa og me.a. bent á þá sem dæmi um samkynhneigð meðal dýra. Staðreyndin er að þeir eru flestir Bi-Sexual.
Þeir eru að auki svo viðkvæmir að mikill hávaði og læti getur orðið þeim að aldurtila. Þannig fór t.d. með fyrstu Bonoana sem voru geymdir í dýragarði í Berlín í þýskalandi fyrir fyrra stríð. Þeir dóu allir úr skelfingu þegar sprengjuárás var gerð á borgina. Simpansana í næsta búri sakaði ekki.
Bonoboar láta svo vel að afkvæmum sínum að barnadráp er svo til óþekkt á meðal þeirra, ólíkt sem gerist hjá öðrum öpum. Vel hefur gengið að kenna þeim táknmál og sagt er að Bonoboa api hafi náð að þekkja allt að 600 tákn. (Meðal daglegur orðaforði íbúa í New York er um 250 orð)
20.7.2008 | 08:57
Nöldur og fordómar kynslóðanna
Vandamálið við brandara um gamalt fólk er að þeir ýta undir og styðja klisjuna að gamalt fólk geri lítið annað en að bíða eftir því að deyja. Unglingum t.d. þykir afar óþægilegt að tala um gamalt fólk og leiða það hjá sér að ef allt gengur að óskum endum við öll einmitt þannig.
Í sjálfu sér finnst mér ekkert að því að segja brandara um gamlingja, svo fremi sem við sjáum þá ekki sjálfa sem brandara. Á því er mikill munur.
Tveir gamlir öldungar sátu á bekk og ræddust við.
Ég er orðin svo gamall, sagði annar þeirra, að ég get ekki lengur pissað í einni bunu. Þetta kemur í rykkjum og skrykkjum og það tekur mig venjulega 10 mínútur að klára.
Vildi ég að ég væri svona heppinn, svaraði hinn. Á hverjum morgni klukkan sjö, stendur úr mér bunan, kraftmikil eins og úr stóðhesti.
Hvað er að því?, spurði sá fyrri.
Ég vakna ekki fyrr en klukkan hálf átta.
Það er hjákátlegt að horfa á náföla og búlemíu-granna semi-rokkara stramma hrátt sama gripið út í gegn á gítarinn og væla með sundurlausar setningar um tímarit og sígarettur í míkrófóninn. Undan hvaða hlandvotu tímaskekkju rekkju skriðu þessir gæjar? Lögin eru flatliners sem ekki krefjast neins til að flytja annars en óréttlætanlegs og óforskammaðs sjálfsálits. Hálflukt augun og klesst hárið eru ímynd drug-indúseraðs meðvitundarleysis sem greinilega er nauðsynlegt til að þrauka í gegn um þessa reynslu. Og þegar hryllingnum loks líkur má merkja á töktunum að þessir herrar telja sig hafa farið með ódauðlegt listaverk.
Sama listræna illgresið kemur úr barka svörtu drengjanna úr slömmum stórborga Ameríku. Þeir hópast enn saman til að ryðja úr sér óskiljanlegri orðasúpu í takt við trommuheila og vilja meina að það sé tónlist. Þeir láta mynda sig í þröngum húsasundum, skúmaskotum eða stigagöngum klæddir í hólkvíðar treyjur til að fela hamborgara-mittis-skvapið, með buxurnar á hælunum samkvæmt þreyttri tísku sem varð til í fangelsum Bandaríkjanna fyrir margt löngu, þar sem beltisólar og reimar eru fjarlægðar til að viðkomandi hengi sig ekki í þeim. Allt í kring um þá dilla ungar druslulega klæddar stúlkur lendunum sínum og nudda þeim upp að piltunum eins og breima kettir. Þær haga sér raunar í fullu samræmi við textann sem drengirnir fara með, (sem þó er ekki hægt að skilja nema þú fáir hann á prenti) en hann er fullur af niðurlægjandi kenningum um kvenfólk. Jó bró handahreyfingarnar og stöðugt kynfærakáf drengjanna eru eflaust í þeirra huga nauðsynleg kultúrísk auðkenni, en eru í raun hallærislegir og afdankaðir götustælar sem tjá vanmátt og pirring hins óupplýsta og kúgaða manns.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
19.7.2008 | 18:51
Krissy Wood - Smá eftirmáli við skúbbið
Í gær brá ég mér af bæ og heimsótti hjón sem ég þekki lítillega og búa í nærliggjandi smábæ. (Bradford on Avon) Þar voru samankomnir á heimili hjónanna nokkrir af vinum þeirra sem ég hafði aldrei hitt áður.
Þegar líða tók á kvöldið kom að tali við við maður sem kynnti sig sem Tom. Kvaðst Tom þessi hafa starfað mikið með þekktum hljómsveitum hér í Bretlandi, aðallega sem sviðsmaður og m.a. tekið þátt í að setja saman hið fræga svið sem Pink Floyd notaði í hljómleikaferð sinni The Wall. Mér varð á að minnast á að ég hefði hitt fyrir tilviljun Ronnie Wood á dögunum og við það viðraðist Tom allur upp og sagðist hafa þekkt vel fyrri konu Ronnies, Kryssy Wood sem lést 2005 langt um aldur fram. Hann lét gamminn geysa langt fram eftir kvöldi og hafði frá mörgu að segja.
Þegar hann loks kvaddi og fór, kom húsfreyjan til mín og sagðist hafa heyrt ávæning af samræðum okkar. Hún sagði jafnframt að Tom þessi hefði verið grunaður um að vera sá sem "skaffaði" Krissy Wood valíum töflurnar sem drógu hana til dauða eftir að hún hafði tekið þær inn í ómældu magni. - Þetta varð til þess að ég fór að leita mér frekari upplýsinga um Krissy og það sem ég komst að er svo furðulegt og lærdómsríkt að ég má til með að deila því með ykkur.
Fyrirsætan Krissy Wood var heimsfræg hljómsveitafylgja (groupía) og eiginkona Ronnie Wood gítarleikara Rolling Stone, dó í skugga fremur villtrar fortíðar sinnar. Hún er ekki eina konan sem skilin hefur verið eftir drukknandi í kjölfari hljómsveitarinnar.
Krissy byrjaði á toppnum; hún sagðist hafa tapað meydóminum á sófa mömmu sinnar í Ealing með Eric Clapton. Þá hét hún Krissy Findley og kom úr strangtrúaðri Rómversk-kaþólskri fjölskyldu, gekk í skóla sem heitir Gregg Grammar og þótti gaman að dansa og hlusta á hljómsveitir.

Munmælasagan segir að hún hafi verið ábyrg fyrir því að Ronnie fór að spila með Stones. Kvöld eitt kom hún heim úr klúbbi í London með Keith Richard í eftirdragi. Hún kynnti hann fyrir Ronnie og þeir byrjuðu að semja saman. 1974 fóru Stones í hljómleikaferð og þá tóku þeir Ronnie með sér.
Ári 1975 var Krissy ákærð í Kingston Crown Court fyrir að neyta kókaíns. Eftir það hélt hún með George Harrison til villu hans í Portúgal.
Ronnie virtist afar ánægður með það, sem ekki ber að undrast, því hann var á leiðinni til Barbados eyja með konu Harrisons, fyrirsætunni Patti Boyd. (Hún skildi seinna við Harrison og giftist Clapton.) Krissy og Harrison urðu elskendur og þegar þau komu til baka frá Portúgal tóku þau á móti mökum sínum á heimili Harrisons í Friar Park í Oxfordskýri.
Hvernig þeim fundi reiddi af fer ekki sögum af hér, en fljótlega eftir þann fund hélt Krissy til Los Angeles og hóf þar samband við John Lennon, sem þá var giftur Yoko Ono. Það var Krissy sem var með Lennon þegar að plötuframleiðandi einn miðaði á hann byssu sinni. Lennon kastaði sér yfir Krissy til að vernda hana. Hvorugt meiddist. Í annað skipti voru þau bæði borin út úr partýi hjá Díönu Ross eftir að ólyfjan hafði verið blandað í drykki þeirra.
Daginn fyrir andlát sitt hringdi hún í vin sinn og sagði að allt væri í lagi en 24 tímum seinna lá hún andvana á sófa hans. 150 manns sóttu útför hennar sem gerð var frá Mortlake Crematorium og Ronnie, sem var viðstaddur með Jo, var sagður yfirbugaður af sorg.
Saga Krissy eftir að hún skildi við Ronnie er dæmigerð fyrir örlög margra grúpía sjötta áratugarins. Jo Jo Laine sem missti meydóminn með Jimi Hendrix og átti elskhuga á borð við Rod Stewart og Jim Morrison, giftist síðan Denny Laine, gítarleikara the Moody Blues og síðan Wings, varð alkóhóli og heróíni að bráð. Hún var loks lokuð inni á þunglyndislyfjum eftir að hún komst að því að Denny hafði sofið hjá bestu vinkonu hennar. Þá mætti nefna Marianne Faithfull, Marsha Hunt, Mandy Smith, Anitu Pallenberg sem dæmi um konur sem steinarnir frægu rúlluðu yfir og skildu eftir misjafnlega á sig komnar um aldur og ævi.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 19:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)