Ólympíuleikarnir í Aþenu 1896

ii8zbpIk_Panathenaean%20StadiumFyrstu endurreistu Ólympíuleikararnir  voru eins og kunnugt er haldnir í Panaþeníu leikvanginum í Aþenu árið 1896. Þá voru liðin 1503 ár frá því að síðustu Ólympíuleikar voru haldnir. 80.000 áhorfendur sóttu leikana sem voru settir á mánudagsmorgun eftir páska þann 6. Apríl.  Á nýju leikunum var aðeins keppt í níu greinaflokkum en fjöldi keppenda var 311 frá 13 löndum. Grikkir voru lang-fjölmennastir eða 230.

Allir keppendur voru  karlar því konum var ekki leyft að taka þátt í Ólympíuleikum fyrr en á öðrum leikunum í París árið 1900. Á fyrstu leikunum var enginn ólympíukindill og það var ekki fyrr en í Amsterdam 1928 að hann notaður og ekki tíðkaðist að hlaupa með hann um götur fyrr en 1936 í Berlín.  

Leonidas_PyrgosFyrsti Ólympíumeistarinn sem var krýndur á leikunum í Aþenu var grikkinn Leonidas Pyrgos og hlaut hann gullverðlaun fyrir skylmingar. Hann var borinn um götur Aþenu á háhesti og hylltur af fjöldanum.

Í Aþenu var í fyrsta sinn keppt í maraþonhlaupi. Sigurstranglegastur var talinn frakkinn Albin Lermusiaux sem digurbarkalega hafði lýst því yfir að enginn af hinum 12 þátttakendunum mundi hafa roð í sig. Einn þátttakendana var grískur bóndi sem hét Louis Spyridon.Viðurnefni hans var "vatnsberinn" þar sem hann hafði vatnsburð að aukastarfi og af því að hann þjálfaði sig með því að hlaupa um með fötur fullar af vatni. Hlaupið lá m.a um þorpið Pikermi og þar staldraði Lois við og fékk sæer vínsopa. Hann kvaðst engar áhyggjur hafa af hinum hlaupurunum því hann mundi fara fram ú þeim öllum áður en yfir lyki.  Eftir 32 km. gafst Albin hinn franski upp, örmagna af þreytu. Um tíma leiddi Ástralinn Teddy Flack hlaupið, en svo fór á endanum að hann gafst upp líka og Louis tók forystuna.

Þegar að það fréttist að Louis hafði tekið forystu í  hlaupinu, byrjaði áhorefndaskarinn að hrópa Hellene, Hellene. Hann kom lang-fyrstur í mark (tími hans var 2:58:50) og grísku prinsarnir; Konstantín og Georg þustu inn á leikvanginn og hlupu með honum síðasta hringinn.

Louis hafði á meðan hlaupinu stóð innbyrt, vín, mjólk, bjór, egg og appelsínusafa. Við sigur hans brutust út mikil fagnaðarlæti og hann var hylltur á marga lund. Sagt er að konungur hafði boðið Louis að þiggja af sér hvað sem hann ósakaði sér og að Louis hafi beðið hann asna og kerru til að auðvelda sér vatnsburðinn.

fEx3G725_100_metre_start_1896_gamesFagnaðarlætin urðu ekki minni þegar að tveir næstu hluparar til að koma í mark,  voru líka grikkir. Reyndar var sá þriðji dæmdur úr leik þegar í ljós kom að hann hafði tekið sér far með hestvagni hluta leiðarinnar og þriðja sætið var dæmt ungverjanum Gyula Kellner.

Louis var verðlaunaður í bak og fyrir af löndum sínum. Hann fékk að gjöf skartgripi og frýja klippingu ævilangt hjá rakara einum. Hvort hann nýtti sér það er ekki vitað en hann snéri aftur í þorpið sitt með nýja kerru og keppti aldrei aftur í hlaupi af nokkurri tegund.  Hann hélt áfram að vinna fyrir sér sem bóndi og vatnsberi og seinna sem lögreglumaður þorpsins.

Árið 1926 var hann samt handtekinn og sakaður um að hafa falsað gögn um herþjónustu sína. Hann sat í fangelsi eitt ár en var síðan sýknaður af öllum sakargiftum. Sú uppákoma olli miklu fjaðrafoki í Grikklandi á sínum tíma, eins og von var.

Spiridon_louisLouis kom síðast fram opinberlega á sumarleikjunum í Berlin 1936. Honum var boðið þangað sem fánabera fyrir gríska liðið og tók við ólívugrein frá Ólympíufjalli úr hendi Adólfs Hitlers sem friðartákni.

Spiridon1Louis lést nokkrum mánuðum áður en Ítalir réðust inn í Grikkland. Fjölmargir leikvangar í Grikklandi og öðrum löndum eru nefndir eftir honum, þ.á. m. Ólympíuleikvangurinn í Aþenu þar sem leikarnir voru haldnir 2004.

Á Grikklandi er til orðatiltækið Yinome Louis, (að verða Louseraður) sem merkir að "hverfa á harða hlaupum."

 

 


Elsti Ólympíu-verðalaunahafinn strákar, enn er von!

121Á Ólympíuleikunum í Andverpen í Belgíu 1920 var skoska skyttan Óskar Swahn næstu búinn að næla sér í gullverðlaun en endaði með silfrið. Það sem geri það afrek enn merkilegra er að Óskar var þá sjötíu og tveggja ára gamall.

Greinin var; Dádýr á hlaupum, tvímenningur. Já, þið lásuð rétt, dádýr á hlaupum, tvímenningur,  var skotkeppni þar sem fjórar riffilskyttur reyndu að hitta skotmark á hreyfingu sem leit út eins og dádýr. Keppt var í slíkri skotkeppni á ólympíuleikunum frá 1908 - 1924 og aftur 1936 og 1948.  

Óskar var sérfræðingur í dádýrum á hlaupum. Hann hafði unnið til gulls á Ólympíuleikum þegar hann var sextíu og fjögurra ára, þá elsti ólympíumeistari allra tíma, met sem enn stendur. Og á Ólympíuleikunum þar áður, þá sextugur, hafði hann einnig unnið til verðlauna, í sömu grein að sjálfsögðu. Sonur hans Alfreð, var einnig skytta mikil og deildi verðlaununum með föður sínum í bæði skiptin auk þess sem hann vann til margra verðlauna sjálfur

 


Það sem ég held um hamingjuna; heimatilbúin heimspeki.

Hver sem við erum, hvað sem við gerum , eigum við eitt sameiginlegt; við erum öll að eltast við hamingjuna. Ég geng að því sem gefnu að mismunandi skilningur sé lagður í hugtakið "hamingja" en ég geng líka að því sem gefnu að við þráum öll hugaró, velværð og góða heilsu. Það er vissulega hluti af hamingjunni.  

Japönsk stelpaÉg held að hamingja allra standi á þremur stöplum. Þeir eru þessir; sköpun, þjónusta og þekking. Með þessu er ég ekki að meina bara eitthvað, heldur nákvæmlega það sem orðin þýða.

Ég held að enginn geti verið hamingjusamur án þess að skapa eitthvað. Flestir eru sí skapandi, jafnvel án þess að gera sér grein fyrir því. Auðvitað er listræn sköpun hluti af jöfnunni en ég á fyrst og fremst við hversdagslega hluti eins og matseld, sem er afar skapandi og getur verið afar listræn. Að þvo og strauja þvotta er líka list og mikil sköpun æi því ferli fólgið. Jafnvel að þrífa sjálfan sig og umhverfi sitt heyrir undir sköpun.

Ég held lík að enginn geti orðið hamingjusamur án þess að þjóna einhverju eða einhverjum. (Ég gæti alveg eins notað orðið að elska í staðinn fyrir að þjóna) Margir finna hamingju í að þjóna ástvinum sínum, fjölskyldu sinni eða jafn vel samfélaginu. Sumir setja markið enn hærra og þjóna heiminum. Ef þeim tekst það verða þeir hamingjusamastir allra. Svo eru aðrir sem þjóna bara sjálfum sér og eignum sínum. Þeir eru óhamingjusamastir allar.

Ég held að engin geti verið hamingjusamur án þess að þekkja, sig, umhverfi sitt, fjölskyldu sína og umheiminn. Þekkingarþörfin gerir okkar að mönnum og virkar eins og óseðjandi fíkn. Við þurfum stöðugt að vita, jafnvel það sem ekki er hægt að vita. En þekkingaröflunin gerir okkur samt hæfari, betri og hamingjusamari persónur. Þetta er það sem ég held um hamingjuna.

 


Stóra málið

Það er eins og einhver gúrka sæki að bloggurum almennt þessa dagana. Hver færslan á eftir annarri er naflablogg, blogg um blogg, bloggvini og ást og hatur á blogginu. Ég veit ekki hvað veldur, því út í heimi gerast stórtíðindin; stríð að hefjast í austur Evrópu, 10.000 íþróttamenn samankomnir í Bejiing og Obama á leið í sumarfrí til Hawaii. En kannski er það bara hollt að líta í egin barm af og til og sjá svona svart á hvítu hver staðan er. 

Ég eins og mörg önnur "skúffuskáld" sem eru að spreyta sig á bloggi, leita stundum í skúffurnar til að setja á bloggið, þegar lítið er um að vera í kollinum á mér. Þetta getur þó verið erfitt því ekki gagnar að setja neitt "of langt" á bloggsíðu, þá nennir enginn að lesa það. Ég ætla samt að brjóta þá gullnu reglu einu sinni enn og birta hér einþáttung sem mér er reyndar svolítið annt um. Hann var fluttur fyrir nokkrum árum Iðnó, en það voru fáar sýningar, enda um tilraunastarfsemi að ræða. Það tekur ekki nema svona 15 mínútur að lesa hann í gegn, en ég verð ekkert móðgaður þótt þið gefist upp. En þeir sem lesa mega alveg segja sína meiningusvanur1.

Stóra málið

PERSÓNUR 

HANN, karlmaður á þrítugsaldri

BARBARA, kona á fimmtugsaldri

 SVIÐIРLátlaus bekkur í almenningsgarði. Á hann fellur gult ljós frá lágu götuljósi.  BÚNINGAR Hann er berfættur.Hún er klædd í rauða kápu og hefur ljósblátt sjal um herðarnar og í rauðum háhæluðum skóm.   (Hvíslandi raddir fortíðar hefjast um leið og BARBARA gengur inn á sviðið og um stund fylgjast áhorfendur með viðbrögðum hennar við þeim þar sem hún gengur um)Hversvegna. Komdu, komdu með mér. Ekkert mál. Mikið ertu snotur. Hversvegna greiðir þú þér ekki. Drusla. Þetta verður okkar leyndarmál. Komdu. Tækifærin eru alls staðar. Það sem svíkur mig, svíkur einnig þig. Ég elska þig. Lifðu lífinu lifandi. Komdu með. Nokkuð gott, á að fara í háskóla. Lofar þú ... Vilt þú ganga að eiga ... þetta viðundur ... Góða vertu ekki að pæla í þessu. Er þetta allt og sumt. Börn, já ég elska börn. Þurrkaðu framan úr þér. Lítið mál. Ég fékk þetta í London. Fer í rauðu skóna. Elskar þú mig. Þú flytur bara inn. Hver borgar reikningana á þessu heimili. Vertu bara þú sjálf. Ég vil verða gamall með þér. Þegiðu. Vinna, þetta er ekki að vinna. Góða reyndu að hafa þig svolítið betur til. Þú sofnar strax af þessu.Veit ekki. Rauða varalitinn já svona ... Má ekki vera að því ... Ertu að fitna. Snúðu þér við druslan þín. Stundum verður maður að hugsa um sjálfan sig. Hver er ég. Hver ert þú. Lítið mál. Það sem svíkur mig, svíkur einnig þig. Ég drep þig. Þvoðu framan úr þér. Ég elska Róm. Rauðu kápuna, hún passar. Ég veit það ekki. Þú ert og verður alltaf hóra. Komdu með. Vertu ekki að pæla í þessu, það skilur þetta enginn hvort sem er. Ég elska þig ekki. Ég elska þig. Blátt er litur sannleikans. Reyndu að nota höfuðið kona. Það sem svíkur mig, svíkur einnig þig. (Hvíslið þagnar. Hún sest á bekkinn, tekur upp fullt pilluglas og gerir sig hikandi líklega til að sturta úr því upp í sig en hættir við, stingur því í vasann, stingur höndunum í vasana og lokar augunum)    

HANN

(Gengur inn á sviðið, blístrandi eins og maður á kvöldgöngu og þefar af óútsprunginni rós. Staldrar við og virðir BARBÖRU fyrir sér. Gengur síðan til hennar) Gott kvöld. Er þér ekki sama þótt ég setjist hérna?

 

BARBARA

(Opnar augun) Æ...Mín vegna. Þetta er víst fyrir almenning.

 

HANN

(Lítur í kringum sig) Reyndar á ég ekki um annað að velja, ég verð að setjast hérna niður, nákvæmlega hérna. Þannig lagað var spurningin óþörf. (Brosir)

 

BARBARA

Auðvitað áttu um annað velja. Til dæmis getur þú sest á bekkinn þarna.

 

HANN

Nei, á hann get ég ekki sest.

 

BARBARA

Nú, hvers vegna?

 

HANN

Vegna þess að þú ert hér en ekki þar.

 

BARBARA

Hvað hef ég með það að gera hvar þú sest niður og hvar ekki.

 

Hann

Ég á erindi við þig.

 

BARBARA

Erindi? Hvaða erindi áttu við mig.

 

Hann

Ja til að byrja með ætla ég að færa þér þetta. (Réttir henni rósina)

 

BARBARA

(Tekur við blóminu dálítið óörugg) Hver ert þú?

 

Hann

Nákvæmlega núna er ég kannski bara rósberi.

 

BARBARA

Æ ég er bara ekki í skapi fyrir neitt rósamál. Segðu mér hver þú ert eða hafðu þig á burt.

 

HANN

Ég er bara sendisveinn.

  

BARBARA

Sendisveinn? Sendisveinn hvers? Sendi fávitinn hann Einar þig kannski? (Leggur rósina á bekkinn á milli þeirra)

 

HANN

Einar? Nei nei. Hann heitir ekki Einar.

 

BARBARA

Segðu honum að láta mig í friði.

 

HANN

Það var ekki Einar sem sendi mig

 

BARBARA

Nú hver þá?

 

HANN

Ég held að svo komnu að það sé best að láta það liggja á milli hluta. Þú myndir ekki trúa því hvort eð er.

 

BARBARA

Vertu ekki svo viss um það. Þú ert nú ekki fyrsti furðufuglinn sem á leið minni verður. Hvað heitirðu?

 

HANN

Ekki neitt. En þú mátt gefa mér nafn ef þú vilt.

 

BARBARA

Ég, hvers vegna ætti ég að gefa þér nafn?

 

HANN

Svo að þú getir kallað mig eitthvað.

 

BARBARA

Ég get alveg kallað þig „ekki neitt“ því þessa stundina ertu nákvæmlega það í mínum augum.

 

HANN

Einmitt.

 

BARBARA

Jæja „Ekkineitt“, ætlarðu að koma þér að erindinu?

 

HANN

Tja, ég veit að þetta hljómar dálítið einkennilega svona upp úr þurru, en eiginlega langaði mig til að ræða við þig svona almennt um lífið og tilveruna.

    

BARBARA

Ég er alls ekki viss um að þetta sé algjörlega upp úr þurru hjá þér, en er það eitthvað sérstakt sem þér liggur á hjarta? Til dæmis hvar sé hægt að gera bestu skókaupin í borginni þessa stundina? (Lítur á fætur hans)

 

HANN

(Lítur einnig niður á fæturna) Æ, ég vissi að það var eitthvað sem ég gleymdi.

 

BARBARA

Og hvað hefur berfættur maður, sem ekki vill segja til sín eða á hvers vegum hann er, að segja um lífið og tilveruna út í almenningsgarði um hánótt.

 

HANN

Reyndar hefur skóleysið aldrei háð mér fram að þessu, en ég sé hvað þú meinar. Skór, ekki hvað síst réttir skór, eru afar mikilvægir. Þeir eru vissulega hluti af stóra málinu. Einmitt það sem ég ætlaði að ræða við þig um.

 

BARBARA

(Hæðin) Stóra málinu já. Og það er aftur?

 

HANN

Tilgangur lífsins.

 

BARBARA

Noh, ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. Jæja, er ekki nóg komið af þessari vitleysu. Ég hef nóg annað við tímann að gera en að ræða við einhvern ókunnugan rugludall hér úti í garði um hánótt. (Tekur rósina, stendur upp og gerir sig líklega til að fara) 

HANN

Ókunnugan já, þú heldur það. En eins og hvað?

 

BARBARA

En eins og hvað, hvað?

 

HANN

Hvað annað hefur þú við tímann að gera?

 

BARBARA

Ég hef um nóg annað að hugsa. Hluti sem koma þér ekkert við.

 

HANN

Já, auðvitað. Eins og hvaða hluti?

 

BARBARA

Skólaus og heyrnarlaus líka. Ég sagði að þeir kæmu þér ekkert við.

 

HANN

En það bíður ekkert eftir þér. Hvergi, nema hérna. Áttu þetta ekki að vera leiðarlok?

 

BARBARA

(Snýr til baka með þjósti)Hvað þykist þú vita um mig herra „ekki neitt“. Þú veist nákvæmlega ekki neitt. Kemur hér aðvífandi veifandi óútsprunginni rós og reynir að tjatta mig upp í einhverjar umræður um lífið og tilveruna sem þú hefur augljóslega ekkert um að segja sem skiptir máli, eins og reyndin er um alla nafnlausa, heyrnarlausa og skólausa sendisveina þessa heims.

 

HANN

Ég veit til hvers þú komst hingað. En það breytist ekkert við að gera það sem þú ætlar að gera.

 

BARBARA

Hver ertu?

 

HANN

(Stendur upp og gengur um) Ég veit að þú veist ekki hvað þú átt að halda um mig þessa stundina. Þú heldur ef til vill að ég sé einhver rugludallur með alvarlegar geðraskanir. Eða kannski er ég einhver sem er bara að reyna að komast í bólið hjá þér á þennan undarlega hátt. Það er alltaf líkleg skýring þegar karlmaður fer að haga sér undarlega, er það ekki?

  

BARBARA

Þú fyrirgefur, en mér finnast þessar samræður næsta fáránlegar. Ég skil ekki hvað ég er að gera hérna enn þá. (Stendur upp og býst til að fara)

 

HANN

Þú ert hér enn vegna þess að þú ályktar sem svo að þú hafir engu að tapa eins og komið er. Þú heldur uppi þessum „hvað er ég enn að gera hér“ vörnum aðeins ef vera kynni að enn verr sé komið fyrir mér en þér.

 

BARBARA

Það er ekki eins og þú sért eitthvað voðalega traustvekjandi.

 

HANN

Já ég sé núna að það voru hræðileg misstök að gleyma að fara í skó. En þú valdir þó alltént rétta skó til að fara í við þetta tækifæri, var það ekki?

 

BARBARA

Þeir eru reyndar orðnir svolítið jaskaðir, en ég ætlaði ekki langt.

 

HANN

Þeir hafa einhvern tímann verið virkilega fallegir og gætu orðið það aftur ef þú hugsaðir dálítið um þá.

 

BARBARA

Þú ert skrambi leikinn í þessu. Ertu gluggagægir líka?

   

HANN

Staðreyndin er auðvitað sú að ef þú treystir mér ekki hljómar allt sem ég segi, hvort sem það er lygi eða sannleikur, eins og hlægilegur þvættingur.

 

BARBARA

(Sest aftur niður)Orð og aftur orð. Við erum ekki það sem við segjum, heldur það sem við gerum.

 

HANN

Í upphafi var orðið eitt.

 

BARBARA

Og orðið er orðið ekki neitt.

 

HANN

(Brosir) Já ég mátti svo sem búast við því að ég kæmi ekki að tómum kofunum, en ég er ekki staddur hér fyrir tóma tilviljun.

 

BARBARA

Þú hefur það allavega fram yfir mig. Mér finnst að ég sé hérna fyrir tilviljun. Undantekning frá reglu hlýtur að vera tilviljun ekki satt, eða ertu ef til vill vanur að leggja leið þína hingað á þessum tíma?

 

HANN

Ha, nei ég var sendur hingað sérstaklega.

 

BARBARA

Já, alveg rétt. Til að færa mér þessa óútsprungnu rós og ræða um tilgang lífsins. Af hverju settirðu rósina ekki í vatn?

 

HANN

Það er vissulega líka hluti af stóra málinu.

 

BARBARA

Einmitt stóra málið. Skór og rósir, var það ekki?

 

HANN

Jú jú, en ekki bara skór og rósir.

 

BARBARA

Þú ert kannski tilbúinn að segja mér núna hver sendi þig.

 

HANN

Jæja þá. Málalengingalaust er ég svarið.

 

BARBARA

Svarið? Auðvitað. Við hvað spurningu og hver spurði?

  

HANN

Ekki við spurningu, heldur bæn.

 

BARBARA

Bæn? (Hæðin) Að sjálfsögðu. Hvernig læt ég. Þetta er svo augljóst. Tími til kominn að blanda æðri máttarvöldum í málið. Þú ert auðvitað himnasendingin mín, bjargvætturin, sendur með öll svörin á örlagastundu. Kanntu annan betri.

(Hlær hæðnislega) Þú ert sem sagt hvað, einhverskonar engill þá. Fallinn engill kannski?

 

HANN

Ekki beint fallinn. Allavega ekki í þeirri merkingu sem þú leggur í það orð.

 

BARBARA

En ég sé enga vængi, varstu vængstýfður áður en þú varst sendur af stað?

 

HANN

Vængir engla eru bara listræn útfærsla. Soldið gamaldags en virkar samt ágætlega. Heilagur Tómas Aquinas taldi að englar væru hreinar vitsmunaverur og því ætti að sýna þá sem vængjuð höfuð eingöngu. En það er jú önnur saga.

 

BARBARA

Verst hvað vafist hefur fyrir mörgum að finna þessi svör. Allavega mér. Eða kannski eru spurningarnar rangar?

 

HANN

Það er rétt að mörgum gengur illa, ekki að finna svörin, heldur að sætta sig við þau. Flestir vilja að sannleikurinn sé einhver annar en hann í raun og veru er.

 

BARBARA

(Lítur á hann full efasemda) Og kraftaverk maður. Þú hlýtur að geta framkvæmt þau að vild. Enginn loddaraskapur eða ódýr trikk. Engar hálfkaraðar útvarpsmiðils-skyggnilýsingar. Allir eru jú í uppnámi út af einhverju, allir hafa áhyggjur og alla verkjar einhvers staðar. Þú getur látið verkin tala er það ekki?

 

HANN

Það er nefnilega málið að þau duga heldur ekki til. Hvað til dæmis gætir þú hugsað þér að taka sem óræka sönnun fyrir því að ég sé sá sem ég segist vera?

 

BARBARA

Ef þú værir það raunverulega, þá þyrfti ég ekki að segja það.

 

HANN

Ég var samt að vona að þú kveiktir á strax og við hófum samtal okkar.

  

BARBARA

Mér fannst nú þetta svona frekar almennt orðað hjá þér áðan. Lífið og tilveran, skór og rósir, stóra málið.

 

HANN

Það var ekki hægt að orða þetta á nákvæmari hátt svona til að byrja með.

 

BARBARA

Að sjálfsögðu ekki. Annars áttirðu á hættu að þurfa útskýra annað en það sem sést á yfirborðinu. Að staðhæfa hið augljósa er svo auðvelt. En það fer lítið fyrir alvöru svörum hjá þér.

 

HANN

Svörin veitast þeim sem eru einlægir.

 

BARBARA

En það vill bara þannig til að ég hef ekki verið að biðja um nein svör.

 

HANN

(Hikandi) Það var ekki að bænheyra þig.

 

BARBARA

Nú jæja, þá einhvern sem ég þekki þó ég geti ekki ímyndað mér hver það ætti að vera.

 

HANN

Nei, það er varla hægt að segja það.

 

BARBARA

Nú, hvern þá?

 

HANN

Son þinn.

 

BARBARA

Þarna ókstu langt út af loddarinn þinn. Ég á engan son. Og nú held ég að nóg sé komið, vertu sæll hver sem þú ert og gangi þér betur með næsta fórnarlamb. (Stendur upp og skundar burtu) 

HANN

Þú áttir son þótt þú hafir ákveðið að fæða hann ekki.

 

BARBARA

(Snarstansar og snýr við) Hver ertu eiginlega?

 

HANN

Þú veist hver ég er. „Ekki neitt“ er það ekki? Annars er ég best skilgreindur sem sendisveinn þótt það hljómi hátíðlega.

  

BARBARA

Þú ætlast sem sagt til að ég trúi þeirri vitleysu?

  

HANN

En hvað er ég þá?

 

BARBARA

Þú ert allavega eitthvað verulega skrýtinn. Engir skór og engir vængir.

Þú segir að það hafi verið drengur?

 

HANN

Já.

 

BARBARA

Á ég þá eftir að brenna í einhverju helvíti fyrir það líka?

 

HANN

Ekki öðru en því sem þú brennur í núna.

 

BARBARA

(Verður klökk) Hvað vissi ég, nítján ára. Hann sagðist elska mig.

 

HANN

Þú treystir honum. Trúðir honum.

 

BARBARA

Hann sagði að þetta væri ekki neitt og það var satt. Aðgerðin var lítið mál.

 

HANN

Einmitt, ekki neitt.

  (Þögn) (Þau setjast bæði á bekkinn aftur. BARBARA leggur rósina aftur á milli þeirra og þurrkar tár úr augunum) 

BARBARA

Gott og vel. Mér líður akkúrat núna eins og ég sé á fyrsta stefnumótinu þegar maður verður að staldra nægilega lengi við til að átta sig á því hvort maður geti hugsað sér að hitta náungann aftur.

 

HANN

Þú getur verið viss um að við eigum eftir að hittast aftur.

 

BARBARA

Ha, þú þykist sem sagt vita lengra en nef þitt nær.

  

HANN

Einmitt. Það er stóra málið.

 

BARBARA

Jæja komdu þá með það, hvað er þetta stóra mál sem þú kliðar stöðugt á.

 

HANN

Að þekkja tilgang sinn. Sjáðu nú til. Tilgangur allra hluta býr í eðli þeirra. Ef þú þekkir eðli þeirra þekkir þú tilganginn.

 

BARBARA

(Örg) Hvert ertu tengdur eiginlega? Í einhverja guðfræðilega orðsifjabók?

 

HANN

Vertu bara róleg. Þetta er ekki svo erfitt að skilja. Eðli hluta er ákvarðað af eiginleikum þeirra. Tökum sem dæmi þennan bekk sem við sitjum á. Svo að hægt sé að skilgreina hann sem bekk þarf hann að hafa alla eiginleika bekkjar og sem slíkur er eðli hans að vera þannig að hægt sé fyrir fólk að sitja á honum. Ef þessi bekkur hefði vitsmuni mundi hann vera hamingjusamur núna því hann væri að uppfylla tilgang sinn samkvæmt eðli sínu.

 

BARBARA

Já ég sé, við sitjum sem sagt á hamingjusömum bekk.

 

HANN

Það má segja það. En þú ert ekki bekkur.

 

BARBARA

Þakka þér fyrir að taka eftir því. Oftast líður mér nú samt þannig.

 

HANN

Já vegna þess að þú hefur ekki eins og margir náð að uppfylla tilgang þinn. Í raun og veru ertu sál sem hefur líkama, um stundarsakir allavega. Í sálinni búa frumhvatir sem allir menn finna til en vita flestir ekki til hvers á að nota. Þegar allt kemur til alls má segja að þessar andlegu frumhvatir séu aðeins tvær. Að þekkja og tilbiðja.

 

BARBARA

Reyndar hef ég aldrei tilbeðið neitt eða neinn um ævina.

 

HANN

Ekki það nei. Manstu hvað þú vildir líkjast mömmu þinni þegar þú varst lítil? Manstu hvað þú dáðir kvikmyndaleikarana, og popp- og íþróttastjörnurnar þegar þú varst unglingur? Seinna reyndir þú að helga þig manninum þínum, eða öllu heldur mönnunum þínum. Einbýlishúsunum og bílunum, allt þetta sem þú eyddir tíma þínum ósínkt í að halda hreinu og fáguðu. Meira segja á hnjánum.

 

BARBARA

Þú getur nú varla kallað svona hversdagsverk tilbeiðslu.

 

HANN

Hvað var það annað en tilbeiðsla? Sönn tilbeiðsla er ekki bara falin í orðum sem beint er til einhvers sem fólk dýrkar, heldur í gjörðum og þjónustu við það.

 

BARBARA

Ég þekki fullt af fólki sem aldrei hugsar neitt um þessa hluti. Það bara vaknar á morgnana, fer í vinnuna, græðir peninga, borðar, hlær, elur upp börnin sín og deyr, reyndar sumt löngu áður en það gefur upp andann.

 

HANN

Það má líka nota skiptilykil fyrir hamar með ágætum árangri. Og það er satt að sumir reyna að fullnægja sínum andlegu frumþörfum með því að tilbiðja efnið, helga sig því og tileinka sér það. Þeir eyða ævinni í að raða saman ánægjustundum í lífinu og kalla það hamingju. Þú hefur reynsluna af því ekki satt.

 

BARBARA

Hinir dauðu grafa hina dauðu, var það ekki einhvernvegin svoleiðis?

  

HANN

Og núna þrátt fyrir allt, finnurðu enn fyrir þörfinni að tilheyra og að tileinka þig einhverju. Þörfin að tilheyra, líkjast og tileinka sig, er ekkert annað en birting þarfarinnar til að tilbiðja. Henni er ekki alltaf beint á réttar brautir, en hún er þarna.

 (Þögn) 

BARBARA

(Leggur frá sér rósina aftur á bekkinn) En hvað með ástina? Þú hefur ekkert minnst á hana. Hvar kemur hún inn í myndina?

 

HANN

(Tekur upp rósina og lætur BARBÖRU hafa hana aftur) Að elska er að þekkja. Að þekkja er að helga sig því og tileinka sér það sem maður þekkir. Þannig er ástin hluti af tilbeiðslunni. Þetta er snákurinn sem bítur í halann á sér.

 

BARBARA

„Ekki neitt“! Ég held mig langi til að gefa þér nafn eftir allt saman. Ég ætla að kalla þig Guttorm.

 

(Þögn)

 

HANN

Er Myndin eitthvað að skýrast?

   

BARBARA

Satt að segja er ég enn að reyna að átta mig á hvar ég er stödd í veraldarsnák sem gleypir sjálfan sig.

 

HANN

(Stendur upp og gerir sig líklegan til að hverfa á braut). Þú ert samt að átta þig á stóra málinu. Hver eiginleg staða þín er í alheiminum.

 

BARBARA

Staða? Er ég ekki bara miðaldra kona á hamingjusömum bekk í almenningsgarði á spjalli við engil um miðja nótt?

 

HANN

Stundum er stóra málið falið í einu orði.

 

BARBARA

Eitt galdraorð og allt fellur í rétta stafi. Bara að það væri svona einfalt. En lát heyra, endilega, lausnarorðið. Mig grunar samt að það eigi eftir að geta af sér fleiri.

 

Hann

Þjónn.

  

BARBARA

Þjónn?

 

HANN

Staða þín er staða þjónsins. Þú ert sköpuð og sérstaklega hönnuð ef svo má að orði komast, til að vera þjónn og ekkert annað. Mennirnir eru haldnir þeirri firru að þér séu skapaðir til að ríkja, ríkja yfir umhverfi sínu og meðbræðrum sínum. Algjörlega andstætt tilgangi sínum reynir maðurinn að brjóta undir sig það sem ekki tilheyrir honum og getur aldrei tilheyrt honum, mannshjartað. Í því býr hið sanna vald og vald tilheyrir ekki manninum.

 

BARBARA

Þjónn?

 

HANN

Staða þjónsins er æðsta staða sem manninum getur nokkurn tíma hlotnast. Svo einfalt er það nú. Hlær og skellir saman höndunum)

 

BARBARA

Svo ég hef þá alla tíð verið nokkuð nálægt þessu. Ég man ekki eftir tíma í lífi mínu þar sem ég hef verið í öðru hlutverki en hlutverki þjónsins.

 

HANN

Það skiptir máli hverjum þú þjónar og hvernig.

 (Þögn) 

BARBARA

Og hvað gerist svo?

 

HANN

Það breytist ekki margt alveg strax, nema kannski skilningur þinn. Hann hefur breyst ekki satt.

 

BARBARA

(Hlægjandi)Nýr himinn og ný jörð.

 

HANN

Það sem þú gerir, gerir þú í ljósi þess sem þú veist. Nýr skilningur kallar fram breytingar smám saman. Þær byrja með því að þú gerir það sem gera þarf næst, fullviss í huga og hjarta að þér er ekki ætlað að gera neitt annað.

 

BARBARA

Heyrðu, er þetta kannski það sem kallað er að fá köllun? Næst, hvað kemur næst?

 

HANN

Fékkstu þér að borða í kvöld?

 

BARBARA

Reyndar, hvað kemur það málinu við?

 

HANN

Ertu búin að þvo upp?

 

BARBARA

Nei, ég var alls ekki í formi til þess.

 

HANN

Næst er að þvo upp og ganga frá eftir kvöldmatinn heima hjá þér.

 

BARBARA

Þvo upp?

 

HANN

Já, ef allir myndu þvo upp eftir að þeir eru búnir að borða væri heimurinn miklu betri. Þó að hamingjan sé reist á andlegri hegðun verður þú að feta hinn andlega stíg með praktískum fótum. Andleg hegðun felur í sér sjálfsnægju hvert sem hlutverk okkar er í lífinu.

 

BARBARA

Og eftir allt þetta er niðurstaðan að ég á eftir að vaska upp.

 

HANN

(Gengur út af sviðinu) Já, reyndar og koma rósinni í vatn. (Hlær með sjálfum sér) Guttormur!

 

BARBARA

(Lokar augunum og stingur höndunum í vasana á kápu sinni. Stutt stund líður þar til hún opnar augun aftur. Á meðan heyrast raddir fortíðarinnar sem smámsaman dofna og nýjar raddir yfirgnæfa þær en þagna síðan)

  

NÝJAR RADDIR

Bergmál af tali HANS.

 (Hún opnar augun og stendur upp, tekur hendur úr vösum og tómt pilluglas dettur á gólfið. Hún tekur upp pilluglasið, horfir á það undrandi og svo í kringum sig. Gengur síðan burtu.) Endir

Stóra stundin í Kína nálgast

_44903092_5cef25ee-b192-40fa-8a22-a36d569d4f55Þá segja Kínverjar allt til reiðu fyrir opnunarhátíðina í dag og sjaldan eða aldrei hefur slíkur öryggisviðbúnaður sést.

100,000  auka lögregluliðar eru búnir að taka sér stöðu víðsvegar um Bejiing borg og flugvöllum í borginni verður lokað á meðan hátíðin sjálf fer fram.

Á opnunarhátíðinni koma fram um 10.000 manns og billjón sjónvarpsáhorfendur munu fylgjast með henni í beinni útsendingu.

Þrátt fyrir það er mengunarstigið í borginni aðal áhyggjuefnið. Fáir bílar fara nú um borgina og í þessum töluðu orðum hefur mengunin minkað talvert frá því sem var í gær.  Þeir sem eru á ferli virðast allir tengjast leikunum á einhvern hátt. Þoka hvílir yfir borginni og a.m.k. einn talmaður leikanna lét hafa eftir sér að hann hefði áhyggjur af því að hún mundi trufla hátíðina.

Opnunarhátíðin mun vera byggð á 5000 ára sögu Kína og er undir stjórn  kvikmyndaleikstjórnas  Zhang Yimou.

Jacques Rogge, formaður Alþjóðlegu Ólympíunefndarinnar ver með kjafti og klóm þá ákvörðun að halda leikana í Kína og segir að hann vonist til að ´þeir hjálpi til að "Kína skilji heiminn og heimurinn Kína. "

Pollution graph
 


Hvers virði eru kennarar, svona eftir á að hyggja?

Ef að við viljum sjá og skilja hvort við höfum þroskast eitthvað eftir að við erum orðin fullorðin, ( það er ekkert sjálfgefið að þroski fylgi ára og hrukkufjölda) ættum við að bera saman afstöðu okkar til kennaranna okkar, eins og hún var þegar þeir kenndu okkur og hvernig hún er núna þegar við óskum þess eins að við hefðum verið betri nemendur.

image004Ef þú sérð núna að kennarar eru mikilvægasta starfstétt í heimi á eftir bændum, er þér ekki alls varnað. Ef þú skilur að Þeir einir kunna að láta bókvitið í askana og án þeirra yrði heimurinn aftur miðaldadimmur og án yls, ertu að nálgast þann skilning á kennurum sem eðlilegur getur talist.

Ef þú hvorki sérð eða skilur þetta, skaltu ekki hafa hátt og láta sem ekkert sé. Þetta kemur kannski.

Ég skrifa þessar laufléttu hugrenningar vegna þess að einn af kennurunum mínum kom í heimsókn á bloggsíðuna mína í kvöld.

Mér varð hugsað til hlutskiptis þeirra sem í raun eru ábyrgir fyrir því hvernig við hugsum. Kennararnir mínir komu og fóru, gerðu það sem þeim var falið að gera án þess að ég þakkaði þeim neitt fyrir það sérstaklega. Þeir voru flestir í mínum augum óvinurinn sem stöðugt reyndu að fá þig til að gera það sem þig langaði ekki að gera. Bara að ég hefði farið eftir þeim, en ekki mér. -

Gylfi Guðmundsson var íslenskukennarinn minn í tvo vetur í Gagnfræðaskóla Keflavíkur fyrir margt löngu og ég á honum margt að þakka. Fyrir utan að vera frábær kennari eins og ferill hans ber vitni um, sagði hann mér fyrstur frá Stapadrauginum, útskýrði fyrir mér falið gildi ljóðagerðar, gerði íslensk orð spennandi og felldi mig ekki í málfræði þrátt fyrir slælegan árangur minn á prófunum. Takk fyrir það allt Gylfi. 


Ólympíuleikar í skugga mengunnar og mannréttindabrota

r234713_942681Það rétt svo logar á Ólympíukyndlinum fyrir mengun, þar sem hlaupið er með hann eftir   Kínamúrnum sem er að hálfu hulinn mistri. "Ekki mengun" segja talsmenn kínversku Ólympíunefndarinnar, heldur þoka. Þrátt fyrir það sýna mengunarmælar allt upp í sjö sinnum meiri mengun en æskileg er.

Kyndilinn hefur dregið að sér mótmæli nánast hvar sem hann hefur farið umheimsálfurnar fimm fram að þessu og sjálfur Bush lét hafa eftir sér í gær all-sterka gagnrýni á Kína vegna mannréttindamála.

Hann tiltók sérstaklega fanga sem eru í haldi vegna mannréttindabaráttu og trúar sinnar. 

Kína svaraði með því að segja að í undirbúningi hafi þeir haft að leiðarljósi að setja "fólkið í fyrirrúm", hvað sem þeir meina með því.

Að öðru leiti er þetta helst að frétta af Ólympíuleika- málum

  • Fleiri en 40 íþróttamenn hafa undirritað bréf sem gagnrýnir Kína og fer fram  á "friðsama lausn" á málum Tíbet.
  • Suður og norður Kórea  munu ekki ganga saman inn á leikvanginn á opnunarhátíðinni eins og þær gerðu á síðustu ólympíuleikum.
  • Bandarískur hópur sem vaktar róttækar vefsíður segir að kínverskir íslamistar hafi sett  á Uighur mælandi síðu, myndband sem sýni sprengingu yfir Ólympíuleikvanginum í Bejiing.
  • Hópar Tíbeta hafa staðið fyrir miklum mótmælum í Indlandi, Tíbet og Nepal á aðfarardegi leikanna.
  • Kína hefur valið körfuboltaleikmanninn Yao Ming til að vera fánaberi á opnunarhátíðinni.

Sneypuför Mugabe á Ólympíuleikana

mugabe-crazyForseti ZIMBABWE  Robert Mugabe, hefur samkvæmt nýjustu fréttum snúið aftur til Zimbabwe, en hann var á leið til að vera viðstaddur opnunarhátíð Ólympíuleikanna í Bejiing. Honum var snúið heim aftur þar sem hann var staddur í Hong Kong, þar sem hinum var tilkynnt af kínverskum yfirvöldum að honum væri ekki boðið að taka þátt í hátíðinni. Mugabe hélt því til baka í gær og sagðist þurfa að sinna mikilvægum innanlands málum.

Þetta var afar snjallt af Kínverjum sem hafa verið sakaðir um að vera bestu vinir Mugabe og sent honum óspart vopn og vistir fyrir herinn hans. Svo eru þeir líka að hjálpa honum að "þróa" landið og eiginlega halda honum, tindátum og pótintátum hans uppi. Nú  verða þeir ekki sakaðir um að hýsa "einræðisherrann" og þeir forða öllum öðrum frá að þurfa að hitta hann. Sá fundur hefði nefnilega getað orðið all vandræðalegur. Alla vega eru Þeir Bush og Óli save í bili frá því að þurfa að heilsa Mugabe, nú skítuga barninu  í Afríku sandkassanum.

PS. Svo ætti einhver af ráðgjöfum Mugabe að láta hann vita að það er ekkert rosalega snjallt svona pólitískt séð og í ljósi mannkynssögunnar að safna svona yfirvarar-skeggi.

 

 


Leikkonan eilífa...

bacalllauren_bacallHún hefur þegar leikið í um 130 kvikmyndum um ævina. Undanfarin 10 ár hefur hún leikið í a.m.k. einni kvikmynd árlega og nú er verið að leggja síðustu hönd á næstu kvikmynd hennar Wide blue Yonder.

Hún var fædd 16. Sept. árið 1924 í New York og gefið nafnið Betty Joan Perske. Hún var aðeins 19 ára þegar hún fékk fyrsta hlutverkið sitt og það var aðalhlutverk á móti mesta karlkyns kvikmyndastjörnu þess tíma;  Humfrey Bogart. Myndin hét; To have and to have not og árið var 1944 og hún hafði tekið sér nýtt nafn, Lauren Bacall.

svmarriage11Hún er þektust fyrir film noir myndirnar; The Big Sleep (1946) og Dark Passage (1947) og sem grín-myndina  How to Marry a Millionaire.(1953)   

Árið 1981 var hún valin Kona ársins í USA en  kunnust er hún samt fyrir að vera eiginkona Humfrey Bogarts sem hún giftist 1945 og lék síðan á móti honum í fjölda kvikmynda.

Eftir að hafa hjúkrað Bogie sem barðist við krabba, á banalegunni, lét hún hafa þetta eftir sér;  "Ég setti feril minn á bakhelluna þegar ég giftist Bogie. Þegar hann lést kaus ég að yfirgefa Kaliforníu, því þá var lífi mínu lokið".   -   Þetta var árið 1957.

Lista yfir kvikmyndir hennar er að finna hér.

Og helstu atriði ævi hennar er að finna hér.


 


María Magdalena, hin sanna kvennhetja Kristindómsins

Yavlenie2Margt hefur verið ritað um dagana um Maríu Magdalenu, helsta kvenlærisvein Krists. En þótt að hún sé skrifuð fyrir Guðspjalli sjálf og það sé um margt merkilegt, hlaut það ekki náð fyrri augum valnefndarinnar forðum og var úthýst úr safnritinu sem við  þekkjum sem Biblíuna.

Til skamms tíma, eða allt frá því að Gregoríus páfi hélt því fram í frægri ræðu sinni árið 591 að hún væri "Sú sem Lúkas kallar hina syndugu konu og Jóhannes kallar Maríu úr Betaníu, trúum vér að sé sú María sem sjö djöflum var kastað úr, samkvæmt Markúsi", hefur það verið viðtekin venja að segja Maríurnar þrjár, sem talað er um í guðsspjöllunum, einu og sömu konuna. Þessi ímynd hennar varð til þess að um aldir var hún útmáluð sem vændiskona og ásamt Evu , holdgerfingur losta og lasta konunnar.

Í raun er hvergi minnst á í guðspjöllunum að María Madgalena (frá Magdölum) og hinar Maríurnar séu ein og sama persónan. Hún var ein þeirra kvenna sem fylgdu Jesús til Jerúsalem eftir að hann hafði rekið úr þeim illa anda og var viðstödd krossfestingu hans.

Maria%20Magdalena%20FoixEftir krossfestinguna var Kristur lagður grafhelli Jósefs frá Armaþíu og það var María Magdalena  ásamt móður Krists, sem koma að  gröf hans og uppgötvað að lík hans var horfið. Hún fer og segir Símoni Pétri og Jóhannesi lærisveinum Krists frá þessu og saman fara þau að gröfinni til að fullvissa sig um að hún sé tóm. Greinilega yfirbuguð af sorg situr hún eftir við gröfina og verður fyrsta manneskjan til að uppgötva að Kristur er upprisinn. Kristur bannar henni að snerta sig en biður hana að fara og segja fylgjendum sínum að hann muni hverfa til Föður síns og þeirra og Guðs síns og þeirra.

Nú eru margir sem trúa því að upprisa Krists skipti miklu máli fyrir hinn kristna mann og ekki vill ég draga neitt úr því. En að sá atburður sé hápunkturinn í sögu kristninnar finnst mér villandi söguskýring. Kristur var ekki fyrstur til að stíga upp frá dauðum. Sjálfur reisti hann Lasarus frá dauðum og ekki var hann fyrstur til að vera numinn upp til himna, því það var Jónas líka. Mikilvægi þessa atburða verða meiri þegar hugað er að því sem á eftir fer.

Það var María Magdalena sem Kristur greinilega kaus að veita fyrstri allra þá sýn að Kristni væri ætlað annað og meira en að lognast út af eftir dauða sinn. Fyrir það eitt ætti staða hennar innan kristni að vera mikilvæg. Henni er falið það hlutverk að endurreisa kristindóminn sjálfan upp frá dauðum. Eftir að hafa grátið við dyr grafarinnar birtist henni sýn. Hún fer frá gröfinni fullviss þess að dauði Krists marki ekki endalok eins og hann gerði í hugum annarra lærisveina Krists sem ráfuðu um ráðvilltir eftir krossfestinguna, heldur nýtt upphaf.

mary_penitent_titianEftir að boð Maríu Magdalenu um að Kristur sé ekki dáinn breiðast út, koma lærisveinarnir saman og ákveða að hefja útbreiðslu kristinnar með því að kenna hanna vítt og breitt um heiminn. Undur og stórmerki gerast á þeim fundi, m.a. uppgötva þeir að þeir geta talað framandi mállýskur til að koma boðskapnum til skila jafnvel í  framandi löndum. Upprisa kristinnar varð að staðreynd og það var Maríu Magdalenu að þakka. Hún var valin af Kristi til þessa hlutverks og er vel að nafnbótinni Postuli postulanna komin.

Einkennilegt að síðan hefur verið reynt að gera lítið úr og mannorð hennar svert á marga lund, sérstakelga úr predikunarstólum patríarkanna. Þegar að loks gangskör var gerð að því að hreinsa mannorð Maríu Magdalenu og veita henni verðugan sess á meðal dyggra lærisveina Krist, hafa sprottið upp tilhæfulausar getgátur um að hún hafi verið lagskona Krists eða jafnvel eiginkona.

Ég veit ekki hvaða árátta þetta er að vilja gera Maríu Magdalenu að einhverju öðru en hún var, en mig grunar að enn ráði hugmyndafræði patríarkanna ferðinni, þar sem konan getur ekki ein og sjálf staðið jafnfætis eða hvað þá framar karlmanninum.

 


Yngsti faðir í heimi hér....

Eins og skilja má er Kína í sviðsljósinu um þessar mundir, enda heimsviðburður þar á næsta leiti. Þegar gluggað er í sögu Kína koma oft furðulegar staðreyndir fram í dagsljósið. Gallinn við sumt af því sem haldið er fram sem bláköldum sannleika, er að engin leið er til að sannreyna söguna. Því er t.d. haldið fram að yngsti faðir veraldar hafi verið kínverskur drengur sem feðraði barn aðeins níu ára gamall.

Ég fjallaði fyrir skömmu um yngstu móðurina Linu, sem ól sveinbarn á sjálfan mæðradaginn 14. Maí árið 1939, þá aðeins fimm ára gömul.

p46telloffkids_468x460Yngsti faðir sem áreiðilegar heimildir eru til um er sagður vera Sean Stewart frá Sharnbrook í England. Hann var tólf ára þegar hann varð faðir og fékk frí í skólanum til að vera viðstaddur fæðingu barnsins. Hann hafði sagt kærustu sinni þá 16 ára gamalli Emmu Webster og foreldrum hennar að hann væri fjórtán ára. Hann viðurkenndi aldur sinn eftir að ljóst var að stúlkan var með barni. Þá var parið 11 og 15 ára en þau voru nágrannar í Sharnbrook í Bedfordshire.

nanuram_450x353Úr því við erum að tala um feður, er ekki úr vegi að skjóta því hér að, að elsti faðir veraldar svo vitað sé með vissu, (Biblíu-bókstafstrúar-fólk á eftir að mótmæla þessu) er bóndi frá Indlandi sem heitir Nanu Ram Jogi. Hann var níræður ( 90 ára) þegar hann feðraði sitt síðasta barn 2007. Það var tuttugasta og fyrsta barnið hans og hann átti það með fjórðu eiginkonu sinni. Hann sagðist ákveðinn í að halda áfram að eignast börn þar til hann yrði 100 ára

 

 


Heimsmeistarakeppnin í frí-hlaupi undirbúin.

free-runningFrí-hlaup (free running) eignast fleiri og fleiri áhangendur hér í Bretlandi þar sem heimsmeistarakeppnin er nú undirbúin. Hér má sjá stutta en góða kynningu (video) á þessari nýju íþróttagrein sem ég hef reyndar fjallað örlítið um áður.

Trúir þú á skrímsli.....eða villisvín?

Af og til, sérstaklega um sumarmánuðina þegar svo kölluð gúrkutíð hjá fréttamönnum gengur í garð, berast fréttir af skrímslum. Íslendingar eru auðvitað löngu hættir að trúa á tilvist ómennskra óvætta en hafa samt gaman að því að velta fyrir sér þessum fyrirbærum. Allavega eru fjölmiðlarnir okkar ekki alveg ónæmir fyrir þessum fréttum s.b. frétt um skrímsli sem fannst á Montauk ströndinni í Bandaríkjunum fyrir skömmu. Óskar Þorkels. bloggvinur minn benti mér á fyrstu myndina af þessu hræi löngu áður en byrjað var að blogga um hana. En hér koma nýjar myndir af því og það fer ekki milli mála að hvað sem skepnan heitir, er hún karlkyns.

4135926441359272

Það sem gerir margar af þessum fréttamyndum svo "áhugaverðar" er hversu óskýrar flestar þeirra  eru og fólk getur því gefið ímyndunaraflinu lausan tauminn. Samt eru alltaf einhverjir sem taka þessum "fréttum" alvarlega, þrátt fyrir að oftast nær komi í ljós að um falsanir og gabb hafi verið að ræða. Ég fann myndir af nokkrum af frægustu "skrímslunum" og við skulum byrja á "Stórfót" sem býr í Bandaríkjunum og heill iðnaður hefur sprottið upp í kring um. Ekki ber að ruglast á honum og Jetti, snjómanninum ógurlega sem býr í Himalajafjöllum. Þessi fræga kvikmynd af Stórfót var tekin  af P. Patterson nokkrum árið 1967 og enn hefur ekki verið sannað að sé fölsuð ;)

 

Frægasta skrímsli allra tíma er samt Nessi, Lagarfljótsormur þeirra í Skotlandi. Nokkrar ljósmyndir hafa náðst hefur af henni í Loch Ness vatni, enda þarf nokkuð til svo að ferðamannastraumurinn þangað haldist og goðgögnin deyi ekki út. Hér eru tvær bestu myndirnar af Nessí.nessieloch_ness_1_lg

MONSTER_1_Auðvitað reka á land víðs vegar um heiminn leifar af hvölum og það þarf ekki mikið til að þau verði af ógnvænlegum skrímslum eins og þetta ferlíki sem rak á fjörur í Fortune Flóa á Nýfundnalandi 2001.

 

 

augustineSæskrímsli hverskonar hafa verið vinsælt söguefni frá örófi og það hefur ekki skemmt fyrir þeim þegar myndir eins og þessar birtast í heimspressunni. Hér ku vera á ferð risastór kolkrabbi sem rak á land í St. Augustine, Florida, árið 1896.

 

four_mile_globsterÞá varð til nýtt heiti á sæskrímsli þegar þetta ferlíki rak á land í Tasmaníu árið 1997. Það var kallað "Globster" eða "Leðjan". Hér reyndust þó aðeins um rotnandi hvalsleifar vera að ræða.

Á netinu úir og grúir af skrímslasögum og óvættum. Í Mexíkó hræðist fólk ekkert meir en hið ógurlega Chupacabras sem er einskonar  Skolli eða jafnvel Skuggabaldur. Í suðurríkjum Bandaríkjanna eru margir sannfærðir um að svokallaður Lirfumaður (Mothman) sé á sveimi.

Íslendingar voru hér áður fyrr litlu betri og Suggabaldur og Skolli, Finngálkn og Fjörulalli, nykur og sækýr, eru allt sér-íslensk heiti á sér íslenskum skrímslum.

 Víttt og breitt um heiminn búa skrímslin og það væri til þess að æra óstöðugan að telja þau upp hér. Málið er náttúrulega að flest reynast þó, þegar upp er staðið, öllu skaðlausari en sjálfur maðurinn.

 


Íslenskir karlmenn gráta ekki

340xAllir vita að íslenskir karlmenn gráta ekki. Hvað er annars langt síðan þú sást íslenskan karlmann gráta opinberlega? Erlendis er það alls ekki óalgengt að sjá karlmenn fella tár og í dag birtist listi á vefsíðu BBC yfir 10 algengustu ástæður þess að karlmenn í Bretlandi gráta. Hér kemur listinn og fróðlegt væri að vita hvort ástæðurnar eru í nokkru samræmi við tilfinningar íslenskra karlmanna jafnvel þótt þeir láti ekki eftir sér að væta hvarmana yfir þeim.

 

1. Að gera foreldrana stolta. Eftir að þú hefur staðið þig vel og finnur velþóknun foreldra þinna og hversu stoltir þeir eru af þér.

2. Fæðing fyrsta barns eða barnabarns. Yfirleitt eru karlmenn nú orðið viðstaddir þennan hversdagslega en engu að síður tilfinningaþrungna atburð og fella við hann tár af einskærri gleði og stolti.   

3. Erfiðleikar ástvinar. Karlmenn komast oft við þegar þeir heyra eða ræða um erfitt líf forfeðra sinna eða foreldra og hversu miklu þeir hafa fórnað til að koma afkvæmum sínum til manns.

bush_crying_medal_of_honor4. Að bregðast ástvinum sínum. Margir karlmenn vökna um augun þegar standa frami fyrir því að hafa brugðist vonum og væntingum ástvina sinna.

5. Að þurfa að afsaka sig. Eitt af því erfiðara sem karlmenn gera og átakameira eftir því sem afsökunin er einlægari.

6. Að bregðast sjálfum sér. Þegar karlmenn standast ekki eigin kröfur geta vonbrigðin oft lýst sér í táraflóði. Þetta er algengt hjá Íþróttamönnum eins og t.d. fótboltastrákum sem fara að gráta eftir að þeir brenna af í vítaspyrnukeppnum.

7. Þegar þér er sagt upp.  Harðjaxlar og hjartaknúsarar eiga það báðir til að gráta sálega eftir að hafa verið sagt upp. Stundum er það sært stolt og stundum alvöru eftirsjá. 040705RonaldoCryingGbg

8. Þegar þú ert sigraður. Ekkert er eins sárt og að þurfa að þola ósigur þegar þú veist að þú hefur gert þitt besta en það var bara ekki nóg.

9. Að vinna erfiðan sigur; Ekkert  er tilfinningaþrungnara en að vinna eftir að hafa lagt sig allan fram til þess og tekist það.

10. Þetta eru ekki tár . Það fauk eitthvað í augað á mér.


Íslenska heims-Íkonið

Bjork-Homogenic-FrontalEf þú flettir upp í lexíkonum um tísku eða tónlist, popp-kúltúr og nútímamenningu er næsta víst að þú rekst á þessa mynd. Fáar eða engar myndir af íslendingi hafa öðlast slíkan sess í menningu heimsins eins og myndin af Björk Guðmundsdóttur utan á hljómdisk hennar Homogenic. Myndin er listaverk þar sem margir mismunandi menningarstraumar eru bræddir saman í eina heild og virka eins og hefðbundin útfærsla á fornu útliti asískra kvenna. Björk sækir þessa strauma til fimm landa; Kóreu, Kína, Japan,Thailands og Burma.

486349405_b9153cfcc3_bEf við förum frá toppi til táar og byrjum á hárinu, þá er útfærslan á því fengin frá Kóreu og á rætur sínar að rekja til þess kunnuglega siðar hefðarfólks að ganga með hárkollu. 

Á meðan alþýðan (bæði karlar og konur) lét sér nægja að flétta hár sitt og setja í hnút í hnakkanum eða við banakringluna, báru efnaðar hefðarmeyjar íburðarmiklar hárkollur (gache). Ein og tíðkaðist líka á Vesturlöndum, þóttu hárkollurnar flottari eftir því sem þær voru stærri og íburðarmeiri. Margar litu út eins og hárskúlptúrar sem festir voru á höfuð konum til að hafa þar til sýnis.  Hárkolluæðið náði hámarki á ofanverðri átjándu öld í Kóreu en nokkuð slóg á það með tilskipun Jeongjo Konungs 1788 þegar hann bannaði notkun hárkolla þar sem þær gengu gegn gildum Konfúsíusar um hógværð og auðmýkt.

user756_1170401570Til Burmma og Thailands sækir Björk hálshringina. Þótt slíkar fegrunaraðgerðir séu ekki óþekktar í suður-Afríku, eru það konur Kayan (Karen-Padung) ættbálksins í Thailandi og Burma sem  frægastar eru fyrir hálshringina sem byrjað er að setja um háls stúlkna í æsku eða þegar þær eru 5-6 ára. Hringirnir aflaga axlar og viðbein svo að hálsinn sýnist lengri. Fullvaxin kona gengur með um 20 hringi.

long21Að auki ber þær hringi um um handleggi og fótleggi sem ekki eru taldir síður mikilvægir sem fegurðartákn. Gifta konur bera líka fílabein í eyrnasneplunum. Þungi fílbeinsins verður til þess að eyrnasneplarnir síga og verða stundum svo langir að þeir sveiflast til. Þessi siður er afar forn, eða allt frá þeim tíma er eyrun voru talin helgasti hluti líkamans og hann bæri því að skreyta. Ílöng eyru voru talin merki um fegurð hjá konum og styrk hjá körlum. - Flest Padung fólksins iðkar andatrú, en um 10% eru Buddha-trúar og einhverjir eru kristnir.

geishaÁ myndinni klæðist Björk Kimonosem er þjóðabúningur Japana og honum klæðast bæði karlar og konur. Orðið Kimono er samsett úr orðunum ki (að klæðast) og mono (hlutur).  Kimono er T-laga kufl beinsniðinn og nær alla leið niður að öklum. Hann er vafinn um líkaman frá vinstri til hægri, nema sem líkklæði,  þá er hann vafinn frá hægri til vinstri. Honum er haldið saman með breiðu belti (obi) sem er venjulega bundið saman að aftanverðu. Í dag er Kimono yfirleitt viðhafnarbúningur en var áður fyrir afar algengur sem hversdagsklæði kvenna. Ógefnar konur klæðast Kimono sem hefur dragsíðar ermar.

Annað nafn fyrir Kimono er Gofuku sem þýðir "klæði Wu." Fyrstu kimonoarnir urðu fyrir miklum áhrifum af kínverskum hefðum og rekja má kínversk áhrif í japanskri fatagerð allt aftur til fimmtu aldar.

geisha-kyoto-n-071_3Farði Bjarkar minnir um margt á hinar japönsku Geishur eða  Geiko eins og þær eru líka kallaðar. Geishur eru japanskir skemmtikraftar sem stunda hinar mismunandi japönsku listgreinar af mikilli snilld, þ.á.m. sígilda tónlist og dans. Þrátt fyrir þrálátan orðróm eru Geishur ekki vændiskonur.

Uppruni farðahefðarinnar er umdeildur og segja sumir að hvíta litinn og smáan rauðan munninn megi rekja til aðdáunar Japana á vesturlenskri fegurð, fyrst eftir að þeir kynntust Evrópubúum.

Hvíti farðinn á að þekja andlitið, hálsinn og brjóstið en skilja eftir tvö W eða V laga svæði aftan á hálsinum sem undirstrikuðu þetta svæði sem samkvæmt hefð Japana er afar kynæsandi. Þá er skilinn eftir þunn lína á milli andlitsfarðans og hárlínunnar sem gefa til kynna að um grímu sé að ræða frekar en farða.  

Augnasteinar Bjarkar eru eins holur, tækni sem notuð var til að gefa augum líkneskja dýpt og neglur hennar eru langar og minna á drekaklær, en drekinn er þekkt landvætt í öllum Asíulöndum.


Sprengingin mikla

halifax_explosionFyrir næstum því 30 árum dvaldist ég nokkur ár í Kanada. Ég bjó skammt frá hafnarborginni Halfiax í Nova Scotíu sem á sér merka sögu. þar voru t.d. greftruð þau lík sem fundust fljótandi í sjónum eftir að Titanic sökk og enn koma ættingjar til borgarinnar til að vitja grafa þeirra.

c001833Í Halfax átti sér stað stærsta og mesta sprenging sem orðið hefur af manavöldum fyrr og síðar fyrir utan kjarnorkusprengjurnar.  Sumstaðar niður við höfnina má enn sjá ummerki eftir þessa ógnar sprengingu.

imoAtburðirnir áttu sér 6. Desember árið 1917 í Halifax-höfn.  Franska vöruskipið Mont-Blanc, drekkhlaðið af sprengiefni sem ætlað var til notkunar í heimstyrjöldinni sem þá geisaði í Evrópu, rakst á norska flutningaskipið Imo sem fullt var af hjálpargögnum einnig ætluðum til notkunar í styrjöldinni.

Áreksturinn var í þrengingunum sem finna má innst í höfninni, með þeim afleiðingum að eldur kom upp í Mont-Blanc. Tuttugu og fimm mínútum síðar sprakk Mont-Blanc í loft upp með skelfilegum afleiðingum. c001833

Talið er að um 2000 manns hafi látist í sprengingunni, flestir af völdum hrynjandi bygginga og elda sem upp komu í borginni. Yfir 9000 manns særðist. Sprengingin orsakði flóðöldu sem jafnaði við jörðu allar byggingar í tveggja ferkílómetra radíus. Skipið hvarf og hlutum úr því rigndi niður í margra kílómetra fjarlægð ásamt upprifnum járnbrautarteinum, brotum úr lestarvögnum og bílum.  Daginn eftir sprenginguna snjóaði talsvert sem gerði öllu hjálpastarfi erfitt fyrir. 

 


Stutt ástarasaga

Það verða örugglega margar stuttar ástarsögur sem gerast um helgina eins og vanin er um Verslunarmannhelgina á Íslandi. Sumar þeirra verða vafalaust lengri og það er einnig hið besta mál. Það nefnilega gleymist stundum í allri umfjölluninni um sukkið og svínaríið að það gerist margt fallegt líka.

 Hér  er að finna eina stutta ástarsögu við tónlist Sigurrósar sem ég rakst á fyrir nokkru. Mér finnst hún bara falleg í einfaldleika sínum.


Móðir og dóttir sem ólíkt hafast að

pattyMargir muna eflaust margir eftir því þegar að Patriciu Hearst; barnabarni bandaríska blaðakóngsins og auðjöfursins William Randolph Hearst, var rænt árið 1974. Patricia  var þá háskólanemi við  Berkeley í Kaliforníu og var rænt af hópi ný-biltingarsinna sem kallaði sig The Symbionese Liberation Army (SLA). Í tvo mánuði, að hennar eigin sögn, var henni haldið fanginni í skáp og hún "heilaþvegin" af þessum litla hóp sem beindi spjótum sínum aðallega að auðjöfrum í Bandaríkjunum sem þeir álitu megin óvini sína.

Hearst fjölskyldan varð við vissum kröfum hópsins og greiddi sem lausnargjald eina milljón dollara í formi vista sem dreift var meðal fátækra. Þrátt fyrir það náðist ekki að frelsa Patty og nokkru seinna sendi hópurinn fjölmiðlum mynd af henni vopnaðri vélbyssu ásamt yfirlýsingu þess efnis að hún hefði sjálfviljug gengist byltingarhópnum á hönd.

Hún tók sér nafnið "Tania" (til heiðurs eiginkonu Che Guevara) og átti síðan þátt í að ræna banka í San Francisco þar sem teknar voru frægar myndir af henni við verknaðinn. Í stað þess að vera fórnarlamb, var hún sett á lista Alríkislögreglunnar (F.B.I.)  yfir 10 mestu glæpamenn Bandaríkjanna.

Seinna á árinu 1974 kom til átaka milli lögreglu og S.L.A. hópsins þar sem flestir meðlimir hans féllu fyrir byssukúlum lögreglunnar. Einhvern veginn tókst Patty að flýja ásamt forsprökkunum  Bill og Emily Harris. Í rúmt ár fór hún huldu höfði og aðstoðaði aðra meðlimi hópsins sem einnig voru á flótta.

sexy-lydia-hearstHearst var að lokum handtekin árið 1975 og fundin sek um bankarán. Henni var sleppt fyrir tilstilli  Jimmy Carters forseta 1979. Eftir það hélt hún sig að mestu til hlés. Hún gifti sig og eignaðist börn, skrifaði endurminningar sínar og kom stöku sinnum fram í kvikmyndum undir dulnefni. Árið 2001 var hún að fullu náðuð af Bill Clinton forseta.

Í réttarhöldunum sem haldin voru yfir henni var verjandi hennar F. Lee Bailey sem seinna náði aðeins betri árangri þegar hann varði   O.J. Simpson og fékk hann sýknaðan af morðákæru.

Nú hefur dóttur Patty Hearst; Lydiu Hearst, skotið all-snögglega upp á alþjóðlega stjörnuhimininn. Hún er fyrirsæta og gat sér fyrst gott orð þegar hún vann með Stephen Meisel ljósmyndara fyrir Apríl 2004 heftið af ítalska Vogue blaðinu. Síðan þá hefur hún unnið með sumum af fremstu ljósmyndurum  heims eins og Mario Testino, Mark Abrams og Terry Richardson.


Blekkingar í Vestmannaeyjum

Gordon_Ramsay_070514093452553_widewÞátturinn með ofur-kokkinum Gordon Ramsay þar sem hann veiðir og matreiðir lunda í Vestmanneyjum var sýndur á Channel 4 í gærkveldi. Undirtektirnar á spjallrásunum bresku létu ekki á sér standa og sýnist sitt hverjum eins og vænta mátti. Yfirleitt er fólk þó sammála um að Gordon hafi loks farið yfir strikið, þrátt fyrir blótsyrðin öll og hafi bara átts kilið að vera næstum búinn að drepa sig við veiðarnar á þessum "fagra og saklausa fugli", en þátturinn gerir mikið úr hremmingum Gordons í Vestmannaeyjum.

Gordon sést líka við eldamennsku upp á hrauni þar sem hann bakar brauð. Eitthvað var þetta samt loðið með brauðin því fram kemur að þeim hafi verið stolið og því hefði þurft að "sviðsetja" brauðbaksturinn. Sé þetta satt, hefur atvikið yfirbragð vinnubragða hins víðfræga Hrekkjalómafélags.

Þessi uppákoma minnti mig samt á annað atvik sem átti sér stað  í Vestmanneyjum fyrir nokkrum árum. Finnlandsforseti Martti Ahtisaari ásamt frú og fríðu föruneyti kom til Eyja í boði Frú Vigdísar Finnbogadóttur Forseta.

svanurfinnalndsforsetiFarið var með hópinn út á hraun eins og lög gera ráð fyrir og þar boðið upp á ný-hraunbakað brauð. Finnlandsforseti gróf sjálfur upp brauðið eftir að hafa verið bent á hvar það var að finna, reif upp mjólkurfernuna sem brauðdeiginu hafði verið komið fyrir í og viti menn, út úr fernunni kom ilmandi rúgbrauð, vandlega skorið í viðeigandi þunnar sneiðar.

Það runnu tvær grímur á mannskapinn. - Böndin bárust að Herði Dolla, veitingamanninum sem sá um baksturinn. Hann reyndi að krafla sig út úr vandræðunum með því að segjast hafa komið þarna við nokkru áður og ákveðið að skera brauðið til að flýta fyrir. Þetta var látið gott heita í bili og allir gæddu sér á glóðvolgu brauðinu með sméri.

Seinna kom það á daginn, sem auðvitað allir eyjamenn þarna staddir vissu, að brauðið hafði verið keypt fullbakað og skorið hjá Bergi bakara þá um morguninn og troðið í fernuna. Ég held, svei mér þá, að Vigdísi hafi líka grunað að maðkur var í mysunni, því hún snéri sér undan og skellihló.


Á Þjóðhátíð í Eyjum

þjoðhatiðVerlunarmannahelgin á næsta leiti og margir eflaust farnir af stað þangað sem þeir ætla. Þjóðhátíð í Eyjum að hefjast, húkkaraball í kvöld og allt það.

Fyrir næstum 20 árum var heimsfrægum plötusnúð boðið að taka þátt í Þjóðhátíð í Eyjum. Sá hafði getið sér gott orð, fyrst á útvarpsstöðvunum sem starfræktar voru á öllum amerísku herstöðunum um allan heim og seinna í kvikmyndinni American Graffiti.

Hann hét Wolfmann Jack(Lést 1995) og var strigakjaftur mikill og stuðbolti með allt útvarps-lingóið á hreinu og mikill rokk-aðdáandi. Hann var nokkuð digur um sig og það tóku allir eftir honum þar sem hann fór, svartklæddur og með sitt grásprengda úlfsskegg og síða hár. 

jaaacksmEftir að hann var búinn með prógrammið sitt á laugardagskvöldinu í Dalnum, kom hann örþreyttur, þrælkvefaður og hóstandi inn á hótelið þar sem hann dvaldist og hlammaði sér niður í leðursófann í lobbíinu. - Ég var að vinna þarna á Hótelinu og því vék hann sér að mér og spurði; "Geturðu nokkuð reddað mér tisjú". Ég fór að leita, en var því miður ekki öllum hnútum kunnugur og fann ekkert nema klósettrúllu sem ég svo færði honum. Á meðan karlinn var að snýta sér í rúlluna, og ég meina það, hann notaði alla rúlluna, lét hann dæluna ganga og býsnaðist mikið yfir okkur Íslendingum og skemmtanagleði okkar. "Ég var á Woodstock, Isle of Wight og öllum stærstu rokkhátíðum sem haldnar hafa verið" sagði hann. "En ég hef aldrei nokkurn tíman lent í öðru eins og þessu. Þið..þið Íslendingar kunnið svo sannarlega  að skemmta ykkur" (You sure know how to party) .

Svo bað hann um aðra klósettrúllu og fór með hana upp á herbergið sitt.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband