Dr. Phill skýrir ástæðurnar fyrir tapi Íslendinga

DSC01431Dr. Phill sem staddur er í Frakklandi og fylgdist með leik Íslendinga og Frakka í sjónvarpinu þar, hringdi núna skömmu eftir að leiknum lauk og sagðist ætla að beita sér fyrir því að Bretar eignist alvöru handboltalið sem geti tekið þátt á næstu Ólympíuleikum sem verða haldnir í London 2012. Handbolti væri svo skemmtileg íþrótt þótt hann skildi ekkert í því hvers vegna völlurinn væri svona illa nýttur. Helmingur hans væri venjulega auður fyrir utan markmanninn í hverri sókn.

Hann sagðist senda Íslendingum hamingju óskir með silfurverðlaunin og um leið samúðarkveðjur vegna þess að þeir misstu af gullinu. Ástæðurnar fyrir tapinu sagði hann augljósar eftir að hafa kynnt sér málvöxtu; Af því bara


Íslendingar geta verið sáttir við silfur.

beijing-olympic-ringsÚrslitin réðust í fyrri hálfleik. Íslendingar sáu aldrei til sólar, skoruðu ekki úr dauðafærunum, klúðruðu vítum og misstu boltann í hvert sinn í hendur Frakka sem refsuðu okkur miskunnarlaust. Seinni hálfleikur var örvæntingarfullur að hálfu íslendinga og þegar munurinn var orðin sjö mörk, og Óli klúðraði vítinu og átta marka munur staðreynd var lánleysi íslendinga algjört. Hvað eftir annað skall boltinn í stöngum franska marksins og þess á milli hirtu íslendingar hann úr neti eigin marks og 9 marka mun er ógerlegt að vinna upp í svona sterkri keppni.

Vissulega gera Íslendingar sér að góðu að vinna til silfurverðlauna en þegar leikurinn um gullið gengur út á að komast frá honum skammlaust frekar en að vinna, er það kannski einum of. Spurningin um hvort það hafi verið einskær heppni leitar sterkt á mann.

Samt verður aldrei sagt um Íslendinga að þeir kunni ekki að slá heimsmetin. Þeir brutu blað í sögu handboltans  með því að vera fyrsta smáþjóðin til að komast í úrslit í hópíþrótt. 


Dr. Phill segir augljóst hverjir vinni leikinn á eftir.

DSC01434Nú, rúmlega  klukkustund fyrir úrslitaleikinn út í Bejiing voru mér að berast skilaboð frá Dr. Phill sem er staddur út í Níse í Frakklandi ásamt sinni konu. Hann segir í skilaboðunum að hann viti að ég ætli að fylgjast með útsendingunni á netinu og að hann sé vaknaður til að gera það sama. Í fyrsta sinn á ævinni ætlar hann að fylgjast með handboltaleik. Hann segist hafa legið yfir tölfræðinni í handboltanum á þessum leikum og það sé augljóst eftir henni hverjir vinni leikinn og fáni þess lands sé blár, hvítur og rauður.  

Verður þjóðin ánægð með silfrið, ef...?

Ef ég þekki landann rétt, er erfið nótt framundan hjá allri þjóðinni. Jafnvel þótt menningarnótt í Reykjavík fái sumt fólk til að gleyma um stund eftirvæntingunni og þeirri hugsun að Kaleikurinn helgi er innan seilingar. Við dagrenningu á Íslandi munu sextán ungir íslenskir piltar hefja lokaorrustuna út í Bejiing um gullverðlaunin fyrir handknattleik á Ólimpíuleikum.

610xMótherjar þeirra koma frá þjóð sem telur um 65 milljónir íbúa og þar sem fleiri iðka handbolta en öll íslenska þjóðin telur. Þeir koma frá voldugri menningarþjóð sem á langa og stolta sögu af landvinningum og afrekum á sviðum bókmennta og lista, jafnt sem íþrótta.

Nú þarf íslenska þjóðin sem sé að taka ákvörðun um ýmislegt. Fyrst, hvort eigi að vaka alla nóttina þar til leikurinn hefst, eða fara snemma að sofa til að vakna eldhress klukkan fimm til að fylgjast með leiknum í sjónvarpinu.

Síðan þarf að ákveða hvernig bregðast skal við úrslitum leiksins.

handb_2007Ef kaleikurinn helgi fellur ÍSLANDS megin, verður mikið um dýrðir hjá öllum, hvort sem þeir hafa áhuga á handbolta eða ekki. Að vinna Ólympíugull er nefnilega ekkert smá mál fyrir dvergþjóð eins og íslendinga. Ef slíkt gerist, verður það sigur hins auðmjúka Davíðs (strákanna) yfir Golíat (les Experts). Þá munu tárin renna af stolti af ungum jafnt sem öldnum hvörmum og eftir ærandi fagnaðarlæti og dans á götum úti (framlengd menningarnótt í Rvík) mun andi værðar og friðar færast smá saman yfir þjóðina. Við munum bíða heimkomu hetjanna með stóískri ró og hugleiða stöðu okkar fyrir framtíðina.

En ef það verður ekki krossfáninn sem blaktir í miðju við verðlaunaafhendinguna og Guðs vors lands verður ekki á vörum strákanna, mun andrúmsloftið vrða ögn vandræðalegra. Jú þeir stóðu sig frábærlega, en þeim árangri höfum við þegar fagnað (í huganum) því annað sætið var öruggt fyrr fram, tryggt með sigri liðsins yfir Spánverjum.  Að auki hafa íslendingar unnið áður til silfurs á Ólympíuleikum. Auðvitað munum við taka vel á móti "strákunum" en á bak við dempaða gleðina mun líklega glitta í eftirsjána eftir því sem hefði getað gerst, ef, ef, ef og ef. 


Franska handboltaliðið kallar sig nú les Experts.

Franska liðið, mótherjar Íslendinga í úrslitum um Ólympíumeistaratitilinn í Handknattleik 2008, kalla lið sitt Les Experts (Sérfræðingana) sem er heitið á Bandarísku sakamálaþáttunum CSI í Frakklandi. Spurningin er hvort þeir eru nægilega miklir sérfræðingar til að leggja "strákana" frá Íslandi af velli. Fimm leikmanna þeirra leika með liðum í Þýskalandi og tveir með spænskum liðum og restin með frönskum.

Leikmenn þeirra eru;

  • 1 Yohan Ploquin (Toulouse Union Handball), Flag of France France) (goalkeeper)
  • 12 Daouda Karaboué (Montpellier HB, Flag of France France) (goalkeeper)
  • 16 Thierry Omeyer (THW Kiel, Flag of Germany Germany) (goalkeeper)
  • 2 Jérôme Fernandez (Barcelona, Flag of Spain Spain)
  • 3 Didier Dinart (BM Ciudad Real, Flag of Spain Spain)
  • 4 Cédric Burdet (Montpellier HB, Flag of France France)
  • 5 Guillaume Gille (HSV Hamburg  Flag of Germany Germany)
  • 6 Bertrand Gille (HSV Hambourg, Flag of Germany Germany)
  • 8 Daniel Narcisse (Chambéry Savoie Handball  Flag of France France)
  • 11 Olivier Girault (Paris Handball  Flag of France France) Team captain
  • 13 Nikola Karabatić (THW Kiel  Flag of Germany Germany)
  • 14 Christophe Kempe (Toulouse Union Handball, Flag of France France)
  • 18 Joël Abati (Montpellier HB  Flag of France France)
  • 19 Luc Abalo (US Ivry, Flag of France France)
  • 20 Cédric Sorhaindo (Paris Handball, Flag of France France)
  • 21 Michaël Guigou (Montpellier HB  Flag of France France)
  • 22 Geoffroy Krantz (VfL Gummersbach, Flag of Germany Germany)
  • 23 Bertrand Roine (Chambéry Savoie Handball, Flag of France France)
  • 24 Sébastien Ostertag (Tremblay-en-France Handball, Flag of France France)
  • 26 Cédric Paty (Chambéry Savoie Handball, Flag of France France)
  • 30 Fabrice Guilbert (US d'Ivry Handball  Flag of France France)

_41298620_handball_416Auðvitað eru Frakkar stórveldi í handbolta þótt þeir hafi átt skrautlegan feril frá því að liðið fór að láta kveða að sér fyrir alvöru á alþjóðavettvangi upp úr 1990.

Þeir fengu sín einu Ólympíuverðlaun árið 1992 og urðu þá þekktir undir nafninu les Bronzés eftir að hafa lent í þriðja sæti. Íþróttin er afar vinsæl í Frakklandi og landsliðið hefur æ síðan verið með þeim bestu í heiminum.

Árið eftir að þeir unnu Ólympíubronsið eða 1993,  töpuðu þeir úrslitaleiknum á heimsmeistaramótinu gegn Rússum. Á næsta heimsmeistaramóti, sællar minningar, sem haldið var á Íslandi 1995 komust þeir líka í úrslitin gegn Króatíu og unnu í það skiptið og urðu heimsmeistarar. Það var í fyrsta sinn sem Frakkar eignuðust heimsmeistara í hóp-íþrótt. Það lið var þekkt undir nafninu les Barjots vegna þess að allir leikmenn liðsins voru með klikkaðar hárgreiðslur en barjot er slanguryrði á frönsku yfir klikkun.

c3ab0d9f5096e0c9304cc43b3d7f9e5fÁ Ólympíuleikunum 1996 hafnaði franska landsliðið í fjórða sæti og urðu það töluverð vonbrigði því þeir töpuðu leiknum um þriðja sætið gegn Spáni, liði sem þeir höfðu burstað í undanriðlunum.

Ári síðar 1997 lentu þeir í þriðja sæti á heimsmeistaramótinu en fengu enga verðlaunapeninga 1999 eða á Ólympíuleikunum 2000.

Liðið var að bíða þar til á heimsmeistaramótinu 2001 til að vinna til alþjóðlegra verðlauna aftur og það gerðu þeir eftir að hafa unnið leiki sína gegn Þýskalandi og Svíþjóð svo naumlega eftir að hafa verið undir mest allan leiktímann, að þér voru kallaðir les Costauds (hinir sterku eða seigu) en þeir stóðu  uppi sem  heimsmeistarar það árið.

2003 urðu þeir þriðju á heimsmeistaramótinu og komu heim verðlaunalausir frá Ólympíuleikunum í Sydney 2004.

2005 lentu þeir aftur í þriðja sæti heimsmeistarakeppninnar og 2006 urðu þeir í fyrsta sinn Evrópumeistarar. Þeir tóku þá Spán þáverandi heimsmeistara í  bakaríið og eftir það nefndu þeir sig les Euros.

Fyrr á þessu ári lentu þeir í þriðja sæti á Evrópumótinu en voru ósigraðir þar til þeir töpuðu fyrir Króatíu í undanúrslitum.

 


Hvernig er talað um íslenska handbolta-liðið í erlendu pressunni.

Það er alveg klárt að Spánverjar eru alveg í rusli eftir tapið fyrir Íslendingum.  Hér kemur skemmtilegt sýnishorn af þeim fjölda greina sem nú er að finna á netinu og í öðrum fjölmiðlum um frammistöðu íslenska liðsins gegn Spánverjum. Þessi er skrifuð af Breta sem gerir sitt besta til að segja samviskusamlega frá leiknum.

Ótrauðir möluðu Íslendingar Spánverja 36-30, niðurstaða sem komu mjög á óvart í undanúrslitum í handbolta og gefur þeim tækifæri á fyrstu gullverðlaunum sínum á Ólympíuleikum þegar þeir leika við Frakka á sunnudag sem fyrirfram eru taldir sigurstranglegri.

Spánverjar, bronsverðlaunahafar í Sydney og í Atlanta, sofnuðu á verðinum gegn allsherjar árás íslendinganna og náðu sér aldrei á strik gegn mótherjum sínum sem snúið hafa þessu móti á haus með eyðandi stórsigrum sínum.

610xAfskrifaðir áður en keppnin hófst, bæta Íslendingarnir nú Spánverjum við vaxandi fjölda höfuðleðra sem þeir hafa safnað í belti sér á þessum Ólympíuleikum í Bejiing, þar á meðal Rússa, heimsmeistara Þjóðverja og Pólverja.

Leikmenn þurrkuðu tárin úr augunum um leið og þeir þökkuðu örfáum stuðningsmönnum sínum sem lagt höfðu land undir fót til Kína, frá þessari litlu eyþjóð sem aðeins telur 300.000 íbúa.

Íslendingar rotuðu mikilfenglega andstæðinga sína með því að hefja leikinn á að skora fimm mörk, þar af áttu Snorri Guðjónsson og ALexander Petersson tvö hver.

Rueben Garabaya maldaði í móinn fyrir Spánverja gegn Norðmönnunum (Norsemen) sem héldu áfram uppteknum hætti með stöðugum árásum sem leiddu til að staðan var 8-4 eftir 10 mínútur.

Spáni tókst um tíma að hægja á leiknum og aðeins frækileg framganga Björgvins Gústafssonar varnaði þeim að jafna leikinn á þrettándu mínútu þegar staðan var 8-7.

Þeim tókst að jafna 9-9 þremur mínútum seinna en þá var Carol Prieto vísað af leikvell í tvær mínútur fyrir að láta sig falla og íslendingar notfærðu sér liðsmuninn og skoruðu tvö mörk í viðbót.

Gústafsson bjargaði síðan nokkrum sinnum og muldi þannig sjálfstraust þeirra Spánverja sem reyndu að koma sínu liði yfir.

Önnur markaruna kom Íslandi í 13-9 áður en Spánn gátu endurskipulagt sig og komist í 13-13 með marki frá Prieto.

Í hálfleik var staðan 17-15 Íslandi í vil og eftir hálfleik náðu þeir að halda þeim mun nokkuð vel.

Varnarboltinn Sigfús Sigurðsson sem vegur 114 kg jók þann mun í fjögur mörk á fertugustu mínútu með því að slöngva "massívum" líkama sinum eftir endilöngum vellinum og klína boltanum í spánska netið.  

Þegar hér var komið í´sögu var ljóst að hlutlausir áhorfendur fjölmennustu þjóðar heimsins voru orðnir dyggir aðdáendur liðsins frá einni af þeirri fámennustu sem tekur þátt í leikunum og hrópið "Iceland, Jia you" (áfram Ísland) ómaði um gjörvallt húsið.

Forystan jókst upp í sex mörk á síðustu 10 mínútunum og Íslendingarnir guldu hvert örvæntingarfullt spánskt mark með marki  þar til að flautað var til leiks loka.


Dr. Phill sendir hamingjuóskir

DSC02193Dr. Phill hefur reynst sannspár um íslenska handboltaliðið og segir það hafa haft slíka yfirburði yfir Spánverjum að þeir hljóti að að vinna gullið.

 

Ég get ekki lengur efast um spámannsleika hans og undirbý mig núna undir að fagna fyrsta Ólympíugulli Íslendinga.

Dr. Phill verður vitanlega í heiðurssessi, enda vel að því kominn eftir að hafa verið svona sannspár um leik Íslands og Spánverja.

Enn sem fyrr eru ástæður hans fyrir velgengninni, "af því bara". 


Pete Doherty hefur E-andi áhrif á útisamkomugesti

petedoh460Það á ekki af þessum strák að ganga. Síðastliðin laugardag átti hann að spila á útihátíð í Salsburg í Austurríki,  en missti af flugvélinni svo aðrir liðmenn hljómsveitarinnar hans Babyshambles, þurftu að afsaka fjarveru hans fyrir þúsundum óánægðra gesta.

Hljómsveitin og Pete áttu því næst að leika á útihátíðinni Moonfest í Westbury 29-31 Ágúst en nú hafa yfirvöld þar um slóðir sett bann á samkomuna á þeirri forsendu að Pete og bandið hans hafi svo "E-andi" áhrif á gestina. "Þeir gefa fyrst allt í botn,  róa svo liðið niður og mynda einskonar hringiðu effect. " segir lögreglumaðurinn sem var sérstaklega fenginn til að taka saman skýrslu um áhrif Petes á útihátíðargesti. Babyshambles og Pete hafa verið að spila á útihátíðum í allt sumar og þetta er í fyrsta sinn sem yfirvöld setja sig beint gegn því að hljómsveitin komi fram.

Babyshambles_32154aEftir að lögreglu-úttektinni á Babyshambles g-áhrifunum var lekið í fjölmiðla hefur lögreglan borið því við að þeir sem geri út hátíðina hafi ekki ráðið nægilega marga til gæslu, en gert var ráð fyrir að um 5000 mans sæktu hátíðina.  "Málið er akki atriðið sjálft, heldur liðið sem fylgir honum. Wiltshire lögreglan er ekki á móti Pete Doherty eða Babyshambles en aðbúnaður á staðnum er algjörlega ófullnægjandi" er haft eftir yfirlögregluþjóni sýslunnar.

Rokkhátíðir og fjölmennar útisamkomur hafa tíðkast hér í Bretlandi frá 1967 og allir vita að þar fara saman mikil eiturlyfjaneysla og rokktónlist. - Það er gengið að því sem gefnu - Þess vegna minna þessi viðbrögð yfirvalda nokkuð á viðbrögð fullorðins fólks seint á sjötta áratugnum, þegar fyrst var farið að leika rokk í útvarpi. Tónlist djöfulsins var það kallað. -


Við vinnum í Bejiing samkvæmt Dr. Phill

OKM0035363Veistu að Íslendingar eru komnir í fjögra liða úrslitin á Ólympíuleikunum spurði skurðlæknirinn Phill mig á pubbanum í gærkveldi. Þeir voru að vinna Pólverja, bætti hann við. Hvernig vissir þú það, spurði ég undrandi. Handbolti er ekki íþrótt sem nokkur Breti kann skil á hvað þá sýnir hinn minnsta áhuga á.

 Ég sá það á textavarpinu, svaraði Phill, heldurðu að þeir vinni ekki til gulls?

Íslendingar hafa aldrei fyrr unnið gull á Ólympíuleikum, en þeir hafa verið í þessari stöðu áður, spilað um úrslitaleikinn, tapað, spilað um bronsið og tapað.

Hva, hafið þið aldrei unnið til gullverðlauna....í neinu, spurði Kim (kona Phills)

Bjarni F.Nei ekki á Ólympíuleikum, svaraði ég. Aldrei gull, bara tvö brons og eitt silfur, silfur fyrir þrístökk karla, og brons fyrir stangarstökk kvenna og  Júdó.

Hvað eru íslendingar aftur margir, hélt Kim áfram.

300.000, svaraði ég.

Þögn.

Ég held að þið vinnið núna, sagði Phill hróðugur.

Vala02Hvers vegna, spurði ég undrandi á þessum löngu umræðum um handbolta.

Bara, svaraði hann og byrjaði svo að segja okkur frá hvernig hann var sleginn í andlitið af einum sjúklingnum.

Ég hugleiddi þetta svar um stund og sá svo að líklega hefði enginn líklegri skýringu á væntanlegum sigri Íslendinga. Tölfræðin er á móti okkur og hefðin. Ef við vinnum, vinnum við af því bara.

 

 

 


Glastonbury þyrnir

800px-Glastonbury_ThornArfsögn sem fyrst er skráð á sextándu öld af ókunnum skrásetjara, segir frá ferð Jósefs af Arimaþeu, auðugum frænda Jesú, til Bretlands eftir krossfestingu frelsarans. Förin var farin í þeim erindum að boða hina nýju trú. Jósef átti göngustaf einn góðan, gerðan af þyrnitré, af sömu tegund viðar og kóróna Krists var ofin úr þá hann var krýndur af hæðnum ítölskum hermönnum fyrir krossfestinguna. 

Þreyttur af langri göngu á refilstigum Bretlands, lagðist Jósef til svefns þar sem nú rís Glastonbury hæð. (Á þeim tímum var hæðin umleikin vatni á alla vegu) Hann stakk staf sínum í mjúkan svörðinn og sofnaði. Þegar hann vaknaði, hafði stafurinn tekið rætur og óx af honum mikill þyrnimeiður.

Í tímanna rás hefur þessi þyrnir vaxið við og í nágrenni Glastonbury og greinir sig frá öllum öðrum þyrnum af svipuðum ættum með að blómgast tvisvar á ári; um jól og um páska. Þyrnirinn er af algengri ætt þyrnirunna (Crataegus monogyna)  sem finna má um alla Evrópu og Austurlöndum nær, en þær bera blóm aðeins einu sinni á ári.

GlastonburyabbeySamkvæmt arfsögninni endurnýjaði hið upphaflega tré sig á hundrað ára fresti þar til það var höggvið af hermönnum Cromwells í bresku borgarastyrjöldinni, vegna gruns um að tréð stuðlaði að hjátrú meðal íbúa Glastonbury og Somerset-sýslu.

Einhvern veginn tókst að bjarga kvislingi af trénu og hann gróðursettur aftur í bakgarði biskupsins og þar stóð þyrnirunni af þessum sérstaka meið allt fram til ársins 1991. Það tré hafði staðið í áttatíu ár þegar það visnaði. Aftur var kviðlingum plantað af því tré og er þá nú víða að finna í Glastonbury-bæ.

Snemma varð að hefð að senda afskurð af "hinum blómstrandi heilaga þyrni"  til Buckingham hallar á jólum og er þeim sið en fram haldið.  Er það elsti nemandi St John’s Infants School í Glastonbury sem fær þann heiður að færa þjóðhöfðingjanum afskurðinn.

DSC_0114Allar tilraunir til að endursá fræjum þyrnisins hafa endað í venjulegum þyrni, (Crataegus oxyacantha praecox) þ.e. þeim sem aðeins blómstrar einu sinni á ári; að vori.

Árið 1965 lét Elísabet drottning reisa kross í Glastonbury með eftirfarandi yfirskrift. "Krossinn, tákn trúar okkar. Gjöf Elísabetar II drottningar sem varðar kristið skjól sem er svo fornt að arfsögnin ein segir frá upphafi þess".

 


Smáhestarnir á Dartheiði

800px-Dartmoor_PoniesÍslendingum finnst heldur óviðeigandi þegar þeir heyra enskumælandi fólk kalla íslenska hestinn "pony." Hér í suðvesturhluta Englands er að finna smáhesta-kyn á stærð við það íslenska og er það kennt við Dartmoor. Ekki  dettur nokkrum manni í hug að kalla þá "hesta" og eru flestir hreyknir af því að geta enn kallað þá "Ponies". 

Í grennd við Dartmoor (heiðlendi) voru  fyrrum miklar tinnámur og voru Dartmoor smáhestarnir sérstaklega ræktaðir á miðöldum til að bera þungar klyfjar úr námunum. Námurnar voru pyttir og það þurfti smá og um leið harðger burðadýr til að komast upp úr pyttunum með þungar byrðar. Á árunum 1789 - 1832 reyndu menn að gera kynið enn smávaxnara með því að blanda kynið smáhestum frá Shettlandi með það fyrir augum að búa til hinn fullkomna pytthest.

Eftir að námurnar lögðust af voru hestarnir nokkuð notaðir við bústörf en flestum var sleppt lausum á heiðina. Á síðustu öld blönduðust Dartmoor smáhestarnir allmikið öðru kyni, þar á meðal Fell-smáhestum sem eru frá Norður Englandi og jafnvel arabísku og welsku blóði.

800px-Dartmoor_pony_1Eftir að heimstyrjöldinni síðari lauk jókst áhuginn á þessu sérstaka smáhestakyni en þá var svo komið að afar fáir hestar fundust sem talist gætu óblandaðir. Upp úr 1950 fór þeim samt aftur að fjölga og eru nú taldir vera um 5000 talsins.

Dartmoor smáhestarnir eru svipaðir á hæð og þeir íslensku (11.1-12.2 hh) og eru bleikir, brúnir, svartir eða gráir á lit.

Taminn er hann einkum notaður sem æfingahestur fyrir börn en einnig af fullorðnum til veiða og útreiða.


Svínin hans Bladuds

2625067240_faf4927a46Út um allar grundir í borginni Bath getur að líta svín sem hafa verið máluð og skreytt listilega af hagleiksmönnum borgarinnar. Þau eru eitt hundrað að tölu og voru gerð til þess að minnast stofnunar Bath-borgar af konunginum Bladud sem þjóðsagan segir að hafi verið fyrstur til að reisa þar mannvirki. Hvernig svínin koma þar við sögu, getið þið lesið um hér að neðan, þar sem ég hef tekið saman helstu atriðin úr þjóðsögunni  um Bladud.

Bath er sögufræg borg og þar hafa fundist mynjar um mannvistir langt aftur úr steinöld. Líklegast er þó talið að það hafi verið Rómverjar sem fyrstir ákváðu að nýta sér heitavatnslindirnar sem þar eru að finna en þeir nefndu staðinn Aquae Sulis (Vatn Sulis) . Þeir byggðu þar rómverskt bað um miðja fyrstu öld  E.K. og er hluti þess enn í notkun. Þetta ku vera eini staðurinn á Bretlandseyjum þar sem heitt vatn (ca 46 gráðu heitt)  seytlar upp úr jörðinni. Bretar hafa um aldir haft mikla trú á lækningarmætti vatnsins og við lindirnar var reist sjúkrahús fyrir holdsveika snemma á elleftu öld og stendur það enn. Seinna á átjándu og nítjándu öld varð Bath að helstu slæpingjaborg breska aðalsins og vinsæll dvalarstaður hóstandi skálda.

Sagan af Bladud  

_44679865_pigs_pa466Eitt sinn ríkti konungur yfir Bretlandi sem hét Rud Hud Hudibras. Þetta var á þeim tímum sem konungur og ríkið voru eitt og svo lengi sem konungurinn var sterkur og heilbrigður, farnaðist landinu og íbúum þess vel. Hann átti son einn fríðan sem hét Bladud og skyldi hann erfa ríkið að föður sínum gengnum. Hudibras sendi Bladud til mennta alla leið til Grikklands þar sem hann lærði öll þau vísindi sem lærðustu menn þess tíma kunnu. Þegar hann snéri heim hafði hann í för með sér fjóra heimspekinga sem stofnuðu háskóla í Stamford í Lincolnsýslu. Á ferð sinni til baka frá Aþenu smitaðist Bladud af holdveiki. Hudibras þótti ekki tilhlýðilegt að holdsveikur maður tæki við völdum af sér og rak því Bladud í burtu og gerði hann útlægan frá hirð sinni. Niðurlægður og vafinn sóttarbindum hélt Bladud í burtu frá Lundúnum. Hann eigraði um landið en settist að lokum að í þorpinu Swainswick og gerðist svínahirðir. Swainswick er í nágrenni þeirrar borgar sem nú nefnist Bath.

BladudDag einn sat Baldud og gætti svínanna. Allt í einu tóku þau á rás og héldu í átt að skóglendi einu þar sem eymyrju mikla lagði upp af jörðinni. Bladud vissi að bændurnir í kring höfðu illan bifur á þessum stað og töldu illa anda vera þar á sveimi. Svínin hlupu eins óð væru beint inn í skóginn og Bladud átti þess einan kost að fylgja þeim eða tapa þeim öllum ella. Inn í skóginum lá eymyrjan yfir öllu og mikill óþefur var í loftinu. Bladud hafði samt ekki farið langt þegar hann kom að rjóðri þar sem svínahjörðin veltist um í daunillri eðju. Bladud óð út í eðjuna og streittist við að toga svínin upp úr henni og reka þau til baka.

Loks þegar öll svínin voru kominn upp úr foraðinu, var Bladud orðin svo þreyttur að hann skreið á fjórum fótum upp úr eðjunni og steinsofnaði. Þegar hann opnaði augun aftur sá hann geislandi hvítklædda veru standandi yfir sér. Bladud vissi að þetta var engin önnur en Minerva Sulis sú sem Grikkir kölluðu Aþenu. "Mundu mig þegar þú tekur við riki þínu" mælti gyðjan. Svo leystist hún upp og sameinaðist gufunni sem lagði upp af eðjunni.

Bladud sá að svaðið hafði myndast við að heitt vatn streymdi upp úr jörðinni. Bladud týndi nú af sér leppana og hugðist þvo af þeim mesta leirinn í heita vatninu en sér þá að hold hans var hvergi opið og að hann er orðinn alheill sára sinna.

Bladud vissi að nú gæti faðir sinn ekki snúið sér burtu og því héllt hann til baka til Lundúna og var þar fagnað vel. Tók Bladud við ríki föður síns eftir andlát hans og ríkti í 20 ár. Minnugur orða gyðjunnar  lét hann byggja hof yfir heitavatnsuppsprettuna og tileinkaði það Mínervu Súlis. Varð hofið strax  fjölsótt af þeim sem sjúkir voru og læknuðust allir við að taka inn vatnið eða baða sig í leirnum sem það rann ofaní.

689px-Roman_Baths_in_Bath_Spa%2C_England_-_July_2006Þegar að Bladud tók að eldast, fékk hann mikinn áhuga á öllu sem viðkom flugi. Taldi hann líklegt að maðurinn gæti flogið eins og fuglinn svo fremi sem það tækist að smíða vængi úr nógu léttu efni. Lét hann gera sér vængi úr ýmsum efnum og gerði nokkrar misheppnaðar tilraunir til flugs.  Loks fékk hann gerða vængi úr stráum og vaxi sem hann taldi að mundu duga. Hann lét boð út ganga að hann mundi reyna vængina sjálfur á ákveðnum degi og mundi flugið hefjast á hæð einni nálægt hofinu sem hann hafði byggt fyrir Súlis. Á þessum tiltekna degi safnaðist aragrúi af fólki saman fyrir neðan hæðina og fylgdist þar með konungi sínum hlaupa af stað og baða út vængjunum sem hann hafði látið reyra við handleggi sína. Og viti menn, nákvæmlega á því augnabliki sem allir önduðu frá sér eftir að hafa haldið niður í sér andanum af eftirvæntingu, tókst Bladud á loft. Hann flaug í hringi yfir mannfjöldanum og svo tók hann stóran sveig inn yfir skóginn. Hann lét sig svífa niður að hofinu og hvarf ásjónum fólksins inn í heita gufuna sem lagði upp af því. Þegar hann kom ekki aftur út úr gufunni var farið að athuga hvort hann hefði hugsanlega lent í skóginum. Skömmu seinna fannst Bladud með bráðnaða og brotna vængi liggjandi á altarinu fyrir utan hofið með svöðusár á höfði og voru dagar hans þar með allir.

Sonur hans tók við völdum en hann hét Lér og var gerður ódauðlegur í einu verki ónefnds rithöfundar, löngu, löngu seinna.

 


Æskan í einum hnút

_40680730_knots_ap203bodyInkar tileinkuðu sér þá tækni að geyma sögu sína í hnútum. Þetta hnútaletur er afar torráðið og enginn skilur það í dag. Til eru mörg hnútaknippi sem geyma sögu Inkanna og bíða þess tíma að einhver snillingur höggvi á gátuna eða finni Rósettastein hnútanna. 

Æska mín er eins og hnútur. Um leið og ég losa um hann rennur sá tími upp fyrir mér eins og þræðir sem liggja í allar áttir og lokast jafn hraðan um leið og ég herði aftur að.

 

bat1bÆskan var alheimur sem stjórnað var af órjúfanlegum lögmálum og konstöntum. Lífið var hrikalega spennandi þrátt fyrir konstantanna því það var verið að þýða rit sem fundust við dauðahafið sem mundu varpa nýju ljósi á allt og þegar höfðu fundist 2000 ára leirker í Bagdad sem voru reyndar rafhlöður sem notaðar voru til að gull og silfurhúða aðra minna verðmætari málma. Að auki var svo til 1500 ára gömul risastór járnsúla í Indlandi sem ekki ryðgaði.

139365169_45a6cc4a7dÍ alheimi æskunnar hafði allt sinn tíma og allir sinn stað. Afi vann í efnalauginni, Amma í Apótekinu (aldrei skorti apótekara eða saltpillur), Mamma van heima og Pabbi í frystihúsinu. Höfnin iðaði af fiski og fólki sem var á leiðinni í Litlu eða Stóru milljón, Jökul, Atlandor, eða HF.  Eyfi var í íþróttahúsinu og heimtaði alltaf að allir tækju kalda, Búkki í musterinu sem kallað var bókasafn, Hermann var skólastjóri sem þú sást bara tvisvar á ári, við setningu og þegar hann kom í stofuna á litlu jólunum til að líta á töfluskreytinguna. Kristján skalli var kennari og Jósafat rak Kyndil þar sem leikarabúntin voru seld og grímurnar fyrir gammárskvöld.

Bubbi rak Nonna og Bubba, Hafsteinn sá um UMFK, Siggi Steindórs um KFK og Helgi S. um skátana. (Því var hvíslað að hann hefði verið Nasisti og við lágum oft í leyni að reyna sjá hann gegnum gluggana heima hjá honum marsera um gólf í Nasista-búninginum en tókst það aldrei)  

Svínó og Mánavöllur voru alltaf uppteknir, á vetrum var skautað upp á vötnum, Kiddi seldi fisk, Sölvi og Kæja í Sölvabúð, Þórður á Dorró og Bjössa og Félagsbíó voru bæði opin á hverjum degi.Heima hjá kanastrákum mátti horfa á sjónvarpið og þar var Vic Morrow úr Combat með beygluðu sígarettuna  svalastur. Næstur á eftir honum var Popeye.

Alþýðubrauðgerðin seldi maltbrauð, Amma Jóns bakaði flatkökur og Diddi bíló var almesti töffarinn. Eitt sinn kom hann inn á Dorra, klæddur rauðum gallajakka og í þröngum hvítum gallabuxum, tók upp litla skammbyssu og miðaði henni á afgreiðslustúlkuna. Einn Palmal, sagði hann skipandi. Stelpan var að míga á sig af hræðslu. Hún setti pakkann á borðið. Diddi , tók hann með annarri hendi, reif hann upp með tönnunum án þess að sleppa miðinu af stelpunni, slóg eina sígarettu upp úr pakkanum og greip hanna með öðru munvikinu. Svo hleypti hann af skammbyssunni og fram úr hlaupinu stóð loginn, sem hann notaði til að kveikja sér í sígarettunni. Hvað er það mikið spurði hann svo.

Roy-Rogers-Trigger-Photograph-C12148201

Pollarnir í bænum voru djúpir og cupachino brúnir, allstaðar risu stillansar upp við við nýbyggingar og allir voru með einhverskonar dellu. Það var leikaradellan, þar sem Bonansa serían var lengst og verðmætust og Logi Þormóðs átti hana alla , hasarblaða della, þar sem Combat blöðin ofan af velli voru vínsælust og Andrés Önd var fyrirlitin, Parísardella þar sem flugbeittum skátadálkum var kastað í stóra-parís, yfir, (stjórnað af stelpum) servéttudella sem bara stelpur höfðu, Cowboy della ala Roy, og skylmingardella ala Prins Valíant og sunddella ala Guðmundur Harðar. Hjóladella,  kassabíladella, kastaladella, trukkadella og brennudella, (saltpétur og sykur). Síðan mátti á milli áhugamálanna stelast upp á flugvélahauga eða völl til að kaupa sugardaddy sleikjóa í sjálfsölunum sem voru náttúrulega toppurinn. Grjótharður karamelluhlunkur sem sem var á við 20 haltu kjafti karamelur.

head4671d72e596e2Fótbolti var ekki della, heldur lífsmáti, þess vegna telst hann ekki með. Á sumrum var spilað frá 10 til 10. Á vetrum var teikað og farið upp á vötn að skauta. Gísli Torfa teikaði víst einu sinni Sandgerðishringinn.

En almesta dellan var hljómsveitardellan. Hún greip um sig eftir að Hljómar urðu frægir. Ég spilað lengi (a.m.k. í tvær vikur) í hljómsveit með Sigga svarta, Jóni bæjó og Bjössa á Sunnubrautinni. Við fengu að æfa, a.m.k. einu sinni á græjurnar hjá Óðmönnum niðrí Ungó og við spiluðum tvisvar opinberlega. Í fyrra sinnið í pásu hjá Bendix á balli upp í Æskulýðsheimili, og seinna hjá Ómönnum sem spiluðu á árshátíð skólans. Í hvorugt skipti tókst okkur að halda lagi en það var í góðu lagi því við vorum í hljómsveit.

Veröldin var í föstum skorðum og allt sem gat, endaði á ó.

 


Götu-tónlistin í Bath

Bath er fögur og litrík borg, ekki hvað síst hvað mannlífið varðar. Fyrr í sumar var haldin hin árlega tónlistarhátíð (The Bath music Festival) og þar komu saman margir frægir og góðir listamenn. Í tilefni af sextíu ára afmæli hátíðarinnar voru gerðar nokkrar 60 sekúnda langar kvikmyndir um hátíðina en ég kaus að fara aðra leið og gera kvikmynd um þá sem ekki komu þar fram en eru engu síður hluti af tónlistarlífinu hér í borg. Hér kemur einnar mínútu tónlistar-póstkort  frá Bath. 


Ensk þjóðasaga

Kevan Manwaring, sögumaður og rithöfundur segir gamla þjóðsögu af tilurð eins af mörgum steinhringjum sem finna má í suðvestur Englandi.

drew1

Kom, synti og sigraði og sigraði og sigraði og ...

home_swimmer

Það eru allar líkur á að hinn  23 ára Michael Phelps frá Baltimore í Marylandfylki vinni 8 eða 9 Ólympíugull á þessum leikum og verði krýndur af heimspressunni Ólympíumeistari allra tíma. Hann vann fimmta gullið í dag og hefur þá unnið samtals 11 gull, sex þeirra á síðustu leikum í Aþenu. 36 gull eru í boði fyrir sund af um 300  á öllum leikunum. Það er hlutfallslega óeðlilega há tala miðað við aðrar íþróttagreinar finnst mér.

Michael Phelps er sundkappi mikill sem var lagður í einelti í skóla og borðar nú 12000 hitaeiningar á dag. Hann keppir í þeirri íþróttgrein á Ólympíuleikunum sem flesta undirflokkar hefur og er þar af leiðandi hægt að vinna flest gullin í. Þar að auki keppir hann í einni að fáum greinum þar sem þú keppir ekki uppréttur heldur þarft að liggja flatur á maganum eða á bakinu mestan tímann og í frekar framandi umhverfi. Geimfarar t.d. æfa sig fyrir ferðir út í geiminn í vatni.

 


Kraftaverkið hveiti.

Í  færslu fyrir stuttu fjallaði ég stuttlega um hirðingja og hvernig sá lífsmáti býður ekki upp á miklar framfarir í mannlegu samfélagi. Til að menning mannkyns tæki verulegum framförum, þurfti að koma til varanleg búseta og aðgangur að endurnýjanlegu lífsviðurværi.

wheat%20ears7_jpg154f1984-559c-435c-aca6-8a08d9457300LargeJarðyrkja var svarið. En það lá ekki beint við að rækta korn sem gaf af sér nægjanlegt hveiti, þótt svo kunni að virðast í fljótu bragði. Til þess að svo yrði kom til furðuleg framvinda sem hægt er að kalla "náttúrulegt kraftaverk" ef það er ekki mótsögn í sjálfu sér. Hveiti eins og við þekkjum að í dag er langur vegur frá hinni upprunalega kornaxi sem menn byrjuðu að nýta sér.

Einhvern tíman eftir að Ísöld lauk náði ákveðin kornaxartegund að ryðja sér til rúms þar sem nú eru mið-austurlönd. Fundist hafa sigðar til kornskurðar gerðar úr gaselluhorni og tinnusteini allt að 10.000 ára gamlar. Þær voru notaðar til að fella þetta villta kornax (Triticum dicoccoides) en uppskeran var rýr og kornið sjálfsáð. En þá gerðist merkilegur atburður, kannski mörgum sinnum á mörgum stöðum í einu. Fjórtán litninga kornax blandaðist jurt (geitagrasi Aegilops searsii ) sem líka var með fjórtán litninga og úr varð tuttugu og átta litninga jurt, Emmer öx. (Triticum dicoccon) Emmer öxin eru mikil um sig og geta dreift sér sjálf með vindinum og eru frjó. Slíkur sambræðingur tveggja tegunda er afar óalgengur meðal planta. En saga hveitisins verður fyrst virkilega vísindaskáldsöguleg þegar að önnur tilviljun á sviði þessarar litningasambræðslu á sér stað. Emmer jurtin blandaðist annarri tegund geitargrass (Aegilops tauschii) og úr varð enn stærra krosskyn með fjörutíu og tvo litninga.

traditional-farming-methods-inAð þetta skuli hafa gerst  var afar ólíklegt í sjálfu sér og  nú vitum við að brauðhveitisaxið sem varð til hefði ekki verið frjótt nema af því að til kom stökkbreyting eins litningsins í jurtinni. Sagan gerist samt enn ótrúlegri því þótt nú væri komið fallegt og stórt eyra fullt af öxum, var það of lokað og þétt til að berast með vindinumog ná að fjölga sér og breiða úr sér. Öxin féllu nákvæmlega niður á þann stað sem þau uxu á, ólíkt forverum sínum sem gátu dreift sér með vindinum. Brauðhveitið hafði misst þá eiginleika. Þess í stað þurfti það að reiða sig á manninn.

Þannig gerðist það fyrir 8000 árum að til varð samvinna milli jurtar og manns, sem fleytti honum af hjarðmannsstiginu yfir á akuryrkjustigið sem gerði borgmenningu mögulega og tryggði jurtinni um leið afkomu og leið til að fjölga sér.


Kjólar

untitledÍ gær fór ég að skoða kjólasýningu. Ég hitti líka náungan sem stóð fyrir sýningunni á kjólunum en hann heitir Andrew Hansford. Hann var fjallhress og hýr og hafði frá mörgu að segja. Flestar af sögum hans gefðu sómt sér vel í  slúðurblöðunum fyrir 50 árum.  

Þessir kjólar áttu það sameiginlegt að vera hannaðir af einum frægasta kjólameistaranum í Hollywood William Travilla,en Andrew hafði kynnst honum og fengið hann til að lána sér kjólana til að sýna vítt og breytt um heiminn til styrktar Alzheimer sjúklingum.  Kjólarnir höfðu á sínum tíma klætt nokkrar helstu kvikmyndastjörnur síðustu aldar. Þeirra frægust var á efa Marilyn Monroe. En þarna var líka að sjá kjóla sem hannaðir voru fyrir Judy Garland, sem Susan Hayward síðar klæddist í frægri kvikmynd Valley of the Dolls og en aðrir voru gerðir fyrir Betty Grable.


Marilyn-Monroe-BIG_e_c669a705d6a0c94ec5a249bd70b6f28fHvíti kjóllinn úr kvikmyndinni "Sjö ára kláðinn"  7 Year Itch 1955) er sjálfsagt frægastur allra kvikmynda-kjóla gerður fyrir Marilyn Monroe. Þar var reyndar um eina þrá kjóla, mismunandi stutta, að ræða, en á sýningunni var að sjá "eftirlíkingu" af honum þar sem  Debbie Reynolds eigandi kjólsins leyfði ekki sýningu á honum utan Bandaríkjanna.

Allir aðrir kjólar voru "ekta" og sumir hverjir svo gamlir að þeir héngu varla saman. Þarna voru kjólarnir úr kvikmyndinni  Gentlemen Prefer Blondes (1953) þar á meðal Gullkjóllinn sem er gerður úr einum efnisbút, handgiltur og einn af uppáhalds kjólum Marilynar.  Bleiki satín kjóllinn úr frægri danssennu kvikmyndarinnar Diamonds are a girl’s best friend’ var þarna svo og rauði sequin kjóllinn sem hún klæddist í opnunaratriðinu með Jane Russell.

Fjólublái kjóllinn úr  How to Marry a Millionaire (1953),er úr satini og með sequin undirkjól, sem kemur fyrir í fantasíusenunni frægu úr sömu kvikmynd. Þá voru þarna kjólar sem Marilyn hafði klæðst utan kvikmyndaveranna, sumir með vínslettunum enn í sér.

Peaches_and_Marilyn_Pink_DressÞað var varla til stjarna á sjötta áratugnum sem Travilla sá ekki einhvern tíman um að klæða. Jane Russell, Joan Crawford og  Marlene Dietrice voru meðal þeirra.  Hann vann Óskarsverðlaun fyrir fatnað Errols Flynn í Don Juan. Þegar að "gullöldinni" í Hollywood lauk vann hann mikið fyrir sjónvarp, þ.á.m. sá hann um klæðnað stór-stjarnanna í sjónvarpsþættinum Dallas.

Á sýningunni mátti einnig sjá snið og teikningar frá Travilla. Sniðin voru úr gulnuðum pappír og minntu mig á saumaherbergi móður-ömmu minnar Sigurborgar sem var afar góð saumakona og saumaði m.a. á mig öll fyrstu fötin sem ég gekk í.

 


Bakhitara, lífið eins og það var fyrir 10.000 árum

bactiari_heardersFyrir tíu þúsund árum var fremsta menningarstig þjóða heimsins hirðingjastigið. Það sem kom þeim á það stig var tilkoma taminna húsdýra þ.e. kinda og geita. Hundurinn sem gerst hafði félagi mannsins löngu áður, kom nú í góðar þarfir við smalamennsku og gæslu hjarðarinnar. Hvernig það nákvæmlega gerðist að fólk hætti að reiða sig á það sem hægt var að veiða eða finna sér til matar og rækta þess í stað mataruppsprettuna, fer ekki sögum af. Í dag eru samt enn til fáeinir ættbálkar sem aldrei hafa yfirgefið hirðingjastigið og líf þess fólks hefur lítið breyst í  þúsundir ára. Einn slíkur ættbálkur; Bakhitara, byggir Khuzestan í norðvestur Íran. Mannfræðirannsóknir á þessum hópi fólks hefur gefið okkur innsýn inn í líf forfeðra okkar eins og það var áður en þeir hófu að yrkja jörðina og byggja borgarsamfélög.

bakhtiari4Konum er þröngur stakkur sniðinn meðal Bakhitara. Fyrst og fremst er hlutverk þeirra að ala af sér karlafkvæmi. Fæðist of margar stúlkur stefnir í vandræði. Fyrir utan að ala börn er hlutverk þeirra að tilhafa mat og klæði. Þær matast eftir að hafa gefið körlunum mat sinn en að öðru leiti snúast störf þeirra eins og karlmannanna um hjörðina. Þær mjólka, baka á hituðum steinum, gera jókúrt í geitarbelg og notast að öllu leiti við tækni sem hægt er að flytja úr einum stað í annan á hverjum degi. Líf þeirra byggir aðeins á því sem er nauðsynlegt til lífsafkomu ættbálksins. Þegar þær spinna ull með sínum einföldu og fornu aðferðum, er það til að bæta föt eða gera ný sem eru þeim nauðsynleg til fararinnar.

Ekki er hægt að flytja með sér neitt sem ekki á að nota þegar í stað og Bakhitara fólkið kann ekki einu sinni að búa til slíka hluti. Ef það þarf nýjan járnpott, fá þau hann í skiptum fyrir mjólkurafurðir, eins er með flesta aðra hluti sem það notar, frá ístöðum til leikfanga. Líf þeirra er of einhæft til að rúm sé fyrir nýungar, hvað þá þá sérhæfingu sem þarf til að framleiða hluti. Þeir hafa ekki tíma til þess heldur. Frá morgni til kvölds er hópurinn á hreyfingu, frá haga til haga, að koma og fara alla lífsins daga. Það er ekki tími til neins annars, ekki einu sinni til að setja saman lagstúf. Einu siðirnir sem fólk hefur eru gamlir siðir og metnaður hvers sonar er að verða eins og faðir sinn.

bakhtiari-women-on-horsesLíf þeirra er tilbreytingasnautt. Hvert kvöld er endir dags eins og gærdagurinn og þegar morgnar er aðeins ein spurning sem kemst að í hugum þeirra; komum þeir hjörðinni yfir næsta skarð. Á hverju ári taka þeir hjarðir sínar um 6 fjallgarða sem sumir eru í 4 km. hæð yfir sjávarmáli. Lágar grjóthrúgur sem varða leið kvennanna um skörðin er það eina sem þeir byggja. Aðeins að einu leiti hefur líf þeirra breyst frá því fyrir tíu þúsund árum. Á þeim tíma báru þeir allar sínar pjönkur sjálfir á bakinu. Í dag nota þeir burðardýr, hesta, asna og múlasna. Ekkert merkilegt gerist, engin minnismerki eru reist, ekki  einu sinni um  hina dauðu. Þeir sem eru of gamlir eða veikir til að halda ferðinni áfram eru skildir eftir til að deyja. 

Bakhtiari-Man-with-sheep

 


Bahá'íar vísa á bug staðhæfingum um niðurrifsstarfsemi í Íran

11-2Alþjóðlega bahá'í samfélagið vísar eindregið á bug yfirlýsingum íransks saksóknara þess efnis að sjö bahá'íar sem hafa verið settir í varðhald í Teheran í Íran hafi „játað" starfrækslu „ólöglegra" samtaka með tengsl við Ísrael og önnur ríki.


„Við höfnum alfarið og eindregið þeim getgátum að bahá'íar í Íran hafi tekið þátt í einhvers konar niðurrifsstarfsemi", segir frú Bani Dugal, aðalfulltrúi Alþjóðlega bahá'í samfélagsins hjá Sameinuðu þjóðunum, og hún bætir við: „Bahá'í samfélagið blandar sér ekki í stjórnmál. Eini 'glæpurinn' sem þessir sjö einstaklingar hafa framið er að iðka sína trú."


„Ásakanirnar eru hins vegar alvarlegar og því óttumst við um líf og afdrif þessara sjö einstaklinga," segir frú Bani Dugal enn fremur.


Frú Bani Dugal er með þessum yfirlýsingum að svara skýrslu í dagblaði í Íran með yfirlýsingum Hasan Haddad, aðstoðarsaksóknara öryggismála við íslamska byltingardómstólinn í Teheran.
Frú Bani Dugal segir að þeir sjö bahá'íar sem voru hnepptir í varðhald fyrr á þessu ári hafi verið fulltrúar í nefnd sem ætlað var að sjá fyrir þörfum þeirra 300.000 bahá'ía sem eru í Íran.


„Og það hvílir engin leynd yfir því — stjórnvöld vissu fullkomlega um tilurð þessarar nefndar löngu áður en fulltrúar hennar voru fangelsaðir, alveg eins og að stjórnvöld vita mjög vel að þetta fólk tekur ekki þátt í neinni leynistarfsemi," segir frú Bani Dugal enn fremur.


y210Frú Bani Dugal segir að fangelsanirnar séu hluti af mjög vel skjalfestri og margra áratuga langri herferð til þess að uppræta Bahá'í samfélagið í Íran, og að þessar ásakanir nú fyrir skömmu séu sömu gerðar og aðrar tilhæfulausar ákærur þar á undan.
„Getgátur um leynimakk með Ísraelsríki eru óyggjandi rangar og misvísandi. Írönsk yfirvöld  eru að vísa til þess að alþjóðleg stjórnsýslumiðstöð bahá'ía er staðsett í Haifa í Ísrael," segir frú Bani Dugal enn fremur.

„Írönsk stjórnvöld líta algjörlega framhjá þeirri velþekktu sögulegu staðreynd að bahá'í trúin var með höfuðstöðvar sínar í Íran fram til ársins 1853, þegar yfirvöld vísuðu boðbera og stofnanda bahá'í trúarinnar úr landi og neyddu hann í útlegð og að endingu í fangelsi í borginni 'Akká við strendur Miðjarðarhafsins, sem þá heyrði undir tyrknesku stjórnina. Svo vill til að 'Akká er á því svæði sem nú er nefnt Ísrael."


Frú Bani Dugal segir einnig að margir bahá'íar í Íran — þar á meðal fulltrúar samhæfingarnefndarinnar áður en þeir voru hnepptir í varðhald — sæti stöðugt fangelsunum og séu þá spurðir um hvers konar starfsemi þeir taki þátt í. Hún segir einnig að bahá'íarnir hafi ekkert að fela og reyni að svara og segja satt og rétt frá í öllum yfirheyrslum

New York, 3. ágúst 2008 (BWNS) —


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband