Klikkað klukk

Það verður varla lengur undan skorast. Annars verða allir löngubúnir að fá leið á leiknum og farnir í "yfir" eða parís.  Hér kemur sem sagt mitt klukk.

Fjögur störf sem ég hef unnið;

Upp og útskipun við höfnina í Keflavík

Þjónn á Hótel Hafnia í Þórshöfn í Færeyjum

Lögreglumaður í Vestmanneyjum

Útvarpsstjóri við Útvarp Suðurlands

Fjórir staðir sem ég hef búið á;

Norðfirði

Dýrafirði

Fuglafirði (Færeyjum)

Bedford (Kanada)

Fjórar kvikmyndir sem ég hef dálæti á;

Bladerunner

The Sting

The Godfather (1 og 2)

Fjórar bækur sem ég les reglulega;

Dawn-breakers (Upphafsaga Bahai trúarinnar)

The Decline and fall of the Roman Empire (Gibbon)

Bænabókin mín

Þekking og blekking (Níels Dungal)

Fjórir sjónvarpsþættir sem ég hef horft á;

The Ascent of man (J.Bronowski)

X-Files

Stiklur (Ómar Ragnarsson)

Little Britain

Fjórar netsíður sem ég les reglulega;

BBC

Mbl

Visir.is

The Jerusalem Post

Fjórir réttir sem mér finnast góðir;

Cecar sallad

Hamborgarahryggur með öllu

Poppkorn

Harðfiskur með smjöri

Fjórir staðir sem ég hef komið á;

Key West Flórída

Baldur  Kanda

Elat Israel

Bjarnarey

Fjórir staðir sem ég vildi hafa komið á;

Auswitsch

Bora Bora

Nýja sjáland

Bókasafn Vadíkansins

Fjórir bloggarar sem ég klukka;

Skattborgara

Skessu

Hippo

Rut

 

 

 


Blásokkur

Bluestockings3Í kring um 1750 varð til kvennahreyfing á Bretlandi sem kenndi sig við bláa hásokka og var kölluð blásokku-hreyfingin. Að mörgu leiti var um að ræða stælingu á franskri hreyfingu með áþekku nafni en áherslur þeirrar ensku voru öðruvísi þar sem þær lögðu meiri áherslu á menntun og samvinnu frekar en einstaklingshyggjuna sem einkenndi frönsku hreyfinguna. 

Stofnandi ensku blásokku-hreyfingarinnar hét Elizabeth Montagu.Hún kallaði saman nokkrar aðalskonur í einskonar bókaklúbb. Til sín buðu konurnar ýmsum fyrirlesurum þar á meðal hin fræga útgefanda og þýðanda Benjamín Stillingfleet. Segir sagan að hann hafi verið svo fátækur að hann hafi ekki haft efni á að klæðast hinum svörtu silkisokkum sem tilheyrðu viðhafnarklæðnaði þess tíma og í staðinn komið í hversdaglegum bláum sokkum. Þannig fékk hugtakið blásokkahreyfing þá merkingu að hugsa meira um menningarlegar samræður heldur en tískuna sem fram að því þótti eina sæmilega umræðuefni kvenna.

Rowlandson-BluestockingsHreyfingin varð að lauslega samanhnýttum samtökum forréttinda kvenna sem höfðu áhuga á menntun og komu saman til að ræða bókmenntir. Konurnar áttu það sameiginlegt að vera ekki eins barnmargar og flestar stöllur þeirra á Bretlandi á þeim tímum. Menntun kvenna afmarkaðist öllu jöfnu við saumaskap og bandprjón og aðeins karlmenn fengu aðgang að háskólum. Það var talið afar "óaðlaðandi" fyrir konur að kunna latínu eða grísku og sérstaklega framhleypnilegt ef þær vildu verða rithöfundar. Það þótti sjálfsagt mál að fertug kona væri fáfróðari en tólf ára drengur. Blásokkurnar héldu enga meðlimaskrá og fundir þeirra voru óformlegir, sumir fámennir aðrir fjölmennir. Yfirleitt voru þeir í formi fyrirlestra um stjórnmál og bókmenntir þar sem boðið var upp á samræður á eftir ásamt te og kökubita.

E-MontaguMargar af blásokkunum styrktu hvor aðra í viðleitni þeirra til að mennta sig frekar með lestri, listgerð og skrifum. Meðal þeirra sem mest bar á eru Elisabeth Carter(1717-1806) sem gaf út fjölda ritgerða, ljóðabækur og þýddi Epictetus á ensku. Þá ber að geta Önnu Miegon sem samdi samtímalýsingar á konum og gaf út á bók sem ber heitið Biographical Sketches of Principal Bluestocking Women.

Þótt að blásokku-hreyfingin yrði ekki langlíf og yrði á meðan hún lifði fyrir barðinu á hæðni karla og þeirra kvenna sem ekki sáu tilgang í menntun, hafa margir seinni tíma rithöfundar orðið til að benda á að í henni megi finna neistann sem seinna varð að báli kveinréttindabarátunnar á vesturlöndum


Hjúkka

Sjúkrahús eins og aðrar mannlegar stofnanir hafa ekki ætíð verið til. Í byrjun níttjándu aldar voru aðeins tvö sjúkrahús starfrækt í Bandaríkjunum og árið 1973 voru þau aðeins 178. Ástæðan fyrir því að sjúkrahús voru ekki stofnsett almennt í ríkjum heims fyrr en í byrjun tuttugustu aldar, var að umönnun sjúkra var álitið í verkahring fjölskyldunnar. Hræðsla við sjúkleika ókunnugra, smit og hvers kyns líkamslýti áttu sinn þátt í að koma í veg fyrir þróun líknarstarfa á samfélagslegum grundvelli.

hospitalinteriorwebAssýríumenn og nánast allar siðmenningar í kjölfar þeirra, breiddu út þann boðskap að sjúkleiki væri refsing fyrir syndir manna sem aðeins gæti læknast með iðrun eða með göldrum. Þar af leiðandi var lítil virðing borin fyrir þeim sem reyndu að veita sjúkum líkamlega aðhlynningu og það féll venjulega í hlut ekkna, skækja eða atvinnulauss sveitafólks. Hjúkrun var oftast ekki launað starf og þeir sem hana lögðu fyrir sig gátu í besta falli búist við húsaskjóli að mat að launum og voru ávallt skilgreindir sem þjónar. Í lögum Theodusar Keisara (438 EK) var  hjúkrunarkonum bannað að sækja leikhús vegna "óskammfeilni þeirra, grófleika og ofbeldishneigðar".

Image51Stundum voru líknarstörf stunduð af þeim sem sögðu líkn vera dyggð og vildu mótmæla grimmd heimsins. Rómverska konan Fabíóla var eins slík. Hún var tvískilin og náði að sefa óhamingju sína með því að gerast kristin og setja á stofn sjúkrahús þar sem hún vann sjálf myrkrana á milli við að hjúkra hverjum þeim sem að garði bar. Annar var Basil Hinn Mikli, biskup í Caesarea (300-79 EK) sem lét byggja heilt úthverfi þar sem hann gat líknað sjúkum og hrjáðum, kysst holdsveika til að sýna þeim stuðning og sinnt þörfum þeirra. Öðru fólki þótti þetta líknarstarf vera tilraun til að snúa öllu við á annan endann. Þannig varð til þriðja ástæðan fyrir því að líkn næði að verða samfélagsleg ábyrgð, því flesta langaði alls ekki að verða píslarvottar, munkar eða nunnur, hvers sál skipti meira máli en líkaminn.

Árið 1633 var Líknarsystra-reglan stofnuð í Frakklandi sem varð að fyrirmynd góðhjartaðra kvenna sem stunduðu mannúðarstörf í Evrópu og Ameríku. - Þær bjuggu ekki í klaustrum né sóttust þær eftir heilagleika með íhugun og bænum. Þær ferðuðust um Frakkland og seinna til annarra landa og aðstoðuðu sjúka og hugguðu bæði sorgmædda og fátæka. Samt nálguðust þær starf sitt eins og af yfirbót eða sem píslarvætti.

Stofnendur þessarar líknarreglu voru undraverðir einstaklingar sem sameinuðu krafta sína í sönnum kærleika. Vincent de Paul (1581-1660) var fátækur bóndasonur sem var rænt af sjóræningjum og hnepptur í þrældóm í Túnis í a.m.k. ár þangað til honum tókst að flýja. Louise de Marillac (1591-1660) var ósligetið barn aðalsmanns sem var alin upp sem "bæði kona og maður". Hún hlaut nokkra menntun í heimsspeki og málaralist, giftist konunglegum ritara og þjáðist af þeirri hugsun að hún ætti að skilja við mann sinn og gera eitthvað þarflegra við líf sitt. - Þau trúðu bæði að hver betlari væri Kristur á jörðu og hver sjúklingur væri að upplifa krossfestingu hans. Þess vegna ætti að líkna þeim og þjóna í mikilli auðmýkt. Til að ná sannri auðmýkt ætti hjúkrunarkonan að vinna á ókunnum slóðum. "Það er nauðsynlegt að líkna ókunnugum" sögðu þau. Hamingja til handa þeim sjálfum var ekki markmið heldur að miðla hamingju og ánægju þrátt fyrir erfiðleika og mótlæti. Haft er eftir Louise að ekki hafi dagur liðið á ævi hennar án sársauka.

Allar þær væringar sem urðu á seinni tímum meðal stétta í umönnunarstörfum voru fyrir séðar af þessum tveimur dýrlingum.- Þau voru staðráðin í að koma í veg fyrir valdastreitu meðal reglusystkina sinna með því að láta þær skiptast á um að sjá um skipulagningu og neita öllum um sérréttindi og yfirráð. Fyrirmyndin að sjálflausu hjúkrunarkonunni varð þar með til.

early-nurseEn þessi fyrirmynd var ekki gallalaus. Hjúkrunarstörf voru unnin bæði af bæði körlum og konum sem önnuðust sjúklinga hvert af sínu kyni. Á sautjándu og átjándu öld varð hjúkrun að kvennastarfi eingöngu. Þetta opnaði mikla möguleika fyrir konur en með ófyrirsegjanlegum og hörmulegum tilfinningalegum afleiðingum. Fólk fór að trúa því að að konur einar gætu sinnt hjúkrunarstörfum og að slík störf væru sambærileg við húsmóðurstörf sem auðvitað voru á endanum háð yfirvaldi karlmannsins.

Yfirmaður skurðdeildarinnar við Sjúkrahúsið í New York lét fara frá sér þá yfirlýsingu árið 1860 að; "karlmenn, þótt þeir séu öllum kostum gæddir, geta ekki komið á móts við þarfir hinna sjúku. Þeir hafa ekki tilfinningu fyrir því sem með þarf". Álitið var að konur einar réðu yfir þeirri næmni sem þurfti til að hjúkra sjúkum á fullnægjandi hátt.

Á liðnum öldum heyrði það til undantekninga að læknar störfuðu við sjúkrahús, enda voru þau að mestu geymslur fyrir fátæklinga. Starf hjúkrunarkvenna var að mestu fólgið í að gefa sjúklingunum að borða, enda var það hungrið sem hrjáði fátæklingana mest.  Seint á átjándu öld mótmæltu læknar því að besta leiðin til að lækna sjúka væri alltaf að gefa þeim sem mest að borða og hófu að taka stjórn sjúkrahúsa í sínar hendur. Þeir umbreyttu sjúkrahúsunum smám saman í rannsóknastofnanir þar sem beitt var tæknilegum lausnum til lækninga sjúkdóma í stað þess að einblína á andlega heilsu sjúklingsins. Loks fór svo að sjúkrahús urðu að vísindastofnunum sem hægt var að reka á fjárhagslegum grundvelli og þar með náði tæknin og virðingarsessinn yfirhöndinni. Líknin hvarf ekki en varð að undirsáta framleiðninnar.

Florence Nightingale sagði eitt sinn; "Ég hlakka til þegar öll sjúkrahús verða aflögð". Hún var talsmaður þess að hjúkrun færi fram á heimilum og varaði við því að hjúkrunarkonur myndu verða harðbrjósta af of mikilli læknisfræði. "Þú getur ekki orðið góð hjúkrunarkona án þess að vera góð kona" sagði hún.

Í dag, þegar heimurinn dáist að hjúkrunarfólki hvar sem það er að störfum í heiminum er það undarvert að þeim er gert erfiðara fyrir en nokkru sinni fyrr að stunda starf sitt með ánægju.  Óánægja hjúkrunarfólks er meira en sambærilegar menntastétta. Ástæðan er ekki endilega lágt kaup, sem er samt staðreynd, heldur að því finnst það vera hindrað í að gefa sjúklingum þá umönnun sem það telur sæmilega og sá mikli ágreiningur sem er á milli gilda heilbrigðikerfisins og þeirra. Samhliða þessum ágreiningi þarf fólk í umönnunarstörfum að takast á við streituna sem skapast af því að halda stöðugt utan við umræðuna því sem viðkemur kynlífi, úrgangi og dauða sjúklinga, allt mál sem enn eru tabú meðal almennings.

Heimildir;

An Intimate history of Humanity Theodore Zeldin

A History of Civilizations Fernand Braudel

Society Sketches in the XVlllth Century Norman Pearson

 

 


Hvað er að vera Englendingur?

i004Af og til birtast í breskum fjölmiðlum kannanir um hvað sé enskast af öllu ensku og útkoman er afar fyrirsjáanleg, fiskur og flögur í fyrsta sæti, drottningin og fjölskylda í öðru og Paul McCarney í þriðja til tíunda. Leit Englendinga að sjálfum sér er jafn óþreytandi og hún er tilgangslaus. Þeir eiga ríka sögu sem um leið er saga Evrópu, Indlands, Ástralíu, Ameríku og Afríku. Þeir tala tungumál sem sigrað hefur heiminn sem þeir bókstaflega réðu einu sinni yfir enda minjasöfn þeirra full af menningu annarra þjóða. 

Samt er eins og þeir hafi ekki neina skýra mynd af hverjir þeir eru eða fyrir hvað þeir standa. Jafnvel fótboltafélögin þeirra eru smá saman að fyllast af útlenskum spilurum, þjálfurum og eigendum. Í byrjunarliði Chelsea í síðasta leik held ég að hafi verið einn Englendingur.

Aðrir Bretar þurfa ekki að efna til skoðunarkönnuna af og til til að muna hvað þeir eru.

Skotar vita alveg hvað það er að vera Skoti. Skotapils og sekkjapípugaul, blóðpylsa og Nessí ásamt öllum slagorðunum um frjálst Skotland og óborganlegum hreiminum gera Skota að sérstakri þjóð. Welsbúar með sín óskiljanlega-löngu orð, sér fótboltalið og heimaræktaða molbúahátt eru sömuleiðis öruggir með sjálfa sig.

Aðeins Englendingar eru í endalausri tilvistarkreppu að manni sýnist. Kannski er það hin stöðuga afneitun þeirra á borgarlífinu sem gerir þeim svona erfitt fyrir. Allir Englendingar sakna sveitarinnar. Iðnbyltingin sem þeir voru fyrstir til að láta endurmóta þjóð sína er enn ófreskja í þeirra augum. Þeir telja það til dyggða að fara í gúmmístígvéli og ganga um sveitina. Þeim finnst það hreinsandi fyrir sálu sína. Þeir eru flestir en haldnir sektarkennd yfir að hafa mergsogið aðrar þjóðir á heimsveldistímabilinu og lifað á auði þeirra. Þess vegna hleypa þeim öllum inn í land sitt án þess að hafa nokkra stjórn á innflytjendum. Stjórnkerfi þeirra er gamalt og nánast úrelt og þess vegna eru þeir efar þolinmóðir gagnvart "manlegum mistökum" sem samt bætta úr með smá kerfisbreytingu. 


Cheddar ostur og mannát

800px-Somerset-CheddarÞað þykir sjálfsagður hluti af allri sannri siðfágun nú til dags að kunna skil á vínum og ostum. Íslendingar, sem lengi vel þekktu aðeins sinn mjúka mjólkurost og mysuost,  geta nú valið úr fjölda tegunda osta í matvöruverslunum, bæði íslenskum og erlendum, þar á meðal Cheddar ostum sem vafalaust eru frægastir allra enskra osta. 

cheddar2Cheddar ostur er gerður af kúamjólk og getur verið bæði sterkur og mildur, harður eða mjúkur. Það sem fyrst og fremst gerir alvöru Cheddar ost að Cheddar osti, er að hann sé búin til í Cheddar, fornfrægu þorpi sem stendur við enda Cheddar gils í Somerset sýslu í mið-suðaustur Englandi. Elstu ritaðar heimildir um  þessa osta eru þúsund ára gamlar og talið er víst að þekkingin á gerð þeirra sé miklu eldri. Eftir endilöngu gilinu er að finna fjölda hella og voru sumir þeirra notaðir til að geyma í ostinn sem þarf allt að 15 mánuði í þurru og köldu lofti til að taka sig rétt.   

4196cheddargorgeCheddar gil er dýpsta og lengsta gil á Bretlandi. Þar hafa fundist mannvistarleifar sem eru 100.000 gamlar. Í einum hellinum fannst árið 1903 afar heilleg beinagrind af manni sem er 9.000 ára gömul (Cheddar maðurinn). Beinagrindin er elsta beinagrind sem fundist hefur á Bretlandi.  Þá  hafa fundist talvert eldri mannbein á þessum slóðum eða allt að 13.000 ára gamlar. Rannsóknir á litningum beina þessara fornaldarmanna sem voru uppi a.m.k. 3.000 árum áður en landbúnaður hófst á Bretlandi, sýna að enn í dag er að finna ættingja þeirra í Cheddar og sanna að ekki eru allir Bretar afkomendur hirðingja (Kelta) frá Miðjarðarhafslöndunum eins og haldið hefur verið fram.

CheddarmanSum af þeim mannbeinum sem fundist hafa í hellunum í Cheddar gili, þar á meðal bein Cheddar mannsins sjálfs, bera þess merki að egghvöss steináhöld hafa verið notuð til að granda viðkomandi. Sýnt þykir að sumir hafi verið teknir af lífi (skornir á háls) líkt og skepnur. Þetta hefur rennt stoðum undir þær kenningar að fornmenn í Cheddar gili hafi stundað mannát. cheddar_man_203x152


Gunnuhver, Selmatseljan og Sagan af Hermóði og Háðvöru

Hér koma þrjár þjóðsögur. Hvor um sig er hin skemmtilegasta lesning en þær eru mjög ólíkar. Spurning mín til þeirra sem hafa nennu og hug til að lesa þær allar þrjár er hvort þið komið  auga á ákveðið atriði sem þær eiga sameiginlegt. Hvert er það atriði og tilhvers er það?  

Gunnuhver  

Vilhjálmur Jónsson lögréttumaður bjó á Kirkjubóli á Rosmhvalanesi; hann dó 1706. Hann átti illt útistandandi við kerlingu eina sem hét Guðrún Önundardóttir, út af potti sem hann átti að hafa tekið af henni, líklega upp í skuld. Kerling tók sér það svo nærri að hún heitaðist við Vilhjálm.

Þegar hún var grafin var Vilhjálmur þar við, en leið hans lá um Skagann sem kallaður er fyrir utan Útskála. Hann fór heimleiðis um kvöldið, en fannst daginn eftir dauður á Skaganum og var þá allur blár og beinbrotinn.

gunnuhverLík hans var flutt í bænhúsið á Kirkjubóli og Gísli prestur á Útskálum fenginn til að vaka yfir því á næturnar, því allir þóktust vita að Gunna hefði drepið hann og væri nú afturgengin. Þóktist prestur eiga fullt í fangi að verja líkið fyrir kerlingu að ei drægi hún það úr höndum sér.

Afturgangan magnaðist síðan mjög og nú dó ekkja Vilhjálms snögglega; var Gunnu það kennt. Fólk sem fór um Skagann villtist sumt, en sumt varð vitstola. Var það allt af völdum Guðrúnar og sáu menn nú óvætt þenna fullum sjónum. Gjörði þá Gunna skaða mikinn svo ekki var viðvært mönnum né málleysingjum.

Þegar í slíkt óefni var komið og enginn gat stemmt stigu fyrir afturgöngunni, þá voru tveir menn nokkuð kunnandi sendir til fundar við séra Eirík í Vogsósum til að biðja hann hjálpar. En með því prestur var ekki alténd vanur að taka slíkum málum greiðlega, þá voru þeir látnir færa honum nokkuð af brennivíni, því allir vissu að honum þókti það gott.

Sendimenn fóru nú á fund Eiríks prests og gjörðu allt eins og fyrir þá var lagt. Tók hann þeim vel, en þegar þeir fóru á stað aftur fékk hann þeim hnoða og sagði að þeir skyldu láta Gunnu taka í lausa endann á hnoðanu. Sagði hann að hnoðað mundi þá sjálft velta þangað sem hún mætti vera að ósekju.

Sneru sendimenn heim við þetta og gjörðu allt sem prestur hafði fyrir þá lagt. En undireins og Gunna hafði tekið í lausa endann á hnoðanu valt það á stað, en hún fór á eftir. Sást það seinast til að hvort tveggja, hnoðað og Gunna, steyptist ofan í hver þann suður á Reykjanesi sem síðan er kallaður Gunnuhver. Hefir síðan ekki orðið meint við afturgöngu Gunnu.

Sumir segja að hnoðað færi ofan í hverinn, en Gunna héldi í endann; var endinn svo langur að Gunna gat staðið hálfbogin uppi á hverbarminum og trítlar hún þannig einatt til og frá kringum hverinn á blábrúninni hálfbogin, því hún vill fyrir hvern mun sízt fara ofan í vilpu þessa.

 

Selmatseljan.

222413724_4c800dac06Prestur var eitt sinn fyrir norðan sem hafði upp alið stúlkubarn. Frá prestssetrinu var selstaða langt á fjöllum uppi og hafði prestur þar jafnan fé og kýr á sumrum, ráðskonu og smala. 
   Þegar fósturdóttir hans varð eldri varð hún selráðskona og fór henni það sem annað vel úr hendi því hún var ráðdeildarkvenmaður, fríð sýnum og vel að sér um marga hluti. Urðu því margir efnismenn til að biðja hennar, því hún þótti hinn besti kvenkostur norður þar. En hún hafnaði öllum ráðahag við sig.
   Einu sinni kom prestur að máli við uppeldisdóttur sína og hvatti hana mikillega að giftast og taldi það til að ekki yrði hann ætíð til að sjá henni farborða þar sem hann væri maður gamall. Hún tók því allfjarri og kvaðst engan hug leggja á slíkt og sér þætti vel sem væri og ekki sæktu allir gæfu með gjaforðinu. Skildu þau að svo mæltu um hríð.
   Þegar leið á veturinn þótti mönnum selráðskonan þykkna undir belti og fór þykktinni því meir fram sem lengur leið á. Um vorið kom fóstri hennar aftur að máli við hana og bað hana segja sér frá högum hennar og sagði hún mundi víst vera barnshafandi og að hún mundi ekki í selið fara það sumar.
   Hún neitaði þverlega að hún væri eigi einsömul og kvað sér ekki til meina og selstörf skyldu hún annast eins það sumar og áður.
   Þegar klerkur sá að hann kom engu áleiðis við hana lét hann hana ráða en bað menn þá er voru í selinu að ganga eigi nokkru sinni frá henni einni og hétu þeir honum góðu um það. Síðan var flutt í selið og var ráðskonan hin kátasta. Leið svo fram um hríð að ekki bar til tíðinda. Selmenn höfðu sterkar gætur á ráðskonunni og létu hana aldrei eina. 
   icesheepEitt kvöld bar svo við að smalamanni var vant alls fjárins og kúnna. Fór þá hvert mannsbarn úr selinu nema selráðskonan var ein eftir. Sóttist leitarmönnum seint leitin og fundu eigi féð fyrr en undir morgun með því niðþoka var á.
   Þegar leitarmenn komu heim var matseljan á fótum og venju fremur fljót á fæti og létt á sér. Það sáu menn og þegar frá leið, að þykkt hennar hafði minnkað en ekki vissu menn með hverju móti og þótti mönnum að þykktin hefði verið annars kyns þykkt en barnsþykkt.
   Var svo flutt úr selinu um haustið heim, bæði menn, fénaður og söfnuður. Sá prestur það að matseljan var mjóslegnari um mittið en hún hafði verið veturinn áður.
   Gekk hann þá á hina selmennina og spurði þá hvort þeir hefðu brugðið af boði sínu og gengið allir frá selmatseljunni. En þeir sögðu honum svo sem var að þeir hefðu alls einu sinni frá henni farið að leita því alla málnytuna hefði vantað.
   Klerkur reiddist og bað þá aldrei þrífast sem breytt hefðu boði sínu og kvað sig hafa grunað þetta þegar selmatseljan fór í selið um vorið.
   Veturinn eftir kom maður að biðja fósturdóttur prestsins og tók hún því allfjarri. En prestur sagði hún skyldi ekki undan komast að eiga hann því hann hafði almenningslof á sér og var góðra manna. Hann hafði tekið við búi eftir föður sinn um vorið og var móðir hans fyrir framan hjá honum. Varð svo þessum ráðahag framgengt hvort konunni var það ljúft eða leitt. 
   huldumaðurUm vorið var brullaup þeirra hjá presti. En áður konan klæddist brúðarfötum sínum sagði hún við mannsefnið: "Það skil ég til við þig fyrst þú átt að ná ráðahag við mig að mér nauðugri að þú takir aldrei vetursetumann svo að þú látir mig ekki vita áður því ella mun þér ekki hlýða," og hét bóndi henni því.
   Leið svo af veislan og fór hún heim með bónda sínum og tók til búsforráða en þó með hangandi hendi því aldrei var hún glöð eða með hýrri há þótt bóndi hennar léki við hana á alla vegu og vildi ekki láta hana taka hendi í kalt vatn. Hvert sumar sat hún inni þegar aðrir voru að heyvinnu og tengdamóðir hennar hjá henni til að skemmta henni og annast um matseld með henni. Þess á millum sátu þær og prjónuðu eða spunnu og sagði eldri konan tengdadóttur sinni sögur henni til skemmtunar.
   Eitt sinn þegar gamla konan hafði lokið sögum sínum sagði hún við tengdadóttur sína að nú skyldi hún segja sér sögu. En hún kvaðst engar kunna. Hin gekk því fastar að henni svo hin hét þá að segja henni þá einu sögu sem hún kynni og hóf þannig frásögn sína:
   "Einu sinni var stúlka á bæ. Hún var selmatselja. Skammt frá selinu voru hamrar stórir og gekk hún oft hjá hömrunum. Huldumaður var í hömrunum, fríður og fallegur, og kynntust þau brátt við og varð þeim allkært saman. Hann var svo góður og eftirlátur við stúlkuna að hann synjaði henni einskis hlutar og var henni til vilja í hvívetna. Fóru þá svo leikar þegar fram liðu stundir að selmatseljan var eigi einsömul og gekk húsbóndi hennar á hana með það þegar hún átti að fara í selið sumarið eftir en stúlkan neitaði áburði þessum og fór í selið sem hún var vön. 
   VIG-AzH_6bEn húsbóndinn bað þá er í selinu voru að fara aldrei svo frá henni að hún væri ein eftir og hétu þeir honum góðu um það. Eigi að síður fóru allir frá henni að leita fjárins og þá tók hún léttasóttina. Kom þá maður sá til hennar er hún hafði haft samræði við og sat yfir henni og skildi á milli, laugaði barnið og reifaði. En áður hann fór burtu með sveininn gaf hann henni að drekka af glasi og það var sá sætasti drykkur sem ég hef. . .," í því datt hnoðað úr hendinni á henni, sem hún var að prjóna af, svo hún laut eftir hnoðanu og leiðrétti, -- "sem hún hafði smakkað, vildi ég sagt hafa, svo hún varð á samri stundu alheil allra meina.
   Upp frá þeirri stundu sáust þau ekki, stúlkan og huldumaðurinn, en hún giftist öðrum manni sárnauðug því hún þráði svo mjög hinn fyrri ástmann sinn og sá aldrei upp frá því glaðan dag. Og lýkur hér þessari sögu."
   Tengdamóðir hennar þakkaði henni söguna og setti hana vel á sig.
   Fór svo fram um hríð að ekki bar til tíðinda og konan hélt teknum hætti um ógleði sína en var þó góð við mann sinn.
   Eitt sumar þegar mjög var liðið á slátt komu tveir menn, annar stærri en annar, í teiginn til bónda. Báðir höfðu þeir síða hetti á höfði svo óglöggt sást í andlit þeim. Hinn meiri hattmaður tók til orða og bað bónda veturvistar. Bóndi kvaðst ekki taka nokkurn mann á laun við konu sína og kvaðst hann mundi hitta hana að máli áður en hann héti þeim vistinni.
   Hinn meiri maður bað hann ekki mæla svo óvirðulega að slíkur höfðingi ætti það konuríki að hann væri ekki einráður í slíkum smámunum sem að gefa tveimur mönnum mat einn vetrartíma. Svo það verður að ráði með þeim að bóndi hét mönnum þessum veturvist að konu sinni fornspurðri.
   Um kvöldið fara komumenn heim til bónda og lét hann þá fara í hús nokkurt frammi í bænum og bað þá þar vera. Bóndi gengur til húsfreyju og segir henni hversu nú var komið. Húsfreyja snerist illa við og sagði þetta hina fyrstu bæn sína og að líkindum þá seinustu. En fyrir því að hann hefði einn við mönnunum tekið þá skyldi hann og einn fyrir sjá hvað hlytist af veturvist þeirra og skildu svo talið.
   Var nú allt kyrrt þangað til húsfreyja og húsbóndi ætluðu til altaris um haustið. Það var venja þá, sem enn er sums staðar á Íslandi, að þeir sem ætla sér að vera til altaris ganga fyrir hvern mann á bænum, kyssa þá og biðja þá fyrirgefningar á því sem þeir hafi þá styggða. Húsfreyja hafði allt til þessa forðast vetursetumennina og aldrei látið þá sjá sig og svo var og að þessu sinni að hún kvaddi þá ekki.
   Svo fóru hjónin af stað. En þegar þau voru komin út fyrir túngarðinn sagði bóndi við húsfreyju: "Þú hefur sjálfsagt kvatt vetursetumennina." Hún kvað nei við.
   Hann bað hana ekki gjöra þá óhæfu að fara svo hún kveddi þá ekki.
   "Í flestu sýnir þú að þú metur mig lítils, fyrst í því að þú tókst við mönnum þessum að mér fornspurðri, og nú aftur þar sem þú vilt þröngva mér til að minnast við þá. En ekki fyrir það, ég skal hlýða, en þú skalt fyrir sjá því þar á ríður líf mitt og þitt með að líkindum."
   Hún snýr nú heim og seinkar henni mjög heima. Bóndi fer þá heim og kemur þangað sem hann átti von á vetursetumönnum og finnur þá í herbergi þeirra. Hann sér hvar veturvistarmaður hinn meiri og húsfreyja liggja bæði dauð í faðmlögum á gólfinu og höfðu þau sprungið af harmi. En hinn veturvistarmaðurinn stóð grátandi yfir þeim þegar bóndi kom inn en hvarf í burt litlu síðar svo enginn vissi hvert hann fór.
   Þóttust nú allir vita af sögu þeirri er húsfreyja hafði sagt tengdamóður sinni að hinn meiri komumaður hefði verið huldumaður sá sem húsfreyja hafði kynnst við í selinu og hinn minni sonur þeirra sem á burt hvarf.

SAGAN  AF  HERMÓÐI  OG  HÁÐVÖRU

Það var einu sinni konungur og drottning í ríki sínu; þau áttu eina dóttir er Háðvör hét. Hún var mjög fríð og fögur mær og þar eð konungur og drottning áttu ekki fleiri börn þá var hún borin til ríkis.

king&queen_1_lgKóngur og drottning áttu líka uppeldisson er nefndist Hermóður. Hann var hér um bil jafnaldri Háðvarar, fríður sveinn og vel að sér gjör um alla hluti. Hermóður og Háðvör léku sér tíðum saman meðan þau voru í æsku og kom mjög vel saman svo þau þegar á unga aldri hétu hvert öðru tryggðum heimuglega.

Nú liðu fram stundir þangað til drottning tekur sótt, og þegar hún fékk hugmynd um það að það mundi verða sótt til dauða gjörir hún boð eftir konungi. Þegar hann kemur segir hún að hún muni skammt eiga eftir ólifað og kveðst ætla að biðja hann einnar bónar, og hún sé sú að ef hann gifti sig í annað sinn þá gjöri hann það fyrir sín orð að eiga enga aðra en drottninguna af Hetlandi góða. Konungur lofar þessu og svo deyr drottingin.

En er fram liðu stundir fer konungi að leiðast einlífið, býr skip sitt og leggur í haf. Á ferð þessari kemur mikil þoka yfir hann og kemst því í hafvillur. Eftir langa mæðu hittir hann land og leggur þar að skipi sínu og gengur einn á land. Þegar hann hafði gengið nokkra stund verður fyrir honum skógur; fer hann lítið eitt inn í hann og staðnæmist þar. Heyrir hann þá fagran hljóðfærasöng og gengur á hljóðið þangað til hann er kominn að rjóðri einu; sér hann þá hvar þrjár konur eru í rjóðrinu; situr ein þeirra á gullstól og í ljómandi fögrum búningi; heldur hún á hörpu og er augljóslega sorgbitin. Önnur var mjög tíguglega búin, en unglegri að sjá og sat hún einnig á stóli sem þó var ekki eins kostulegur. Sú þriðja stóð hjá þessum; var hún rétt hreinleg á að líta, en Í grænum möttli var hún ystum fata og var það auðséð á öllu að hún var þerna hinna.

Konnngur gengur til þeirra þegar hann hafði litla stund virt þær fyrir sér og heilsar þeim. Sú sem sat á gullstólnum spyr kónginn hver hann sé og hvað hann ætli að ferðast. Segir hann að hann sé konungur og sé búinn að missa drottningu sína, en hann hafi ætlað að sigla til Hetlands hins góða og biðja þar drottningar sér til handa.

Hún segir þá að forlögin hafi hagað þessu furðanlega; það hafi verið herjað á Hetland, víkingarnir hafi fellt konung sinn og bónda í orustu og þá hafi hún hrygg í huga stokkið úr landi og eftir langa mæðu hafi hún komist hingað, svo hún sé einmitt sú er hann leiti að, en með sér sé dóttir hennar og þerna.

prince&princess_1_lgKonungur lætur þá ekki bið á verða og biður hennar. Tekur hún blíðlega máli hans, verður glöð í bragði og játast honum strax í stað. Eftir stutta dvöl leggja þau öll á stað og nema ekki staðar fyrri en þau koma til skipsins.

Segir ekki af ferðum þeirra fyrr en konungur kemur heim í ríki sitt; stofnar hann þá mikla veislu og gengur að eiga konu þá er hann hafði flutt heim með sér. Er nú allt kyrrt um hríð, en samt gefa Hermóður og Háðvör sig lítið að drottningu eða þeim mæðgum; en þar á móti var Háðvör og sú aðkomna þerna drottningar sem hét Ólöf mjög samrýndar, og kom Ólöf oft í kastala Háðvarar.

Áður langir tímar liðu fer konungur í hernað, og þegar hann eru burtu farinn kemur drottning að máli við Hermóð og segir honum að hún hafi svo til ætlast að hann gengi að eiga dóttur sína. Hermóður segir henni hreint og beint að það muni ekki geta látið sig gjöra. Af þessu verður drottning reið, segir að þau muni ei strax fá að njótast, Hermóður og Háðvör, því nú leggi hún það á hann að hann skuli fara út í eyðieyju, verða ljón á daginn, en maður á nóttum svo hann muni einlægt til Háðvarar og kveljist því meira, og úr þessum álögum skuli hann ekki komast fyrri en Háðvör brenni ljónshaminn sem seint muni verða.

Þegar hún hefur þetta mælt segir Hermóður að hann mæli svo um að þegar hann komist úr sínum álögum þá skuli þær mæðgur verða önnur að rottu, en önnur að mús, og verða að rífast í höllinni þangað til hann drepi þær með sverði sínu. Eftir þetta hverfur Hermóður og veit enginn hvað um hann er orðið. Drottning lætur leita að honum, en hann finnst hvergi.

Einhverju sinni þegar Ólöf var í kastalanum hjá Háðvöru spyr hún kóngsdóttir hvert hún viti hvar Hermóður sé niður kominn. Við þessi orð verður Háðvör hrygg og segir að því sé miður að hún viti það ekki. Ólöf kveðst þá skuli segja henni það þar hún viti allt um það. Hún segir að hann sé burtu farinn fyrir tilstilli drottningar, hún sé tröllskessa og einnig dóttir hennar, en hún hafi þannig breytt útliti þeirra mæðgna og þegar Hermóður eftir burtför konungsins hafi ekki viljað fara að ráðum drottningar að eiga dóttir hennar hafi hún lagt á hann að hann skyldi fara út í eyju eina, verða maður á næturnar, en ljón á daginn og ekki komast úr þeim álögum fyrri en Háðvör brenndi ljónshaminn.

lion_1_lgNú segir hún að Háðvöru sé líka fyrirhugaður ráðahagur, drottning eigi bróðir í undirheimum, þríhöfðaðan þursa; sé áformið að gjöra hann að fögrum kóngssyni og láta hann síðan eiga hana. Segir Ólöf að drottning finni þannig upp á einum brögðunum á fætur öðrum, hún hafi numið sig burt úr húsi foreldra sinna og neytt sig til að þjóna sér, en hún hafi aldrei getað gjört sér mein því að græni möttullinn sem hún hafi yfir sér komi því til leiðar að hana saki ekki þó eitthvað ætti að gjöra henni.

Háðvör verður nú áhyggjufull og hrygg út af þeirri fyrirhuguðu giftingu hennar og biður Ólöfu fyrir alla muni að leggja sér nú góð ráð. Ólöf segist gjöra ráð fyrir að biðillinn muni koma upp um kastalagólfið hjá henni, en þá skuli hún vera viðbúin þegar undirgangurinn fari að koma og gólfið taki að springa í sundur, að hafa við hendina logandi stálbik og hella ótæpt ofan í sprungurnar því það muni vinna á honum.

Um þetta leyti kemur kóngur heim úr stríði sínu, þykir mjög sárt að verða að þola það að vita ekki hvað af Hermóði er orðið. En drottning huggar hann sem best hún getur og er nú ei annars getið en konungur yrði rólegur.

Nú víkur aftur sögunni til Háðvarar að hún er í kastala sínum og hefur nú viðbúnað að taka móti biðli sínum.

Ekki löngu síðar er það eina nótt að mikill undirgangur og skruðningur kemur undir kastalann; veit Háðvör hvað valda muni og biður þjónustumeyjar sínar að vera viðbúnar. Skruðningurinn og dynkirnir fara einlægt vaxandi þangað til gólfið fer að springa; þá lætur Háðvör taka bikkatlana og hella óspart í sprungurnar. Fara þá dunurnar smátt og smátt að minnka og verða loksins engar.

Næsta morgun vaknar drottning snemma og kveðst þurfa að fara á fætur og lætur kóngur það eftir henni. En sem hún er komin á fætur fer hún út fyrir borgarhliðið og er þar þá dauður þursinn bróðir hennar.

Þá segir hún: "Mæli ég um og legg ég á að þú verðir að hinum fríðasta kóngssyni og að Háðvör geti ekki neitt haft á móti þeim ásökunum sem ég gef henni." Verður nú lík þursans að líki hins fríðasta kóngssonar.

Síðan heldur drottning heim aftur og kemur að máli við konung, segir að ekki þyki sér dóttir hans vera það góðkvendi sem vera bæri. Segir hún að bróðir sinn hafi komið og farið að biðja hennar, en hún sé nú búin að drepa hann og hafi hún orðið þess vör að lík hans lægi fyrir utan borgina.

Konungur og drottning ganga nú út til að skoða líkið. Þykir konungi þetta vera mikil furða og kveðst halda að svo fagur sveinn sem þessi hafi verið fullboðinn Háðvöru og að hann mundi hafa samþykkt þvílíka giftingu. Drottning biður nú kónginn að lofa sér að ráða hverja hegningu Háðvör skyldi fá og er konungur fús til þess því hann kveðst ekki geta ákveðið straff dóttur sinnar. Leggur drottning svo ráðin á að hann láti búa haug mikinn að bróður sínum og verði Háðvör látin lifandi í hauginn til hans. Þykir konungi þetta óskaráð og hæfilegur dómsúrskurður. Eftir þetta fara þau heim í borgina.

mouseNú víkur sögunni til Ólafar; hún vissi alla þessa ráðagjörð, fer til kastala kóngsdóttur og segir henni hvað í ráði sé. Biður Háðvör hana að leggja sér einhver ráð. Ólöf segir að það sé það fyrsta sem hún skuli gjöra að hún skuli láta búa sér til mjög víðan stakk sem hún skuli hafa ystan fata þegar hún gangi í hauginn. Þursinn segir hún að muni ganga aftur þegar þau séu komin í hauginn, og þar muni hann hafa tvo hunda hjá sér; þursinn muni biðja hana að skera stykki úr kálfunum á sér til að gefa hundunum, en þetta skuli hún ekki lofa að gjöra nema hann segi henni hvar Hermóður sé niður kominn, og kenni sér ráð til þess að geta fundið hann. En þegar hún ætli að fara og þursinn láti hana fara upp á herðar sér til þess hún komist upp úr haugnum þá muni hann reyna til að svíkja hana og grípa í stakkinn til þess að kippa henni ofan í aftur, en þá skuli hún gæta þess að láta stakkinn vera lausan svo hann haldi eftir einungis stakknum.

Nú er haugurinn tilbúinn, þursinn lagður í hann eða sá dauði konungssonur, og Háðvör hlýtur að fara líka í hauginn án þess að geta komið nokkurri vörn fyrir sig. Það þarf ekki að fjölyrða það að svo fór sem Ólöf gjörði ráð fyrir, kóngssonur gengur aftur og verður þursi; tveir hundar eru hjá honum og hann biður Háðvöru að skera bita úr kálfum sínum handa þeim; en hún kveðst ei muni gjöra það nema hann segi sér hvar Hermóður sé og leggi sér ráð til þess að geta komist til hans. Þursinn segir að Hermóður sé í eyðieyju einni sem hann til tekur, en þangað geti hún ekki komist nema hún flái iljaskinnið af fótum sér og gjöri sér skó úr því, en á þeim geti hún gengið yfir láð og lög.

Eftir þetta gjörði Háðvör það sem þursinn beiddi, sker stykkin, fer síðan að flá iljaskinnið, býr til skó og þegar allt er búið þá segist hún vilja fara. Þursinn segir hún verði þá að fara upp á herðar sér og það gjörir hún, skreppur síðan upp, en þá er óþyrmilega gripið í stakkinn. Hún hafði gætt þess að láta hann vera lausan svo þursinn hélt honum eftir, en Háðvör slapp.

Hélt hún nú leiðar sinnar til sjávar og þangað að sem hún vissi að skemmst var út í eyjuna til Hermóðar. Gekk henni vel yfirferðin yfir sundið því skórnir héldu henni vel á loft.

Þegar hún var komin yfir um sá hún að sandur var með öllum sjónum, en háir hamrar fyrir ofan svo hún sá sér engan veg að komast upp, og bæði vegna þess að hún var orðin hrygg í huga og þreytt af ferðalagi sínu leggur hún sig fyrir og fer að sofa.

Henni þótti nú kona stórvaxin koma til sín og segja: "Ég veit að þú ert Háðvör kóngsdóttir og ert að leita að Hermóði; hann er á eyju þessari, en torvelt mun þér verða að finna hann ef þér er ekki hjálpað; þú getur ekki komist upp á þessa háu hamra af eigin ramleik, og því hef ég lagt festi ofan fyrir björgin sem ei mun bila þó að þú lesir þig eftir henni til að komast upp á eyjuna. Af því eyjan er stór getur vel skeð að þú finnir ekki svo fljótt híbýli Hermóðar. Legg ég þess vegna hérna hjá þér hnoða; skaltu halda í endann á bandinu sem er við það og þá mun það leiðbeina þér að takmarkinu. Ennfremur legg ég hér belti sem þú skalt spenna um mittið þegar þú vaknar, því þá muntu ekki örmagnast af hungri."

Eftir þetta hverfur konan, en Háðvör vaknar og sér að svo er sem hana dreymdi. Festi er komin í hamarinn, hnoða liggur hjá henni og belti líka; spennir hún beltið um mitti sér, gengur að festinni og kemst nú upp á klettana. Síðan tekur hún í endann á tauginni sem lá úr hnoðanu og eftir það tekur hnoðað til ferðar. Fylgir Háðvör hnoðanu þangað til það kom að hellir ekki allstórum. Hún gengur inn í hellirinn, sér þar eitt flet lítilfjörlegt, smýgur hún undir það og leggst þar fyrir.

Þegar kvöld er komið heyrir hún undirgang úti, síðan heyrir hún fótatak og verður vör við að ljón er komið að dyrunum og hristir sig, og eftir það heyrir hún að maður gengur inn og að fletinu. Dylst það þá ekki fyrir henni að þessi maður er Hermóður því hann er að tala við sjálfan sig um ástand sitt, um Háðvöru og fleira er hann endurminntist frá hinum fyrri tímum.

Háðvör lætur ekki neitt á sér bera og bíður þangað til Hermóður er sofnaður. En er hún heldur að hann sé búinn að festa svefninn rís hún á fætur, tekur eld og brennir ljónshaminn sem úti lá. Eftir það fer hún inn, vekur Hermóð og verða þar fagnaðarfundir.

Að morgni fara þau að hugsa til ferðalags og eru þau hugsandi út af því hvernig þau muni geta komist úr eyjunni. Segir Háðvör Hermóði frá draum sínum og segir að sig gruni að það muni einhver vera í eyjunni, sem kynni að geta hjálpað þeim. Hermóður kveðst vita af einni skessu sem sé vænsta skessa, mesta tryggðatröll, og mundi vera gott að finna hana.

Þau fara síðan að leita að hellinum og finna hann. Er þar ógnastór tröllskessa og fimmtán synir hennar ungir; biðja þau hana að hjálpa sér til lands. Hún segir að annað mundi auðveldara því haugbúinn muni ætla sér að verða á vegi fyrir þeim, hann sé orðinn að stórfiski og ætli að ráðast á þau þegar þau fari í land. Hún kveðst skuli ljá þeim skip, en ef að þau verði vör við fiskinn og þeim þyki sér liggja nokkuð á þá megi þau nefna nafn sitt. Þau þakka henni með mörgum fögrum orðum fyrir hjálp sína og góðu loforð og leggja svo á stað.

savanna_seamonsterÁ leiðinni í land sjá þau stórfisk með miklu busli og ólátum sem stefnir að þeim. Þau þykjast vita hvað vera muni, halda að sér muni aldrei liggja meir á að nefna nafn skessunnar og það gjöra þau. Rétt á eftir sjá þau hvar kemur á eftir þeim mjög stór steypireyður og fylgja henni fimmtán smáreyður. Þær renna fram hjá bátnum og á móti illhvelinu. Verður þar hörð aðsókn; sjórinn verður allur ókyrr svo varla var kostur á að verja bátinn í þeim öldugangi. En er bardaginn hafði staðið góða stund sjá þau Hermóður og Háðvör að sjórinn verður blóðugur og eftir það fer stóra reyðurin og hinar fimmtán smáu aftur til baka, en þau sem á bátnum voru komust hindrunarlaust í land.

Nú víkur sögunni til hallar konungsins; þar hafði orðið undarlegur atburður: drottning hvarf og dóttir hennar, en rotta og mús eru einlægt að fljúgast þar á. Margir vilja stökkva burtu þessum ófögnuði, en þess er ekki kostur. Líður þannig góður tími svo að konungur verður svo sem frá sér numinn af sorg bæði vegna missirs drottningar sinnar og af því að ókindur þessar skuli hindra alla gleði í höllinni.

En eitt kvöld þegar allir sátu í höllinni kemur Hermóður inn gyrtur sverði og heilsar konungi. Konungur tekur honum hið blíðasta. En áður Hermóður fengi sér sæti gengur hann þar að sem rottan og músin voru að fljúgast á og höggur hann þær í sundur með sverði sínu. Verða þá allir hissa er þeir sjá að tvö flögð liggja á hallargólfinu og brenna hami þeirra.

Síðan er konungi nú sögð öll sagan og fagnar hann mjög að hann er frelsaður frá þessum óvættum. Líður nú ekki langt um þangað til Hermóður gengur að eiga Háðvöru og þar eð konungurinn var orðinn gamall var hann strax kjörinn konungur. Ólöf fékk tignarlega og góða giftingu.

-- Og lýkur svo þessari sögu.

 

 


Galdrar eða ekki?

1

3

7

9


Sagan af Antony Payne; risanum gæfa frá Cornwall

PayneÞegar að Antony Payne var tuttugu og eins árs var hann sjö fet og tveir þumlungar á hæð. Faðir hans var bóndi og kom sveininum í vist hjá óðalsbóndanum  Sir Beville Granville frá Stowe. Vistin átti vel við Antony og hann óx tvo þumlunga í viðbót.

Þrátt fyrir stærð (2.27m), var Antony hinn liprasti maður og allir sem kynntust honum undruðust styrk hans og snögg viðbrögð. Hann var ekki luralegur í útliti og samsvaraði sér vel á allan hátt. Ekki skemmdi það fyrir að Antony var gáfaður og skapgóður.

Saga ein er oft sögð sem lýsir vel styrk Antony. Einn kaldan aðfangadag jóla, var drengur einn ásamt asna sendur frá óðalinu til skógar og átti hann að höggva í eldinn. Drengnum tafðist ferðin og þegar hann skilaði sér ekki eftir eðlilegan tíma, var Antony sendur til að leita hans. Antony fann drenginn þar sem hann stumraði yfir asnanum sem sat fastur með byrðarnar í for. Til að spara tíma, tók Antony asnan með byrðum sínum á axlirnar og bar hvorutveggja heim, en drengurinn hljóp við fót við hlið hans.

Þegar að stríð braust út á milli þings og Charles l konungs, árið 1642 studdi óðalsbóndinn Sir Beville konung og Payne sem var líka konungssinni gerðist lífvörður hans. Dag einn bárust þær fréttir að herlið undir stjórn þing-sinnans Stamfords Lávarðar, nálgaðist bæinn. Valdir menn með Payne í fararbroddi voru sendir til að mæta liðinu. Orrustunni lauk með því að lið Stamfords var hrakið á flótta. Payne skipaði mönnum sínum að taka grafir fyrir hina föllnu og lagði svo fyrir að tíu lík skyldu vera í hverri gröf. Þegar að níu líkum hafði verið komið fyrir og mennirnir biðu eftir að Payne kæmi með þann tíunda sem hann bar á öxlum sér að gröfinni, brá svo við að maðurinn sem allir héldu að væri dauður ávarpaði Antony;

"Ekki trúi ég Hr. Payne að þú ætlir að grafa mig áður en ég er dauður?"

Án minnstu fyrirhafnar, tók Antony manninn í fangið og svaraði; "Ég segi þér það satt, gröfin var tekin fyrir tíu manns, níu eru þegar komnir í hana og þú verður að fylla í skarðið". 

"En ég er ekki dauður, segi ég" maldaði maðurinn í móinn. "Ég á enn eftir nokkuð ólifað. Sýndu mér miskunn Hr. Payne og flýttu ekki för minni í jörðina fyrir minn tíma"

"Ekki mun ég flýta för þinni" svaraði Payne. "Ég mun setja þig varlega niður í gröfina og þjappa vel að þér og þá getur þú dáið þegar þér sýnist".

Auðvitað var hinn góðhjartaði Payne að gantast með skelkaðan manninn. Eftir að hann hafði lokið við að grafa hina föllnu bar hann særðan manninn til hýbýla sinna þar sem honum var hjúkrað.

Eftir að þing-uppreisninni lauk var John sonur Sir Seville skipaður yfirmaður virkisins í Plymouth af Charles ll konungi og þá fylgdi Payne honum sem atgeirsberi hans. Konungurinn hreifst mjög af þessum skapgóða risa og lét Godfrey Kneller mála af honum mynd.  Kneller kallaði málverkið "Tryggi risinn" og er það til sýnis í dag  Royal Institute of Cornwall Art Gallery.

Eftir að Payne náði eftirlaunaaldri, snéri hann aftur til Stratton þar sem hann bjó til æviloka. Þegar að koma átti líkama hans úr húsi eftir andlát hans, þurfti að rjúfa gólfið á láta hann síga í böndum sem festar voru í talíur, niður á neðri hæð hússins, þar sem hann var of þungur og of stór til að koma honum niður stigann. tugir líkburðarmanna voru fengnir til að bera feykistóra kistu hans í áföngum að Stratton kirkju þar sem hann var jarðsettur.



 


Tintagel; þar sem Arþúr konungur er sagður getinn

Tintagel1Í Cornwall verður ekki þverfótað fyrir stöðum sem tengjast sögu Bretlands og ekki hvað síst þeirri sögu sem Bretar sjálfir eru hvað hrifnastir af, goðsögninni um Arþúr konung.

Á norðurströnd Cornwall er að finna tanga einn sem ber nafnið Tintagel. Nafnið merkir "virki" á fornu máli íbúa Cornwall. Á tanganum er að finna rústir kastala sem sagan segir að hafi verið eitt af virkjum Gorlusar hertoga af Cornwall. Hann átti fagra konu sem hét Ígerna og dvaldist hún í Tintagel. Gorlus átti í útistöðum við Úþer Rauðgamm (Pendragon) sem reyndi að brjóta undir sig England og Cornwall.

tintagelTil að ræða sættir bauð Gorlus Úþer að koma til Tintagel og gerði honum þar veislu. Þegar Úþer sér Ígernu verður hann örvita af ást. Hann brýtur í framhaldi alla friðarsamninga við Gorlus sem varðist sem hann mátti í Dimilioc, öðrum kalstala sem hann átti ekki langt frá Tinagel.  Úþer kallaði til sín seiðkarlinn Merlín og biður hann um að hjálpa sér að ná fundum, ef ekki ástum Ígernar. Merlín gerir Úþer líkan Gorlusi og í því gerfi sængar hann hjá Ígerni og getur með henni frægasta son Bretlands, Aarþúr konung. Þá sömu nótt var Gorlus veginn og Úþer tók Ígernu sér fyrir konu.  

stone of ArthurÞær kastalarústir sem nú má sjá á Tintagel eru að mestu frá 1230 þegar að Ríkharður Prins af Cornwall byggði sér þarna virki. Hann byggði samt á eldri grunni sem talinn er vera frá 1141 og Reginald nokkur Jarl er sagður hafa lagt. Fornleifar nokkrar hafa fundist á staðnum, frá fimmtu öld þær elstu. Um er að ræða leirkersbrot frá Túnis og diskabrot frá Karþagó. -  Árið 1998 fannst á staðnum steinhella ein og af henni mátti lesa orðið ARTONOU sem gæti verið skírskotun til Arþúrs, en orðið merkir "björn" á fornri tungu Kelta.

spaceball2423009348_b32a94c65fNiður við sjávarmál undir tanganum, er að finna hellisskúta einn og sá kenndur við Merlín. Í einni af fjölmörgum útgáfum sögunnar um Arþúr, tekur Merlín Arþúr í fóstur skömmu eftir fæðingu og felur hann um stundarsakir í þessum helli.


Bankararnir í Cornwall

Um þessar mundir er ég staddur í Cornwall, sem er suðvestur hluti Bretlands. Hér er ströndin ögrum skorin og þorp eða bær við hverja vík. Sjóræningjar og smyglarar tengjast sögu hverrar kráar hér um slóðir en nú eru þær fullar af ferðamönnum enda Cornwall vinsæll ferðamannastaður á sumrum. Hér var fyrrum blómleg útgerð og námuvinnsla. Mest var unnið tin úr jörðu og ku saga námuvinnslu hér teygja sig aftur um árþúsundir, frekar en hundruð, eða allt frá því að Fönikíumenn sigldu hingað í leit að málminum sem notaður er til að búa til brons. Bretland var þá meira að segja kallað Cassiteriades eða Tin-Eyjar af Grikkjum og öðrum þeim sem bjuggu fyrir botni Miðjarðarhafsins. -

293619067_ea9f462c7dÍ tengslum við námuvinnsluna urðu til margar þjóðsögur og hjátrú sem enn lifir meðal íbúa Cornwall, þar á meðal trúin á verur sem kallaðir eru upp á enskuna "Knockers".

Knockers eða bankarar eru taldir frumbyggjar landsins sem voru hér fyrir þegar að Keltar komu yfir sundið frá Frakklandi. Bankararnir unnu í námunum og voru samskipti við þá góð eða slæm eftir því hvernig komið var  fram við þá. Bankarar voru að sjálfsögðu ósýnilegir nema að þeir vildu sjálfir gera sig sýnilega og minna reyndar um margt á jarðálfa eða jafnvel svartálfa. Þeir gátu verið hrekkjóttir en ef þess var gætt að halda þeim ánægðum þóttu þeir til lukku.

Ein sagan af samskiptum manna og Bankara segir af námumanninum Tom Trevorrow. Hann hóf að grafa í námu sem talin var snauð af tini en kom brátt niður á æð sem hann vissi að gæti gert hann ríkan. Brátt heyrir hann kveðið innan úr grjótinu.

"Tom Trevorrow! Tom Treverrow!

Leave me some of thy fuggan for Bucca.

Or bad bad luck to thee tomorrow.

"Fuggan" er hefðbundið nesti námumanna í Cornwall, einskonar kaka gerð úr höfrum og svínafeiti og Bucca er annað orð yfir bankara og dregið af enska orðinu "puck" eða pjakkur. - Tom virti bankarana ekki viðlits og þegar þeir mæltu aftur voru þeir ekki eins vinsamlegir.

"Tom Trevorrow! Tom Treverrow!

We´ll send thee bad luck tomorrow,

Thou old curmudgeon, to eat all thy fuggan

And leave not a didjan for Bucca.

"Curmudgeon" merkir gamall illskeyttur karl og "didjan" smábiti eða moli.-

Þegar að Tom kom að námunni næsta dag hafði orðið mikið hrun í henni og öll tól hans oig tæki grafin undir.  Óhepnni virtist elta hann eftir það og hann varð á endanum að hætta námuvinnslu og gerast vinnumaður á bóndabæ. 

Kveðja frá Cornwall.


Fegurðardrottningin Sarah Palin varaforsetaefni McCain

Gov-Palin-2006_OfficialGamli maðurinn John McCain slakar hvergi á klónni í forsetaslagnum í USA. Í dag útnefndi hann sem varaforsetefni 44 ára gamla konu frá Alaska sem heitir Sarah Palin.

Sarah er menntuð sem blaðakona og starfaði í stuttan tíma sem slík hjá sjónvarpsstöð í Anchorage um leið og hún vann fyrir bónda sinn Todd Palin sem er sjómaður og útgerðarmaður.

Hún giftist Todd 1988 eftir að hafa verið með honum frá því í grunnskóla. Sarah var kappskona mikil og stýrði m.a. körfuboltaliði skólans sem hún gekk í til sigurs 1982 þegar það varð Alaskameistarar. Vegna harðfylgi síns var hún uppnefnd Sarah Barakúta.

Sarah-Palin-VogueÁrið 1984 tók hún þátt í fegurðarsamkeppninni í heimabæ sínum Wasilla og vann hana. Hún lenti síðan í öðru sæti í Alaska keppninni sjálfri. Sarah fór fljótlega að skipta sér af pólitík og hlaut þar skjótan frama. 2006 var hún kosinn fylkisstjóri í Alaska þrátt fyrir að njóta ekki stuðnings flokkssystkina sinna og eyða talvert miklu minna en demókratinn Tony Knowles, andstæðingur hennar.

Með útnefningu hennar þykir McCain hafa slegið Obama ref fyrir rass í harðnandi barráttu um athygli fjölmiðla, jafnvel þótt Obama hafi baðað sig ótæpilega í sviðsljósi þeirra síðustu daga.

Sarah er talin góður kostur fyrir McCain af eftirtöldum ástæðum.

  1. Hún er miðlínu-íhald
    Hún er á móti hjónaböndum samkynheygðra, fylgjandi dauðarefsingum, á móti fóstureyðingum, og fylgjandi almennri byssueign.
  2. Hún er ung og hún er kvennmaður 
  3. Hún er afar aðlaðandi.

Fjársjóðurinn á Eikarey

Oak_IslandAusturströnd Kanada er ekki endilega fyrsti staðurinn sem kemur upp í hugann þegar rætt er um falda fjársjóði. En í rúm 200 ár hafa fjársjóðsleitendur ekki haft augun af lítilli eyju skammt undan ströndum Nova Scotia. Hún er í Mahone flóa og heitir Eikarey. Miklum fjármunum hefur verið varið til að finna fjársjóðinn sem þar er talinn falinn og ekki færri en sex mannlíf hafa tapast við leitina að honum. Það sem er sérstakt við þennan fjársjóð er að enginn veit hver hann er þótt allir séu sannfærðir um að hann sé raunverulegur. Ég átti heima á þessum slóðum í tæp fimm ár og þótti alltaf merkilegt að heyra hvernig fólk talaði eins og enginn vafi léki á að þarna væri mikill fjársjóður og aðeins væri tímaspurning um hvenær hann fyndist.

oak%20island%20picSagan hefst árið 1795, þegar að sextán ára gamall drengur gekk fram á einkennilega holu í jörðinni. Beint fyrir ofan holuna, hékk gömul tréblökk neðan úr risastóru eikartré, rétt eins og hún hefði verið notuð til að hífa eitthvað niður í holuna. Drengnum var kunnugt um hinar fjölmörgu sögur sem fóru af sjóræningjum á þessum slóðum og hvernig þeir voru vanir að grafa fjársjóði sína á afskektum eyjum og hann grunað strax að hann hafði rambað á einn slíkan. Daginn eftir kom til baka að staðnum ásamt tveimur félögum sínum og hóf að grafa. Þeir höfðu aðeins grafið niður fáein fet þegar þeir komu niður á hellugrjót. Tíu fetum þar fyrir neðan hellurnar komu þeir niður á trégólf. Bæði hellurnar og gólfið bentu til þess að um mannvirki væri að ræða. Áfram grófu þeir í gegnum gólfið heil þrjátíu fet niður án þess að finna neitt svo þeir ákváðu nóg væri komið og hættu frekari greftri á staðnum.

oak_island_mapMörgum árum seinna, snéru þeir aftur og í þetta sinn voru þeir vel búnir áhöldum og með auka mannskap og á stuttum tíma grófu þeir niður 90 fet. (30 metra) Á þeirri leið hjuggu þeir sig í gegn um nokkur viðargólf en komu loks niður á stein alsettan einkennilegum táknum sem þeir gátu ekki ráðið.  Seinna komu fram ráðning á merkingu táknanna og er hún sögð vera "fjörutíu fetum neðar eru tvær milljónir punda grafnar". Steininn hvarf fljótlega því miður en til er teikning af táknunum. Beint fyrir neðan táknasteininn var mold. Þeir stungu niður úr moldinni með kúbeini og komu strax niður á fyrirstöðu. Þegar þeir ætluðu að snúa sér aftur að greftrinum daginn eftir, var brunnurinn sem þeir höfðu grafið orðinn fullur af vatni. Það var sama hvað þeir reyndu til að ausa hann, ekkert gekk. Þeir reyndu að grafa sig niður við hliðina á brunninum en lentu í sama veseni með vatn þeim megin líka. Að lokum gafst leitarhópurinn upp fyrir vatnselgnum og yfirgaf pyttina tvo sem þeir höfðu grafið á Eikarey. 

12506-Treasure_VÁrið 1849 mætti annar hópur til leiks og síðan eftir hann annar og svo einn af öðrum allt fram á okkar dag. Allir leitarhóparnir hafa gert merkar uppgötvanir en samt ætíð verið hindraðir í að ljúka verkefninu. Flóð, hrun ganga og brunna, dauðsföll og önnur óheppni hefur alltaf komið í veg fyrir að fjársjóðurinn sem þeir trúa að sé þarna grafinn, hafi fundist.

Oft hefur verið reynt að bora í gegnum jarðlagið fyrir neðan vatnsborðið og hefur sitthvað komið í ljós við þær borannir. Einn borinn festi sig í hluta að gullkeðju og með öðrum kom upp á yfirborðið pappírs snifsi hvert á voru ritaðir tveir stafir.

Ýmislegt bendir til að fyrir neðan jarðlögin og fleiri trégólf sé tómarúm, skápur sem hafi að geyma fjársjóðinn, gull, bækur, hver sem hann er. Reynt var að víkka brunninn og grafa aðra brunna eða holur við hlið og allt í kring um upprunalegu holuna. En allar boranir hafa endað á sama veg, í mjúkum jarðvegi og vatni. Loks gerður graftarmenn sér grein fyrir að vatnið var leitt inn að göngunum í tveimur lágréttum göngum sem lágu fyrir neðan sjávarmál og var greinilega ætlað að virka sem varnagli. Allar tilraunir til að stífla þessi láréttu göng hafa mistekist. Snemma á síðustu öld var svo komið að vegna jarðrasks á svæðinu var upprunalegi brunnurinn týndur og enginn vissi fyrir víst hver af pyttunum var hinn upphaflegi peningapyttur.

news_h1Árið 1930 fóru fram umfangsmikill uppgröftur á staðnum en ekkert verðmætt fannst. Á hverju áratug síðan hefur maður gengið fyrir mann við uppgröftinn og farið hefur verið dýpra og víðara í hvert sinn. Og nú hafa komið upp ný vandamál. Deilur hafa risið um eignarétturinn yfir eynni og þar með fjársjóðnum og málið dregið fyrir dómstóla. Á meðan verið er að útkljá málið, sem nú hefur dregist um fjölda ára, er ekki leyfilegt að grafa eftir sjóðnum. Enginn veit enn með vissu enn hvort nokkuð er grafið á eynni.

Í aldanna rás hafa orðið til marga kenningar um hvaðan fjársjóðurinn á Eikarey er kominn. Ein, afar vinsæl segir að hann hafi tilheyrt hinum fræga sjóræningja Captain Kidd. Aðrir segja að þarna sé kominn hinn týndi fjársjóður Musterisriddaranna. En aðrir segja að þarna muni finnast allt ritsafn Shakespeare í upprunalegri útgáfu eða jafnvel hinn heilagi kaleikur. Sumar kenningarnar eru settar fram á afar sannfærandi hátt en hver sem er rétt, er ljóst að allir eru sammála um að djásnin á Eikarey séu afar mikilvæg og verðmæt. - Samt ekki nógu verðmæt til að eigandi þeirra kæmi og vitjaði þeirra eða segði einhverjum frá því hvernig mætti nálgast þau.

money_pitEn þessar pælingar gera ráð fyrir að þarna hafi eitthvað verið falið til að byrja með. Það er ekkert víst. Ákveðnar vísbendingar eru um að upphaflegi pytturinn  afi verið náttúruleg dæld, að láréttu vatnsgöngin séu náttúruleg líka, trégólfin hafi getað verið fallin tré. Eftir allt saman er enginn tréblökk til í dag, ekkert pappírssnifsi, enginn gullkeðju biti, og enginn steinn eð leyndadómsfullum táknum. Allir þessir hlutir eru horfnir ef þeir voru nokkru sinni til. Og ef þeir uppgötvuðust einhverstaðar, yrði þrautin þyngri að sanna að þeir væru þessir ákveðnu hlutir. Staðurinn hefur aldrei verið rannsakaður af fræðimönnum eða fornleifafræðingum. Kannski verður það næsta skref í sögu Eikareyjar, að þegar eignardeilurnar hafa sjatnað, muni gefast tækifæri til að beita loks vísindalegum aðferðum til að rannsaka staðinn sem hingað til hefur aðeins verið grafreitur bjartra drauma um gull og græna skóga.


Fimmtugur á morgunn - Til hamingu með daginn Michael Joseph Jackson

jacko_lHann er frægasti einstaklingur á jörðinni samkvæmt fjölda skoðanakannanna sem gerðar hafa verið á síðastliðnum árum.

Líklega finnst öllum niðurstöðurnar svo ótrúlegar, hvernig er öðruvísi hægt að skýra fjölda þessara kannanna.

Já frægastur allra lifandi í heiminum og frægastur allra sem lifað hafa, frægari en Kristur og Buddha, frægari en Drottningin eða Diana prinsessa.

Hann heitir Michael Joseph Jackson (f. 29. ágúst 1958)og verður fimmtugur á morgunn.

En samt vita afar fáir hvernig hann lítur út í dag. Andlit hans hefur tekið miklum breytingum í fjölda lýtaaðgerða og hann hefur þann sið að fela það með grímu, treflum eða bak við risastór sólgleraugu.

Fyrir nokkrum mánuðum gekk sá orðrómur að hann hefði hug á að flytjast til Englands frá Dubai, þar sem hann hefur átt heimili eftir að hann hrökklaðist frá búgarðinum og dýragarðinum sínum Neverland í kjölfarið þess að hafa verið sýknaður af ásökunum um barnaníð fyrir þremur árum. 

Michael_Jackson_10Sagt var þá að hann hefði áhuga á að taka aftur upp samstarf við bræður sína þá Jermaine, Tito, Marlon og Jackie og endurreisa þar með Jackson five.

Sá orðrómur er nú að fullu niðurkveðinn, enda hefur komið í ljós að Michael hefur ekki talað við bræður sína síðan hann var sýknaður. -

Jafnframt fylgir sögunni að bræðurnir hafi gert sitt besta til að ná í Michael til að rukka hann um 840.000 dollara sem þeir segja hann skulda þeim í stefgjöld fyrir Jackson 5 tónlistina.

Búist er við að bræðurnir stigi allir á svið þegar þeir taka við viðurkenningu fyrir feril sinn á BMI Urban Awards samkomunni 4. sept. n.k. fyrir utan Michael að sjálfsögðu sem sagður er vera afar veikur og bundinn hjólastól um þessar mundir.

.


Til varnar forsetafrú Íslands

Þau eru ófá bloggin þessa dagana sem fjalla um Dorrit Moussaieff. Yfirskins-neistinn að þessu bloggbáli er framkoma hennar á Ólympíuleikunum í Bejiing þó margir hafi orðið til að benda á að slíkir neistar virðast oftast tendrast í sömu eldsneytislausu ofnunum og af einskonar pólitískri fyrirtíða-spennu.

DoraThorOgAAÞað er staðreynd að ef við berum saman hvernig makar fyrrverandi forseta gegndu hlutverki sínu og hvernig Dorrit gerir það, ber himin og haf á milli. Þær Georgia Björnsson; kona Sveins Björnssonar (1944-1952) Dóra Þórhallsdóttir; kona Ásgeirs Ásgeirssonar (1952-1964) og Halldóra Eldjárn kona; Kristjáns Eldjárns (1968-1980), þrátt fyrir að vera afar ólíkir persónuleikar, áttu það sameiginlegt að finna sig við hlið eiginmanna sinna sem voru valdir til að sinna embætti sem átti sér enga hliðstæðu í sögu landsins.

Embættið var nýtt og í mótun. Því síður voru til í landinu einhverjar siðareglur um hegðun eða hlutverk maka íslenskra þjóðhöfðingja. Eitt var þeim samt ljóst, öðru fremur, að það voru eiginmenn þeirra sem kosnir höfðu verið til embættisins, ekki þær og á á þeim skilningi grundvallaðist opinber framkoma þeirra öðru fremur.

496153aa212377Þegar að Frú Vigdís Finnbogadóttir var kosinn forseti, riðluðust heldur betur þær fáu hefðir sem mótast höfðu um hlutverk maka forsetans. Fyrir utan að vera fyrsta konan sem kosin var í heiminum til að gegna stöðu þjóðhöfðingja, staðreynd sem dró að henni ómælda athygli heimspressunnar, var hún einhleyp.

Vigdís var heimskona, talað mörg tungumál reiprennandi og kunni sig vel á meðal allra manna hvort sem þeir voru alþýðufólk eða eðalbornir. Hispurslaus og sjarmerandi framkoma hennar ávann henni aðdáendur vítt og breitt um heiminn.

Ég er ekki frá því að íslenska þjóðin hafi hálft í hvoru séð Guðrúnu Katrínu Þorbergsdóttur sem einskonar arftaka Vigdísar, jafnvel þótt það væri bóndi hennar, herra Ólafur Ragnar Grímsson sem kosinn var til að vera forseti 1996. -

Vigdis-FinnbogadottirÁfallið sem þjóðin öll gekk í gegnum við ótímabært andlát Guðrúnar, var rétt að sjatna þegar Ólafur gengur að eiga Dorrit Moussaieff 2003. Á þeim forsendum einum átti Dorrit á brattann að sækja hér á Íslandi til að öðlast viðurkenningu þjóðarinnar. Að auki var Ólafur umdeildur sjálfur fyrir að beita í fyrsta sinn sérstökum ákvæðum embættisins sem fram að þessu höfðu ekki verið notuð.

6a4c8dd383afec9Í gegn um pólitískt öldurótið þurfti Dorrit að sigla, læra  að þekkja þjóðina, tungumálið og auðvitað nýja eiginmanninn. Hún hóf fljótlega að beita áhrifum sínum til að koma íslenskum listamönnum á framfæri og nú er svo komið, eins og einhver sagði, að talað er um fyrir og eftir Dorrit, þegar um möguleika íslenskra listamanna erlendis er rætt. Hvar sem hún fer á erlendri grund, ein eða í fylgd eiginmanns síns, bar aldrei nokkurn skugga á framkomu hennar eða hegðun. -

e59dff55a59389Allar raddir sem reynt hafa að velta upp að  Dorrit sé fordekruð  eða reynt að gera hana tortryggilega vegna auðæfa hennar eða fjölskyldu hennar, hafa lognast út eins og hjáróma öfundarraddir jafnan gera.

 Sömuleiðis hafa ásakannir um að vera haldin athyglisþörf þagnað þegar sýnt er hvernig Dorrit hefur tekist að beina ljósi fjölmiðla  fyrst og fremst að Íslandi og íslenskri menningu frekar en eigin persónu.

Um framkomu hennar á Ólympíuleikunum í Bejiing þegar hún fagnaði sigri íslenska liðsins, er efnilega lítið að segja. Það sem kom landinu og handboltaliðinu á forsíðu New York Times var frækilegur sigur smáþjóðar yfir stórþjóð og í tilefni þess fór Dorrit út á völlinn eftir leik og veifaði tveimur Íslenskum fánanum. Gleraugu fólks þurfa að vera með rafsuðustyrkleika pólitísks litar til að lesa út úr þeirri framkomu eitthvað slæmt.

 

 


Bretar kunna að teigja á Ólympíudýrðinni

uk_news_1-1_jpg_displayAlmenningur var hvattur til að koma ekki á flugvöllinn til að taka á móti Ólympíuhetjum Breta í fyrra dag, þegar þær voru ferjaðir yfir frá Kína í endurskírðri þotu sem heitir nú "Pride" eftir breska ljóninu. (Stolt). Í viðbót við gullið nef þotunnar stóð á henni "Stoltir yfir að færa bresku hetjurnar heim"

Í gær og í dag, hafa staðið yfir látlaus hátíðarhöld í heimabæjum hetjanna, garðar hafa verið endurnefndir þeim til heiðurs, nýjar sundlaugar nefndar í höfuð þeirra, og sportvarningur ýmiskonar helgaður þeim.

Þessu mun líklega fram haldið alveg þangað til í Október, þegar allsherjar fagnaður er undirbúinn í London. Þá munu allar hetjurnar koma saman til að veifa verðlaunum sínum framan í pöpulinn þegar þeim verður ekið  á rauðum tveggja hæða  rútum um borgina.


Bloggarar - fjórða valdið

04_11_06_BloggersDilem-XÁ þingi Demókrata í Denver sem haldið er um þessar mundir hefur "fjórða valdið" þ.e. bloggarar víðs vegar að úr Bandaríkjunum komið sér fyrir í stórum sal til að blogga um þingið.

Hér er að finna viðtal við nokkra af þessum bloggurum sem gefur smá innsýn inn í hlutverk þessa nýja afls í þjóðfélögum heimsins.

Á Íslandi virðist vera einhver tregða í gangi þegar kemur að því að viðurkenna mikilvægi bloggsins. Í USA segja fréttaskýrendur að það sem ráði úrslitum fyrir Obama sé hversu feykilega vel hann er skipulagður þegar kemur að netinu og blogginu. Jafnvel á litla Íslandi opnaði Obama netsíðu, svo dæmi séu tekin. -

Pólitíkusar á Íslandi ganga léttir í skerfum fram hjá Blogginu flestir hverjir og oft heyrist að þar séu aðeins samankomið úrvalið af íslenskum sérvitringum og kjaftakerlingum sem er kannski ekki nema von þegar að sumir bloggarar vara jafnvel sjálfir við því að þeir séu teknir of alvarlega. -


Galdra-rokk og Rökkur-rokk

potterguitarOh, Cedric, I can't believe you are dead/ Oh, Cedric, now you're in 'Twilight' instead/ Oh, Cedric, vampires are no fun to haunt/ Oh, but Edward, you can bite me if you want"— "Cedric," by the Moaning Myrtles

Hvernig er betur hægt að tjá aðdáun sína og ást á bókmenntum en með að stofna hljómsveit og helga tónlistina söguhetjum uppáhalds bóka sinna.

Fyrir fimm árum var hljómsveitin Harry and the Potters stofnuð. Paul DeGeorge gítarleikari og söngvari hljómsveitarinnar rifjar upp í nýlegu viðtali við MTV hvernig hljómsveitin stóð í að dreifa bolum sem á stóð "Stofnaðu eigin hljómsveit um bækur". "Við vorum bara með öðruvísi hugmyndir um hvað hljómsveitir geta verið" segir Paul," við ætluðum ekki að stofna Galdra-rokk hreyfingu, hún bara þróaðist." Þessar hljómsveitir bera nöfn fengin beint úr Harry Potter bókunum. Hér koma nokkur dæmi;

  • wizardrock1The Butterbeer Experience
  • The Cedric Diggorys
  • Celestial Warmbottom
  • DJ Luna Lovegood
  • Draco and the Malfoys
  • Fred and George
  • The Hungarian Horntails
  • Justin Finch Fletchley
  • Lauren from The Moaning Myrtles
  • Nagini
  • Oliver Boyd and the Rememberalls
  • The Princess of Hogwarts
  • The Remus Lupins
  • Split Seven Ways
  • Swish and Flick
  • The Whomping Willows

Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér hvernig herlegheitin hljóma geta valið sér lag eða lög af þessari síðu

Í dag eru starfandi ekki færri en 500 Galdra-rokk hljómsveitir sem koma fram í bókasöfnum, klúbbum,samkomum og Harry Potter ráðstefnum. Hreyfingin hefur getið af sér aðra undirdeild sem kallast Rökkur rokk (Twilight rock) "Hvers vegna kalla þeir þetta ekki blóðsugu-rokk" spyr DeGeorge."En það er frábært að sjá hljómsveitir sem velja sem þema bíómyndir og aðrar bækur"

Rökkur-rokk hljómsveitir eru ekki margar en sumar hafa þegar getið sér gott orð eins og The Bella Cullen Project, Bella Rocks og the Mitch Hansen Band. Þegar hefur borið á ríg á milli móður og afkvæmis, þar sem sumir óttast að Rökkur-rokkið muni taka yfir Galdra-rokk hreyfinguna.

what-is-wizard-rockÞegar að spurningu um tilvistarrétt rökkur rokks var varpað fram á Harry Potter Terminus ráðstefnunni fyrir skömmu, bauluðu þátttakendur. En þegar Matt Maggiacomo úr the Whomping Willows svaraði; "Hljóma þeir eins og  Hannah Montana?"  klöppuðu hlustendur.

"Rökkur rokk er eins Hannah Montana bókmenntanna útskýrði Alex Carpenter úr Remus Lupins." Ef þú tilheyrir ekki 14-16 ára hópnum er mögulegt að þú hlustir á það og að það festist í hausnum á þér. En það auðgar ekki líf þitt eins og Harry Potter gerir."

 

 


Flest Ólympíugull í 100 ár

yngling-girlsBretar eru alveg að springa úr monti þessa dagana. Í gær kom Ólympíuliðið þeirra til baka frá Bejiing með  uppskeruna 19 gullpeninga, 13 silfur og 15 brons. Samtals 47 verðlaunapeningar, sem er besti árangur Breta á Ólympíuleikum frá því að þeir héldu sjálfir leikanna 1908. Liðið kom í þotu og hafði nef hennar verið gyllt í tilefni árangursins og í dag standa yfir hátíðahöld vítt og breytt um landið þar sem heimabæir Ólimpíustjarnanna hylla sínar hetjur.

Þegar litið er yfir gullverðlaunalista Breta kemur samt eitt í ljós sem ég er ekki viss um hvernig eigi að túlka. Gullverðlaunin eru langflest fyrir greinar þar sem setið er á rassinum eða legið á maganum.

 


Ömurlegt atriði Breta á lokahátíðinni í Bejjing

beijing-closing-080824-392Ég horfði með athygli á lokahátíðina í Bejjing í gær og gat ekki annað en dáðst aftur og aftur af því sem fyrir augu bar. Ljós og litir, form og líf, hljóð og andrúmsloft, allt hjálpaði til við að búa til undraheim sem lengi verður í minnum hafður. Lokahátíðin var ekki eins formleg og opnunarhátíðin og var ekki gert að fjalla um og mikla sögu Kína. Þess vegna fannst mér hún listrænt séð betri.

EN svo kom Boiris. Borgarstjórinn sem nýlega hrifsaði til sín borgarstjórastólinn í London og átti engan þátt í á fá leikana til Englands 2012. Hann kjagaði inn á leikvanginn og veifaði Ólympíufánanum yfir lýðinn og veifaði þess á milli til fólks á leikvanginum sem hann taldi sig þekkja. close-boris_795443c

Og það sem fylgdi á eftir var svo ömurlegt að ef það á að bera vitni því sem koma skal, býð ég ekki í það. 

Þau þrjú sem voru kosin til að taka við leikunum af hálfu Breta voru;  knattspyrnumaður hvers ferill er að enda, (ég segi ekki útbrunninn), tónlistamaður sem varð frægur fyrir að spila í hljómsveit sem er löngu hætt og söngkona sem vann hæfileikakeppni og hefur verið ýtt áfram í poppheiminum af tónlistarmógúl sem lofaði að sjá um hana.

Þau komu inn í rauðri tveggja hæða rútu sem Bretar gerðu sitt besta til að losa sig við af götum Lundúna fyrir fáeinum árum og þegar hann flettist sundur eins eftir sprenginguna þar í borg 7.7.05 birtust myrkvaðar útlínur (Skyline) Londonborgar.

_44955882_gall_bus_2012_gettyAllt í kringum vagninn voru ósamhæfðir dansarar, dansandi dansa sem eru svo vinsælir í Bretlandi vegna þess að allir geta gert eins og þeim sýnist. Breska atriðið var í hrópandi ósamræmi  við agaða fjöldasýningu Kínverja, en það er staðreynd að engir eru betri í kóreugröffuðum fjöldaatriðum en Kínverjar nema kannski Kóreumenn.

Bretar heima fyrir tóku andköf af skömm og spurningin sem þeir spyrja sig er; eiga þeir virkilega enga menningu sem ristir dýpra en popp, rokk, tíska og fótbolti?


Skjaldbaka í hjólastól, Frú Dorrit og ný Ólympíugrein

Ótrúlegt en satt, hér getur að líta skjaldböku sem er útbúin hjólabúnaði sem hjálpar henni að komast um. Lömun í afturfótum olli því að hún komst hvorki lönd né strönd þangað til að aðstandendur dýragarðsins þar sem hún dvelst, smíðuðu handa henni "hjólastól". Hér er stutt myndband um skjaldbökuna sem ég fann á síðu National Geographics.

2turtleMyndin við hliðina er hinsvegar af lítilli borgarstjórnarskjaldböku sem er virkilega hægfara, af skiljanlegum ástæðum.

pedal-wheelchairÞetta er auðvitað ekkert líkt græjunni sem skjaldbakan fékk en engu að síður flott. Svona ætla ég að fá mér þegar þar að kemur. Eiginlega er ég að vona að þeir taki það upp að keppa á svona tækjum og þá mundi ég byrja að æfa fyrir næstu Ólympíuleika

 

Og svo eitt í viðbót, eiginlega svona PS við alla Ólympíuleikaumfjöllunina. - Ég skil ekki fólk sem er að fetta fingur út í framkomu Dorritar forsetafrúar þegar hún var að fagna sigrunum yfir Pól eða/og Spánverjum.

dorrit-fagnarMikið hvað fólk getur verið forpokað að finnast hún ekki "virðuleg" og ásaka hana jafnvel um að "snobba niður fyrir sig".

Hefði verið betra að sjá hana hrista skartgripina upp í stúku eins og allt þetta konungborna lið gerir sem er svo virðulegt að það kúkar marmara.

Hún var ekki kosinn af okkur til neins, Ólafur kaus hana, fyrir konu og áður en hún giftist Ólafi var hún þegar kunn og mikilsmetin heimskona sem kunni sig við hvaða aðstæður sem var. Hvers vegna ætti hún að þykjast vera eitthvað annað en hún er bara af því að einhverjir Íslendingar eru vanir því af fyrirfólki sínu.

svanurtakn1

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband