Pete Doherty, villingur og snillingur

Pete Doherty er stundum kallaður síðasti rómantíski rokkarinn, drengurinn sem lítur út eins og bróðir ákveðinnar kvennkyns teiknimyndarfígúru frá upphafi síðustu aldar og síðast en ekki síst, dóparinn sem allir elska að hneykslast á. Mér er nokkuð sama hvað fólk segir um piltinn því eitt verður ekki af honum skafið að mínu mati; hann er frábært ljóðpete_dohertyskáld. Ég valdi eitt af ljóðum hans til að snara á íslensku. Það er án titils og fjallar um það sem Pete er kærast, vímuna.

Vakna upp á lífi á aurugum járnfylltum ströndum Lundúna

sjóðandi undir

pollum regns

votu sápuvatni

Fitzrovia sullar í holunum

á gangstéttarbrúnum hennar

um leið og ég renni fimmara

í þvalan hanska

og renn af gangstéttinni

við "Kebabish Borgina"

Sleiki sleiki steiktan kjúlla spjall

rotna tennurnar við að sprauta upp?

Hvað um mínar.

Í hinum sæta draumi

segir hið skælda bros mitt

af of mörgum sorglegum kveðjustundum,

ekki lengur halló.

(Vesturbærinn er hrúga að riðgandi laufum og tómum augnagotum járns)


 


Að uppræta ofbeldi gegn konum og stúlkum

Í tilefni af talverðri umræðu á blog.is þessa dagana um stöðu kvenna, vændissölu og jafnréttismál, ákvað ég að birta hér greinargerð til Sameinuðu þjóðanna frá Bahai samfélaginu um þessi mál.

Myndirnar sem fylgja eru ekki úr greinargerðinni.  

Lagabætur einar nægja ekki: Hlutverk menningar og hæfni við að uppræta ofbeldi gagnvart konum og stúlkum

women1. Staða kvenna hefur að mörgu leyti batnað umtalsvert undanfarin fimmtíu ár. Lestrarkunnátta og menntun kvenna hafa aukist, meðaltekjur þeirra hafa hækkað og þær hafa áunnið sér frama bæði í starfi og stjórnmálum. Enn fremur hefur með víðtæku samstarfsneti kvenna í svæða-, lands- og alþjóðasamtökum tekist að koma hagsmunamálum þeirra á dagskrá á heimsvísu, og ýta undir lagalegar og opinberar aðgerðir þessum hagsmunamálum til framdráttar. Þrátt fyrir þessa jákvæðu þróun, heldur miskunnarlaust ofbeldi gegn konum og stúlkum áfram að geysa sem faraldur í öllum hlutum heims; ofbeldið birtist – og er raunar viðhaldið – í félagslegum venjum og hefðum, öfgum af trúarlegum toga og efnahags- og stjórnmálalegri kúgun. Um leið og alþjóðasamfélagið leitast við að setja lög til verndar konum og stúlkum er augljóst að djúp gjá skilur enn að lagalegar ráðstafanir og menninguna – sem felst í gildismati okkar, hegðun og stofnunum – sem þarf til að stemma stigu við þessum faraldri.

violence2. Hið skelfilega ofbeldi gegn konum og stúlkum á sér stað í heimsástandi sem einkennist af tvenns konar en þó samstíga þróun. Annars vegar er ferli upplausnar, sem hefur afhjúpað getuleysi úr sér genginna stofnana, úreltra kennisetninga og ósæmilegra hefða um víða veröld og á öllum sviðum lífsins, ferli sem veldur glundroða og þjóðfélagshnignun. Raddir öfgamanna og lífsskilningur efnishyggjunnar, sem afneita mannlegri reisn, hafa fyllt upp í það siðferðilega tómarúm sem trúarbrögðin hafa skilið eftir sig þegar dregið hefur úr hæfni þeirra til að hafa siðræn áhrif. Arðránshagkerfi sem kyndir undir öfgum auðs og fátæktar, hefur hneppt milljónir kvenna í efnahagslegan þrældóm og svift þær réttindum á borð við eignarétt, erfðarétt, líkamlegt öryggi og jafnan rétt til þátttöku í almennri verðmætasköpun. Kynþáttaátök og vanhæfni stjórnvalda, hafa leitt til mikillar fjölgunar kvenna sem hafa flosnað upp og jafnvel orðið landflótta. Þetta ástand hefur aukið enn frekar líkamlegt og efnahagslegt óöryggi þeirra. Niðurlægjandi meðferð á konum og börnum sem og útbreiðsla kynferðislegrar misnotkunar, hafa aukist innan sem utan heimilisins og hafa, ásamt miklu heimilisofbeldi, hraðað þessu ferli upplausnar.

0013. Samhliða fyrra ferlinu má greina annars konar ferli; ferli uppbyggingar og sameiningar. Það á sér rætur í siðfræði Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna og sækir kraft í vaxandi samstöðu um aðgerðir kvenna á heimsvísu en með þeim hefur á síðastliðnum fimmtán árum tekist að koma málefnum sem snerta ofbeldi gegn konum og stúlkum á dagskrá um allan heim. Sá viðamikli og samræmdi lagarammi sem var mótaður á þessum árum hefur beint athygli alþjóðasamfélagins, sem ekki hafði verið með á nótunum, að því menningarviðhorfi að svona misnotkun væri meinlaus og væri því liðin og jafnvel afsökuð. Þáttaskil urðu hins vegar árið 1993 með Yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna um að uppræta ofbeldi gegn konum,1 þar sem sett var fram eftirfarandi skilgreining á hugtakinu „ofbeldi gagnvart konum“: [Ofbeldi gagnvart konum er allt] ofbeldi á grundvelli kynferðis sem leiðir til, eða gæti leitt til, líkamlegs, kynferðislegs eða sálræns skaða eða þjáninga kvenna, einnig hótun um slíkt, þvingun eða handahófskennda sviptingu frelsis, bæði í einkalífi og á opinberum vettvangi. 2 Í þessari skilgreiningu var véfengd sú ranga afstaða að ofbeldi gegn konum og stúlkum væri einkamál. Þar með voru heimilið, fjölskyldan, menning okkar og hefðir ekki lengur hinn eini og endanlegi dómari um gerðir er varða ofbeldi gegn konum og stúlkum. Stofnun embættis sérlegs skýrslugjafa [Sameinuðu þjóðanna] um ofbeldi gegn konum nokkru síðar, var enn eitt úrræðið til þess að rannsaka og fá fram í dagsljósið hinar mörgu hliðar á þessu hættulega ástandi, og til þess að beina athygli alþjóðasamfélagsins að því.

2311849706_9f3133f15d_o4. Þrátt fyrir mjög miklar framfarir undanfarin fimmtán ár, hefur vangeta þjóða heims til þess að draga úr ofbeldi, sýnt fram á augljósa annmarka á þeim aðferðum sem fyrst og fremst bregðast við eftir á. Smám saman hefur þróast víðari sýn þar sem forvarnir gegn ofbeldi eru orðnar að markmiði. Með öðrum orðum þá er meginverkefni alþjóðasamfélagsins nú að átta sig á hvernig hægt verði að skapa samfélagsgerð þar sem félagslegar og efnislegar aðstæður eru til þess fallnar að konur og stúlkur geti þroskað hæfileika sína til fulls. Þær nýju aðstæður munu ekki aðeins byggja á yfirveguðum tilraunum til að breyta hinu lagalega, stjórnmálalega og efnahagslega umhverfi samfélagsins, heldur munu einnig þurfa að byggja á öðru sem er jafn mikilvægt, það er á umbreytingu einstaklingsins — umbreytingu karla og kvenna, drengja og stúlkna — þar sem núverandi gildismat þeirra viðheldur á einn eða annan hátt hegðunarmynstri misnotkunar. Sjónarmið bahá’í trúarinnar er að forsenda allra samfélagsumbóta sé sá grundvallarskilningur að einstaklingurinn búi yfir andlegum eða siðferðilegum eðlisþáttum. Þær víddir móta skilning hans á tilgangi eigin lífs, og á ábyrgð sinni gagnvart fjölskyldunni, samfélaginu og umheiminum. Meðfram mikilvægum breytingum á hinu lagalega, pólitíska og efnahagslega umhverfi sem er hægt og sígandi að taka á sig mynd er þroski siðferðilegra og andlegra hæfileika einnig nauðsynlegur og grundvallandi þáttur í þeirri erfiðu viðleitni að hindra ofbeldi gegn konum og stúlkum alls staðar í heiminum.

5. Hugmyndin um að efla tiltekin siðferðileg gildi kann að vera umdeild þar sem slík viðleitni hefur í fortíðinni of oft tengst þvingandi trúariðkun, kúgun vegna pólitískrar hugmyndafræði og þröngri sýn á almannaheill. Engu að síður er það siðræn færni, sem samræmist almennu mannréttindayfirlýsingunni og ætlað er að hlúa að.

 1 Auðkenni yfirlýsingarinnar á ensku er: United Nations General Assembly resolution 48/104 of 20 December 1993. Declaration on the Elimination of Violence Against Women, Article 2. UN Document A/RES/48/104.

2 Þýðing Mannréttindaskrifstofu Íslands á 1. gr. yfirlýsingar allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna frá 20. desember 1993 „um afnám ofbeldis gagnvart konum,“ vefslóð: http://www.humanrights.is/log-og- samningar/mannrettindasamningar/sameinudu-tjodirnar/yfirl-afnam-ofbeldis-konur/ andlegum, félagslegum og vitsmunalegum þroska allra manna, sem nauðsynleg er til að móta ofbeldislaust þjóðfélag. Þar að auki þurfa slík gildi að eiga rætur í þeim félagslegu og andlegu meginreglum samtímans, að allir menn eru innbyrðis háðir og mannkynið innbyrðis tengt. Þungamiðja siðrænna framfara færist þá frá einstaklingsmiðuðum hugmyndum um ,,frelsun” einstaklingsins yfir á siðrænar framfarir mannkynsins í heild. Rétt eins og okkur hefur nú tekist að þroska með okkur skilning á félagslegu og efnislegu skipulagi samfélagins, sem felur í sér þetta grundvallarmarkmið, verðum við einnig að leggja rækt við og þroska með okkur siðferðisgetu til að takast á við nútímalíf.

women_rights_16. En hvernig kennum við þetta? Allmargir skólar og æðri menntastofnanir á vegum bahá’ía hafa skilgreint ákveðna siðræna getu til að búa börn og ungmenni undir að þroska með sér siðræna rökhugsun og ábyrgð á að leggja sitt af mörkum til að bæta samfélag sitt. Undirstaða slíkrar námsskrár er vissan um að sérhver manneskja sé andleg vera með takmarkalausa hæfni til göfugra gerða en til þess að slík hæfni birtist í verki verður að rækta hana meðvitað og kerfisbundið með námsefni sem miðast við þessar grundvallareigindir mannsins. Meðal þeirra siðrænu hæfileika sem bahá’í menntastofnanir tilgreina eru (1) að geta tekið virkan þátt í sameiginlegri ákvarðanatöku án þess að líta á þátttakendur sem andstæðinga (í þessu felst að umbreyta skaðandi hegðunarmunstri sem byggir á valdbeitingu og þeim misskilningi að átök séu hornsteinn mannlegra samskipta); (2) að geta komið fram af heiðarleika á grundvelli siðrænna gilda; (3) að rækta með sér tilfinningu fyrir reisn og sjálfsvirðingu; (4) að geta haft skapandi en agað frumkvæði (5) að vera tilbúinn til að taka þátt í styrkjandi fræðslustarfsemi, (6) að geta skapað framtíðarsýn sem byggir á sameiginlegum siðrænum gildum og meginreglum og vakið með öðrum hugsjón til að vinna að slíkum árangri, (7) að geta greint samskipti sem byggjast á yfirgangi og breytt þeim í samskipti byggð á gagnkvæmni og þjónustu. Þannig leitar námsefnið eftir því að ná fram heildrænum þroska einstaklingsins með því að samþætta hið andlega og efnislega, hið fræðilega og hagnýta og tilfinninguna fyrir því að framfarir hvers og eins tengist þjónustu við samfélagið.

WomenFlee~cmp30~capt_1000565819pakistan_afghanistan7. Þótt slík gildi sé hægt að kenna í skóla þá er það í faðmi fjölskyldunnar sem börn vaxa úr grasi og mynda sér skoðanir um sig sjálf, heiminn og tilgang lífsins. Að því marki sem fjölskyldunni mistekst að uppfylla grundvallar þarfir barnanna, mun samfélagið bera afleiðingar vanrækslu og misnotkunar og líða sárlega fyrir sinnuleysi og ofbeldi sem af því leiðir. Það er innan fjölskyldunnar sem barnið lærir um eðli valds og hvernig því er beitt í persónulegum samskiptum; það er hér sem það lærir fyrst að samþykkja eða hafna ráðríki og ofbeldi sem tjáningarleið og leið til þess að leysa ágreining. Í þessu umhverfi verður útbreitt ofbeldi, sem framið er af körlum gagnvart konum og stúlkum, árás á grunneiningu samfélags og þjóðar.

8. Jafnræði innan fjölskyldu og hjónabands gerir kröfur til sífellt meiri hæfni til þess að samræma og sameina í stað þess að sundra eða einblína á einstaklingsþarfir. Í heimi örra breytinga þar sem fjölskyldur standa frammi fyrir óbærilegu álagi sem fylgir umbrotum í umhverfis- , efnahags- og stjórnmálum, þá er getan til að treysta og vernda fjölskylduböndin og búa börnin undir samfélagsskyldur í flóknum og síminnkandi heimi mikilvægust. Í þessum aðstæðum er brýnt að hjálpa karlmönnum til þess að skilja þá ábyrgð sem þeir bera í fjölskyldunni sem feður, auk ábyrgðar á fjárhagslegri velferð hennar, þannig að í sjálfri fjölskyldunni verði til fyrirmynd að sjálfsaga, heilbrigðum samskiptum og jafnri virðingu beggja kynja. Þetta er viðbót og stuðningur við móðurhlutverkið, en móðirin er fyrsti fræðari barnanna og hamingja hennar, öryggistilfinning og sjálfsvirðing eru forsenda þess að hún nái árangri í hlutverki sínu.

children9. Það sem börn læra innan fjölskyldunnar er ýmist í samræmi eða í mótsögn við þau félagslegu samskipti og gildi sem móta samfélagslíf þeirra. Allt fullorðið fólk í samfélaginu — kennarar, heilbrigðisstarfsfólk, atvinnurekendur, stjórnmálamenn, trúarleiðtogar, lögregla, fjölmiðlafólk og aðrir — ber sameiginlega ábyrgð á að vernda börn. Þó virðist öryggisnet samfélagsins víða svo illa farið að það verði ekki bætt: miljónir kvenna og stúlkna eru seldar mansali á hverju ári og neyddar til vændis eða ofurseldar aðstæðum sem jafnast á við þrælkun. Farandverkakonur hafna utangarðs með tvennum hætti, bæði fyrir að vera konur og fyrir að vera uppflosnaðar, og líða fyrir andlega, líkamlega og fjárhagslega misbeitingu vinnuveitenda sinna í svörtum hagkerfum. Ofbeldi gegn vaxandi fjölda eldri kvenna, sem geta oft ekki borið hönd fyrir höfuð sér, hefur aukist mjög mikið. Barnaklám breiðist út eins og veira á óseðjandi, stjórnlausum markaði sem ekki lýtur neinum landamærum; og jafnvel það að sækja skóla setur stúlkur í mikla hættu á að sæta líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi í eða á leið í skóla. Ástandið sem skapast af linku ríkisstjórna og skorti á lögum verður enn verra vegna djúpstæðrar siðferðiskreppu knýr samfélagið til að spyrja: „Hvað kemur fólki til þess að misnota líf og sæmd annarrar manneskju? Hvaða siðrænu grunngildi hefur fjölskyldu og samfélagi mistekist að rækta?”

squad210. Í gegnum tíðina hafa trúabrögð sinnt afgerandi hlutverki um heim allan í að rækta gildi samfélagsins. Margar þær raddir sem í dag tala í nafni trúar verða þó að teljast mesta hindrunin við að uppræta ofbeldi gagnvart konum og stúlkum. Málsvarar öfgafullra trúar-túlkana sem nota trúarlegt ákall til að bera uppi vald sitt, leitast við að ,,temja” konur og stúlkur með því að hefta ferðafrelsi þeirra utan heimilisins, takmarka aðgang þeirra að menntun, láta þær sæta líkamlega skaðlegum venjum, stjórna klæðaburði þeirra og jafnvel taka þær af lífi fyrir gerðir sem sagðar eru vanvirða heiður fjölskyldunnar. Það eru trúabrögðin sjálf sem þarfnast sárlega endurnýjunar. Lykilatriði slíkrar endurnýjunar er að trúarleiðtogar lýsi yfir með ótvíræðum hætti og verði í fararbroddi fyrir meginreglu jafnréttis karla og kvenna – meginreglu sem hefur siðrænt og hagnýtt gildi og brýn þörf er á til að framfarir verði á pólitískum, félagslegum og efnahagslegum sviðum samfélagsins. Nú verður að grandskoða þær trúarlegu athafnir, kenningar og kreddur sem fara svo svívirðilega í bága við alþjóðlega mannréttindastaðla og muna að í öllum trúarbrögðum eru raddir kvenna sem að mestu leyti hafa verið fjarri skilgreiningunni, sem sífellt er í mótun, um hvað trúabrögð séu og hvers þau krefjist.

11. Einstaklingurinn, fjölskyldan og samfélagsumhverfið eru þegar allt kemur til alls undir verndarvæng ríkisins; það er á þessu stigi sem svo sár þörf er á upplýstri og ábyrgri forystu. Flest stjórnvöld halda engu að síður uppteknum hætti og varpa frá sér ábyrgðinni á þeim alþjóðlegu skuldbindingum sínum að vinna gegn og refsa fyrir misnotkun og ofbeldi gegn konum og stúlkum. Fjöldi þeirra skortir pólitískan vilja, sum veita ekki nægu fjármagni til að framkvæma lögin, víða eru ekki til sérhæfðar stofnanir til að takast á við ofbeldi gagnvart konum og stúlkum og forvarnarstarf hefur í nánast öllum tilfellum verið staðbundnar skammtímaaðgerðir.3 Í rauninni geta fá ríki státað af því að hafa dregið hið minnsta úr heildartíðni ofbeldistilfella4. Mörg ríki halda áfram að fela sig á bak við menningarlega og trúarlega fyrirvara þegar kemur að alþjóðlegum sáttmálum sem fordæma slíkt ofbeldi. Þannig varðveita þau enn frekar andrúmsloft lagalegs og siðferðilegs refsileysis og gera um leið bæði ofbeldið og fórnalömb þess að mestu ósýnileg.

untitled412. Vinnunni við að þróa lagaramma þarf nú að fylgja eftir með áherslu á framkvæmd þessarra laga og fyrirbyggjandi aðgerðum. Grundvöllur slíkra aðgerða er áætlun sem byggir á að veita börnum menntun og þjálfun sem gerir þeim kleift að þroskast jafnt vitsmunalega sem siðferðilega, að rækta með sér tilfinningu fyrir reisn og ábyrgðartilfinningu fyrir velferð fjölskyldu sinnar, samfélags síns og heimsins alls. Með tilliti til fjárlaga krefjast fyrirbyggjandi ráðstafanir þess að kynbundnar aðgerðir séu teknar upp með markvissum hætti til að tryggja að hlutfallslega sé nægu fjármagni ráðstafað til aðgengilegri félagsþjónustu og lagalegra úrræða. Slíkar aðgerðir þarf að styrkja með því að ofbeldi sé skýrt skilgreint, með skilvirkri gagnasöfnun til að geta metið viðleitni landsins á þessu sviði, og með því að auka skilning karla og kvenna á alvarleika og útbreiðslu ofbeldisins sem á sér stað í samfélagi þeirra.

13. Alþjóðasamfélagið hefur gegnt mikilvægu hlutverki í þessu málefni með yfirlýsingu sinni árið 1993 og með að viðurkenna að ofbeldi gagnvart konum og stúlkum „hindri jafnrétti, þróun og frið“ og eins með vinnu hins sérstaka skýrslugjafa. En engu að síður hefur það verið klofið og atkvæðalítið hvað varðar að koma orðum sínum í framkvæmd. Árið 2003 var vangeta þess til að framkvæma undirstrikuð á 47. fundi kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna sem, í fyrsta skipti sögu nefndarinnar, náði ekki að koma sér saman um samþykktir varðandi ofbeldi gagnvart konum. Í því tilviki voru menningar- og trúarleg rök notuð til að reyna að sniðganga skyldur ríkja eins og þær voru settar fram í yfirlýsingunni 1993. Það er því mjög áríðandi að á fundum nefndarinnar verði í framtíðinni komist skýrt og ákveðið að orði í samþykktum varðandi það að uppræta ofbeldi gagnvart konum og stúlkum og fram komi ekki aðeins lagalegur heldur einnig siðferðilegur andi sem hæfi þessum hnattræna faraldri.

14. Til þess að geta staðið við hinar mörgu skuldbindingar sínar þarf alþjóðasamfélagið að auka til muna völd, yfirráð og fjárráð tileinkuð mannréttindum kvenna, kynjajafnrétti og eflingu kvenna. Alþjóðlega bahá’í samfélagið er aðili að umræðum 3 . Deild Sameinuðu þjóðanna fyrir framgöngu kvenna (2005). Skýrsla fundar sérfræðihópsins: Góðar venjur í eyðingu ofbeldis gagnvart konum.17-20 maí 2005, Vín - Austuríki. http://www.un.org/womenwatch/daw/egm/vaw-gp-2005/docs/FINALREPORT.goodpractices.pdf 4 Ibid. þar sem lagt er til að stofnuð verði sjálfstæð stofnun innan Sameinuðu þjóðanna með víðtækt umboð tileinkað öllu sviði réttinda og málefna kvenna. Þessar hugmyndir eiga rætur að rekja til Beijing aðgerðaáætlunarinnar, vinnuáætlunarinnar frá Kaíró og sáttmálans um afnám allrar mismununar gagnvart konum, og tryggja það að mannréttindasjónarmið séu samþætt til fulls í öllu starfi Sameinuðu þjóðanna. Til að tryggja konum rödd á hæstu stigum ákvarðanatöku innan Sameinuðu þjóðanna þyrfti slíkri stofnun að vera stýrt af framkvæmdastjóra sem hefði stöðu aðstoðar- framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Til þess að geta sinnt umboði sínu með áhrifaríkum hætti þarf stofnunin að hafa næg áhrif gagnvart þjóðríkjum jafnframt því sem hún þarf á að halda sjálfstæðum sérfræðingum í málefnum kvenréttinda sem ættu sæti í stjórn.

women_1315. Vinna við að uppræta þennan ofbeldisfaraldur gagnvart konum og stúlkum verður að halda áfram og eflast á öllum sviðum mannlegs samfélags – allt frá einstaklingum til alþjóðamfélagsins. Þó mega aðgerðirnar ekki einskorðast við að bæta lög og stofnanir, því slíkar umbætur taka einungis á hinum augljósa glæp en megna ekki að koma á hinni djúpstæðu breytingu sem þarf til að skapa menningu þar sem réttlæti og jafnrétti ríkja yfir hvatvísi gerræðislegs valds og líkamlegs afls. Innri og ytri víddir mannlegs lífs eru vissulega gagnverkandi – ekki er hægt að breyta öðru án þess að breyta hinu. Það er þessi innri, siðferðilega vídd sem nú þarfnast umbreytingar og myndar þegar allt kemur til alls traustasta grunninn að gildum og hegðun sem efla konur og stúlkur og veldur þannig framförum alls mannkyns.

Lagabætur einar nægja ekki: Hlutverk menningar og hæfni við að uppræta ofbeldi gagnvart konum og stúlkum Yfirlýsing Alþjóðlega bahá’í samfélagsins júlí 2006 Skrifstofa Alþjóðlega bahá’í samfélagsins hjá Sameinuðu þjóðunum 866 United Nations Plaza Suite 120 New York, NY 10017 oaw-nyc@bic.org (212) 803-2500 BIC skjal nr. 06-0702


Fyrir Jenný - Ég vil ekki deyja fyrr en ég er búin að sjá Stonehenge.

Stonehenge er forsögulegur og leyndardómsfullur hringur af uppréttu stórgrjóti í suður Englandi. Bygging þessa mikla mannvirkis hófst fyrir um það bil 5000 árum; en steinarnir frægu sem við sjáum enn standandi voru settir niður fyrir 4000 árum.  

pan_094Steinunum er raðað þannig að þeir mynda eina heild á sumarsólstöðum og þess vegna er Stonhenge án efa reist til að vera stórfenglegur tilbeiðslustaður. Þótt trú þeirra sem byggðu Stonhenge sé eldri en öll þekkt trúarbrögð, hefur staðurinn verið áfangastaður pílagríma og ný-heiðinna sem gjarnan kenna sig við Drúída eða aðrar greinar Keltísks átrúnaðar.

Sá steinhringur sem við sjáum nú þótt undursamlegur sé, er aðeins hluti af upphaflega Stonhenge. Upphaflega Stenehenge hefur þurft að þola mikið rask af völdum veðurs og mannfólks í leit að byggingagrjóti í aldanna rás. Mikið hefur verið grafið í Stonhenge, sérstaklega á síðustu öld af fornleifafræðingum sem reyna að kryfja leyndardóma staðarins.  

Það sem við vitum best um Stonhenge er byggt á rannsóknum sem fóru fram allt frá árunum1919 og sérstaklega eftir 1950. Fornleifafræðingar telja að uppbygging staðarins hafi farið fram í þremur hlutum, sem hafa verið nefndir Stonehenge I, Stonehenge II, og Stonehenge III. 

Stonehenge I

stonehengeNý-Steinaldarfólkið á Englandi hóf byggingu Stonehenge I með því að grafa hringlaga skurð með dádýrahorn fyrir haka. Skurðurinn er 320 fet í þvermál, 20 feta breiður og 7 feta djúpur.

Það notuðu uppmokstursefnið til að byggja nokkuð brattan garð meðfram hringnum að innanverðu. Fyrir innan garðinn gróf það 56 grunnar holur sem eru þekktar sem Aubrey holurnar og voru nefndar eftir þeim sem uppgötvaði þær, 17 aldar fræðimanninum John Aubrey. Stonehenge I var notað í um 500 ár og svo yfirgefið.

Stonehenge II

Bygging  Stonehenge II hófs um árið 2100 FK. Í þetta sinn var hálfhring af granít-steinum sem þekktir eru sem "bálsteinar" (vegna upphaflegs litar þeirra) reistir fyrir innan upphaflega garðinn og skurðhringinn. Margir þættir þessa byggingarstigs eru afar áhugaverðir.

Til að byrja með eru blásteinarnir úr Preseli fjöllum í suður Wales, sem er næstum í 250 mílna fjarlægð. 80 steinar sem vógu allt að 4 tonn hver voru fluttir alla þessa leið. Hvernig er ekki vitað þótt margar leiðir hafi verið lagðar til og jafnvel reyndar.  

Það er afar áhugavert að íhuga hversvegna Staðsetning Stonehenge er svona sérstök að fólk leggi á sig að draga risa stóra steina alla þessa leið í stað þess að höggva þá úr næstu grjótnámu.

Í öðru lagi er inngangurinn inn í hálfhringinn lagður í beina línu miðað við sólaruppkomu á sumarsólstöðum. Línunni var náð með að búa til nýja leið inn í hringinn; "Breiðstrætið" sem hefur bæði skurði og garða á hvora hlið eins og upphaflegi ytri hringurinn. Tveir Hel-steinar (nefndir eftir lögun þess steins sem hefur varðveist) voru reistir á Breiðstrætinu ekki langt frá hringnum.

Stonehenge III

summer-solstice-sunrise-6-21-05-wp-ccStonehenge III er mestmegnis steinarnir sem við sjáum mynda grjóthringinn í dag. Á þessu byggingarstigi sem hófst um 2000 FK. var byggður hringur af uppréttu stórgrjóti og á milli herra tveggja og ofan á var komið fyrir láréttum grjóthellum. Hellurnar eru ekki rétthyrndar og heldur bognar til að mynda hringinn.

Upphaflega stóðu þarna 30 steinar. 17 þeirra standa enn. Steinarnir komu frá  Marlborough Downs, sem er 20 mílur norðan Stonehenge og eru allir  7 feta háir og um 50 tonn á þyngd hver um sig. Ytra byrði steinanna var hamrað og skorur myndaðar til að halda hellunum föstum.

Inn í þessu hring var annar hálfhringur byggður úr 10 uppréttum hnullungum. Átta af þessum steinum eru enn á staðnum. Þessi hálfhringur opnast beint á móti Slátursteininum og niður á Breiðstrætið og myndar línuna á sumarsólstöðum.

Um það bil öld seinna voru 20 blásteinar teknir frá Steonehenge II og settir í minni hálfhring inn í hinum hálfhringnum.  9 þessara steina eru enn til. Eitthvað jarðrask og brask var með þessa steina því  seinna eða um 1500 FK. var Altarissteinninn sem er stærstur þessara blásteina færður úr stað. Um 1100 FK var Breiðstrætið lengt alla leið að ánni Avon (Avon þýðir einfaldlega á á Keltnesku) eða í meira en þrjá km. frá Stonehenge sem gefur til kynna að staðurinn hefur þá enn verið í notkun þá.


Fimm konur

d7b66a6a3ba13821Í afar óformlegri skoðanakönnun sem ég gerði hér á blogginu fyrir skömmu, bað ég fólk um að nefna fimm merkustu konur mannkynssögunnar. Tilgangurinn var að kanna hvort konur hefðu sér jafn skýrar fyrirmyndir og karlar.  í þrjátíu og fimm athugasemdum voru fjöldi kvenna tilnefndur og margar hverjar að mínu mati þess afar verðugar.

Án málalenginga var þetta útkoman.

Í fyrsta sæti lenti fyrrverandi forseti Lýðveldisins Frú Vigdís Finnbogadóttir.

Annað sætið verma fjórar konur, allar með jafn margar tilnefningar; drottning forn-Egyptalands Kleópatra, ungmærin franska, Jóhanna af Örk, albanska nunnan sem starfaði mest á Indlandi, Móðir Teresa og  mannréttinda baráttukonan bandaríska Rósa Parks.

Í þriðja sæti lenti kvennaréttindafrömuðurinn Bríet Bjarnhéðinsdóttir.

Í fjórða sæti hafnaði breska hjúkrunarkonan Forence Nghtingale.

Og fimmta sætinu deila pólski Nóbelsverðlaunahafinn Marie Curie og Katarína Mikla keisaraynja af Rússlandi


Himneskur stórfiskaleikur

Fólk þrætir oft um það hver trúin sé rétt og hver trúarbrögðin frá Guði komin og hver ekki.  Mörgum finnst fáránlegt að ætla að einn Guð geti staðið á bak við "svona hrikalega ólíkan boðskap".

En er það virkilega svo? Er boðskapurinn svona mismunandi?

Eftir því sem ég kynnist hinum mismundi  trúarbrögðum heimsins betur, því betur er ég sannfærðari er ég um að uppruni þeirra er einn. Merki um það eru alsstaðar. Tökum eitt lítið dæmi frá þremur mismunandi og fjarlægum menningarsvæðum heimsins. Hér sjáum við þrjár myndir.

Quetzalcoatl_tellerianoEin er frá Mið- Ameríku og sínir hvernig helsti Guð fornþjóða álfunnar Quetzalcoatl tekur á sig mynd stórfisks til að ná til manna. Sagan er um 3000 ára gömul.

 

 

matsya-xÖnnur myndin er Indlandi og sýnir Guði Vishnu taka á sig birtingarmynd stórfisks til að ná til mannkynsins. Sagan er um 5000 ára gömul.

 

 

70715138_41b88218fdÞriðja myndin er af predikanatóli úr kristinni kirkju frá 11. öld og sýnir hvernig Jónas er gleyptur af stórfisknum. Í kristni er sú saga sett í samband við dvöl Krists í helju og upprisu hans til að bjarga mannkyninu. Sagan er ca. 3500 ára gömul.

 

 

Gefðu manni fisk að borða og þú hefur mett hann í einn dag. Kenndu manni að veiða fisk og þú hefur mett hann allt lífið., sagði LaoTse eða Laozi eins og það er núna skrifað.

Þeir sem áhuga hafa á að kynna sér frekar hvernig mannfiskurinn birtist aftur og aftur í nánast öllum trúarbrögðum heimsins og hvaða merkingu hann hefur, bendi ég á þessa síðu; Amphipious Gods


"I have been a bad boy"

Í gær hitti ég heimsfrægan hljóðfæraleikara og átti við hann orðastað. Hann heitir Ronnie Wood og spilar á gítar með félögum sínum í sveitinni Rolling Stones. Þannig var mál með vexti að ég tefli skák einu sinni í viku á einu á kaffihúsinu hér í Bath. 

ronnie woodSá sem ég tefli við var eitt sinn "suð-vesturlands" meistari hér í Englandi. En það segir í sjálfu sér ekkert um styrkleika hans því Englendingar hafa aldrei haft orð á sér fyrir að vera snjallir skákmenn frekar enn að þeir geti spilað handbolta. Eiginlega eru þeir ekki góðir í íþróttum nema þeim sem þeir hafa fundið upp sjálfir, eins og fótbolta, Krikket og Rugby: 

Við næsta borð á kaffihúsinu sátu tveir menn að spjalla. Ég kannaðist við annan þeirra, írskan skartgripasala sem stundar þetta kaffihús mikið. Hinn var lítill og pervisinn eldri maður með svart litað hár sem var klippt eins og Rod Stewart hafði það í gamla daga. Hann var klæddur eins og unglingur, í þröngar svartar gallabuxur, í eldrauðum bol, svörtum jakka og í rauðum strigaskóm. Fötin vor greinilega ný. Andlitið var rúnum rist og leðurbrúnt og minnti mig á andlit gamalla indíána frá norður Ameríku.

Ég vissi að ég átti að þekkja þennan mann en ég kom honum ekki strax fyrir mig. Þegar hann stóð upp og skrapp á salernið, notaði ég tækifærið til að spyrja skartgripasalan hver hann væri. Jú, þetta er Ronnie Wood sagði hann.

Hér hafa blöðin verið uppfull af fréttum um að Ronnie væri týndur og hefði stungið af eftir að myndir náðust af honum í félagi við unga stúlku.

Þar sem félagi minn var ókominn færði ég mig yfir á borðið hjá Íranum og þegar Ronnie kom til baka tókum við að spjalla.

Hann sagðist vera nýkominn frá Írlandi, hefði flogið til Bristol þá fyrr um morguninn. Hann sagðist eiga litla íbúð í grenndinni og hann væri á leiðinni þangað.

Hann spurði mig hvort ég væri Hollenskur. - Nei Íslenskur.

Vá, svalt (Cool) svo hló hann eins og hann væri fyrsti maðurinn sem hafði sagt þennan brandara.

Hvað ertu að gera hér, spurði hann. Búa til tónlistarvideo, svaraði ég. Hefurðu búið til video fyrir einhverja fræga? - Já Frans Ferdinand, svaraði ég. 

Hefurðu komið til Íslands spurði ég.-  Já það held ég, flott land.

Þekkirðu einhvern á Íslandi.

Já, ég hef hitt Björk.

Hvað varstu að gera á Írlandi?

Hann brosti. "Ég er búinn að vera slæmur strákur".

Fyrir framan hann á borðinu hafði hann raðað smámunum upp úr vösum sínum. Ipot, sími, tóbaksumslag, pappírshylki. Hann byrjaði að vefja sér sígarettu, þrælvanur greinilega.

Viltu reykja, spurði hann.

Nei, takk ég er nýhættur. Annars reykti ég bara vindla. -

Þú getur alveg fengið vindil sagði hann. Nei takk.

Ég virti hann fyrir mér. Undarlegt hvernig frægt fólk sem maður er margbúinn að sjá á myndum og í sjónvarpi, virkar þar miklu stærra en það er í raunveruleikanum. Írinn var að tala í síma á meðan ég spjallaði við Ronnie.

Síminn á borðinu hringdi. Rionnie leit á númerið og ákvað að svara. Þetta var einhver nákominn að spyrja hvort allt væri í lagi með hann og hvar hann væri.

Nú birtist skákfélagi minn svo ég stóð upp. Ronnie stóð upp líka, setti dóttið sitt í jakkavasana,  tók í höndin á Íranum og mér og skundaði á braut.


Mahatma

Hverju breytir það fyrir hina dauðu, hina munaðarlausu og heimilislausu hvort sturluð eyðileggingin var framin í nafni einræðis eða í heilögu nafni frelsis og lýðræðis?
Mahatma Gandhi

Allir þekkja nafn hans og í grófum dráttum sögu hans og fyrir hvað hann stóð. Ég hef verið að dunda mér við að þýða fleygustu spakmæli hans og birti þau hér með ykkur vonandi til jafnmikils yndisauka og þau eru mér.

gandhiÁ þeirri stundu sem þrællinn ákveður að hann sé ekki lengur þræll, falla fjötrar hans. Hann frelsar sjálfan sig og vísar öðrum veginn. Frelsi og þrældómur er huglægt ástand.

Mahatma Gandhi

Ofbeldisleysi er fyrsta grein trúar minnar. Það er líka síðasta grein trúarjátningar minnar.  

Mahatma Gandhi

Mín auðmjúka skoðun er sú að andstaða við hið illa er eins mikil skylda og stuðningur við hið góða.

Mahatma Gandhi

Það gæti verið góð hugmynd. Mahatma Gandhi
Svar við spurningunni hvað honum fyndist um nútíma menningu.

Hatur er aðeins hægt að yfirstíga með ást.

Mahatma Gandhi

Ást gerir aldrei kröfur, en gefur ávallt; ástin þjáist aldrei, sýnir aldrei vanþóknun, hefnir sín aldrei. Þar sem ást er er líf; hatur leiðir til eyðingar.

Mahatma Gandhi

Gandhi%20playing%20with%20a%20childÞú mátt ekki missa trúna á mannkynið. Mannkynið er úthaf; þótt nokkrir dropar þess séu mengaðir, er allt hafið það ekki.

Mahatma Gandhi

Auga fyrir auga gerir heiminn blindan.

Mahatma Gandhi

Hugleysingi getur ekki sýnt ást; það eru forréttindi hinna huguðu.

Mahatma Gandhi

Ef þú hefur höndlað sannleikann verður að miðla honum af ást, annars verður bæði boðskapnum og þér sem flytur hann hafnað.

Mahatma Gandhi

Ástin er sterkasta aflið í heiminum og um leið það auðmjúkasta.

Mahatma Gandhi

Sigur sem  fæst með ofbeldi er ósigur vegna þess að hann er ekki varanlegur.

Mahatma Gandhi

Allt sem þú gerir er ómerkilegt, en það er afar mikilvægt að þú gerir það.

Mahatma Gandhi

Hinir veiku geta ekki fyrirgefið. Fyrirgefning er eiginleiki hinna sterku.

Mahatma Gandhi

Það þarf að taka langan tíma til að mynda með sér fullvissu og þegar hún er mynduð verður að verja hana gegn ofureflinu.

Mahatma Gandhi

Það er ekki viturlegt að vera viss um visku sína. Það er gott að minnast þess að hinir sterkustu geta veikst og hinir vitrustu haft rangt fyrir sér.

Mahatma Gandhi

Miðaðu ætíð að því að hafa fullt samræmi á milli hugsanna, orða og gjörða þinna. leitastu við að hreinsa hugsannir þínar og allt mun ganga að óskum.

Mahatma Gandhi

Svo fremi sem þú færð  innri hjálp og værð frá hlutnum, skaltu halda honum.

Mahatma Gandhi

Frelsi er ekki þess virði að hafa nema það feli í sér frelsi til að gera mistök.

Mahatma Gandhi

Gandhi%20with%20Indira%20GandhiHamingja er þá hugsun, orð og gjörðir eru í samræmi.

Mahatma Gandhi

Ég trúi á jafnrétti fyrir alla nema blaðamenn og ljósmyndara.

Mahatma Gandhi

Ég vil frelsi til að tjá að fullu persónuleika minn.  

Mahatma Gandhi

Heiðarlegur ágreiningur er oft eðlilegt merki um árangur.

Mahatma Gandhi

Iðjuleysi er yndislegt en samt afar streituvaldandi ástand. Við verðum að hafast eitthvað að til að vera hamingjusöm.

Mahatma Gandhi

Það er betra að sýna ofbeldi ef ofbeldi er í hjörtum okkar en að klæðast kufli ofbeldisleysi til að fela getuleysið.

Mahatma Gandhi

Trú...Verður að styðjast við skynsemi, þegar hún verður blind, deyr hún.

Mahatma Gandhi

Það er skylda allra siðmenntaðra karla og kvenna að lesa helgirit heimsins með ákveðinni samúð. Ef við ætlumst til að okkar trú sé virt verðum við að virða trú annarra og þess vegna er vinsamleg könnun annarra trúarbragða heimsins heilög skylda.

Mahatma Gandhi

Vertu sjálfur sú umbreyting sem þú vilt sjá í heiminum.

Mahatma Gandhi

Allt mannkyn er ein sameinuð og ósundrandi fjölskylda og hvert okkar er ábyrgt fyrir misgjörðum hvers annars. Ég get ekki aðskilið mig frá hinni illgjörnustu sál.

Mahatma Gandhi

Veikgeðja sál er réttlát fyrir tilviljun. Sterk og ofbeldislaus sál er óréttlát fyrir tilviljun. Mahatma Gandhi

NEI, sem er sagt af innstu sannfæringu er meira og betra en JÁ sem sagt er til að geðjast öðrum eða, það sem verra er, til að forðast vandræði.

Mahatma Gandhi

Menn verða oft að því sem þeir trúa að þeir séu. Ef ég ekki trúi að ég geti gert eitthvað, mun ég ekki geta það. En ef ég trúi, get ég aflað mér getunnar til að gera hlutinn, jafnvel þótt í upphafi ég hafi verið án hennar.

Mahatma Gandhi

gandhi%20with%20nehruAlögunarhæfni er ekki getan til að herma eftir. Hún er getan til að spyrna við og meðtaka. Mahatma Gandhi
Ég er tilbúinn til að deyja, en það er ekki til málstaður sem ég er tilbúinn að drepa fyrir. Mahatma Gandhi

Mitt mesta vopn er þögul bæn.

Mahatma Gandhi

Það eru fjöldi verka okkar sem gleðja Guð heldur gæði þeirra.

Mahatma Gandhi

Ef við viljum byggja varanlegan frið verðum við byrja á börnunum.

Mahatma Gandhi

Ofbeldisleysi sem er dyggð hjartans verður ekki til með að höfða til heilans.

Mahatma Gandhi

Þegar ég örvænti, rifja ég upp að í gegnum alla söguna hefur sannleikurinn og ástin ávallt borið sigur úr býtum. Til hafa verið harðstjórar og morðingjar sem virtust ósigrandi um tíma, en að lokum falla þeir alltaf,- hugsaðu um það, ALLTAF.

Mahatma Gandhi

Fullnægingin fellst í viðleitninni, ekki í verklokum, full viðleitni er fullur sigur.

Mahatma Gandhi

Í þögulli afstöðu finnur sálin hinn upplýsta veg og tálsýn og blekking leysist upp í tærleika. Lif okkar er löng og erfið leit að sannleika.
Mahatma Gandhi

Engin menning getur lifað ef hún leitast við að einangra sig.

Mahatma Gandhi

Meðvitandi eða ómeðvitandi veitum við öll einhverja þjónustu. Ef við venjum okkur á að veita þess þjónustu meðvitað, mun þrá okkar til að þjóna vaxa að styrk og ekki bara gera okkur hamingjusöm heldur allan heiminn.

Mahatma Gandhi

Hvert okkar verður að finna frið innar með sér. Til að friður sé raunverulegur verður hann að vera óháður ytri aðstæðum.

Mahatma Gandhi

Heiðarleiki og auðsöfnun fara ekki saman.

Mahatma Gandhi

Það er fólk í heiminum sem er svo hungrað að Guð getur ekki birst þeim nema í formi brauðs.

Mahatma Gandhi

Gandhi%20with%20his%20friendBæn er ekki bón.Hún er löngun sálarinnar. Hún er daglegur vitnisburður um veikleika okkar. Það er betra að bæn sé einlæg og án orða en orðuð án einlægni.

Mahatma Gandhi

Styrkur felst ekki í líkamsburðum. Hann felst í óbugandi vilja.

Mahatma Gandhi

 Besta leiðin til að finna sjálfan sig er að týna sér í þjónustu við aðra.

Mahatma Gandhi

Dauðasyndirnar sjö eru; ríkidæmi án vinnu, vellíðan án samvisku, þekking án manngilda, viðskipti án siðgæðis, vísindi á mennski, tilbeiðsla án fórna og stjórnmál án grundvallarreglna.

Mahatma Gandhi

Líf mitt er órofa heild, og allar mínar eigindir blandast hver annarri; og þær eiga allar uppsprettu sína í óseðjandi ást til mankynsins.

Mahatma Gandhi

Lífið hefur upp á miklu meira að bjóða en bara að draga úr hraða þess.

Mahatma Gandhi

Þeir geta ekki tekið í burtu virðingu okkar ef við sýnum þeim hana ekki.

Mahatma Gandhi

Þeir sem vita hvernig á að hugsa þurfa enga kennara.

Mahatma Gandhi

Sannleikurinn skaðar aldrei réttlátan málstað.

Mahatma Gandhi

Fórn sem veldur þeim sem færir hana sorg er engin fórn. Sönn fórn léttir hugann og færir friðartilfinningu og gleði. Buddha forðaðist allar nautnir í lífinu vegna þess að þær voru honum sársaukafullar.

Mahatma Gandhi

Réttlæti mun veitast þeim sem eiga það skilið vegna styrks þeirra.

Mahatma Gandhi

Ég nam fyrstu grundvallarreglur ofbeldisleysis í hjónabandi mínu.

Mahatma Gandhi

Ég býð þér frið. Ég býð þér ást. Ég býð þér vináttu. Ég sé fegurð þína. Ég heyri bónir þínar. Ég finn það sem þú finnur. Viska mín flæðir frá efstu uppsprettu. Ég helsa þeirri uppsprettu í þér. Látum oss vinna saman í einingu og ást.

Mahatma Gandhi

Ef kristnir menn mundu lifa eftir kenningum Krists eins og þær koma fyrir í Biblíunni, mundi allt Indland vera kristið í dag.

Mahatma Gandhi

Friður mun ekki komast á af vopnaskaki heldur vegna réttlætis í framkvæmd óvopnaðra þjóða gegn öllum líkum.

Mahatma Gandhi

Lifðu í dag eins og þú munir deyja á morgunn.

Mahatma Gandhi

Menn segja að ég sé dýrlingur sem hefur týnt sér í stjórnmálum. Staðreyndin er að ég er stjórnmálamaður sem er að reyna að vera dýrlingur.

Mahatma Gandhi

Martyr%20GandhiGallar mínir og mistök eru jafn miklar guðsgjafir og árangur minn og hæfileikar og ég legg hvorutveggja að fótum Hans.

Mahatma Gandhi

 
 
 
 
 

Hversu skarpskyggn ertu?

Persónan er aðeins sjö ára á þessari mynd. Hver er hún?gettu betur


Draugapeningar ( Ekki Ísl. kr. )


Ghosts_of_China_paint_small

Í kínverskri alþýðutrú er heimurinn fullur af andaverum, bæði góðum og illum. Slíkar andaverur eru t.d. náttúruskrattar (kuei-shen), illir andar eða djöflar (oni) og vofur (kui).

Fólk trúir að illir andar forðist ljósið og því hafa þróast fjölmargir helgisiðir þar sem ljós og eldfæri koma við sögu, eins og varðeldar, flugeldar og kyndlar. Illir andar eru sagðir ferðast ætíð eftir beinum línum sem skýrir allar beygjurnar á kínverskum vegum :)

En ekki eru allir andar illir, - sumir eru aðeins óhamingjusamir. Eins og áadýrkun Kínverja bíður upp á, trúa þeir að sálir framliðna lifi líkamsdauðann og það verði að gera þær hamingjusamar og heiðra þær með fórnum.

Ef að andi er ekki hamingjusamur, til dæmis vegna þess að eitthvað var áfátt við dauðastund hans eða að graftrarathöfn var óvönduð, verður hann að vofu. (Stundum nefnd hungurvofa sem er hugtak sem kemur frá Búddisma) Vofur geta ráðist á menn og reynt að fá þá til að sinna þörfum sínum eða í það minnsta draga athygli að þjáningu sinni.

Vofur fá mesta athygli í svo kölluðum vofumánuði, sem er sá sjöundi í kínverska tunglárinu. Á fimmtánda degi þess mánaðar er haldin mikil vofuhátíð.HellMoney3

Á meginlandi Kína fer andatrúin dvínandi undir "trúlausri" stjórn kommúnismans. En í Taiwan sem klauf sig frá Kína árið 1949 trúir meiri hluti (allt að 90%) íbúa á vofur. Nætursjónvarpið er fullt af þáttum um draugahús og særingar og miðlum er greitt stórfé fyrir að gefa ráð til að friða óánægða framliðna ættingja.

HellMoney2Eitt af algengum vandamálum vofanna eru blankheit.  Til að ekki þurfi að brenna alvöru peningum (sem er leiðin til að leggja inn á þá) til að redda blönkum vofum, eru gerðir draugapeningar eða svo kallaður Joss pappír. Draugaseðlar eru venjulega búnir til úr bambus-pappír eða hrísgrjóna-pappír og hefðbundin seðill er réttur ferhyrningur.

Þegar forfeðurnir eru heiðraðir á sérstökum áahátíðum er ómældu magni af Joss brennt til að tryggja afkomu þeirra og hamingju í andaheiminum.


Að deyja í Jihad er eins og að vera mettur án þess að hafa borðað

Dscn4763Talað við Talibana í Afganistan.

Það hefur verið stríð í Afganistan nánast stanslaust í tvær aldir. Landið hefur margsinnis verið hernumið á þeim tíma, annað hvort af af Bretum, Rússum eða Bandaríkjamönnum. Orsakir styrjaldanna eru flóknar en staðsetning landsins ein sér á eflaust ríkan þátt í ófriðinum.

Þessar þjóðir eiga landamæri að Afganistan. Pakistan í suðri, Íran í vestri, Turkmensistan, Uzbekistan og Tajikistan í norðri og Kína til norð-austurs. Sem stendur berjast í landinu sveitir Nato ríkja (aðallega Bretlands og Bandaríkjanna) og skæruliðar Talibana og Al-Qaida hreyfingarinnar. Nýlega náði breskur fréttamaður og rithöfundur að nafni James Fergusson tali af nokkrum aðal-vígmönnum Talibana þar sem þeir höfðust við í norður Helmand héraði.

Við skulum gefa James orðið þar sem hann er staddur á meðal þeirra; Abdullah lýsti málstað Talibana svona; "Baráttan gegn innrásarherjunum er okkur trúarleg skylda." - Rétt eins og þeir höfðu á sínum tíma barist við Rússa og feður þeirra og afar þar á undan við Breta. Hann sagðist hafa 700 manns undir vopnum, alla í viðbragðsstöðu til að ráðast á lögreglustöðvar eða lestar bandamanna um allt héraðið, ef skipunin um það kæmi.  Þeir sváfu á daginn og gerðu allt, jafnvel þjálfunina, í skjóli myrkurs. "Nóttin er tími Talibana", sagði hann.

Erfiðast var að eiga við yfirburði Bandaríkjamanna í lofti. "Ef þeir væru ekki til staðar gætum við tekið hálft landið á einum degi," sagði hann montinn. "Það sem við þurfum eru eldflaugar til að skjóta vélarnar niður. En Inshallah (ef Guð lofar) mun svo verða innan skamms."

Talið barst að Helmand héraði og þar sagðist Abdullah digurbarklega ráða yfir 10.000 mönnum og öðrum 2000 sjálfsmorðssprengjumönnum til viðbótar sem "brjóta mundu á bak aftur" Bretana. "Bretar eru ekki slæmir hermenn, þeir eru ekki hugleysingjar. Þeir veina ekki "Ó Guð minn" þegar komið er í fremstu víglínu eins og Ameríkanar gera. En þeir standa heldur ekki kyrrir og berjast."

Afghan-warÍ augum Talibana er það sem er að gerast núna aðeins sagan að endurtaka sig. Þeir höfðu sigrað Breta um miðbik 19. aldar og fyrir þá var þetta stríð "ólokið verkefni".  Þótt það hljómi kannski fáránlega, þá staðfesti þetta viðhorf grun minn um að það væri e.t.v. ekki góð hugmynd að senda hermenn gráa fyrir vopnum til að vinna "hugi og hjörtu" íbúa Helmands héraðs.

Það  kom í ljós að þeir hötuðu Bandaríkjamenn meira en Breta, jafnvel meira en Rússa sem höfðu rústað landinu fyrir 20 árum.  "Rússar börðust einn gegn einum" sagði Abdullah, "en þegar að einn Ameríkani fellur eru heilu þorpin sprengd í loft upp í hefndarskini. Það var auðveldara að bera virðingu fyrir Rússum."

Það ríkir mikil andúð á allri Amerísku hermaskínunni með öll sín langdrægu og fjarstýrðu vopn. Viðhorf Talibana eru forneskjuleg og þeir sjá þá tíma í hillingum þegar orrustur voru unnar af hugrekki og trú frekar en yfirburðum vopnanna. Markmiðið þeirra er ekki endilega að vinna stríðið, heldur að  veita mótspyrnu. "Við erum eiginleg á móti stríði," segir Abdullah. "Það skilar engu nema ekkjum og eyðileggingu. En Jihad er annað. Það er siðferðisleg skylda okkar að berjast gegn hernáminu. Eitt ár, hundrað ár, milljón ár, 10 milljón ár, tíminn breytir engu, við munum aldrei gefast upp. Á dómsdegi mun Guð spyrja; Barðist þú fyrir trú þína?"

taliban7Úr hópnum fyrir aftan mig berst mér önnur rödd;"Það sem við ekki skiljum er hvers vegna þið leyfið ykkur að látast stjórnast eins og strengjabrúður af Bandaríkjunum?" Maðurinn sem spyr er mullah, fræðimaður með nístandi augu sem allir þarna viðstaddir greinilega virtu. "Þið Bretar eru skynsamt fólk", hélt hann áfram, "Það virkar samt ekki skynsamlega að koma hér aftur eftir að hafa verið sigraðir áður eins og þið munið verða sigraðir aftur. Hvers vegna haldið þið að nú verði þetta öðruvísi?"

"Kannski vegna þess að nú erum við betur vopnaðir" svaraði ég. Mennirnir litu hver á annan. "Síðast höfðum við enn minna en þið hlutfallslega" ansaði Abdullah. "Við notuðum sverð og gamla riffla til að vinna ykkur."

"Vitur maður lætur ekki sama snákinn bíta sig tvisvar í sömu holunni" bætti Mullahnn við og allir kinkuðu kolli.

"þetta er ekki sama holan" þráaðist ég við. "Nú horfa hlutirnir öðruvísi við. Við erum ekki hér til að hersetja landið heldur til að hjálpa stjórn landsins og þróa landið efnahagslega."

"Hvers vegna komið þið þá vopnaðir byssum og sprengjum?"

"Ertu að segja að það hefði breytt einhverju ef við hefðum komið óvopnaðir?"

"Auðvitað" svaraði Mullahnn, "þá hefðuð þið verið gestir okkar rétt eins og þú ert gestur okkar núna"

"Hvað með Al-Qaida" spurði ég. Bin Laden réðist á vestrið, hefur það ekki rétt til að leita hans hér?

"Við þekktum Bin Laden þegar hann barðist sem Jihadi gegn Rússum," svaraði mullahnn, "hann er heiðvirður maður."

Var 9.11. heiðvirt?

"Það eru engar sannanir fyrir því að 9.11 hafi verið skipulagt í Afganistan. Píslarvættirnir lærðu ekki að fljúga hér á landi."

afghanistan-woman"Hvers vegna neita Talibanar konum um menntun" spyr ég.

"Það er ekki satt, til eru kvennaskólar reknir af Talibönum"

"En margir kvennaskólar hafa verið brenndir til grunna."

"Sumir skólar hafa verið brenndir" svaraði Mullahnn. "En aðeins þeir sem höfðu vestræna námsskrá þar sem konum var kennt klám."

Þessi staðhæfing hans var fáránleg í ljósi þess að ráðist hafði verið á meira en 1100 skóla eða þeir  brenndir. Það var raunveruleikinn undir stórn Talibana.

Við héldum áfram að tala saman fram undir morgunn eða þangað til að komið var fram undir bænastundina. Mennirnir fóru út og snéru sér í átt til Mekka. Þegar henni var lokið spurði ég Abdullah hvort hann ætti börn.

"Ég á tvo syni, tveggja og fjögra ára," svaraði hann, "en ég sé þá sjaldan. Ég gef þeim ekki föðurást eins og ég gæti því þegar ég verð drepinn verður það auðveldara fyrir þá." Það voru engin svipbrigði að sjá á andliti hans. "Faðir minn, afi minn og lang-afi minn dóu allir fyrir byssukúlu. Ég mun deyja á sama hátt og synir mínir án efa líka. Það er ekkert sorglegt við það. Það er dýrðlegt að deyja í þjónustu Jihad og er það sem allir okkar þrá."

Gapið milli vestræns hugsunarháttar og þeirra var augljóst. Á vesturlöndum er fjölskyldan undirstaða þjóðfélagsins sem við berjumst fyrir að varðveita.  Ekki svo fyrir liðsmanninn Abdullah og hans menn. "Guð gefur okkur börn, þess vegna er skylda okkar að gefa Guði aftur áður enn við gefum fjölskyldu okkar."

"Lífið hefur ekkert bragð án trúar, sama hversu mikið þú etur af því. En að deyja í Jihad er eins og að vera mettur án þess að hafa borðað nokkuð. Það er friður og fullkomnun."

Textinn er að hluta unnin upp úr bókinni A MILLION BULLETS: THE REAL STORY OF THE BRITISH ARMY IN AFHGANISTAN eftir James Fergusson

 

 


Blóraböggullinn Dr. David Kelly og örlög hans.

davidkellyatweddingÉg kemst ekki hjá því að hugleiða örlög þessa manns. Fyrir fimm árum upp á dag, dvaldist David Kelly  (f. 17. Maí 1944)  í þessu sama húsi og ég er nú gestur í. Hann svaf í sama rúmi og ég hvílist í og umgekkst sama fólkið og ég spjalla við á hverju kvöldi. Dvölin hér í Cornwall ásamt konu sinni, í Júlí árið 2003 gerði honum gott að sögn ættmenna hans og vina. Fáir vissu hvar hann var og flestir hér um slóðir vissu ekki hver hann var. Hér eltu fjölmiðlarnir hann ekki á röndum, farsímasambandið er stopullt og hann notaði tímann til að undirbúa sig undir yfirheyrslur tveggja þingnefnda sem í vændum voru þ.á.m. The Intelligence and Security Committee. Hann var léttur í lundu og ræddi m.a. um brúðkaup dóttur sinnar sem fara mundi fram á næstunni og um framhald starfa sinna við efna og sýklavopnaleit í Írak.

Viku seinna eða 17. Júlí 2003 fannst  hann látinn, sitjandi undir tré í Harrowdown Hill, ekki langt frá heimili sínu í Oxford.

Dr. David Kelly, maðurinn sem var svo lágmæltur að það þurfti að slökkva á loftræsikerfinu í salnum þar sem hann var yfirheyrður af kokhraustum þingnefndarmönnum sem  fundu  hjá sér einkennilega þörf til að þjarma persónulega að honum. Og hvað hafði þessi mildi maður sér til sakar unnið?

Ekkert annað en að hafa reynt að koma í veg fyrir  innrásina í Írak með því að hvetja Íraka til að fara að kröfum Sameinuðu Þjóðanna um eyðingu sýkla og efnavopna og síðar að gefa í skyn að forsendur innrásarinnar í Írak hefðu verið vafasamar. Dr. David Kelly var afar vel metinn vísindamaður og þekktur fyrir störf sín í þágu breska ríkisins og seinna fyrir Sameinuðu Þjóðirnar. Hann var örverulíffræðingur og hafði getið sér gott orð við rannsóknir á efndum Sovétríkjanna á alþjóðasamningum um útrýmingu sýkla og efna vopna. Sú reynsla hans varð til þess að hann var skipaður sem einn af fremstu skoðunarmönnum Sameinuðu þjóðanna í Írak eftir Persaflóastríðið.

Hann var m.a. tilnefndur til Nóbels verðlauna og gerður að meðlimi í hinni virtu reglu The Most Distinguished Order of Saint Michael and Saint George fyrir framlag sitt og þjónustu við breska ríkið.

Meðal starfa Dr. Kelly var að vera tengill við fjölmiðla án þess þó að nafni hans væri haldið á lofti eða að myndir af honum væru birtar. Árið 2002 van hann mikið fyrir Defence Intelligence Staff við að setja saman skýrslu Joint Intelligence Committee um fjöleyðingarvopn Íraka sem síðan var notuð sem helsta átilla innrásarinnar að hálfu Breta 2003.  davidkelly_narrowweb__300x411,0  

Í skýrslunni var m.a. stuðst við framburð Íraks flóttamanns; Rafid Ahmed Alwan að nafni (leyninafn Bogabolti) sem leyniþjónustur Bandaríkjanna, Bretlands og Þýskalands vissu að var afar vafasamur og óáreiðanlegur. Sá hélt því fram að Írakar réðu yfir færanlegum tækjabúnaði til að framleiða sýklavopn og þyrftu aðeins 45 mínútur til að koma þeim vopnum í skotstöðu.

Þessar sömu upplýsingar notaði Collin Powell yfirhershöfðingi USA einnig í ræðu sinni þegar hann reyndi 5. Febrúar 2003 að fá Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna til að gefa afdráttarlaust grænt ljós á innrásina í Írak. 

Dr. Kelly vissi að upplýsingarnar voru falskar og fjarri lagi. Það þekkti enginn betur til stöðu þessara mál í Írak en Dr. Kelly sem jafnframt þekkti alla þá bresk-menntuðu vísindamenn sem störfuðu fyrir Saddam Hussein.

Hann minntist í trúnaði á þessar falsannir skýrslunnar í samtali við Andrew Gilligan blaðamann BBC og gerði það á þeim forsendum að nafn hans yrði aldrei bendlað beint við málið. Þegar að Andrew sagði frá því opinberlega að Alastair John Campbell talsmaður Tony Blair hefði látið ýkja ýmiss atriði skýrslunnar til að blekkja hinn breska þingheim til að styðja innrásina í Írak hófst leitin að blórabögglinum. Fljótlega bárust böndin að Kelly, sérstaklega eftir að Gilligan hafði undir gífurlegu álagi ýjað að því að hann hefði lagt honum til  upplýsingarnar.

nbakerDM2110_468x305Morguninn 17. Júlí 2003 vann Dr. Kelly heimahjá sér við að svara emailum sem honum höfðu borist víðsvegar að og voru flest hvatningarorð vina hans eftir að yfirheyrslur þingnefndanna hófust. Um þrjú leitið sagði hann konu sinni að hann ætlaði í gönguferð líkt og hann gerði daglega. Þegar hann skilaði sér ekki aftur fyrir miðnætti tilkynnti kona hans lögreglunni um hvarf hans. Snemma morguninn eftir fannst hann sem fyrr segir látinn, sitjandi upp við tré á Harrowdown Hill. Svo virtist sem hann hefði tekið líf sitt. Í maga hans fundust 29 töflur af verkjalyfi (co-proxamol) auk þess sem hann hafði skorið sig á púls með hnífi sem hann hafði átt síðan í æsku.

Fljótlega komst upp kvittur að Dr. David Kelly hefði verið myrtur. Engin fingraför fundust á hnífnum. Sjúkraliðarnir sem sóttu líkið sögðu að lítið sem ekkert blóð hefði verð á staðnum sem er alveg í samræmi við umsagnir sérfræðinga um blóðrennsli úr slíkum sárum í köldu viðri. Krufning leiddi í ljós að lyfjaskammturinn hefði ekki verið nægur til að verða honum að aldurtila. Árið 1999 hafði Dr. David Kelly kynnst Bahai trú og nokkru seinna gerst Bahai. Í Bahai trú er lagst gegn sjálfsvígum.

Rannsókn málsins var fljótt tekin úr höndum lögregluyfirvalda og fengin í hendur sérstökum rannsóknarmanni á vegum ríkisstjórnarinnar; James Brian Edward Hutton. Í skýrslu Huttons kemur fram að um sjálfsvíg hafi verið að ræða, að enginn úr ríkisstjórninni geti talist ábirgur fyrir því á neinn hátt, að BBC hafi sýnt óvarkárni í að segja frá hvernig Íraks-skýrslan var í raun fölsuð og að Dr. Kelly hafi verið eini maðurinn ábyrgur fyrir að þeim upplýsingum var lekið í fjölmiðla.

 

 


Fíla blogg

elephant-standingEf þið hafið áhuga á að sjá eitthvað virkilega ótrúlegt þá ættuð þið að líta á þetta myndband frá Thailandi. Listafíll 

Fílar hafa í mörg ár heillað mig og eru án efa mín uppáhalds dýr. Þeir eru líffræðilega afar flóknar verur og sumt í hegðun þeirra hefur aldrei verið að fullu skýrt. Tennur þeirra eru svo verðmætar eins og kunnugt er, að þeir eru í útrýmingarhættu. Þeir eru eina dýrið sem ég veit um sem heilt þjóðland hefur verið nefnd eftir. (Fílabeinsströndin) Þeir hafa verið notaðir sem stríðsvélar og þungavinnuvélar og voru Indverjum og öðrum Asíuþjóðum þarfari þjónn en  hesturinn var þeim nokkru sinni.

Ég fann á blog.is blogg frá bloggvinkonu minni henni Steinunni Helgu Sigurðardóttur sem fílaunnendur gefðu gaman af að líta á, þ.e.a.s. þeir sem ekki hafa þegar gert það.

Svo fann ég eftirfarandi fróðleik á vefnum; 

elephant3Þrátt fyrir ákveðin líkamleg einkenni eru fílar hvorki náskyldir flóðhestum né nashyrningum. Þvert á móti er skyldleika að leita á allt öðrum stöðum í dýraríkinu.
Fílar nútímans lifa einir eftir af fjölda skyldra tegunda sem voru útbreiddar í stórum heimshlutum. Auk afrísku og indversku fílanna eru nú aðeins eftir tveir hópar tegunda þessara dýra. Annars vegar eru sækýrnar, sem skiptast í fjórar tegundir, sem allar hafast við í hitabeltinu í karabíska hafinu og við strendur Afríku og Ástralíu. Sækýr geta orðið allt að tvö tonn. Rétt eins og fílarnir eru sækýrnar hægfara jurtaætur. Skyldleikann má m.a. sjá á afar sérstæðri tannskipan. Karldýr sumra tegunda hafa t.d. stuttar skögultennur, samsvarandi skögultönnum fíla.
Það má sem sagt á sinn hátt skynja skyldleikann milli fíla og sækúa. Hitt kemur meira á óvart að bjóða skuli afrískum kletta- og trjágreifingjum á þetta ættarmót. En aftur er það sérstæð tannskipan sem afhjúpar skyldleikann. Framtennurnar hafa þróast í stuttar skögultennur sem að vísu standa ekki út úr munninum. Jaxlarnir eru stórir og flatir. Ættartengslin hafa líka á síðustu árum verið staðfest með greiningu á erfðaefni, bæði í frumukjörnum og orkukornum. Þær rannsóknir sýna sameiginlega forfeður.


Ólafsvíkur-Kalli og ástin

image93Fyrir margt löngu dvaldist ég í  nokkra mánuði á Neskaupstað. Ég fékk vinnu í SÚN og var svo "heppinn" að fá pláss í aðgerðar-genginu eins og það var kallað. Aðgerðar-gengið var saman sett (fyrir utan mig) af almestu harðjöxlum sem ég hef nokkru sinni fyrir hitt á ævinni. Þeir gátu staðið við og slægt fisk í 12-16 tíma hvern dag og aðeins nærst þann tíma  á svörtu kaffi og matarkexi sem þeir skelltu í sig í reykpásunum.

Ég var á hrakólum með húsnæði og einn úr gengnu bauð mér að leigja með sér herbergi ekki langt frá  skemmunum þar sem gert var að. Ég þáði það og þannig atvikaðist að ég gerðist herbergisfélagi Karls Guðmundssonar eða Ólfasvíkur-Kalla eins og hann var oft kallaður. Karl var án efa einn þekktasti slarkari sem Ísland hefur af sér alið og um svaðilfarir hans er að nokkru fjallað í bók Jónasar Árnasonar um Kristófer kadet í hernum "Syndin er lævís og lipur".  

_856180_cod300 Nú vildi þannig til að ég hafði lesið bókina en samt kom ég Karli ekki fyrir mig til að byrja með og þekkti ekki manninn sem hafði blásið lífið í hálfdrukknaða völsku-rottu eftir að hafa bjargað henni úr ísilagðri höfninni í Helsingi í Finnlandi eða bjargað lífi arabísks auðkýfings og þegið að launum fulla höll af Gini. Okkur kom ágætlega saman mér og Kalla, ekki hvað síst eftir að hann frétti að að faðir minn væri líka Ólsari. Karl sem var að rembast við að vera edrú þótt hann væri afar illa haldinn af langvarandi Alkóhólisma, sá um matargerðina. en ég um þvotta og þrif.  Hann eldaði slatta af sveskjugraut og plokkfiski sem síðan var haft í alla mata á meðan entist.  Þegar þraut, eldaði Kalli nýjan skammt. Þetta gekk í nær þrjá mánuði, allt haustið 1971 og fram á aðventuna.

borovitsky_drunkardUm miðjan Desember kom ónefnd fleyta úr siglingu frá Bretlandi hlaðin varningi. Brátt flaut allt í víni og bjór og aðgerðargengið leystist upp. Kalli sem hafði þá verið þurr í fjóra mánuði kolféll og varð fljótt svo veikur að hann gat ekki staðið í fæturna. Hann lagðist því í fleti sitt og drakk þar. Ég hjálpaði honum af og til á salernið og bar honum mat en þess á milli var hann oftast í einskonar deleríum móki. Við hliðina á rúmi hans var kassi af Vodka sem hratt gekk á. Stundum um nætur vaknað Karl upp og vildi þá ræða trúmál og heimsspeki. Hann var ágætlega lesinn en hafði komið sér upp heimatilbúnum frösum um öll mál sem hann mælti fram og þá voru málin afgreidd að hann hálfu.

Eina nóttina lá ég í rúmi mínu og las. Allt í einu reis Karl upp við dogg og sagði fyrirvaralaust og ákveðið;" Ástin er skítalykt". Ég var aðeins sautján ára og ekki í stöðu til að andmæla þessari speki mikið. "heldurðu það" svaraði ég en hugsaði jafnframt með mér að líklega hefði Kalli farið illa út úr samskiptum sínum við konur um ævina. "Nei ég veit það," hélt Kalli áfram. "Það er ekki fyrr en þú þolir skítalyktina af konu að þú getur sagt að þú elskir hana." bætti hann svo við og teygði sig eftir flösku, tók af henni gúlsopa, lagðist svo niður aftur og var brátt farinn að hrjóta. Hann skildi mig eftir með þessa lífsspeki sem hefur verið að pirra mig síðan.


Trúir þú á drauga - Frægasta Draugaljósmyndin

Fredy JacksonÞetta er án efa þekktasta draugamynd í heimi. Myndin er tekin árið 1919 en var ekki birt opinberlega fyrr en árið 1975. Myndin var tekin af Sir. Victor Goddard foringja í breska flughernum. Ljósmyndin er af flugsveit Sir Goddards sem þjónað hafði um borð í HMS DAEDALUS í fyrri heimsstyrjöldinni. Á myndinni birtist auka andlit að hálfu hulið en samt afar greinilegt. Á bak við flugmanninn sem er fjórði frá vinstri í efstu röð er að sjá andlit manns sem ekki átti að vera á myndinni. Það er sagt vera af manni sem hét Freddy Jackson, flugvirkja sem dáið hafði tveimur dögum áður en ljósmyndin var tekin, þegar að flugvélarhreyfill skall í höfuð hans. Útför Freddy var gerð sama dag og myndin var tekin. Allir meðlimir sveitarinnar sem fengu myndina eða sáu hana staðfestu að þetta væri andlit andlit Freddys.

 


Hér er Guð um Dyaus Pitar, frá Zeus til Júpiters

fingerstouchblbrsmÉg varð snemma þeirrar skoðunar að ef til væri Guð, væri það sami Guð sem fólk tilbað hvar sem það var statt á jörðinni og hvaða nafni sem það nefndi Hann. Ég varð þess einnig fullviss að þessi sami Guð hafði verið ákallaður allt frá því að heili mannsins varð nægjanlega stór til að geta rúmað hugsun um hann og málfærin nógu þroskuð til að nefna hann.

Hinn upphaflegi Guð Aria var þekktur var meðal allra Indó-Evrópskra þjóða. Nafn hans var Dyaus Pitar (Guðlegi Faðir) sem er sama og gríska heitið Zeus Pater, eða  Júpiter og Desus á Latínu. Forn-germönsku er nöfn hans eru Tiu eða Ziu, og á norsku Tyr. Önnur nöfn hans voru; Hinn himneski (Á sanskrít Varuna, grísku Ouranos) eða Vinurinn (sanskrít Mitra, persnesku Mithra). Með líkingum og dæmisögum var öðrum nöfnum smá saman bætt við. Hann var kallaður „Sunna“ „ Hinn máttugi“ og  „Vörður reglunar“.  Hinn helgi logi eða eldur“ (Á sanskrít Agni, á Latínu Ignis, á Grísku Hagnos), sem notaður var við tilbeiðslu og fórna,  vakti með fólki sterkar kenndir og honum voru fljótlega eignaðir guðlegir eiginleikar. People%20Listening%20Around%20Globe

Víst er að söguþulir krydduðu sögur sínar og eignuðu Guði ýmsar mannlegar kenndir. Sögurnar voru kryddaðar með ást og afbrýðisemi, stríði og drykkjulátum og goðsagnirnar urðu til. Jörðin varð að brúður Guðs og dró sem slík að sér eigin fylgjendur sem tilbáðu hana sem „himnadrottninguna“ sem brátt varð einnig að frjósemigyðju. Þar sem ritmál var ekki til og engir spámenn Guðs komu fram til að viðhalda átrúnaði hans, varð til fjölgyðistrú. Jafnvel í sterkum eingyðistrúarbrögðum eins og Gyðingdómi, Kristni og Íslam er hægt að finna dæmi um hversu fljótt eingyðistrú spillist og verður að fjölgyðistrú. Fjölgyðistrú á meðal Grikkja og Aría eru vitnisburður um uppfinningasemi sagnaþula en ekki sönnun um að eingyðistrú til forna hafi ekki verið ástunduð.


Enn um fimm merkustu konur sögunnar

Enn er dálítið að bætast við athugasemdahalann þar sem ég bið lesendur að nefna fimm merkustu konur heims og styðjast að sjálfsögðu aðeins við eigið álit. Margir hafa þegar tjáð sig og margar konur verið kynntar til sögunnar svo úr verður hin athyglisverðasta lesning, sérstaklega ef fólk nennir að fletta (googla) upp þeim konunöfnum sem þeir ekki þekkja. Ég skora aftur á sem flesta að taka þátt í þessari óformlegu könnun sem ég ætla að gera nánari skil eftir að athugasemdafresturinn er liðinn.

Hvernig á að búa til gott te

  1. Fyllið ketilinn af köldu fersku vatni. tea
  2. Hitið ílátið og látið tepokann í bollann eða tekönnuna.
  3. Látið vatnið sjóða og hellið því síðan í bollann eða tekönnuna og hrærið í.
  4. Bíðið í  2-3 mínútur og allt upp í sex mínútur ef tekannan er stór. Þessi bið er mikilvægasti þáttur tegerðar. Teið er ekki tilbúið þótt bæði litur og kaffín hafi borist út í vatnið nánast strax. Sjálft bragð tesins tekur lengstan tíma að berast út í vatnið. Nauðsynlegt er að halda teinu heitu þann tíma sem beðið er eftir bragðinu.
  5. Hellið teinu í bolla (ef tekanna er notuð) 
  6. Næst er sett sætuefni (sykur, hunang) í teið ef þú notar það á annað borð og hrært í. Ef þú notar mjólk er henni bætt í síðast og aftur hrært í. 

 Ef þú ert ekki sammála þessu þá getur þú spreytt þig á tegerðarprófinu hér.

 

 


Demi-guðir á Íslandi fyrir 38 árum. Varst þú þar?

alla1970 þegar hippamenningin stóð sem hæst hér á Íslandi, komu demi-guðirnir í Led Zeppelin til landsins og léku fyrir 2.5% af þjóðinni, (meðal hans undirritaðan) sem var ekki minna en 5000 manns í Laugardagshöll. Ferðin til Íslands hafði varanleg áhrif á sveitina því á meðan dvöl hennar stóð á landinu samdi Robert Plant textan við eitt þeirra frægasta lag Immigrant song.

Úr Söngleiknum "ÉG elska alla"  

Robert sagði í viðtali um tilurð textans; We went to Iceland, and it made you think of Vikings and big ships... and John Bonham's stomach... and bang, there it was - Immigrant Song!

Textinn fjallar að sjálfsögðu um Ísland og Leif Eiríksson og var frumflutt á tónleikum Í Bath á Englandi,  aðeins sex dögum eftir tónleikana á Íslandi.  Lagið kom út á plötu þeirra Led Zeppilin III og var yfirleitt opnunarlag þeirra á tónleikum eftir það. Hér kemur þessi frægi texti sem sýruhausarnir brutu svo mikið heilann yfir "hvað þýddi í raun og veru".

Ah, ah,Led_Zeppelin_on_stage_1977
We come from the land of the ice and snow,
from the midnight sun where the hot springs blow.
The hammer of the gods
Will drive our ships to new lands,
To fight the horde, singing and crying:
Valhalla, I am coming!
On we sweep with threshing oar,
Our only goal will be the western shore.
Ah, ah,
We come from the land of the ice and snow,
from the midnight sun where the hot springs blow.
How soft your fields so green,
Can whisper tales of gore,
Of how we calmed the tides of war.
We are your overlords.
On we sweep with threshing oar,
Our only goal will be the western shore.
So now youd better stop and rebuild all your ruins,
For peace and trust can win the day
Despite of all your losing.

Hér er sjónvarpsfréttin af komu þeirra til landsins og viðtal við Robert Plant.

 


Fimm merkustu konur allra tíma

elizabeth_levina_teerlingmotherofgodTeresaPrincess_of_Walesd7b66a6a3ba13821

Umræðan um jafnrétti heldur áfram sem betur fer því margir segjast sjá þess merki að enn hafi ekki náðst fullt jafnrétti kynja á Íslandi þrátt fyrir löggjöf og reglugerðir sem áttu að tryggja það. Hvað veldur?  Er t.d. möguleiki að konum skorti fyrirmyndir?

Þegar spurt er; hverja þú mundir telja fimm merkustu karlmenn heims, fyrr og síðar, skortir ekki svörin hvorki hjá körlum eða konum.

Kristur og Napóleon, Gandhi og Alexander Mikli, Sókrates og Shakespeare eru meðal þeirra sem títt eru nefndir. Af nægu er að taka, stórmennin eru mörg og skoðanir manna fjölbreyttar.

En ef fólk er beðið að nefna fimm merkustu konur allra tíma, vefst mörgum tunga um tönn. Þegar búið er að nefna mömmu og eiginkonuna koma yfirleitt þekktar leikkonur eða stjórnmálakonur síðustu aldar helst upp í hugann.

Til að sanna eða afsanna þessa kenningu langar mig að efna til smá könnunar meðal lesenda þessa pistils. Ég skora á ykkur að nefna í réttri röð þær sem ykkur finnst vera fimm merkustu konur allra tíma. Ekki er nauðsynlegt að rökstyðja svarið sérstaklega en ef konurnar eru ekki kunnar er vel við hæfi að birta stutta skýringu. Fróðlegt verður einnig að sjá, ef þátttakan verður góð, muninn á þeim sem karlar velja og þeim sem konur velja. Ef ástæða er til mun ég vinna úr svörunum og birta þær niðurstöður fljótlega.

Indira Ghandicurie070627_thatcher_vmed_12p_wideccleopatra_Alexandrina-Victoria-Hanover

 

 


Mikilvægustu myndir sem nokkru sinni hafa verið teknar

Hubble Deep Field myndir. Þú hefur aldrei fyrr séð það sem þú sérð á þessu myndbandi.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband