Leita í fréttum mbl.is

Hetjan frá vatninu bláa (Ort fyrir munn hinns andlega trúleysingja)

Úr votu skauti vatnsins bláainspiration

reis ég nakinn og tær.

Hljótt upp úr móðunni

sem lagði af vatninu

steig ég fagur og skær. 

Vatnið sem ól mig

unni mér heitt.

Það yljaði mér

með andardrætti sínum

sem ljósálfar spunnu

í örfínan þráð og marbendlar ófu

úr dýrindis lín,

sniðu af kufl,

úr mistrinu skikkju

sem merlaði af

í hvítu mánaskini. 

Svarfbláum nykrum

var beitt fyrir vöggu

úr mjallhvítum liljum

og sígrænu sefi

sem mettaði vit mín

með framandi angan.

Hún festist við föla

rekkjuvoð stjarnanna

sem flökti á hvíslandi

földum vatnsins

og ofurmjúkt kyssti

mig á vangann. 

Allar vættir vatnsins

vöktu yfir mér

og vernduðu mig af mætti.

Þær gáfu mér glitrandi

gullin fræ Bráins

og dögg þá er draup

á miðju nætti.

Lagardísir

ljáðu mér brynju

herta í vafurloga,

sverð úr sólstöfum

sjöunda himins

og skjöld úr regnsins boga. 

Þá röðull rann heitur

á heiðan himinn

og leysti í sundur

minn líknarbelg,

risu úr svelgnum

hvasstenntir drekar

sem kenndu mér töfra

og leyndir vatnsins.

Kyngi og seiðstafir

urðu mitt mál. 

Dvergar krýndu mig

vorsmíði sinni

sem huldi mig brágeislum

dauðlegra manna.

Og æskan varð öll

að eilífri bernsku

og ómunatíð,

að draumi um hetju

sem vatnið bláa

gaf allt nema sál.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

þetta virkaði á mig eins og góð myndlist hefði gert....semsagt hreyfði við mér, skemmtilega  og fallega ort.... takk....

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 15.6.2008 kl. 04:58

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Stundum get orð verið ágætis penslar....;)

Svanur Gísli Þorkelsson, 16.6.2008 kl. 07:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svanur Gísli Þorkelsson
Svanur Gísli Þorkelsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband